Blackburn 0 – Liverpool 0

Liverpool gerðu í dag jafntefli gegn Blackburn á Ewood park.

Nota bene, ég skal hafa þann formála fyrir þessa skýrslu að ég var í **verulega vondu skapi** þegar að leikurinn hófst.

Lið Liverpool var svona:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Riise

Benayoun – Sissoko – Gerrard – Maschareno – Babel

Kuyt

Ok, jákvæðu punktarnir fyrst

* Jafntefli á Ewood Park eru í hinu stærra samhengi ekki slæm úrslit. Mér líður akkúrat núna einsog Liverpool liðið hafi verið að tapa, en þetta er einn af 5 erfiðustu völlunum í ensku deildinni.
* Harry Kewell kom inná og virtist vera nokkuð sprækur.
* Momo Sissoko lék sinn besta leik á tímabilinu. Hann vann gríðarlega vel og dreifði spilinu með hreinum ágætum. Maður leiksins.

Og þá að þessu neikvæða.

* Hvernig á maður að lýsa frammistöðu einsog hjá Dirk Kuyt í leiknum? Ég hef aldrei falið það á þessari síðu að mér finnst Peter Crouch vera miklu, miklu betri framherji en Kuyt. Þessi frammistaða í dag hjá Kuyt var nánast einsog skrípamynd af því hvernig Dirk Kuyt getur verið lélegastur. Hann hljóp útum allan völl, en var algerlega bitlaus. Hann náði jú að skapa sér færi, en það hvernig hann kláraði færin var **til skammar!** Ég á bágt með að muna eftir jafn hræðilegum afgreiðslum og Kuyt kom með í dag. Af hverju hann fékk að spila 92 mínútur í þessum leik er ofar mínum skilningi.
* Sá Rafa Benitez ekki leikinn gegn Arsenal? Sá hann ekki hver var **áberandi besti** framherjinn okkar í þeim leik? Af hverju í andskotanum er Crouch settur á bekkinn? Hvað gerði Kuyt gegn Arsenal til að verðskulda það að vera í liðinu í dag? Ég er á því að einsog staðan er í dag, þá sé Dirk Kuyt fjórði besti framherjinn okkar. Ég get ekki hugsað til þess ógrátandi að Rafa hafi ákveðið að eyða peningunum í Dirk Kuyt í stað þess að kaupa Dani Alves. Þvílík sóun á 10 milljónum punda.
* Það getur enginn okkar varnarmanna spilað boltanum almennilega. Þetta var skárra í vörninni en gegn Arsenal, en samt afskaplega slappt.
* Ég hef oft haldið því fram að Steve Finnan sé afburðar hægri bakvörður. Einsog hann er að spila í dag, þá gæti ég sennilega nefnt 10 bakverði í ensku deildinni, sem ég myndi frekar vilja sjá í Liverpool liðinu heldur en Steve Finnan. Það er einsog hann sé í öðrum gír en leikurinn, áhuga- og baráttulaus. Sendingarnar hans eru í 90% tilfella aftur í átt að eigin marki. Ég get ekki fyrir mitt litla líf skilið af hverju Arbeloa er á bekknum.
* Af hverju fær Lucas ekki að spila í svona leik? Hélt Rafa að Liverpool liðið myndi spila blússandi sóknarbolta með Masche og Momo á miðjunni? Að mínu mati spiluðu þeir báðir vel í leiknum. Lucas eða Xabi Alonso hefðu hins vegar getað dreift spilinu almennilega. Víst að Fergie treystir Anderson á útivelli gegn Arsenal, af hverju treystir Rafa ekki Lucas gegn Blackburn?
* Babel var afleitur í leiknum, hann virðist enga hugmynd hvað hann á að gera inná.

Margir sem lesa þessa síðu (sérstaklega nýir lesendur) halda að við Kristján Atli styðjum Rafa Benitez í einhvers konar blindni. Það er hins vegar langt frá sannleikanum. Ég skrifaði til að mynda fyrir rétt rúmum tveimur árum [þennan pistil](http://www.kop.is/gamalt/2005/10/22/16.15.34/) um Benitez. Þar sagði ég:

>Þetta Liverpool lið, sem mætir til leiks í ensku úrvalsdeildinni getur ekki talist neitt nema hörmung. Í Evrópu erum við frábært lið. Í ensku úrvalsdeildinni getum við hreinlega ekki talist meira en miðlungslið. Svo einfalt er það.

Þá vorum við í afleitri stöðu, búnir að spila 8 leiki, vinna 2, tapa 2 og gera 4 jafntefli og við vorum í 12.sæti. Rafa tókst hins vegar heldur betur að snúa hlutunum við, því eftir þennan leik þá vann Liverpool liðið 10 leiki í röð í deildinni og í lok tímabils vorum við ansi nálægt því að ná öðru sætinu.

Í dag er staðan mun betri, en samt alls ekki ásættanleg. Rafa getur auðvitað enn gert svipaða hluti, en ef árangurinn og spilamennskan batna ekki þá verður hann ekki dæmdur fallega í lok leiktíðar. Andleysið í Liverpool liðinu er einfaldlega algjört og liðið virðist aldrei byrja að spila sóknarbolta fyrr en síðustu mínútur leikja. Við vitum vel að þessir leikmenn eru engir aumingjar, en það er alveg ljóst að það er eitthvað mikið að í þessu liði.

Þrátt fyrir að hann virki örugglega rólegur á fréttamannafundum, þá einfaldlega neita ég að trúa öðru en að Rafael Benitez sé alveg jafn hundfúll yfir þessari spilamennsku og við erum. Þetta gengur ekki svona lengur.

120 Comments

 1. Áður en menn fara að leggjast í þunglyndi og svartsýni(sem gerist allavega hjá mér) vil ég persónulega meina að Sissoko hafi átt sinn besta leik á tímabilinu og er vonandi kominn úr þessari hrikalegu lægð og orðinn 11 maður Liverpool en ekki 12 maður andstæðinganna

 2. Þetta er farið að fara í taugarnar á mér. Jesús, hvernig væri að klára helv**** leikina.

