Arsenal kemur á Anfield á morgun.

Á morgun kemur Arsenal í heimsókn en þeir eru í hörkukeppni um 3-4.sætið í deildinni við Chelsea, Aston Villa og Everton. Þeir eru í feiknaformi sem stendur og slógu Villarreal örugglega út úr Meistaradeildinni en töpuðu á síðustu stundu gegn Chelsea í undanúrslitum enska bikarsins 1-2. Þeir hafa verið að fá marga leikmenn tilbaka eftir langvarandi meiðsli og gætu verið það lið sem hefur mest áhrif á ensku deildina því þeir eiga eftir að mæta Man Utd og Chelsea í deildinni (reyndar Man Utd einnig í undanúrslitum Meistaradeildarinnar). En nóg um andstæðingana og snúum okkur af því sem skiptir máli: LIVERPOOL.

Það er ljóst að Steven Gerrard er áfram frá vegna meiðsla en það hafði ekki áhrif gegn Blackburn! Ég á ekki von á mikilli breytingu á liðinu frá því gegn Chelsea í meistaradeildinni en þó aðeins:

Reina

Arbeloa – Carragher – Skrtel- Aurelio

Mascherano – Alonso
Kuyt – Benayoun – Riera
Torres

Bekkur: Cavalieri, Insúa, Hyypia, Agger, Lucas, Babel, Ngog.

Ég set Riera aftur inní liðið á kostnað Lucas og Yossi fer í holuna fyrir aftan Torres (getur einnig verið Kuyt). Hugsanlega gæti Rafa sett Agger inn fyrir Skrtel en spurningin er hvort hann vilji breyta eitthvað til í vörninni. Ef hann setur Agger inn þá má vel vera að Insúa fái tækifæri á kostnað Aurelio en svona gæti ég haldið áfram og áfram…

Þetta er gott lið og á góðum degi klárlega lið sem getur unnið Arsenal á heimavelli. Við erum í feiknarformi sóknarlega og höfum skorað undanfarið 8 mörk í 2 leikjum. Það sem verra er að við höfum fengið á okkur 7 í síðustu 3 leikjum.

Lykill í þessum leik er að loka á Fabregas, Adebayor og Van Persie sem hafa verið funheitir í undanförnum leikjum og ég treysti Macherano og co. fullkomlega til að halda þeim í skefljum og innbyrða góðan sigur. Staðan er einfaldlega þannig að við verðum að vinna rest og þessi leikur er lykilleikur uppá framhaldið. Ef við töpum eða gerum jafntefli þá fullyrði ég að möguleikar okkar á enska titlinum eru búnir. Vinnum við hins vegar (eins og ég geri ráð fyrir) þá setjum við áfram pressu á Man Utd sem er ennþá á fullu í Meistaradeildinni en var að falla úr keppni í enska bikarnum eftir framlengdan leik gegn Everton (ótrúlega leiðinlegum leik).

Liðið datt út úr Meistaradeildinni með mikilli reisn og börðust fram á síðustu mínútu, það var mikilvægt uppá framhaldið. Liðið er í góðum gír og ég er sammála Mascherano í viðtali við hann á official síðunni: READY FOR TITLE FIGHT.

Spá: 4-2 í fjörugum leik þar sem Arsenal nær tvisvar að jafna í fyrri hálfleik en á endanum er það Skrtel sem skorar 4 markið undir lok leiksins og tryggir góðan sigur.

45 Comments

  1. Þessi leikur er must win og ekkert annað. Spá 2-1 sigri í dramatískum leik. Torres og Mascherano (ekki stafsetningarvilla) með mörkin.

  2. ég spái 1-1,en vonast samt eftir sigri,það verður 1 víti og 1 rautt spjald í leiknum.

  3. vont að hafa ekki Gerrard, nú mætum við því liði sem ásamt okkur hefur undanfarið verið á hvað mestri siglingu í deildinni. Verður erfitt en ég ætla að hætta endalausri svartsýni og spá okkur sigri. Vil sjá Agger fá sénsinn.

  4. Ég trúi því ekki að við skorum enn og aftur 4 mörk í leik 😉

    Spái þessu 2-0 fyrir okkar menn, Torres og Alonso með mörkin

  5. Fowler: Ég var ekki búinn að sjá þetta, þetta eru AFAR GÓÐAR fréttir!

  6. Það vantar sem sagt Adebayor, Van Persie, Gallas og Glitchy. En það kemur maður í manns stað tilbúinn að sanna sig en vonandi náum við að sigra á morgun. Þetta er algjörlega crucial leikur ef við ætlum að halda okkur áfram í baráttunni um deildarmeistaratitilinn!

