Liverpool 4 – Arsenal 4

Hvað getur maður sagt? Fótbolti er stórbrotin íþrótt, stundum. Hvernig get ég annars útskýrt blendnu tilfinningarnar sem maður hefur eftir kvöldið í kvöld?

Okkar menn tóku á móti Arsenal á Anfield í kvöld í leik sem reyndist vera einn af klassískustu leikjum Úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Þegar allt var yfirstaðið varð 4-4 jafntefli niðurstaðan í einhverjum mest spennandi leik sem ég man eftir að hafa séð. Frábær leikur en því miður gerir hann lítið fyrir okkar menn. Ég hefði frekar þegið drepleiðinlegan 1-0 sigur í kvöld en klassískt 4-4 jafntefli, en svona er þetta stundum.

Hins vegar … var þetta leikur sem varð helst að vinnast til að setja aftur alla pressuna yfir á Man Utd í baráttunni um titilinn. Með þessu jafntefli förum við aftur á toppinn með betri markatölu en United, á jafnmörgum stigum, en þeir eiga heila tvo leiki til góða og verður að teljast líklegt að það nægi þeim til að innbyrða titilinn þetta vorið. Engu að síður, þá er fótbolti stórbrotin íþrótt, stundum, og ef þetta tímabil hefur kennt okkur eitthvað þá er það að gefast aldrei upp á meðan einhver er vonin.

Rafa Benítez stillti upp eftirfarandi liði í kvöld:

Reina

Arbeloa – Carragher – Agger – Aurelio

Mascherano – Alonso
Benayoun – Kuyt – Riera
Torres

Bekkur: Cavalieri, Skrtel, Dossena, Lucas, Ngog, Babel (inn f. Riera) og El Zhar (inn f. Kuyt).

Arsene Wenger stillti upp eftirfarandi liði í kvöld:

Fabianski

Sagna – Touré – Silvestre – Gibbs

Denílson – Alex Song
Nasri – Fabregas – Arshavin
Bendtner

Inná hjá skyttunum komu svo Walcott og Diaby í seinni hálfleik.

Ég treysti mér varla til að fjalla um öll mörkin í þessum leik. Svo mikið gekk á að ég missti nær örugglega af einhverju rosalegu. Staðan í hálfleik, eftir nær stanslausa sókn okkar manna í 45 mínútur, var á einhvern ótrúlegan hátt 0-1 fyrir Arsenal. Fabianski átti sennilega ótrúlegasta hálfleik ferils síns gegn okkur í fyrri hálfleik og stöðvaði hvert dauðafærið og rosaskotið á fætur öðru. Hinum megin komust Arsenal-menn í tvær sóknir – fyrst kom léleg hreinsun frá okkar mönnum sem Fabregas náði ekki að nýta og skaut framhjá utarlega úr teignum, og svo kom Andrei Arshavin þeim yfir eftir að Mascherano gaf Fabregas og Nasri boltann inní vítateig okkar manna, þeir léku í gegnum miðverðina og upp að endamörkum þar sem Nasri gaf inná markteiginn og Arshavin kláraði í slána og inn.

Sem sagt, staðan 0-1 í hálfleik og ljóst að okkar menn myndu eiga í fullu fangi með að skora tvö mörk í seinni hálfleik og vinna leikinn. Eða svo hélt maður. Annað kom þó á daginn, okkar menn skoruðu heil fjögur mörk í seinni hálfleik er flóðavarnir Fabianski brustu með látum. Því miður skoruðu Arsenal-menn einnig þrjú mörk í einhverjum ótrúlegasta hálfleik allra tíma. Sjö mörk í ótrúlega kaflaskiptum hálfleik sem kom mér svona fyrir sjónir:

1-1: Torres með skalla niðri í hægra markhornið, óverjandi, eftir að Kuyt hafði gefið fyrir frá hægri í upphafi seinni hálfleiks. Nær stöðug pressa frá Liverpool.

2-1: Benayoun með skalla við vinstri markteigshornið. Touré og Sagna sparka báðir í Benayoun um leið og hann skallar en hann harkar það af sér – Fabianski nær að slá boltann frá en hann fór yfir línuna fyrst. Aftur er það Kuyt sem á fyrirgjöfina eftir nær stanslausa pressu. Tæplega fjörutíu mínútur eftir og okkar menn komnir yfir.

2-2: Arbeloa sýnir enn meira kæruleysi en Mascherano í fyrri hálfleik og leyfir Arshavin að stela af sér boltanum fyrir utan vítateiginn hægra megin. Rússneska Uglan eins og Arshavin er kallaður skýst upp að teignum og blastar einni óverjandi rakettu í hliðarnetið fjær.

2-3: Örfáum andartökum eftir að hafa jafnað fær Arshavin þriðju jólagjöf kvöldsins. Boltinn kemur fyrir markið frá vinstri, Aurelio reynir að hreinsa frá með vinstri utanfótar en hittir þess í stað beint inn á vítapunktinn þar sem Arshavin er óvaldaður, þakkar fyrir sig og setur boltann undir Reina og í netið. Þrenna.

3-3: Torres, enn og aftur. Riera gefur góðan bolta frá vinstri inn á teiginn þar sem Torres tekur við honum. Silvestre, sem átti ekki breik í El Nino í kvöld, leyfir honum að snúa og Torres þakkar fyrir sig með því að feika aðeins til hliðar og smella boltanum svo í neðra markhornið hægra megin. Tíu mínútur eftir og okkar menn þurfa bara að halda aðeins haus og reyna að ná sigurmarkinu.

3-4: Úps! Ekki alveg. Wenger man greinilega eftir langhlaupi Theo Walcott á Anfield í Meistaradeildinni í fyrra því hann setur hann inná og stuttu seinna fær hann boltann óvaldaður fyrir utan eigin vítateig eftir horn okkar manna. Hann er einn á móti aftasta manni okkar, Xabi Alonso, og gefur í upp völlinn. Þegar Alonso reynir að loka á hann kemur Arshavin – nema hver? – aðvífandi vinstra megin við þá. Walcott gefur á hann, Arshavin rekur knöttinn inní vítateiginn og blastar honum svo í hliðarnetið vinstra megin, með vinstri fæti, áður en Reina kemur nokkrum vörnum við.

4-4: Ofurpressa okkar manna skilar sér í fáti og fumbli í teig Arsenal-manna. Fabianski reynir að slá boltann frá og hann berst á Benayoun fyrir utan markteiginn og hann skorar auðveldlega.

Þannig fór það. Jöfnunarmark okkar manna kom í uppbótartíma svo dómari leiksins, Howard Webb, bætti mínútu við þær fimm sem áttu upphaflega að vera, en 96 mínútur dugðu okkar mönnum samt ekki til að vinna þennan leik þrátt fyrir ótrúlega pressu frá upphafi. Öll tölfræði hallaði verulega á Arsenal-liðið, okkar menn yfirspiluðu þá nær allan leikinn og skoruðu fjögur mörk á þá í frábærum sóknarleik, en á hinum endanum gerðu varnar- og miðjumenn liðsins sig sekir um þrjú fádæma klaufaleg mistök sem gáfu Arshavin auðveld mörk. Í lokin pressuðu menn of stíft til að leita að sigurmarkinu, tóku of mikla sénsa og Walcott og Arshavin refsuðu fyrir það. Niðurstaðan í þessum leik, þrátt fyrir yfirburða spilamennsku okkar manna, verður því að teljast sanngjörn.

