Níu stig

Það eru rúmir tveir sólarhringar síðan fréttir af yfirtöku NESV á Liverpool FC láku fyrst. Rykið er aðeins farið að setjast aftur og menn farnir að reyna að ná yfirsjón yfir það sem er í gangi. Ég hef sennilega lesið hverja einustu frétt um málið og og þótt það sé mikið í gangi og talsvert um flækjur/óljósar fregnir þá er vert að reyna að fá einhvern botn í það helsta sem fólk er að spyrja sig að:

Dómsmálið. Samkvæmt nýjustu fréttum verður málið milli Hicks/Gillett og stjórnar Liverpool FC varðandi lögmæti sölunnar til NESV tekið fyrir í dómstólum á mánudag. Menn vonast í kjölfarið til að greiðlega taki að fá niðurstöðu og segja sérfræðingar að líklegasta niðurstaðan sé sú að dæmt verði stjórninni í hag og salan til NESV því staðfest.

En ef Hicks og Gillett vinna málið? Helsta von Tom Hicks, sem er að berjast einn í þessu núna eftir að George Gillett fór á hausinn (það er óljóst hver nákvæmlega er með eignarhlut Gillett á þessum tíma) er víst að ná að stöðva söluna með dómsúrskurði snemma í næstu viku. Það myndi gefa honum nokkra daga til að redda fjármagni til að endurnýja lánin áður en endalegur lokagjalddagi fellur hjá Royal Bank of Scotland. Sá dagur er víst við lok viðskipta á föstudag í næstu viku, 17. október. Ef Hicks vinnur dómsmálið og nær að fjármagna lánin fyrir þann tíma fær hann að eiga Liverpool FC áfram.

En ef Hicks stöðvar söluna og nær svo ekki að endurfjármagna? Sterkar heimildir segja að Martin Broughton sé þegar búinn að baktryggja sig við RBS þannig að ef Hicks stöðvi söluna muni RBS ekki samþykkja endurfjármögnun Hicks og láta félagið fara í þrot. Þá tekur RBS yfir félagið frá Hicks og selur NESV það fyrir 300m punda eins og ætlunin var fyrir. BBC Football segja hins vegar frá því í dag að ef til þessa kemur muni Liverpool mjög líklega fá á sig níu stiga víti í Úrvalsdeildinni eftir allt saman.

En ef stjórnin vinnur málið gegn Hicks? Þá verður gengið frá sölunni til NESV í næstu viku. Úrvalsdeildin hefur gefið út að þeir muni síðar í dag staðfesta samþykki sitt fyrir NESV sem nýjum eigendum og því er það aðeins dómsmálið sem stendur í vegi eigendaskiptanna. Ef dómur fellur stjórn LFC í hag snemma í næstu viku gætu mennirnir á bak við NESV setið í stúkunni á Goodison Park eftir rúma viku sem nýir, staðfestir eigendur Liverpool FC. Það yrði mikil lyftistöng fyrir alla, ekki síst leikmennina og þjálfarann fyrir svo mikilvægan leik.

Svo er eitthvað slúður í gangi um áætlanir NESV í sambandi við þjálfaramál og leikmannakaup en ég hugsa að við látum það bíða að reyna að sortera úr slíkum sögusögnum fyrr en búið er að staðfesta NESV sem eigendur.

Nú er bara að bíða og vona. Dómsmálið verður tekið fyrir snemma í næstu viku og þá gætum við annað hvort fengið nýja eigendur, Hicks áfram sem eiganda eða greiðsluþrot og níu stiga víti í deildinni. Það hefur sennilega aldrei verið jafn mikið í húfi.

60 Comments

 1. Hvernig er það, verður hægt að áfrýja þessum máli hjá dómsstólum í næstu viku ??

 2. Núna er ég ekki með breskt réttarfar á hreinu, en það eru grundvallar réttindi að geta áfrýja dómsniðurstöðu. Það er því mjög líklegt að það sé hægt. (Leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál)

  Það frestar samt líklegast ekki réttaráhrifunum, þ.e. niðurstaða dómsins gildir þangað til annað kemur í ljós.

 3. Mér skilst á öllu sem ég hef heyrt á Twitter og lesið að komi til áfrýjunar verði hún líka afgreidd í næstu viku. Það sé flýtimeðferð á þessu máli vegna þess hve stutt er í að RBS geti tekið yfir klúbbinn.

