Liðið gegn Blackburn

Liðið gegn Blackburn er komið:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Riise

Benayoun – Sissoko – Gerrard – Maschareno – Babel

Kuyt

Á bekknum: Martin, Crouch, Kewell, Arbeloa, Lucas.

Það mátti svo sem búast við að Rafa myndi stilla upp 4-5-1 á útivelli gegn Blackburn. Ég er ánægður með að sjá Yossi og Babel á köntunum, en ef ég hefði fengið að ráða þá hefði ég gert þrjár breytingar, skipt Sissoko út fyrir Lucas, Kuyt fyrir Crouch og Arbeloa fyrir Finnan.

En ég ræð víst engu. Við tökum þetta!.

Ef við vinnum þennan leik þá verðum við bara 4 stigum á eftir Man U og Arsenal (með leik til góða á Man U)

27 Comments

  1. Ég hefði gert sömu breytingar og þú nema ég hefði sett Arbeloa inn fyrir Riise.

    Bekkurinn er rosalega sterkur. Mjög gaman að sjá Kewell á bekknum.

    Leikurinn fer 3-1 Gerrard, babel og Kuyt með mörkin

  2. Umorðað eftir að síðustu ummælum var hent út: Skil ekki í Benítez að þora ekki að setja Lucas inn fyrir Sissoko ! Það er með ólíkindum….. Og Arbeloa, er hann byrjaður að standa sig svona illa á æfingum ? Riise ekkert búinn að geta. En það virðist ekki skipta máli þarna á bæ.

  3. SheiSSe hvað þetta er lélegt. Hvar er breiddin? Er Kuyt að grínast? Gerrard virkar þreyttur, spurning um að hvíla hann? Er virkilega þörf að hafa bæði Sissoko og Mascherano inná í einu? Af hverju ekki Lucas í staðinn fyrir einn af þeim og fá meira spil í þetta?

  4. Hálfleikur og timbrið er búið að bjarga okkur frá því að vera tvö núll undir !
    Sama andleysið, sama getuleysið fram á við !
    Hjálp !

  5. Hafliði nei þetta ert ekki bara þú. Sóknirnar eru vandræðilegar. Þetta er bara einfaldlega rosalega lélegt. Maður er hálf orðlaus.

  6. Hvaða Liverpool lið ætli Rafa sé með núna á vellinum? Ætli hann hafi tölu yfir þær tölur sem hann hefur talið um dagana? Svo eru menn hissa á að liðið detti neðar og neðar. Hálfleikur liðinn og allt dautt – ekki eitt færi. Kemur þetta ykkur virkilega á óvart?????

  7. Hvílíkt ömurlegur fótbolti sem okkar menn eru að spila. Ætli Rafa hafi bannað þeim að reyna að skora. Þetta er svo lélegt að maður skammast sín fyrir.

  8. 8-2 fyrir Blackburn í skottilraunum eftir fyrrihálfleik, þar af 2 í tréverkið. Eitthvað þarf Eyjólfur að braggast í seinni hálfleik ef þetta á ekki að enda illa. Stemmingin virkar lélég í liðinu enda menn væntanlega ekki sáttir við spilamennskuna undanfarið 🙁 Benitez þarf nú að fara að öskra og kasta skóm í einhvern í hálfleiksræðunni svo eitthvað fari nú að gerast hjá þessu liði. Best að fara að leita að þunglyndislyfjunum…

  9. Held að þetta eigi eftir að standa eða falla með Stevie G annað hvort tekur hann þetta Blackburn lið og skilur það eftir í rústum eða hverfur í seinna hálfleik
    mín spá 1-0 Babel með markið eftir sendingu frá Benayoun

  10. Benayoun er sá eini sem er að skapa eitthvað fram á við finnst mér og svei mér ef maður treystir bara ekki á að hann steli þessu fyrir okkur : )

  11. Þetta er steingelt því miður, mér finnst sendingageta og móttaka á bolta hjá liðinu vera alveg hræðileg. Kuyt virðist ekki með nokkru móti geta tekið á móti tuðrunni og ég skil ekki afhverju Crouch fær ekki sénsinn. En það sem háir kannski liðinu mest er að það er ekki einn alvöru kantmaður í liðinu, þar af leiðandi nýtir það ekki breidd vallarins og hnoðast upp miðjuna þar sem Blackburnmenn eru sterkastir. Menn verða að girða sig í brók ef þessi leikur á ekki að tapast og vonandi koma Crouch og Kewell inná í seinni hálfleik og tryggja liðinu 3 stig.

  12. Kuyt er gjörsamlega ónýtur !!!! Skrifað á 60 mín. Tek það á mig ef hann skorar svo þrennu………..

  13. Kuyt var reyndar að gera fína sókn en Gerrard klúðraði sinni aðkomu.

  14. ertu ekki að grínast ? hörmungar sending, átti að koma í fyrstu snertingu. ömurlegur í alla staði…..

  15. Nei er ekki að grína : )
    Gerrard átti ekki að koma svona nálægt að mínu mati.

  16. eitt nafn: FINNAN. hann sendir alltaf aftur á carra. uss.. eftir að Gerrard fór af kanntinum þá sést hversu finnan eru Lélegur !

  17. AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA……………..hvurslags færi þurfa menn að fá til að skora ?

  18. Þessi Kuyt er vonlaus, selja manninn. Þegar hann hljóp með boltann að endalínu í mijum seinni hálfleik í stað þess að snúa að markinu var mér nóg boðið, svona gerir ekki striker!

  19. Hvað er með Liverpool og að byrja að spila fótbolta síðustu 10 mín ? Og helvítis Dirk Kuyt…… Arrrrrrrrgh

  20. Jæja takk fyrir mig.
    Enn einu sinni er boðið uppá algert andleysi fyrir utan síðustu 15 mín.
    Hundfúll með að nýta ekki tækifærið til að minnka forskot topp liðanna.
    Góða helgi.

Chelsea í Deildarbikarnum!

Blackburn 0 – Liverpool 0