Silly-season hafið!

Eftir að við komumst ekki í úrslitaleik Meistaradeildarinnar var ljóst að tímabilið væri í raun búið og að silly-season myndi hefjast að fullum krafti. Nú þegar er staðfest að Liverpool hafi boðið í Gareth Barry sem og Rafa sjálfur hefur sagt að búið sé að ganga frá 2 leikmönnum, annar ekki enskur en vel talandi á enska tungu og sé leikmaður sem geri kröfu til byrjunarliðssætis. Hinn er ungur og væntanlega áframhaldandi liður í því hjá Rafa að hafa öflugt unglinga- og varalið.

Núna segir Rafa sjálfur að hann hafi rætt við Parry um verðandi leikmannakaup og hann vilji ganga frá þeim sem fyrst. Hljómar vel og vonandi gengur þetta eftir.

Uppáhaldsleikmaður SSteinn, Patrik Berger, segir Barry að hann eigi að skipta til Liverpool þar sem möguleikinn komi jafnvel aldrei aftur til að skipta til félags líkt og LFC.

19 Comments

  1. “We have scored 116 goals. We want to be the best team in England – and people talk about us being defensive!”

    Hehe

  2. Er alveg pottþétt að Rafa verði með liðið á næstu leiktíð?

  3. Davíð Arnar: Það er ekkert pottþétt nema að Liverpool endar í 4.sæti 🙂 Hins vegar tel ég afar ólíklegt að það breytist en vissulega gæti allt farið uppí loft ef eignarhaldið á félaginu breytist.

    Ég tel persónulega gríðarlega mikilvægt að Rafa haldi áfram með liðið og að við höldum áfram á þeirri braut sem liðið hefur verið. Ég er fullviss um að með því að fá leikmenn í þær stöður sem eru veikastar fyrir (kantmenn og vinstri bakvörður) þá myndi liðið verða miklu öflugara. Rafa er að klára sitt 3 tímabil með Liverpool og vonandi þurfum við ekki lengur að sætta okkur við að kaupa 3-4 valkost Rafa líkt og var með t.d. Bellamy og Pennant.

  4. Rafa verður áfram.
    Það er ekki fræðilegur möguleiki á því (hvort sem núverandi eigendur verði áfram saman, annar þeirra taki alveg við klúbbnum eða það komi nýir eigendur) að sá sem stjórni klúbbnum reki Rafa. Bara ekki séns.

    Menn eru búnir að sjá hvernig Liverpool stuðningsmenn brugðust við bara við það þegar þeir bakkabræður voru að hugsa um að skipta um framkvæmdastjóra. Nú er Tommi Hicks að reyna allt til þess að friða stuðningsmenn Liverpool með viðbjóðslega smeðjulegum viðtölum, Gilli er vælandi yfir því hvað Tommi er vondur við sig og ef það kæmu nýir eigendur þá myndi þeim ekki detta það í hug að ætla að byrja á því að fá aðdáendur Liverpool á móti sér.

    Rafa verður áfram og 19. kemur í hús. Díll?

  5. Fyrstu 150 leikirnir í deildinni

    Benitez – W81 D35 L34.
    Houllier – W81 D35 L34.

    Mögnuð tölfræði það

  6. Þetta er sannarlega mögnuð tölfræði! Enda hefur Rafa ekkert gert af viti í deildinni síðan hann tók við, nema menn séu sáttir við að vera í 3-5 sæti. Er til í að gefa honum einn séns til viðbótar samt! Maður hefur á tilfinningunni að þetta sé á uppleið. En þá er líka eins gott að við kaupum ekki einhverjar gúrkur í sumar eins og Houllier gerði 2002.

  7. Jæja, er ekki kominn tími á að setja upp svona smá pistil um möguleg kaup í sumar í samræmi við slúðrið?

  8. Hvernig er það samt, verða þeir kaupandi fyrir EM.
    Kanski að gaurar sem þeir vilja rjúki upp í verði ef þeir brillera á EM eða falla í verði ef þeir kúka upp á bak 😛

  9. Sælir félagar
    Já þetta er mögnuð tölfræði og eitthvað sem maður hafði á tilfinningunni. En frammistaðan í meistaradeildinni er það sem skilur á milli held ég. Ég vil gefa RB eitt og bara eitt tímabil til að gera alvöru atlögu að meistarasætinu. Ef honum tekst það má hann vera lengur.
    Hvað leikmenn varðar vil ég báða bakverðina nýja og svo kantara báðum megin. Ég hefi lýst því einhverstaðar áður hvað þar liggur að baki og nenni ekki að segja það aftur.
    Það er nú þannig.