 3. Ok, ekki góður leikur en gefum Benitez vinnufrið. Svartsýni og neikvæði hjálpar engum!

 4. Sælir félagar.
  Hvíliíkur hörmungarfótbolti. Ég hefi alltaf verið frekar hugumhollur Dirk Kuyt en eftir þennan leik vil ég bara selja þennan dreng. Hann má fara til Hollands mín vegna og dúlla sér við túlípana. Ekki mun ég sakna hans. Það er örugglega hægt að fá langhlaupara frá Kenya til að hlaupa kringum völlinn og setja fótboltamann inná í stað hans.
  Og skiptingarnar hjá Rafael Benitez. Ætlaði hann að vera alveg viss um að liðið skoraði ekki mark. Því tók ekki Kuyt útaf og færði Babel fram með Crouch???
  Nei og aftur nei. Benitez virðist lspila svo passívan bolta að hitastigið á vellinum fellur niður undir frostmark.
  Djöfull er ég að fá nóg af þessu andsk… dútli og steingeldum hörmungarbolta sem gerir ekkert fyrir áhorfendur, leikmenn eða nokkra sál sem unnir þessarri íþrótt.
  Þetta eru leiðindi, leiðindi, leiðindi, leiðindi, og einusinni enn leiðindi. 🙁

 5. Skammast mín nánast fyrir að vera Liverpoolmaður þessa dagana í 80. mín. gátum við ekki neitt og vorum í raun heppnir að vera enn inn í leiknum þegar við fórum loks að sækja að marki Blackburn. Velunnara Benitez hér inni er sjálfsagt ánægðir með spilamennskuna í dag og telja gott að fá stig og að liðið hafi sýnt batamerki. Liðið rúið sjálfstrausti og menn að rífast inn á vellinum. Það þýðir ekki endalaust að skýla sæer bak við það að liði sé taplaust og bara 6 stigum frá toppnum.

 6. Tommi við hvað á Benitez að fá vinnufrið ? liðið spilar leiðinlegasta boltann í deildinni

 7. Benitez þarf meiri tími til að byggja upp liðið! Sir Alex byggði ekki Manchester United á einu tímabili. Það tók sinn tíma, og sjáið þá í dag! Eins skil ég ekki hvað menn eru að setja út á Dirk Kuyt, einn besti maður okkar í dag og sá eini sem var að komast í færi. Áfram Liverpool!

 8. Sterkt liðsuppstilling í dag þrátt fyrir meiðsli 3ja lykilmanna. Er reyndar feginn að ég missti af leiknum en ég tel að við fengum gott stig á sterkum útivelli þarna hvernig sem leikurinn svo spilaðist. Þetta er jákvætt upp á framtíðina og er hægt að byggja ofan á.

 9. liðið er ekki að sýna nein batamerki hjá honum nema síður sé

 10. Hræðilegur leikur fyrir utan síðustu 15 mín þar sem liðið hrökk í gang og hefði getið stolið þremur stigum.

  Mér fannst reyndar skiptingar Rafa góðar í þessum leik, Crouch stóð sig ágætlega og Kewell sýndi strax hversu góður leikmaður hann er.

 11. Er ég einn um það að hafa nánast sofnað yfir fyrri hálfleiknum? Þetta er hræðilegt.

  Að horfa á Arsenal spila í hádeginu og Liverpool áðan er bara eins og svart hvítt, bakverðirnir spila eins og kantmenn, allir kunna fótbolta og léttleikandi.

  Babel á að spila frammi eða eitthvað, passar ekki á vinstri kant, Benayoun gerir oft fína hluti en Riise er afleitur. Í næsta leik vil ég líka sjá Lucas í starting fyrir Momo þó Momo hafi reyndar bætt “completed passes” hjá sér um einhver % í dag.

  Afhverju spilum við alltaf til baka? Sóknarleikurinn okkar er á þennan veg; Reina – Finnan – Carragher – Mascherano – Carragher – Hyypia – Finnan. Hvað eiga þeir allir sameiginlegt? Spila allir á okkar vallarhelmingi, þetta er bara grín.

  Voða fínt og flott, fáum % í possession og svona en við fáum engin færi, áttum við skot á markið í fyrri hálfleik? Efast um það. Sárt að segja það en ég vonaðist hreinlega til þess að Blackburn myndu sigra þennan leik miðað við spilamennsku Liverpool áttum við ekkert meira en 0 stig skilið og það myndi kannski vekja menn aðeins!

  Það þarf eitthvað að laga, það er alveg klárt mál.
  eeen….YNWA.

 12. Já Benitez á að fá vinnu frið við að byggja upp 11 manna leiðindi inn á vellinum. Í fyrri h´slfleik hrukku menn við ef boltin fór fram fyrir miðju og flýttu sér að sendann aftur á eigin vallarhelming.
  Mér er spurn. Hvað er verið að byggja upp.þ Leiðinlegasta fótbolta
  á Englandi og þó víðar væri leitað. Það væri sök sér ef menn töpuðu leikjum með sæmd og sýndu einhvern karaktar, leikgleði sjálfstraust og hefðu gaman af því sem þeir eru að gera. Af hverju er Carra svona pirraður leik eftir leik?? Er það af því að það er svo gaman inná vellinum.
  Ef menn sjá ekki hvar ömurlegar skiptingar það eru að taka einu mennina útaf sem sýndu einhverja sóknartilburði þá þeir um það. Ég er ekki að ergja mig á mönnunum sem komu inná. Heldur á þeim sem fóru útaf.
  Og kuyt besti maður okkar????????????? Nei nú er ég alveg bitt. 🙁
  Það er nú þannig

 13. spurning hvort að menn segi eftir leikinn í dag: “Við vorum betri og fengum fullt af færum…”

  Málið er að Blackburn átti líka færi, 1 slárskot og 1 stangarskot, hefðu hugsanlega getað fengið víti þegar Carra varði skot með hönd. Liverpool fengu líka fín, eða réttara sagt fékk Dirk Kuyt fín færi sem hann hefði mátt klára, allavega 1-2 af þessum færum.

  Þetta er klárlega ekki atlaga að neinum titli svona spilamennska. Ef ég lít hlutlaust á málið og spilamennsku liðsins þá finnst mér eins og Liverpool komi til með að berjast um 4.-7. sæti.

  En ljósi punkturinn fannst mér vera Kewell sem kom inná og fékk liðið til að spila markvissann sóknarleik, í stað tilviljunarkennds sóknarleiks.

  Maður er aldrei sáttur við 0 eða 1 stig, maður vill 3 stig, sérstaklega á móti þessum minni liðum, svo einfalt er það, þetta er ekki ásættanlegt. En það sem fer mest í taugarnar á mér er það að mér finnst við ekki eiga þessi 3 stig skilin.

 14. Persónulega var ég frekar rólegur og ligeglad framan af leiknum. Það var ekki fyrr en Kewell og Crouch komu inná að maður varð pirraður. Leikur liðsins breyttist svo um munar eftir innkomu þeirra að þá fyrst gerði maður sér grein fyrir hvað við höfðum verið að drullla upp á bak allan leikin.