 4. Það má segja að næsta vika verði sú mikilvægasta hjá Liverpool í fjölda ára enda margt sem getur skilið á milli, annað hvort fáum við nýja eigendur eða fíflin halda áfram með félagið til glötunar eða þá að við fáum 9 stig í mínus og félagið svo selt til NESV.

 5. Maður þakkar bara fyrir að það sé landsleikjahlé þessa helgi ef þetta græjast í næstu viku, annars hefði leikur um helgina verið of skrautlegur.

 6. Ég tel að við komum ekki til með að fá níu mínust stig ef að RBS tekur klúbbinn yfir. Ég las einhver staðar að FA hefði sent út tilkynningu þess efnis að við mundum ekki fá þessi mínus stig. Ástæðan er sú að það er ekki klúbburinn sjálfur sem er að fara á hausinn heldur er það móðurfélagið Kop Holdings. Þar sem að LFC verður ennþá hagstæð sem rekstrarleg eining þá munum við halda velli. Þetta er lýkt og þegar Eggert Magnússon varð gjaldþrota þá var hann með eignarhlut sinn í eignarhaldsfélagi og þar af leiðandi missti West Ham engin stig, en á hinn bóginn þá misstu Pourtsmouth stig vegna þess að það var klúbburinn sjálfur sem að varð gjaldþrota.
  Þannig að ég tel að við þurfum ekki að óttast að missa þessi níu stig.

 7. Oft hefur verið þörf á góðri dómgæslu en aldrei hefur hún verið mikilvægari en í næstu viku.
  Maður bíður milli vonar og ótta þar sem dómgæslan hefur nú ekki verið að falla með liðinu hingað til en ákvarðanir dómarans í næstu viku munu án efa vega þyngst af öllum dómaraákvörðunum og sennilega vera þær mikilvægustu í sögu félagsins hingað til.

 8. Svo er eitthvað slúður í gangi um áætlanir NESV í sambandi við þjálfaramál og leikmannakaup en ég hugsa að við látum það bíða að reyna að sortera úr slíkum sögusögnum fyrr en búið er að staðfesta NESV sem eigendur. ( tekið úr upphafsgrein Kristjáns Atla )

  Væri reyndar allsvakalega til í að fá að vita allt um það slúður sem í gangi er þar sem allt bendir til að þessir menn verði eigendur Lierpool á næstu dögum eða vikum…..

  Bjarni BBC er víst eitthvað að tala um að það sé möguleiki á þessu 9 stiga mínus ef eignarhaldsfélagið fer í þrot….

 9. Viðar Skjóldal (#10) – Þetta slúður er ekkert með ákveðna leikmenn að gera eða neitt slíkt. Meira bara óstaðfestar fréttir af því að Hodgson fái séns til að stýra liðinu áfram eftir eigendaskiptin, hann sé byrjaður að skipuleggja eyðslu í janúarglugganum og svo hlutir sem varða rekstur félagsins, svo sem möguleikann á að endurbæta Anfield í stað þess að byggja nýjan völl og/eða að skipta út einhverjum stjórnarmeðlimum við eigendaskiptin.

  Það mun gefast nægur tími til að spá og spekúlera í þessu öllu þegar búið er að staðfesta NESV sem nýja eigendur. Þangað til það gerist ætla ég ekki að sóa tímanum í neitt annað en að krossleggja fingur, tær og eistu.

 10. Ég myndi glaður taka 9 stig í mínus ef það tryggir að við losnum við G+H.

 11. Þetta eru óvissutímar. Ég hef ekki miklar áhyggjur af því að salan gangi ekki í gegn. Það væri undarlegt ef lögfræðingar stjórnarmeirihlutans og NESV hefðu ekki fast land undir fótum. Hicks greyið er eins og minkur króaður af úti í horni og reynir í örvæntingu að komast hjá því að fara sömu leið og Gillett karlinn; þ.e. á hausinn.

