Ronaldo bestur og Fabregas besti kjúklingurinn

Í kvöld voru úrslit á vali leikmanni ársins og besta unga leikmanni ársins samkvæmt leikmannasamtökunum gerð kunngjörð. Það kom engum á óvart að Cristiano Ronaldo var valinn bestur en tilnefndir voru ásamt honum þeir Steven Gerrard, Fernando Torres, David James, Cesc Fabregas og Emmanuel Adebayor. Þessi úrslit eru klárlega sanngjörn því Ronaldo hefur borið höfuð og herðar yfir aðra leikmenn í vetur því miður.

Tilnefndir fyrir besta unga leikmannin voru Fernando Torres, Micah Richards, Cesc Fabregas, Gabriel Agbonlahor, Cristiano Ronaldo og Ashley Young. Ég átti alveg eins von á því að Ronaldo tæki tvennuna annað árið í röð en svo fór ekki því að Cesc Fabregas vann kjörið og er því besti ungi leikmaðurinn samkvæmt leikmannasamtökunum.

Ég hef beðið spenntur eftir að sjá lið ársins og í rauninni er fátt sem kemur á óvart þar að mínu mati. Það má alltaf deila um það hvort hinir og þessir eiga heima í liðinu en mér finnst þetta nokkuð sanngjarnt. Ég hefði viljað sjá Reina í markinu en allt í lagi, James má vera þarna líka þar sem hann hefur átt fínt tímabil. Annars á Liverpool 2 leikmenn, Man Utd 3, Arsenal 4, Portsmouth 1 og Aston Villa 1.

James

Sagna – Vidic – Ferdinand – Clichy

Ronaldo – Gerrard – Fabregas – Young

Torres – Adebayor

Ég held að það sé lítið hægt að kvarta yfir vali á besta leikmanni ársins, en með besta unga leikmann ársins þá hefði Torres alveg mátt hreppa hnossið að mínu mati. Það má ekki gleyma því að þetta er fyrsta ár hans í enska boltanum og hann hefur að mínu mati verið betri en Fabregas. En hvað segja menn? Allir sáttir?

27 Comments

  1. Ég held að James eigi sætið skilið, enda hefur hann komið með fáránlegar markvörslur í vetur og náð inn þónokkrum stigum “einn síns liðs”. Það að hann hafi endurheimt sæti sitt í enska landsliðinu segir sitt í sjálfu sér (ekki það að Paul Robinson sé mikil fyrirstaða).

  2. Ef Chelsea verður meistari (biðjum til guðs) þá er komin upp sú fyndna staða að meistararnir eiga engan leikmann í liði í ársins.

  3. sammála með Torres. Hann er búinn að eiga jafnara tímabil og bara betra en Fabregas en Fabregas er Arsenal maður og við vitum allir hvað þeir eru efnilegir og góðir.
    Merkilegt að vera tilnefndur sem besti maðurinn og besti ungi en fá bara besti ekki besti ungi. Hver fékk það út? En Arsenal verða að fá einhver verðlaun þeir eru svo efnilegir og góðir.
    Það sorglegasta við þetta lið er að leikmenn eins og Mascherano og Essen menn sem láta stjörnunar sínar líta vel út komast ekki í þetta lið.
    Ef ég væri þjálfari þessa liðs þá væri það mitt fyrsta verk að kaupa nýjan markmann og varnarmiðjumann í staðinn fyrir Fabregas. Bara svona mín þæling. Annars hress.

  4. Ég tek undir með Dóra. Það er agalega kjánalegt að Ronaldo hreppi aðalverðlaunin en ekki hin. Þar sem hann er tilnefndur í báðum flokkum hefði hann átt að vinna báða, það ættu allir að geta séð. Ekki nema vægi verðlaunanna hafi snúist við og það að vera besti ungi trompi hin verðlaunin. Þetta virkar svolítið eins og það eigi að dreifa gleðinni, svipað og t.d. íslenskar verðlaunahátíðir gera. Kjánalegt og er til þess eins að draga úr merkingu viðurkenningarinnar.

  5. Torres hefði átt að fá besti ungi leikmaðurinn. Búinn að eiga betra season en Fabregas að mínu mati auk þess sem þetta er hans fyrsta season.

    Tek undir það að það sé fáránlegt að Ronaldo hafi samt ekki fengið bæði verðlaunin fyrst hann fékk verðlaun fyrir besta leikmanninn, spilar eflaust eitthvað inní að hann vann bæði í fyrra.

