Lyon 1 – Liverpool 1

Okkar menn fóru til Lyon í kvöld í fjórðu umferð Meistaradeildarinnar. Fyrir þennan leik vorum við í frekar slæmri stöðu og þurftum helst sigur og/eða hagstæð úrslit hjá Fiorentina gegn Debrecen til að eiga góða möguleika á að komast upp úr þessum riðli. Því miður brugðust báðar vonir okkar því á meðan Fiorentina unnu öruggan sigur á Debrecen gerðum við **1-1 jafntefli** við Lyon.

Rafa stillti upp eftirfarandi liði í kvöld í fjarveru fjölmargra aðalliðsmanna:

Reina

Carragher – Kyrgiakos – Agger – Insúa

Kuyt – Lucas – Mascherano – Benayoun

Voronin – Torres

**Bekkur:** Cavalieri, Ayala, Darby, Spearing, Aquilani, Babel (inn f. Voronin), Ngog (inn f. Torres).

Báðir hálfleikarnir spiluðust svipað fannst mér. Okkar menn léku vel á heildina séð, stjórnuðu megninu af leiknum og sóttu ákaft í leit að sigurmarkinu. Þau dauðafæri sem við fengum stoppuðu þó jafnan á sömu hindruninni, hinum frábæra Hugo Lloris í marki Lyon. Voronin fékk besta færi fyrri hálfleiksins er hann slapp innfyrir en skaut beint á Lloris sem varði stuttu síðar frábærlega frá Kuyt úr dauðafæri. Í síðari hálfleik hélt Lloris áfram að verja frá Lucas, Torres og Kuyt úr dauðafærum.

Þegar kortér var eftir af leiknum var ljóst að Fiorentina væru að vinna sinn leik og þá gerði Rafa loksins skiptinguna sem ég var farinn að grátbiðja um frá því í fyrri hálfleik. Hinn dreplélegi Andriy Voronin, sem ætti með réttu ekki að spila annan leik á ferlinum fyrir Liverpool (í fullri alvöru, hann er bara langt því frá nógu góður) fór útaf og Ryan Babel, annar sem hefur valdið vonbrigðum, kom inná. Nokkrum mínútum síðar fékk Babel boltann um 25 metrum frá marki, lék honum aðeins til hliðar og svo gjörsamlega klíndi honum upp í markhornið, óverjandi fyrir Lloris. Staðan 1-0 fyrir okkar menn, minna en tíu mínútur eftir og skyndilega var maður farinn að reikna í huganum og gæla við að geta sigrað þennan riðil.

Eeeeen nei, auðvitað gat þetta ekki verið svona gott. Ekki hjá þessu liði þessa dagana. Undir blálokin kom hár bolti innfyrir vörn okkar manna, Kyrgiakos misreiknaði hann og datt í stað þess að ná til hans og Agger og Insúa virtust báðir vera farnir í sóknina og voru ekki í línunni. Fyrir vikið datt boltinn fyrir bæði Lisandro Lopez og Cris sem gátu valið hvor ætti að skjóta. Lopes tók á endanum boltann og lagði hann í fjærhornið framhjá Pepe Reina. Lokatölur 1-1 sem nægir Lyon til að vera öruggir upp úr þessum riðli.

Hryllilega svekkjandi, ekki síst eftir frammistöðu sem verðskuldaði sigur í þessum leik.

**Maður leiksins:** Hugo Lloris, markvörður Lyon, var sem fyrr segir besti maður vallarins í kvöld. Okkar menn léku heilt yfir vel fyrir utan Voronin sem var gjörsamlega úti að aka og svo kannski Insúa sem mér fannst ekki nógu stabíll í kvöld. Minn maður leiksins hjá okkur er þó klárlega **Ryan Babel** og þótt markið hans hafi að endingu ekki reynst sigurmark vona ég að það hafi gefið honum sjálfstraust fyrir næstu leikina. Ef meiðslasagan heldur áfram sé ég allavega ekki hvernig hægt er að halda honum og/eða Ngog áfram fyrir utan liðið á meðan Voronin er svona gjörsamlega vonlaus.

Var ég búinn að nefna það að Voronin var slappur í kvöld?

Staðan í riðlinum eftir þennan leik er einföld: Lyon eru með sex stigum meira en við og betri innbyrðis viðureignir og því öruggir áfram. Við getum nú í mesta lagi náð öðru sæti í þessum riðli en til þess að það gerist þarf annað af tvennu að gerast:

a) Við vinnum Debrecen í næstu umferð og Lyon fara til Ítalíu og vinna Fiorentina. Þá erum við tveimur stigum á eftir þeim ítölsku þegar þeir mæta á Anfield í lokaumferðinni og við getum farið áfram með því að sigra þá.

b) Við vinnum Debrecen í næstu umferð og Lyon fara til Ítalíu og gera jafntefli við Fiorentina. Þá erum við þremur stigum á eftir þeim ítölsku þegar þeir mæta á Anfield í lokaumferðinni og við getum farið áfram með því að sigra þá með þriggja marka mun (til að fá betri innbyrðis viðureignir).

Tökum þetta þó einn leik í einu. Næst er það Debrecen úti og allt annað en sigur þar þýðir að við erum úr leik. Auðvitað nægir ekki að sigra þann leik ef Fiorentina vinna Lyon en okkar menn geta ekki haft áhyggjur af því heldur verða að einbeita sér að sigri gegn Debrecen. Verði úrslit okkur í hag í næstu umferð gætum við verið að sigla inn í ótrúlegan lokaleik í þessum riðli á Anfield.

Næsti leikur er á mánudaginn kemur gegn Birmingham í deildinni. Á Anfield. Vonandi verða einhverjir af þeim sem við söknum orðnir leikfærir þá, og vonandi verður Torres búinn að fá sprengikraftinn aftur. Og vonandi verður Voronin hvergi nærri leikmannahóp okkar í þeim leik. Ég hef það fyrir sið að afskrifa Liverpool-leikmenn helst aldrei á miðju tímabili en gvöð menn góðúr hvað þessi leikmaður er langt því frá að vera nógu góður fyrir Liverpool.

Vitiði hver er helsti aðdáandi Voronin? Lucas Leiva, því það er enginn að tala um hann lengur …

144 Comments

  1. Hversu lengi getur þetta endalausa fokkings helvítis algera lánleysi varað!!

    Tvisvar eigum við skilið að vinna Lyon og tvisvar náum við að klúðra því í uppbótartíma. Reyndar ekki í þessum leik þar sem það var ekki neinn uppbótartími.

    Við vorum betri en Lyon þrátt fyrir að vera bara 10 inná mest allann leikinn (lesist Voronin var inná).

    Mér er óglatt og bíð núna eftir fyrsta snillingnum sem skellir þessu jafntefli alfarið á Rafa Benitez.

  2. Ég vona að þetta hafi verið seinasti leikur Voronins, það er skelfileg tilhugsun að vita af honum þarna frammi, maður vorkennir Torres að þurfa að hafa svona mann með enga tilfinningu fyrir því hvað hann er að gera!

  3. eitt sem núna þarf að gera… það er bara að byrja upp á nýtt með nýjum stjóra…… held að það verði stórfrétt morgundagsins.. því miður eða ekki því miður…

  4. Það fellur EKKERT okkar megin… nú er bara að klára B´ham leikinn og svo verð ég feginn í fyrsta skiptið á ævinni að komið sé landsleikjahlé

  5. Maður er eins og vanalega orðlaus eftir svona leik. Vorum klárlega betri aðilinn í þessum leik en vannýtt færi og varnarmistök kosta okkur leikinn. Voronin er alveg hræðilegur leikmaður og ef einhver hefur ekki sannfærst um það eftir þetta kvöld þá veit ég ekki hvað þarf til. Kyrgistan eða hvað hann heitir átti klárlega markið sem við fengum á okkur en annars er ekki hægt að tala um að hann hafi átt slæman leik að öðru leiti, reyndi reyndar ekki mikið á hann að mínu mati. Carra í bakverðinum er alveg hræðilegt. Krossarnir frá honum voru bara æfingaboltar fyrir markvörðinn. Svo fannst mér Benajun ekki vera upp á sitt besta. En við verðum bara að bíta í það að verða spurðir af United mönnum hvernig okkur gangi í Evrópudeildinni það sem eftir lifir vetrar 🙂

  6. Mér fannst þetta vera vel spilaður leikur hjá okkar mönnum. Við fáum mörg dauðafæri sem Hugo Loris ver en svo kemur það okkur í koll að hafa þurft að spila manni sem þurftum að sætta okkur við vegna þess að við höfðum ekki efni á neinu betra. Afhverju gat ekki Hyypia framlengt um eitt ár í viðbót? Hann hefði svo aldeilis ekki þurft að verma bekkinn neitt alltof mikið!

  7. hvað er þessi þjálfari aðhugsa sá ítalski látinn sitja allan tímann á bekknum af hverju fór hann með ef hann átti ekkert að spila vonandi fer Rafa sem fyrst og við fáum almennilegan þjálfara t.d Jose

  8. Ég skal vera fyrsti snillingurinn sem skellir þessu á Rafa…Babu,viltu ekki útskýra fyrir okkur afhverju við áttum skilið að vinna Lyon????

  9. En segðu mér það þá Babu.
    Hverjum er það að kenna að Voronin er yfir höfuð í hópnum eða í Liverpool liðinu, í staðinn fyrir einhvern ungan og efnilegan eins og Nemeth, Pacheco, Eccleston ? Þessir ungu og efnilegu skila alltaf sínu ef þeir fá einhver tækifæri sbr. Macheda hjá Scums í fyrra. En gamlir og metnaðarlausir kallar eins og Voronin gera það sjaldnast.

    Annars flott mark hjá Babel, en ekki hægt að segja það sama um aukaspyrnuna stuttu seinna.

    Áfram Liverpool !!!

  10. Hvað getur maður sagt?

    Ég er orðinn svo uppgefinn af þessu rugli og lánleysi liðsins að það er með ólíkindum. Ég var svo ótrúlega glaður þegar að Babel skoraði því innst inni hugsaði ég með mér að þetta væri að koma nógu seint svo að okkar menn hefðu ekki tíma til að fokka hlutunum upp.

    Lyon átti að mig minnir eitt færi í leiknum fyrir utan markið. Eitt fokking færi. Við ættum að vera með 6 stig eftir þessa tvo leiki við Lyon, en við erum með 1.

    Ég veit að þetta snýst ekki bara um heppni og allt það. En það gengur bara ekkert upp. Nákvæmlega ekkert. Og það versta er að á einhverjum tímapunkti þá hljóta leikmennirnir líka að byrja að trúa því að ekkert gangi upp.

    Ég er farinn að telja niður dagana þangað til að næsta landsleikjahlé byrjar.

  11. Ég skil ekki þetta Voronin hatur. Án gríns, maðurinn er langt frá því að vera það lélegur að hann verðskuldi allt þetta drull.

    Kyrgiakos hins vegar… Ó mæ.

    Við vinnum rest og Fiorentina tapar gegn Lyon – málið dautt!

    Annars fannst mér liðið spila virkilega vel í kvöld. Það er eitt sem mig langar að setja út á og það er að Benayoun sé notaður á kantinum. Hann er alltof gjarn á að draga sig inn á völlinn.
    Það er í fínu lagi svo lengi sem að bakvörðurinn fyrir aftan hann er duglegur að overlappa og sækja. En Carragher er bara alls ekki þannig bakvörður, þannig að með Benayoun á kantinum er miklu, miklu auðveldara að verjast gegn Liverpool.
    Lyon ná að mynda vegg fyrir framan teiginn sem gerir Torres miklu erfiðara fyrir að stinga sér í opin svæði.

    Þessi óheppni mun ekki vara að eilífu.
    At the end of the storm, there’s a golden sky…

  12. Og kaupa einhvern Grikkja sem er klárlega að kosta okkur fullt af stigum. Hver gerði það ?

  13. vardandi b), hvad gerist ef Liverpool vinnur Fiorentina 2-0? Verdur framlengt? Gildir heildarmarkatala?