  Ég vona svo sannarlega að Henry og félagar séu með almennilegan pung og hreðjar. Það er það sem Liverpool þarf. Rekstur og eigendaamál enskra fótboltafélaga er heilt yfir algjört rugl. ManU skuldar milljarð punda sem eru 180 milljarða ISK. Til að setja þetta í eitthvað samhengi dygði upphæðin til að reka allt menntakerfi þjóðarinnar í 5 ár! Næstum hvert einasta penní sem kemur í kassann hjá ManU fer í að borga okurlán sem Glaziers tóku til að verja hlut sinn í klúbbnum. En hverjum er sosum ekki sama þótt ManU sökkvi í fjárhagslegan skítahaug? Þar finnur Ferguson og hans hyski fyrir Chelsea sem skuldar 750m punda og Arsenal sem skuldar 350 millur og fjölda annarra félaga með glataðan fjárhag og vonlausa eigendur. Ef skuldir Premier league félaganna eru teknar saman erum við að tala um 3-3,5 milljarða punda!! Þetta er eitt stykki Icesave með hala og hári.

  Vera má að það verði á endanum Liverpool til happs hvað slappir G&H voru í raun. Félagið á inni mikla möguleika sem góðir rekstarmenn og markaðsmenn geta gert sér mat úr. G&H náðu vissulega að skuldsetja Liverpool frá kjallara upp í rjáfur en kreppan bjargaði Liverpool frá sömu örlögum og ManU sem er í rauninni í vonlausri stöðu með núverandi eigendur.

  Lofa skal mey að morgni en það er þó a.m.k. ágæt ástæða fyrir okkur púlara að brosa í kampinn eins og mál eru að þróast.

 12. Bíddu nú við skuldar Manutd milljarð punda? Var það ekki á bilinu 400 – 500 milljónir? Og eru Arsenal virkilega skuldugri en Liverpool? Hvaðan er þessar tölur komnar?

 13. Menn í neðri deildunum fylgjast mjög stíft með afgreiðslu þessa máls – og þá sérstaklega hvort Liverpool muni sleppa við stigafrádrátt fari móðurfélagið á hausinn. Ástæðan er fyrst og fremst sú að Southampton ætlaði að spila þann leik að láta móðurfélagið rúlla, en fékk níu stiga frádrátt fyrir vikið. Í tengslum við það mál var liðum í neðri deildunum send skýr skilaboð um að þessi brella myndi ekki verða liðin.

  En það er svo sem ekkert nýtt að það séu sitthvorar reglurnar fyrir úrvalsdeildina og smælingjana í neðri deildunum…

 14. http://www.bbc.co.uk/news/business-11499023

  Þetta meikar engan sens. Skv. þessari grein (eða skýringum Glazer) kostaði skuldabréfaútboðið um 140m (100m hagnaður -40m vextir -X =-80m). Að 500m punda skuldabréfaútboð hafi kostað 140m eða um 28% gengur einfaldlega ekki upp. Ég hygg að þetta sé creative account á háu stigi.

  Nánast öll fyrirtæki sem skuldar hátt í 2x það sem þau velta, enda bara á einn veg.. gjaldþrot.

  Jafnvel þó að vextir á láninu séu bara 40m (sem eru 8% og ég efast um þá tölu) þá á enn eftir að borga afborgun (um 50m ef það er til 10 ára) og þá værum við að tala um amk 90m af 100m operating profit m.ö.o. 10m nettó í leikmannakaup. Ég las að skuldabréfið hefði farið út á ca. 11% sem þýðir ca. 50m í vexti og ekkert eftir í leikmannakaup.

  Þessi LBO stefna (skuldsett yfirtaka) á ekki heima í fótbolta!!!

 15. 16 Þetta mun vera rétt hjá Þórði Víkingi eða mjög nálægt því. Bara skuldabréfaútboðið í fyrra bætti 500 milljónum við skuldirnar hjá MU. Þetta er hrein geðveiki og MU getur sig hvergi hreyft vafið í skuldir. Það besta sem getur komið fyrir Lpool er að losna við skuldirnar.