    YNWA

  10. það er nú alltaf gaman að spá í hvaða leikmenn koma til liverpool í sumar en minn draumur er nú
    Barry/lahm
    villa/hunterlaar
    lennon/Quresma
    Alves.
    En þetta er nú aðeins hugmynd og mun örugglega aldrei gerast, enjá það er gott að láta sig dreyma.

  11. Óli þarna má sleppa nokkrum nöfnum lennon ekki betri en pennant og því ekkert með hann að gera Quresma pappakassi sem er best geymdur í Portogal. Væri gaman að fá Alves en held við höfum klúðrað þeim möguleika í fyrra þegar við týmdum ekki að kaupa hann á 13 millur.Barry, lahm og hunterlaar væri gaman að sjá hjá okkur. Villa fer sennilega í Madrid.

  12. Kárinn.
    Veit ekki alveg hvar þú færð þínar tölur en samkvæmt lfchistory.net fékk Houllier 270 stig út úr fyrstu fjórum tímabilunum og Rafael er nú kominn með 281 stig, á möguleika að bæta við.
    Í lok þessa fjórða tímabils hjá Houllier enduðum við með 80 stig í öðru sæti og fimmta tímabil hans hófst með samfelldri sigurgöngu og við studdum hann öll heilshugar allt fram að 0-4 tapi gegn Chelsea í desember það tímabil. Enda fékk GH karlinn bara 60 stig það tímabil og við í 5.sæti, hefði sennilega þýtt 7.sæti í ár. Árið þar á eftir, hans síðasta, fékk hann svo 64 stig. Kannski 5.sætið þennan vetur.
    Skulum alveg átta okkur á því að ef að Rafa nær ekki nema 60 stigum á næsta ári kveður hann Anfield!!!!!
    En við skulum heldur ekki gleyma því að sennilega hefur aldrei verið jafn mikil bjartsýni ríkjandi eins og í lok 4.tímabils Houllier og því er kjánalegt að láta eins og nú sé rétti tíminn til að láta Rafa fara út frá því.
    Eins og ég hef áður sagt klúðraði Houllier sumrinu 2002 á hrikalegan hátt og við skulum öll vona að LFC hafi lært lexíu af þeirri hörmung.
    Staða liðsins eftir 4 ár er að mínu mati viðunandi, en stórt skref þarf að koma næsta vetur. Hef áður sagt að viðbúið er að lið tapi einni alvöru titilbaráttu áður en titill vinnst, svoleiðis var það hjá United liði Fergie, gullaldargengi Wenger og svo Chelsea þar til José var fenginn.
    Slíkt kapphlaup þurfum við að þreyja næsta vetur!!!

  13. Þórhallur: “lennon ekki betri en pennant og því ekkert með hann að gera”

    Gareth Barry er svo alls ekki að fara að bæta þetta lið neitt. Þá fáum, í einum og sama leikmanninum, aðeins verri miðjumann ef Xabi Alonso fer og aðeins betri bakvörð ef Riise fer.

    Ég vil líta á dæmið þannig að Liverpool fái leikmenn sem ég vil ekki sjá fara til hinna stóru liðanna. Gareth Barry má alveg fara til Man Utd eða Chelsea mín vegna án þess að mér sé sama, og því vil ég ekki fá manninn í Liverpool.

  14. Barry to reject record pay deal and join Benitez!
    By Sam Wallace
    Tuesday, 6 May 2008

    Liverpool are winning the battle to sign Gareth Barry with the player himself having made the decision to sign for Rafael Benitez’s club this summer rather than agree a new contract at Aston Villa. Benitez is also close to signing the Birmingham City goalkeeper Maik Taylor as a back-up to Jose Reina.

    The deal for the Aston Villa captain is set to prove the most complicated with the two clubs still at loggerheads over a fee, but Barry’s wishes will, in all likelihood, force Villa into doing a deal eventually. The offer from Liverpool for Barry was valued at £10m although it was not an exclusively cash deal. In exchange for Barry, Liverpool were offering a choice of John Arne Riise, Jermaine Pennant or Scott Carson, who is currently on loan to Villa, plus an unspecified cash deal to make the value up to £10m.

    Barry has two years left of his contract at Villa and would become the side’s highest earner should he accept the deal on offer to him. However, he has decided after 11 years at Villa that a move to Anfield would be in his best interests even though he is likely to be asked by Benitez to fulfil a role on the left side of midfield and defence rather than in the centre – where he has established himself for England.

    Crouch’s future is still uncertain after he was left out of the Liverpool squad to face Manchester City on Sunday even though the England striker was fit. It now appears that Crouch, Pennant, Riise – a target for Newcastle – and possibly Yossi Benayoun will all be allowed to leave in the summer. As well as signing the Borussia Dortmund full-back Philip Degen on a free transfer, Benitez will also move for Taylor.