  7. Sannarlega góðar fréttir fyrir okkur að Adeb. og V. persie verði ekki með á morgun.

    Eða hvað? – Ég hef allt of oft séð Wenger segja svona lagað fyrir leiki og svo fyrir einhverja Guðs náð og lukku þá eru viðkomandi heilir öllum að óvöru…

    YNWA – 2-0

  8. Þetta er HRIKALEGA mikilvægur leikur. Ef við vinnum á morgun, þá setjum við mikla pressu á Man U og eigum svo sæmilega létt prógramm eftir.

    Við eigum að vinna þetta Arsenal lið þótt þeir væru með sitt sterkasta lið og hvað þá þegar að það vantar lykilmenn einsog van Persie og Adebayor.

    Ég er strax orðinn spenntur.

  9. Hahahah, ég gat ekki gert annað en hlegið þegar pistlahöfundur er að spá því að Skrtel muni skora mark fyrir Liverpool, hehehe. Ég er búinn að vera fyrir pínu vonbrigðum með Skrtel í síðustu leikjum, finnst hann ekki búinn að vera uppá sitt besta og þá sérstaklega gegn Chelsea í CL leikjunum. Gefum Agger séns og fáum hann svo til að skrifa undir nýjan samning. Agger Á AÐ VERA ÁFRAM Á ANFIELD. Það er vont að Gerrard sé ekki með því hans var sárt saknað í síðari leiknum gegn Chelsea. Ég vona svo sannarlega að við vinnum á morgun og hjálpar það klárlega að það vantar Van Persie sem er einn besti maður deildarinnar að mínu mati.

  10. Thad segir kannski sitt um spilamennsku okkar manna undanfarid i deildinni ad eg er ekkert allt of hraeddur vid thennann leik. Eins og vid hodum verid ad spila i deildinni undanfarid eigum vid klarlega ad vinna thetta Arsenal lid. En thad er aldrei neitt oruggt.
    Eg aetla ad vera djarfur og halda thvi fram ad vinnum vid Arsenal a morgun tha munum vid taka titillinn. Verdum komnir med tveggja stiga forskot a ManU og bunir ad setja thvilika pressu a tha. Tho their klari Portsmouth daginn eftir eiga their svaka program eftir thad a moti Tottenham, City og Arsenal (reyndar med Middlesborogh inni a milli). Og their eiga potthett eftir ad tapa einhverjum stigum i thessum leikjum, thad er ekkert “ef” um thad. Thetta veltur allt a leiknum a morgun, klarlega mikilvaegasti leikur sem Liverpool hefur spilad i morg ar.
    p.s. er eg sa eini sem finnst Ferguson vera farinn ad missa thad adeins a sidustu metrunum sbr. Rafa hrokagikkur kommentid og kludrid a moti Everton eda er enhver annar ad sja thetta lika?

  11. Það eru nú fleiri en bara Adebayor og Van Persie sem eru meiddir hjá Arsenal. Skv. BBC eru eftirtaldir leikmenn meiddir hjá liðunum:

    Liverpool: Steven Gerrard.
    Arsenal:Manuel Almunia, Johan Djorou, Gael Clichy, William Gallas, Tomás Rosicky, Emmanuel Adebayor, Robin van Persie.

    Þá kemur Eduardo inn heill en er örugglega ekki í byrjunarliði þar sem hann er í lítilli leikæfingu. Við gætum verið að sjá þetta Arsenal-lið á morgun:

    Fabianski
    Sagna – Touré – Silvestre – Gibbs
    Arshavin – Song – Denilson – Nasri
    Fabregas
    Bendtner

    Þetta er ágætis lið hjá þeim en ekkert í líkingu við það sem þeir gætu stillt upp ef allir væru heilir.

    Það er alveg klárt í mínum huga að þetta er langerfiðasti deildarleikurinn sem við eigum eftir, á pappír. Arsenal munu hirða stig í allavega einum af þremur leikjunum sem þeir eiga eftir gegn þremur efstu liðunum, þannig að ef við getum unnið þá annað kvöld er ég bjartsýnn á að þeir geti hjálpað okkur á Old Trafford.

