Hvað gerist á næstu vikum?

Ég ætla bara stuttlega að fara yfir þá leikmenn sem hafa verið linkaðir við okkur á hinum ýmsu vefmiðlum undanfarna daga.

Gareth Barry (27), búið að staðfesta það frá hálfu Villa að búið sé að leggja fram tilboð í hann. Rætt er um leikmenn plús peninga díl, samanlagt virði um 10 milljónir punda. Ef þessi kaup ganga eftir tel ég líklegt að Alonso fari.

Philip Degen (25) hefur verið nefndur í tengslum við okkur. Hann ku vera falur á frítt frá Dortmund. Degen er Svissneskur landsliðsmaður og spilar sem hægri bakvörður. Þessi kaup gætu verið upphafið af endalokum Finnan hjá Liverpool.

Eric Abidal (28), bakvörður hjá Barcelona. Hann mun vera falur á 8 milljónir punda. Ég myndi taka á móti þessum dreng fagnandi. Allir vefmiðlar dagsins í dag linka hann við Liverpool. Ef þessi kaup ganga eftir þá fullyrði ég að Riise fari.

Maik Taylor (37), markvörður Birmingham mun vera í viðræðum við Liverpool og er falur á Bosman. Það myndi væntanlega þýða að bæði Carson og Itjande myndu fara frá Liverpool.

Rafinha (23), hægri bakvörður Schalke mun víst ekki fá að fara frá félagi sínu fyrir næsta tímabil.

Munu þessir leikmenn styrkja/veikja okkur? Ég er þess fullviss að einhvert stórt nafn kemur þrátt fyrir að hafa aldrei verið nefndur í fjölmiðlum áður en hann kemur. Vonandi verður það kantmaður. Svo virðist vera að næstum allir bakverðir sem geta eitthvað eru linkaðir við okkur.

34 Comments

  1. Eins og svo oft áður, þá heldur Rafa spilunum þétt upp við sig og aðeins þeir Barry og Degen virðast vera svona nálægt því að vera með staðfestan áhuga frá Liverpool FC. Ég er alls ekki sammála því að kaup á Barry þýði endalokin hjá Alonso. Barry er afar fjölhæfur leikmaður sem ég hef lengi haft augastað á. Í mínum huga er hann frábær vinstri bakvörður og er einnig flottur á kantinum. Hann hefur þó verið að styrkja sig í sessi á miðsvæðinu og verið að spila virkilega vel þar. Það er engin spurning um að hann á eftir að styrkja Liverpool liðið mikið. Man.Utd keyptu Carrick og Hargreaves og ég fer ekki ofan af því að Barry er þeim báðum fremri og er fjölhæfari í þokkabót.

    Ég veit EKKERT um þennan Degen, og því fæst orð sem bera minnsta ábyrgð þar. Ég er aftur á móti ekkert ferlega spenntur fyrir Abidal. Hann var frábær hjá Lyon, og er fastamaður hjá Frökkum, en hefur verið upp og niður hjá Barca. 8 millur finnst mér bara of hár verðmiði á honum. En hann er klárlega mörgum víddum fyrir framan Riise í gæðum.

    Maik Taylor er svo sem ekkert slæmur kostur að hafa á bekknum í 1-2 ár. Reyndur markvörður sem eflaust sættir sig vel við að vera varaskeifa. Itandje hefur ekkert verið að heilla mig í þeim leikjum sem hann hefur fengið sénsinn, þannig að þetta yrðu svona kaup sem maður bara jánkar. Það er ekkert auðvelt að finna góða menn til að verma tréverkið, því það eru fáir góðir markverðir sem eru það metnaðarlausir að hanga þar heilu og hálfu tímabilin (reyndar fyrir utan þann metnaðarlausasta í bransanum, Carlo Cudicini).

    Rafinha held ég að sé ekkert að koma.

    Ég er þó algjörlega handviss um að okkar aðal summer transfer er ekki á þessum lista. Eins og áður sagði þá yrði ég alveg hæstánægður að fá leader eins og Barry til liðs við okkur og hann myndi styrkja liðið mikið. Við þurfum líka að styrkja báðar bakvarðarstöðurnar og listinn að ofan ber þess merki. Ég vil fá Voronin út frá Liverpool og því reikna ég fastlega með að við fáum framherja til liðs við okkur, og svo er það hin fræga hægri kantstaða sem þarf að manna. Ég held við eigum eftir að sjá Rafa fara á eftir mun stærri nöfnum í þær tvær stöður.