 16. Tvær góðar greinar fyrir þá sem vilja fræðast meira um dómsmálið milli Hicks og stjórnarinnar:

  Fyrst: Liverpool Echo segir frá því að George Gillett hafi ekki borgað af 75m punda láni sem hann tók hjá Mill Financial til að geta keypt Liverpool. Mill Financial eru því núna handhafar eigandahlutar hans í Kop Holdings og LFC, sem útskýrir nokkurn veginn hvers vegna Gillett er nánast fjarverandi í þessari baráttu gegn sölunni og hvers vegna Hicks stendur einn í að reyna að endurfjármagna. Hlutverk Gillett núna er nær eingöngu sem meðlimur stjórnarinnar, þar sem hann er í minnihluta með Gillett gegn hinum þremur, því það er nánast sama hver útkoma dómsmálsins verður í næstu viku, Gillett verður ekki eigandi að því loknu.

  Þá er hér mjög góð grein eftir Bernd Ratzke, stjórnanda lögfræðifyrirtækisins Dawsons LLP, þar sem hann lítur á dómsmálið og reynir að finna út hver líkleg niðurstaða er.

  Greinin er stutt og áhugaverð, mæli með að menn lesi hana alla, en í stuttu máli þá kemst hann að þeirri niðurstöðu að líklega hafi Broughton verið í fullum rétti þegar hann neitaði beiðni Hicks um að skipta út tveimur stjórnarmeðlimum og gekk frá sölunni til NESV. Ratzke segir mjög líklegt að dæmt verði Broughton og stjórninni í hag.

  Vonum að hann hafi rétt fyrir sér.

 17. það er þá bara fínt að vera í þessari uppbyggingarstrarfsemi núna. verðum vonandi skuldlausir í næstu viku og getum hafi uppbyggingu aftur á fullu og viðbætur í vallarmálum. Og ef man u ná ekki að finna neinn sem væri tilbúinn til að kaupa liðið á einhverjar 1200 millur eftir svona tvö ár þegar ferguson hættir þá get ég ekki seð að þeir eru að fara að gera mikið og verða í erfileikum því þeir hafa bara verið að standa sig vel útaf stórum velli og góðum stjóra.

 18. Takk fyrir upplýsingarnar Kristján, mig langaði aðallega að vita hort eitthvað hefði heyrst um það versu miklum peningum nýju eigendurnir eru tilbúnir að eyða í það að styrkja liðið???? það mun þurfa töluvert mikið af peningum til þess að gera liðið okkar samkeppnishæft við toppliðin og því er bara spurningin er þessir menn tildæmis til í að eyða kannski 100 milljónum punda næsta sumar í það að styrkja leikmannahópinn eða eru þeir meira að spá í 20-30???

 19. 23

  Svona til að byrja með þá held ég að við förum ekkert að sjá eyðslu upp á 100 milljónir punda í janúar. Þetta er erfiður gluggi og að fá gæða leikmenn á þeim tíma er oft erfitt enda þeir oftar en ekki á miðju tímabili með sínum liðum, ekki nema þá að NESV vilji slá í gegn og kaupi Kaka! Kannski verður bara styrkt liðið með einhverjum 30 milljónum plús sölum eða eitthvað sem er auðvitað strax orðin mikil bæting frá síðustu félagsskiptagluggum og fínir leikmenn gætu fengist fyrir þann pening.

  Næsta sumar gæti hins vegar orðið töluvert stærra og aldrei að vita nema þá kæmi kannski upphæð sem væri nær 100 milljónunum en í janúarglugganum. Núna er haft eftir einum útsendara Liverpool, sem staddur var í Noregi, að Liverpool sé að leita að fjórum nýjum leikmönnum fyrir aðalliðið og jafnvel leikmenn sem fara beint í byrjunarliðið. Þessi útsendari, Friis-Hansen mun meðal annars skoða leikmenn í Hollandi, Belgíu, Spáni, Ítalíu, Þýskalandi og Frakklandi. Þannig að ef þetta er rétt þá gæti Liverpool reynt að styrkja sig mikið í janúar og gera það vonandi enda mikið sem má bæta.

  Ég ætla þó ekkert að gera mér of miklar væntingar fyrir janúar gluggan og ég held að við munum aldrei fá að vita fyrir víst hve mikinn pening Roy eða hver sá sem verður með liðið í janúar fái til leikmannakaupa en mögulega, og vonandi, verður það meira en undanfarin ár.

 20. jæja,, er að horfa á Portugal – Danmörk,, Poulsen að slá í gegn´, gaf snilldar sendingu á Nani sem þakkaði pent fyrir sig með að skora. Jesus minn hvað hann Poulsen er ömurlegur knattspyrnumaður. Maður getur allavega huggað sig við að hann er ekki bara svona lélegur með Liverpool,, hann er bara almennt lélegur þegar hann er að spila fótbolta.

