Eljero Elia?

Slúður. Mikið er langt síðan við fjölluðum um smá djúsí leikmannaslúður. En hressandi.

Það stefnir allt í athyglisverðan janúarglugga þennan veturinn. United sitja enn á Ronaldo-peningunum og hljóta að ætla að styrkja sig í janúar, og þá var það staðfest í dag að Chelsea-banninu verður frestað fram yfir janúargluggann á meðan áfrýjun þeirra verður tekin fyrir. Þannig að Chelsea geta keypt í janúar og svo líklega ekki næstu tvo glugga þar á eftir, sem þýðir að Abramovich bara hlýtur að draga fram tékkheftið. Menn eru þegar byrjaðir að tala um nöfn eins og Aguero og Ribéry á þeim bænum.

Hvað með okkar menn? Samkvæmt Daily Mail í dag eru Gillett & Hicks að vinna hörðum höndum að því að beina 100m punda innspýtingu í klúbbinn og á hluti af því að fara í leikmannakaup. Fréttin segir að þeir átti sig á því að þeir beri ákveðna ábyrgð á stöðu liðsins í dag og að þeir sjái að það verði að styrkja hópinn ef liðið ætlar sér að geta gert betur á næstu mánuðum. Bara jákvætt ef þeir eru loksins búnir að átta sig á því.

Nýjasta slúðrið er svo það að við eigum víst að vera að eltast við Eljero Elia, ungan, hollenskan miðjumann hjá Hamburg SV í Þýskalandi. Elia þessi á að vera stórefnilegur og er nýbúinn að brjóta sér leið í hollenska landsliðið.

Ég veit ekkert um þennan leikmann. Snögg leit á YouTube gaf af sér þetta myndband með nokkrum klippum með kauða. Hann er sem sagt ungur og efnilegur Hollendingur sem lítur vel út á YouTube. Eigum við ekki einn slíkan fyrir?

Ef af verður skal ég vera spenntur þegar í ljós kemur að þetta sé nýr hörkuleikmaður Liverpool. Þangað til anda ég rólega, en ég verð þó að viðurkenna að ég nýt þess að geta hugsað um eitthvað annað til tilbreytingar heldur en ástandið.

Já, og Adrian Mutu er meiddur og missir af síðustu tveimur leikjum Fiorentina í Meistaradeildinni. Ég hef skrifað tvo pistla á síðustu árum og varið Mutu í Chelsea-málinu og samúð mín er öll hjá honum en þetta er harður heimur og þessi meiðsli eru klárlega Liverpool í hag. Við þurfum á allri hjálp að halda í þessum riðli. Kannski er lukkan að snúast okkur í vil?

Hvað segja menn annars? Hverja mynduð þið vilja sjá Rafa kaupa fyrir peningana frá Gillett & Hicks í janúar, ef af verður? Á hann að taka sénsinn á ungum strákum eins og þessum Elia, eða reyna við reyndari menn? Er Carlton Cole málið (þráir víst að komast frá West Ham)? Eigum við að fá Momo Sissoko aftur (kemst ekki í liðið hjá Juve vegna Diego)? Vilja menn taka sénsinn á Klas Jaan Huntelaar?

Slúðrum aðeins. Við höfum gott af því.

42 Comments

  1. Torres meiddur. Vantar líka líkamlega stóran senter og mögulega hægt að ná að spila 442 þegar þarf með stóran og Torres saman.

    Carlton Cole á diskinn minn takk, þó ég myndi vilja að Crouch leiðrétti vitleysuna að hafa farið til að spila fyrir Pompey og vera svo varamaður hjá Spurs….

  2. ég veit ekki um ykkur en einhvurveginn er ég búinn að fá nóg af hollenskum leikmönnum hehe…ef að það eru að koma peningar til að kaupa leikmenn þá vill ég fá David Villa og David Silva og Ribery það er mín ósk um leikmenn,takk og góða nótt púllarar

  3. Ef einhverjir peningar skila sér í kassann frá könunum og við getum eytt einhverju í janúar er hæpið að það verði tugir milljóna þannig við þurfum að treysta á klókindi Rafa. Hver sem verður keyptur þarf klárlega að geta stokkið beint inní byrjunarliðið en ekki vera hugsaður til framtíðar þó hann þurfi klárlega að vera ungur. Þessi Hollendingur lítur klárlega vel út og skipti á honum og t.d. Babel sem fresh start fyrir hann er kannski eitthvað. En sá sprengikraftur sem við sjáum í myndbandinu er klárlega eitthvað sem liðinu vantar. Annars á ég afskaplega erfitt með að átta mig á því hvaða leikmenn væri hægt að fá fyrir varla meira en 10 milljónir punda.