Maður leiksins: Mér fannst liðið eiga frábæran leik í kvöld, að mestu leyti. Mascherano, Aurelio og Riera fannst mér einna helst aldrei komast í takt við leikinn en allir aðrir áttu að mínu mati stórleik. Þó með þeim leiðu undartekningum að Mascherano, Arbeloa og Aurelio gerðu sig allir seka um ótrúleg klaufamistök, mistök sem þú bara mátt ekki gera gegn liði eins og Arsenal. Sérstaklega pirruðu mistök Mascherano og Arbeloa mig því í báðum tilfellum voru þeir að dóla of lengi á boltanum, ætluðu sér meiri tíma í hlutina en þeir höfðu, og var refsað með því að boltinn var hirtur af þeim. Leikmenn eins og Arbeloa og Mascherano eiga að vita að þú hefur aldrei mikinn tíma gegn Arsenal. Mjög dapurt.

Hvað bestu menn vallarins varðar þá voru þeir tveir bestu sennilega Arsenal-menn. Fabianski var ótrúlegur í fyrri hálfleik og Arshavin valdi þennan dag af öllum til að eiga Julio Baptista-frammistöðu og var maður leiksins af báðum liðum með alveg hreint ótrúlegri fernu.

Okkar megin voru þrír leikmenn algjörlega frábærir og stóðu upp úr annars góðu liði. Yossi Benayoun skoraði tvennu og vann linnulaust fyrir málstaðinn í kvöld á meðan Dirk Kuyt kórónaði frábæra frammistöðu með tveimur stoðsendingum. Minn maður leiksins fyrir Liverpool í kvöld var hins vegar Fernando Torres sem skoraði tvö og var þess utan okkar langhættulegasti maður í allt kvöld.

Staðan eftir þetta jafntefli er einföld: Liverpool og Man Utd eru með 71 stig í efstu sætunum, okkar menn fyrir ofan með betra markahlutfall og langflest mörk skoruð í deildinni. Okkar menn eiga hins vegar aðeins fimm leiki eftir, Man Utd eiga sjö leiki eftir. Nú er ekkert eftir í stöðunni fyrir okkar menn en að vinna þessa fimm leiki og vonast eftir kraftaverki, einhvers staðar. Arsenal og Man City eiga eftir að fara á Old Trafford í þeim tveimur leikjum sem eru svona erfiðastir á pappírunum, en það er allavega ljóst að United þarf einhvers staðar að tapa allavega sex stigum í síðustu sjö leikjum sínum ef titillinn á að lenda okkar megin.

Það er ótrúlega ólíklegt að það gerist. Hins vegar, eins og við sáum í kvöld, er fótboltinn dásamlega óútreiknanleg íþrótt, stundum. Vonandi á Arshavin aðra eins frammistöðu inni fyrir deildarleikinn á Old Trafford.

Næsti leikur okkar manna er á laugardaginn kemur gegn Hull City á útivelli.

86 Comments

 1. úfff hvað er í gangi með þessa vörn hjá okkar mönnum?????

  Og hvað er Carra að spá í fara í horn líkurnar á að hann skori er jafnmiklar og ég fái drátt hjá Lindsay Lohan.

 2. Rafael Benitez má brosa. Ekkert að því. Fótbolti er stórbrotin íþrótt.

  Smile.

 3. Lindsay Lohan er búnað snúa sér að köllum aftur, þannig að þú átt séns Beggi 🙂

 4. Djöf að ná ekki 3 stigum úr þessum leik. Þessi jafntefli kosta okkur deildina þetta tímabilið. :-/

 5. Ekkert hægt að setja út á Benitez, þrenn skelfileg einstaklingsmistök kostuðu okkur sigurinn gegn SLÖKU Arsenal liði!!!

 6. Alonso hafði heldur betur rétt fyrir sér fyrir leik..
  ALONSO: NO ROOM FOR ERROR
  Liverpool 4 – Liverpool Errors 4 😛
  Hvað var aumingja Alonso að gera sem aftasti maður í þessari hornspyrnu (og af hverju var enginn fyrir utan teig?). Eflaust hægasti maður vallarins, ekki gott plan.

 7. en ein leiktíðin án bikars úfff þarf að hlusta á þessa man utd fávita en eitt ár í viðbót vörnin var til skammar í dag aurellio og arebeloa ekki góðir og babel en og aftur skíta skipting nuna kemur þunglyndið í sumar

 8. Skítaframmistaða varnarlega enn og aftur hjá okkar mönnum. Við erum á Anfield og SKORUM 4 MÖRK. Það á að vera nóg til að tryggja sigur á móti hvaða liði sem er. Mascha, Aurelio og Arbeloa voru í ruglinu í þessum leik. Hvað er að gerast með Aurelio by the way ??? Fílar hann ekki Anfield eða ??? Skeit á sig á móti Chelsea í CL og svo aftur í dag. Tímabilið búið enn eitt árið og Liverpool fær engan titil enn eitt árið. Skítaframmistaða og ég er sko alls ekki sáttur því þetta 1 stig skilar okkur nákvæmlega ENGU.

 9. Gleymið ekki einu, ManU á eftir að spila við Arsenal á þessu tímabili. Þeir geta vel tapað þeim leik.

 10. Ef United tapar tveim af síðustu 7 þá verðum við meistarar (að því gefnu að við vinnum okkar 5) svo ekki er öll nótt úti enn…..

 11. Við færðum þeim fjögur mörk á silfurfati. Í tvígang er boltinn hirtur af okkar mönnum (Masch og Arbeloa) og mark í kjölfarið, Aurelio lagði síðan boltann út á Arshavin og í fjórða markinu er bara Xabi skilinn eftir varnarlaus þegar við eigum hornspyrnu. Arsenal var yfirspilað á löngum köflum í þessum leik, ótrúlegt að hafa tapað þessum leik. Tölurnar segja allt sem segja þarf, 14 skot á mark á móti 4 og 12 horn á móti 0 (skv. gamecast soccernet). Helvítis fokking Arshavin!!!

 12. Er það ekki rétt hjá mér að Arsenal á fjögur skot á rammann…..þannig að reina varði ekkert skot…. ótrúlegt að vinna ekki þennan leik á móti jafn lélegu Arsenal liði.

 13. á meðan við vorum með bestu vörnina i deildinni afhverju getum við ekki ennþa verið með hana 🙁 þar sem við erum með bestu sókinina í dag, flest mörk skoruð

 14. Júbb, Arsenal með 4 skot á rammann. Allt mörk, Djöfull er það slappt. Liverpool með 26 skot á mark ars

 15. Nr 11:

  Arsenal verða að stórbæta leik sinn ef þeir ætla að ná einhverjum stigum af Utd. Alveg ótrúlegt að þeir hafi komist upp með að ganga útaf vellinum með 1 stig á bakinu.

 16. Man Utd er AAAAAAALDREI að fara tapa 2 leikjum. Hafa menn ekkert fylgst með þessu liði í gegnum tíðina eða ?? Síðasti leikur tímabilsins hjá Manchester United er einmitt á móti Arsenal. Þá verður Arsenal búið að tryggja sér 4 sætið algjörlega og hungrið þeirra verður ekki mikið. Eins leiðinlegt og það er að segja það en þá var leikurinn í dag það mikilvægur og að gera jafntefli eða tapa þýðir að tímabilinu sé lokið.

 17. Man Utd – Arsenal eigast við í næstseinustu umferð ekki síðustu. Man Utd á Hull í síðasta leik á útivelli. En ég er bara ekki að sjá Man Utd tapa 2 leikjum af þeim 7 sem þeir eiga eftir… en vonin lifir

 18. HEEEELLLLVÍTIIIIIS!!!!

  Þar fór dollann niður um klósettið bókstaflega þar sem skolpverurnar í Scömm eiga eftir að hirða hann því miður. Ef Mascherano væri við hliðiná mér myndi ég snúa upp á geirvörtuna hans. Samt frábær leikur hjá Yossi, fer hann að verða fjórða stoðinn í Liverpool ásamt Carra, Gerrard og Torres.