  14. Lítum á björtu hliðarnar, okkar ömurlega skítalið á þó möguleika að vinna evrópukeppni lélegra liða en ekki meistaradeildina.
    Babel skoraði flott mark í þessum leik en var hann góður, aldeilis ekki. Þetta mark var pjúra heppni og það sást þegar leikmaðurinn tók aukaspyrnunna og þegar hann fékk fínt færi og ætlaði smella honum á nærstöngina en vá hvað hann var langt framhjá. Að lokum var það hann sem tapaði skallabolta á klaufalegan hátt þegar Lyon menn spörkuðu boltanum fram sem leiddi svo til marksins. Það er því óhætt að fullyrða að þetta Babel mark hafi verið pjúra heppni.
    Voronin – Legg til að hann muni ekki kallast leikmaður hér eftir heldur “náunginn með taglið sem fær á einhvern óskiljanlegan hátt að spila”.

    Við skulum gleyma Meistaradeildinni, við höfum oft áður verið smá spöl frá því að komast áfram í lokin en reddað okkur en í þetta skipti erum við með a) lélegt lið og b) enga heppni. Svo er það einfalt að Lyon sendir varaliðið sitt til Flórens enda þurfa þeir núna að einbeita sér að deildinni heimafyrir enda mikil barátta þar á bæ annað en er hjá okkur.

  15. Tók virkilega enginn eftir því að maðurinn sem skallar boltann í aðdraganda Lyon marksins var að koma úr kolrangstöðu (þar sem boltinn hafði boppað bara á vellinum og ekki snert neinn áður en hann hoppaði upp í hann)

  16. Feita konan hefur ekki sungið. Það virðist allt á móti okkur, en við höfum glímt við mótlæti áður. Það er ekkert að falla með okkur, óheppnin eltir okkur og okkur finnst ósanngirnin gera það líka. Stundum er sagt að maður sæki meistaraheppnina. Ég vil trúa því að Lyon stundi ekki þann skítaleik að fara með varalið og taka leikinn á Ítalíu létt …

    En vonbrigðin eru gífurlega mikil. Enn eitt titlalausa árið framundan?

    Leyfum næstu umferð CL að klárast áður en dómsdagurinn er kveðinn upp. Vissulega þurfum við á Lyon að halda á Ítalíu, en ENGA UPPGJÖF STRAX!!! Jafnteflið var þó skárra en tap 😉

  17. Ef Liverpool og Fiorentina enda með jafnmörg stig, og jafnt er í innbyrðis viðureignum, þá gilda útimörk í innbyrðis viðureignum. Ef það er jafnt þá gildir markatalan í riðlinum.

  18. Ég ætla mér ekkert endilega að skella þessum eina leik eitthvað alfarið á Rafa. En gengi liðsins í undanförnum leikjum verður ekki skrifað á LÁNLEYSI, þannig að það sé á hreinu Babu….

    …ég beið eins og þú eftir fyrsta snillingnum.

  19. Alls ekki óvænt úrslit og ekki slæmt í sjálfu sér að gera jafntefli á útivelli við næst sterkasta lið riðilsins. En við urðum að vinna. Í því ljósi er undarlegt að Rafa veðji á Voronin fremur en Babel. Það hlýtur að vera hið endanlega diss fyrir knattspyrnumann að þegar hálft liðið er fjarverandi vegna meiðsla/veikinda þá ert þú samt á bekknum vegna Voronin 🙂

    Nú er bara að vona að Lyon standi sig gegn Ítölunum.
    Fram að þeim leik verður maður með Whitesnake í eyrunum.

  20. nr. 9: í jafn mikilvægan leik og þennan hefði verið glórulaust að spila Aquilani frá byrjun og eftir 88 mín vorum við í fínum málum. Hann hefði engu breytt eftir það því tíminn var að fjara út. Þenna leik áttum við að vinna og hefðum gert ef markmaðurinn hefði ekki verið frábær (og Voronin ömurlegur í dauðafærinu!). Nú vantar að fá alla menn heila og allir leikir hér eftir eru úrslitaleikir. Ef við dettum út úr meisaradeildinni kvíði ég mest þeim áhrifum sem það hefur á fjárhag félagsins. Það hafa ekki verið til peningar til leikmannakaupa og kannski þarf nú að fara að selja! Ömurleg tilhugsun!!

    Þennan leik áttum við skilið að vinna.

  21. Lyon munu fara Ítalíu til að ná í stig, þar sem að ef þeir tapa þá eiga Fiorentina ágæti sjens á að ná fyrsta sætinu í riðlinum (ef Fiorentina vinnur þá komast þeir uppí 9 stig og eiga eftir Liverpool, sem væri vængbrotið þar sem að liðið væri dottið úr leik).

    Þannig að ef að ég væri þjálfari Lyon þá myndi ég fara til Ítalíu til að ná allavegana í stig.

    (Ekki það að ef að Lyon leikur einsog þeir hafa gert á móti Liverpool þá finnst mér ekki líklegt að þeir nái í mörg stig á Ítalíu. Ekki nema þeir verði jafn heppnir og á móti okkur).

  22. nei þetta er mér að kenna að við getum ekki neitt….auðvitað er það benítes að kenna velur hann ekki þetta lið

  23. Hugsið ykkur þetta …. ef að fótboltaleikur væri bara 85 mín….
    Finnst stundum að okkar menn á vellinum haldi það…

  24. 1990 (#15) – ef við vinnum Fiorentina 2-0 og endum jafnir að stigum gildir held ég markatalan, og þar sem Fiorentina voru að vinna Debrecen 4-3 og 5-2 held ég að þeir verði líklega með betri markatölu, ekki nema við förum að vinna Debrecen með fjórum mörkum eða meiru í næsta leik.

  25. Hversu dapur verður þessi vetur eiginlega? Dottnir úr baráttunni í Úrvalsdeildinni eftir 10 leiki og nú örugglega fallnir úr Meistaradeildinni? Gleymum Lyon á Ítalíu – leikur sem skiptir þá ekki máli. Það var Liverpool sjálft sem skeit upp á bak.

  26. Það er tvennt sem ég vil gagnrýna, Voronin og síðhærði grikkinn sem ég nenni ekki að læra nafnið á. Þetta eru leikmenn sem eru of lélegir fyrir þennan búning.
    Lyon var að spila illa, við áttum að vinna þennan leik.
    Allir almennilegir strækerar hefðu skorað úr færinu sem Voroninn fékk í fyrri hálfleik en þessi mistæki búningaplásstakari ákvað að senda létta innanfótarsendingu á markmanninn.
    Þessi Grikki lá á rassgatinu allan leikinn í vörninni og er klárlega svo lélegur að hann myndi ekki komast í lið Hattar.
    Ég er bjálaður, ég hef meiri metnað en þessir menn.
    Og ég skil ekki í Rafa að nota þá.

  27. 21 Baros ég er sammála þér með það að þetta getur varla gert sjálfstrausti Babel gott að Voronin se valinn fram yfir hann. En markið kemur honum kannski til og vonandi sem fyrst !

  28. úff hvað skal segja ?? ég ætla mér ekki að kenna benitez í þetta skiptið því að liðið virkaði nokkuð vel á mig . ég fékk að vísu illt í hjartað á að sjá torres greyið nánast haltrandi frá 1 mín 🙁 .. voronin er ekki til í mínum huga lengur þó svo að hann hafi varla verið það fyrir !!!!

    grikkinn var ROSALEGA SJEIKI nánast allan leikinn hann ætlaði sér allann tímann að gefa mark !! reyndi það fyrst með skallanum sínum sem að reina þurfti að verja með andlitinu !!!! en svo náði hann takmarkinu og það á 91 mín !!!!! auðvitað átti maðurinn að standa þennan litla stubb af sér og hreinlega stíga hann út ekki henda sér í grasið eins og kona og reyna pota boltanum frá ég hugsa að þyngdarmunurinn á þeim sé allaveg 20 kíló afhverju hann steig hann ekki bara út skil ég ekki með nokkru móti !!!!!!

    Gríðarlega svekkjandi að horfa uppá þetta tap þegar við áttum það ekki skilið, áttum að vera löngu búnir að klára þennan leik og hefðum gert með torres heilan greyið .. en ekki er öll von úti ennþá þó svart sé . hver man ekki eftir gerrard á móti olympiakos þegar allt var nánast búið ?? eins mikið og lyon hafa reyhst okkur erfiðir þá verða þeir vinir okkar eftir næstu umferð VITIÐ TIL !!!!!!

  29. Gleymum Lyon á Ítalíu – leikur sem skiptir þá ekki máli

    Víst skiptir sá leikur þá máli. Lyon á möguleika á að vinna riðilinn og sleppa þá við lið einsog Man U, Arsenal og Chelsea. Þeir eru kjánar ef þeir reyna ekki af alvöru að ná stigi á Ítalíu.

    • Ég skal vera fyrsti snillingurinn sem skellir þessu á Rafa…Babu,viltu ekki útskýra fyrir okkur afhverju við áttum skilið að vinna Lyon????

    Við förum til Frakklands með töluvert vængbrotið lið, erum betri en þeir í leiknum, eigum nokkur færi sem á góðum (eðlilegum) degi klára leikinn, náum markinu sem við þurfum í lokin og afrekum að glopra þessu niður á lokasekúndunum, aftur. Rafa hafði bara hreinlega ekki marga kosti fyrir þennan leik og var hreint ákaflega óheppinn að þetta gekk ekki upp í kvöld. Hann, liðið og stuðningsmenn áttu það sannarlega skilið eftir það sem á undan er gengið sl. mánuð. Stundum er þetta bara svona og við erum að fara í gegnum mjög erfitt tímabil núna, það versta sem Rafa hefur lent í enda hefur maðurinn náð frábærum árangri ár eftir ár í þessari deild.
    Persónulega finnst mér það allavega af og frá að heimta höfuð hans núna, rþátt fyrir þetta gengi og hef fulla trú á að hann geti snúið þessu slæma gengi aftur við… svo lengi sem eigendur klúbbsins keyra félagið ekki í þrot á undan.

  30. Gallin er að Lyon er ekkert að fara til Ítalíu til að vinna…. þeir eru komnir áfram og vilja mylju frekar að Ítalanir fari árfam heldur en Englendingarnir.. því það hata allir Englendina..

  31. Það sem er mér minnistæðast er hversu ömurlegt að handahófskenndur skallabolti frá miðju fái að skoppa einu sinni á vallarhelming Liverpool og endar inni í teig.. STOÐSENDING!
    Algjörlega skammarlegur skortur á ákafa og einbeitingu hjá atvinnumönnum í svona mikilvægum leik sem er við það að klárast.

  32. kristján atli #27 það er ekki markatalann , einungis markatalann í innbyrðis viðureignum telur, ekki í öðrum leikjum , sem er jákvætt fyrir okkur

  33. Gallin er að Lyon er ekkert að fara til Ítalíu til að vinna…. þeir eru komnir áfram og vilja mylju frekar að Ítalanir fari árfam heldur en Englendingarnir.. því það hata allir Englendina..

    Hvaða bull er þetta? Haldiði virkilega að Lyon sé ekki meira annt um það að vinna riðilinn heldur en að sjá til þess að enska liðið detti út.

  34. jú ég sá að gaurinn sem sendir hann inn var kolrangstæður, því þeir sem fara i skallaboltann snerta hann ekki, þannig að gaurinn sem skallar hann inná lesandro er rangstæður það er alveg á hreinu
    en djöfull er leiðinlegt að vera með svona marga lélega leikmenn i þessu liði vornin er alveg skelfilegur carra er engin bakvörður youssi var frekar dapur i þessum leik og mér finnst lucas alveg skelfilegur hann var góður á móti man utd og ekkert meir hann vinnur aldrei tæklingu né skalla einvigi og ef hann fær boltann þá er það alveg pottþétt að hann sendir hann til baka eða fyrir aftan manninn og svo verðum við að fá annan gaur sem kann að skora því ekki gera kyut það

  35. Babu það er búið að vera að tala um það í nokkrar vikur núna að Benitez snúi þessu við og að hann sé sá rétti til þess. Ég krefst ekki að hann sé rekinn eða segi af sér en maður spyr sig samt hversu marga leiki þarf til að hann fari annaðhvort sjálfviljugur eða ekki ?? Þarf liðið að tapa 10 leikjum í viðbót eða duga tveir tapleikir í viðbót. Ég bara spyr ??

  36. Ég held að það sé búið að breyta flugmiðanum hans Voronins. Hann fer ekki til Englands í kvöld, fer til Þýskalands og kemur aldrei aftur til Liverpool. Það sést langar leiðir að maðurinn hefur engan áhuga á að spila fyrir Liverpool. Hann hefur engan karakter að geyma! Hann á að leggja skóna á hilluna og fara að leika í þýskum klámmyndum þá aðallega út af taglinu sínu og þar er ekki krafist að maður þurfi að leika hlutverkið sitt vel.