    Taylor, 36, is playing for a Birmingham team that is in the bottom three of the Premier League as they approach the last game of the season. He has been at Birmingham since 2003 where he originally went on loan from Fulham before signing. He lost his place in last season’s team that came up from the Championship but won it back this season and has been a regular since.

    http://www.independent.co.uk/sport/football/premier-league/barry-to-reject-record-pay-deal-and-join-benitez-821643.html

    Áhugavert..

  15. Núna er ég nokkuð viss um að Rafa vinur okkar Benitez sé fullkomlega ánægður með stærð hópsins og vil aðeins fá nýja leikmenn í staðinn fyrir þá sem hann selur. Það þýðir ef hann selur t.d. Crouch, þá geri hann það ekki nema að hann fái annan sóknarmann í staðinn fyrir hann og ef hann selur Riise þá er það vegan þess að Degen er búinn að skrifa undir.

    Reyndar vitum við að hann gæti fengið til sín leikmann sem getur spilað margar stöður, og við vitum að hann kann vel við þannig leikmenn. Það er líklega ein stærsta ástæðan fyrir því að hann er svona hrifinn af Gareth Barry (sem getur spilað í það minnsta þrjár stöður.) Það gæti einnig verið að hann sé að fá Barry til að fylla skarð Alonso, ef hann fer í sumar.

    Auðvitað verður maður að gerast spámaður og ég ætla að segja að svona 4-6 leikmenn í neðsta flokknum hjá mér (sjá fyrir neðan) fari og í mesta lagi 1 í næst efsta. Augljóslega enginn í efsta flokknum.

    Þá vil ég einnig minna menn á að þið vitið ekkert hvað Rafa mun gera, hann kaupir oftast ekki þá leikmenn sem eru sterkast orðaðir við klúbbinn.

    Þeir sem fara 100% ekki: Reina, Carragher, Skrtel, Agger, Hyypia, Gerrard, Mascherano, Lucas, Babel, Torres.
    Þeir sem fara alveg örugglega ekki: Finnan, Arbeloa, Aurelio, Alonso, Kuyt.
    Þeir sem fara pottþétt eða gætu vel farið: Itjande, Riise, Kewell, Benayoun, Pennant, Crouch, Voronin.

  16. Já, þessi þrjú nöfn sem maður hefur heyrt fylla mann svosem ekkert mikilli eftirvæntingu. Tek undir með Halldóri – Barry er síður en svo betri en Alonso og ég sé það sem mikinn missi ef hann fer – ég trúi því ekki að menn séu búnir að gleyma því hvers lags sendingargetu maðurinn býr yfir – og staðsetningum til að stöðva sóknir andstæðinganna. Valencia er ekki betri en Pennant, þótt hann hafi skorað tvö um helgina. Degen er síðan óskrifað blað – vonandi kemur hann sterkur inn í þetta – og þá væntanlega á kostnað Finnan, sem hefur þjónað okkur dyggilega síðustu árin.
    Varðandi #17 – Stefán, þá er ég ekki viss um að Benitez sé ánægður með jafvægið í liðinu, ef hann ætlar að leggja upp með 4-3-3 þá er óþarfi að hafa 4 sentera í hópnum – þannig að mögulega fara bæði Crouch og Voronin ef styrkja á senterahópinn með öflugum leikmanni. Ef senterinn sem við fáum er það öflugur að hann verði settur inn á kostnað miðjumanns og spilað 4-4-2 þá má búast við því að Voronin verði áfram og Kuyt verði þriðji senter.
    Ég vona persónulega að hann noti Barry í vinstri bakvörðinn, hann er mun betri en bæði Aurelio og Riise. Benitez á ekki að skipta sér af því hvernig landsliðsþjálfari Englands stillir honum upp, hann á að nota hann eins og kemur Liverpool best. Þá vona ég að Alonso verði áfram.
    Ef þetta verður staðan þá eru það þessar blessuðu kantstöður sem við þurfum að styrkja – gefið að Degen verður öflugur og Arbeloa sýni meira af því sem hann sýndi á köflum í vetur.
    Í sjálfu sér eru ekki margir leikmenn sem geta styrkt liðið verulega, ég hreifst mjög af Maxi Rodrigues á HM 2006, hann ætti að vera falur fyrir innan við 15 milljónir punda. Babel á eftir að verða sterkari en samt vantar okkur mann sem heldur honum við efnið – helst vildi ég fá Luis Garcia til baka, hef í sjálfu sér engan í huga þeim megin.
    Tek líka undir með Magga, þetta sumar verður vendipunktur í ferli Benitez, hann verður að kaupa vel, gera verulega atlögu að PL, ná langt í CL, og ná amk. einum bikar.

Liverpool 1 – Manchester City 0

Hvað gerist á næstu vikum?