Dear Mr. Hicks – Opin umræða

Meðan lítið er að frétta er ekki úr vegi að koma af stað opinni umræðu og til að gera það læt ég fylgja með góð skilaboð stuðningsmanna Liverpool til “eigenda” liðsins (sem impz benti á):

Ef ykkur finnst mótmælin vera við það að fara úr böndunum á Austurvelli væri fróðlegt að sjá hvernig þetta yrði núna ef þessir bjánar létu sjá sig á Anfield, eða bara í Liverpool borg.

Það er erfitt að fá staðfestar fréttir af því sem er að gerast með þessi blessuðu lán þeirra, en 15.október (ekki á morgun semsagt) hefur verið talað um að komið sé að endurfjármögnun á þessum lánum og eins og staðan og pressan á bankanum er núna er afar ólíklegt að þeir fái frekari frest.  Frekari frestur mun þýða að þolinmæði stuðningmanna brestur endanlega og bankanum hefur verið hótað að hann myndi missa afar marga viðskiptavini.

Þannig að ekki nóg með að við þurfum að sjá klúbbinn á botninum í tvær vikur og erum með óhæfan þjálfara fyrir þennan klúbb þá hefur framtíð klúbbsins í heild aldrei nokkurntíma verið í meiri óvissu. Það er alveg ljóst að ég hef móðgað einhvern rangan fótboltaguð allsvakalega senmma árs 2010 enda einn harðasti stuðningsmaður Selfoss líka.

En höfum hugfast að alvöru stuðningsmenn styðja sitt lið í gegnum súrt og sætt…núna er svo sannarlega súrt.

32 Comments

  1. Ég styð mitt lið, fram í rauðan dauðann!!
    En ég tek heilshugar undir hvert einasta orð sem sagt er í þessu myndbandi.
    Ég talaði við góðan félaga minn úti eftir Blackpool leikinn, og hann sagði einfaldlega. It will get violent soon .. !!! – það er gífurlegur hiti í mönnum þarna úti, og spurning hversu lengi menn mótmæla friðsamlega !

    Ég vona að þeir hafi vit á því að labba í burtu þessir menn, en spurningn er líka, hvort þeir geti það hreinlega..

    Insjallah..

    Carl Berg

  2. Ég táraðist yfir þessu blessaða myndbandi og skammast mín ekki fyrir það

  3. Af hverju töluðu menn alltaf um 6 október sem er svo alltíeinu orðin 15 október núna… Er engin sem veit og getur frætt okkur hina sem ekki vitum meira um þessi eigendamál???

  4. Snilldarmyndband reyndar og vonandi hafa þeir menn sem gerðu það séð til þess að Hicks sjái það…

    En ein spurning af hverju er þessu beint bara til Hicks en ekki til Gilletts? jújú hann er kannski sá Heimskari en er hitt fíflið þarf líka að fara.

  5. Ég myndi nú kannski ekki segja að Hodgson væri óhæfur, en greinilega ekki að gera gott mót :S . Og svo eru menn í einhverri móðursýki hérna að henda inn könnun eftir skítatapleik, og auðvitað er meirihlutinn sem að vill manninn í burt. En málið er að flest allir sem að spiluðu þennan leik fyrir Liverpool, eru svo miklu betri fótboltamenn er þetta Blackpool lið. Þannig að það er ekki hægt að skella skuldinni alfarið á RH, ábyrgð leikmanna er einhver í þessu. Ég meina hægri bakvörðurinn er landsliðsmaður englands, við erum með fyrirliða enska landsliðsins á vellinum, Joe Cole er ekki lélegur knattspyrnumaður, Meireles menn voru að missa sig þegar hann kom. Poulsen er ekki beint sá besti, en andskotinn hafi það hann á nú að geta staðið sig á móti Blackpool. En vörnin er greinilega sheikí skil ekki af hverju Agger er ekki notaður. Þetta er allt í skít og verður það líklega í vetur, en ég vil meina að ábyrgð leikmanna er mikil.

  6. BREAKING NEWS á Sky News (í sjónvarpinu) að klúbburinn verði seldur núna … 2 tilboð í gangi, annað frá USA hitt frá Kína heyrðist mér.

  7. New England Sport Ventures eru annar af tveimur sem bjóða (er það KRAFT fjölskyldan?)

  8. Þetta er að gerast. Er að horfa á SKY akkúrat núna þessa stundina þar sem verið er að tala um þetta. Þetta fyrirtæki á víst Boston Red Sox. Ef ég fer rétt með þá er það ekki Kraft fjölskyldan en ég er samt ekki viss !

  9. Þetta er meira en venjulega – lánið er á gjalddaga og allt í fokki þannig að það verður að teljast líklegt að eitthvað gerist núna.
    Vonandi þýðir þetta fjármagn til að gera við liðið.

  10. Eru það semsagt kanar sem að eru að bjóða í klúbbinn, ég spyr þá bara hver er munurinn á skít og kúk?

  11. Mér líst ekkert að liðið verði í eigu Bandaríkjamanna, hreinlega treysti þeim ekki þar sem þeir skilja ekki knattspyrnumenninguna. Kraft er viðskiptamaður og kom til greina sem kaupandi þegar G&H keyptu klúbbinn. Það er alveg ljóst að hann er ekki að fara útí einhverja KFUM starfsemi hjá Liverpool og ætlar sér örugglega að græða að amerískum sið.

    Annars hét ég því um mitt síðasta ár að tjá mig ekki um eigendamál fyrr en búið væri að handsala samning og ætla að láta þetta innlegg duga þangað til.

