Fallbaráttan, tuð og myndbönd

Þegar ég vaknaði í gær fann ég fyrir mjög mikilli spennu, skrýtin tilfinning í maganum. Ég vissi strax hvað þetta var. Þetta var ekki spenningur fyrir leikinn gegn Birmingham. Þetta var ekki spenningur fyrir því að sjá Voronin og Riise spila fótbolta saman og ég var ekki á túr. Þetta er spenningur sem fer stigvaxandi dag frá degi, mér fer að verða mjög illt í maganum og ég veit ekki hvað skal taka til bragðs. Ég held það sé best að leggja sig þangað til á miðvikudagskvöldið þegar að einn alstærsti leikur Liverpool á tímabilinu fer fram á Stamford Bridge. Ég hef sjaldan verið jafn spenntur fyrir leik!! Ég eyði vanalega miklum tíma á degi hverjum til að lesa fréttir og sjúga í mig allt sem er að gerast í knattspyrnuheiminum. Það er ekki heppilegt þessa dagana því stressið og spennan eru að éta mig upp lifandi. Því hef ég verið að dreifa huganum og einbeita mér að öðru en þessum leik.

Mig langar að byrja á að fjalla um fallbaráttuna í Premier League. Það eru tvær umferðir eftir, 6 stig í pottinum, eitt lið er fallið en hin tvö fallsætin eru óráðin ennþá. Ótrúleg úrslit helgarinnar hafa sett gríðarlega spennu á botninn og ljóst er að síðustu tvær umferðirnar verða magnaðar.

Um helgina var mikil dramantík á botninum þar sem Sunderland bjargaði sér frá falli í ótrúlegum leik.
Fulham komu svo til baka gegn Man. City í fáránlegum leik og hrepptu öll stigin.

Botninn lítur svona út eftir helgina:

Bolton – 33 stig…
Reading – 33 stig…
Birmingham – 32 stig…
Fulham – 30 stig…
Derby – 11 stig…

Um næstu helgi leika þessi lið eftirfarandi leiki:
Fulham – Birmingham…
Reading – Tottenham…
Bolton – Sunderland…

Ræða þetta eitthvað?

Mér þykir oftar en ekki frábær skemmtun að horfa á þessa fallslagi því það er bókstaflega allt undir. Þetta er ekki falleg knattspyrna en þvílík barátta, dramantík og læti. Þessir leikir fara sjaldan eins og menn spá fyrir um og ef fólk nennir ekki að horfa á 90 mínútur af þessum leikjum þá bendi ég þeim á að uppbótartíminn er frábær skemmtun og háspenna lífshætta, jafnvel þótt maður haldi ekki með þessum liðum. Þetta verða oft eins og bikarleikir og að mínu mati er þetta svo stór og fallegur partur af enska boltanum, þessir brútal fallslagir þar sem allt er gert til að sigra, algjörlega enskt.

Eins og ég sagði áðan þá er ekki möguleiki að spá í þetta en ég ætla að reyna. Ef spáin reynist rétt þá fer ég fram á hvorki meira né minna en dans við SStein. Derby eru náttúrlega fallnir en mín tilfinning er sú að Birmingham og Reading fylgi þeim niður í 1. deild. Fulham eru með byr í seglum eftir magnaðan útisigur um helgina svo ég held að þeir nái að bjarga sér og Bolton eru að mínu mati besta liðið þarna og ég hef litla trú á að þeir falli.

Yfir í annað. Er ég sá eini sem er kominn með nóg af þessu skollans tuði í Ferguson? Það er ótrúlegt hvað hann er harðorður og kemst upp með mikið þegar kemur að gagnrýni hans til dómara. Það var kjánalegt að sjá til United manna í gær eftir leik í slagsmálum við vallarstarfsmenn Stamford Bridge og í kjölfarið heyra viðtalið við Ferguson þar sem hann fer í saumana á því þegar hann var 11 ára og fékk ekki dæmt víti í frímínútum í grunnskólanum sínum, þetta er orðið svo lúið þetta væl. Hann virðist ekki mega tapa stigum þá verður hann brjálaður út í dómarana og sá hefur ekki verið að spara það í viðtölum eftir leiki. Svo verður það athyglivert að sjá hvernig FA mun taka á þessum sandkassaleik leikmanna United eftir leik. Ótrúlegt, ég myndi allavega skammast mín ef ég myndi sjá leikmenn Liverpool í svona rugli eftir tapleik. En jæja jæja.

Ég fór svo aftur að hugsa um mitt lið og datt í draumaheima. Mér finnst við hæfi að enda þessa færslu á tveimur skemmtilegum video-um sem ég fann á youtube. Annað þeirra sýnir
samleik og snilli tveggja leikmanna í Liverpool sem hafa skorað samtals 51 mark á tímabilinu. Hitt sýnir að karlmannleg ást er hluti af þessu líka.

Menn geta horft á þetta og látið sig dreyma um góð úrslit á miðvikudagskvöldið, þangað til, lifið heil.

13 Comments

  1. Frábært myndbandið með Gerrard og Torres. Ég held að Gerrard er búinn að vera að bíða eftir leikmanni af Torres kaliberi. Þeir blómstra saman þarna frammi… af einfaldri ástæðu! Þeir eru báðir snillingar… 🙂 “They can keep up with each other”. -Þeir hafa við hvor öðrum. Maður bíður spenntur eftir hverjum leik núna. Og ég hef fulla trú á því að samstarf þeirra á aðeins eftir að verða betra og meira.