 21. Mikið er ég sammála þér AGA. Poulsen er skelfilegur knattspyrnumaður. Væri bara fínn með Darby County eða einhverjum meðalliði í danmörku. Skelfileg mistök sem hann gerði þarna áðan, alveg útúr kortinu.

 22. UEFA financial fair play

  http://www.guardian.co.uk/football/2010/may/27/uefa-michel-platini-club-financial-regulations

  Þetta fór alveg framhjá mér. Skv. þessu meiga liðin ekki skila samtals tapi fyrir 2012-2015 yfir 38m, laun ekki vera meiri en 70% af tekjum, og heildarskuldir ekki meiri en velta félagsins (fyrir utan lán v. leikvallar og uppbygginarstarfs).

  Þetta er annsi hreint áhugavert að mínu mati. Skoðum þetta aðeins nánar:

  Man Utd
  Hagnaður/tap: Tap á síðasta ári 80m (fall)
  Skuldir: um 3x tekjur (fall)
  Laun: minna en 50% af tekjum (í góðu)

  Man City
  Hagnaður/tap: Tap á síðasta ári 120m (fall)
  Skuldir: um 1.5x tekjur (fall)
  Laun: um 144% af tekjum (fall)

  Chelsea
  Erfitt að finna upplýsingar frá rússum… eftir því sem ég kemst næst þá:
  Hagnaður/tap: 2004-2008 hefur félagið tapað amk 350m (fall)
  Skuldir: Félagið virðist skulda um 725m (fengið frá bbc.co.uk) en hann á svo sem nóg af peningum (fall en samt allt í góðu)
  Laun: hefur verið um 80% (fall)

  Semsagt:
  Man Utd: Það verður erfitt fyrir Man Utd að uppfylla skilyrði um lán og break even
  Man City: Dæmið gengur bara ekki upp, enda hafa þeir mótmælt þessum breytingum UEFA gríðalega
  Chelsea: Roman verður að opna budduna og borga amk 350m punda (með peningum ekki brellum), erfitt að sjá félagið nái að skila hagnaði

  Samkvæmt þessu þá ættum við að vera rosalega þakklátir um að skuldir okkar félags verða svo til þurkaðar út. Þessar reglur taka gildi frá og með 2011/2012 og því stuttur tími til stefnu. Nýjir eigendur verða helst að kaupa leikmenn í Janúar og/eða júní, ætli þeir að endurnýja mannskapinn mikið.

 23. Óli Haukur ég skrifaði líka eru þessir menn tilbúnir til þess að eyða kannski 100 mills næsta sumar, geri mér fulla grein fyrir þvi að það verður erfitt að versla eitthvað af viti í janúarglugganum eins og alltaf. En já þetta verður mjög spennandi dæmi ef það gengur upp…

 24. nr#27 ég man sammt eftir að það kom út yfirlýsing frá roman abramovich á síðustu leiktíð að hann væri búinn að borga allar skuldir sem chelsea skuldaði og fella niður lánið sem hann lánaði chelsea til að kaupa liðið sjálfur og að chelsea væri alveg skuldlaust.. ég man vel eftir þessu en meigið leiðrétta mig ef þetta er vitlaust.

 25. eikifr, ertu til í að minnsta kosti reyna að líta út fyrir að vera stuðningsmaður LFC? Hvort sem þú gengur undir nafninu Bruno eða þessu, þá er þetta orðið pínlegt. Hvaða heilvita maður, þekkjandi sögu Liverpool FC kemur inn og þrusar út sinni vitneskju með tilvísun í sorpritið? Bara það að lesa þennan viðbjóð á að vera útilokað hjá okkur stuðningsmönnum LFC.

  Svo heldur þú áfram eins og hérna í svari númer 14, sem sagt hefur ekki Gvöðmönd um hvað málið snýst, eða þessi mál í heild. Heldur þú virkilega að málið sé svona, 40 vs. 25? Lestu meira, náðu þér í upplýsingar, kannski að vinir þínir í “sólinni” geti upplýst þig frekar, þú virðist allavega taka mikið mark á þeim.