  6. Torres hefur klárlega átt jafnara tímabil en Fabregas, sem hefur dalað verulega eftir áramót, líkt og restin af Arsenalliðinu. Þá er stórfurðulegt að Chelsea eigi ekki mann í liði ársins, hvort sem þeir vinni deildina eður ei. Það er þó kannski bara Essien sem hefur átt gott tímabil, Ballack, Lampard, Drogba, Terry, Cech hafa allir verið mikið frá. Ég skil hins vegar ekkert í því hvað Young er að gera þarna, hefur átt ágæta spretti – dæmigert af því að hann er enskur.

  7. Torres hefði að ósekju mátt fá verðlaun sem besti ungi leikmaðurinn. En það verður ekki tekið af Fabregas að hann er búinn að eiga þrusu tímabil.

  8. Fabregas er með 19 stoðsendingar í deildinni og 7 mörk… Ekki nóg til að vera í liði ársins?

    Það er kosið í janúar… þá var fabregas sennilega búinn að vera bestur… Auk þess sem það er kjánalegt að menn yfir 21 árs séu mikið að berjast um besti ungi leikmaðurinn

  9. er það virkilega kjánalegt ef maðurinn er tilnefndur? af hverju er hann þá tilnefndur?

    annars er Torres með 22 mörk í deildinni og guð má vita hvað hann er kominn með margar stoðsendingar…fyrir mér er þetta ekki spurning. mér finnst fabregas hafa dalað mikið núna seinni part tímabils og torres aftur á móti bætt sig mikið og sótt í sig veðrið.

    og ef það er satt að það er kosið í janúar þá tek ég því sem að fabregas sé besti ungi leikmaðurinn fyrri hluta tímabils og þetta lið tímabilsins er þá bara lið “fyrri hluta tímabilsins”.

  10. Já mér finnst það kjánalegt að leikmenn sem eru 24 ára séu tilnefndir sem besti ungi leikmaðurinn.

    Eitthvað athugavert við það?

  11. Ég held að menn séu ekkert mikið tilnefndir til þessarra verðlauna, leikmenn kjósa bara eftir sinni samvisku og síðan birta leikmannasamtökin nöfn 5 efstu í hvorum flokki til að skapa einhverja smá spennu í kringum þetta áður en úrslitin eru svo endanlega tilkynnt. Að kalla þetta tilnefningar er svolítið rangnefni.

    Ef ég man rétt fer kosningin fram í byrjun árs (janúar / febrúar) og spannar því ekki slæma tímabil Arsenal. Fram í janúar var Torres búinn að vera góður en síðan þá hefur hann verið frábær, þessu var akkúrat öfugt farið með Fabregas sem var frábær fyrri hluta tímabils en hefur bara verið góður seinni hlutann. Út frá þessu er því fullkomnlega eðlilegt að Fabregas hafi endað ofar en Torres í þessarri kosningu. Um Ronaldo þarf svo ekkert að segja, hann er einfaldlega búinn að vera bestur í allan vetur.

    Það eina sem mér finnst að liði ársins er að ég hefði viljað sjá Evra í vinstri bakverðinum í staðinn fyrir Clichy og eitthvað segir mér að ef kosningin færi fram í dag yrði það líka niðurstaðan. Ég get bara ekki að því gert en mér finnst alltaf jafnfurðulegt að halda þessa kosningu þegar góður þriðjungur er eftir af tímabilinu.

  12. Mér finnst óskiljanlegt að val á “leikmanni ársins” fari fram þegar tímabilið er rétt rúmlega hálfnað. Fyrst svo er þá þarf að breyta þessu fyrirkomulagi.

  13. Það er sorglegt að Sagna skuli vera í liðinu. Er virkilega enginn góður hægri bakvörður í ensku deildinni í dag?

  14. Er etta ekki bara djók hjá leikmönnum að kjósa Fabregas efnilegastann – svona til að taka aðeins undir hjá Wanker. Annars er hann búinn að bæta sig á hverju ári síðan hann spilaði fyrst í deildinni 2003-4.

  15. Torres er búinn að vera frábær, enginn vafi þar á en, Torres er 3 árum eldri en Fabregas og 1 ári eldri en Ronaldo. Hann á ekki rétt á efnilegasti leikmaðurinn orðinn of gamall, hann verður bara valinn bestur á næsta ári, voðalega erfitt að toppa Ronaldo það sem af er að þessu tímabili, gjörsamlega búinn að halda man u uppi.