 19. Þvílíkur leikur ….. annar 4-4 leikurinn í röð á Anfield. Þetta gengur ekki, ég hef ekki taugar í þessa vitleysu. Það þarf eitthvað að fara að athuga hvað er í gangi hjá vörninni okkar, sem á að þykja sú allra traustasta í EPL. Maður er farinn að efast. Reyndar hafa hin toppliðin 3 verið að fá á sig hrúgur af mörkum í undanförnum leikjum líka, einhver þreyta í gangi?

  Þó að úrslitin hafi verið VOND (hefðu samt getað verið verri), þá ber að hrósa Benayoun sem var einfaldlega frábær í þessum leik. Torres auðvitað flottur líka. Það voru aðrir í öðrum stöðum á vellinum sem eiga sök á þessum 2 töpuðu stigum. Andskotinn.

 20. alveg sammála tímabilið er búið. Ég vil ekki kenna macherano eða aurelio um þetta, það má kannski skammast út í arbeloa fyrir að vera latur til baka. En við yfir spiluðum þetta lið og áttum að vinna, vorum kannski ekki nógu varkárir í stöðunni 2-1 eftir á hyggja.
  En okkur vantar sárlega einhverja fleirri menn sem getað stigið upp og klárað leikina. Gerrard að meiðast á versta tíma, kannski værum við en með í deild og meistardeild hef hann hefði verið klár.

 21. Við skulum nú ekki gefast upp strax kæru félagar. Man United eru ekkert ósigrandi, þeir gætu alveg tapað fyrir til dæmis Arsenal eða Tottenham. Við skulum ekki hafa of mikla trú á þeim. Og þetta stig gæti átt eftir að vera mikilvægt…

  Benayoun er annars að spila svo vel þessa dagana að það er fáranlegt. En ég hef áhyggjur af Mascherano, eins og einbeitingin sé orðin verri hja honum. Hann er bæði að missa boltann og tapa tæklingum sem hann hefði tekið með vinstri í fyrra..bara pæling

 22. Allt í einu finnst sumum eins og Man utd. sé á einhverri hörku siglingu, ég skil það ekki alveg. Þeir eru langt frá því að vera sannfærandi undanfarið, því er út í hött að tala um að þetta sé búið. Skoðaði úrslit samsvarandi leikja hjá þeim síðasta tímabil. Þeir töpuðu á heimavelli gegn City og gerðu jafntefli úti gegn Middlesbrough. Við það má bæta að Tottenham hefur ekki tapað leik gegn top4 liði á þessu tímabili og auðvitað að þeir eiga Arsenal eftir.

 23. Þeir eru ekki sannfærandi en þeir vinna sína leiki. Þar liggur munurinn…

 24. Góðir punktar Reynir… en vill mynna á að við eigum einmitt Tottenham eftir líka og við erum vissulega topplið.
  Væri það ekki dæmigert ef Keane gerði okkur þann óleik að tryggja þeim sigurinn og við missa af bikarnum.
  Ég spái því að Crouch skori á morgun.
  kv. ingi

 25. Það er alveg ljóst að við gefumst ekki upp á meðan það er séns. Fyrir þennan leik þurftu UTD að gera jafntefli í tveimur leikjum (tapa a.m.k. 4 stigum). Nú verða þeir að tapa tveimur leikjum (tapa a.m.k. 6 stigum). Við verðum eftir sem áður að vinna allla okkar leiki. Þeir eiga “lúmska” leiki eftir s.s. Man. City og Middlesborough auk Arsenal. Ekki má gleyma Portsmouth, eins gott að Hemmi standi sig.

 26. Hrikalega ósanngjörn úrslit. Þetta er nú farið að verða ansi erfitt verð ég að segja. ManUre þarf að tapa stigum á morgun til að ég hafi einhverja von um að þetta takist.

 27. Flott skýrsla, sammála flestu ef ekki öllu í henni.

  Smá leiðrétting á #21, auðvitað er þetta ekki annar 4-4 leikurinn í röð á ANFIELD, sá fyrri var náttúrulega á Brúnni.

 28. Ég er ekki alveg sammála því að Nando hafi verið maður leiksins. Mér fannst Yossi bestur. En jæja, þó svo að deildin sé töpuð í ár (kanski ekki?) – þá er ég svo viss um að við vinnum hana á næsta ári. Með eitthvað bættan mannskap. Ég heyrði í dag, að Aaron Lennon væri kominn til liverpool. Er þetta eitthvað sem hefur farið frammhjá mér, eða bara kjaftæði?

 29. Sé ekki alveg að Man Utd klári sína leiki.. Þeir töpuðu bara í fyrradaginn fyrir vitlausa liðinu á Merseyside..

 30. Sælir félagar póstaði kommenti við upphitunina ykkar..

  “40mumia
  þann 21.04.2009 kl. 17:40

  Því miður fyrir ykkur liverpool menn er ég ekki að sjá að neinn í ykkar liði sé að fara að stöðva ugluna, þannig að ég segi að þetta fari 0-3 fyrir mína menn.”

  ..ooog spá mín stóðst svona ágætlega, get farið að henda inn spám fyrir ykkur ef þið viljið.. en það er einfaldlega enginn sem getur stöðvað ugluna okkar..og ef vörnin hjá mínum mönnum væri ekki svona ógeðslega léleg hefði þetta verið ennþá skemmtilegra. En engu að síður góður leikur 😉

 31. Whatta leikur. Ég eyddi 3vikum af hjartslætti í að horfa á þennan leik!

  Yossi var maður leiksins, það er klárt og tek ég undir orð Gerrards í þeim efnum.
  En mikið er gaman að halda með þessu skemmtilegasta liði Englands sem skorar mest allra liða og vonandi tekur titilinn í restina!
  Treysti á Hermanatorinn annað kvöld!

 32. Nú verður þetta erfitt…..hrikalega svekkjandi jafntefli þó litlu hefði mátt muna að það hefði verið tap.

  Stigið gæti hins vegar reynst mikilvægt þegar uppi er staðið þannig ég er ekki alveg tilbúinn að leggja sverðið, Utd gæti tapað á morgun og þá er Liverpool komið í ágætis séns aftur.

  Því miður er varnaleikur liðsins í molum og hann verður að lagast a.s.a.p. Bakverðirnir eru búnir að vera úti á þekju í síðustu leikjum, myndi ég vilja sjá Insua sem fyrsta kost vinstra megin og Arbeloa finnst mér ekki vera standa sig sem nr. 1 bakvörður hægra megin, pottþétt sumarkaup þar á ferð. Hann er þó skásti kosturinn eins og staðan er í dag. Þá finnst mér vörnin öruggari með Skertl en Agger þó sá síðarnefndi er frábær leikmaður en greinilega ekki kominn í gott leikform.

  Það að skora 4 mörk gegn Arsenal og Chelsea er frábært afrek en því miður að fá á sig 4 mörk gegn sömu liðum er ósættanlegt. Leikurinn gegn Hull er crucial leikur sem verður að vinnast ef ekki þá er þetta búið.

 33. ég er að segja ykkur það, að þessi leikur kostaði okkur deildina.. ég spáði 3-1 og mark arsenal yrði eftir varnarmistök ! en 4 fokking mistök, masc, arbeloa, carra og svo seinasta semi þar sem arshavin stakk eikkern af þarna i drasl :@ ég er brjálaður,,,, í 2-1 stöðunni hélt ég að þessi leikur væri búinn. Við vorum að spila hestvel og þetta Arsenal lið var hrikalegt !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! fokkin litli rússinn

 34. Það er auðvitað svekkjandi að vinna ekki svona leik þar sem við erum mun betri – en það er reyndar í sjöunda skiptið sem það gerist á heimavelli í vetur og það kostar okkur líkast til titilinn.

