Trabzonspor á morgun

Áður en ég byrja á upphitun ætla ég að opna aðeins á umræðu um misvísandi fréttir af vini okkar Kenny Huang. Skv. Guardian þá er hann orðinn pirraður á því hversu langan tíma þetta tekur og sagt er að hann hafi hótað að hætta við kaup á félaginu. Times segir að hann sé eini alvöru kosturinn í stöðunni og gerir lítið úr því að það séu fimm tilboð sem verið sé að skoða. Þetta tók ég af einum á Twitter (það kostar að skoða The Times):

Times quote RBS source saying Huang’s bid is already “there or thereabouts” on providing proof of funding.

Sjálfur trúi ég ekki sölu á klúbbnum fyrr en ég sé það í höfn og tek þessu fréttum mátulega trúanlega og nenni ekki að æsa mig yfir þeim ennþá. Sný mér frekar að Trabzonspor


Þetta var oft slæmt á síðasta ári þegar ég var að reyna fjalla með gáfulegum hættu um óþekkt lið eins og Debrechen, Unirea Urziceni og Lille. En það er verra þegar þessi lið eru farin að vera með nafn sem er ekki í nokkru einasta samhengi! Einn United félagi minn velti því fyrir sér um daginn hvort það hafi bara verið tekið blindandi 2 sek á lyklaborðið þegar finna þurfti nafn á liði, hann hafði líklega rétt fyrir sér.

Reyndar er þetta auðvitað ekki svo og lið Trabzonspor á sér merkilega sögu líkt og flest önnur lið sem komast í Evrópukeppni og það sem meira er þá kemur liðið frá borginni Trabzon sem er höfuðborgin í Trabzon héraði, hvorki meira né minna. Borgin er ævaforn og sögufræg, staðsett á NA-strönd Tyrklands við Svartahafið og var partur af hinni svokölluðu Silkileið sem var einskonar þjóðvegur 1 fyrir þá sem stunduðu viðskipti í Asíu. Þetta hefur því alltaf verið mjög blönduð borg og einskonar suðupottur fyrir trúarbrögð, tungumál og menningu. Borgin var miðstöð fyrir viðskipti við Íran í suð-austri og Rússland og Kákasuslöndin í norð-austri og svo ítalíu í suðri. Íbúafjöldin þarna núna er rúmlega 1200 þúsund manns og eitthvað segir mér að þeim væri ekki treystandi til að halda upp á áramótin með sama hætti og við gerum hér á landi.

Það kemur því alls ekki neitt á óvart að knattspyrnulið borgarinar hafi verið soðið saman úr fjórum liðum árið 1967 og ennþá minna kemur það á óvart að þessi sameining hafi tekið rúmlega 4 ár. Málið var að lið í borgum og á svipuðum svæðum í Tyrklandi var árið 1963 sagt að sameinast í eitt lið sem myndi fá inngöngu í 2.deildina þar í landi (sem kom þá í stað svæðiskeppna sem þessi lið annars kepptu. Í Trabzon voru 4 lið og tvö þeirra svo hatrammir erkióvinir að sameining tókst ekki fyrr en 1967 er þeim var hótað að annaðhvort myndu þau sameinast eða ekkert lið frá Trabzon yrði í 2.deildinni.

Fyrstu sex árið spilaði liðið í 2.deildinni með misjöfnum árangri og komst ekki í efstu deild fyrr en 1973 er Ahmet Suat Ozyazici sem nú er lifandi goðsögn í borginni tók við liðinu. Hann var fyrrum leikmaður hjá öðrum hvorum erkifjendanna og reif liðið strax upp í efstu deild þar sem þeir lentu í 9.sæti fyrsta árið. Árið eftir vann Trabzonspor deildina sem var aðallega merkilegt fyrir þær sakir að þetta var fyrsta liðið til að vinna titilinn sem var ekki frá Istanbul. Árið eftir vann liðið tvöfalt og varð á næstu árum dóminerandi afl í Tyrkneskum fótbolta, bæði undir stjórn Ozyazici og eins Sümer sem tók við af honum. Þeir reyndar skiptust á að stjórna liðinu í nokkur tímabil en þó héldu þeir áfram að vinna titla. Ozyazici tók líka nokkrum sinnum við liðinu á áttunda og níunda áratugnum en náði ekki eins miklum árangri þá. Raunar hefur liðið ekki undið titlinn síðan 1984 en bikarinn hafa þeir unndið fimm sinnum síðan þá og síðast núna í ár.

