Auglýsingar og ummæli

Það eru tvö mál tengd síðunni sem ég vil nefna stuttlega á þessum föstudegi.

Í fyrsta lagi vil ég þakka frábær viðbrögð við tilkynningu okkar um auglýsingar á síðunni. Við höfum fengið fjölda fyrirspurna og erum búnir að selja auglýsingar fyrir þó nokkra mánuði af næsta árinu.

Þó vil ég benda áhugasömum á að **desember, janúar og febrúar eru ennþá á lausu** þannig að ef einhver er enn að velta fyrir sér að taka slaginn þá er ekki seinna vænna. Til að fá frekari upplýsingar getið þið haft samband við mig á kristjanatli@gmail.com.

Eins og glöggir hafa séð er fyrsti auglýsandinn kominn á síðuna. Það var klippistofan Rebel sem reið á vaðið og sést auglýsing þeirra hérna hægra megin á síðunni. Þá geta menn vingast við þá á Facebook-síðunni þeirra og að sjálfsögðu skellt sér í klippingu án þess að þurfa að panta sér tíma. Miðað við aðstöðuna þarna held ég að við getum fullyrt að þetta sé eitthvað fyrir lesendur þessarar síðu (hver vill ekki taka í kjuðann á meðan beðið er eftir að stóllinn losni?) og myndi ég eflaust gera það sjálfur, ef ég hefði hár. 😉

Seinna atriðið sem ég vil minnast á eru **þið, lesendur síðunnar**. Eins og hefur (því miður) ekki farið framhjá okkur hefur liðið okkar lent í áður óséðri lægð síðustu vikurnar. Síðasti einn og hálfi mánuðurinn hefur verið skelfilegur og hafa umræðurnar á síðunni verið eftir því, mjög hitaðar og skoðanaskiptar. Ef við tökum síðustu tíu færslur á síðunni hafa alls verið skráð 742 ummæli þegar þetta er skrifað eða 74,2 ummæli að meðaltali á færslu! Þetta er að ég held mesta magn ummæla sem hefur komið inn á síðuna á svo stuttum tíma og sýnir kannski bæði að síðan er enn að auka við sig í vinsældum og það að fólk er farið að taka meiri þátt í umræðunum.

Það sem er hins vegar undarlegt við þennan ummælafjölda er hversu fá ummæli við Einar Örn höfum þurft að ritskoða eða fjarlægja. Yfirleitt þegar liðið tapar leik höfum við farið á svokallaða sjálfsmorðsvakt hér inni, því oft höfum við þurft að henda út frekar mörgum ummælum þegar illa gengur. Í haust hefur hins vegar orðið merkjanleg breyting á þessu og ég hugsa að það séu varla tíu ummæli sem við þurftum að henda út í öllum októbermánuði. Það er stórkostlegt miðað við þann fjölda ummæla sem koma hér inn nú orðið að svo lítill hluti þeirra sé fyrir neðan tilgefna staðla.

Þannig að mig langar til að nota tækifærið og þakka YKKUR, lesendum síðunnar, fyrir að vera frábærir. Við sem skrifum á síðuna erum aðeins hluti þess sem gerir hana góða, það eru þessi fjölmörgu, frábæru ummæli ykkar sem gera hana að því sem hún er í dag. Þakka ykkur öllum fyrir!

44 Comments

  1. Oft og tíðum er þetta örugglega mjög vanþakklátt starf, að sjá um síðuna. En í gegnum tíðina hefur sú skoðun mín styrkst, að þetta er besta síða um ákveðið lið sem finnst hér á landi og þótt víðar væri leitað.

    Vissulega eru það kommentin og gestirnir sem hjálpa til, en þið (sérstaklega Kristján og Einar) hafið með mikilli elju og trú gert þessa síðu frábæra. Það þarf kjark til að ritstýra svo vinsælu batterí, og þið hafið fengið ófá kommentin persónulega á ykkur. Og ég vil hrósa líka bloggurunum á síðunni, frábærir pennar!

    Þannig að um leið og þið þakkið okkur, þá vil ég þakka ykkur kærlega fyrir síðuna. Þetta er síða sem mér þykir vænt um og kíki oft á dag.

    Áfram Liverpool – áfram kop.is!

  2. Takk sömuleiðis! – hér er eina vitræna umræðan og þó maður sé ekki endilega alltaf að tjá sig sjálfur getur maður fylgst með skoðanaskiptum annarra.