  4. Ah, fínt að fá eitthvað annað en ‘ástandið’ til að hugsa um.

    Ég vill fá kvolití. Prúven kvolití. Leikmenn sem geta hoppað inní byrjunarliðið án þess að veikja það stórlega. Peter Crouch, Xabi Alonso. Fá síðan David Silva kannski bara á vinstri kantinn.

    Og finnst maður er byrjaður á annað borð þá myndi ég alveg þiggja Samy Hyypia líka. Og jú einn enn. Robbie Fowler. Hann getur nú ekki verið mikið verri en Voronin, er það?

  5. Við þurfum 11 góða leikmenn.

    Við höfum

    Reina

    Johnson Carragher

    Marcherano Gerrard Riera Aquilani

    Torres

    Okkur vantar Þrjá leikmenn, hægri kantmann, vinstri bakvörð(ég reyndar fíla Aurelio) og miðvörð.

    Við þurfum að fá eitt af clone-unum hans Wenger sem hann býr til á færibandi í vinstri bakvörð.

    Hægri kantmaðurinn þarf að að hafa flair. Öfugt við Kuyt sem hefur jafnlítið flair og hann hefur mikla vinnusemi.

    Miðvörðurinn þarf að vera í Nesta-, Lucio-, Samuel-, Puyol-, catagoríunni. Fyrirliðatýpa og ekki of ungur.

    Ég set samt eitt grunnskilyrði og það er að næsti leikmaður sé ekki með tagl ef hann kostar undir tíu milljónum punda.

    Í þessu felst ekki áfellisdómur yfir leikmannakaupum Benitez. Babel, Kuyt, lucas eru frábærir leikmenn og þeir væru fullkomnar varaskeifur.

  6. Ég verð að segja að þessi strákur Elia minnir um margt á Babel, nema að hann getur sólað bæði til hægri og vinstri og svo virðist hann ekki alltaf þurfa að stoppa boltann áður en hann fer fram hjá varnarmönnunum. Kannski ef babel gæti þetta þá væri hann topp leikmaður en ég hef heyrt aðeins um þennan strák áður og hann gæti alveg verið spennandi. í það minnsta virðist boltinn ekkert vera að flækjast fyrir honum.
    Annað. Menn verða að hætta að tala um þessi risa stóru nöfn sbr. Villa, Silva og Ribery. Við erum ekkert að fara að fá svoleiðis kappa. Einu félögin sem kaupa svona stór nöfn í dag eru CFC, Man City. Barca, Real og kannski Man Utd. Við hins vegar höfum ekki efni á því. Stórir fiskar fara á 35+ hið minnsta í dag og ég sé okkur ekki spila í þeirri deild
    Þriðja: Carlton Cole til Liverpool… JÁ takk

  7. Momo Sissoko hmm á að fara verðleggja hann? og hvað þá ? Carlton Cole, á að fara láta okkur fara spila með 2 framherja? Er það ekki bara vesen, við gætum farið að skora meira enn andstæðingurinn.
    Framherjar:
    Peter Crouch þarf að spila og vill spila.

    Robbie Fowler er að spila fyrir 2000 þúsund manns en skorar samt 2 mörk
    Fólk borgar í til að komast í ræktina (j´ajá er á leiðinni)
    En Herra Robert Bernard “Robbie” Fowler mundi vilja þá að borga fyrir að spila með LFC, einsog við öll, en þessi maður hefur hæfileika en einsog Englendingar
    segja á ensku: Hann hefur hæfileikina til að spila

  8. Bíddu hvaða rugl er þetta með Momo. Hann er búinn að vera meiddur og hefur ekkert mist stöðuna sína til Diego sem er trequartista á meðan að Momo spilar á miðjunni.