  En guð minn góður hvað liðið hefur tekið stórstígum framförum í vetur.
  Okkar menn hafa blásið til sóknar og mæta liðum mun framar en áður. Mörkunum rignir og það er frábær skemmtun að horfa á okkar menn. Þeir eru farnir að spila hraðan og skemmtilegan sóknarleik og bara tímaspursmál hvenær við löndum titlinum með núverandi framkvæmdastjóra.

 35. Þvílíkur fótboltaleikur.

  Þegar við verðum hætt að svekkja okkur á úrslitum hans munum við rifja hann oft upp.

  Og ég vill bæta einu við. Þvílíkur karakter í okkar liði! Eftir ótrúlega yfirburði í fyrri hálfleik en samt undir. Áfram stanslaus pressa! Lendum 2-3 undir eftir að hafa komist í 2-1 og jöfnum 3-3. Höldum áfram að sækja. Þess vegna fáum við á okkur fjórða markið og maður bölvar, því þá var deildin auðvitað erfiðari en allt. En áfram er haldið og 4-4 endar leikur sem var STÓRKOSTLEG auglýsing fyrir fótboltann. Andriy Arshavin efaðist ég stórlega um, en ertu í gríninu!!!! Þvílík mörk hjá honum!

  Hér hefur verið efast um Dirk Kuyt og Yossi Benayoun. Ekki í kvöld allavega mín kæru!

  Var ánægður með fyrirliðann í kvöld, að sjálfsögðu er þetta ekki búið, það eru sko mörg “twists and turns” eftir og við skulum ekki gefast neitt upp. Vissulega megum við ekki misstíga okkur oft, en við eigum enn möguleika á 86 stigum sem væri hæsta stigatala félagsins frá 1988 og á að veita okkur mikla von á titli.

  En ég tek hattinn minn ofan fyrir besta leik vetrarins varðandi skemmtanagildi, hvenær haldið þið að við sjáum næst 4-4 í svona leik?

  Auðvitað efumst við um Arbeloa og Aurelio eftir svona leiki og pirrum okkur á því að Arsenal skoraði úr öllum skotum sínum á markið en þeir sem hafa kvartað undan steingeldum sóknarleik ættu að hætta að velta því fyrir sér. Við erum búin að skora 19, já 19 mörk í síðustu 5 leikjum, þar sem þrír voru gegn Arsenal, Chelsea og United!!! Höldum áfram að trúa þessum vetri, en vá hvað við erum að fara að eignast gott og skemmtilegt fótboltalið á Anfield Road.

  Þetta er ekki búið, United á hunderfiða leiki eftir og Arsene Wenger þætti ekkert skemmtilegra en að taka titilinn af United á OT ef hann getur í síðasta leik. Ég tel enn að Arsenal vinni Meistaradeildina í úrslitum gegn Barcelona og held að þeir muni vinna Chelsea í deildinni og síðan stöðva United í síðasta leik. Þetta mark Benayoun á 93.mínútu gæti verið það mikilvægasta í deildinni í vetur!

  Trúa, trúa, trúa (Bubbi Morthens)

 36. Hvað er hægt að segja, fótboltalega vorum við vitni að einum skemmtilegasta leik vetrarins, en úrslitin eru súrsæt. Tek undir með nafna fólboltinn er ótrúleg íþrótt og þeir sem halda öðru framm ættu að horfa á upptöku af leik kvöldsins.

  Það er ótrúlegt til þess að hugsa að Liverpool hafi skorað 4 mörk í leiknum án þess að vinna hann. Einnig er fáránlegt að hugsa til þess að Arsenal hafi nýtt mistök LFC 100% í kvöld. Hvar eru lukkudísirnar núna?

  Heilt yfir fannst mér allir vera að spila vel í kvöld þó að þrír leikmenn hafi gert sig seka um hræðileg mistök sem kostuðu Liverpool sigur. Sérstaklega var gaman að sjá Benna eiga stjörnuleik. Vonandi spilar hann alla þá leiki sem eftir eru.

  ja hérna maður er ennþá hálf dasaður eftir þetta.

  Kv
  Krizzi

 37. Ég veit að maður á ekki að munda pennan tvem tímum eftir tapleik. Ég veit að maður á að halda kjafti leggjast í fósturstellingu fara með faðir vorið blasta You’ll Never Walk Alone í botni.

  Allaveganna ekki eftir svona leik. Allaveganna ekki eftir leik sem hugsanlega kostaði okkur enska titilinn. Leik sem gerir það að verkum að United mun jafna titlamet Liverpool.

  En ég er ekki að gera neitt af þessu. Ég held ekki kjafti. Ég er að tala þennan pistil upp í huganum meðan Claire Rourke er að pikka hann inni fyrir mig ég kann ekki faðir vorið og ég er ekki að hlusta á You’ll Never Walk Alone í repeat heldur Fields of Anfield Road. Og skyndilega finnst mér rándýru heyrnartólin sem gætu gert hvern mann heyrnarlausan ekki vera nógu hávær.

  All round the fields of Anfield Road
  Where once we watched the King Kenny play
  Stevie Heighway on the wing
  We had dreams and songs to sing
  Of the glory, round the Fields of Anfield Road

  VIÐ ERUM EKKI AÐ FARA AÐ GEFAST UPP!

  EKKI MÖGULEIKI!

  VIÐ ERUM EKKI AÐ FARA AÐ GEFAST UPP!

  EKKI MÖGULEIKI!

  Ef ég er fúll og pirraður, þá er ég fúll og pirraður yfir því að vera ekki fúll og pirraður. Liverpool var hugsanlega að kasta frá sér titlinum í hendurnar á helvítís fokkin ManUnited og ég get ekki verið pirraður út í þá.

  Þetta var besti leikur sem ég hef séð hjá Liverpool. Kannski ekki endilega sá besti, en ég hef aldrei séð menn leggja sig jafn rosalega mikið fram fyrir málstaðinn.

  (Skyndilega fatta ég leið til að auka hávaðan í heyrnartólunum. Ég held áfram að hlusta á Fields of Anfield Road í Youtube en ég hlusta á You’ll Never Walk Alone í iTunes)

  VIÐ ERUM EKKI AÐ FARA AÐ GEFAST UPP!

  EKKI MÖGULEIKI!

  Lýsingarorð eru ofnotuð. Hafa misst merkingu sína. Takið mig trúanlegan ég er að meina lýsingarorðin.

  Við vorum frábærir fyrstu fimm mínúturnar. Ég ætlaði að segja óstöðvandi en það væri ekki alveg satt. Ég væri að draga úr með því að segja að fyrstu fimm mínúturnar hefðu farið fram á vallarhelmingi Arsenal. Hann fór fram í vítateig Arsenal. En Liverpool var ekki óstöðvandi. Það var ein leið til að stöðva þá. Meiða Fernando Torres.

  Seinustu 91 mínútu leiksins var Fernando Torres meiddur. Sprengikraftinn sparaði hann í nær öllum tilvikum, hann elti ekki bolta nema vera 90% viss um að ná þeim. Hann varð þyngri í skrefinu, auðveldara að stjaka við honum. Ef hann fékk boltann tók hann ávallt á móti boltanum með veikari fætinum og hafði allan þungan á hinum fætinum. Flestir leikmenn hefðu verið teknir útaf í þessari stöðu. Flestir leikmenn hefðu beðið um að vera teknir útaf í þessari stöðu. En ekki Torres. Því ef þessi leikur sagði mér að Arshavin væri stórkostlegur framherji, þá sagði hann mér líka að Fernando Torres væri af öðrum heimi. Ég er ekki viss um að margir hafi tekið eftir því hversu meiddur Torres var, því hann var svo rosalega góður þrátt fyrir það.