    Fólk fer hér sjaldnast út í skítkast og leiðindi þó það sé ekki sammála hverju öðru, heldur færir þá rök fyrir sínum skoðunum með vitrænum og málefnalegum hætti og vísar í heimildir sem styður mál þeirra.

    Takk aftur

  3. Frábær síða, er buin að vera daglegur gestur í nokkur ár. Commenta sjaldan, en les nánast allt saman. Í commentunum, les ég þó ekki alltaf alveg allt, en maður er farin að þekkja nöfnin á þeim sem manni finnst skyldulesning. Eins og t.d. allir stjórnendur síðunnar og pennar. Maggi, Sigkarl, Carlberg, Doddi, maðurinn að austan, og reyndar miklu fleiri, en þessir koma fyrst upp í hugann. Takk fyrir að stytta mér stundir síðustu ár. Leiðin getur nú bara farið upp á við. YNWA

  4. Algerlega sammála meistari Kristjáni!

    Alveg svakalega góð umræða hér undanfarnar vikur miðað við slakt gengi og ég held við séum bara að skrifa flest í “Liverpool-andanum”, því yfirleitt hefur verið um það rætt, alls ekki bara af LFC-mönnum að Liverpoolaðdáendur hafi mikið vit á fótbolta.

    Erum við ekki bara öll lifandi sönnun þess!!!!

  5. Takk sømuleidis !! Tid sem haldid ut tessa sidu erud miklir meistarar og eigid mikid hros skilid.

    OG tessi vidbrøg syna bara hversu margir eldheitir Liverpool menn eru a Islandi, sem er frabært og ad menn hafa skodanir a malefnum klubbsins. Eg er alls ekki sammala øllu sem er skrifad herna en tad er lika snildin vid tad, sja hvad adrir eru ad pæla. Sem er frabært tegar madur byr i Danmørku og tekkir vægast sagt ekki marga Liverpool menn herna uti.

  6. Maggi # 5

    Eg vona innilega ad tetta se rett sem standi tarna, i sambandi vid ad kanarnir seu ad redda 100 millum inn i klubbinn, en hefur madur ekki heyrt tetta adur ?

    Reglulega koma fram søgur um ad tessi og hinn ætli ad fjarfesta i klubbnum en aldrei verdur tad ad neinu. Eins og eg segi eg vona ad tetta se rett, en tek tessu med miklum fyrirvara.

    En skemmtilegt ad lesa tad sem Alonso segir. Ber greinilega mikla virdingu fyrir Rafa.

  7. Ég var að heyra þá (sennilega eldgömlu) kenningu að Gerrard og Carragher hreinlega þoli ekki Benitez og geti ekki beðið eftir að hann fari. Að Benitez hafi ekkert sannfært Gerrard um að vera hjá félaginu heldur einfaldlega ást hans á Liverpool.
    Allavega finnst mér ekki ólíklegt að týpur eins og Gerrard og Carra fíli ekki Rafa neitt í botn.
    Hvað um það, takk fyrir langbestu bloggsíðu Íslands.

  8. Helgi? Hvar heyrðirðu þetta? Mér finnst þetta mjög ósennilegt þar sem ég hef sjálfur lesið mýmörg viðtöl við þá félaga þar sem þeir dásama aðferðir Benítez. Efast einnig um að Gerrard hefði í tvígang ákveðið að vera kyrr ef hann hefði ekki trú á Benítez.

    Annars þakka ég hrósið. Tilgangur færslunnar var reyndar að hrósa ykkur ummælendunum, en takk samt. 😉

  9. Þrátt fyrir speisaðan “ekki” árángur undanfarið þá er jákvætt að menn eru ekki eingöngu í “Reka Rafa” umræðunni…

    Vel gert!

  10. Er ekki hægt að klippa sig sítt þarna KAR ?

    Annars kudos á “furðu” góða umræðu heilt yfir eftir afar viðbjóðslegan kafla hjá Liverpool.