  9. Þurfum breidd i hopinn vantar striker,hægri kantmann,center og einn miðjumann eg væri alveg til i david villa veit að hann myndi glaður spila við hlið torres sást a siðast em,hægri kantmann væri til i aaron lennon þvilikt efni að halfa væri nog,center held að það se það sem við þurfum mest nuna alveg hræðilegt að sja hvernig vörninn er buin að vera a þessu timabilli mann bara ekki eftir öðru eins bulli ef eg ætti að velja þa myndi eg kaupa steven taylor hja newcastle hann er ungur og mikið efni faum hann uruglega odyrt svo væri eg alveg til i momo sissoko alveg faranlegt að lata hann fara þa er bara að opna veskið i januar og spreða aðeins 🙂

  10. Vona bara að sá leikmaður sem mun koma til liðssins muni ekki vera eitthvað sem hugsanlega eða mögulega eða eins og vanalega ómöglega komist í líðið. Verðum að fá mann sem meintur er fyrir aðalliðið NÚNA en ekki eftir nokkur ár. Væri alveg til í að fá framherja og að við færum að spila með 4-4-2.

  11. Eru menn ekki að grínast með Sissoko? Er ekki nóg að vera að úthúða Lucas og Mascherano fyrir að geta ekki spilað boltanum? Frekar væri ég til í að fá Jan Mölby aftur en Sissoko. En án gríns, þá þarf að kaupa sóknarmenn. Við erum hrikalega fáliðaðir fram á við. Tveir teknískir kantmenn + senter á diskinn minn. Það má vera Huntelaar, Carlton Cole, Emile Heskey, einhver í þeirri kategoríu. Veit svosem ekkert um nöfn fyrir aftan þessa, Silva er sennilega óraunhæft. Lennon eða Young gætu komið þarna, Geovanni hjá Hull er góður líka.

  12. Lennon, SWP, Young, Mata, El Maria, Silva, Darren Bent, Agbonlahor.
    Sem sagt þá vil ég fá í liðið fljóta tekníska leikmenn sem geta dripplað framhjá leikmönnum og búið til eitthvað sjálfir.
    Agbonlahor eða Bent væru frábærir með Torres frammi og þeir hafa báðir spilað einir frammi þannig að þeir gætu leyst Torres af í meiðslum og eru báðir Enskir.
    Lennon, SWP og Young eru allir Enskir líka og hafa sannað sig í Ensku deildinni og eru eldsnöggir og myndu örugglega gera flotta hluti hjá Liverpool.
    Mata, El María og Silva eru allir ungir og virkilega efnilegir leikmenn sem hafa mikla tækni og hraða til þess að valda varnamönnum miklum usla.
    Svona er allavega listinn minn.

  13. Liverpooooool hefur ráðið lögum og lofum ( eða hvað maður á að segja) á vellinum undanfarna leiki, spilað vel og átt semsagt leikinn, en þegar að hefur komið að því að setja boltann í markið,,, þá virðist það ekki vera hægt, hvað er að óheppni,, ja ekki viss,, engin virðist þora að skjóta nema Torres og stundum Yosse B, Babel átti gott skot síðast en skotin eftir það voru vægast sagt ömurleg, menn verða að láta vaða meira en þeir hafa gert, og ef að þeir gerðu það, þá mundu fleiri leikir vinnast, er sannfærður um það…..

  14. Góðan daginn Liverpool félagar. Hvernig væri að fara halda árshátíð kop.is??
    Ég skal mæta fyrstur manna 🙂

    En af leikmönnum já. Skemmtilegar pælingar hérna hjá mönnum. Ég reyndar hef ekki mikinn áhuga á að fá leikmenn sem hafa farið sbr. Crouch, Sissoko og fleiri. Robert Fowler er reyndar ALLTAF velkominn af augljósum ástæðum! Nei því slúðri sem ég myndi helst vilja koma af stað og fá svo staðfest að væri satt er að David Villa væri að koma. Hann er einmitt sprengikrafturinn sem menn eru að tala um að vanti stundum í Liverpool. Hann er með svakalega tækni, hrikaleg skot og já mikinn sprengikraft.

    Leikmaður nr. 2 hjá mér er Aron Lennon. Hann er svakalegt efni og ekki bara efni heldur orðinn hrikalega góður. Tækni hans getur skelft hvaða vörn sem er í heiminum og svo er hann enskur. Myndi fúnkera vel með Johnson í 4-4-2 kerfi.