  Þetta breytti leiknum á þann hátt að Arsenal komst stundum með boltann úr vítateignum og yfir miðju á svona korters fresti.

  En Torres var meiddur. Maður skyldi halda að sprengikrafturinn og oddurinn úr sóknarleik okkar væri horfinn. Nei ekki aldeilis. Það var líkt og Torres hefði lánað þeim Kuyt og Benayoun sprengikraftinn sinn þegar hann meiddist. Kuyt er að mínu mati duglegasti knattpsyrnumaður í heimi. En ég hef aldrei séð hann jafn duglegan og í kvöld. Það vita allir að Benayoun er virkilega hæfileikaríkur knattspyrnumaður. En ég hef aldrei séð hann jafn kraftmikinn, pressandi alla bolta og taka menn á hraðanum eins og í kvöld. Annaðhvort hefur Yossi Benayoun hitt á leik lífsins eða Torres, Gerrard, Messi og hvað þessir fuglar allir heita eru komnir með samkeppni um val á besta knattspyrnumanni heims. Því miður tel ég fyrri kostinn líklegri.

  Kuyt og Benayoun voru komnir í raun komnir upp á topp. Fylltu skarð Torres með því að pressa öftustu varnarmenn og gerðu það óaðfinnanlega. Fyrir aftan lúrði Torres svo í holunni – alltaf tilbúinn, alltaf hættulegur.

  Btw. Varð einhver var við hið léttleikandi og skemmtilega knattspyrnulið Arsenal í leiknum í dag? Lið sem heldur boltanum innan liðsins listavel og spilar skemmtilegan og áferðafallegan sóknarleik?

  Í hálfleik sagði ég við pabba. Arsenal gat nú skorað tvö mörk í seinni hálfleik fyrir tuttugu árum…

  Jú við gátum það. Okkur tókst það.

  Og eins og augnablikið væri ekki nógu merkingarþrungið með efsta sætið og Englandsmeistaratitil í húfi minnti seinna markið allsvakalega á markið góða sem Luis Garcia skoraði um árið. Í 2-3 örvæntingarfullar sekúndur sem minntu helst á heilt ár í fangaklefa hlustandi á Rás 1 beið maður eftir merkingu frá dómaranum….MARK!

  Hver einasti Liverpool maður í heiminum bókstaflega trylltist af fögnuði. Nema reyndar Rafael Benitez. Leikmenn Liverpool köstuðu sér á Yossi Benayoun í svo mikill gleðivímu að hann þurfti aðhlynningu eftir allan hamaganginn.

  Með gjörsamlega ótrúlegri spilamennsku þurftum við ekki nema 10 mínútur í seinni hálfleik til að koma okkur í 2-1.

  Inná vellinum og uppí stúku (heyrt gegnum viðtækið) hugsa ég að spennustigið hafi aldrei verið jafn hátt á Anfield og næstu mínútur á eftir. Hávaðinn á Anfield var greinilega gríðarlegur en í þetta skiptið voru menn ekki að syngja, til þess var geðshræringin of mikil. Það var kliður í loftinu. Buzz. Æsingurinn einkenndi líka leikmenn sem héldu áfram að spretta á eftir hverjum einasta bolta, en voru fyrir vikið full kaótískir.

  Við höndluðum ekki spennustigið. Í stöðunni 2-2 var þetta síðan orðið erfitt. Jafntefli var sama og tap fyrir okkur meðan Arsenal menn gátu tekið því rólega og treyst á skyndisóknir. Innkoma andskotans Walcott raskaði okkar leik enn frekar. Auk þess sem okkar menn voru orðnir þreyttir eftir að hafa verið á tvöföldu gasi við að ná forskotinu.

  En það vantaði ekki viljann. Það vantaði ekki leikgleðina. Hver einasti kjaftur á vellinum stuðningsmenn og leikmenn voru augljóslega tilbúnir að selja ömmu sína fyrir sigur í þessum leik. Svo mikla baráttu og leikgleði sem ég sá í þessum leik hef ég aldrei séð áður. Það var ljóst að þetta væri hið heilaga gral. Þetta var það sem öllu máli skipti.

  Þegar menn (Mascherano) hoppa hæð sína á lofti á miðjum vellinum við að komast 2-1 yfir þegar 35 mínútur eru eftir af leiknum og þegar Carragher er farinn að spretta upp völlinn til að taka skotið þá veit maður að það er eitthvað mikið í húfi.

  Kannski hefði Carragher átt að hafa vit á því að spila boltanum. Kannski hefðum við átt að sækja á færri mönnum. En hvernig er hægt að ásaka menn? Þar sem allt er í húfi verða menn að reyna. Það kann að vera heimskuleg ákvörðun. Það kann að vera örvæntingarfullt, það kann að vera fífldirfska. En hvernig gætum við fyrirgefið sjálfum okkur fyrir að hafa reynt of lítið? Að hafa verið of varkárir?

  4-4 var niðurstaðan í magnaðasta knattspyrnuleik sem ég hef séð. Liverpool var hugsanlega að kasta frá sér Englandsmeistaratitlinum en með slíkri frammistöðu að ég get ekki annað en virkilega dáðst að þeim.

  Við erum ekki lengur í þægilegri stöðu. Verandi fjórum stigum á eftir United var ég alltaf bjartsýnn á titil ef okkur tækist að klára okkar prógram. Í mínum augum var þetta undir okkkur komið.

  Nú er staðan öðruvísi. Við verðum að treysta á að United misstígi sig aðeins meira en eðlilegt getur talist á þeim bænum. Ef United heldur áfram að hala inn jafnmörg stig og þeir hafa gert yfirallt tímabilið enda þeir með 87 stig. Ef við klárum okkar prógram þá erum við með 86 stig. Þetta er eitt andskotans stig sem við erum að tala um! Það er ekki mikið og það er séns.

  Eftir að hafa skynjað gleðina þegar annað markið var skorað í dag, í sjálfum mér, leikmönnum og á vellinum get ég ekki með nokkur móti lagt trúnna upp á bátinn þegar enn er tölfræðilegur möguleiki. Finnst gleðin var svona ótrúleg í dag, finnst gleðin var svona rosaleg þegar Benayoun skoraði á móti Fulham, þegar við unnum Istanbul, þegar við unnum United 4-1, þá get ég ekki með nokkru móti ímyndað mér hvernig hún verður á Anfield 24. maí, eygjum við ennþá möguleika á titlinum.

  Walk on, walk on,
  with hope in your heart,
  And you’ll never walk alone,
  You’ll never walk alone!

 38. Ég held að ummæli #43 sé það langbesta sem ég hef lesið á þessari síðu, þvílík snilld.

 39. Ég veit ekki hvernig menn fá það út að við höfum klúðrað titlinum þarna.
  Fyrir leikinn þurfti Man U að klúðra 2 leikjum.
  Eftir leikinn þarf Man U enn að klúðra 2 leikjum.
  Benayoun skoraði mark sem gæti skipt sköpum í mótinu.

 40. vá svakaleg Ummæli,, ég las hvert einasta orð, því orðið á undan var svo flott 😀 blæst trúnni aftur í mig.. og ég er alveg sammála mönnum um það að þó við vinnum ekki í ár þá höfum við tekið fáránlegum framförum og ég er ekki lengur strassaður fyrir leiki gegn man, chelski og arsenal.. því við erum einfanlega ekki lélegri en þessi lið !