  Farðu að ákveða maður hvaða lið þú ert að styðja, því svo sannarlega lítur þetta ekki út fyrir að vera Liverpool Football Club.

 26. Góður SSteinn!

  Áhugavert að þú virðist gefa í skyn að menn geti skrifað komment undir mismunandi nöfnum/dulnefnum. Persónulega finnst mér að þið ættuð að leyfa einungis eitt nafn á hverja ip-tölu (ef það er mögulegt).

  Mér finnst það nógu mikill heigulsháttur að skrifa undir dulnefni, hvað þá tveimur. Það er eins og menn sjái þörf í því að bakka upp ruglið í sjálfum sér.

 27. Ég er í Sýrlandi á hrikalegri tengingu og er að reyna lesa mér til um þetta mál og gengur frekar hægt. En hvað segir ykkur að kaup NESV á Liverpool (gangi þau í gegn þeas) sé ekki skuldsett yfirtaka eins og virðist vera í tísku?

  Hver ætlar að rífa út hundruði milljóna punda útaf bankabókinni sinni og henda beint í reksturinn? Frontmaðurinn þeirra virðist allavega ekki vera einhver auðkýfingur… Af hverju ætti þessi fjárfestahópur að standa sig betur í stykkinu en Gillett og Hicks?

 28. “I suggested that the clause relates to Hodgson being paid a full year’s salary within 28 days should the new owners want to bring in their own manager,” Broughton commented: “I don’t have Roy’s contract in front of me, so I can’t comment on that, but it is something like that in his contract”

  Martin Broughton í einkaviðtali við Soccernet, sá hér: http://soccernet.espn.go.com/news/story?id=831053&sec=england&cc=5739

 29. Þetta er hópur af 17 ríkum fjárfestum er ég viss um að Martin Broughton hafi sagt í viðtali sem hann væri í ekki bara einn ríkur aðili sem sér um þetta allt

 30. “I can guarantee that at the end of the season we won’t be sitting there at the bottom.”

  Þarf ekkert að reka þennan meistara eftir þetta komment. Sanfærði mig alveg.

 31. Ég get ekki annað en tekið eftir því að í allri þeirri umræðu sem að hér hefur farið fram seinustu daga og vikur þá hefur, svo ég muni eftir, ekki verið minnst einu orði á þátt David Moores og Rick Parry í öllum þessu rugli sem herjar á okkar ástkæra klúbb. Þeir höfðu val að selja DIC klúbbinn á sínum tíma. Það er fyrir löngu búið að sannast að það eru til peningar í DIC grúppunni enda meðlimir í ríkasta armi heims. Svo finnst mér það bara sorglegt að vera að tala hér um skuldir annara liða. Eins og menn séu að reyna að finna eitthvað örlítið hálmstrá á stuðningsmenn annara liða. Finnst bara pínlegt að lesa það. Staðan er erfið og Liverpool mun komast í gegnum þetta og á þann stall sem það á heima á. Ummæli sem menn eins og Harry Redknapp hafa verið að láta falla eru gott dæmi um þá örvæntingu sem að grípur menn því hann rétt eins og fleiri vita vel að þegar Liverpool er komið með stöðuga eigendur þá verður fátt sem að stöðvar þá.

  Ég ætla ekki einu sinni að reyna að eyða tíma mínum í að pirra mig á ástandinu meir heldur bara vera bjartsýnn á að Henry og félagar muni koma maskínunni aftur af stað.

  YNWA

 32. Spennandi tímar framundan hjá okkar ástkæra liði. Vona það besta og þakka fyrir þessa góðu síðu þar sem alltaf er hægt að fylgjast með gangi mála.

  Þó get ég ekki hjá því komist að minnast á að það fer dálítið í taugarnar á mér þegar við erum hér að drulla yfir hvor aðra eins og gerist því miður stundum hér.

  Við skulum ætla að hér séu nánast undantekningarlaust menn að lesa og kommenta sem harðir stuðningsmenn Liverpool enn ekki í öðrum tilgangi, tel það hljóti að vera óumdeilt. Þrátt fyrir að við séum ekki sammála í einu og öllu er varðar klúbbinn okkar erum við stuðningsmenn liðs sem stærir sig RÉTTILEGA á því að eiga bestu stuðningsmenn í heimi.