  2. Ég vona innnilega að Birmingham fylgi Derby niður og væri líka ágætt ef Fulham færi með reyndar eiga þau innbyrðisleik næstu helgi en samt möguleiki á því að þau fari bæði.

  3. Afhverju hefur engin minnst á síðustu tvö víti sem ManUtd hefur fengið, útaf þessu “hendi-ekki-vítí-í-stórum-leik-commentum” frá Ferguson ? Man nú ekki betur en að þeir hafi fengið víti gegn Barca eftir glórulausa hendi frá Milito.

    … og hve man ekki eftir vítinu sem þeir fengu gegn Arsenal, eftir slaka stungusendingu sem líklega var á leiðinni til Lehmann ? Voru þetta allt saman litlir leikir þannig að það mátti dæma víti, eða var þetta leyfinlegt af því að ManU högnuðust ?

  4. seinna myndbandið var ansi gay. Gaman að sjá Gerrard svona hamingju saman.

  5. Fyrra myndbanið fínt en það seinna var alltof væmið,,,,pjúk.
    Persónulega myndi ég vilja sjá Reading og Birmingham fara niður. Bæði liðin spila hundleiðinlegan fótbolta og hafa innanborðs leikmenn sem maður myndi ekki sakna þess að sjá í úrvalsdeildinni. Wigan hefði mátt fylgja með en þeir eru víst búnir að bjarga sér.

  6. Ferguson virtist vera afslappaður og rólegur þetta season. Nú þegar reynir á hann er hann alveg að missa sig. Vonandi verður þetta þeim að falli.
    Talandi um fall þá má Birminghan-Reading-Wigan-Fulham alveg falla.
    Þó hef ég mikið álit á Roy Hodgson og Steve Coppel. Best væri ef Middlesbourough tæki sig til og kláraði málið og færði sig niður í deild þar sem
    liðið gæti kannski brillerað. Mér finnst Southgate hafa álika mikla hæfileika til knattspyrnustjórnunar og hauslaus hæna.
    Við klárum málið á Stamford Bridge, lykilmenn okkar hafa fengið mikilvæga hvíld. Rafa veit hvar þeir eru veikir fyrir og þeir mega síst við því að fá á sig mark. Það verður spilað til úrslita í þessum leik. Heimavöllur Chelsea eða ekki þá er bara að duga eða drepast fyrir okkar menn og þeir munu klára málið. Ef ekki þá getur Rafa farið að pakka saman og farið heim til Valencia aftur.

  7. Ertu búinn að senda Rafa oft að pakka saman og fara heim á þessu tímabili? Góði besti væni halló hafnarfjörður o.s.frv.

  8. Mikið rosalega var ég pirraður á Rafa þegar jafnteflishrinan kom um miðjan vetur, en margir aðrir þættir hafa áhrif á gengi liðsins og viðtal sem var við Rafa fyrir nokkrum vikum breytti skoðun minni þar sem hann svaraði spurningum sem stuðningsmenn hafa einna helst verið að gagnrýna hann fyrir. Man ekki hvar þetta var, en ef einhver er með linkinn þá endilega skella honum hér í komment og Rafa gagnrýnendur ættu að lesa þetta viðtal.

  9. Þetta viðtal Balague við Rafael Benitez er mjög gott. Sérstaklega fannst mér þessi punktur mjög áhugaverður:

    “Every manager with a team in European competitions and with international players, with so many games to play, rotates his squad – call them changes, rotations, they all do it. Nowadays, in comparison to 20 years ago, we play 20 per cent more games in a season. Players run 15 per cent more than they used to and, even more importantly, they run 30 per cent faster.”

    Take that Souness 🙂

  10. Rafa Benitez er ekki undanskilin kröfum okkar um Englandsmeistaratitilinn.
    Ef hann getur bara komið okkur áfram í CL þá verðum við að finna annan mann sem kann á Premiere-skipið. Við höfum einungis tapa 4 leikjum í deildinni í ár. Það er á pari við önnur topplið. Munurinn liggur í unnum leikjum og jafnteflum. Leikir þar sem uppá vantar þetta killer-touch.
    Að hafa eiginleikann til að vinna þessi lið sem hafa það eina markmið á móti LFC að tapa ekki. Lið sem eru bara hæstánægð með að ná í stig á móti okkur, burtséð frá því á hvaða velli er verið að leika.
    Vandamálið virðist ekki liggja í markvörslu né varnavinnu. (það vitum við)
    Miðjan og sóknin er svosem ágæt en það vantar fleiri menn sem geta verið creative í jöfnum leikjum. Menn sem gera gæfumunin. Við höfum menn eins og Torres -Gerrard og Babel. Jafnvel má segja að crouch og Kuyt eigi það til að gera óvænta hluti en fleiri eru það ekki. Kewell virðist lúinn og Alonso mistækur. Mascherano er vinnuhestur sem vinnur skítverkin sem engin tekur eftir. Hinnir eru farþegar í Liverpoolrútunni. Klárlega eru menn eins og Riiissseee-kewell og voronin eru á útleið.
    Spurningin er bara hvað kemur í staðinn??

Birmingham 2 – Liverpool 2

Ronaldo bestur og Fabregas besti kjúklingurinn