  11. Maður nennir ekki alltaf að garga ”reka rafa,reka rafa” það hefur ekkert uppá sig,hann er stjóri liverpool og verður það þangað til hann hættir,það er nú reyndar þannig að það sem fer ílla ( mjög oft að undarförnu) er ekki endilega honum að kenna,sökin liggur líka hjá leikmönnunum og svo eru sumir leikmenn eiga bara ekki skilið að klæðast rauðu treyjunni,en ættla ekki að nefna nein nöfn,rafa er fær stjóri það fer ekkert á milli mála,en það eru nokkrir hlutir í hans fari sem maður er ekki sáttur við eins og innáskyftingar og þegar hann tekur vissa menn útaf svo eitthvað sé nefnt,hann er ekki fullkominn, en hver það,rafa er búinn að skila góðu starfi miðað við það starfsumhverfi sem hann þarf að lifa við,manni finnst samt að hann verði að fara skila titlum i hús en þeir eru alltof fáir miðað við hvað hann er fær stjóri,ég er ekki rafa maður en ég sé ekki að við séum að fá betri stjóra en Rafa Benitez.

  12. Flott að viðbrögð við auglýsingum séu góð, sammála með ummæli – flottar umræður oft.

    En til að tryggja að þetta fari off topic eins og allir góðir þræðir 🙂 – hvað finnst mönnum um að Torres sé farin að leita til Spánar eftir læknisaðstoð, er þetta “vantraust” á læknalið Liverpool eða bara verið að leita allra leiða?

    http://visir.is/article/20091106/IDROTTIR0102/692555628

  13. Guði sé lof fyrir þessa frábæru síðu. Málefnaleg og góð umræða hér í gangi, ólíkt flestum öðrum bloggsíðum.
    Annað. Van Nistelroy orðaður við Tottenham. Af hverju náum við honum ekki? Ég held að hann yrði frábær kostur fyrir okkur. Hvað segja menn um það? Er það fráleit hugmynd?

  14. Ég dýrka þessa síður drengir, þó ég sé ekki mikið að tjá mig hérna þá kemur maður hérna að minnsta kosti einu sinni á dag til að lesa skoðanir manna á málefnum hvers dags fyrir sig auk þess sem menn eru að vísa í aðrar fréttir/greinar um félagið. Lykillinn að velgengni síðurnar eru ekki kommentin heldur pennarnir sem skrifa pistlana og dauðavaktin sem þið hafið staðið þegar slæm skrif koma hér inn. Þessu til rökstuðnings ætla ég að benda á nokkur atriði sem ég upplifi persónulega:

    1. Ef maður rambar inn á liverpool síðu þar sem ekki er fjallað um liðið á málefnanlegan hátt þá fer maður aldrei þangað inn aftur…. alveg sama hvað menn eru að kommenta á færslurnar!

    2. Ef maður rambar inn á síðu þar sem er fjallað um hluti sem maður hefur áhuga á á málefnanlegan hátt en ljót komment eru ekki fjarlægð þá rambar maður þangað inn annað slagið en fær ógeð á kommentunum og hættir að fara þangað inn. (þess vegna er lífsnauðsynlegt fyrir góðar síður að fjarlægja ljót komment)

    3. Nú er svo komið að það eru ekki ljót komment og málefnanleg umræða, nú þá byrjar maður rólega, fer annað slagið inn á síðuna (ég er með ca. 10 þannig síður í favorites í dag) les pistlana og skoða kommentin og ef það er stöðugt framboð af góðum pistlum og góðum kommentum þá fer maður að fara oftar o.s.fr.v. En það er bara ein síða sem ég skoða á hverjum degi í leit að nýjum pistlum og nýjum skoðunum!!!!!

    Það sem ég er að reyna að koma til skila er þetta. Til að gera góða síðu þarftu að hafa góða penna og til að gera góða síðu betri þarftu einnig að hafa gott eftirlit með umræðunni á síðunni og grisja út skítinn. En til þess að síðan verði frábær eins og þessi yndislega síða!!!! Þá þarf að hafa atriði 1 og 2 í lagi í að minnsta kosti 3 – 5 ár. Því á þeim tíma sanka menn að sér lesendum sem eru virkir og koma með vel ígrunduð komment. N.B. ég hef lesið þessa síðu í að minnsta kosti 4 ár (man reyndar ekki hvernig lífið var áður en hún kom inn í líf mitt!!!!) og er ekki en þá orðin mjög virkur í kommentum 🙂 En það er nú kannski vegna þess að oft eru menn búnir að koma hér inn á undan mér og segja nákvæmlega það sem ég hafði um málið að segja!

    Að lokum vil ég vill þakka ykkur “síðuhaldarar” fyrir uppáhaldssíðuna mína á netinu! Ég dáist að þeirri elju, dugnaði, þrautsegju, þekkingarleit og TÍMA sem þið hafið lagt í þetta áhugamál okkar!