  37. Haukur, ertu það naive að telja að nýr þjálfari muni snúa öllu við og allt verði gott ef við rekum benitez og ráðum einhvern af þeim aragrúa hæfra stjóra sem eru á lausu þessa stundina og bíða eftir að taka við liði Liverpool?

  38. petur8 (#37) – ummælandinn í #15 spurði hvað gerðist ef við myndum vinna Fiorentina 2-0. Þá væri markatalan í innbyrðis viðureignum nefnilega nákvæmlega jöfn og því er það markatalan í riðlinum sem gildir.

    Annars nenni ég engan veginn að ræða Rafa eftir þennan leik. Hann var með vængbrotið lið, stillti samt upp liði sem var betri aðilinn á mjög erfiðum útivelli gegn mjög stóru liði á evrópskan mælikvarða. Þegar það virtist ekki ætla að nægja til sigurs setti hann svo varamann inná sem skoraði strax mark – það er enginn hér að gefa honum hrós fyrir það. Svo undir lokin kemur augnabliks kæruleysi í vörninni okkar, gæðaleikmaður á borð við Lisandro refsar okkur, og þá er þetta bara allt glatað og Rafa höndlar hlutina ekki og það á að reka hann og, og, og.

    Ég hefði viljað sjá Rafa skipta inná fyrir í kvöld. Get gagnrýnt hann fyrir það. Annað gerði hann ekki rangt í dag og leikmennirnir sem héldu ekki einbeitningu á lokamínútunum verða að axla ábyrgð á því að hafa gloprað þessu niður í jafntefli.

    En hey, þetta var þó allavega jafntefli. Það er miklu skárra en tap …

  39. ég er ekkert að mælast til þess að hann verði látinn fara Jóhann. Ég hef mikla trú á honum en maður spyr sig samt hversu löng þolmörkin séu. Hversu marga leiki hann fær til að snúa dæminu við. Fær hann að enda með liðið í 8 sæti í deildinni og komast i 19 liða úrslit í evrópideildinni eða ?? Fær hann að lifa lengi á því sem hann er búinn að afreka ?? Ég vona það allavega !

  40. Babu,ég gat nú ekki betur séð en að Lyon hafi fengið dauðafæri líka,svo ég bara get ekki skilið afhverju við áttum að vinna þennan leik bara út á það að vera með vængbrotið lið,vera meira með boltann og af því að við glöpruðum þessu niður…Fótbolti snýst ansi mikið um að skora mörk(og við eigum ansi erfit með það..svo að fá ekki mörk á sig(og ekki erum við á heimavelli þar)…bara djöfulsins kjaftæði að tala um Lánleysi og að við ættum skilið hitt og þetta…og ef menn ætla að skella skuldinni á Voronin þá mundi ég nú segja “Benitez tók þá ákvörðun í haust að hafa hann”…..in rafa we trust my ASS!!!!

  41. er ekki nóg komið með benitez ég vill að hann verði látinn taka pokann sinn og það strax,þetta ástand er kjörsamlega orðið óþolandi djöfulsins andskotans heilvívis ÉG ÞOLI ÞETTA EKKI

  42. Flott frammistaða og ótrúlega svekkjandi að hún hafi ekki dugað til þess að landa þremur stigum. Eina pælingin sem ég er með hvort Rafa hefði átt að þétta vörnina í lokin þegar El Nino fór af velli, setja e-n í hægri bakvörðinn (t.d. Darby) og Carra í hafsent og spila með þrjá hafsenta síðustu mínúturnar……. og já þetta mark hjá Babel var náttúrulega bara rugl

  43. Við skulum öll átta okkur á því að eftir 89 mínútur og 15 sekúndur var þessi leikur í góðu lagi. Góðu lagi! Að sjálfsögðu áttum við að nýta færin okkar betur, en vörslurnar markmannsins gegn Kuyt og Torres í fyrri hálfleik og Lucas í seinni hálfleik voru algerlega frábærar.

    Auðvitað ekki til marks um heppni, heldur einfaldlega frábæran Lyon markmann.

    Svo fáum við á okkur jöfnunarmark og hverjum er kennt um? Kyrgiakos. Ég ætla að leyfa mér að verja Kyrgiakos í þessum leik, fannst hann gera margt vel, gerði vissulega ein slæm mistök sem Reina reddaði, en er góður að skila af sér boltanum og skynjar hraðann sinn og þau takmörk sem hann veita honum. Hann og Agger voru að spila sinn fyrsta leik saman gekk MIKLU betur en ég vonaði.

    Aðdragandi marksins byrjar á arfaslakri hreinsun Carragher sem sendir einfaldlega boltann á Lyon mann á miðlínunni, sá sendir langa sendingu á fær sem Ryan Babel misreiknar svakalega og boltinn dettur yfir hann í átt að sóknarmanni Lyon og Insua sem hikar og sá franski skallar boltann í holuna aftan við hann og við hlið Kyrgiakos sem reynir að hreinsa boltann en tekst það ekki betur en að hreinsa í Frakkana sem skora fram hjá hikandi Reina. Þetta er allavega mín skoðun á þessu og barnaleg einföldun að mínu viti að ætla að kenna Grikkjanum um þetta mark! Fannst ótrúleg ummæli Reynis um að Kyrgiakos “átti bara að standa og þrýsta þeim í erfitt skot”. Að mínu mati voru Frakkarnir sloppnir í gegn og Kyrgiakos reyndi að redda því.

    Þetta lið okkar í kvöld lék afar vel úti á vellinum en heldur áfram að gera aulamistök í varnarleik, sem lið en ekki einstaklingar, og nýta illa færin sín.

    Það kemur auðvitað af því að við þurfum fleiri gæðaleikmenn í hóp okkar þegar stórir ásar eru fjarverandi eða ekki í standi.

    Það kemur auðvitað til af innkaupastefnu síðustu ára. Og það er eina ástæða þess að ég kvíði því ef við komumst ekki áfram. Við munum ekki vinna CL með þennan leikmannahóp tel ég og það er bara ágætt að sumu leyti ef við komumst ekki upp úr riðlinum. Það kom fyrir SCUM árið áður en þeir unnu í Moskvu ef ég man rétt og sýndi þeirra Könum að ef þú vilt vera handviss um að ná árangri í þessari keppni þarftu að vera tilbúinn að missa lykilmenn í meiðsli.

    En ég ítreka fyrstu setningu mína, eftir 89:15 mínútur var leikskipulagið að ganga upp og frækilegur sigur sem hefði verið skráður í sögubækurnar á næsta leyti. Ein mistök liðsins þýða ekki að allt hafi verið vonlaust.

    Alla vega ekki hjá mér. Bring on Birmingham!

  44. Ég er ekki stuðningsmaður Liverpool og væri alveg til í að vera laus við þá úr þessari keppni…
    En það er samt of mikil svartsýni meðal ykkar hérna. Það er ekki eins og að það þurfi einhver stórkostlega ólíkleg úrslit til þess að þið farið áfram. Ég er reyndar alveg fullviss að það gerist. Lyon vinnur Fiorentina og ‘pool vinna báða sína leiki. Liverpool virðist alltaf ná að bjarga sér fyrir horn þegar þeir virkilega þurfa á því að halda. Enga uppgjöf, reynið að sýna sama karakter og þið ætlist til þess að liðið sem þið styðjið geri. Gangi ykkur allt í haginn.

    I’d rather walk alone.

  45. Allar þessar sendingar til baka í vörnina skil ég ekki þegar að við þurfum að ná í stig og við með fljóta menn í stungur, því ekki virðis vera hægt að senda góða bolta fyrir, ég horfði á í dönsku streami og þar fóru þeir yfir varnar og sóknarvinnu Liverpool í fyrri leiknum sem var hrikaleg og þar var Dirk Kuyt í aðalhlutverki og mér sýndist hann eiga flesta missta bolta líka í kvöld. Hann er duglegur en ekki nógu góður. Ég nenni ekki að tala um Babel eða Voronin því að þeir eiga ekkert gott inni sýnist manni.

  46. Innáskiptingar hjá Rafa, falla fólki ekki alltaf vel,(ekki mér, ef eitthvað er að á 15 mínútu, á að skipta inná. Hver á að koma í stað Rafa? Það þar að vera búið að finna eftirmann áður en fólk er rekið. Hver á að koma til LIVERPOLL? King kenny eða hver???

  47. Óháð öllu lánleysi og markatölum, vilja franskra liða gegn ítölskum og öðru.

    Það var maður á bekknum sem hefur það orð á sér að geta skapað mikið úr engu (Aquilani). Hann var match fit, annars hefði hann ekki ferðast alla leið til Frakklands.

    Við vorum með boltann allan leikinn en áttum á löngum stundum erfitt með að skapa eitthvað úr því.

    Af hverju, afsakið orðbragðið, í FJANDANUM var þessi skapandi leikmaður ekki settur inná?

    Menn skapa sér eigin lukku.

  48. það væri fróðlegt að vita hvað “reka rafa” menn hefðu sagt ef gríski guðinn hefði gert það sem hann átti að gera í marki lisandro, þ.e. að a) freta boltanum útaf eða b) þröngva lisandro í þröngt skot. þá hefðum við líkast til unnið leikinn og allt í einu verið komnir í bílstjórasætið aftur í riðlinum. ætli menn hefðu þá ekki talað um taktískan sigur rafa eða að hann hefði fengið uppreisn æru.

    hins vegar er augnablikseinbeitingarleysi kyrgiakos sem gerir það að verkum að rafa stillti upp kolvitlausu liði (samt betri allan tímann), skipti ömurlega inn á (babel kom snemma inn og skoraði) og tók torres út (efast um að hann hefði getað hjálpað kyrgiakos).

    afar þunn lína á milli feigs og ófeigs í þessu. ef liverpool hefði haldið út ættum við aftur besta stjóra í heimi. þess í stað á að reka hann og ráða klinsmann eða o’neill. hvurslags brandari er þetta eiginlega…

  49. Aquilani hefði varla gert mikið við þessu marki. Við vorum 1-0 yfir fram á 90. mínútu og engin ástæða til þess að ætla að bæta við. Mikilvægara að halda hreinu. Í svona háspennu er óþarfi að taka áhættu með leikmann sem hefur spilað samtals 30 mínútur síðan í maí í fyrra.

  50. Svo skulum við líka átta okkur á því að það eru fleiri stór nöfn á slæmum stað í þessari keppni.

    Barcelona, Real og Bayern Munchen t.d. – það er bara ágætt að það er eitthvað að minnka bilið milli þeirra stóru og litlu í Evrópu.

    Svo sé ég að ég gleymdi lykilsetningu varðandi rökstuðning þess að ég óttast bara eitt við að komast ekki áfram úr CL. Það er að áfram verði haldið stefnunni, “til að kaupa nýjan leikmann þarftu að selja fyrst”, sem er einsdæmi á meðal “Big Four” í Englandi og reyndar bnúna hjá liðum eins og Tottenham og Manchester City…..

  51. og já…

    þeir sam tala um að aquilani hefði átt að koma inn á til að breyta leiknum. við vorum með tökum á þessum leik allan tímann. lyon skapaði sér ekkert nema kyrgiakos hjálpaði þeim. við þurftum ekkert á aquilani að halda þótt ég hefði auðvitað viljað sjá hann sprikla.

  52. Það er rétt hjá #17 og #39 að leikmaður númer 7 hjá Lyon var rangstæður þegar boltinn var sendur frá hinum enda vallarins, þó svo að hann hlaupi svo reyndar í átt frá markinu áður en hann skallar fram. Þýðir samt lítið að svekkja sig yfir því.

    Ég er ekkert ánægður með allt sem Benítes gerði í þessum leik. T.d. að nota Voronin í staðinn fyrir að hafa Benyaoun í þeirri stöðu og Babel á kantinum (sem hefur verið að spila illa en samt skárr en Voronin). Sé samt ekkert vit í að reka þjálfarann núna því nýr maður er ekki að fara að laga neitt í hvelli. Getum alveg eins beðið út tímabilið eða amk. framyfir áramót og séð hvort kallinn nær ekki að snúa þessu við. Tímabilið er þá ónýtt hvort eð er!