Félagið er kallað Bordo-Mavililer eða Maroon-Blues sem vísar í búning félagsins sem er nokkurnvegin eins og ef búningar Aston Villa og Man City hefðu eignast barn saman.

Liðið hefur alla tíð spilað á Hüseyin Avni Aker Stadium sem tekur í dag 19.649. Þetta er venjulegur grasvöllur með hlaupabraut í kringum sig sem er alltaf jafn öskrandi heimskulegt. Mannvirkið var byggt árið 1951 með sæti fyrir 2.500 manns en hefur verið uppfærður árin 1967 er Trabzonspor varð til, 1981 í tilefni að því að ég varð til, 1994–1998, 2008, og 2010. Hann heitir eftir kennara sem hafði haft mikil áhrif á íþróttalíf Trabzon.

Ég fylgist nú það mikið með boltanum að ég hef oft heyrt um þetta lið áður og vissi vel að þetta var gott lið á Tyrkneskan mælikvarða áður en ég fór að skoða það betur. En ég verð nú að viðurkenna að ég veit sama og ekki neitt um núvernadi leikmannahóp hjá þeim. Eina sem ég veit er að uppáhaldsleikmaðurinn minn hjá þeim er Jaja enda með afbrigðum jákvæður leikmaður frá Braselíu. Þeirra bestu menn eru samt tyrknaski miðjumaðurinn Selcuk Inan og Argentínumaðurinn Gustavo Colman. Markahæstu hjá þeim í fyrra var svo sjálfur Umut Bulut með 11 mörk í deildinni.

Saga þeirra í evrópu er kannski ekki mjög þekkt en þeir eiga það þó á afreksskránni að hafa unnið enga aðra en Liverpool Football Club á þessum ágæta velli sínum. Það gerðu þeir tímabilið 76/77 í fyrri leik liðanna í Tyrklandi en okkar menn leiðréttu það á Anfield og slóu tyrkina út með 3-0 sigri. Reyndar til að komast í þennan leik við Liverpool hafði Trabzonspor afrekað það að slá út ÍA frá Akranesi, 3-1 og 3-2.

Hér má sjá frábært video með myndum úr sögu Trabzonspor og undir hljómar tónlist frá SStein og félögum hans í hljómsveitinni Al Arabic frá Höfn.

Þar með hef ég að mestu sannað litla þekkingu mína á mótherjum Liverpool á morgun og vind mér frekar örstutt að okkar mönnum.


Það er ljóst að Javier Mascherano er ekki með, hann er “sagður” meiddur sem er auðvitað afar hentugt þar sem búist er við því að hann verði seldur á næstu dögum og ef hann spilar í dag er hann ólöglegur með öðrum liðum í evrópukeppnum. Eins er Agger að öllum líkindum frá þar sem hann er ennþá að jafna sig á höfuðhöggi sem hann fékk gegn Arsenal, leik sem hann man ekkert eftir.

Eins verður Cavallieri líklega ekki í markinu í þessum leik þar sem Hodgson staðfesti í dag að sala á honum væri meira en líkleg og þar sem við værum ekki komnir í Europa League ennþá væri ólíklegt að Reina fengi hvíld í þessari keppni fyrr en svo væri (m.ö.o. Jones spilar ekki í þessum leik). Á móti kom hann inná að orðrómur um að Babel væri að fara væri bull og hrósaði við þetta tækifæri blaðamanninum fyrir að vita jafnan meira um hugsanleg kaup og sölur hjá klúbbnum heldur en hann! Raunar sá ég að Babel var að hlæja að þessu á Twitter í gær.

RT @Ben_Trafford: @ryanbabel http://bit.ly/durjfM this got any truth?• Lol they can write what they want

Talandi um Babel þá sagði Hodgson sem líklega er bara farinn að vinna á Opinberu síðunni að N´Gog hefði ekki komið sér á óvart í upphafi tímabilsins og raunar hafi hann óskað eftir því að fá hann á láni þegar hann var með Fulham. Hinsvegar segir hann líka hreint út að hann sjái ekki fyrir sér að N´Gog komi til með að spila 50-60 leiki því það þýðir að Torres er þá ekki að spila eins mikið. Torres er að komast í stand og fær líklega eitthvað að spila þó fastlega sé búist við því að frakkinn ungi byrji leikinn.