  16. Þetta “efnilegasti leikmaðurinn” finnst mér vera mjög villandi. Betra væri að kjósa um besta nýliðann (sem Torres hefði án nokkurs vafa unnið) eða þá most improved player eins og gert er í NBA. Mér finnst bara eitthvað skrítið við að velja leikmenn efnilegastan sem leikið hefur í deildinni í fjögur ár við góðan orðstír.

  17. Sko…

    Í fyrsta lagi: ef það var við hæfi að tilnefna Torres þrátt fyrir að hann sé að verða 24ra ára er vel við hæfi að velja Torres. Af hverju að tilnefna hann ef það væri fáránlegt að velja hann af því að hann er svo reyndur?

    Í öðru lagi: kosningin um besta unga leikmanninn eru lítið annað en skrípaleikur, eða í besta falli huggunarverðlaun fyrir þá sem verða af verðlaununum um besta leikmanninn. Fabregas fékk huggunarverðlaunin í ár þar sem Ronaldo hirti af honum aðalstyttuna.

    Sjálfur myndi ég hætta þessu rugli. Kjósa bara besta leikmanninn og besta nýliðann. Of mikið um að sömu mennirnir séu í báðum flokkum. Ég hefði t.d. viljað tilnefna menn eins og Michael Johnson hjá Man City, Theo Walcott hjá Arsenal, Ryan Babel hjá Liverpool, Fred Sears hjá West Ham, Nani hjá Man Utd, Anderson hjá Man Utd, Joe Hart hjá Man City og David Wheater hjá Middlesbrough. Þetta eru allt leikmenn sem eru annað hvort að spila sína fyrstu leiktíð í efstu deild Englands, eða eru í öllu falli að spila í fyrsta sinn stórt hlutverk hjá sínum liðum. Þeir eru líka allir um tvítugt, nema Wheater sem ég held að sé 22ja ára eða eitthvað álíka.

    Nýliðar, þið vitið. Fabregas og Ronaldo, þrátt fyrir aldur, hafa leikið aðalhlutverk í sínum liðum í einhver 4-5 ár. Torres hefur leikið á HM og EM með Spáni. Þessir menn eru ekki efnilegir lengur, heldur bara góðir.

  18. kosningin um besta unga leikmanninn eru lítið annað en skrípaleikur, eða í besta falli huggunarverðlaun fyrir þá sem verða af verðlaununum um besta leikmanninn

    Þessu get ég engan veginn verið sammála. Það er ekki eins og bestu leikmennirnir hafi í gegnum tíðina verið í kringum 23 ára aldurinn, en það er einmitt hámarksaldur til að vera gjaldgengur í yngri flokkinn. Við þurfum að fara aftur til ársins 1990 til að finna síðasta sigurvegara (á undan ronaldo) í vali á leikmanni ársins sem einnig var svo mikið sem gjaldgengur í yngri flokkinn. Verðlaunin fyrir besta unga leikmanninn eiga fyllilega rétt á sér og ég sé bara ekkert að því að verðlauna einn leikmann undir 24 ára á hverju ári fyrir framúrskarandi frammistöðu.

    Svo langar mig til að ítreka það sem ég sagði áður, það eru engir leikmenn tilnefndir til þessarra verðlauna, a.m.k. ekki í þeim skilningi sem við flest leggjum í hugtakið tilnefningu. Leikmenn fá ekki lista í hendurnar með fimm nöfnum og haka svo við þann sem þeim fannst bestur. Þeir geta valið hvaða leikmann sem þeir vilja, hefðu getað valið Heiðar Helguson ef þeim hefði sýnst svo, með þeirri einu undantekningu að sá er kýs getur ekki valið liðsfélaga sinn. Þegar úrslitin eru ljós birtir svo PFA lista yfir 5 hæstu leikmenn í hvorum flokki fyrir sig og kalla það tilnefningu.

    Það voru greinilega nógu margir leikmenn sem töldu Torres hafa verið besta leikmanninn undir 24 ára í vetur til að hann kæmist á topp5, þeir voru einfaldlega fleiri sem fannst Fabregas betri og við því er ekkert að gera og í mínum huga er það heldur ekkert óeðlilegt, sérstaklega ef við tökum það með í reikninginn að kosningin fer fram áður en Torres fór alvarlega í gang og áður en Arsenal byrjaði að dala.