 41. Mér finnst skrýtið að öllum finnist þetta hafa verið ósanngjörn úrslit. Lið nær ekki 4-4 jafntefli með einhverri heppni. Arsenal er að safna saman í djöfull magnað lið, ef þeir fá tvo sterka menn verða þeir magnaðir.

  Og Sigkarl, hvar sem þú ert, farðu að vera duglegri að tjá þig hér.

 42. Kristinn, góður að vanda, öflugri en vanalega núna ef eitthvað er.

  1. elías….. Arsenal var hræðilega heppið í dag og fékk þetta stig að gjöf frá okkur. Legg til að þú horfir á þennan leik aftur.

  Arsenal er með magnað lið….en megnið af því var alls ekki inná í kvöld.

 43. Elís Mar, það er ósanngjarnt þegar annað liðið hefur algjöra yfirburði, fær á annan tug hornspyrna gegn engri, á 26 skot gegn 8, og 14 skot á ramman gegn 4 hjá andstæðingnum ef leikurinn endar 4-4. Vissulega er slæmt að gera varnarmistök, en hvenær hefur liverpool lent í því að gera þrjú mistök í leik og vera refsað í öll skiptin? Reina sem á að vera einn besti markmaður heims er með NÚLL varin skot í leik gegn einu af toppliðum enskrar knattspyrnu. Það á bara ekki að geta gerst og það versta er að það er varla hægt að kenna honum um neitt af mörkunum.

 44. Skil ekki þessa svartsýni í mönnum hérna. Við munum vinna alla leikina sem eftir er. Og mig grunar að man.utd eigi ekki aðeins eftir að tapa 2 leikjum af 7 heldur 3 af 7. En ég held bara þeirri tilfinningu út af fyrir mig 🙂

 45. Benayoun spilaði af sér fokking rassgatið í dag. Besta frammistaða leikmanns í Liverpool-búning á þessu tímabili. Mér er alveg sama hvað þið segið við þessu. Elska þennan gyðing.

 46. Þetta lið er bara ansi skemmtilegt ,en vörnin er farin að minna mig á Liverpool undir Evans þegar Kvarme og félager sáu til þess að titlarnir fóru allir fram hjá Anfield. Hvað hefur eiginlega gerst með þessa vörn á 14 dögum? Ég meina 11 foking mörk í þrem leikjum er bara ekki nógu gott og í gær komu þrjú af fjórum eftir disaster mistök, og til að vera neikvæður ,afhverju er Aurilio inná þegar til er leikmaður eins og Insua? Hvað var hann eiginlega að hugsa þegar hann sparkaði beint á Arshavin,hann hafði allan tímann í verden til að gera bara eitthvað annað við boltann. Já ég á erfit með að vera glaður í dag þrátt fyrir skemmtilega spilaðan leik, en væri það kanske ef leikurinn hefði unnist sem hann ekki gerði . Ég er þó bjartsýnn á framhaldið og þá sérstaklega vegna þess að maður hefur heyrt að Daglish verði helsti ráðgjafi Rafa og það gæti gert herslu muninn sem okkar lið vantar í dag.

 47. Það er allavegana ljóst að það verður æ erfiðara fyrir misvitra blaðamenn að kalla okkur leiðinlegt lið.

  Ég missti af síðasta markinu. Ég trylltist eftir fjórða Arsenal markið, henti næstum því inniskónum mínum í gluggann og slökkti á sjónvarpinu. Þetta var svo ótrúlega ósannagjarnt..

  Við vorum einfaldlega miklu betri frá fyrstu mínútu. Eftir um klukkutíma leik stóð ég mig af því að segja “mikið rosalega erum við með gott lið”. Við tættum þetta Arsenal lið í okkur. Yossi, Kuyt og Torres voru einfaldlega stórkostlegir (ég hefði valið Yossi sem mann leiksins). Og mér fannst menn einsog Mascherano líka vera að spila frábærlega. Þegar við vorum 2-1 yfir þá hélt ég í alvörunni að við myndum vinna þetta 4-1 eða 5-1, svo góðir vorum við.

  En einsog Benitez hefur ábyggilega minnst á í viðtalinu, þá snérist þetta jafntefli um bjánaleg einstaklingsmistök. Fyrstu þrjú Arsenal mörkin voru algjör gjöf og fjórða kom vegna þess að við þurftum að sækja. Það gerir þetta svo fáránlega svekkjandi.

  En stigið sem að Yossi bjargaði gefur okkur allavegana smá von (sem ég var búinn að tapa þegar ég slökkti á sjónvarpinu). Fyrir þennan leik þá vorum við að vonast til að Man U myndi klúðra tveim leikjum og það á enn við. Þeir þurfa bara að klúðra þessum leikjum aðeins verr. Ég mun ekki gefast upp núna á titilbaráttunni.

 48. Skemmtilegur leikur sem Arsenal átti ekki skilið neitt úr. Helstu veikleikar okkar kostuðu okkur sigur þ.e.a.s bakverðirnir lang slakasti hluti liðsins. Ég vil meina að Aurilio hafi átt jafn mikla sök á fyrsta markinu og Argentínski fyrirliðinm. Hann gaf boltann á hann undir pressu í stað þess að þruma boltanum strax í burt. Við vorum svo líka að skjóta mjög illa í þeim fjölmörgu færum sem við fengum í fyrri hálfleik. Pólverjinn þurfti ekki að verja nema 1 erfitt skot sem var í vinklinum önnur skot voru í seilingar fjarlægð. Mér fannst Torres 2-3 geta farið mun nær áður en hann lét vaða. En stóra vandamálið þessa dagana er vörnin 8 mörk á sig í 2 leikjum er afleitt.

 49. Nú þegar maður er búinn að sofa úr sér mestu vonbrigði gærkvöldsins fer maður kannski að hugsa skýrt aftur. Manni var gráti næst að þessi leikur skyldi fara í jafntefli, leikur sem með réttu hefði átt að vinnast með þriggja til fjögurra marka mun miðað við alla tölfræði. En leikurinn vinnst ekki á því hverjir fá flestu færin, skjóta oftast í stöng, fá fleiri hornspyrnur eða leika betur. Leikurinn vinnst á því hverjir skora fleiri mörk.
  Einhver brasilíski snillingurinn sagði einhvern tímann að það skipti engu hversu mörg mörg andstæðurinn skoraði heldur að skora bara meira en þeir, og það var greinilegt að menn ætluðu sér það í gærkvöldi og þar komum við að aðalmálinu – karakternum í liðinu. Ég trúi því enn og ég mun trúa því þar til yfir lýkur að Liverpool geti orðið meistari miðað við karakterinn. Sjáið Benayoun, Kuyt og Torres í gær, hvernig þeir voru brjálaðir í alla bolta og réðust strax á öftustu varnarlínu Arsenal með blóðbragð í munni. Ég trúi því ekki að liðið sé að fara að gefast upp miðað við það sem við sáum í gær.
  manutd. hafa heldur betur verið að hiksta síðustu vikurnar, þeir eiga eftir að spila við Arsenal og Tottenham og ég sé þá ekki vinna þau lið miðað við spilamennskuna. Í kvöld eiga þeir leik við Portsmouth þremur dögum eftir 120 mínútna bikarleik og vítakeppni (sem þeir töpuðu í ofanálag). Ég spái jafntefli.
  Einhver benti á hér að ofan að jafntefli við Arsenal verði ekki til þess að Liverpool missi af meistaratitlinum (ef það gerist) og ég minni á úrslit vetrarins við stóru liðin (tveir sigrar gegn manutd og Chelsea, tvö jafntefli við Arsenal), það eru minni spámennirnir sem eru að gera okkur skráveifu – tvö jafntefli við Stoke og jafntefli heima við West ham, Hull, Man. City og Fulham, Wigan úti. Samt sem áður hefur liðið ekki tapað deildarleik síðan í byrjun nóvember og reyndar bara tapað tveimur í vetur. Liðið hefur sýnt stórkostlegan karakter síðustu vikurnar og þess vegna trúi ég því að baráttunni ljúki ekki fyrr en 24. maí – og þá vonandi með enska meistaratitlinum.