  53. Og by the way, takk fyrir innlitið Þórður í #49, er sammála þér þó þú hafir ekki enn fundið ljósið í því að halda með réttu liði í Englandi 😀

  54. Þórður, þú þarft ekkert að að segja okkur frá því að þú labbir frekar einn, það myndi hvort eð er enginn nenna að labba með þér.

  55. mér fannst nú óþarfi hjá annars frábærum ritstjórum síðunnar að taka út síðasta komment jgs. þetta sýnir bara hvurslags viskubrunn þetta eintak hefur að geyma.

  56. Það er samt eitt atriði við Liverpool liðið sem gerir okkur svo rosalega erfitt fyrir. Ég ætla að taka dæmi um Arsenal, í miðverðinum eru þeir með Gallas og Vermalanen og á miðjunni Fabregas og Diaby. Sömu menn hjá okkur eru Carragher, Skrtel, Lucas og Mascherano.
    Ein spurning, hvað hafa Arsenal mennirnir fjórir skorað mörg þúsund prósentum fleira af mörkum en Liverpool mennirnir fjórir sem gætu ekki labbað með boltann í netið. Við erum strax með 5 leikmenn af 11 (incl. Reina) sem eru gjörsamlega geldir upp við mark andstæðinganna. Meira segja Fletcher er að skora mörk.
    Það er ljóst að liði gengur ekki vel sem treystir á að sex leikmenn geti skorað mörkin í stað tíu. Hversu neðarlega væru Arsenal ef það væri ekki fyrir mörk fjórmenninganna, einhver sem vill reikna það út.

    Maður var nógu reiður fyrir og sú staðreynd að þetta ógeðslega jöfnunarmark var kolrangstaða gerir mann FOKKING FURIOUS. Ég myndi líta á þetta sem fínar fréttir ef deildin væri ekki þegar töpuð í byrjun nóvember. Ég geri þá kröfu að Rafa vinni FA CUP og Brandarabikarinn (UEFA CUP) til að hann geti réttlátt lengri veru sína hjá klúbbnum.

  57. Þetta eru nú orðnar ansi margar óheppnir (er það til í fleirtölu?). Mér er allavega farið að líða ansi svipað og hérna um árið þegar Houllier gat lífsins ómögulega snúið við ömurlegu gengi liðsins. Það er mjög einfalt að ef þessi sigurlitla hrina heldur lengi áfram þá verður Benítez rekinn í vor. Það er alveg sama hvað menn segja um Voronin, Babel, Kyrgiakos, Insúa, Mascherano og Lucas að Liverpool á alltaf að vera með hóp sem kemst upp úr riðlakepnninni. Liverpool á alltaf að vera með hóp sem vinnur Fulham, þótt það sé á útivelli. Liverpool á aldrei að vera með hóp sem er með árangurinn 1 – 1 – 6 á hvaða tíma sem er í hvaða keppnum sem er. Benítez er ekki einn ábyrgur fyrir þessu en hann verður gerður ábyrgur fyrir þessu. Og ég veit satt að segja ekki hvað mér finnst um það núorðið. Mér finnst skelfilegt til þess að hugsa að við séum að viðurkenna fyrir sjálfum okkur að við eigum ekki séns í að vinna deildina, að við séum að sigla í 4. sætis farveginn eða UEFA-cup farveginn.

  58. já mér fannst það nú óþarfi líka…hungað til hefur nú ekki þurft mikla viskubrunna til þess eins að hafa augun opin fyrir því sem er að gerast…

  59. Ég skil ekki þetta botnlausa diss á hina og þessa leikmenn í liðinu. Það virðist vera eins og menn haldi að um leið og miðlungsleikmaður klæðist Liverpool-treyju verði kraftaverk og hann umturnist yfir svaka spilara. Við verðum bara að gera okkur grein fyrir því, þrátt fyrir sársaukan sem því fylgir, að sætta okkur við að liðið er langt frá því nægilega sterkt en áttu fyllilega stigið skilð í kvöld. Lyon lið þetta er ekki sterkt lið sem í raun ýtur frekar undir veikleika okkar.

    • mér fannst nú óþarfi hjá annars frábærum ritstjórum síðunnar að taka út síðasta komment jgs. þetta sýnir bara hvurslags viskubrunn þetta eintak hefur að geyma.

    Ágætt að halda þessu fyrir utan mesta persónulega skítkastið, hans skoðun hefur alveg komið fram í þessum þræði og menn geta verið sammála eða ósammála því án þess að þurfa lesa um beiðnir um að höfuð sé tekið úr endaþarmi til að átta sig á hans skoðun.

  60. Nr. 65 mikið til í þessu hjá þér, mest finnst mér pirrandi að lenda í þessu núna þegar við erum á sögulega slæmu run-i. Ég er ennþá sannfærður um að við snúum þessu gengi við og förum að spila í líkingu við það lið sem hóf þetta ár. Á eðlilegum degi er ég nokkuð viss um að Liverpool rúlli yfir lið eins og Fiorentina og Lyon líkt og það hefur gert í þessari keppni undanfarin ár. En það hefur auðvitað lítið að segja núna og er líklega orðið of seint… þó ég yrði ekkert of hissa á því að sjá þetta gerast…

    • Liverpool beat Debrecen and Fiorentina draw with Lyon: Liverpool need to beat Fiorentina by three goals in their final game to go through.

    Og takast það! 😉
    Annars er það bara lengjan fyrir okkur.

  61. Ok, segjum svo að Rafa verði rekinn. Hvað þýðir það? Hvaða þjálfarar eru tilbúnir að koma inn í klúbb sem er með allt niðrum sig, eigendur að rífast innbyrgðis og aðdáendur sem þrá ekkert heitara en hjartaáfall hjá ömurlegum eigendum sem hafa svikið allt sem þeir þóttust standa fyrir?

    Klúbb sem í þokkabót hefur varla efni á að bjóða þeim mannsæmandi laun og hvað þá almennilega peninga til að eyða í nýja leikmenn. Er sá stjóri líklegur til að vera hæfari en Rafa? ég efast um það og held að það þýði í raun ekkert að breyta þjáfaramálum á meðan klúbburinn er í gjörgæslu óhæfra eigenda

  62. Maður verður bara að segja eitthvað,þið gerið ekkert annað en að tala um hvað við áttum skilið og hversu óheppnir við séum…það eru nú nokkrir búnir að segja hér hversu lélegur hópurinn sé,er það ekki bara málið,og er ekki Benitez ábyrgur fyrir því hversu slakur þessi hópur er…

  63. Strákar strákar strákar….

    Ég er ekkert hrifnari af Voronin í Liverpool búningi en þið allir. Mér dettur satt best að segja enginn slappari Liverpool-leikmaður hin síðari ár. Ef Rafa ætlar að halda áfram að nota hann, verður höggvið alvarlega stór fleygur í Benitez múrinn minn.

    En er ekki hægt að sleppa uppnefnunum og öðru niðrandi um hans persónu? Voronin er ennþá Liverpool leikmaður og á því (að mér finnst allavega) skilið lágmarks virðingu.

    Það sagt…

    Ég hef ávalt verið mjög harður Benitez maður, mjög harður. Og ég er það enn. Þetta er skelfilegur kafli sem við erum að ganga í gegnum og það síðasta sem má gerast er að skipta um stjóra.
    Eeeeennnnn…
    Við Rafa mennirnir getum ekki endalaust slegið þessa umræðu út af borðinu. Staðan er einfaldlega þannig. Síðastliðinn mánuður hefur auðvitað einkennst af svakalegri óheppni, sundboltar, meiðsli, vírusar osfrv osfrv… En staðreyndin er sú Rafa hefur gert mistök.

    • Nota Voronin í staðinn fyrir Babel, NGog, jafnvel Pacheo.
    • Ég ætla ekki að fara í einhverja bull umræðu um kaup/sölur Benitez. En kaupinn á Kyrgiakos voru hrein og klár mistök. Ég hef séð jafnmikið til hans og Ayala, og það er ekki spurning hvorn ég vel fyrstan í mitt lið.
    • Masch er frábær leikmaður. En meðan Argentínu-bullið gekk yfir, þá átti hann ekkert erindi í þetta lið, ekki neitt. Þá hefði Plessis verið betri kostur.
    • Fyrst hann á annað borð var að spila Masch. Af hverju lét hann ekki bakverðina vera rólegri í að sækja fram. Auðvitað er vörnin að leka mörkum þegar það er varist á 2 mönnum og meðvitundarlasum masch.
    • Liðið virðist vera búið eftir 80 mínútur. Sérstaklega baka til. Hverju sætir það?
    • Að lokum. Ekkert lið sem telur sig vera í efri helmingi neinnar deildar í heiminum! Getur sagt eftir einn sigur og eitt jafntefli í 8 leikjum, að hlutirnir séu í lagi. Það er ekkert í lagi, og staðreyndin er að LFC er í stórkostlegum vanda.

    Ég ætla að endurtaka að ég, fyrir mig leiti, stend ennþá eins og klettur á bakvið Rafael Benitez. En það eru komnar sprungur í klettinn. Rafa verður að standa upp og byrja að skila stigum í hús. Ég sjálfur þarfnast ekki útskýringa á blaðamannafundum. Svörinn verða að koma á vellinum, og þau verða að fara að koma mjög fljótlega.

    bestu kveðjur og höldum áfram.
    YNWA

  64. Kyrgiakos er líklega lélegustu kaup liverpool allra tíma. Á eftir honum kemur Voronin, þvílíkt er örugglega sjúkt að spila frammi með gerrard einn daginn og svo Voronin þann næsta..

  65. Ívar Örn.

    Skulum alveg átta okkur á því að fyrir tíma Rafael Benitez hjá LFC var það bara alls ekki sjálfsagt mál að okkar lið tæki þátt í keppninni. Höfðum unnið okkur þáttökurétt tvisvar á þeim átta árum sem að liðu eftir að öðrum liðum en meistaraliðum var leyfð þátttakan.

    25% árangur þar en 100% árangur Rafa.

    Segir kannski eitthvað um breytingu undir hans stjórn, allavega mín skoðun á því.

    Hvað þá að það eigi að vera sjálfsagt mál að við komumst í 16 liða úrslit….

  66. Tek undir með Einari Erni sem er búinn að reyna að koma því nokkrum sinnum að hérna að Lyon hefur auðvitað að miklu að keppa í Flórens, það er mikilvægt fyrir þá að lenda í fyrsta sæti.

    Annars breytir þetta þrumuskot Babels ekki skoðun minni á honum sem leikmanni, ég sá nokkurn veginn sama Babel og venjulega í kvöld. Svona draumaskot segir ekkert um hann sem leikmann, ég tók einu sinni aukaspyrnu sem Beckham hefði verið stoltur af en það segir ekkert um mína hæfileika.

  67. og Benitez vann einu sinni Meistaradeildina…flott hjá kallinum,við skulum allir hrópa Húrra fyrir honum…

  68. It’s Houllier-time. All over again.

    Ég get ekki útskýrt það(jú kannski en ég nenni því ekki núna). En það virðist sem leikmenn geti ekki blómstrað undir stjórn Rafa.

    Ekki frekar en Houllier á sínum tíma.

    Ekki segja “en hvað með Torres?” Hann er world-class.

    Skýringin liggur, að mínu áliti, í því að fótboltinn er tekinn of “stærðfræðilega”. Of taktískt. Þetta eru fótboltamenn en ekki vélmenni.

    Hvar er gleðin hjá Rafa? Hvar eru tilfinningarnar?

    Hvar er það sem fékk mann til að elska fótbolta í byrjun?

  69. JGS andúð þín á Benitez er alveg að komast til skila, vá maður. Ætlar þú að dissa árangur hans í meistaradeildinni undanfarin ár, allt út af slæmu run-í núna. Ég skal allavega alveg glaður hrópa húrra fyrir honum.

  70. Andúðin er nú ekki svo mikil,svo tengist þetta ekkert árangri hans í Meistaradeildinni,HELDUR DEILDINNI…eigum við ekki bara í sameiningu að hrópa Húrra fyrir honum…fyrir að komast ágætlega áfram í Meistaradeildinni en geta ekki unnið deildina(sem ég hélt að við allir vildum vinna frekar en CL)…

  71. Þegar við vinnum koma allir hér og tala um hvað við séum frábærir, ef við töpum erum við glataðir. Td eftir man utd leikinn talaði einhver hér um Ngog sem framtíðarstjörnu á Anfield, common eruð þið á lyfjum

    Staðreyndin er óbreytt okkur skortir peninga til að halda í við hin toppliðin og erum að dragast aftur úr.