  15. Æj, gott að fá smá jákvæðni í umræðuna 🙂 En ég vil taka undir orð Kristjáns Atla og það hljóta einhverjir að vilja versla þessa 3 næstu mánuði í auglýsingaslottinu.

    En umræðan hefur verið bara ótrúlega góð miðað við allt og allt. Skoðanaskipti eru mikilvæg og ekki síður að menn bakki upp sínar skoðanir. Ég held að enginn efist um það að kop.is á engan sinn líkan hér á landi. Það er líka frábært að sjá komment eins og frá Sigga S hér að ofan. Þó svo að maður skrifi hér inn af eintómum áhuga, þá er alltaf gaman þegar hrós kemur. En eins og KAR sagði, þá er þessi færsla fyrst og fremst til að hrósa ykkur lesendum síðunnar og þeim sem kommenta hér inn. Long may it continue.

  16. LP (#17) segir:

    „Van Nistelroy orðaður við Tottenham. Af hverju náum við honum ekki? Ég held að hann yrði frábær kostur fyrir okkur. Hvað segja menn um það? Er það fráleit hugmynd?“

    Ef við myndum mæta Man Utd með Van Nistelrooy í okkar röðum, og O#$n í þeirra röðum, myndi ég ætla að það opnaðist einhvers konar svarthol yfir vellinum sem myndi hafa í för með sér algjöran heimsendi.

    Þannig að, nei takk.

  17. Kristján Atli, af hverju ætti okkur ekki að vera sama um það þó Man U liðið yrði brjálað? Þeir náðu í Owen. Ég er eingöngu að horfa á það að hann myndi styrkja liðið verulega þá værum við loksins komnir með annan alvöru senter. Reikna eins með því að við þyrftum ekki að borga mikið fyrir hann sem skiptir líka miklu máli. Hann á örugglega amk 1-2 góð ár eftir.

  18. LP, að mínu mati er hann allt of mikið meiddur og of gamall til að það borgi sig. Hann myndi ekki koma nema á súperlaunum og það er bara of mikið fyrir svona meiðslapésa. Hef annars ekkert á móti leikmanninum, nema það að hann skuli hafa verið svo ólánssamur að spila fyrir bæði Man Utd og Real.

  19. Frábær síða og frábærar umræður. Fer hér inn oft á dag og reyni að segja stundum eitthvað gáfulegt. Áfram með þetta svona og ykkar frábæru pistla og skoðanir.

    Annars vona ég svo sannarlega að þetta sé satt með það sem kemur fram í greininni sem hann Maggi postaði. Og svo afhverju ekki Nistelrooy ?? Ég meina það dylst engum um hæfni hans til að skora mörk og við gætum kannski náð 2 þokkalegum árum úr honum. Skömminni skárra en Voronin allavega 🙂

  20. 100 kall á að það sé United maður sem skrifar þetta! Gef nú ekki mikið fyrir þessa bögg grein, sérstaklega ekki þar sem þeir voga sér að koma með bögg á kallinn 😉 (eitthvað sem ég setti inn í pirring (og stend enn við) eftir að Lyon skoraði aftur ósanngjarnt gegn Liverpool á 90.mín).

    En myndin með færslunni er snilld og sammarinn er fín síða allajafna

  21. Eina fullorðins Liverpool-spjallið á íslensku og mannamáli í þokkabót! Það er fínt að stytta sér stundir yfir pistlum og skoðunum manna þótt mörg ummælin séu samt full einhliða á köflum. Sumir sjá bara rautt og skammast stanslaust yfir þeim sem hrópa “Rekum Rafa” en fatta ekki að þeir eru í raun sjá ekki skóginn fyrir trjám og eru ekkert betri en við sem viljum kauða út 😉 En best að þakka fyrir sig áður en maður vekur “nöldurkórinn” 🙂

  22. Eiríkur: Þú meinar eina fullorðins fótbolta spjallið á íslensku.
    Ég bölva því oft að EÖE og KAR haldi með vitlausu liði og hafi ekki startað United bloggi 🙂

  23. Ég segi já við Nistelroy ef hann biður ekki um of há laun, það er verið að tala um að hann sé að biðja um 100þús pund á viku. Fyrir 33 ára gamlan mann sem væri varaskeifa fyrir Guðin okkar þá er það alltof mikið. Ef við náum að fá hann á 35-50þús á viku þá er það fínt.