  Og jafnvel alla leiktíðina ef út í það er farið. Með Kewell vorum við með mann sem spilar fótbolta með hausnum(nema þetta eina skipti þegar hann hefði átt að gefa hann upp kantinn) og hefur getuna til þess með fótunum.

  Síðan vill ég lýsa því yfir að ég sé búin að missa þolinmæði mína gagnvart Kuyt. (Þangað til annað kemur í ljós allaveganna).

 15. Hey ég sofnaði lika, Carra er pirraður af því menn verjast og verjast og Sissoko var góður þar en þeir frammi eru ekki að standa sig Kyut er bara hlaupandi um eins og asni sorry en það er bara svoleiðis og svo veit hann ekkert hvað á að gera í dauðafærum. Gefa Crouch meira tækifæri núna. En við fáum einhverja snilld einhverntímann bara leiðinlegt að bíða.

  YNWA

 16. Símon, getum við beðið og beðið og beðið…tímabilið er löngu byrjað og það er rándýrt að misstíga sig svona, snilldin á að vera að gerast á tímabilinu, maður ætti bara að þurfa að bíða á sumrin eftir þessari snilld…

 17. Benitez er besti þjálfarinn í deildinni og ef ekki heiminum í dag, menn sem halda með Liverpool eiga að styðja hann. Hann er búinn að lyfta Liverpool á allt annan stall og betri en var áður fyrr.
  Fótboltinn er góður. Við höldum boltanum vel og ég var svo spenntur yfir leiknum í dag. Kuyt hélt bolta ágætlega og er hann mun betri en Peter Crouch, með Crouch in á spilum við bara kick and run en með Kuyt höldum við boltanum niðri og látum hann ganga.

  Sissoko og Maschareno eru sennilega í topp 5 af bestu varnarsinnuðu miðjumönnum í heiminum og skila þeir góðrir vinnu, Alonso verður svo góður þegar hann kemur aftur. Babel fann sig ekki í dag en næsta tímabil hjá honum verður svakalegt, þá tekur hann þennan kipp sem t.d Hleb er búinn að taka hjá Arsenal verður heimsklassa leikmaður. Dæmum þetta ekki að einum leik.

  Allir tala um Arsenal og Man U og þau spila svo vel. Bakverðir koma mikið upp og svoleiðis, það er bara agaleysi. Menn halda stöðum vel í liverpool liðinu okkar og mikill Agi er í okkar herbúðum. Ég er ánægður með liðið og líki því við Arsenal liðið í fyrra, spilar besta fótboltan en náum ekki að nýta færin, en sjáið arsenal í dag. Gefum Rafa tíma og vinnufrið því hann er á réttri leið.

  Lifi Liverpool og góður fótbolti.

 18. Er það agaleysi að bakverðir komi upp?? Þetta komment #19 er þvæla..Hvernig geturu fullyrt að næsta tímabil hjá Babel verði svakalegt? Þetta er eiginlega út í bláinn hjá þér..leikmenn liverpool halda stöðum sínum því þeir hreyfa sig ekkert án bolta, það er málið.

  Einar Örn: Víst að Fergie treystir Anderson á útivelli gegn Arsenal, af hverju treystir Rafa ekki Lucas gegn Blackburn?

  Góð spurning, hún á fullkominn rétt á sér og ég vona að Rafa geti svarað henni sjálfur. Verður ekkert úr stráknum ef hann fær aldrei spiltíma, staðreynd.

 19. Jónas Árni. Ha?

  Bakverðir Arsenal sækja upp kantana því það er hluti af leikstíl Arsenal. Arsene Wenger gefur þeim skipanir um að gera þetta.

  Allir kantarnir hjá Arsenal að undanskildum Theo Walcott sækja inn á miðsvæðið og því er þetta nauðsynleg viðbót við sóknarleik Arsenal að Sagna og Clichy sækji upp kantana og taki óverlapp og slíkt. Bakary Sagna var til dæmis lykilinn af fyrra jöfunarmarki Arsenal í dag. Hann kom utan á Ebou þegar hann var með boltann og opnaði þar af leiðandi fleiri sendingarmöguleika. Eboue gaf svo fyrir og eftir klafs þar var Sagna mættur til að leggja upp markið fyrir Fabregas.

  Það að bakverðir skuli sækja upp kantana er ekki agaleysi. Varnarsinnaður miðjumaður (Flamini, Gilberto) sinna líka því hlutverki að detta niður þegar bakverðir sækja upp.

  Babel verður aldrei heimsklassa leikmaður og Hleb er það ekki heldur. Reyndar bara mín skoðun.

 20. 19 Jónas Árni,

  Fótboltinn er góður. Við höldum boltanum vel
  Hvað græðum við á því að halda boltanum á okkar vallarhelmingi? Færi? Markskot? Nei. Við græðum nákvæmlega ekkert á því.

  Er sammála þér með Sissoko og Mascherano að þeir séu góðir varnarsinnaðir miðjumenn en til hvers í ósköpunum að vera með tvo miðjumenn sem skora ekki inni á vellinum? Nú spyr ég ykkur strákar, hvað hefur Fabregas skorað mörg mörk í vetur? En Sissoko, Mascherano, Gerrard og Alonso? Segir það ekki sitt hvað um fótboltann sem liðið er að spila?

  Allir tala um Arsenal og Man U og þau spila svo vel. Bakverðir koma mikið upp og svoleiðis, það er bara agaleysi. Menn halda stöðum vel í liverpool liðinu okkar og mikill Agi er í okkar herbúðum.
  Agi? Wenger leggur upp með að spila skemmtilegan fótbolta, skora mörk og síðast en ekki síst að vera með fótboltamenn. Ekki rúgbímenn eins og td Riise. Hefur Riise verið mikið að koma með ,,overlap” við vinstri kantmanninn okkar, en Finnan? Finnan gerði það áður fyrr en ekkert núna. Hreyfanleikinn hjá þeim er í allt öðrum gæðaflokki en hjá okkur, gefið á miðjumann sem hefur svona sex möguleika í stað tveggja hjá Liverpool, senda eitthvað fram eða til baka.

  Strákar mínir, það er eitthvað að ef þið getið sætt ykkur við svona spilamennsku hjá okkar mönnum!