    Eigum 3 toppmenn að mínu viti: Torres,Reina,Gerrard.
    Hugsanlega og vonandi verður Aguliani sá fjórði.

    Nothæfa menn Í : Agger,Kyut,Carrager, Macherano, Bennayoun, Johnsson

    Svo eigum við endalaust magn af meðaljónum sem eru ekki boðlegir í lið sem ætlar að berjast um titla, segið mér td hvaða maður af eftirtöldum leikmönnum kæmist einhverntíman í hóp hjá Man utd, Arsenal, Chelsea:

    Babel, Voronin, N gog, Kyriakos, Skretel, Aurelio, Lucas og framv.

    SVARIÐ ER ENGINN. EINFALT.

    Það er ekki við Rafa að sakast, menn tala um að hann hafi gert slæm kaup í Kyriakos, ég meina hann fékk heilar 2 millur til að finna miðvörð, hvern átti að kaupa, Auðunn Helgason!

    Ef við losnum ekki við kanana og fáum fjármagn inn í þetta er raunhæft markmið upp á framtíðina barátta við Tottenham, Aston Villa og vini þeirra en ekki titilbarátta. Þetta er sorgleg staðreynd ekki svartsýnisraus eftir tapleik og þeir sem sjá þetta ekki sjá ekki skóginn fyrir trjám.

    Enda erum við orðnir svo blindir að menn tala hér um að við höfum spilað vel í kvöld!, eruð þið að grínast, við vorum skárri aðilinn í hundleiðinlegum knattspyrnuleik þar sem bæði lið voru skelfileg varnarlega og óörugg, spil var ekkkert hjá okkur í sókninni bara dúndrað fram úr vörninni, en við fengum nokkur færi út af fyrst og fremst slökum leik andstæðinga okkar.

    Ef þið eruð búnir að gleyma hvernig alvöru lið spila og haldið virkilega að við höfum getað eitthvað í kvöld kíkið á Liverpool leik síðan í fyrra eða horfið á Arsenal og Chelsea um þessar mundir.

    Vona að við losnum við kanana sem sjá fram á tekjumissi út af meistaradeildinni, fáum fé inn í þetta getum styrkt liðið annars burt séð frá einstökum úrslitum er framtíðinn ekki björt.

  72. 46Guðbjörn
    þann 04.11.2009 kl. 23:09

    er ekki nóg komið með benitez ég vill að hann verði látinn taka pokann sinn og það strax,þetta ástand er kjörsamlega orðið óþolandi djöfulsins andskotans heilvívis ÉG ÞOLI ÞETTA EKKI

    Komment ársins. Það hafði það allt. Málefnalegt, hnitmiðað og góður frágangur. Þú sannfærðir mig a.m.k.

  73. Staðan ekki beysin núna. Ætla að koma með spá hérna og ef manna halda að ég sé að grínast þá verður bara svo að vera.

    Liverpool mun vinna meistaradeildina í vetur. Til þess treysti ég engum betur en Rafa Benitez.

    Áfram Liverpool

  74. @stb #80

    Þetta er málið. Djöfull var þetta nákvæmlega það sem ég þurfti fyrir svefninn…

  75. Vonandi fyrirgefst mér að nenna ekki að þýða þetta…

    A few quick thoughts on the players:

    Reina: Did the goalkeeping part well. Won’t be happy with his kicking though. Few balls into touch and a few more went over the whole of the pitch.

    Carra: He really is a cracking fullback, defensively that is. A few comedy moment when trying to beat Cissoko for pace down the sideline and struggles to keep up with the pace when we have possession.

    TheBigGreekFeller: I feel that 1.5E6 pounds was a fair valuation of his talent. He’s ace against your Tonys and Kollers, but struggles against those with any sort of pace and trickery. Still he doesn’t panic with the ball at his feet and can usually find a red/black/white shirt with his passes. A useful player to have but I think he was never meant to be a regular starter but an option to have against Bolton et al.

    Agger: Some hairy moments with Gomis, and his long passes weren’t up to his standard. Reads the game well and put in some great tackles.

    Insúa: What was expected … great going forward, less so at times defending.

    Javier: Great defensive work. A bit one-paced in possession.

    Lucas: I love him, in a strictly Platonic way. People just have to realize that he isn’t the attacking midfielder that they were expecting. If I had to liken him to someone, then I would say that he I think he plays a lot like Cambiasso (from what little I have seen of him).

    Kuijt: In need of a spell on the bench methinks. Don’t get me wrong, I absolutly love him (again in a Platonic way), but he has been playing badly the last few games. Still could have scored if not for the excellent Lloris.

    Voronin: I am probably one of the few who think he actually is quite good. He just doesn’t fit our way of playing and how teams play us. Given more space and and a bit more of clever running from players around him and he would show what he can do.

    Benayoun: Keeps the ball well, runs a lot. Might do with a bit more end-product at time.

    Torres: Should start on the bench on Monday if he hasn’t recovered 100% and Ngog is fit. Still able to conjure something magical but his overall play suffers to such an extent that we might be better off trying to get him 100%. I might face the lynch mob for saying this, but in his current condition I think Ngog is the better player.

    Babel: Typical Babel. He is just to damn inconsistent! Might possibly be worth loaning him out after Winterval to try and get him firing on all twelve cylinders.

  76. Við værum ekkert með Voronin ef Benítez hefði fengið meiri pening til leikmannakaupa og í launakostnað. Við værum þá líklega enn með Crouch eða værum jafnvel með Pato.

    Benítez vildi fá 10m til að kaupa miðvörð en fékk bara 2m (kyrgiakos)

  77. Eg Nenni thessu ekki lengur vaa hvad thad verdur gaman ad sja liverpool-werden bremen i uefa pfff hata thetta fokking kjaftædi !

  78. Ef einhver nennir að hlusta á 28 ára mann sem aldrei hefur tjáð sig á þessari mikilvægu og vönduðu síðu, kemur smá skoðun á Benitez árum Liverpool. Það eru alltaf skoðanir á hverjum tíma um ákveðna hluti og almennt samþykki verður um besta sóknarliðið, spútnikliðið,besta markmannin og besta varnarliðið. Liverpool liðið sem vann Everton í FA bikarnum 1986 (fyrsti leikurinn sem ég man að mestu leiti eftir) var vinsælt lið og ummælin um að þeir spili svo vel á milli sín og haldi boltanum innan liðsins betur en hinir lifði meira að segja ennþá þegar Phil Babb og félagar áttu sínar tilraunir við toppliðin með óhæfa stjórnendur. Ég heyrði jafnvel þetta í lýsingu á þessu fótbotaári. nöldurnöldur…en höldum áfram. Arsenalvörnin magnaða: Lee Dixon-Martin-Keown-Tony Adams-Nigel Winterburn og Seaman mjög góður fyrir aftan línuna. Löngu fyrir ponytailið og HM 2002. Allavega hér kemur pointið: Undanfarin a.m.k. 3 ár hef ég getað sagt við hvern sem er að Liverpool vörnin væri sterkasta vörnin og enginn gat rifist lengi yfir því og í fyrra gerðist ég svo djarfur að setja stálvegginn og frábæra markvörðinn Peter cech nr.2 á listann yfir bestu markverði deildarinnar. Þið vitið hver var númer eitt og mér fannst hann eiga það skilið og viti menn, undarlega margir stuðningsmenn annarra liða vera nokkuð sammála. En fyrir 3 árum voru ALLIR (nema man u fávitar) sammála um að Liverpool vörnin væri annaðhvort besta vörn í heimi jebb! eða líklega AC milan betri. Þetta eru breyttir tímar. Hyypia fór en hann var ennþá liðsstyrkur þó ég kenni kannski ekki miklu um það m.v. botthvarf Alonso. Hyypia og Henchosz héldu saman brothættu en sigursælu Liverpool liði upp úr 2000 og reynslan ómetanleg.Ég veit ekkert ég bara horfi en ég styð stjórann og Gerrard fær titilinn en ég held að það gæti tekið 3 ár að byggja sigurliðið ynwa -sorry með langlokuna

  79. Þetta skrifaði ég fyrir leikinn:
    “Plísssssssssssss ekki Voronin! Og Carra verður að vera í miðverðinum með Agger. Mér fannst Kyrgiagos ekki líta vel út í Fulham leiknum. Baráttujaxl en staðsetningarnar hjá honum voru oft á tíðum herfilegar.”

    Ég hélt virkilega þegar Babel skoraði að nú væri loksins komið match winner momentið sem svo lengi hefur verið beðið eftir frá honum. Babel átti markið skuldlaust og þvílíkt mark! Hefði verið svo flott sigurmark.. 🙂 En hver veit.. Kannski mun þetta jafnteflismark skipta öllu máli þegar upp er staðið! Auðvitað núna þurfum við að treysta á Lyon að sjá til þess að búa til úrslitaleik á Anfield. Hver man ekki eftir Liverpool – Olympiakos ??
    YNWA

  80. Sælir. Vita menn hér, af hversu miklu fé klúbburinn verður? komist hann ekki áfram.

  81. Strákar, Benitez hefur ekki leikskilning. Og hann hefur ekki það sem til þarf til að byggja upp þessa kalla andlega. Liverpool klárar ekki leiki, það er aðal málið. Afhverju ætti sóknarmaður að koma inn fyrir sóknarmann þegar svona lítið er eftir í stöðunni 1-0 á útilvelli? Það er algjörlega óskiljanlegt. Algjörlega!! Ég er ekki að segja að það hafi búið til þetta mark en vörnin var augljóslega orðin þreytt því að Kyriakos, Carra og Insua eru allir seinni en framherjarnir og áttu allir í vandræðum með sprettina gegn þeim. Lélegustu menn vallarins voru
    1. Mascherano, það er skelfing að sjá þennan mann spila á vellinum, rennitæklingarnar hans eru að virka í 80% tilfella og í góðu lagi með það en miðspilið hans, sóknarhugsun og einfaldar passings eru svo daprar að svoleiðis sést ekki einu sinni í fótboltatímum hjá fimleikafélagi Gerplu.
    2.Insua, arfaslakur maður á mann, mjög ótraustur í dekkingum og alltof seinn. Staðreynd sem sást ekki bara í þessum leik, heldur öllum leikjum á tímabilinu.
    3.Voronin. Say no more, say no more!!! (er hann center?)

  82. Ég gleymdi einu, afþví að ég hef svo gaman afþví að tala um að heppni og óheppni sé ekki til í fótbolta, þá talaði Benitez einmitt um það eftir leikinn að það væri ótrúleg óheppni að fá á sig þetta mark í lok leiks. Það eru náttúlega bara uppgjafa hlandhausar sem tala svona. Þetta var engin óheppni, þetta var léleg vörn. og það skiptir engu máli hvort það var einni mínútu fyrir lok leiks eða 20 mínútum fyrir lok leiks, maður er alltaf jafn fljótur að skora mark og hver mínúta í leiknum er alltaf jafn lengi að líða, auk þess sem hann ætti að vita að það eru meiri líkur á að það komi mark þegar varnarmenn eru orðnir þreyttir. Þannig að út með helvítis Rafa og bara inn með einhvern, það mætti alveg eins vera Hemmi Gunn fyrir mér.

  83. Ég er búinn fyrir löngu að spá um þessa leiktíð og hún er ´því miður að rætast.

  84. 87 Talað um að það séu 10m punda. Sem væri í sjálfu sér ekkert rosalegt ef að félagið væri ekki í þeirri vonlausu stöðu sem það er fjárhagslega.

  85. Kiddi Keegan.

    Þetta komment þitt um að Rafa hefði ekki leikskilning og kynni ekki að byggja menn upp andlega bara skil ég ekki! Það er alveg klárt mál að þú mátt hafa skoðun, en þetta skil ég ekki.

    Leikskilniningur og skipulag er að mínu viti langsterkasta hlið Rafael Benitez og hefur skilað honum öllum þeim titlum sem hann hefur skilað í hús, fyrst með Valencia (sem by the way hrundi fullkomlega við brotthvarf hans, þá meistaralið á Spáni) og Liverpool. Vel má ræða um vélrænan leik á köflum en leikskipulagið tel ég ekki vera vandamálið, bara alls ekki.