  12. er það ekki svolítið klikkað að spá 4-2 sigri á móti Arsenal? þó svo að ég sé hjartanlega sammála þér.. Snilld að Ade og RVP séu ekki með!

  13. Thetta verdur rosalega erfidur leikur a morgun, engin spurning arsenal lidid er buid ad vera spila mjog vel undanfarid og held ad arshavin verdi rosalega erfidur okkar monnum og tarf ad dekka hann vel. En eg aetla samt ad vera mjog bjartsynn og spa 3-0 sigri, torres skorar tvo og svo setur einhver ad midvordunum eitt i fostu leikatridi.

  14. Þó svo að það vanti Van Persie og Adebayor þá er þetta Arsenal lið alveg drullusterkt, það kemur bara maður í manns stað. Arshawin, Bendtner,Walcott og Nasri, þetta eru allt hættulegir leikmenn. Ég held samt að ef Arsenalvörnin verði jafn léleg og þeir voru á móti Chelsea á laugardaginn þá verðum við í góðum málum. 3-1 (Torres með þreunnu)

  15. Hvað með Theo Walcott?
    Þurfum við ekkert að hræðast hann?
    Annars er ég klár á að við vinnum þennann leik, leikmenn okkar vita að að þetta verður einn mikilvægasti leikur liðsins í helv mörg ár.
    Svo vil ég ég geta þess að nokkrir Arsenal menn sem ég þekki eru sammála um að þeir vilji að Liverpool vinni leikinn 🙂
    Geta ekki hugsað sér að Man Utd taki dolluna í ár, mikið er ég sammála þessum gáfuðu nöllurum 🙂

  16. Ég vil sjá Lucas spila í holunni fyrir aftan Torres. Fantagóður leikmaður.

  17. Vá hvað Ferguson getur verið mikill bjáni. Hann röflar yfir því að Benitez á að hafa sagt að Everton væri ekki stór klúbbur og svo stillir hann upp kjúklingaliði og gefur það í skyn að hann geti unnið Everton með vinstri. Gamli skotinn er að missa það held ég.

  18. Bara einfalt mál. Must win eins og aðrir sem eftir eru. Ef við misstígum okkur þá er þetta búið. Arsenal getur stillt upp fínu liði þrátt fyrir að það vanti þessa en það er óneitanlega auðveldara að eiga við Bendtner heldur en Adebayor. (Vona að þetta bíti mig ekki). Þá ættum við að stjórna miðjunni með harðri hendi. 2-1 fyrir okkur og game on.

  19. verðum bara að passa okkur á walcott. hann er búin að skora 3 mörk í þremur leikjum og er á svaka siglingu nuna einnig held ég að fabregas og arshavinn verði erfiðir… bara vörninn sem er að klikka hjá þeim. samt held ég að þeir taki okkur 3-2 eða þá að þeir komist í 2 – 0 og á sidustu 10 min náum vid ad jafna

  20. Þrátt fyrir meiðsli lykilmanna eru Arsenal menn stórhættulegir. Walcott er að verða virkilega góður leikmaður og verður áhugavert að fylgjast með frama hans á næstu árum. Ég er samt vongóður um sigur í þessum leik og spái 2-1 sigri. Þessi leikur er úrslitaleikur eins og allir deildarleikirnir sem eftir eru og verða þeir allir að vinnast.

  21. Sælir félagar…. Er staddur i frakklandi og er i einhverju skita þorpi sem er ekkert að drukkna i sportbörum, þannig að ef einhver vill vera svo vænn að henda inn link á leikinn a morgun væri það mega nice.
    kv. Teddi
    btw kl hvað byrjar leikurinn

  22. Sæll Teddi frændi,

    Leikurinn byrjar 18:45 á íslenskum tíma og skal ég glaður henda link hingað inn rétt fyrir kick-off!

  23. við skulum ekki gleyma hvernig heimaleikir hafa stundum verið hjá okkar mönnum, en ryfið sig upp á útivelli (í meistarad, tapaðist leikurinn á anfield ). En ég held að Rafa sé búinn að ræða það og við tökum þetta. Koma svo LIVERPOOL….

  24. Úfff þessi leikur er hreinn úrslitaleikur fyrir okkur í titilbaráttunni!

    Ég er hóflega bjartsýnn og spái mjög erfiðum 2-1 sigri. Við megum ekki gleyma því að ef eitthvað lið getur stigið upp með kjúttlinga þá er það Arsanal sbr bikarkeppnirnar hjá þeim.
    Við hreinlega verðum að vinna því Portsmouth ná jafntefli á morgun gegn manjúr.
    YNWA!!