 21. Það er nákvæmlega ekkert sem maður getur sagt a móti þegar fólk í kringum mann tönglast á því að Liverpool spili ömurlega leiðinlegan fótbolta. Það er bara hárrétt. Maður er búinn að sýna Benitez mikla þolinmæði í gegnum þessar róteringar og vonlausu skiptingar alltof lengi. Maður er að sjá það núna. Ég veit það ekki en ég er alveg dottinn á þá línu að liðið sé komið á þann punkt að það þurfi jafnvel að skipta um mann í brúnni. Myndi vilja gefa þessu fram að áramótum. Ef þetta lagast ekki þá að skipta um stjóra. Benitez er frábær stjóri en einhvern veginn finnst manni hann vera kominn á vegg. Hann sé jafnvel búinn að toppa með liðið. Maður er allavega búinn að fá meira en nóg af þessum leiðindum.

 22. Liverpool liðið sýnir aga og heldur stöðum vel. Bakverðirnir eru fyrst og fremst hluti af 4 manna varnarlínu og eru því varnarmenn. Kanntmennirnir sja um soknarleikin.

  Rafa spilar þetta eins og allir eiga að spila þetta. Bakverðirnir eru að skila sinni vinnu sem varnarmenn.
  Svo er það annað. Hvernig gætum við spilað svona góðan bolta ef það væri hreyfingarleysi án bolta hjá liðinu, þvílíkt bull. Hreyfingin er góð og það er langt síðan við höfum spilað jafn góðan og sannfærandi bolta. Þið eruð á villigötum eins og svo oft aður.

  Hleb er heimsklassa leikmaður eins og Ronaldo og Babel stefnir bara i það að verða betri.

  Styðjum Rafa og Liverpool, Amen.

 23. Hef ekki mikinn tíma en vil bæta mínu við. Í fyrsta lagi tek ég heilshugar undir með skýrslu Einars. Ég hef reyndar ekki eins lítið álit á Dirk Kuyt og hann, almennt séð, en það sá það hver heilvita maður eftir aðeins nokkrar mínútur í kvöld að hann var að spila hræðilega. Þegar Rafa tók Benayoun út fyrir Crouch, í stað Kuyt, var mér og sessunautum mínum öllum lokið.

  Það er líka annar vinkill í þessum framherjamálum, en það er hver vinnur best með Steven Gerrard. Fyrirliðinn er þessu liði svo mikilvægur að það ætti að vera skilyrði að framherjarnir í kringum hann geti fundið sig með honum. Það er ekki að gerast hjá Kuyt og Voronin þessa dagana, en Babel gengur aðeins betur að spila við hlið hans. Hins vegar sá maður stökkbreytinguna á Gerrard í kvöld þegar Crouch kom inná. Hver haldiði að hafi átt stóran þátt í marki Gerrard gegn Cardiff? Benayoun lagði markið upp en áður hafði Gerrard átt gott samspil við Peter Crouch á miðjunni til að sprengja upp vörn Cardiff.

  Í kvöld var Crouchie vart kominn inná þegar hann var búinn að skalla boltann niður í svæði og Gerrard fékk sitt langbesta skotfæri í leiknum. Ef Crouchie hefði komið inná í hálfleik hefðum við unnið í dag, ég efast varla um það.

  Annars er jákvætt að sjá Kewell koma sterkan inn. Það er einfaldlega klassamunur á honum og nær öllum öðrum sem hafa mannað vinstri kantstöðuna í tíð Houllier og Benítez, og því algjör synd að Harry hafi þurft að vera svona mikið frá vegna meiðsla. Maður sér alltaf þegar hann kemur inn á ný hve mikið við höfum saknað hans.

  Næsti leikur er gegn Besiktas á Anfield á þriðjudagskvöldið og ég legg til að Rafa stilli upp nákvæmlega sömu taktík og sama liði fyrir utan eftirfarandi breytingar:

  • Arbeloa inn fyrir Finnan, ef sá fyrrnefndi er heill heilsu.
  • Aurelio inn fyrir Riise, ef sá fyrrnefndi er heill heilsu.
  • Lucas inn fyrir Mascherano, sem átti greinilega erfitt með fótinn á sér í kvöld eftir að hafa meiðst gegn Arsenal.
  • Og að lokum … Peter Crouch inn í byrjunarliðið!!! Hann er einfaldlega búinn að vinna fyrir því.

  Þekkjandi Benítez hins vegar mun hann eflaust velja Voronin fram yfir Crouchie á þriðjudag … :s

 24. Ég trúi því ekki að menn séu sáttir við að liðið sé í 7. sæti eftir 11 umferðir. Ég trúi því ekki að menn sjái einhver batamerki á liðinu. Hvaða batamerki eru það.
  Eg trúi því ekki að menn séu ánægðir með að LFC spilar alltaf fótbolta andstæðinganna en aldrei sinn eigin bolta með stjórn á leik og skipulagi.
  Ég trúi því ekki að menn séu sáttir við að liðið spili alltaf svo passivan bolta, andlausan og sóknarlega geltan.
  Ég trúi því ekki að menn séu ánægðir með að bakverðir okkar koma nánast aldrei fram fyrir miðju.
  Ég trúi því ekki að menn gleðjist yfir því að horfa á liðið spila þessa dagana eins og það gerði á tímum Houlliers.
  Ég trúi ekki að menn haldi að við verðum meðal hinna 4 efstu með þessari spilamennsku.
  Ég trúi ekki að við gerum neitt hvorki í meistardeildinni né úrvalsdeildinni með þessu spilalagi.
  Ég trúi því ekki að menn ætli að sætta sig við að það taki okkur jafn langan tíma að vinna enska meistaratitilinn eins og það tók KR hér heima og MU á sínum tíma fyrir MU áratuginn.
  Ég bara trúi þessu ekki!!!!!!!!!!!!!!!
  Það er nú þannig

 25. Og meðan ég man þá þakka ég Rinsti fyrir skýrsluna. Hún er góð og bendir á marga veikleika Rafa og liðsins. Hinsvegar held ég að það sé Rafa sem stjórnar því hvernig bakverðirnir spila.

  Það er nú þannig

 26. “Rinsti” á að vera Einari 🙂 óskiljanleg ásláttarfötlun 😉

 27. Ekki get ég sagt að ég hafi fyrirfram átt von á að Liverpool ynni þennan leik. Við erum hægir og fyrirsjáanlegir í öllum aðgerðum og einstaklingsframtak vantar. Því miður held ég að það verði ekki breyting á þessu í bráð því vörnin okkar fer varla fram yfir fyrsta þriðjung vallarins og bakverirnir spilla ALLTAF til baka þegar sóknir eru í uppbyggingu. Að mínu viti er þetta grundvallarvandamál liðsins. Þrennt verður að gerast til að þetta breytist:

  1. Það verður að fá inn varnarmenn sem eru fljótir og geta sótt fram. Í dag eru þeir handónýtir með langar sendingar sem lenda beint hjá andstæðingunum og við verjumst endalaust. Ojbara:-(

  2. Miðjumennirnir verða að þora að taka menn á en í dag gengur það illa. Kannski finna þeir að bakstuðninginn vantar frá vörninni.