    Leikmaður nr. 3 er Ashley Young. Að Rafa skuli ekki hafa verslað þennan dreng á sínum tíma frá Watford skil ég bara ekki. OK hann kostaði 12 milljónir punda og bara 18 ára gamall en hann er margbúinn að borga það tilbaka hjá AV. Hann var líka búinn að sanna sig í ensku deildinni að mínu mati. Ég allavega væri meira til í að hafa Young heldur en Riera í dag þótt Riera sé alveg góður. Young er bara betri og er enskur.

    Leikmaður nr. 4 á mínum lista er Esteban Cambiasso. Eini gallinn við hann er að hann er Argentískur. Leikmenn frá Argentínu endast illa í ensku deildinni að meðaltali. Hann er aftur á móti frábær miðjumaður og áður en Maradonna tók við Argentíska landsliðinu var hann að virka þrusuvel með Mascherano á miðjunni. Hann hefur gríðarlega sendingarhæfni og var að mínu mati eini maðurinn sem gat komið inn í stað Alonso.

    Leikmaður nr. 5 hjá mér og lokaleikmaðurinn er Gary Cahill. Hann er að sanna sig svo um munar sem einn af betri miðvörðum ensku deildarinnar. Svo mikið minnir hann á sig að stóru liðin eru farin að renna hýru auga til hans. Afhverju Martin O´Neill gat ekki notað þennan dreng skil ég bara ekki. Hann er hrikalega sterkur skallamaður, er fótfrár og með fína boltatækni og stjórn og hann er hvað ?? jú hann er enskur 🙂

    Allir þessir leikmenn eru raunhæfur kostur að öðru leiti en því að verðmiðinn er frekar hár. Ég sé það ekki fyrir mér að neinn þeirra myndi segja nei við Liverpool og þar með reglulegum meistaradeildarbolta. eini gallinn er að þeir munu allir kosta sitt. David Villa fer á svona 30 – 40 milljónir punda, Aron Lennon ekki minna en 20 milljónir punda, Ashley Young á ekki minna en 20 milljónir punda, Cambiasso á kannski 15 milljónir punda og Cahill á svona 10 – 15 milljónir punda.

    Jæja þetta er mitt innlegg og ég er nú þegar búinn að senda tölvupóst á fréttastjóra The Sun og NOTW til að koma boltanum af stað. Sjáum svo hvað gerist 🙂 Góða helgi strákar.

  15. Og já þessi Elia lítur svakalega vel út en eins og fram kemur, eigum við ekki einn svona sem heitir Babel ?? Þessi lítur allavega svakalega vel út en spurning hvað verður !

  16. Ég held við fáum jólagjöf í ár og LFC verði selt mönnum með sterkara fjárhagslegt bakland. Svo henda þeir ca. 40 milljónum í Rafa til að styrkja tvær stöður allsvakalega. Rafa má taka ákvörðun um hvaða stöður það eru, bara að mennirnir séu góðir og nýtist LFC eins vel og hægt er.

  17. Mér líst ekki vel á þennan Elia. Búinn að fá nóg af “efnilegum” hollendingum í bili. Carlton Cole er algjörlega málið, hef haldið því fram lengi. Svo væri frábært að ná í stubbana Aron Lennon og Ashley Young, en það eru líklega bara draumórar. Ef Davíðarnir hjá Valenca verða falir þá eigum við pottþétt að reyna að kaupa þá ef það verður til eitthvað af seðlum.

  18. Silva,Mata eða Villa…fá einhvern Attaking skratta,svo miðvörð,ekki ungan heldur bara heimsklassa miðvörð…við höfum akkurat ekkert að gera með einhverja unga/efnilega leikmenn eins og staðan er heldur þurfum við einhverja sem geta gert góða hluti strax eftir áramót…

  19. Búinn að sjá fullt af svona pjökkum koðna svo niður og vera rétt sæmilegir varaliðsmenn á Anfield. Ekkert nýtt á ferðinni og klúbbur eins og Liverpool getur mikið betur en þetta.

