Liverpool 1 – Manchester City 0

Síðasti heimaleikur tímabilsins var leikinn í dag. Eftir áfallið á móti Chelsea í meistaradeildinni, þá vissi maður ekki hvernig mórallinn yrði í liðinu og hvernig Rafa myndi stilla því upp. En hann kom mér dálítið á óvart … eða þannig … með því að stilla upp sterku liði og svona var byrjunarliðið:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypia – Insua

Lucas – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Babel

Torres

Bekkurinn: Itandje, Skrtel, Alonso, Benayoun, Voronin

Leikurinn byrjaði frekar rólega, engin færi litu dagsins ljós fannst mér fyrr en á 20. mínútu þegar Kuyt gaf vel fyrir og Babel skallaði fast en yfir markið. Í endursýningu kom berlega í ljós að Torres var í mun betra færi, en það má ekki kvarta yfir því. Torres átti svo skot úr frekar litlu færi á 23. mínútu en vel framhjá. Nú var þetta aðeins að lifna við fannst manni. Gerrard átti þrumuskot rétt framhjá á 27. mínútu og einnig litlu seinna í hálfleiknum eftir stangarrangstöðuskot City hinumegin.

Í hálfleik var staðan 0:0 og ég verð að segja það að ég hafði alveg sé skemmtilegri knattspyrnuhálfleik á Anfield … 6:0 í skotum fyrir Liverpool og stangarskot City ekki talið með vegna rangstöðunnar. En síðari hálfleikur hófst með góðri sókn og upp úr hornspyrnu átti Kuyt skalla framhjá. Já já, hugsaði ég … núna fáum við almennilega sýningu! Örskömmu síðar átti Gerrard stórkostlega sendingu innfyrir á Torres sem var kominn svolítið utarlega og átti skot rétt framhjá. Já já, hugsaði ég aftur.

City fékk svo aukaspyrnu á 51. mínútu og skotið úr henni sleikti utanverða stöngina. Heyrðu? Hvað erum við að hleypa þessu liði inn í leikinn með svona færum?! Mascherano prjónaði sig svo í gegnum vörn City eftir 10 mínútna leik í síðari hálfleik en slæmt skotið fór framhjá. Á 58. mínútu fær Torres svo boltann fyrir utan teig, sólar fram hjá Richard Dunne og rennir boltanum í markið … frábært!!! 1:0!!

Kuyt átti frábær viðstöðulaust skot stuttu seinna og Lucas Leiva tók skemmtilega hjólhestaspyrnu sem var varin… og sókn Liverpool hélt vel áfram! Kuyt átti svo stórkostlegan skalla í stöng og skömmu síðar skalla beint á markmanninn … hann óð í færum hreinlega á skömmum tíma þarna. 18:1 komin í marktilraunum á þessum tíma. En það er tölfræði sem við höfum séð áður í vetur. Babel fyrir opnu marki (næstum því) skaut svo yfir á 66. mínútu… Á 20 mínútum í seinni hálfleik áttu okkar menn helmingi fleiri marktilraunir en í öllum fyrri hálfleiknum.

Babel fór út af fyrir Benayoun og Lucas Leiva fór af velli fyrir Alonso. Nokkuð góðar sóknir með vippu frá Torres og skoti frá Mascherano komu undir lokin. Voronin inn á fyrir Gerrard var ekki góð skipting, því stakkels Voronin átti ekki góðar mínútur inni á vellinum. Mikið líf síðustu mínúturnar … City átti líka sóknir þá en allt kom fyrir ekki. Við fengum ekki fleiri mörk. 23:4 í marktilraunum, og öruggur 1:0 sigur staðreynd.

Maður leiksins: Persónulega fannst mér fyrirliði vor vera með frábæra baráttu og svo var Carra virkilega traustur ásamt Hyypia. Finnan var ekkert sérstakur en Insúa átti ágæta spretti. Bar ekki mikið á Mascherano en Lucas átti nokkur skot, hvarf þess inn á milli. Babel var sæmilega hress, óheppinn að skora ekki, Reina með hreint í enn einum City leiknum og það er frábær árangur tel ég. Kuyt var Kuyt – óheppinn virkilega að skora ekki og fín barátta í honum allan tímann. Torres jafnaði í dag markametið sem Nistelroy á fyrir mörk skoruð í deildinni á fyrsta tímabilinu. Og mér finnst það ansi sérstakur áfangi. Ég hefði getað valið Gerrard sem mann leiksins en ætla bara enn og aftur að dásama hann Fernando ‘El Nino’ Torres hér og þess vegna hlýtur hann þessa nafnbót. Við erum jú að tala um 32 mörk á þessu tímabili hjá stráknum! Og hann á bara eftir að bæta í!!