  3. Hreyfanleiki, leikmaðurinn sem er með boltann hefur yfirleitt fáa sendingarmöguleika. Kantmennirnir geta meira að segja varla sent til baka því bakvörðurinn er í órafjarlægð.

  Í lok leiksins kom síðan þessi spurning upp í hugann: Hvaða leikmenn Liverpool á ég von á að skori mörk? Jú, Gerrard, Kewell og Crouch. Aðeins einn þeirra spilaði allan leikinn og það er bara ekki nóg.

  Ég bíð í mikilli óþreyju eftir að meiðslaleikmenn komi til baka og að félagaskiptaglugginn opnist. Hvaða varnarmenn eru á lausu?

 28. Það er naumast hvað menn eru svartsýnir eftir leiki sem ekki vinnast. Um síðustu helgi stöðvuðum við 12 leikja sigurhrinu Arsenal og í dag stöðvuðum við 7 leikja sigurhrinu Blackburn, og það á þeirra heimavelli. Vissulega vannst hvorugur þessarra leikja og í báðum má jafnvel segja að andstæðingurinn hafi spilað betri bolta meiri hluta leiksins en eftir stendur að liverpool er búið að vera án þriggja eða fleiri lykilmanna meiri hluta tímabilsins, búið að mæta 2 af þessum svokölluðu topp4 liðum og þeim þremur liðum sem líklegust voru til að lenda 5-7 sæti og er samt ennþá taplaust í deildinni, verra gæti það nú heldur betur verið.

  Þeim sem eru ennþá að væla yfir brotthvarfi pako vil ég benda á 2 staðreyndir. Sú fyrri að byrjun tímabilsins er sú besta síðan benitez tók við, þrátt fyrir öll þessi jafntefli er liðið samt enn taplaust. Sú seinni, Pako fór á sama tíma og Alonso og Agger meiðast, ég hef áður skrifað um mikilvægi þeirra A bræðra fyrir Liverpool og ég hvika hvergi frá þeirri skoðun að mér finnist sú lægð sem liverpool er í vera að mestu leyti fjarverru þeirra beggja í einu að kenna, ég hef nákvæmlega enga trú á að brotthvarf pako hafi eitthvað með gegni liðsins að gera.

  En að leiknum. Þegar ca. korter var eftir af honum var ég tilbúinn að viðurkenna það að Blackburn hefði hugsanlega verið betra liðið og ef eitthvað lið hefði átt sigurinn skilið voru það þeir, en síðasta korterið var eign Liverpool frá A til Ö og í raun með ólíkindum að liðinu skyldi ekki takast að skora á þeim kafla. Í heildina var jafntefli sennilega sanngjörn úrslit en 0-0 hefði aldrei átt að verða niðurstaðan. Liðið spilaði á köflum fínan bolta, um miðjan fyrri hálfleik virtist t.d. sem sjálfstraust leikmanna væri í botni og þeir voru að reyna ýmsa skemmtilega hluti, létu boltann ganga hratt og örugglega á milli sín og maður fékk trúnna á að liðið væri loksins að hrökkva í gang. En svo dalaði spilamennskan, blackburn komst betur inn í leikinn, áttu m.a. þessi 2 skot í tréverkið og maður sá hreinlega sjálfstraustið leka af leikmönnunum og liðið var hreinlega heppið að sleppa með 0-0 í hálfleik. Seinni hálfleikur var svo bara stöðubarátta fram til 75. mínútu þegar eitthvað virðist gerast í kolli liverpool leikmannanna og þeir fóru að spila almennilegan bolta. Hvort sem það er þreytu blackburn manna um að kenna, skiptingum benitez að þakka eða eitthvað annað þá hlýtur maður að spyrja sig afhverju liðið spilaði ekki svoleiðis frá byrjun. Þetta virðist gerast trekk í trekk að liðið spili bestu mínútur sínar í lok leikjanna. tottenham, marseillie, besiktas, blackburn og jafnvel Arsenal er hægt að telja til leikja þar sem liverpool spilaði stórvel síðustu mínúturnar. Það er auðvitað jákvætt að sjá liðið ekki gefast upp fyrr en lokaflautan gellur en að sama skapi er það áhyggjuefni að liði geti ekki spilað almennilega knattspyrnu fyrr en öll sund virðast vera að lokast.

  Sami Hyypia, fullyrði ég, er búinn að vera sem leikmaður í fremstu röð, hann var skelfilegur í dag, tapaði skallaboltum í gríð og erg rétt eins og gegn tottenham, þar af einum sem leiddi til stangarskots bentley og þar að auki átti hann hverja feilsendinguna á fætur annarri og margar hverjar voru aðveldar sendingar í styttri kantinum. Strax á 6. mínútu var hægt að sjá í hvað stefndi þegar hann gretti sig eftir að hafa sparkað boltanum, undir engri pressu, í áttina að hornfána blackburn manna með engan liverpool mann í 30 metra radius frá lendingarstað boltans, maður sá það nánast á andliti hans að hann væri að hugsa hversu illa samhæfður hann væri við restina af liðinu. Það er synd og skömm að þurfa að segja þetta en svona er lífið og eftir margra ára dygga þjónustu er ég hræddur um að það sé kominn tími til að hyypia hætti þessu og leyfi yngri mönnum að taka stöðu sína, hobbs getur varla verið verri en hyypia var í dag. Dirk Kuyt var litlu betri en hyypia, hann gerði fátt rétt í dag og toppaði leik sinn algjörlega þegar hann sendi boltann í fangið á friedel eftir að vera kominn í gegn á hægri kantinum með gerrard og babel með sér frammi á móti einum varnarmanni blackburn. Rafa átti að sjá það strax þá í hvað stefndi en leyfði honum af einhverjum óskiljanlegum ástæðum samt að klára leikinn.