  20. Ég er sammála með Carlton Cole, hef alltaf hrifist mikið af þeim leikmanni. Hinsvegar með þennan Elia gæja þá er ég ekki viss. Það má ekki gleyma því að hann er að spila í þýskalandi þar sem varnarmenn í flestum liðum (ég sagði flestum) eru ekki eins harðir og varnarmenn í enska boltanum. Varnarmenn í enska eru harðari og margir hverjir miklu fljótari og held ég að þessi gæji yrði étinn með kartöflum og salati ef hann ætlaði að reyna eitthvað af þessum trixum sínum í enska. Er það svo bara ég eða klikkar síðasta sendingin hjá honum oftar en ekki ?? Sendingin þegar hann er á kantinum, sá þær ekki skila mörgum mörgum og reyndar sá ég ekki mörg mörk út frá sendingum hans ? Alltof líkur Babel og hef ég ekki góða tilfinningu fyrir þessu.
    Fyrst við erum svo að velja einhverja leikmenn burt sé frá peningum og samningum þá væri ég til í að fá Raul Albiol varnarmann Real Madrid. Finnst hann mjög flottur og myndi fúnkera virkilega vel undir Rafa.

  21. Ég sá um daginn fljótlega eftir síðasta landsleikjahlé viðtal við miðvörðinn unga sem spilaði við hlið Aggers í Danska landsliðinu, þar sem hann lýsti yfir áhuga á að spila fyrir Liverpool, hann virkaði flottur.
    Held að það séu engar líkur á að eigendurnir séu að fara setja marga tugi milljóna í leikmannakaup í janúar því miður, því ég er á því að janúarglugginn sé einmitt besti tíminn fyrir nýja leikmenn til að aðlagast nýju liði. Auðvitað eru oft fleiri leikmenn lausir á sumrin en þá fá þeir líka svo stuttan tíma til að aðlagast.
    Draumurinn væri auðvitað á fá David Villa og nafna hans Silva í fallegu rauðu treyjuna.

  22. Hef ekki lesið kommentin við þessa færslu en ég hélt að ég væri ennþá drukkinn þegar ég las þetta…

    • Eigum við að fá Momo Sissoko aftur (kemst ekki í liðið hjá Juve vegna Diego)?

    Já er ekki bara málið að fá Josemi og Heskey líka …kannski Nunez á láni líka!

  23. með charlton cole, juan mata og ashley young held ég að stórveldið yrði vel samkeppnishæft.

    auðvitað mundi ég vilja david silva, david villa, aron lennon og fleiri góða en þessir leikmenn eru einfaldlega ekki í boði. nafnanir frá valencia eru held ég alltof dýrir og lennon var held ég að semja við spurs í sumar.

    klaas jan huntelar er svo líklega mesta ofmat í evrópuboltanum. reject frá madrid og milan hefur ekkert að gera í bítlaborginni.

    svo er einn leikmaður sem ég hef alltaf verið hrifinn af og ætti að fást afar ódýrt og það er rafael van der vaart. jafnvel þótt hann sé líka hálfgert reject frá madrid tel ég hann vera ljósárum framar en huntelaar í getu.

    mér finnst við ekki þurfa miðvörð að svo stöddu. við eigum þrjá framúrskarandi miðverði að mínu mati. carra og skrtel hafa auðvitað ekki verið á pari á þessari leiktíð en þeir voru frábærir fyrir nokkrum mánuðum síðan. þeir eru ekki búnir að gleyma hvernig á að verjast. agger þarf svo ekki að ræða því þegar hann er heill er hann einn albesti miðvörður evrópu.

  24. Okkur vantar sóknarmenn, og helst stóra til að vinna kanski einn og einn skallabolta.

  25. Hehe Sissoko-spurningin var nú bara gerð til þess að vekja smá viðbrögð. Annars væri ég sjálfur til í Carlton Cole. Enskur, gæti virkað vel við hliðina á Torres og líka leitt línuna í fjarveru hans. Svo er ég farinn að sakna þess innilega að hafa Riera í liðinu, það er allt önnur vídd í þessu með alvöru vængmann á vinstri kantinum.

    Held að menn geti samt gleymt David Villa. Við erum með Torres, ég stórefa að við sjáum hinn framherjann í spænska landsliðinu koma til að spila við hlið hans hjá okkur. Villa fer til Real næsta sumar. Juan Mata hins vegar …

  26. Það vantar bara að menn klári dæmið. Það er bara þannig……..