  19. Ég er sammála Svenna með hvernig að þessu er staðið. Eftir því sem ég best veit, þá er enginn tilnefndur í til verðlaunanna. Og Gvend grunar að ástæðan fyrir því að það er kosið svona snemma (janúar eða what ever), er hin gríðarlegi vinnuhraði skrifstofufólks á Bretlandseyjum 🙂 Ef kosið yrði í apríl, þá yrðu úrslitin ekki ljós fyrr en seint í sumar held ég. það tekur Breta langann tíma að fara yfir atkvæðin, endurtelja, skipuleggja, setja allt dæmið 700 sinnum upp í Exel, og plasta svo og skrá hvert atkvæði. En hvað veit ég…. ég hef nú ekki einu sinni haft tíma til að reikna þetta almenninlega út ennþá…

    Carl Berg

  20. Þetta er alveg rétt eins og fram kemur hjá Svenna með þetta fyrirkomulag, en ég fer ekki ofan af því að þessi verðlaun fyrir “unga leikmanninn” eru frekar skrítin. 23-24 ára gamall leikmaður er ekki lengur efnilegur. En það er engu að síður skýrt að svona er þetta sett upp. Mér finnst þó alltaf jafn heimskuleg tímasetningin á þessari kosningu.

  21. Kristján, það að kjósa besta nýliðann yrði erfitt, sérstaklega ef maður ætlar að meta leikmenn eins og Michael Johnson og þannig sem eru að koma upp í sínum liðum. Michael Johnson byrjaði 10 leiki í fyrra, og búinn að byrja 22 leiki í ár, þannig að það þyrfti þá að meta hvenær menn eru nýliðar og hvenær ekki. Mathieu Flamini var t.d. að spila sitt fyrsta tímabil sem First team regular núna í ár. Spilaði bakvörð mikið fyrir 2 árum þegar A.Cole og Clichy voru meiddir, en byrjaði annars bara leiki þegar hvíla átti aðra miðjumenn. Er hægt að meta hann sem nýliða? Hvað með leikmenn sem eru regular subs, og slá í gegn þegar þeir fara í annað lið sem starters og slá í gegn. Hypothetical dæmi: Yrði Matt Derbyshire eligible sem nýlliði ársins ef hann færi til Wigan í sumar og myndi skora 25 mörk á næsta ári? Búinn að vera supersub hjá Blackburn á þessu ári og síðasta. Mjög mikið um conflicts í þessu dæmi.

    Ég held að það eigi að halda þessu óbreyttu. Þótt valið sé svona í ár, og í fyrra, þá eru bestu mennirnir jafnan ekki líka efnilegustu mennirnir. Enda eru C. Ronaldo og Andy Gray einu mennirnir sem hafa verið valdir bæði PFA Player of the year og PFA Young player of the year.

  22. Að mínu mati væri langbest að gera þetta bara “rookie of the year” einsog t.d. í bandaríska hafnaboltanum. Í því kjöri gildir þetta:

    To qualify for the award a player must exceed neither of the following, before the season under consideration
    – 130 at bats or 50 innings pitched in the major leagues
    – 45 days on the active roster of a major league club (excluding time on the disabled list or any time after rosters are expanded on September 1)

    Kannski væri sambærileg hugmynd að þeir væru gildir í þessu kjöri, sem hefðu ekki leikið meira en 5 leiki með liði í deildinni á fyrri tímabilum. Og þar sem menn geta fært sig á milli landa væri spurning um að tengja þetta líka við aldur, t.d. 22 ár.

    Þá myndu til dæmis menn einsog Insúa sem hafa spilað einn og einn leik á tímabili enn verið gildir í kjörinu, en menn einsog Fabregas ekki.

    Svo er það náttúrulega fáránlegt að menn þurfi allan þennan tíma til að telja atkvæðin.

  23. Gallinn við þetta líka er að ég held að leikmenn fái engan lista yfir þá sem eru gjaldgengir í kjörið. Það veldur því (að mínu mati) að menn, sem eru ekki í umræðunni sem ungir leikmenn, eru skildir útundan. Einsog t.d. Javier Mascherano í ár. Hann lítur út fyrir að vera fimm árum eldri en hann er.

  24. ég ætla að vona að Chelsea vinni ensku deildinna og Meistaradeild því að ég vill EKKI að Man Utd vinni báða þetta ár (þetta lið fer í taugarnar mínar!) Þannig go Chelsea

Fallbaráttan, tuð og myndbönd

Drogba og fleira