  Maður leiksins að mínu mati var Momo Sissoko, hann gerði ekkert rangt í þessum leik, vann sína varnarvinnu vel og skilaði boltanum vel frá sér. Þar að auki átti hann mörg prýðileg hlaup fram völlinn en samherjar hans fá stóran mínus í kladdann fyrir að senda aldrei á hann þegar hann tók þessi hlaup sín og það virðist vera alveg ljóst að þeir treysta honum ekki fyrir boltanum þegar kemur að síðasta þriðjungi vallarins. Það er ákveðið áhyggjuefni sem þarf að lagfæra en það er alveg ljóst að momo nær ekki að losa sig við gagnrýnisraddirnar ef hann fær ekki tækifæri til þess.

  Jafntefli á Eawood park er langt frá því að vera eitthvað skelfileg niðurstaða, auðvitað vildum við sigur en maður verður samt að taka með í reikninginn að þetta er einn af erfiðari útileikjum tímabilsins. Bætum svo ofan á það að blackburn var búið að vinna 7 leiki í röð og þá hlýtur maður að vera nokkuð sáttur með að sleppa með jafntefli, ekki ánægður en samt sem áður sáttur. Nú fer prógrammið að léttast aðeins og á meðan einhverjir leggjast í skammdegisþunglyndi spái ég því að liverpool sé nú að fara að gera sitt til að vega á móti því og byrji að vinna nokkra leiki í röð, þá fyrstu gegn besiktas og fulham á anfield í næstu viku.

 29. Okkar menn léku lengst af nokkuð vel. Það blasti hins vegar við að Dirk Kuyt er ekki nógu skæður framherji fyrir okkar menn og hefur reyndar verið ljóst í nokkurn tíma. Ég veit eiginlega ekki í hverju Kuyt er góður, hann er ekki góður battasenter því hann missir boltann iðulega frá sér og lendir í tæklingum og klafsi, hann er ekki góður að klára færin sín, hann er ekki hraður, hann er ekki leikinn, hann vinnur fáa skallabolta. Hvað er þá eftir, jú hann vinnur vel fyrir liðið. Og hvað felst í því, hann hleypur eins og vitstola gimbur út um allan völl og svo þegar við vinnum boltann þá er hann annað hvort of þreyttur til að geta gert nokkuð af viti eða víðs fjarri markinu, kominn langt út úr sinni stöðu. Það er hreinlega merki um dómgreindarbrest að RB spili honum endalaust, hann spáði því reyndar að sínum tíma að hann myndi ná sömu hæðum og Robbie Fowler ….. ???

  Ég held að við hefðum unnið þennan leik með alvöru framherja, við verðum hreinlega að kaupa 1 stk í janúar til að hafa til taks með Torres og Crouch.
  Það var hins vegar frábært að sjá Kewell á ný, hann er hágæða leikmaður.
  Mér fannst einnig nokkuð vafasamt að hafa Sissoko og Mascherano saman inná miðjunni. Þeir áttu báðir þokkalegan leik, en þeir skapa auðvitað enga hættu framávið og sóknarmenn Blackburn ekki þess eðlis að það þurfi 2 brimbrjóta á þá.

  En svona á heildina töluverðar framfarir hjá okkur, boltinn gekk nokkuð hratt og markvisst en það vantaði bara brodd í sóknarleikinn. Ef RB fer að nota Kewell, Babel, Youssi og Crouch þá liggur leiðin bara uppávið, já og geyma Kuyt á bekknum, lengi … 😉

 30. Nei…bara að grínast… 🙂

  Þetta var alveg hörmulegt að horfa upp á þennan leik. En samt sat ég allann fyrri hálfleikinn skælbrosandi og súperjákvæður(Handviss um að við mundum vinna!! Þið vitið mig dreymdi Gerrard nefnilega.. ^^). Svo bjartsýnn og yndislegur að sessunautar mínir voru að pæla í því að henda mér á dyr.

  En svo kom seinni hálfleikur. Guð minn góður. Benites heldur hálftíma fyrirlestur á hliðarlínunni fyrir Crouch.. ég bara spyr.. hvern andskotann er maðurinn að blaðra svona mikið þegar hann er að skipta mönnum inná????

  Þetta var að gera mig brjálaðan þegar Fowler var hjá okkur. Og þetta er að gera mig enn brjálaðri núna.

  Loksins kemur Crouch inn og ég var handviss um að Dirk Kuyt fengi hvíldina enda sprunginn fyrir löngu. Það er ekkert skrítið að hann klúðri færum þegar maðurinn stendur algjörlega á öndinni eftir öll hlaupin. (Sem btw ég held að Benites elski og skipi honum að gera- verjast verjast verjast verjast verjast verjast.. heilaþvottur Benites á sóknarmönnum).

  Ég fékk mig eiginlega fullsaddan eftir Arsenal leikinn og var búinn að lofa sjálfum mér að vera sallarólegur og slá á allar vonir!!! Það entist í einn hálfleik. Ég var farinn að formæla sjónvarpinu af ástríðu í seinni hálfleik. Ég þoli ekki að sjá andleysið.. menn rífast innbyrðis og pirra sig á hvor öðrum. Carra var að fara yfir um í þessum leik.

  Já ..ég er að fara á límingunum yfir steingeldum sóknarleik okkar manna undanfarnar vikur. Og hana nú.

  Það eina jákvæða við leikinn var innkoma Kewell og Crouch en um leið alveg grátlegt að hugsa til þess af hverju í andskotanum Crouch fær ekki að spila sem fastamaður. Óskiljanlegt. (BENITESSSSSSSSSSS ÉG ER BRJÁLAÐUR ÚT Í ÞIG NÚNA).

  YNWA

 31. Svenni. Það er ekki hægt að kenna meiðslum hér um ávallt. Arsenal er án Van Persie í augnablikinu og William Gallas er nýbúinn að snúa til baka úr meiðslum. Man Utd er án Paul Scholes og Gary Neville. Allt leikmenn sem eru taldir vera lykilmenn í sínum liðum.

 32. Maggi, auðvitað getum við ekki kennt meiðslum algjörlega um hvernig liðinu gengur en eins og ég hef áður bent á held ég samt að við getum ekki verið án Agger og Alonso beggja í einu, við ættum að geta sloppið með annan þeirra meiddan en ekki þá báða. Það eru öll lið háð ákveðnum leikmönnum og ég er á því að Alonso er okkur jafnmikilvægur og Fabregas er Arsenal og Ronaldo hjá manutd, hversu vel gekk manutd annars á meðan ronaldo var í banni?

  Benitez á samt að vera löngu búinn að finna leið til að komast af án Alonso og Agger og því er ég þér alveg fyllilega sammála að það er ekki hægt að kenna meiðslunum um allar ófarirnar!