  27. Skila Kyrjagaur aftur til Aþenu og fá Nemeth aftur til okkar. Af einhverjum ástæðum hef ég alveg tröllatrú á þeim dreng.

  28. Ásmundur # 24, já gott ef hann heitir það ekki bara.

    Er raunhæfur möguleiki að fá Ashley Young frá Villa? Hann var b.t.w. að koma Villa yfir rétt áðan.
    Annars verð ég nú að benda á að okkar elskaði Torres virðist ætla að koma sér upp mikilli meiðsla sögu, reyndar er bara krafta verk að hann hafi skorað eins mikið fyrir okkur miðað við hversu marga leiki hann hefur misst vegna meiðsla, og nú er jafnvel útlit fyrir að hann þurfi að fara í aðgerð.
    Þess vegna tel ég að Liverpool hafi 2 valkosti:

    1. Kaupa topp klassa striker til að leysa Torres af í þessum meiðslum og svo þegar Torres er heill að geta skipt álaginu á milli tveggja topp strikera.

    2. Taka sénsinn á því að henda “efnilegu” strákunum okkar í djúpu laugina og vona að einhver þeirra sanni sig sem klassi.

  29. Jæja Liverpool eru greinilega ekki þeir einu sem eru að skíta á sig í dag. Man City var að gera sitt 5 jafntefli í röð. Sýnir það og sannar að peningar skipta máli í bolta en auðvitað ekki öllu máli. Erum við ekki að tala um að lið City kostar um 270 milljónir punda ?? Við erum samt í 7 sæti deildarinnar í dag og þurfum klárlega 3 stig á móti B’ham. Þessi dagur er ekki að spilast vel fyrir okkur fyrir utan jafnteflið hjá City. Vonandi tapar Arsenal eða gerir jafntefli :0)

  30. Já, ég er held að David Villa sé ekki raunhæfur kostur. Held að DV + FT + SG myndi hreinlega vera baneitraður þríhyrningur. Einhver yrði ávallt dæmdur til þess að vera skilinn útundan.

  31. ….Svoldið eins og að setja Angelinu Jolie, Brad Pitt og Jennifer Aniston í sama hjónabandið.

  32. þetta er voðalega einfalt strákar það verður enginn aur til fyrir januar gluggann .. nú skulu menn bara fara á skeljarnar og biðja til æðri yfirmanna að meiðslin verði í lágmarki það sem eftir er .. ég hef samt trú á því að þetta slæma sé búið og bara góðir tímar eftir að koma hjá okkur á næstuni 🙂

  33. Orðið á götunni er að Warren Buffett vilji kaupa Liverpool. Honum langar víst til að eyða aurunum í ellinni í eitthvað skemmtilegt. Þá mun Jack Welch taka við bisnessinum og Guus Hiddink, Aragones og Scolari setjast í ráðgjafaráð um hvernig eigi að gera Liverpool að ósigrandi liði. Þá mun sponsorship frá ríkisstjórn Kína bíða á hliðarlínunni. Þegar þessar breytingar eru gengnar í gegn mun Benitez ráða Jose Mourinho sem aðstoðarmann og fá 500 milljónir punda til leikmannakaupa. 🙂

    Verið slakir Liverpool-menn. Myrkrið er alltaf dimmast fyrir dögun.

    Baráttukveðjur!

  34. Mourinho sem aðstoðarmann…nei, hættu nú alveg! Held það væri nær að ráða hann sem túlk. Þá væri kannski séns að einhver skilji það sem Carragher er að segja…

  35. ef það er eitthvað sem liverpool-liðið þarf að bæta er það vörnin, hún hefur verið að fá mörg mörk á sig af sem komið er af þessari leiktíð. Við verðum að eyða peningnum í alvöru miðvörð og reynslu meiri í vörninni en Insúa, þó svo hann sé ungur getur það beðið í eitt – tvö ár. svo kom einhver með sá hugmynd um að það ætti að kaupa cambiasso sem væri frábært og svo loksins að klára kaupinn á David nokkrum Villa.

Auglýsingar og ummæli

Leikmannakaup Rafa 2004 – 2009