    Byggja menn upp andlega. Þú greinilega veist betur en fyrrum og núverandi leikmenn LFC sem tala um “man-management” Rafa sem erfiða í byrjun, en þegar menn hafi áttað sig á því að smáatriðaleit hans er eingöngu til að gera menn betri séu þeir harðákveðnir í að standa sig.

    Úti í Liverpool eru þeir hörðustu sem maður talar við handvissir um það að Gerrard og Torres verði fyrstir út um dyrnar þegar Rafa fer. Skulum ekki gleyma því að Rafa fékk Gerrard til að vera áfram hjá Liverpool, ekki EINU sinni, heldur TVISVAR.

    Kaflar í ævisögum Gerrard og Carra fjalla um Rafa og lýsa hans karakter sem þjálfara ákaflega vel. Þó að Pennant og Keane hafi ekki fílað þann karakter þýðir það varla að hann sé vondur í því.

    Bestu tveir deildarárangrar í 20 ára sögu LFC að undanförnu með lið sem vantar klárlega hæfileikamenn geta varla heldur talist vísbending um að Rafa sé slakur þjálfari.

    Enda er hann það alls ekki, klárlega er hann í topp 5 þjálfarahóp í Evrópu og getur valið sér störf hjá nær öllum stórliðum álfunnar.

    Hvort hann er kominn á endastöð verður annað mál, það kemur þá væntanlega í kjölfar þess að Liverpool vilji beygja annað og skipta um kúrs, sem að sjálfsögðu mun kalla á kostnaðarsamar breytingar í þjálfarateymi og leikmannahóp.

    Komment þitt um Hemma Gunn er auðvitað grín, en ef því fylgir sú alvara að allir geti gert betur en Rafa leyfi ég mér að fullyrða að þú hefur ekki kynnt þér stöðu félagsins og umgjörð þess síðustu ár. Bara það að þá væri Gerrard nú fyrirliði Chelsea er gott dæmi……

  86. Insua er svo lélegur hann átti að fara í þennan skallabolta sem varð til þess að boltin fór inní teig öll mörkin sem við fengum á okkur á móti Lyon komu vinstra megin frá. evrópu keppni félagsliða verður keppnin í ár Liverpool og Barselona í þeirri keppni;)

  87. Kiddi Keegan (#88) sagði:

    „Strákar, Benitez hefur ekki leikskilning.“

    Ég hætti að lesa það sem þú hefur að segja þarna strax í fyrstu setningu. Það er eitt að gagnrýna Benítez, en það er bara barnalegt að segja svona.

  88. Það sem var jallt annað og betra yfirbragð á liðinu en í oftast undanfarið og margt gott í gangi. Það er hins vegar nánast ófyrirgefanlegt að hafa Voronin inná í 70 mínútur, maðurinn er algerlega vonlaus framherji og gæti ekki skorað þó hann væri einn á vellinum – legg til að hann verði gefin til góðgerðarmála í janúar. Svo er þessi Grikki líka eiginlega verri en engin og átti þetta mark skuldlaust.
    Babel hlýtur að vera búin að koma sér í byrjunarliðið

  89. Babel sýndi ekki í gær að hann eigi skilið byrjunarliðssæti þrátt fyrir þetta glæsilega mark. Það var það eina sem hann gerði af viti og aukaspyrnan hans tveimur mínútum eftir markið er líklega sú versta sem ég hef séð, svo klúðraði hann dauðafæri nokkrum mínútum síðar. En markið var fallegt, ég neita því ekki.

  90. Það er nefnilega málið með Babel. Hann er ótrúlega pirrandi leikmaður. Fyrst þegar hann var nýkominn inná reyndi hann að leika á tvo varnarmenn og reyndi bókstaflega að hlaupa í gegnum þá. Gekk ekki. Svo skoraði hann þetta líka stórkostlega mark og maður hugsaði bara, “Are you Gerrard in disguise?” – en svo var það bara búið. Hann fékk tvö algjör dauðafæri stuttu eftir markið til að koma okkur í 2-0 og gera endanlega út um leikinn en skaut mjög illa að marki í bæði skiptin. Það kom okkur á endanum í koll.

    Svona er Babel bara. Hann getur svo ótrúlega margt, hæfileikarnir eru þvílíkir að mann svimar við tilhugsunina, en hann skortir allan stöðugleika og stundum yfirvegun til að gera það sem við vitum að hann getur. Þess vegna virðist Rafa ekki vilja treysta á hann, jafnvel í svona meiðslahrinu, því þótt hann geti vissulega stútað hvaða vörn sem er á góðum degi gerir hann það allt, allt, allt of sjaldan.

    Ég útnefndi hann mann leiksins í leikskýrslunni í gær vegna marksins en eftir á að hyggja var það kannski rangt því hann klúðraði tveimur dauðafærum í kjölfarið og var því kannski alveg jafn sekur og aðrir þegar við glopruðum þessu niður.

  91. Ég er algjörlega sammála þeim sem sagði að heppni eða óheppni er ekki til í fótbolta,hver er bara sinn gæfusmiður í þeim efnum,annað hvort hefur þú getu og hæfileika eða ekki,og því miður þá hefur liverpool hvorki getu né hæfileika…sorglegt

  92. Rafa kórinn og EKKI Rafa grátkórinn takast á hérna. Það er margt sem sem spilar inn í slæmt gengi undanfarið. Fyrir það fyrsta þá eru það peningar. Það gefur alveg að skilja að lið sem eyðir einungis 10.000 pundum í leikmann fer ekki fram á við. Í annan stað þá missum við einn af 4 leikmönnum sem við máttum alls ekki við að missa. Í þriðja lagi þá er eilíf deila eigenda Liverpool FC að hafa áhrif á leikmenn. Í fjórða lagi þá er leikmannahópurinn ekki nægilega sterkur að missa leikmenn eins og Gerrard eða Torres út. Í fimmta lagi eru óskiljanlegar skiptingar og liðsuppstillingar oft á tíðum hjá Rafa. Hann er þó að vinna bara með það sem hann hefur í höndunum en oft á tíðum bara skil ég ekki hvaðan þetta kemur hjá honum.

    Það eru allavega margir samverkandi þættir að mínu mati. Ég er stundum alveg á báðum áttum með Rafa. Það fer óstjórnlega í pirrurnar á mér hvernig hann talar á blaðamannafundum og í viðtölum. Á einnig við um suma leikmenn sem koma í fjölmiðla, tala um hvað liðið sé gott og þetta muni nú allt fara á betri veg. Gott að vera bjartsýnn og jákvæður en í guðana bænum ef menn ætla ekki að standa við orðin sem þeir gefa þá er betra að HALDA KJAFTI !!! Allt tal um heppni og óheppni er að verða líka frekar yfirgengilegt. Það var engin helvítis óheppni í gær sem skóp þetta mark. Það var skítlélégur varnaleikur sem gerði það. Menn að detta um sjálfa sig og aðra og já þið vitið alveg um hvaða leikmannsgrey ég er að ræða. Staðreyndin er sú að sumir hafa hæfileka og gæði til að spila á efsta leveli en aðrir ekki. Það þýðir ekki að leikmaður eins og Kyrgiakos eigi skilið allt það skítkast sem hann fær. Hann hefur meiri trú á sjálfum sér en við hinir höfum kannski. En það þýðir samt ekki að hann sé nægilega góður. Það er ekki nóg að trúa á sjálfan sig og vera góður með sig, maður þarf að hafa eitthvað til að bera einnig. Það sama gildir um Voronin nema ég held að hann sé bara fúll og nenni ekki að vera hjá LFC lengur. Hann vill vera þar sem hann spilar reglulega.

    Varðandi leikmannakaup Rafa þá bara skil ég ekki afhverju hann fékk ekki bara Owen. Það væri mikill munur að hafa hann í stað voronin. Owen hefði alveg tekið sama díl hjá Liverpool og hann er með hjá Manchester. Hann hefði sætt sig við bekkjarsetu en munurinn á honum og Voronin er að hann hefði nýtt sér tækifærin enda MUN betri leikmaður.

    Vonandi og ég segi vonandi því ég er ekkert alltof bjartsýnn á að þetta sé að fara að batna á næstunni, fara stigin að koma í hús. Við eigum núna leiki á móti liðum sem við eigum að taka að City kannski undanskildu. Ég hugsa að Benitez fái þennan Nóvember mánuð til að snúa hlutunum við. Ef hann aftur gerir það ekki þá er ég nokkuð viss um að eigendurnir muni grípa í taumana og eins og Charlton Palmer sagði eftir leik í gær í sjónvarpsútsendingunni að eigendurins fengu Kenny Daglish þarna inn sem varaskeifu fyrir hann. Mér finnst það ekkert hljóma svo klikkað.

  93. Nú er bara að taka Ensku deildina!!!!!!!!!!!!!!

    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  94. Nei, meistari Magnús. Eini möguleikinn er að vinna meistaradeildina og er ég viss um að svo fari. Deildin er löngu farin

  95. “Það er nefnilega málið með Babel. Hann er ótrúlega pirrandi leikmaður. Fyrst þegar hann var nýkominn inná reyndi hann að leika á tvo varnarmenn og reyndi bókstaflega að hlaupa í gegnum þá. Gekk ekki.”

    Haha, algjör klassík þegar Babel ætlar að hlaupa í gegnum menn.

  96. Hæ hó öll sömul,

    get nú verið sammála þeim hér er halda því fram að Rafa hafi takmarkaðan leikskilning. Þá er ég að tala um í leikjunum sjálfum, hann er góður í að setja upp leiki og þá sérstaklega á móti stóru liðunum í Englandi og í Evrópu, hingað til allavega en þegar að í leikina sjálfa er komið að þá er eins og hann lesi ekki alveg rétt í þá.
    Maður heldur á stundum að skiptingarnar hjá honum séu fyrirfram ákveðnar, byrjar yfirleitt ekki að skipta inná fyrr en eftir 70 min og ef að það eru ekki meiðsli að þá eru það vinstri kantur eða varnartengiliður sem að er skipt útaf!!! Manni finnst eins og það sé alltaf sami leikurinn í gangi!!!!!

    Mér sem stuðningsmanni sem að byrjaði að halda með Liverpool er síðasti aldarfjóðungur síðustu aldar var að byrja finnst að við ættum að spila, eigum við að segja fallegri bolta. Það er bara erfitt að sætta sig við að spila þennan stærðfræðibolta þegar að maður er alinn upp við Barnes, Mölby og fleiri snillinga sem að létu boltann hreinlega syngja!!! Þess vegna vil ég Rafa í burtu, ég vil fá aftur þennan frífljótandi bolta með mönnum sem að kunna og þora að taka menn á og láta bolta vinna fyrir sig, eins og Arsenal og Barca eru að gera í dag.
    Í dag ef að þessi lið eru að spila á sama tíma að þá tekur maður þau lið fram yfir Liverpool vegna gæðana, svo einfalt er það að mínu viti, því miður!!!!!!!!

  97. Hvað var að þessari taktík sem Rafa setti upp í leiknum ?? Nákvæmlega ekkert að henni. Við stjórnuðum leiknum frá a-ö, markmaður Lyon varði á köflum frábærlega og menn voru að öllu jafna að standa sig vel á mjög svo erfiðum útivelli. Á öllum öðrum dögum hefðu þetta verið mjög ásættanleg úrslit. Ég er alveg sammála mönnum með Voronin og það skal tekið skýrt fram að mér finnst þessi leikmaður algjört drasl. Hann kórónaði lélegan leik sinn í gær með því að fá besta færi leiksins sem ALVÖRU framherji hefði klárað leikandi létt. Og annað “Kiddi Keegan”, auðvitað segir Benitez í viðtali að þetta hafi verið óheppni. Hefðirðu frekar viljað að hann hefði tekið 1-2 mín í þessu viðtali til að drulla yfir vörnina sína ? Við erum með vængbrotið lið sem er með lítið sjálfstraust og auðvitað verður stjórinn að bakka það lið upp. Þú gagnrýnir ekki einstaka leikmenn í viðtali strax eftir tap eða jöfnunarleik. Koma svo.