  2. En hvað með kantmenn og einn úrvals striker með Torres?

    Ég veit svo sem að ofangreindur listi er alls ekki tæmandi, en tel að bakvarðarstöður (Abidal, Rafhina og Degen ágætis kostir) ásamt kantstöðum og úrvals striker séu stöðurnar sem þurfa styrkingu.

  3. askoti líst mér vel á abidal, verð að segja að það nafn sé í rétta átt… persónulega finnst mér barry frekar til of líkur gerrard og myndi frekar vilja fá eitilharðann kantamann eða tvo… svo vill ég sjá benites glíma við wenger um að fá martins frá newcastle, held að hann myndi falla eins og flís við rass í spilið með torres…

  4. Ég mundi vilja fá Carson inn til að veita Reina smá samkeppni sem að mér finnst ekki hafa staðið sig nægilega vel í vetur, alltof mistækur.

  5. SSteini er ég algjörlega sammála í öllum þessum nöfnum.

    Barry = já takk, lítill peningur fyrir hann miðað við gæði og fjölhæfni.

    degen = veit ekki.

    abidal = 8 milljónir of mikið fyrir mann á niðurleið (að mínu mati er hann á niðurleið).

    taylor = fínt backup, maður með reynslu og fínn í bikarleikina, kann þetta allt.

    rafinha = efast um að hann komi.

    svo spái ég því að við fáum ekkert að vita um aðal kaupin okkar sem verður kantmaður hægra megin hugsa ég. þetta verður spennandi sumar, alltaf gaman af uppbyggingu.

  6. haha Reina mistækur í vetur – hvað gerði hann 2 mistök í 60 leikjum ?

  7. Nefndu mér mistök sem Reina hefur gert í vetur Sigurjón sem hafa talið af viti…af mínu viti besti markvörðurinn á Englandi og þó mun víðar væri leitað.

  8. Já, skil ekki alveg þetta Reina komment hérna hjá Sigurjóni. Man nú ekki í svipan eftir mörgum mistökum frá honum sem hafa kostað okkur stig eða sigra (allir markverðir gera einhver mistök yfir heilt tímabil, ég held að Reina hafi gert færri ef eitthvað er heldur en aðrir markverðir á Englandi).

  9. Sammála SStein og Olla

    Barry – fjölhæfur og öflugur leikmaður, einhvað sem er Benitez mikið að skapi. Er samt ekkert að tapa mér úr spenningi!!

    Degen – ég veit afar lítið um þennan mann og finnst hann hafa miðlungs leikmaður written all over him. Er samt fastamaður í Dortmund og og landsliðsmaður……..hjá Sviss.

    Abidal – Ég er reyndar alveg rosalega lítið spenntur fyrir honum, hræddur um að hann sé búinn með það besta, er frekar dýr og síðast þegar ég sá leik hjá honum þá var hann herfilega lélegur. (á móti United)

    Taylor – lýst mjög vel á þá hugmynd, maður með reynslu og góður markvörður sem vonandi fengi engan séns hjá okkur.

    Rafinha – hvað er málið með hann? afhverju haldið þið að hann megi ekki fara? Mér líst allavega ágætlega á hann, fljótur og fastamaður í góðu liði og með CL reynslu.

    En enginn af þessum er í flokkið þeirra 2-3 stóru nafna sem ég vill sjá stefna á Anfield. En ólíkt oft áður þá virðist stefnan vera að rumpa þessu af strax, ekki bíða með þetta fram í lok ágúst og missa svo af þeim sem við viljum fá, tónlist sem kannski hefur heyrst áður!!

    Annars finnst mér plúsarnir í þessu vera að Rafa er að plana næsta season á fullu, þannig að hann er greinilega ekkert á leið frá klúbbnum.

  10. Reina er í þannig stöðu að öll hans mistök fá mjög mikla umfjöllun, fylgifiskur þess að vera í svona stórum klúbbi. Engu að síður á maður erfitt með að finna mikinn fjölda mistaka, hvað þá óeðlilegra og klaufalegra mistaka. Hann og vörnin hafa alveg átt misjanfa daga….en þeir eru ekki margir.