 50. Einar Örn.

  Við vorum ekki með skemmtilegt lið og höfum ekki verið með á undanförnum árum.

  Núna aftur á móti erum við að leika frábærlega og það er sótt til sigurs í hverjum leik. Hugarfar sem mér líkar og auðvitað agnúast blaðamenn ekki út í spilamennsku liðsins þegar við skorum haug af mörkum í hverjum leik.

  Áttu blaðamenn að ljúga að Liverpool væri skemmtilegt lið þegar 1-0 sigrar og leiðindi voru til staðar?

  Liðið er einfaldlega dæmt af verkum sínum og það er erfitt að dæma liðið þessa dagana. Spilamennskan er í þeim gæðaflokki að ekki er hægt að agnúast út í liðið fyrir leiðinlega spilamennsku.

 51. Ég hef rennt yfir ummæli hér að ofan og ég er sammála með Carr, hvað er hann að gera frammi í þessu horni sem liv tók sem endaði svo með marki hjá ars, hann er ekki sá besti að skora, ég hefði ætlað að Alonso væri sterkari þar. Reina: enginn hefur talað um hans hlut, fær 4 skot á sig og öll inni. er eitthvað að hjá honum eða er hann að dala, 8 mörk á stuttum tíma. Veit annars einhver með Insua? saknaði hans mikið. Gerrard: held að liðið þurfi hans krafta sem eftir er af leiktíðinni. Með Gerrard og Torres 100% í lagi, þá hefðu þessir 8 marka leikir farið öðruvísi, pottþétt. Porsm, er í fallbaráttu svo að það er von að þeir geri eitthvað í kvöld. ÞETTA ER EKKI BÚIÐ…..

 52. Jæja félagar þá er þessu tímabili lokið og enn erum við að missa þetta frá okkur Vissi Benitez ekki að Arshavin var kominn í Arsenal. Að láta sama manninn skora 4 mörk á Anfield er skandall og hefur líklega ekki skeð á þessari öld. Framtíðin er ekki björt ef að Benitez verður við stjórnvölinn áfram hann mun litlu bæta við, nema kannski ef hann færi að vera aðeins glaðlegri og fagna á bekknum, hann er svo djöf…. leiðinlegur svona allaf í fýlu, sjáið þið Ferguson hann fagnar eins og hann sé að byrja að þjálfa. En undir stjórn Benitez vinnum við aldrei Ensku deildina. Ég held að það sé búið að sanna sig. hann kann ekki á enska boltan og ætti bara að fara til Spánar.

  ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!

 53. Magnús ólafsson, ég ætla að byrja á því segja þér að fara í smá rannsóknarvinnu varðandi framfarir liðsins undir stjórn Rafa og taka tillit til starfsumhverfis og annara þátta sem geta haf áhrif. Persónulega hefur mér fundist hann höndla það mjög vel og það að enn eiga möguleika á titlinum í lok apríl sýnir svart á hvítu að liðið er í framför. Og það að bera saman Ferguson og Benitez í fögnuði stenst bara ekki samanburð þar sem þeir hafa sitthvorn háttinn á verkum sínum þegar kemur að marki. Benitez fer strax í það að halda mönnum á tánum og hvernig liðið bregst við breyttri stöðu, því að strax eftir mark gefst tími til að koma skilaboðum til manna meðan stillt er upp í miðju og er ég viss umm að Benitez er að nota þennan tíma til hins ýtrasta. Kanski að þetta hafi klikkað aðeins í gær.

 54. Ætla að leyfa mér að vera ósammála nánast öllu því sem Magnús heldur fram í kommenti 59.

  Nenni varla að fara yfir þetta, en framfarirnar eru gríðarlegar og leikurinn í gær t.a.m. ein sönnun þess, það var hrein og klár óheppni að bursta ekki Arsenal í gær, það var himinn og haf milli liðana getulega en Arsenal átti einn af þessum leikjum þar sem allt gengur upp sóknarlega og öll skotin sem þeir ná á ramman fara í markið, það er afar sjaldgæft.

  Versta við þetta er að núna þarf ég vonandi ekki lengur að útskýra fyrir Arsenal vinum mínum að Arshavin er geggjaður leikmaður og hefur verið það lengi.

  p.s. viltu Ferguson á Anfield eða?? Það skiptir ekki máli hvernig menn fagna og það er þó nokkuð augljóst að Rafa Benitez er ákaflega sérstakur (spes) karakter og fyrir mörgum líklega furðurlegur og pirrandi………………….en hey, nefndu mér einn toppþjálfara sem er það ekki? Meðan liðið er að gera sitt á vellinum þá má stjórinn þessvegna vera heima hjá sér á meðan fyrir mér, kjósi hann svo.

 55. Það eina sem gæti fært okkur titilinn væri almennilegur þjálfari sem færi flikk-flakk heljarstökk við hvert mark sem við skorum og myndi skæla eins og smástelpa við hvert mark sem við fengjum á okkur.
  Svona í alvörunni: Hvað nákvæmlega er að þegar viðbrögð þjálfara við marki skipta EINHVERJU máli fyrir aðdáendur? Hvernig horfa svoleiðis aðdáendur á leiki? “MARK! JESSS! ooooo, helvítis þjálfarinn, sjáiði? HANN SITUR KYRR! DJÖFULL ÞOLI ÉG ÞETTA EKKI!!!”

 56. Ég prófaði að skoða þá leiki sem endað hafa 0-0 og 0-1 hjá Liverpool annars vegar og Utd. hins vegar.

  Liverpool hafa unnið 5 leiki 1-0 og gert 4 jafntefli 0-0
  Man Utd hafa unnið 9 leiki 1-0 og gert 1 jafntefli 0-0

  Þarna liggur e.t.v. ein af ástæðum þess að Utd er fyrir ofan Liverpool að lukkudísirnar hafa verið að dansa með þeim í þessum jöfnu leikjum. Þau eiga verða kannski dýr 0-0 jafnteflin við Stoke, West Ham og Fulham þegar uppi verður staðið.
  Þetta gæti jafnvel verið svar við því sem menn voru að ræða hér að ofan að Liverpool spili eitthvað leiðinlegri knattspyrnu en önnur lið. Ef þetta er einhver mælikvarði þá ætti skemmtanagildi Man Utd og Liverpool að vera það sama

 57. Fyrir mér var þetta óssköp einfalt,arsenal átti í fokking fokking fokking (er frekar fúll enþá) breik í þessum leik og að voga sér að seigja að þeir séu að koma upp með eitthvað svaka lið bara af því að þeim var gefið jafntefli í gær er sorglegt að lesa…Þeir áttu ekkert skilið í gær EKKI neitt,þótt klisjan seigi að ef þú nýtir færin þá áttu skilið að fá það sem þú færð út úr leiknum sama hvernig hann spilaðist…..
  Bara sorglegt og ef einhver arsenal maður ætlar að fara að fagna þessum úrslitum þá ætti sá sami að fara að gera eitthvað annað.
  Og arnar björs í fyrsta markinu hjá arsenal “mjög vel útfærð sókn”???eitthvað mjög dumm við þessa settningun hjá honum…..

  arsenal bara áttu ekki breik í leiknum og þetta æðislega yndislega frábærlegi sóknarleikur og spil þeirra???hvar í annsko var það í gær??