  98. Mínar sorgir eru þungar sem blý sagði skáldið og þennig líður mér yfir óförum LFC þessa dagana. Mér fannst annars þessi leikur frekar leiðinlegur og færin sem okkar menn fengu fyrir utan heppnis markið hans Babel komu eftir mistök Lyon en ekki eftir flott spil LFC. Mér finnst tempoið í liðinu svo hægt að allar aðgerðir þeirra verða einhvernegin alltaf svo fyrirséðar að jafnvel ég sé að þetta er ekki að gera sig og hætti ég þó sjálfur að spila fótbolta þegar fjórðaflokki var lokið fyrir löngu síðan.
    Ég sá leikinn í Sverge og þulirnir hér sögðu að Benitez væri góður þjálfari en alveg glataður Manager sem hefði keypt 79 leikmenn en hefði samt lið sem gengi bara á tveimur mönnum og hann keypti bara annan þeirra.
    Kanske er þetta kjarni málsins ,Shankley var snillingur sem kunni að byggja upp lið úr engu og Peisley var snillingur að sjá út hvaða leikmenn pössuðu best í pass and move sístemið og hafði þá reglu að kaupa tvo leikmenn á ári og selja tvo og oft voru þetta ekki neinar stjörnur sem voru verslaðar. Ég man ekki eftir stórum floppum eins og hjá okkar umdeilda Rafa sem virðist á stundum versla bara eitthvað eins og kerling á útsölu í þeirri von að sumt af því sem keypt er sé vonandi nothæft. Nér finnst líka þrjóskan í manninum áberandi þegar hann tekur ástfóstri við menn eins og Kyut og Carrhager sem hafa verið lélegir í ár, en eiga sitt sæti no mater what! Af því að ég nefndi Peisley,þá var það jú hann sem sagði að hann væri nú bara að passa að Liverpool væri besta liðið í dag því að hann vissi ekkert um framtíðina,en Rafa er eins og Hullier alltaf að hugsa um framtíðina og við sjáum það á því að liðið hans getur lítið í dag en við eigum að halda áfram að vona að þetta komi nú ,en það er eins og morgundagurinn sé alltaf of langt í burtu. Út með Rafa og inn með Kóginn Daglish því að ég held að um hann geti myndast sátt á þessum erfiðu tímum og hann veit út á hvað enski boltinn gengur.

  99. Tommi, þegar þessir blessuðu sænsku þulir virðast ekki hafa hundsvit á því hvað Rafa hefur keypt marga leikmenn þá verður restin ómarktæk.

    Á sínum tíma hefur kallinn náð 55 leikmenn, inn í þessari tölu eru 10-15 stk. sem fóru beint í unglinga & varaliðið. Eftir standa um 40 leikmenn. Og það finnst mér ekki vera svo stór tala.

  100. Það er hægt að sjá þetta allt saman inn á LFChistory vefnum. Mig minnir að það séu samt 67 leikmenn sem hann sé búinn að fá. nenni ekki að fara að telja það.

  101. Eins er afar mikil einföldun að segja að eftir standi tveir leikmenn sem eitthvað geti, þó Gerrard og Torres séu vissulega áberandi bestir í sóknarleik liðsins.

    Reina kæmist í flest lið í heiminum í dag.
    Carragher hefur verið ómetanlegur fyrir Liverpool, sérstaklega undir stjórn Rafa.
    Agger er einn efnilegasti miðvörður í boltanum í dag, það var erfitt að sjá hans meiðslavandræði fyrir.
    Mascherano er eftirsóttur af besta liði í heiminum í dag og er fyrirliði Argentínu!
    Johnson er einn af betri bakvörðum í enska boltanum í dag og afar sókndjarfur.
    Alonso var í hæsta klassa og Aqualini gæti vel komist í þann flokk, jafnvel hjálpað sóknarleiknum meira en Xabi gerði.
    Þar að auki er slatti af góðum leikmönnum sem þó vissulega eru ekki í sama klassa og Torres og Gerrard, en samt flest allir í a.m.k. landsliðsklassa. Við höfum ekki peninga til að hafa G&T kalla í back up, meðal greindur svíi ætti að sjá það út.

    • Það er hægt að sjá þetta allt saman inn á LFChistory vefnum.

    Snjallt að benda Mumma á heimildir af LFChistory vefnum 🙂

  102. ómetanlegar heimildir á þeim ágæta vef og leysir öll ágreiningsefni um hver hefur rétt fyrir sér og hver rangt 🙂

  103. OK svo að sænski þulurinn fór með vitleysu um leikmannafjöldann,en eftir stendur samt sú fullyrðing að hann sé ekki góður manager,en aftur á móti góður þjálfari. Besta sönnunin á því er jú árangur hans hjá Valencia þar sem hann tók við góðu liði og gerði þá að spænskum meisturum og svo náði hann sýnum besta árangri með liðið hans Houllier að viðbættum Alonso og Garscia þegar hann vann evrópubikarinn á sýnu fyrsta ári.
    Það stingur líka í augun að eftir að hafa bara vantað herslumuninn upp á að vinna deildina hrynur liðið eins og spilaborg á tímabilinu á eftir, og þá spyr maður sig hvort að liðið hafi bara ekki spilað á svolítilli heppni í fyrra og svo sé þetta að jafna sig út núna með þessari “miklu óheppni” núna.
    Það sögðu líka svíarnir að það sæu það allir að Rafa væri umdir mikilli pressu þó hann neiti því sjálfur,svo að þetta með að hann eigi að fara núna er ekki eitthvað sem að menn tala bara um á þessu bloggi.

  104. hvort að liðið hafi bara ekki spilað á svolítilli heppni í fyrra

    Hvaða leiki vann liðið á heppni í fyrra? Geturðu nefnt mér einhverja leiki sem við unnum án þess að vera betra liðið?

  105. Við vorum að fá nokkur rauð spjöld með okkur Einar, sem dæmi rauða spjaldið sem Lampard fékk þegar hann átti að hafa tæklað Alonso. Það er viss heppni þar á ferðinni er það ekki ???

  106. Þótt við höfum verið betri aðilinn þá er aldrei að vita hvað hefði gerst í þeim leik til að mynda ef Lampard hefði ekki fengið rauða spjaldið. Kannski var það smá heppni að hann fékk það og kannski hefði óheppnin elt okkur í þeim leik ef það hefði ekki komið til. Ég meina það er ekki bara hægt að vera óheppin ef þú tapar og góður ef þú vinnur !

  107. Haukur HÞ. Souness er auðvitað ekkert annað en bullukollur sem álitsgjafi um framkvæmdastjóra … sást best á kaupum hans á t.d. Istvan Kozma, Paul Stewart, Julian Dicks, Torben Piechnik.

  108. hahaha súnes er klikaður gaur !!! eins og hann var nú góður fótboltamaður þá er hausinn á honum ekki í sama klassa 🙂

  109. Souness talar svo mikið út um r***ið á sér að það kemur andfýla þegar hann prumpar. Bara það að LFC hefur verið þrisvar sinnum fyrir ofan Arsenal á síðustu fimm árum (og styttra síðan við tókum bikar) segir okkur hvað þetta er mikið bull og kjaftæði.
    Þetta segir maður sem tók við meistaraliði Liverpool á sínum tíma, hafði sannarlega peninga á við Ferguson til að eyða á sínum tíma og tókst að láta reka sig frá félaginu! Og hér þykist hann hafa rétt á að segja eitthvað um það hvort Benitez – sem náði einum besta árangri Liverpool frá áttatíu og eitthvað á síðasta ári og það með umtalsvert minna milli handanna en hin liðin – eigi að verða rekinn. Souness ætti að skammast til að halda kjafti um allt sem tengist Liverpool.

  110. Flott comment Maggi 92#

    Það er ekki allt búið þá við dettum úr meistaradeildinni.

    Yrði nú gaman að mæta Barcelona í úrslitum UEFA!
    Þeir eru nú í svipuðum málum og við, þurfa að treysta á önnur lið til að koma sér áfram upp úr riðlinum.

    Mætum svo MuMu í Super cup og vinnum, yrði ekki leiðinlegt.
    Yrði nú samt frekar leiðinlegt að sjá Man utd vinna meistaradeildina en það er allt annað mál.

    Svo finnst mér alveg glórulaust að nota fjölda leikmanna sem Benitez hefur keypt sem einhver rök fyrir það hversu lélegur hann er. Það má gagnrýna Benitez fyrir ýmislegt, og maður hefur heyrt mörg góð rök um benitez, með og á móti honum.
    En þetta með leikmannakaupin er einfaldega ekki honum að kenna, heldur að hann hefði ekki viljað kaupa bara Torres á fyrsta ári (var reyndar vel ungur þá en þið skiljið hvað ég á við). Kaupa Villa, pato, barry o.s.fr. og borga há laun til að halda góðum leikmönnum á bekknum. Hann einfaldlega gat það ekki, og þurfit það að leiðandi að kaupa miðlungs leikmenn fyrir miðlungs pening, því hann mátti ekki eyða stórum peningum í stjörnuleikmenn. Svo loks þegar hann fékk að eyða stórum upphæðum þá keypti hann Torres, Johnson, Aquaman og Masch, alveg hreint hrikaleg kaup þar á ferð.

    Svo finnst mér líka fyndið þegar fólk kvartar yfir því að Liverpool treysti of mikið á 2 leikmenn. Eru nú annsi fá lið í Ensku deildinni sem mundu standa sig vel ef 2 bestu leikmennirnir yrðu teknir út.
    Evra og Rooney ekki með á móti CSKA og þeir eru að tapa 1-3 á heimavelli, þó svo að ég flokki kannski ekki Evra sem topp 2 mikilvægustu leikmenn hjá Mumu þá fór þetta samt svona.

  111. halló souness var leikmaður í mörg ár hjá Liverpool og vann marga titla,sýnið smá virðingu,hvað er eiginlega að ykkur

  112. þú ert þá að meina sambærilega virðingu og sjúúúness er að sýna Rafa og Liverpool ? Eins og áður var komið fram – Souness var ágætur fótboltamaður en hefur alltaf verið vonlaus stjóri og ágætt comment hjá #119 um kaup Souness.

    Það er ekki öll nótt úti enn þó útlitið sé ekki gott nú ! Það eru enn möguleikar á að komast upp úr riðlinum…., og deildin er ekki töpuð enn…, og svo er jú FA Cup.

    • halló souness var leikmaður í mörg ár hjá Liverpool og vann marga titla,sýnið smá virðingu,hvað er eiginlega að ykkur

    Hann sá alveg um að glata þeirri virðingu sem hann vann sér inn. Þó hann sé auðvitað einn af betri leikmönnum sem spilað hafa fyrir klúbbinn og gríðarlega virtur fyrir það.

  113. Já það getur verið að hann sé búinn að gagnrýna en hann er ekkert einn um það, og hann hefur fullan rétt á því,það eru margir fyrverandi leikmenn tjáð sig um liðið og auðvitað eru ýmsar skoðanir á liðinu í dag,skiljanlega,en ég hef ekki tekið eftir að souness sé eitthvað grófari í sinni gagnrýni en aðrir,whelan var með mjög harða gagnrýni á benitez,en það var einginn að drulla yfir whelan fyrir það sem hann sagði en svo opnar souness kallinn munninn þá fær hann að heyra það.

  114. Kristján Atli, teldu upp þá leiki sem þú hefur verið sammála innáskiptingum hjá Rafa, nærtækustu dæmin eru náttúrulega útafskipting Torres í 1-1 ströggli á móti Fulham sem var fylgt eftir af Benayoun skiptingu. Og nú það nýjasta að skipta sóknarmanni inn á fyrir sóknarmann á útivelli í 0-1 stöðu með þreytta varnarmenn og ósýnilega miðju. ég gæti nefnt svo mörg dæmi um slæmar inná skiptingar sem sanna mál mitt og í því liggur leikskilningurinn. Annað varðandi leiksskilning, stundum byggir hann upp vængspil í leikjum sínum án þess að ætlast til þess að miðjumenn komi inn í teig í fyrirsendingum, það er leiksskilningsleysi. Hann lætur Gerrard taka horn þegar það er vitað að aðeins 2 menn í liðinu geta skallað bolta og stýrt honum A. Gerrard, sem tekur hornið og B. Torres. Hann styrkir ekki miðjuna með teknískum manni þegar það er búið að vera augljóst mál í 80 mínútur að miðjan er ekki að virka, vegna þess að miðjumennirnir eru báðir að spila sömu stöðu á sama staðnum. Hann gerir engar breytingar á vörn þó svo að það sjáist margoft í leik að varnarmenn eigi í vandræðum með sóknarmenn. Hann tekur alltaf vinnuþjarka fram yfir tekníska menn, hlaup vs. framlag til leiktækni bíður því alltaf lægri hlut. Það er það sem ég á við með leikskilning, hann virðist ekki geta breytt rétt útfrá því hvernig leikurinn spilast, því að hann spilar teknískt eftir fyrirfram ákveðnu prógrammi sem miðast við klukkuna, óháð því hvernig leikurinn spilast. og allir managerar hafa séð í gegnum það. Tökum horn sem dæmi, ef að liði langar til að skora hjá Liverpool, þá er langbest að taka horn á nærstöng og láta mann hlaupa inní eyðuna þar, því að Liverpool spilar svæðisvörn með stórt gat akkúrat á nærstönginni. Auk þess að ef hann hefði leiksskilning þá væri hann ekki ennþá að spila með sóknargelda miðju. 2 nákvæmlega eins menn að skila engu nema stoppa boltann, þeir eru meira að segja hræddir við að bjóða sig fram við að taka boltann á miðjunni og koma honum í spil og hvernig eiga menn eins og Kuyt, Benayoun, Torres og Babel að geta spilað almennilegan bolta með svona menn á miðjunni. Veit enginn að þetta er hjarta liðsins, varnarlega OG sóknarlega. Rafa er góður þjálfari í takmarkaðan tíma en hann er einfaldur þjálfari og getur ekki brugðist rétt við aðstæðum sem hann á ekki von á. Ég gæti borið hann saman við Drillo sem er núna að þjálfa norska landsliðið því að Drillo er mjög góður þjálfari á meðan mótherjarnir sjá ekki í gegnum þetta eina kerfi sem hann kann, en þegar það er búið að lesa það út þá er kerfið hrunið.

