Liðið gegn Arsenal komið

Jæja, þá er liðið gegn Arsenal komið og er fátt sem kemur á óvart þar. Aggi hafði næstum því allt rétt, það eina sem hann klikkaði á var að Agger kemur inn í miðja vörnina á kostnað Skrtel.

Liðið í heild er sem hér segir:

Reina

Arbeloa – Carragher – Agger – Aurelio

Alonso – Mascherano
Kuyt – Benayoun – Riera
Torres

Bekkur: Cavalieri, Skrtel, Dossena, Lucas, El Zhar, Babel, Ngog.

Sem sagt, mjög sterkt lið og jafnvel okkar sterkasta mögulega lið í dag. Áfram Liverpool!

29 Comments

  1. Frábært lið sem Rafa stillir upp. Ég hef fulla trú á að þetta verði frábær leikur!

  2. Mér líst virkilega vel á þetta og vonandi að Agger sýni Benitez það í dag að hann á að vera í byrjunarliðinu.
    Ég held mig við mína spá 3-1 alveg sama hver skorar en það væri ekki leiðinlegt að fá 1 frá Agger og 2 frá Torres 🙂

  3. Ég vil bara 3 stig í kvöld, sama hvernig þau koma takk fyrir.

  4. Þetta er ekki sanngjörn íþrótt úfffff. og takk kærlega Mascherano !

    Þeir eiga eitt skot og skora á meðan ræpan í markinu hjá þeim er með leik lífsins

  5. Hvernig í andskotanum er staðan 0-1 fyrir Arsenal? Við erum búnir að eiga þennan leik í 45 mínútur fyrir utan einn fávitaskap hjá Mascherano.

    Ótrúlegt að Arsenal sé yfir.

  6. Er það samt ekki dæmigert að þessi markvörður eigi ömurlegasta leik lífs síns á móti Chelsea en eigi svo besta leik lífs síns á móti Liverpool?!?

  7. Þar fór veturinn. Þetta er síðasti leikurinn sem ég horfi á. Það er víst. Þrjú skot hjá Arsenal og þrjú mörk. Gjafamörk á gullplatta og það á Anfield. Það er of mikið fyrir mig. Ég er orðinn svo þunglyndur að ætli maður bara kjósi ekki Vinstri græna. Svo hörmulegt er þetta allt orðið. Til hamingju með dollu, Mansjúría.

  8. Þú um það Helgi. Það er ekki hægt að fylgjast með skemmtilegra liði en Liverpool

    Koma svo, bæta við nr 5 !!!!

  9. Jæja, þetta eru 2 ótrúlegir leikir í röð, vonandi dugar þetta stig okkur.

  10. Þar fór tímabilið, tvö töpuð stig á hörmungarvörn. Jæja, skoski Alex vinnur þetta stundum á mistökum annarra. Þannig er það bara. Enn einn 8 marka leikur hjá Liverpool. Verst að hann gefur ekkert. Miðað við tölfræðina áttum við að vinna örugglega, 26 (4 mörk) markskot á móti 8 (4 hitta á rammann sem gefa 4 mörk) hjá hinum. Það þarf ekki sérfræðing til að sjá að eitthvað er að.

  11. Vörnin hjá okkur hefur verið gjörsamlega til SKAMMAR í undanförnum leikjum

  12. Gleymdi einu. Bennijún bjargaði deginum. Ég þarf EKKI að kjósa Vinstri græna í þunglyndi mínu. Ég þekki nefnilega einn Manchester Utd mann sem er í framboði fyrir þá. Hugsiði hvað hann er ánægður núna.

  13. Rosalegur leikur, ég verð samt að spurja, hvað voru menn að spá í að hafa menn ekki á vítateigshorninu í aðdraganda fjórða marks Arshavin þar sem Walcott tekur boltann og leggur svo upp markið.

  14. Svona í lokin. Tók einhver eftir því að markvörður Arsenal varði 10 skot? En Reina? Hann þurfti ekki að verja eitt einasta skot. Að vinna þennan leik EKKI er DJÓK! 2-3 Arsenal menn voru góðir, hinir sáust ekki. Hvernig var hægt að vinna EKKI þennan leik? Leikskýrslu takk!

  15. Auðvitað átti Reina að reyna að verja þessi 4 vesælu skot frá ARSHAVIN / ARSENAL sem rötuðu í netið. My ARSE.

Arsenal kemur á Anfield á morgun.

Liverpool 4 – Arsenal 4