Hér má sjá myndir frá æfingu liðsins í gærmorgun:

Þannig að ef við reynum að spá fyrir um líklegt byrjunarlið þá held ég að Hodgson komi til með að stilla upp sterku liði þó með tillit til stórleiksins á mánudaginn gegn City.

Reina

Johnson – Carragher – Skrtel – Aurelio

Kuyt – Gerrard – Lucas – Jovanovic
Cole
N´Gog

Það er jákvætt að það er mjög erfitt að spá fyrir um líklegt byrjunarlið, þarna inn vantar t.d. Poulsen sem hlítur að fá eitthvað að spila, Torres sem verður líklega á bekknum, Babel sem gæti alveg verið í liðinu, Aquilani sem gæti alveg eins byrjað á kostnað Gerrard, Maxi sem gætibyrjað á kostnað Kuyt og Hercules sem gæti komið inn fyrir annan hvorn miðvörðinn. Þá er ég ekki farinn að tala um kjúklingana eða Agger og Masc sem verða ekki með.

Spá: Ég er að verða árinu eldri í dag og heimta því að við vinnum þetta lið í tilefni að því, segi 3-0 líkt og við gerðum 76/77 og núna verða það N´Gog (2) og Cole sem sjá um mörkin. (sömu kröfu set ég á Selfoss).

Babú

33 Comments

 1. Til verndar geðheilsunni hef ég ákveðið að pæla ekkert í því sem er að gerast á bak við tjöldin í eigendamálunum fyrr en yfirlýsing kemur frá klúbbnum.

 2. Hjartanlega sammánla Grétari en þettta á nú samt klárst á morgun!!!

 3. Kl hvað er leikurinn á morgun??

  Virðist ekki vera uppfærð ,,Næsti leikur”.

 4. LFC – Trabzonspor 19.ágú. 18:45
  Man City – LFC 23.ágú. 19:00
  Trabzonspor – LFC 26.ágú. 00:00

 5. þó svo að þú hafir gleymt að þú ættir upphitun og gleymt hvar leikurinn væri, ábyggilega því þú varst að hugsa of mikið um afmælið þitt. þá fannst mer hún góð og ég hló upphátt af þessu : þá sagði Hodgson sem líklega er bara farinn að vinna á Opinberu síðunni að…..

 6. Ég er sannfærðu um að Roy stillir upp sterku liði á morgun til þess að reyna að vinna með sæmilegum mun, því það er ekkert sjálfgefið að gera neinar rósir í Tyrklandi. Ég held samt að Torres verði bara á bekknum og komi bara inná í hálftíma eða svo. Hann verður að vera fit and ready fyrir leikinn á móti City. Ég væri til í að sjá Poulsen fá einhvern tíma á vellinum og það sama gildir um Wilson og Pacheco. Eina sem er öruggt er að Cole spilar!

 7. Vegna alls þess sem hefur gengið á með eigendamálin hjá okkar ástkæra félagi datt mér í hug að renna yfir ævisögu Carra aftur mér til skemmtunar. Í síðustu tveimur köflum bókarinnar fjallar Carra einmitt um nýju eigendurnar og hvað honum finnst um þau sviknu loforð sem þeir gáfu í upphafi. Þó segir hann að honum hlakki til að hefja leik á nýja vellinum í Stanley Park árið 2011 en bætir því við aðeins seinna að nokkrum árum eftir að hann skrifar bókina ætti fólk að lesa hana aftur og sjá svo hvað gekk eftir og hvað ekki (m.a. Benitez, þegar bókin er skrifuð er uppgangur hjá félaginum öllu og allt stefnir í rétta átt).

  Hvað leikinn varðar þá held ég að þetta verði erfiður leikur og ef við förum ekki varlega munum við eiga í miklum vandræðum í seinni leiknum. Ég myndi sætta mig við 1-0 sigur, en ef við skorum ekki mark get ég verið vel sáttur við að fá ekki á okkur útivallamark.

 8. Hér má finna skemmtilega frásögn frá David Fairclough um þessa “frábæru” ferð Liverpool til Trabzonspor…ótrúlegar aðstæður sem þeir þurftu að spila við.