Næsti leikur: Verður um leið síðasti leikur liðsins á tímabilinu. Það er útileikur í deildinni gegn Tottenham Hotspur, sunnudaginn 11. maí (nánar tiltekið á hvítasunnu) kl. 14:00. Vonandi tekst strákunum að klára tímabilið með sigri og vonandi nær Torres að hrifsa fyrrnefnt met einn með því að skora. Áfram Liverpool – alltaf!

23 Comments

 1. Agalegur fyrri hálfleikur en seinni mikið betri, okkar menn full kærulausir og uppskáru 1 mark en ekki 4 eins og eðlilegt hefði verið í seinni hálfleik.
  Torres búinn að jafna met Van Horseface og er það gott og vonandi fær hann tækifæri til að bæta það í síðasta leik tímabilsins.
  Leikurinn annars vonbrigði.
  “maður” leiksins, nýji búningurinn sem er bara drullu flottur : )

 2. Það hryggir mig mjög að Crouch hafi ekki verið í hóp, og ég held að það sýni að hann sé á leiðinni út. Það sem verra er: Voronin kom inná!

  Þó svo að Crouch falli ekki vel að nýja leikskipulaginu þá er hann tilvalinn til að koma inná í leikjum og taka pressuna af Torres, einnig finnst mér Crouch vera þannig leikmaður að hann getur borið heilu leikina á herðum sér, öfugt við Voronin sem er greinilega kostur númer 2 þessa dagana.

  Ég er sammála Hafliða með mann leiksins, djöfull eru búningarnir að virka vel! Betur en ég bjóst við.

 3. Leitt að Crouch var ekki í hóp. Ég hefði viljað hafa hann áfram.

  Ég skil vel ef Crouch vilji fara. Hann þarf eiginlega að vera í liði þar sem hlutverk hans er stærra. Ef hann vill halda stöðu sinni hjá enska landsliðinu þá þarf hann þess.

  Annars flottur sigur. Óþarflega tæpur en svona er þetta bara stundum. En frábært að Torres skyldi skora. Ótrúleg leiktíð hjá Strák. Vonandi verður sú næsta svona líka… 30+ mörk. Glæsilegt.

  YNWA

 4. Leiðinlegt að sjá að Voronin er á undan Crouch í goggunarröðinni því Voronin var arfa slakur í dag. Hefði getað búið til mark í þrígang en var svo nojaður á boltanum að hann gaf hann alltaf of fljótt.

 5. Voronin sýndi það í dag að hann á ekkert erindi í þetta Liverpool lið á næstu leiktíð og hann má því fara í sumar ásamt Kewell og Riise því Insua gerði meira í þessum leik heldur en Riise hefur sýnt á árinu.

 6. Við náðum 3 stigum ,en áttum að gera betur. Markmaður M C var drullu góður. Það á ekki fyrir kát að setjan ,þvílik óheppni

 7. Riise, Pennant og Crouch allir utan hóps. Rafa ku hafa boðið Aston Villa að taka einn þeirra upp í Barry. Þeir fara eflaust allir í sumar, líklegast að Crouch endi hjá Portsmouth reyndar.

  Sá ekki leikinn, eru menn almennt á því að Insua hafi verið góður?

 8. Insua átti ágætis spretti og greinilegt að hann er mikið meiri fótboltamaður en t.d. Riise. Hann átti reyndar stundum í vandræðum með háa bolta og var ekki að vinna mörg skallaeinvígi en að öðru leyti fannst mér hann lofandi.

  Spurningarmerki hvað verður um: Voronin, Crouch, Pennant og Alonso. Annað með Riise, hann bara hlýtur að vera á förum!!!

 9. Maður leiksins hiklaust Gaupi….. þar að segja ef þið eruð með stöð 2 sport2. ég var ekki meika hamganginn og háa C í þessum kalli. hafði gaman af því horfa á leikinn eftir að ég fattaði að það er mute takki á fjarstýringunni 😉 fannst okkar menn óheppnir að skora ekki meira í dag en Torres sýndi enn einu sinni hversu mikilvægur hann er fyrir okkur 😉

 10. Þessi leikur var eins og maður bjóst við. Fínt að fá 3 stig. Ef ekkert breytist í leikmannamálum í vinstri bakverðinum þá mælist ég til þess að Insúa verði fyrsti valkostur í þessa stöðu á næsta tímabili. Þetta var enginn stjörnuleikur en hann sýndi að hann er efnilegur og hann þarf bara að leika nokkra leiki og venjast hraðanum.