 33. Af hverju eru menn að tapa sér yfir þessum úrslitum? Það er kraftaverki líkast að fá EITT stig út úr þessum leik. Ég segi bara eins og Monty Python: ALWAYS LOOK ON THE BRIGHT SIDE OF LIFE. Eitt stig er betra en ekkert. Eitt stig og geta ekki rassgat í leiknum. Eitt stig fyrir að mæta. Eitt stig fyrir að hlaupa um og gera ekkert með boltann. Eitt stig fyrir hvað mörg skot á markið? Eitt stig fyrir andleysi. Eitt stig er betra en ekkert. Það er ansi gott. Fyrir leikinn var ég ekki bjartsýnn og menn skömmuðu mig fyrir svartsýni. Og hvað kom á daginn? Liðið er bara í tómu tjóni og það að fá eitt stig út úr svona hörmung er kraftaverki líkast. Það er það jákvæða. En stoltur er maður ekki í dag.

 34. Tommi ? Hefurðu eitthvað vit á fótbolta ???? Var Kuyt góður ?? Hann var einn lélegasti maður leiksins. Þó svo hann fékk færi þá nýtti hann þau ekki. Hann er bara að verða lélegri og lélegri !!!!! Og ótrúlegt þegar hann komst upp völlinn, að sækja ekki á markið í stað þess að hlaupa að endalínu og bíða eftir að Gerrard gerði eitthvað. Svipurinn á fyrirliðanum okkar þá segir allt sem segja þarf. Ótrúlegt að við séum ekki búnir að tapa leik.

 35. Það virðist vera jafnbannað að gagnrýna benitez eins og forsetann herna.. en það er bara staðreynd að benitez er ekki að standa sig þar sem það skiptir okkur liverpoolmenn mestu máli…í deildinni!! mér hefur ekki fundist það hingað til.. en gagnrýni á benitez á fullann rétta á sér þessa dagana að mínu mati. liðið er ekki að spila þann fótbolta sem við viljum og hvað þá þegar við förum að tala um árangur. við hljótum að fara að spyrja okkur þeirrar spurningar hvort að benitez sé nú þegar búin að ná því besta sem hægt er út úr þessu liði. en hlutirnir eru fljótir að breytast eins og við vitum. vonum það besta!

 36. Góðir punktar, Svenni. Held að Arsenal myndi ströggla án Fabregas enda algjörlega hjartað í þessu liði.

  En það virðist vera mat sumra núna að Agger og Alonso séu hjarta Liverpool…en ég hef ávallt lifað í þeirri trú að það sé Carragher og Steven nokkur Gerrard. Kannski eru breyttir tímar?

 37. Fyrri hálfleikur var svo slappur að ég nennti ekki að klára að horfa á leikinn. Þá er það orðið slæmt…. Hefði frekar viljað sjá liðið reyna að gera eitthvað og tapa en fara svona inn í leikinn að reyna að halda í jafntefli og vera með svakalega þurran og leiðinlegan bolta.

 38. Sumir (t. d. Helgi #38) halda því fram að það hafi er verið ásættanlegt að fá 1 stig út úr leiknum og það var það miðað við spilamennskuna. En hvað með miðað við mannskapinn? Liverpool er með mikinn fjölda frábærra landsliðsmanna en þeir spila bara ekki sem lið. Hvað eu margir landsliðsmenn í liði Blackburn? Veit það ekki en þeir mynda þó lið. Það er vont mál!

 39. Það er ljóst að fáir vita mikið um fótbolta hérna. Allir á því að liverpool sé ekki að spila vel og Benitez sé á sama klassa og Logi Ólafs sem er enginn.

  Benitez gerði okkur að Evrópumeisturum með drullu hóp og hann er ennþá að spila jafngóðan fótbolta eða jafnvel betri. Það má gagnrýna Benitez en því miður á sú gagnrýni engan rétt á sér.

  Þið eruð til skammar sumir hérna!

 40. Guðm. minn. Lastu allan textann minn? Ef svo er þá hefurðu misskilið eitthvað. Eitt stig út úr svona hörmung er kraftaverki líkast, ég segi það aftur. En gegn alvöru liði, t.d. Arsenal, Man Utd eða Portsmouth (sem leynir á sér), hefðum við steinlegið með svona frammistöðu. Mér líður eins og manni sem fór út í búð og keypti hlut sem reyndist miklu ódýrari en ég bjóst við. Liverpool fékk mikið fyrir lítið í dag. En hvort frammistaða liðsins sé ásættanlegt er allt annar handleggur. Þess vegna sagðist ég ekki vera stoltur í dag. Liðið er … já … já … þið vitið það jafn vel og ég.

 41. En gegn alvöru liði, t.d. Arsenal, Man Utd eða Portsmouth (sem leynir á sér)

  Fyrirgefðu, en er Portsmouth alvörulið, en Blackburn ekki?

 42. Sælir – mikið er ég sammála flestum hérna á commentakerfinu. Ég er alveg að missa vitið yfir því að sjá Kuyt þarna inná sem ég hef oft á þessari síðu kallað ofmetnasta leikmann Liverpool. Frábært að vera duglegur og vinna mikið en hann er búinn að skora 2 mörk í deildinni á þessu tímabili fyrir Liverpool, bæði úr vítum, og hann er nánast alltaf inná.

  Ég er þannig gerður að ég vil hafa sentera sem skora. Hann má alveg vera latur ef hann bara skorar. Frekar einfalt. Sjáiði líka, Nisterlroy, Drogba, Henry, Rooney, Torres, Owen, Martins, Persie, Benjani og margir fleiri – eru þessir leikmenn ekki allir duglegir að hjálpa liðinu sínu, það er bara einn munur þeir skora allir reglulega.

  Það breyttist mikið við skiptingarnar hjá Benitez, Kewell er æðislegur leikmaður og vonandi verður hann heill út tímabilið og næstu líka því hann er langbesti kantmaðurinn okkar og Crouch er miklu líklegri í öllum aðgerðum en Kuyt sem ég þoli ekki lengur og ég þoli það ekki að vita ekki alveg hvernig ég á að bera nafnið hans fram.

  Benayoun og Babel voru ekki að finna sig í leiknum og það var í sjálfu sér alveg í lagi að taka þá út en það var ekki í lagi að taka þá frekar en Kuyt sem er frekar farinn að eyðileggja en hitt samanber þegar hann komst upp hægra megin og klúðraði algjöru dauðafæri með Gerrard.