  25. Er ekki Agger betur til þess fallinn að hjálpa bakverðinum með Walcott en Skertl eða Carra, með hjálp frá miðjumanni (JM/LL/XA)?

    Ég vil sjá hann byrja í kvöld því báðir miðverðirnir virtust vera orðnir ansi þreyttir undir lokin á móti Chelsea.

  26. Mig dreymdi um þennan leik í nótt. Hann endaði 7-3 fyrir okkur, og það var risa slagur. Svolítið skrítið að hlakka svo mikið til að sjá svona leiki, að maður dreymir um þá..!

  27. 26, ekkert vera ad minnast a heimavallarecordid okkar herna, thu gerir mann bara hraeddan….:)

  28. Mig dreymdi einmitt að Torres hefði skorað 1 mark enn restin af draumnum er í móðu 😉
    Koma svo Liverpool.
    YNWA.

  29. þessi leikur er 100% win
    Arsenal mun sætta sig við jafntefli og verða ekki beittir frammi. miðjan hjá þeim er hættulegust, nasri mun verða þeirra besti maður í kvöld, en masc og alonso sjá um þetta, og torres mun eiga mjög góðan leik. Spái 3-1 ,, Þeir munu skora ódyrt mark eftir varna/markmanns mistök

  30. Sammála mörgum hérna, ég vil að Agger fái tækifæri í kvöld. Þess utan er byrjunarliðs spáin nákvæmlega eins og ég vil sjá byrjunarliðið. Ég spái að við skorum slatta í kvöld, en er ansi hræddur að við fáum mörk á okkur líka. Ég ætla að spá 4-2 fyrir LFC, Torres með 2, Aurelio og Benayun með sitt markið hvor.

  31. Leikurinn í kvöld er held ég einn mikilvægasti leikur sem Liverpool hefur spilað í deildinni í svona tæp 20 ár. Þeir finna lyktina af bikarnum og þurfa að vinna í kvöld til að setja meiri pressu á Man Utd. Ég fullyrði að þessi leikur er sá mikilvægasti, ekki bara á tímabilinu heldur í háa herrans tíð fyrir LFC. Tap eða jafntefli og þá er draumurinn úti.

  32. Arsenal hefur ekki svo miklu að tapa, nánast öruggir með 4 sætið, svo nú er bara að vilja það meir 3-0

  33. Varðandi leikinn í kvöld, þá trúi ég því að okkar menn taki Arsenal.

    Arsenal eru nokkuð öruggir með 4.sætið og vilja gjarnan komast alla leið í Meistaradeildinni, þannig að ég held að Wenger setji þennan leik ekki í algjöran forgang þar sem að þeir mæta Man Utd. í næstu viku. Við megum samt engan veginn vera værukærir í kvöld, held að menn geri sér fulla grein fyrir styrk Arsenal. Spái því að Torres setji tvö mörk, í 2-0 sigri okkar manna.

    Grétar #35, veit ekki með hvort Agger ætti að byrja leikinn, erfitt að breyta vörninni þegar að svona seint er liðið á deildina. Vil samt sjá meira að Agger á næstu leiktíð, þar sem um frábæran leikmann er að ræða og við megum alls ekki missa hann.

    Það sem ég óttast mest þessa dagana er Babel og fréttirnar að hann sé að fara, Babel hefur vissulega verið handónýtur undanfarna mánuði. Eins og mér leist vel á piltinn í fyrra, þá hefur sjálfstraust og ákvarðanartaka drengsins undanfarið verið hörmuleg. Það er nokkuð ljóst að hann er mikið talent, en hann hefur ekkert náð að sýna sem fær mann til að vilja sjá hann reglulega í byrjunarliðinu. Spurning hvað á að gera við piltinn?!

  34. Því miður fyrir ykkur liverpool menn er ég ekki að sjá að neinn í ykkar liði sé að fara að stöðva ugluna, þannig að ég segi að þetta fari 0-3 fyrir mína menn.

  35. The Reds XI in full is: Reina, Arbeloa, Aurelio, Carragher, Agger, Mascherano, Alonso, Benayoun, Riera, Kuyt, Torres. Subs: Cavalieri, Skrtel, El Zhar, Lucas, Babel, Ngog, Dossena.

Niðurtalning

Liðið gegn Arsenal komið