 11. Sá ekki leikinn en af því sem ég hef lesið þá vorum við slakir í fyrri en góðir í seinni hálfleik. Torres setti markið sem skipti mál og Reina koma ekki á óvart og hélt hreinu.
  Gott að Insúa fái sénsinn núna og getur vonandi verið gott back-up á næsta ári. Ég hefði nú frekar kosið að sjá Crouch á bekknum í stað Voronin en sjáum til. Aðalatriðið var að við unnum þennan leik og getum endað tímabilið með 76 stig. Það yrði þá næstbesti árangur Rafa í deildinni.
  2006-07: 68 stig og 3. sætið.
  2005-06: 82 stig og 3. sætið.
  2004-05: 58 stig og 5. sætið
  2003-04: 60 stig og 4. sætið (síðasta tímabilið hans Houllier)

 12. Jæja drengir og stúlkur.
  Fyrri hálfleikurinn rólegur, þó við værum alltaf við stjórn. Örugglega timburmenn eftir miðvikudaginn að hluta til. Joe Hart sýndi náttúrulega bestu markvörslu vetrarins frá Gerrard en í seinni hlaut eitthvað að bresta. Fernando Torres er náttúrulega guðsgjöfin ein en Babel, Kuyt og Gerrard hefðu átt að bæta við. Veturinn kannski í hnotskurn, 23 tilraunir og 1 mark!
  Ég aftur á móti horfði á tvennt aðallega. Langaði að sjá hvað Insua gerði og svo velti ég fyrir mér hvort Gareth Barry myndi bæta þetta lið, horfði á Aston Villa í gær.
  Insua er mikið efni, en auðvitað gerði hann nokkur mistök. Var ekki nógu áræðinn og var ekki alveg klár í sendingatempóið. Þessi strákur á samt að mínu mati að fá að vera kostur á næsta vetri. Riise er örugglega á útleið og Aurelio er nú ekki alveg heill alltaf. Þessi strákur er framtíðin.
  Ég er hins vegar HANDVISS að Barry hefði verið flottur kostur í þessu liði í dag. Vissulega frábær sem vinstri bakvörður, en mér finnst Lucas og Masch of líkir leikmenn til að leika saman. Barry og Masch er flottur kostur, þar sem Barry fær að sækja, Barry og Alonso flottur kostur þar sem Barry er aftar. Ég vill svo ekki heyra á það minnst að setja Gerrard aftar, hann og Torres verða að fá að vera í nálægð og hans frjálsa hlutverk er að verða stöðugt betra.
  Varðandi Babel og Kuyt. Babel þarf að læra að senda boltann oftar og betur. En verður stórkostlegur leikmaður. Kuyt verður aldrei skorari. Því miður. Ég verð eins og gamla platan. Quaresma takk og svo hefur Owen verið flottur sem kantsenter hjá Newcastle, virðist á lausu og á að koma heim.
  Svo er ég sammála að gott væri að eiga Crouch. Hins vegar er morgunljóst að hann er ekki senter í kaliberi Torres og því er viðbúið að við þurfum að kaupa senter sem getur verið á köntunum eða í holunni aftan við framherjann. Það er Crouch sennilega ekki.
  En fín þrjú stig og vonandi verða þau 76 að lokum.
  Ákvað mér til dundurs eftir leik í dag að skoða aðeins hlutina, svipað og Aggi er hér að gera. Veit að ég er tölfræðinördinn, en langaði að skoða málin aðeins. Á þessu leiktímabili erum við búnir að skora 65 mörk sem er það mesta síðan 2002 – 2003 og sjötta mesta síðan PL byrjaði. Við erum nú með 73 stig sem er fjórði besti árangur okkar á sama tíma. Með því að fá stig næsta laugardag verður það jafnað sem þriðji besti árangurinn og sigur gefur þriðja besta árangurinn einn og sér. Aðeins 2006 hjá Rafa og 2002 hjá Houllier betra. Besti árangur Evans var 74 stig og 70 mörk, ´95 og ´96.
  Úrvalsdeildarsaga okkar er sorgleg, alveg niður í 8.sæti og 47 stig. Þetta er í fyrsta skipti sem við erum í topp 4 sæti þrjú ár í röð í sögu PL og því held ég að málið sé að styrkja þann hóp sem nú er grunnurinn, ekki leita að nýjum hóp og nýjum stjóra. Sé engan stjóra annan en Rafa eiga möguleika á að kreista fram 85 stig sem er lágmarkið til að vinna deildina í Englandi.
  Árið 2002 varð árið sem Houllier missti það. Tók ekki Anelka en keypti snillingana Cheyrou, Diouf og Diao. Sumarið 2008 vill ég ekki sjá Rafa reyna við svipaðar týpur. Ég vill sjá liðið styrkja sig um þrjá heimsklassaleikmenn og þá kannski eigum við séns á titlinum. En bikar VERÐUR að koma í hús!
  Bring on Tottenham!

