Byrjunarliðið komið

Byrjunarlið kvöldsins komið:

Reina

Kelly – Carragher – Kyrgiakos – Aurelio

Maxi – Lucas – Poulsen – Jovanovic
Joe Cole
Babel

Bekkur: Cavalieri, Torres, Wilson, Ngog, Spearing, Skrtel, Pacheco.

Töluverðar BREYTINGAR, Gerrard og Kuyt ekki með og enn enginn Aquilani!

Kannski er Jovanovic uppi og Babel á kantinum eða 442 og Jovanovic og Babel saman frammi með Cole á vinstri kantinum.

KOMA SVO!!!!

44 Comments

  1. Ég óska þess að fá einhverja snilldar takta, einhvert almennilegt show… Y.N.W.A

  2. Hefði viljað sjá Aquilani þarna í staðinn fyrir lucas eða Poulsen….

    YNWA – KICK ASS!

  3. Þar með er spurningunni um Hodgson og róteringu svarað. Greinilega fleiri en bara Rafa sem rótera. (,”)

    Gerrard, Johnson, Agger (meiðsli), Kuyt og Mascherano (meiðsli) fá algjöra hvíld og Aquilani er með magakveisu og missir af. Torres, Ngog og Skrtel hvíla líka, eru bara á bekk.

    Greinilegt að Hodgson er með annað augað á City-leiknum á mánudag. Sem er bara fínt, ég myndi frekar vilja lenda í vandræðum í þessum leik en að tapa á mánudag.

    Vona að Ryan Babel nýti tækifærið sem hann fær í kvöld, með hágæða mannskap fyrir aftan sig. Ef hann getur verið óvænt góður í framlínunni gæti það leyst talsverðan vanda. Einnig er ég frekar spenntur að sjá Poulsen spila fyrir okkur og gott að sjá hann spila með Lucas, því mér hefur alltaf þótt þeir frekar svipaðir leikmenn. Sjáum kannski í kvöld hvort það skapar vandræði.

    Áfram Liverpool!

  4. Ég held að það sé ekki neinni spurningu með róterinu svarað í dag. Hodgson hefur sagt að deildin sé það sem skiptir öllu máli og þess vegna er eðlilegt að hann gefi sem flestum tækifæri í þessum leik og þessari keppni ef við förum áfram. Gæti vel trúað að hann myndi halda sig við svipað byrjunarlið í deildarkeppninni.

  5. Leikurinn er greinilega sýndur á LFC TV. Vissi ekki að þeir myndu sýna leikinn! Lýst annars vel á liðið fyrir utan að ég hefði viljað sjá Aquilani og jafnvel Pacheco í byrjunar.

  6. Nennir einhver að vera elskulegur og pósta link á leikinn, annars lýst mér vel á þetta byrjunarlið en HVAR er aquilani, virkilega slæm kaup sýnist mér og ef hann er ekki í hópnum bendir það á sölu hans.

  7. Djöfull er stöð2sport að skíta núna, leikurinn byrjaður en þeir ekki enn komnir í samband við völlinn

  8. Ég er með E season ticket en get nú ekki séð að það sé verið að sýna leikinn þar eins og einhver sagði ?

  9. Strákar, hvar er hægt að sjá leikinn á netinu.. er einhver með link

  10. Vantar alveg Aqualini inná miðjuna þarna. Ömurlega steingelt verð ég að segja.

  11. Ég meina það….erum með hörku lið inná en getum akkúrat ekki nokkurn skapaðan hlut. Held að þetta sé með því lélegra og leiðinlegra sem ég hef nokkurntímann séð !!

  12. Sýnist Poulsen vera sami leikmaður og Kyut bara miðjumaður, sami stíll, sömu lelegu sendingarnar. Torres kemur inná og reddar þessu fyrir okkur.

  13. Þvílík tímasetning á marki…….Klassi Babel og Cole. Poulsen og Lucas eru ekki alveg að ná tökum á miðjunni.

  14. Vel gert hjá Joe Cole og Babel. Flott afgreiðsla. Kannski er Babel þarna búinn að finna stöðuna sína.

  15. Úff. Babel og Cole bjarga ömurlegum fyrri hálfleik með marki úr eina færi okkar á lokasekúndunum. Babel verið áhorfandi í kvöld en gerði vel um leið og hann fékk færi, vel lagt upp hjá Cole.

    Annars vil ég vara menn við að afskrifa Poulsen byggt á einum leik. Mér finnst hann hafa verið meira í boltanum en Lucas í kvöld, þannig að hann er ekki alslæmur, og þetta er fyrsti leikurinn hans fyrir félagið. Óþarfi að fella Stóradóm eftir 40 mínútur.

    1-0 í hálfleik. Höldum hreinu í kvöld, bætum við einu eða tveimur í seinni hálfleik og málið er dautt.

  16. Joe Cole er bara þvílkt að heilla mig í byrjun. Munur að fá almennilega skapara í þennan hóp!

    Babel slakur í fyrri en þvílíkt vel klárað.

    Skulum nú aðeins fara hægt í sakirnar samt, þetta lið er fullt af mönnum sem aldrei hafa spilað saman og Poulsen, Babel og Aurelio hafa ekki einu sinni fengið æfingaleik!

  17. Ansi magnað að Marshall úr “How I met your mother” sé að dæma!

  18. Bjarni: ég efast um að þessar síður sem sýna frá leikjunum hafi réttinn til þess að gera það.. Án þess þó að ég viti það 100%

  19. djöfull erum við lélegir, minnir óneytanlega á andleysi síðustu leiktíðar

  20. Ótrúlega lítið spil í gangi, og getur Carra bara sparkað boltanum eitthvað uppí loftið ! Bara lélegt verð ég að segja, mjög mjög lélegt.

  21. Páló komst ekki á pöbbinn þar fyrir utan að konan mín er svo ;vond að hún heimtar að ég fari frekar á pöbbinn, óheppinn .-)

  22. Sæmi: Og hvernig á konan þín að koma málinu við.. Þú hlýtur að eiga einhverja vini sem horfa á leiki í TV heima hjá sér.

  23. Páló: Hvernig er þetta gert þá á pöbbunum EKKI löglega?
    Páló says:
    19.08.2010 at 20:20
    Sæmi: ég kýs frekar löglegu leiðina

  24. Sæmi: Þeir borga þó fyrir að sýna leikina með því að kaupa aðgang að sjónvarpsstöðvunum sem sýna leikina.

  25. Páló fyrirgefðu hvað gerir það fólk sem fer á pöbb og horfir á leik. Kemur það fólk með snakk og kók eða mjöð. Nei flestir koma ekki með nesti á pöbb en þú hvetur fólk að hittast saman fyrir fram 1 sjónvarp er það kannski rukkað. Flestir fara á pöppinn og styrkja hann og horfa á(ef þú ert heppinn þarft þú ekki að hlusta t.d Gaupa lýsa enska)

Trabzonspor á morgun

Liverpool 1 – Trabzonspor 0