    En það er rétt hjá Sigurjóni að Carson myndi veita ágætis keppni, en hann áttar sig líklega á að Reina er MIKIÐ betri en hann og vill því vera í liði sem hann fær að spila hjá. Þess vegna er talað um Taylor.
    Annars á Carson nú mikið mun frægari mistök að baki í ár heldur en Reina, England er jú ekkert á leiðinni á EM í sumar. (ekki að segja að það hafi verið alfarið Carson að kenna samt)

  11. Eru ekki allar líkur á að Crouch yfirgefi okkur – þurfum við þá ekki að styrkja framlínuna verulega? Henry frá Barcelona? Segi nú bara svona. Annars er klárt að við styrkjum sóknarleikinn okkar með því að fá öflugri bakverði, sem geta skammlaust tekið þátt í sóknarleik og skapað viðbótarusla í varnarleik andstæðinganna. Abidal er alveg maður í það.
    Þá þurfum við ekkert að velta fyrir okkur stöðu Reina. Klárlega einn af þremur sterkustu markvörðum deildarinnar – líklega sá sterkasti.

  12. Svo ég taki þriðja kommentið í röð og umorði Nr.9 þá er ég sem sagt sammála Steina og Olla 😉

  13. Abidal yrði mjög góður kostur í vinstri bakvörð, þótt Barry gerti spilað hann líka. Rafinha yrði flottur í hægri, þá held ég að þessi bakvarða vandræði séu úr sögunni, í bili allavegana.

    Svo vantar bara einhvern heimsklassa vængmann sem getur kárað leiki eins og Torres og Gerrard upp á sitt einsdæmi.
    Verðum bara að sjá ein stór kaup í sumar, verður bara að gerast ef við ætlum okkur að eiga einhverjar vonir um titilbaráttu næsta ár, því Man U og Chelsea eiga eftir að kaupa stór nöfn í sumar, það er alveg pottþétt.
    Má ekki vera en eitt árið sem við sitjum eftir með sárt ennið út af einhverju 1 til 2 millum til eða frá. Kaupa bara þessa menn sem Rafa vill og punktur…

  14. Ég er mjög hrifinn af Reina en ég get nefnt sem dæmi um mistök á þessu tímabili tvö mörk á móti United á OT…

  15. Nr. 14
    Nefdu mér dæmi um markmann sem þú getur ekki bent á mistök hjá!!

  16. Ég benti bara á þetta United dæmi þar sem það var frekar high profile og einhver hafði sagt “Nefndu mér mistök sem Reina hefur gert í vetur Sigurjón sem hafa talið af viti…”.

  17. Kjartan, þú ert ekki Sigurjón! Ég er alltaf að reyna að segja þér það!

  18. Reina tapaði ekki Man utd leiknum fyrir okkur, það er alveg á hreinu. Reina gerði fáránleg mistök gegn Everton í fyrra, þegar Andy Johnson skoraði, en hvað meira? Það er alltaf hægt að finna atriði með alla leikmenn þar sem þeir hefðu átt að gera betur, en við erum að tala um hrein mistök.

    Ef Everton-leikurinn(sem enginn er búinn að nefna) og Man utd núna(sem btw Reina tapaði ekki fyrir okkur) er það eina sem menn geta nefnt þá sannar það bara mál mitt. Frábær markvörður.

  19. Reina hefur sína galla þó hann sé frábær markvörður. Það er ástæða fyrir því að hann er varaskeifa fyrir Casillas hjá spænska landsliðinu.

    Reina treystir mjög mikið á hárréttar staðsetningar og samvinnu við vörnina. Hann mætti vera örlítið betri “shop-stopper” og hefur átt nokkur ansi skrautleg úthlaup í gegnum tíðina og á stundum í vandræðum með háar fyrirgjafir.
    Einnig hefur Reina verið að fá mörk á sig niðri sem manni finnst að markmaður í hans klassa eigi að taka, nefni t.d. markið hjá Diaby (Arsenal) á Anfield í 8-liða úrslitum CL.

    Varðandi kaupin í sumar þá verður Gareth Barry ekki stærstu kaup sumarsins, held að allir viti það nú. Ég set Barry í sama klassa og Kuyt, mjög fjölhæfir 10m punda leikmenn sem leysa hvaða verkefni sem Rafa setur þeim af metnaði og fullkominni einbeitingu.
    Í ár mun Liverpool kaupa þessa teknísku leikmenn sem eiga að ýta liðinu á enn hærri stall, við höfum varnargrunninn og vinnusemina, nú vantar okkur þetta extra sem sker á milli manna og drengja í stórleikjum. Góð grein hér. http://sport.setanta.com/en/Blogs/A-to-Z-of-Bloggers/Ben-Blackmore/2008/05/Prefectionist-Benitez-ready-to-apply-final-touches/

    Okkur vantar leikmenn á vængina sem halda bolta vel, geta sótt á bakverði, hafa skotkraft og geta farið upp að endamörkum og gefið góða bolta fyrir.