    En annars vil ég hrósa þessari brilliant síðu, ég kíki oft á dag hérna inn á þetta er fyrsta síðan sem ég slæ inn í daglegum nethring. Og mér finnst bara gaman þegar menn hafa mismunandi skoðanir og fara að rökræða þær. Er það ekki pointið á þessum svokölluðu blogg síðum.

  24. Vildi þakka fyrir góða síðu. Vil hins vegar furða mig á því af hverju ummælum þegar maður leiðréttir staðreyndavillur í upphafspósti er eytt?

  25. Pabbi (#30), hvenær hefur það gerst? Það er ekki stefna hjá okkur enda erum við vanir að vera leiðréttir og það í fínu lagi.

  26. Frábær síða piltar. Kem hingað inn á hverjum einasta degi. Á köflum finnst mér neikvæðnin hérna inni mjög yfirþyrmandi en menn þurfa auðvitað að pústa hérna eins og annarsstaðar. Ég viðurkenni það að ég er ekki barnanna bestur þegar að liðið mitt er að tapa og er konan mín til vitnis um það þar sem ég öskra reglulega á sjónvarpið mitt, ber í borð og sófa (og það er bara þegar vel gengur) yfir Liverpool leikjum. Þess vegna finnst mér virkilega gaman að koma hingað inn til að athuga hvort aðrir “púllarar” séu með sömu skoðanir og ég eftir leiki. Einnig finnst mér gaman að vita af því hvað það eru mikið af mönnum hérna inni sem hafa virkilega mikið vit og áhuga á þessari skemmtilegustu íþrótt heims (aðrir bulla bara og tala með rassinum). Takk fyrir frábæra pistla og eða ábendingar um frábæra pistla því mér þykir fátt skemmtilegra en að fræðast meira og lesa meira um klúbbinn okkar.
    Og engan Nistelrooy takk :0)

  27. Verð bara að hrósa ykkur fyrir frábæra síðu (bestu fótboltasíðu Íslands). Ég kem hér inn daglega til að sjá hvort ekki sé eitthvað nýtt að frétta. Og ég er ekki einu sinni Liverpool aðdáandi (Barca og Juve). Hef mjög gaman að því hvað Liverpool aðdáendur ólíkt til að mynda Man Utd aðdáendum eru fróðir um fótbolta sem er spilaður annarsstaðar en í bakgarðinum hjá þeim. Hefði ekkert á móti því að pennarnir hérna myndu taka smá svona hliðarverkefni og opna svona síðu um stóru deildirnar 3 (Ítalía, England og Spánn) Ef það er ekki í boði þá má Kristján alveg opna svona síðu um Barcelona 😉

  28. Þetta er klassa síða.

    Ég mæli svo með Rebel, kíkti þangað í dag (og sagðist auðvitað hafa séð auglýsinguna á Kop.is þegar ég var spurður)

  29. Mig langar að taka undir allt sem Siggi S. #18 segir.

    Ég get sagt hið sama. Ég kommenta ekki mikið og er sennilega einhver vanmetakennd í gangi um að maður hafi eitthvað af viti að segja… 🙂

    En ég er búinn að vera fastur lesandi því sem næst frá upphafi. Man ekki hvort ég uppgötvaði síðuna 2004 eða 2005… !! 🙂

    Hef oftar en einu sinni og oftar en tvisvar tjáð Krisjáni Atla ódauðlega ást mína… 🙂 Minn uppáhalds Liverpool penni. Paul Tomkins er í öðru sæti.

    Takk Einar, Kristján og fastapennar fyrir þessa frábæru síðu. Meigi hún blómstra áfram og áfram. Mikið verður gaman hér þegar við loksins.. loksins… loksins vinnum Titilinn. Kemur fyrr en margur heldur .. held ég.

  30. Tek undir með mönnum hér, Rafa-menn eða anti-Rafa menn, menn eru málefnalegir og eiga hrós skilið fyrir það – maður veit það af gefinni reynslu að það er auðvelt að láta eitthvað útúr sér í hita leiksins, sérstaklega rétt eftir leik.

    Keep it up

  31. Jú takk fyrir góða síðu, ummæli hér eru yfirleitt mun þroskaðri en á t.d. spjallborði Liverpool.is sem að rennir stoðum undir að það þyrfti að vera svipað kerfi (sjálfsmorðsakt) þar eins og hér. Menn sem skrifa hér vita hreinlega að þeirra kommentum verður eytt ef ekki er staðið rétt að skrifum. Þá mein ég að menn vanda sig og hugsa áður en þeir skrifa.