  115. Hvað með “góðu”skiptingarnar hans ?
    Lucas Leiva gegn Everton hérna um árið, í stað S.Gerrard, náði í víti nokkrum mínútum síðar & rautt spjald á Neville.
    Hamann gegn AC Milan úrslitum CL.
    Pongolle (og Mellor ?) gegn Olympiakos í 3-1 sigri, ógleymanlegur leikur.
    Og svo mætti áfram telja…

    Kiddi Keagan …. Drillo og Rafa … ég ætla rétt að vona að þú sért að grínast með að bera þá saman.
    Hélt að leikskilnings-commentið hefði verið botninn, þvílík vitleysa, verður bara að fyrirgefa.

  116. Já ég er nú alveg rúmlega nógu gamall til að muna vel eftir því hvernig Souness fór með það fína lið sem hann tók við, henn algerlega rústaði því og síðan hefur Liverpool ekki náð þeim hæðum sem við sem höfum aldur til tókum sem sjálfsögðum hlut.
    Ég hef aldrei síðan getað litið á manninn síðan nema með hryllingi, jafnvel þrátt fyrir að hann var frábær leikmaður fyrir okkur þar áður.

  117. Nú vill ég selja Gerrard, og það einungis vegna þess að mér finnst ekki hægt að bjóða elskaðasta syni englands upp á þetta bull !!!!!

    Það stefnir allt í að hann vinni aldrei deildina áður en hann fer af toppnum…. hvað er að gerast, ég væri til í að sjá hann fara einhvert annað bara til að hann fái þennan titil sem hann dreymir um, hann á það skilið, þetta er sárt að segja ég bara elska hann svona mikið og veit hvað myndi gera hann glaðann.

    Og fyrst Donutinn hann benitez ætlar ekki að færa honum hann þá verður hann að leita annað

  118. Kiddi Keegan (#127) sagði:

    „Kristján Atli, teldu upp þá leiki sem þú hefur verið sammála innáskiptingum hjá Rafa“

    Babel fyrir Voronin í gær?

    Lífið er ekki svona svart og hvítt. Ég hef oft gagnrýnt innáskiptingar Rafa, finnst hann vera einum og íhaldssamur og vanafastur í þeim þegar það þarf stundum að bregðast fyrr við. En það er ekki hægt að velja eitthvað eitt eða tvö atriði úr og nota þau sem einhverja sönnun þess að maðurinn sé handónýtur stjóri. Þetta er ekki svona svart og hvítt.

  119. Það var ekkert að þessum leik í gær drengir, hvað er þetta. Það voru einstaklingsmistök sem kostuðu okkur 2 aukastig í gær og það getur vart stílast á Rafa Benitez. Stig er betra en tap og þetta er enn óráðið með Meistaradeildina. Nú hefur Rafa nokkra daga til að koma fleiri leikmönnum í stand og við vinnum Birmingham heima. Svo tökum við einn leik í einu og komum okkur aftur á beinu brautina. Skulum halda aðeins í vonina félagar og trúa því að slæmi kaflinn sé að baki. Leiðin liggur bara uppá við og liðið mun vera í góðri stöðu um áramótin. Munið bara að ég sagði það fyrst :0)

  120. Sælir félagar
    Ég er ekki búinn að lesa staf af því sem hefur verið skrifað hér fyrir ofan. Ég ætla bara að segja mitt álit á þessum leik og niðurstöðu hans.

    Í fyrsta lagi fellur ekkert með okkur nú um stundir. Það er bara þannig og þýðir ekkert um það að tala.

    Í öðru lagi fannst mér Rafael Benitez ekkert gera vitlaust í þessum leik nema hafa Voronin inná eða of lengi inná. Um það má auðvitað deila Voronin er ekki knattspyrnumaður sem ég vil sjá spila fyrir Liverpool. Þá vil ég frekar vera manni færri en að horfa uppá vesalings mannin spila fótbolta. Ekki það að hann leggi sig ekki fram. Framleg hans er bara ekki fullnægjandi. því miður.

    Í þriðja lagi þá er ég feginn að við skulum vera dottnir (svo gott sem) útúr meistaradeildinni því þá getum við snúið okkur af alvöru að því að vinna ensku deildina. Það á núna að verða höfuðverkefni og í raun eina verkefni Benitez og liðsins. Það þýðir að Liverpool verður að vinna hvern einasta leik sem eftir er í deildinni.

    Í fjórða lagi þá ætla ég að spá Liverpool meistaratitli á Englandi. Það ástand og lánleysi sem yfir liðinu hefur verið mun taka enda og nú er því lokið. Við vinnum rest og tökum okkar 19 titil og Rúdolf með rauða nefið fær hjartaáfall og skorpulifur í beinu framhaldi af því.

    Það er nú þannig

    YNWA

  121. Guðbjörn, þetta er ekkert flókið en Souness gerði eitt sem kemur í veg fyrir að hann fái einhvern vott af virðingu í framtíðinni frá stuðningsmönnum Liverpool. Það skiptir því engu máli hvaða titla hann vann með félaginu, svona gera menn einfaldlega ekki, no matter what.

    Tekið af Wikipedia.

    Souness had major heart surgery in 1992, and led his players out at Wembley for the FA Cup final just days after leaving hospital. But there had been controversy over the semi-final against Portsmouth, which Liverpool needed a replay and penalties to win.

    In the event of a victory for Liverpool, an interview was due to be published in The Sun, a British tabloid, with Souness celebrating the win and his own successful surgery. The photograph which accompanied the interview was of Souness, in his hospital ward, kissing his girlfriend with joy at his own recovery and his team’s win.

    The interview was due to go in alongside the match report on 14 April 1992 but the late end to the game meant that the deadline for publication was missed and the report, with interview and photograph, went in on 15 April instead – the third anniversary of the Hillsborough disaster.

    Liverpool fans reacted with fury after seeing that the interview was conducted with The Sun – a newspaper which had been boycotted by many people on Merseyside for the intervening years over its reporting of the events at Hillsborough. Although he apologised profusely at the time, Souness has since said that he probably should have resigned.

  122. Flottur Mummi í #136

    Souness var afburðaleikmaður en þessi ótrúlega ákvörðun hans með viðtalið við Skítasnepilinn er eitthvað sem hann losnar aldrei við.

    Og það talar enginn verr um Rafa en hann. Fyrir 8-0 sigurinn á Besiktas talaði hann um að LFC væri ekki með lið til að keppa í Evrópu og Besiktas myndi klára LFC í þeim leik og fella okkur út úr CL, eftir leikinn sagði hann leikinn ekki hafa sýnt hvað LFC væru góðir heldur hvað Besiktas væru lélegir.

    Svo það að menn hér séu tilbúnir að telja Rafa Benitez takmarkaðan þjálfara og stjóra þrátt fyrir að hafa unnið spænsku deildina tvisvar og UEFA bikarinn einu sinni með litlu liði sem ekki hefur unnið titil síðan hann fór og síðan CL og FA cup með Liverpool finnst mér með algerum ólíkindum og skil ekki hvað menn meina með slíku. Og Drillo, jahá!

    Svo geta bara tveir skallað í liðinu, já. Nefnilega.

    Og við réðum ekki miðjunni í 80 mínútur í síðasta leik og varnarmennirnir okkar í stökustu vandræðum…..

    Ég verð nú bara að viðurkenna að þetta finnast mér ótrúlegar skoðanir að birta og ég gæti ekki verið meira ósammála þeim, en sammála master Sigkarli í #133, sérstaklega um þátt Meistardeildarinnar í þessu tímabili versus ensku deildinni.

    That’s our bread and butter baby 😀

  123. Ég er nú ekert hrifnari af því en hver annar að detta úr Cl. En engu að síður er ekki hægt að neita því að það myndi gefa okkur töluvert leverage í PL að þurfa ekki að hugsa um CL.

  124. Drengir, það er reyndar svo að menn verða að gera sér grein fyrir því að það er ekki gott að detta út úr CL svona snemma (ef svo fer). Við töpum einhverjum slatta af milljónum punda í ýmiskonar tekjum frá UEFA, miðasölu, sponsor bónus og fleiru. Þetta allt saman hefur svo áhrif á þá upphæð sem Rafa hefur til umráða næsta sumar, því það þarf extra mikið af peningum svo félagið geti greitt vaxagreiðslurnar hjá G & H. Því þegar á botninn er hvolft þá skilar PL titill ekki miklu í kassann í formi extra leikja eða stórra peningaupphæða frá PL.

    Þetta er nefnilega mjög svona “haltu-mér-slepptu-mér-haltu-mér”. Að sumu leyti jákvætt en að mörgu öðru leyti mjög neikvætt.

  125. Auðvitað Mummi.

    Það er ekkert gott að detta út úr keppnum. Auðvitað ekki.
    Hins vegar er ekkert hægt að neita því að það væri gott fyrir deildina að losna við CL úr myndinni. Tala nú ekki um ef Benites tekur deildarbikarstemningu á Evrópudeildina…
    Reyndar er ég enn viss um að við förum upp úr þessum riðli, alveg handviss. Að mæta LFC, þegar LFC er með bak upp við vegg, Er ekkert nema hryllingur.
    Kannski er ég einn um þetta. En hausinn, lungun og hjartað í mér eru full af eldi og þorsta.
    LFC er sært og reitt ljón í horni. Og vei þeim sem verða í veginum út úr horninu. Vei þeim!!

    YNWA

  126. Einn punktur sem mér finnst vanta:
    Fernando Torres ætti ekki að vera að spila þessa dagana.
    Það að hann skuli vera að haltra um fótboltavelli Evrópu er til minnkunar fyrir Benitez. Í fyrsta lagi fyrir að taka eigin hagsmuni framyfir leikmannsins, þá er það ekki gott afspurnar fyrir þjálfara. Í öðru lagi fyrir að hafa ekki gert ráð fyrir því að menn geti meiðst og því annað hvort keypt back-up sem er þó hálfdrættingur, haldið þeim sem gætu verið það (Crouch, Bellamy), eða byggt undir sjálfstraustið sem gætu mögulega gert eitthvað sem eru í klúbbnum (Babel, Voronin, N’Gog) með því að gefa þeim oftar meiri tíma á vellinum heldur en 2-10 mínútur í leik.

    Pirrandi andskoti að fylgjast með þessum skrípaleik sem er í kringum þetta lið þessa dagana.
    .

  127. Það vantar að kaupa fleiri leikmenn. Það vantar sóknarmann til að leysa af Torres og það vantar leikmann til að leysa Gerrard af.

    Eigum við að setja af stað söfnun sem safna fé frá stuðningsmönnum Liverpool sem kaupir leikmenn og leigir þa til Liverpool á litlu eða engugjaldi.
    Ég er tilbúinn að setja 50.000 krónur í svona félag. Hvað með ykkur, hvað teljið þið vera hægt að safna miklu?

Liðið komið – Torres byrjar!

Auglýsingar og ummæli