    1) Selja Riise, halda Aurelio. Kaupa góðan vinstri bakvörð.
    2) Setja Finnan og Arbeloa á sölulista, kaupa sókndjarfan hægri bakvörð.
    3) Kaupa 1-2 kantmenn á vinstri kant og/en aðallega hægra megin. Annar þeirra í heimsklassa.
    4) Selja Alonso, Benayoun, Pennant og kaupa hraðan sókndjarfan miðjumann sem skapar fleiri færi.
    Gefa Voronin, selja Crouch. Kaupa einhver fljótan framherja sem linkar vel með Torres og einn stóran og líkamlega sterkan skallamann í framlínuna.

    Sé fyrir mér að við spilum aðallega 4-3-3 eða 4-4-2 á heimavelli og 4-2-3-1 á útivelli næsta ár. Spái því að squad-rotation hans Rafa mun loksins virka fyrir alvöru næstu leiktíð nú þegar við erum komnir með mun betri squad-players. Verðum í og við toppinn allt tímabilið. Fer eftir vinnusemi og gæðum leikmanna sem koma hversu vel gengur að vinna miðlungs og botnliðin í hverri viku.

  20. Ég held að við komum til með að spila aðallega 4-2-3-1 hvort sem er heim eða úti. Helst vegna þess að Gerrard blómstrar í þessari stöðu. Hæfileikar hans nýtast best í þessari stöðu. Eins er samvinna hans og Torres frábær í þessu leikkerfi.

    Ég held líka að kaup í sumar komi til með að miðast út frá þessu leikkerfi. Í þessu leikkerfi eru engir eiginlegir kantmenn eins og maður er vanur úr 4-4-2 kerfinu. Það verður því ekki keyptir menn eins og Pennat eða Beckham heldur frekar menn eins og Ronaldino eða Joe Cole. Ég held og vona innilega að stórukaup sumarsins séu Henry ( útlendingurinn sem kann góða ensku). Hann yrði frábær sem vinstri framherji meðan Babel er að læra þetta. Svo mynd ég vilja sjá sókndjarfan bakvörð hægra megin, kannski Alves. Ég tel hægri bakvörð mikilvægari stöðu að leysa en vinstri bakvörð ef ég gef mér að Barry sé á leiðinni.

    Henry, Alves og Barry yrði hrikalega góð sumarkaup

  21. Af hverju ekki að reyna við David Villa og Silva? Okkur vantar góðann framherja með torres og hægri kantmann.Ég var að vona að stjórn Liv. væri búin að sjá að það þýðir ekki alltaf að kaupa menn á 10 millur. Bestu leikmennirnir kosta 20+……. Væri reyndar til í Ronaldinho ef ekki silva, maðurinn hefur engu að tapa lengur, allt að vinna…… Varðandi Vinstri bakvörð að þá finnst mér fínt að fá einhvern reyndann bakvörð. Insúa býður á hliðarlínunni, Ekki kaupa ungann vinstri bakvörð við erum með framtíðarmann á hliðarlínunni.

  22. Það er einn leikmaður sem ég væri til í að sjá hjá Liverpool en hef lítið sem ekkert séð minnst á hann í þessari umræðu. Það er Philipp Lahm, leikmaður Bayern München. Sókndjarfur bakvörður sem getur spilað bæði hægra og vinstra megin. Hann hefur gefið út að hann vilji spila utan Þýskalands á næsta tímabili. Verð reyndar að viðurkenna að ég sé aldrei þýska boltann, en Lahm var einn af betri leikmönnum Þýskalands á síðasta HM.

  23. Hvaða bull er þetta á Vísi?????????????

    Vísir, 06. maí. 2008 22:15
    Joaquin til Everton?

    Elvar Geir Magnússon skrifar:

    Joaquin gæti farið til Everton í sumar. Þessi vængmaður Valencia vill yfirgefa spænska liðið eftir tímabil vonbrigða og David Moyes vill fá hann. Joaquin er einnig á óskalista ítalska liðsins Roma.

