Agger og Mascherano meiddir

Samkvæmt opinberu vefsíðunni eru Daniel Agger og Javier Mascherano meiddir og verða ekki með gegn Trabzonspor á morgun.

Það merkilega við þessa frétt er samt þessi tilvitnun hér:

“..while Agger is still suffering from concussion after a ball to the face which has left him with no recollection of Sunday’s clash.”

Og hann kláraði leikinn! Það er alvöru harka!

Ég vona að þeir verði báðir orðnir heilir (og enn hjá klúbbnum) fyrir stórleikinn á mánudag gegn Man City. Við ættum að geta klárað Trabzonspor á Anfield án þeirra, það yrði verra ef þeir væru ekki með gegn Jóakim Aðalönd og félögum.

25 Comments

 1. Ég held að það sé 100% öruggt að Hodgson hafi verið bannað að spila Mascherano í þessum leik svo að Barcelona eða Inter muni ekki hætta við hann fyrst að þeir gætu ekki notað hann í CL.
  Þetta kemur allavega ekki á óvart.

 2. Alveg sammála Ásmundi en varðandi Agger þá hefur þetta líklega bara verið gamla góða “Tell him he´s Pele and put him back on” 😉 Enda máttuð við ekki við því að missa hann útaf

 3. Spurning hvort Masch sé í raun meiddur, a.m.k. alveg óþarfi að ljúga því að okkur þar sem ég held að flestir skilji stöðuna með hann. Það verður spennandi að sjá hvort Aquilani verði með á morgun og jafnvel Babel líka – ef ekki, þá á líklega að reyna að selja þá. Átta mig ekki á að hafa Agger í v-bak með Aurelio á bekknum, nema kannski til að styrkja vörnina í þessum eina leik á móti góðu liði. Agger helst vonandi nógu heill til að byrja flesta leiki í miðverðinum.

 4. ég held að masch se meiddur. ef ekki þá held ég að barca eða inter séu búnir að hafa samband með kaup í huga því annars hefði hodgson pottþétt notað hann því að hann vill hafa hann áfram ! þeir eru ekki að sleppa því að nota hann í von um að barca eða inter kaupi hann. þeir eru þá búnir að hafa samband.. eg vil frekar halda mascherano og selja babel og nota þann pening uppí kaup á framherja og ég held að hodgson vilji það líka!

 5. vitiði hvenar varaliðsleikurinn byrjar á íslenskum tima i kvöld ?

 6. Slæmt að missa Agger en ég vona að við fáum að sjá Danny Wilson í sínum fyrsta alvöru leik, þetta er framtíðarleikmaður Liverpool og ég vil sjá hann fá tækifæri á morgun.

 7. Nota Kelly, Pacheco, Wilson, Ayala, Shevely og að sjálfsögðu Palson í þessa leiki sem og í deildarbikarnum. Mér er í það minnsta nokkuð sama hvort að við dettum út úr þessum keppnum snemma.

 8. Væri gaman að sjá Aquilani spila fyrir aftan Ngog og svo Leiva og Poulsen á miðjunni. Cole úti hægra meginn og Jovanovic vinstra meginn. Geri ráð fyrir að Babel fari á næstu dögum enda sýnist manni að það sé hans vilji. Þá væri gaman að sjá Pacheco og fleiri koma inn ef leikurinn býður upp á slíkt.

 9. Mascherano fór nú meiddur útaf í síðasta leik þannig að það er nú ekki ólíklegt að hann sé enn meiddur eftir það.

 10. ég hef aðeins verið að heyra að babel sé að fara frá liverpool til Wolzburg fyrir 9 milljónir punda ?

 11. Við ættum að klára þennan leik á Mackerano og Agger ekki spurnign, svo er bara spurning hvort að Mackerano hafi verið hvíldur út afa væntanlegri sölu, hef nú trú á því þó að ég voni að hann verði áfram hjá okkur… En við vinnum öruglega á morgun….

 12. Er ekki e-hv hérna sem veit um góðan og réttan lista yfir kaup man shitty frá því að nýju eigendurnir komu ? Er búinn að reyna að googla þetta en finn ekkert…… þar fyrir utan er þetta nýja landslag efni í pistil finnst mér þar sem að það á ekki að vera hægt að keppa við svona afl 🙁

  1. Leikmenn sem spila í Evrópudeildini eru löglegir í Meistaradeildini, Anelka spilaði í Uefa áður en hann fór til chelsea en spilaði með þeim í CL sama ár.

  2. Agger er okkar lang nettasti varnarmaður og er svona helmingi harðari en Skrtl, muna menn þegar hann missti tönn/tennur í leik og skokkaði bara og pikkaði þær upp, rétti sjúkraþjálfaranum og kláraði leikinn? 🙂

 13. Kiddi City eru komnir með rosalegan mannskap en björtu hliðarnar á þessu er að við mætum þeim strax í annarri umferð. mér fannst þeir ekki geta mikið á móti Tottenham og bjargaði Joe Hart klárlega stig fyrir þeim. en mín skoðun er að þeir eru að kaupa alltof marga á hverju tímabili, tekur of langan tíma að stilla saman strengi.

  En leikurinn á morgun á að taka af mikilli alvörur, Ekkert vanmat eins og hjá Tottenham í gær. vill sjá Aurelio – lucas – Aquilani – Babel koma inn í liðið og halda Gerrard -Cole og Ngog í liðinnu þessi mannskapur á að klára þetta Transporter lið 😉

 14. Held nú að þetta verði bara framtíðin.Þeas að milljónerar kaupi upp flesta klúbbana. Verst er þegar bara eitt eða tvö félög hafa mikla eða nánast ótakmarkaða kaupgetu. Nú berast fréttir af einhver vilji kaupa Blackburn osfr Held að smátt og smátt munu flest félög enda í eigu milljarðamæringa sem spila sinn FM live. Hinsvegar jafnast leikurinn þegar fleiri félög hafa yfir miklum peningum að ráða og því er þetta kannski ekki end of the world.

  Þetta væri auðvitað hægt að stoppa að einhverju leiti með breyttu og hertu regluverki.

 15. Sammála Begga, held að það sé fínt að klára útileikinn gegn City strax í annari umferð.

 16. Jóakim Aðalönd hefði aldrei tímt að eyða svona miklu í leikmenn. ALDREI!! hneyksli.

 17. Agger er náttúrlega bara alvuru nagli, djöfull vona ég að hann haldist heill yfir tímabilið!

 18. Harka í Agger og hann fær plús fyrir að gefa allt fyrir klúbbinn. Hinvegar vill maður ekki að menn séu að spila þegar það er beinlínis hættulegt. Eins og sást þá fór leikurinn 1-1. Ég hefði ekki verið sáttur ef Agger hefði beinlínis hneigðið niður fyrir 1 -3 stig. Eins og sást á því að einföld mistök geta kostað okkur mark.

 19. Jóakim Aðalöld var ekki heldur með alla sína peniga í skattaparadís. Hann var með sitt múla í peningatanknum góða þar sem Bakkabræður, meina bjarnabræður, reyndu sitt besta til að ræna.

Kop-gjörið að lokinni leikviku 1 – LEIÐRÉTTING

Trabzonspor á morgun