  Þess vegna er það verulega dapurt að sjá þegar menn eru að drulla yfir hvor annan hér eins og SSteinn gerir td í kommenti nr 31 þar sem hann efast um að eikifr nr. 14 sé stuðningsmaður Liverpool þar sem SSteinn er ekki sammála honum og hans rökum.

  SSteinn sem fróður maður um okkar klúbb og einn af stjórnendum þessarar síðu, leiðréttu menn ef þú hefur aðrar og betri upplýsingar enn ekki drulla yfir menn.

  Áfram Liverpool.
  YNWA

 33. Nr.41

  Í framhaldi af þessu þráðráni þínu er kannski hægt að koma sjónarmiði dana að líka

  Paul Tomkins
  RT @Ohpebbles: Danish newspaper Ekstrabladet gave Christian Poulsen 0 on their performance ratings, and told him to change sports..

  Maður vill styðja sína mennog Poulsen er vissulega í Liverpool…en það er helvíti erfitt.

 34. Ég er mjög aflslappaður yfir þeim yfirlýsingum að Hodgson fái peninga til að kaupa í janúar. Það eru talsverðar líkur á því að hann verði farinn fyrir þann tíma. Hvað varðar Pulsen þá gæti hann átt betri feril sem pulsusali heldur en fótboltamaður.

 35. hahahaha þokkalega svekk að fá 0 fyrir frammistöðu í leik….

 36. Smá kvót frá Ian Rush: “People say we are in the bottom three. I look at it and say we are five points from the Champions League.”

  Góður punktur, endilega að benda leiðinlegum Arsenal og Utd vinum ykkur á það.

 37. Nr. 46 Palli

  Held að enginn sem píndi sig til að horfa á þessa fyrstu leiki okkar í ár hafi áhuga á því að svo mikið sem eyða orku í það. Liðið er í fallsæti og á það skilið miðið við frammistöðuna og hvernig það leggur leikina upp.

 38. Ég var nú meira að tala um dómsdagsspár um fall og Leeds-pakka.

  Er hjartanlega sammála því að liðið á ekki meira skilið miðað við spilamennskuna hingað til.

 39. “In another twist, leaked minutes from a Liverpool board meeting allegedly contain Hicks making personal and abusive comments about Liverpool fans, which will increase the hatred already felt by the supporters against the current owners.”

  Dúóið heldur áfram að húrra inn gleðiprikum… Þetta er síðasta málsgreinin í frétt af Soccernet.

 40. Það er með ólíkindum að Poulsen skuli hafa verið keyptur til Liverpool og með enn meiri ólíkindum að hann hafa verið nánast fastamaður síðan hann kom. Ef maður lítur á björtu hliðarnar á þessu, þá getur maður allavega haldið því fram að varaði við þessum kaupum og bölvaði þeim manna mest, þannig að maður hefur greinilega eitthvað vit á fótbolta eftir rúmlega 3ja áratuga áhorf.

  Enn segjum sem svo að salan gangi í gegn og nýjir eigendur koma með nýtt fjármagn til leikmannakaupa, þá verð ég að játa að ég hreinlega treysti ekki Hodgson til þess að kaupa 3-4 leikmenn til þess að stykja liðið. Ansi hræddur um að Hodgson tapi sér í kaupum á borð við Poulsen og Konchesky og peningunum verði eytt í einhverja vitleysu sbr. Charlton Cole 12 m.pund, Michael Brown 5 m.pund, Andy Reid 4 m.pund og Titus Bramble 8 m.pund….