 13. “Bar ekki mikið á Mascherano “

  Are you crazy? Hann var ekki bara djúpur miðjumaður í dag, heldur sýndi að hann getur alveg líka verið box-to-box midfielder ef hann vill. Fyrir það fyrsta þá tók hann tvo varnarmenn City mjög illa þarna einu sinni, og svo keyrði hann upp miðjuna einu sinni og átti mjög gott skot. Svo þar fyrir utan þá vann hann skítverkin óaðfinnanlega eins og alltaf. Maður leiksins að mínu mati. Mér fannst Gerrard einmitt hafa hægt um sig fyrir utan þetta skot. Kuyt sýndi að hann hefur álíka gott touch fyrir bolta í dag og utandeildarleikmaður á Íslandi. Gerði ekki einn góðan hlut í leiknum fyrir utan þessa bombu sína nema að stoppa allt flæði í spili Liverpool með því að taka svona 5 snertingar með bolta þegar hann á að taka 1 snertingu og gefa hann svo áfram.

 14. Sammála þér Maggi # 13 en þetta fannst mér fyndinn punktur:
  “Kuyt verður aldrei skorari. Því miður”
  Hér er verið að tala um mann sem var með þetta record hjá Feyenoord í þremur sísonum áður en hann kom til okkar:
  Aðeins deildin er hér talin upp.
  2003–2004 – 20 mörk í 34 leikjum
  2004–2005 – 29 mörk í 34 leikjum
  2005–2006 – 22 mörk í 33 leikjum
  Samtals 71 mark í 101 leik : )
  Pretty impressive ekki satt?
  Allavega fyrir mann sem verður aldrei skorari : )

  Ég held að það sé alveg klárt að við eigum alveg að geta ætlast til að þessi maður setji 10-15 í deild fyrir Liverpool þrátt fyrir að vera klárlega ekki að spila sína stöðu.
  Dirk Kuyt fær annað síson og um það þarf ekki að ræða, hann skoraði jú 12 mörk á fyrsta sísoni ekki satt, af hverju ætti hann ekki að geta það aftur?

 15. Mér fannst nú Insua ekkert sérstakur, hann komst svona ágætlega frá sínu en mér fannst nú Lucas byrja betur. Lucas hélt sig við einföldu hlutina og gerði þá vel og gerði engin mistök í sínum fyrstu leikjum. Insua gerði nokkur mistök í þessum leik og góður leikmaður hefði gert betur nokkuð oft í leiknum. Ætla svosem ekki að dæma þennan dreng á þessum leik – en allavega virðist hann eiga nokkuð í land.

 16. Þetta er nú bara það sama og ég sagði nema menn verða að átta sig á því að tempóið í úrvalsdeildinni er þónokkuð annað og meira en í varaliðsdeildum. Það er nokkuð sem menn læra inná með að fá að spila leiki. Hann gerði reyndar afskaplega fá mistök og þau sem hann gerði voru ekki alvarleg. Hann á að fá að spila næsta leik líka og ef ekki verður keyptur maður í þessa stöðu þá á hann að vera á undan Aurelío og Riise ef þeir verða til staðar á næsta ári þar sem hann mun líklega mjög fljótt verða margfalt skárri en þeir eru í dag. En svo veit maður auðvitað aldrei með svona kjúklinga.

 17. Get alveg tekið undir að Insua á nokkuð í land til að verða góður úrvalsdeildarleikmaður en þrátt fyrir það átt hann betri dag en Riise í allan vetur. Mikil mistök að hafa ekki notað hann í vetur og gefið honum tækifæri á að bæta sig því þá væri hann virkilega tilbúinn í næsta tímabil.

  Lucas og Mascherano eru ekki að virka saman á miðjunni. Nú er Lucas búinn með eitt tímabil á Englandi og hægt að fara gera meiri kröfur til hans á næsta ári. Hann hefur ekkert verið að hrífa mig mikið í vetur enda kannski ekki fengið mörg tækifæri. Ætla samt ekki að dæma hann, það tekur tíma fyrir S-Ameríku menn að aðlagast breyttu umhverfi.