    Umboðsmaður leikmannsins hefur staðfest að lið á Ítalíu og Englandi hafa sýnt honum áhuga. Það má búast við hreinsunum hjá Valencia í sumar og menn eins og David Villa, David Silva og Raul Albiol verða líklega seldir á útsöluverði.

  24. Ég væri til í að sjá mann eins og Karim Benzema mjög ofarlega á lista hjá Benitez takk fyrir kærlega.

  25. Reina er búinn að spila 37 leiki í deildinni
    Van der sar er buinn að spila 28 leiki í deildinni.
    Cech er búinn að spila 25 leiki í deildinni.
    james er búinn að spila 35 leiki í deildinni.

    James og Reina með jafn mörg clean sheets meðan annar er með mun betri vörn fyrir fram sig.
    Cech og Van der sar væru langt fyrir ofan Reina ef þeir spiluðu alla leikina.

    Ekki missa ykkur í þessari Reina dýrkun.

  26. “Cech og Van der sar væru langt fyrir ofan Reina ef þeir spiluðu alla leikina”

    Væru, væru, ef, ef

    Ég hélt að aðdáendur annarra liða en Liverpool væru ansi duglegir að benda manni á að hætta með þetta “ef” og “væru” kjaftæði, og að staðreyndir segðu frekar sannleikann ?

    Síðan eru James og Reina ekki með jafnmörg clean sheets, Reina er með 17 á meðan James er með 16.

  27. Ég held að það væri nær að bera saman fengin mörk á sig í hlutfalli af skotum á rammann. Fyrirfram myndi ég halda að Reina komi frekar illa út úr því.

  28. Er menn strax búnir að gleyma frammistöðu David James með Liverpool?
    Maðurinn gat ekki farið í úthlaup til að bjarga lífi sínu og allir voru komnir með uppí kok af honum þegar hann var seldur. Sumir hafa bara ekki nógu sterkar taugar til að spila með stórliðum. Reina hefur hinsvegar afburða sterkar taugar eins og sést vel í hversu frábær vítabani hann er.

    Það er líka einn af bestu kostum Reina hvað hann stjórnar vörninni framúrskarandi vel, kallandi réttar skipanir til varnarmanna og fær því minna af skotum á sig. Komist sóknarmenn í gegn hleypur Reina líka út eins og byssukúla og hreinsar hættuna upp. Hvort vilja menn markmann sem ver stöðugt 1 á 1 eða stoppar þannig dauðafæri strax í fæðingu?
    Þetta er algjör no-brainer strákar mínir.

    Reina hugsar og spilar eins og leiðtogi í markinu fyrir Liverpool, hann er líka í hrikalega góðu líkamlegu formi og með frábærar sendingar sem hafa skilað beint nokkrum mörkum í vetur.
    Bestu markmenn heims í handbolta vinna náið með vörninni og taka sitthvort hornið. Þannig vinna atvinnumenn og þeir bestu þetta.
    Markvarsla gengur ekki út á að verja dauðafæri heldur að stjórna sóknarleik andstæðinganna og gera hann hættulítinn. Vörn og markvarsla í nútíma íþróttum byggir á samvinnu og byrjar á fremsta sóknarmanni til aftasta varnarmanns.

    Samvinna við vörnina og staðsetningar eru sérgreinar Reina. Við erum því einstaklega heppnir að hafa hann sem markmann. Ef Buffon kæmi á free transfer myndi ég athuga málið, en annars væri útilokað að setja Reina til hliðar fyrir nokkurn annan markmann í þessum heimi. Reina er hinn fullkomni nútíma markmaður.

  29. Mikið er þetta hrikalega flott komment Arnór, ég gæti hreinlega ekki orðað þetta betur. Ég hef hreinlega átt erfitt með að lesa sum kommentin hérna, verð að segja alveg eins og er. Jú það má gagnrýna margt í leik Liverpool FC…, en Reina?!?!

  30. Þessi athugasemd Arnórs er virkilega góð, hann neglir þetta alveg. Ég hélt að málið núna hjá liðinu væri að fækka veikjum hlekkjum og bæta þær stöður sem eru ekki rétt mannaðar. Markið er klárlega ekki ein af þeim stöðum!!

Silly-season hafið!

Þriðji gullhanskinn á leiðinni?