 41. Eftir einhvern tíma – mánuði eða líklega ár – sé ég fyrir mér að ég gæti verið að horfa á kvikmyndina “Liverpool FC – the rise of the fallen empire”.
  Sagan er nægilega skrautleg hingað til, átök á stjórnarfundi þar sem menn reyna að setja af hluta af sitjandi stjórn fyrir aðra sér hliðhollari, RBS með lán sem er að falla á félagið hangandi yfir öllum, allt endar þetta svo í dómssal með ófyrirséðri útkomu. Þetta er byrjunin á The Rise…. 🙂
  Næst erum við komin á fyrsta leikinn eftir að Kanafíflin hafa tapað í réttarsalnum og nýju góðu eigendurnir hafa tekið við. Og ekkert smá réttur leikur til að byrja nýja “glory days”. Hvorki meira né minna en útileikur við erkifjendurnar í Everton. En það verður ekki tóm gleði….Everton sundurspilar okkur í fyrirhálfleik og staðan er 3-0.
  En viti menn…..Nýju eigendurnir skipta um kall í brúnni í hálfleik og King Kenny kemur á hvíta hestinum og við vinnum 3-5 þar sem Torres er með þrjú fyrstu, Gerrard með sigurmarkið og svo Carra með punktinn yfir I-ið og það koma tár á hvarmi víða um lönd.
  Núna er bara brunað áfram og við endum með því að rótbursta alla okkar leiki sem eftir eru og það á sama gamla mannskapnum. Paulsen er gerður að vatnsbera enda er hann ljóti daninn sem var í raun flugumaður frá ManUtd og dettur framvegis reglulega á rassinn og fær það sem hann á skilið.

  En svona í alvöru þá er eiginlega komið nóg af dramatík utan vallar þetta tímabilið, er farinn að þrá það að sjá liðið mitt….gamla góða liðið mitt…spila frábæran fótbolta sem fær mig til að standa upp grátklökkan í lok leiks og syngja eins og bjáni eldgamla ballöðu sem ég kann ekki einu sinni alla og brosa eins og hálviti það sem eftir er vikunnar.

  Storminn fer að lægja og sólin er að brjótast í gegn….það er víst búið að vera nægjilega svart hingað til fyrir næstu 50 árin.

  góðar stundir
  Islogi

 42. Ætla að tippa á að Gerrard fari frá okkur í janúar þrátt fyrir nýja eigendur, einfaldlega vegna þess að hann er bara orðinn slakur þegar hann leikur með Liverpool. Honum bráðvantar nýja áskorun til að komast í sinn gamla og góða Gerrard, hann er bara í enska landsliðinu. Þrátt fyrir nýjan pening í klúbbinn fer Torres líka næsta sumar, það er of mikil uppbygging í vændum til þess að hann geti setið og barist um 4-7 sæti. Þegar menn velja Roy Hodgson framyfir Kenny eða hvaða annan high profile manager, segjir allt það sem segja þarf. Við greinilega ætlum okkur ekki stærri hluti en þetta, þetta tímabil í það minnsta. En Liverpool mun byrja að byggja sig upp eftir þetta tímabil og þá loksins verða spennandi tímar framundan en get lofað því að Torres og Gerrard verða farnir fyrir 1. Ágúst 2011.

 43. Ef Gerrard og Torres vilja fara þá það, en staðreyndin er sú að Torres hefur ekkert getað blautan fyrir utan fyrsta árið og er bara vængbrotinn og pirraður. Gerrard er þvi miður í fýlu og virðst ætla að vera það áfram. Þessir tveir verða að taka sig saman í feisinu og fara að spila fótbolta, manni líður bara illa að horfa á liðið sitt þessa dagana. Hvað eiga börn alkaholista og þeir sem halda með Liverpool sameiginlegt? (Hvíða helgarinnar). AMEN

 44. Hvað eru þessir kanar að pæla ? Ætli þeir séu komnir með bakhjarl til að standa á bak við þá og fjármagna þessi lán ? Ef ekki þá skiptir þetta case í næstu viku engu máli fyrir þá, þeir tapa klúbbnum á hvorn veginn sem er. Eini munurinn er sá að klúbburinn væri laskaður eftir að hafa verið tekinn í administration og tapað 9 stigum !! Hugsanlega myndu nýir eigendur hætta við kaupin þó mér fyndist það vera mjög einkennilegt. Held að við myndum auðveldlega sigla um miðja deild þrátt fyrir 9 stiga frádrátt, það er ekki eins og við séum að fara að berjast um eitthvað á þessari leiktíð hvort sem er.

  Semsagt, ég vona bara að þessir hálfvitar tapi þessu máli, ef ekki þá vona ég að bankinn fái klúbbinn og ný fundnu eigendurnir taki við klúbbnum þrátt fyrir það.

LFC STAÐFESTIR SÖLU Á KLÚBBNUM! (opin umræða)

Enginn nýr Roman – hvað með leikmennina?