  Ljóst að nokkrir voru að spila sinn síðasta leik á Anfield í dag eða fengu öllu heldur ekki að kveðja Anfield. Tel að tími Riise sé liðinn, efast um að hann fái nýjan samning en hann rennur út á næsta ári, þannig að Liverpool lætur hann væntanlega fara núna til þess að fá pening fyrir hann. Crouch fer örugglega. Voronin mætti fara mín vegna, hann er nákvæmlega ekki að gera neitt fyrir liðið. Hlýtur að vera til einhver ungur og efnilegur leikmaður unglingaliðinu sem hægt er gefa tækifæri í stað hans. Alonso er ekkert að fara. Rafa hefur mikið álit á honum og hann er ánægður hjá Liverpool. Tel að hann eigi eftir að koma sterkur inn á næsta ári.

 18. Nokkrir ljósir punktar i dag,
  1. Kuyt kom sér ´´i fjölmörg góð færi en nýtti þau reyndar ekki.
  2. Almenn leikgleði og barátta í liðinu.
  3. Insúa átti prýðisleik og minti mann á svona týpiskan kjúkling sem Wenger grýtir inna í tilgangslausum leikjum, svo þarf hann aðeins meira hár til að líkjast Crespo sem hlítur að teljast gott.
  4. Mest töff búningar sem við höfum spilað í, snyrtimennskan í fyrirrúmi.
  5. Voronin hefur engan áhuga á því að vera þarna lengur.
  6. Benitez brosti í lokinn , og jafnaði þar með broskeppnina við Avram Grant 1-1.
  7. Hyypia sýnir enn og aftur að hann er ómetanlegur.
  8. Babel er óslípaður demantur sem þarf tíma.

 19. Halldór…..gerði Kuyt ekkert í leiknum fyrir utan þetta skot!!??

  Þú verður að fyrirgefa en þetta er ekki nálægt því að vera rétt. Hann átti frábæran leik í dag og var mjög óheppinn að skora ekki. Ég held að þú ættir að skoða tölfræðina aðeins betur og hætta að pirra þig á lélegum móttökum eða tækni hjá honum. Hann bjó til fullt af færum í þessum leik auk þess að vera mjög nálægt því að skora í þrígang….og það var ekki vegna klúðurs hjá honum heldur óheppni (fyrir utan skallan sem fór beint á Hart).

  Ég er alls ekki blindur á hans galla sem eru jú….nokkuð áberandi en hann hefur kosti sem bæta upp þessa galla og vel rúmlega það.

  Áfram Kuyt

 20. ef það að Pennant var ekki í liðinu sé einhversskonar hint á það að hann sé að fara að yfirgefa liverpool borg í sumar, þá vill fá að vita hvers vegna í andskotanum, ef við erum að losa okkur við kantmann á annað borð, er Pennant sá sem er með hausinn í fallöxinni, en ekki Benayoun?

  Benayoun er ekki með tærnar þar sem Pennant hefur hælana sem leikmaður…. Þó ég sé nú á því að hvorugur þessarra leikmanna sé í þeim klassa sem þarf til að lyfta dollunni…. Nákvæmlega sama dæmi og með Voronin og Crouch… betri leikmaður sem þarf að lúta í lægra haldi fyrir slakari leikmanni

  djöfull er samt gott að enda prófalesturinn á smá yfirferð hérna á síðunni 😉 áfram Liverpool!

 21. Flott samantekt á “stöðunni” Maggi #13.

  Ég er sammála þessu með Gerrard þó ég hafi stungið upp á því um daginn að kannski færi hann aftur á kantinn og Crouch í holuna. Svona einhver málamiðlunarhugmynd til að halda Crouch fyrir næsta leiktímabil. Mér finnst Crouch nógu góður fyrir liðið en því miður þá hefur Rafa ekki fundið pláss fyrir hann. Svo hann er búinn að vera varaskeifa í allann vetur og það er óásættanlegt fyrir framherja af Crouch kaliberi.

  Það verður að horfa á það að Rafa hefur verið spila mikið til á sömu mönnum eftir áramót. Eftir að Gerrard fór í holuna og Kuyt á hægri kantinn þá höfum við varla tapað leik. Mach. og Skrtel hafa einnig spilað lykilhlutverk. Og að sjálfsögðu El Nino! 🙂 Þannig að formúlan er ef til vill fundin!

  Það verður fróðlegt að sjá hverjir koma til okkar í sumar. Ég vil sjá Liverpool byrja næstu leiktíð með látum. Menn verða bara að hugsa sem svo að ekki sé nema einn hálfleikur og taka deildina fyrir áramót. Það er sárara en tárum taki að hugsa til baka núna og fara yfir nokkra “út úr kú” jafnteflisleiki fyrir áramót. Það vantar svo lítið upp á að Liverpool fari að gera alvöru atlögu að titlinum.

  YNWA

Byrjunarliðið komið

Silly-season hafið!