  En eftir að hafa losað mig við sárindin mín í gær,Þá ætla ég að klappa fyrir frábærum geggjuðum og bara einhverjum flottasta leik sem ég hef horft á leingi,spurning samt hvort arsenal (varnarmenn liverpool) eigi einhvað sérstakt hrós skilið fyrir sína frammistöðu…..

 58. En eins og alltaf og er marg sönnuð staðreynd að meðal markverðir sem skíta á sig í öllum sínum leikjum koma svo á Anfield og verða heimsklassa.Þessi leikur átti að fara 10-1,….Einu leikmennirnir sem gátu eitthvað hjá arsenal voru markvörðurinn þeirra og svo varnarmenn Liverpool og kannski þessi blessaði rússi….

 59. Jæja.

  Búinn að skoða síðasta markið. Þegar hornið var tekið voru ALLIR leikmenn Arsenal inni í vítateig og ég veit ekki um neinn þjálfara sem hefði heimtað að tveir leikmenn væru til baka, það var einn maður frá okkur á vítateignum Arsenalmanna og Xabi til baka.

  Sprettir Walcott og Arshavin eru stórkostlegir, hjá Arshavin minnst 80 metrar áður en hann feikar besta one-on-one markmann í heimi og skorar á nærstöngina hjá honum.

  Svo ég fyrir gef allt nema bara það kannski að Xabi átti að brjóta á Theo. Við vorum bara að reyna að vinna og ég hefði orðið brjálaður ef við hefðum beðið með tvo menn í vörn á 90.mínútu gegn engum sóknarmanni.

  En svo líka jöfnuðum við heldur betur elskurnar og enn erum við á fínni braut og höfum nú étið allar sóknargrýlur, helst þá að við skorum ekki án Gerrard….. 12 mörk í þeim þremur leikjum sem hann er ekki búinn að vera með í að undanförnu.

 60. Hvar nákvæmlega ætti Carlos Tevez að spila fyrir okkur?

  Væri hann ekki varamaður í okkar stærstu leikjum alveg einsog hann er hjá Man U?

 61. Og ég tek það fram að ég er aðdáandi Tevez-ar og hann er sennilega sá leikmaður hjá þeim sem fer minnst í mínar taugar.

 62. Fá Teves yrði örugglega fínasta viðbót,spurning samt hvort hann þurfi þá ekki að taka af sér united tettoið sem mér skilst að hann sé með á sér.Eða bæta bara við Who The Fokk are man united á það???

 63. Jæja ég sá ekki leikinn, en er búinn að sjá mörkin og vá hvað maður er sár að sjá svona mörk eins og við vorum að fá á okkur:S og núna vorum við að detta aftur í 2 sætið, og held að það sé það sem við komum til með að landa.. og það er svo sárt að vera annar :S

  en við löndum honum þá bara á næsta ári eftir 20 ára bið 🙂

 64. Tevez gæti alveg verið fyrir aftan torres, ekki þó í stöðu gerrards, heldur vinstra megin eða hægra megin og frábær varamaður fyrir hann á toppnum.. ekki að tapa á þessum kaupum.

 65. Ég get ekki betur séð en að markið hjá Bentner hafi verið löglegt (alla vegab-na á grensunni að dæma þetta rangstöðu) þannig að rétt úrslit hefðu átt að vera Liverpool 4 – Arsenal 5

 66. Lappi, þú hefur þá væntanlega athugað öll vafaatriði leiksins en ekki einbeitt þér að þessu eina atviki?

 67. Mig langar í tvo leikmenn! Ribery nokkurn sem spilar í þýskalandi og þennan sem skoraði fernu á Anfield. Ég veit… óskhyggja. En stundum er gaman að láta sig dreyma.

 68. Ribery er ekki raunhæfur. Hvað segja menn um þennan Diego Capel hjá Sevilla? Pjúra kantmaður sem getur spilað báðum megin og hrikalega hraður, teknískur, góðir krossar og aðeins 20 ára. Sá hann í kvöld gegn Barcelona og hann var langbesti leikmaður Sevilla í leiknum og hefur átt frábært tímabil.
  Barcelona er að spá í honum ásamt Juventus, sem og mörg stórlið Evrópu og Man City til í að borga buy-out clause uppí topp til að fá hann. (12m evra) Held að hann myndi henta vel í enska boltann.

  Selja Babel, Dossena, Leiva, Alonso, Voronin — Kaupa Capel, Diego(Werder Bremen), heimsklassa Target Striker og hægri bakvörð. Þá verðum við meistarar næsta tímabil ef Torres og Gerrard haldast að mestu heilir.

  Ég var búinn að fullbóka Liverpool sigur fyrir leik þegar ég sá þessa hörmungarvörn hjá Arsenal. Þeir áttu ekki að höndla hápressu okkar manna. Í stöðunni 2-1 yfir átti Liverpool að þétta miðjuna og nota hraðann á Torres og Benayoun til skyndisókna og segja Aurelio og Arbeloa að bakka aftur í vörnina. Þá hefði þetta endað með öruggum heimasigri gegn slöku hugmyndasnauðu liði. Arsenal áttu fullkomlega ekkert skilið úr þessum leik. Liverpool bara á að vinna Arsenal á Anfield enda einfaldlega betra lið en þeir. Punktur og Basta.

  Nú verða Arsenal bara að gera okkur greiða og vinna Man Utd í næstsíðustu umferð. Jafntefli þar dugir líklega ekki. Svo treysta á að United tapi 1 leik á útivelli. Hef fulla trú á að Liverpool vinni rest ef þeir halda einbeitingunni í lagi.

 69. Ég væri ekki tilbúinn að fá einhvern “Diego Capel” frá Sevilla. Hljómar eins og annar Mark Gonzalez í fæðingu. Við höfum ekki efni á þannig kjaftæði.
  Það eina sem þetta lið þarf er ein til tvær heimsklassasleggjur í réttar stöður. Ekki nokkra Dossena, Degen og aðra slíka kóna.

 70. Kaup á Teves væru fullkomlega óraunhæf sbr. kaupin á Heinze um árið, R.Þ. Ferguson myndi aldrei samþykkja slík kaup.

 71. Ferguson gæti nú lítið sagt þar sem að Utd á ekkert í honum heldur félagið sem Liverpool keypti Mascherano.

 72. Helgi J, Ferguson hefur bara ekkert um það að segja hvert Tevez fer ef hann er ekki tilbúinn að kaupa hann, Manchester á hann ekki heldur Media sports investment(m.s.i.) sem áttu einnig mascherano áður en lfc keypti hann.

  hinsvegar væri ég alveg til í að reyna við að fá capel inn gegn babel eða jafnvel juan manuel mata, skil ekki afhverju hann er ekkert orðaður við fleiri lið i ljos stöðu Valencia

 73. Væri til í Tevez, væri stórkostleg viðbót! En til þess að svara nr 79 þá ætlar Man U að fjármagna kaup á Franck Ribery sem á að hljóða upp á 35 – 40 mill p.

 74. Ég vil nú bara minna menn á að Tevez er mikill Man U aðdáandi, mér skilst að hann hafi fengið sekt hjá Corinthias fyrir að mæta í Man U treyju á æfingu og það var löngu áður en hann kom í Man U. Væri alveg til í að fá hann en hann kemur aldrei til Liverpool, ég hreinlega trúi því ekki.

  Ég verð samt að segja varðandi sumar færslunar hérna, að ég vil ekki umbylta liðinu með einhverjum 5 nýjum leikmönnum sem þurfa sinn tíma að aðlagast liðinu. Liðið er hársbreidd frá titlinum núna og er í fínum farvegi eins og það er.

One Ping

 1. Pingback:

Liðið gegn Arsenal komið

Fyrsti pistill sumarsins!