 9. Spurning hvort að AA treysti sér til að spila þennan leik – ætti að taka sér D.Agger til fyrirmyndar.

  Spái þessum leik 3-0 fyrir okkar menn, það væri gott að geta “klárað” einvígið í kvöld og þurfa ekki að ferðast með alla lykilmenn til Tyrklands.

  Væri gaman að fá að sjá Poulsen og Auerlio aftur.

  YNWA.

 10. Til hamingju með daginn Babú, spurning hvort þú fáir ekki Sstein til að spila í afmmmmælinu þínu frábært band þar á ferð, sem spilar þétt nýbygjurokk eins og heyrist í myndbandinu 🙂

 11. Fyrir það fyrsta. Til lukku með að vera orðinn árinu eldri.

  Reikna með öflugu liði á okkar heimavelli til að leggja sem mest inn í bankann fyrir seinni leikinn úti. Býst því við sterkustu 11 sem völ er á.

  Eitt sem mér finnst ég taka eftir þegar ég skoða myndir frá æfingum á þessu nýbyrjaða tímabili. Finnst ég sjá rosalega gleði meðal mannskapsins. Sáttur við það. Allan Hansen var að tala um það að Man City hafi 11 ókunnuga menn á vellinum en við 11 félaga. Við ættum því að klára þann leik. Tek heilshugar undir með kallinum og hlakka til að sjá þann leik líka.

 12. Til hamingju með daginn, Babu. Frábær penni sem átt skilinn frábæran afmælissöng… þess í stað vinnur Liverpool Trasbonstorozososo….. 3:0 … fyrir þig.

  Áfram Liverpool!

 13. stórgóð og fyndinn upphitun hjá þér Babú.. og til lukku með þessi 29 ár…
  leikurin ver 1-4 fyrir Lfc 😉

 14. Flott upphitun.

  Slúðrið á Englandi segir að Babel muni fá sénsinn einn frammi í kvöld svo að hægt sé að hafa bæði Torres og Ngog ferska fyrir City-leikinn á mánudag. Þá muni Lucas og Poulsen spila saman á miðjunni og Gerrard vera hvíldur. Veit ekki hvað er til í því en það yrði athyglisvert að sjá Babel sem framherja ef af yrði, þar sem Rafa var frekar fljótur að afskrifa hann sem mögulegan senter fyrir þremur árum. Kannski getur Hodgson náð einhverju út úr honum í þeirri stöðu.

 15. Mig þætti skemmtilegt að sjá Babel frammi. Það er sagt að hann hafi allt til að vera góður striker, en hann náði þeim eiginleikum ekki fram meðan Rafa var. Vonandi að Roy geti gert eitthvað skemmtilegt með honum.

 16. hvar er hægt að sjá leikinn á netinu í þokkalegum gæðum?????

  Stöð 2 Sport 😉

  En annars er það alltaf myp2p.eu hjá mér.

 17. Ohh … skotinn í fótinn … missti af “á netinu” þ.a. Stöð 2 Sport djókið fór hátt yfir. Hin síðan stendur samt eftir. Fín gæði þar oft.

 18. er einhver heimsborgari sem getur sagt mér hvar er hægt að horfa á leikinn í Gautaborg??

 19. það má líka benda á það að rigobert song var í þessu liði síðustu tvö tímabil og er þarna fyrirliði á myndinni af þeim.. sá mikli fagmaður!

 20. The team in full is: Reina, Kelly, Aurelio, Kyrgiakos, Carragher, Lucas, Poulsen, Cole, Maxi, Jovanovic, Babel. Subs: Cavalieri, Torres, Wilson, Ngog, Spearing, Skrtel, Pacheco.

 21. Aquilani ekki í hópnum, hmm. Lýst samt bara vel á þetta. Um að gera að gefa Johnson, SG og Kuyt eins mikið frí og hægt er. Menn eru greinilega með hugann við City leikinn á mánudaginn og er það vel. Sá leikur verður gríðarlega mikilvægur.

  Vonandi gera menn þetta á fullu gasi og ekkert vesen. Spái 2-0 (Babel og Jovanovic).

 22. Er ekki hægt að ráða Babú í fasta vinnu við þessa Evrópupistla. Hann heldur áfram þar sem frá var horfið í fyrra og þetta er hrein skemmtilesning. Og til hamingju með afmælið!

One Ping

 1. Pingback:

Agger og Mascherano meiddir

Byrjunarliðið komið