    Reyndar held ég að einu kommenti hafi verið eytt sem að ég skrifaði allavega fann ég það ekki síðar, var ég þá mjög pirraður yfir Fulham leiknum og svo búinn með vel á aðra rauðvínsflösku, ss ekki góð blanda 😉

    keep up the good work
    Liverpool kveðja
    Kalli Ing

  32. Já, vil vera með í hrósaflóðinu á þessa síðu. Allir pennarnir á þessu síðu (hver einn og einasti) er gjörsamlega frábærir. Þá vil ég nefna Babu sérstaklega en ég les stundum pistlana hans og upphitanir oft mér nánast til skemmtunar 🙂
    Einnig eiga Kristján Atli og Einar Örn mikið hrós skilið fyrir að starta þessari síðu. Ég hef víst verið einn af þeim sem hefur flaðrað út um rassgatið á mér að undanförnu enda leyfir skapið fátt annað.
    Ég kem hérna inn sirka tíu sinnum á dag og ef það er ekki ný færsla þá blóta ég ykkur í hljóði, en bið ykkur afsökunar á því þar sem það er varla réttlátt af mér.
    Lifið heilir

  33. Já stundum verður maður að kunna sig þó maður sé brjálaður yfir árangrinum. Þakka klárlega góða síðu og ekki siður þroskuð ummæli, þótt maður sé ekki alltaf sammála öllum.
    Keep it komming guys.

  34. Sammála öllu ofangreindu hrósi í garð ritstjóra og annarra penna síðunnar. Hér er málefnaleg umræða um besta fótboltaklúbb í heimi og það er leitun að slíku á netinu. Frábært framtak.

  35. Frábær síða og nauðsynleg í netrúntinum. Ótrúlegt að tveir einstaklingar geti haldið svona massívri síðu útaf einskærum áhuga og sameiginlegu áhugamáli. Algjörlega frábært.

    Ég verð samt að segja að með aukinni traffík finnst mér ummælin hafa versnað til mikilla muna. Alltof mikið noise frá mönnum sem hafa ekkert að segja og koma bara inn og kommenta þegar Liverpool tapar enda auðvelt að vera vitur á hliðarlínunni. Þegar ég hóf komur mínar á þessa síðu voru ummæli frekar fá og lang flest góð. Svo hefur manni fundist eins og stór hluti þeirra sem stunda spjallið á Liverpool.is hafi flust hingað inn í seinni tíð. Það er óheillaþróun og sem hefur orðið þess valdandi að maður forðast að fara inná kop.is eftir tapleiki. Þó mann dauðlangi að lesa málefnalega umræðu um leikinn hvað fór úrskeiðis o.s.frv. að maður tali nú ekki um að fá smá huggun hjá þjáningarbræðrum.
    Þessi grein Kristjáns Atla finnst mér staðfesta þessa skoðun mína enda bjuggust þeir við hinu versta. Þeim hefur þó tekist ágætlega upp með zero tolerance pólisíunni gagnvart persónuníði og því hefur þeim ummælum augljóslega fækkað.
    Þetta er eingöngu mín skoðun þar sem ég sakna “gömlu góðu dagana” þegar fáir aðilar kommentuðu og höfðu flestir eitthvað málefnalegt að segja. Nú eru þetta fjöldi manns og menn byrjaðir að draga sig í einhverja fáránlega Pro Rafa og Anti Rafa dilka. Ummæli eins og REKUM RAFA!!!!! og PAAAACOOOOO!!! sem kom eftir að gekk illa fyrir nokkur fara svo einstaklega mikið í taugarnar á mér en þeim hefur fjölgað mikið í gegnum tíðina því miður.
    En frábær síða, mæli með því að það verði rukkað mánaðargjald að henni til að ná uppí kostnað, ég skoða kop.is mun meira en SkjáEinn og stöð 2 en samt er ég að borga áskrift að báðum stöðvunum plús sport123456. Afhverju ekki smáaur í viðbót í Kop.is?

  36. Ég þakka ykkur fyrir að fæða þessa síðu og mæli eindregið með að fæða þessa síðu með því að auglýsa á þessari síðu ( sendi póst á kristjanatli@gmail.com. um hversu mikil umferð er á síðunni(hringtorg eða umferðaljós)). Nr 18 sammála og maður er farinn að þekkja hverja skal lesa eftir tap leiki.

Lyon 1 – Liverpool 1

Eljero Elia?