  12. “En ein spurning af hverju er þessu beint bara til Hicks en ekki til Gilletts? jújú hann er kannski sá Heimskari en er hitt fíflið þarf líka að fara”

    Var það ekki þannig að Hicks stoppaði sölu Gilletts á hans hluta með neitunarvaldi… er ekki talað um að Gillett hafi lengi viljað selja en Hicks haldi félaginu í “heljargreipum”.

  13. Þetta stendur á Wikipedia (vitnað í aðrar heimildir) um John Henry sem á Boston Red Socks sem er með annað boðið: “In March 2006, Boston Magazine estimated his net worth at $860 million, but noted that his company had recently experienced difficulties.[1] In May 2007, reports in the Wall Street Journal[2] and Bloomberg noted further difficulties with the firm.”

  14. Vill nú bara taka fram að ég gaf einare Nr. 15 óvart þumal niður!

    • Annars hét ég því um mitt síðasta ár að tjá mig ekki um eigendamál fyrr en búið væri að handsala samning og ætla að láta þetta innlegg duga þangað til.

    Góð stefna þó erfitt sé að halda í sér þegar svona fréttir koma upp. Manni langar svo að trúa því að þeir séu að missa klúbbinn.

  15. Sælir félagar!
    Hafið þið hugleitt það að þessi staða í deildinni sé einn stór leikþáttur í þeim eina tilgangi að Kanarnir drífi sig að selja áður en þeir fá ekki neitt fyrir klúbbinn..
    Ef svo er þá skil ég þetta mjög vel og væri ekkert ósáttur þótt við töpum nokkrum í viðbót svo framarlega þeir selja klúbbinn minn.

  16. Af Liverpoolfc.tv:
    The Board of Directors have received two excellent financial offers to buy the Club that would repay all its long-term debt. A Board meeting was called today to review these bids and approve a sale. Shortly prior to the meeting, the owners – Tom Hicks and George Gillett – sought to remove Managing Director Christian Purslow and Commercial Director Ian Ayre from the Board, seeking to replace them with Mack Hicks and Lori Kay McCutheon.

    This matter is now subject to legal review and a further announcement will be made in due course.

    Meanwhile Martin Broughton, Christian Purslow and Ian Ayre continue to explore every possible route to achieving a sale of the Club at the earliest opportunity.

  17. vona bara að þeir selji klúbbinn, nýir menn með metnað komi inn, segi bless við hodgson, hendi takkaskóm á dalglish og láti hann þjálfa þar til nýr “world class” kostur býðst í stöðuna. nú nema king kenny snúi þessu bara við og sýni aftur hversu frábær framkvæmdastjóri hann er 😉 selja nokkra menn á tombólu og kaupa alvöru leikmenn í staðinn sem geta sólað eins og einn mann og taki spretti í staðinn fyrir allt skokkið sem er í gangi núna hjá mörgum þarna inná 🙂

    please, please, please…

  18. Flott myndband og vonandi er eitthvað til í fréttum kvöldsins. Hins vegar er ég ekki viss um að ég vilji sjá aðra Bandaríkjamenn taka yfir klúbbinn (sama hversu virtir þeir eru) og myndi ég hreinlega vilja að það yrðu settar reglur hjá Liverpool FC sem myndu banna Bandaríkjamönnum að koma nálægt rekstri Liverpool FC. Það herfur sýnt sig hjá Liverpool, Man Utd og Aston Villa að þeir hafa ekki hundsvit á knattspyrnu.

  19. Ef þetta er rétt að þeir kana faggar séu að reyna að bola þessum þremur úr stjórninni, þýðir það þá að þeir vilji í alvöru reyna að bíða lengur eftir tilboðum sem gefa þeim gróða? Eru þeir svona nautheimskir, þeir missa félagið til bankans bráðum, græða ekkert, verða réttdræpir í Liverpool, og geta sennilega aldrei keypt íþróttafélag á þessu plani aftur.
    Það er bara ekki einu sinni vottur af buisness viti í gjörðum þessara manna.

  20. Kanarnir eru greinilega orðnir mjög örvæntingarfullir miðað við þær fréttir að þeir séu að reyna að skipta út stjórnarmönnum.
    Er einhver sem veit það hvernig atkvæðavægið er í stjórninni? Hafa G&H ennþá það mikið vægi innan stjórnarinnar að þeir geti skipt út fólki?
    En samt gott að sjá að það sé einhver hreyfing í gangi, þó svo að maður sé ekki beint spenntur fyrir því að fá aðra Kana til að kaupa klúbbinn.

  21. Sælir félagar

    Guð láti gott á vita segi ég bara, – trúlaus maðurinn. Ætli ég láti þetta ekki nægja uns meira er vitað og komið í ljós, orðið opinbert, liggur á borðinu, er alveg klárt, fer ekki á milli mála o.s.frv.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  22. Ekki aðra Kana takk!

    Frekar væri ég til í að mæðrastyrsknefnd ætti Liverpool frekar en Bill Gates. Kanar skilja einfaldlega fótboltamenninguna og að þessi íþrótt snýst ekki að mesty leyti um að græða peninga eins og amerískar auglýsinga- og kapítalismaíþróttir.

    YANKS OUT!

    YNWA.

  23. Ég veit nú ekki hver mælti þessi orð fyrstur manna..

    Þú uppskerð eins og þú sáir!

    Eigendur Liverpool eru að sá ílla og íllt skulu þeir fá..
    Á meðan G&H eru eigendur Liverpool þá endurspeglast heimska þeirra inná fótboltavöllinn!
    Vonum það besta og höldum fast í þá von að eigandaskipti líti dagsins ljós á komandi dögum!

    YNWA

Er tími Roy Hodgson kominn?

LFC STAÐFESTIR SÖLU Á KLÚBBNUM! (opin umræða)