  Babel á alveg eftir að sýna það af hverju hann var keyptur þrátt fyrir gott mark á móti Derby sem var frábær leikur alls liðsins og ég var meira að segja á en að öðru leiti þá er hann ekki að virka á mig sem vanur kantmaður. Sagði hann ekki meira að segja þegar hann kom að vildi spila frammi? Hvað varð þá um menn eins og Mancini, Meluda og hann hjá Benfica? Þeir voru alla vega ekki dýrari, nema þá að litlu leiti. Ég hélt að hann hefði ætlað að kaupa kantmann en þetta er bara enn einn leikmaðurinn sem vill vera á miðjunni eða frammi og við eigum sæmilega nóg að þeim.

  Í janúar verður að kaupa alvöru varnarmann til að leysa Carra og Agger af og mann sem getur spilað á báðum köntum. Alvöru kantmann. Ég er ánægður með Pennant og vonandi verður Kewell heill en það vantar meiri breidd á vængina.

  Enn eitt þunglyndið á tímabilinu og slæmt að ná ekki að minnka forskot Arsenal niður í 4 stig.

 43. Já Helgi minn, ég las allann textann þinn og mér sýnist við vera alveg sammála. Liðið átti ekki meira skilið en jafn vel mannað lið og Liverpool er hefur bara ekki spilað ,,eðlilega” undanfarið. Því er ég ekki sáttur.

  Varðandi það sem Jónas #45 segir um hópinn þá er hann mun betri en hópurinn sem vann meistaradeildina 2005 og þetta er besti hópur sem Benitez hefur haft hjá Liverpool. Því er þetta svo svekkjandi.

 44. Jónas þú sem telur þig hafa mikið vit á fótbolta, hvernig getur þú haldið því fram að liðið spili jafn góðann eða betri fótbolta en þegar að liðið vann meistaradeildina. Ef þér finnst liðiðvera að spila vel efast ég stórlega um knattspyrnulegt vit þitt

 45. Strákar, strákar. Verum rólegir.

  Það er greinilega eitthvað í gangi á Anfield sem er þagað í hel. Mórallinn er hörmulegur í liðinu, Carragher sér bara svart og menn að rífast innbyrðis á vellinum.
  Held það sé eitthvað í gangi í kringum Crouch og jafnvel fleiri. Ekki eðlilegt hvað hann fær enga sénsa þrátt fyrir að liðið lifni pínu við í hvert sinn sem hann kemur inná. Hann er síðan að koma með komment í fjölmiðlum um að hann sé viss að öll hin toppliðin hafi áhuga á sér.
  Man þegar Morientes fékk hvað minnst að spila hjá Real Madrid að hann kallaði Del Bosque ****son og auminga fyrir framan liðsfélaga. Spái því að Crouch hafi sagt eitthvað svipað um Rafa Benitez og squad rotation kerfið á æfingu. Eitthvað sem fleiri vildu sagt hafa, sama hvað menn eins og Voronin hafa reynt að verja það fjölmiðlum.
  Það vantar ekki neikvæða reiði í lið Liverpool þessa dagana. Menn virðast fá útrás fyrir þessa reiði á lokamínútum leikja. Þá loksins lifnar Liverpool við og menn sýna alvöru baráttu. En og seint oftast.

  Ef við bætum við þetta uppsögn aðstoðarþjálfarans í upphafi tímabils þá gefur maður sér að eitthvað svakalegt hafi hugsanlega gengið á á æfingatímabilinu fyrir leiktíðina sem leikmenn hafa ekki fyrirgefið Rafa. Kannski hann hafi alveg misst sig og sett menn á miklu strangari æfingar en venjulega. Pako og Rafa hafi þar sinnast illa enda unnið saman mjög lengi og alltaf eins.

  Held að menn hljóti að sjá að vandamál liðsins eru EKKI LEIKMENNIRNIR. Við höfum alveg jafngóðan ef ekki betri liðshóp en hin 3 toppliðin að mínu mati. Flestir leikmenn Liverpool ef ekki allir eru einfaldlega að spila langt langt undir getu hverju sem það er um að kenna.
  Menn eru voðalega þungir á sér og móttaka og sendingar eru ekki atvinnumönnum sæmandi, eitthvað stórundarlegt í gangi. Leikmenn eins og Hyppia eru líka ekki hlýðandi æfðum leikkerfum sem Rafa skipuleggur (dúndrandi boltanum hátt fram völlinn í stað þess að gefa á Riise á ferðinni upp kantinn). Einhver uppreisn í gangi?

  Hvað menn eru þungir á sér með boltann, sendingar og við móttöku styður mína tilgátu um alltof stífar þrekþjálfanir í sumar. Við hlaupum rosalega mikið í leikjum en náum ekki að stjórna þeim. Rafa hefur einmitt í viðtölum tiltekið þessi miklu hlaup sem ástæðu til bjartsýni, ef leikmenn haldi svona hlaupum áfram þá batni hlutirnir á endanum.

  Þá fer maður að skilja dálæti hans núna á Dirk Kuyt sem er látinn hlaupa eins og hauslaus hæna alla leiki. Það er náttúrulega alveg klárt að Kuyt á ALLS EKKI að spila einn frammi í 4-5-1. Enda sást það áðan gegn Blackburn að þá er bara alls enginn inní teig og við algjörlega steingeldir frammi. Kuyt er að mínu mati fínn leikmaður en hann er kolvitlaust notaður hjá Liverpool þessa stundina. Hann á bara að notast sem með fljótum sóknarmanni eins og Torres í 4-4-2 leikkerfi. Þið sáuð hvað hann og Torres voru einmitt að ná vel saman í upphafi leiktíðar.

  Mér finnst Rafa Benitez líka vera farinn að gera full mikið af mistökum. Reyndar viðurkennir hann það sjálfur fyrstur manna. Að nota núna Kuyt einan frammi í dag, ásamt því að halda Hyppia stöðugt inní liðinu þrátt fyrir hræðilegar frammistöður er ekki verjandi.
  Mér fannst liðið og spilið lagast þónokkuð þegar Gerrard var settur á hægri kantinn gegn Everton og stakk uppá að halda því leikskipulagi þangað til Alonso og Agger kæmu tilbaka.
  Nei hann fór að róta enn meira í liðinu…og fann ekki réttu svörin.

  Það er eitthvað mikið í gangi á bakvið tjöldin sem heyrum ekki af. Hlutir sem gætu skýrt af hverju Liverpool er spila langt undir getu þessa dagana.
  Hættum að skamma leikmennina og styðjum liðið.

  Að þessu sögðu þá er Rafa líka að gera mistök

 46. Ok, þetta var frekar andlaus leikur. við fengum tækifæri til að stela sigrinum en það er einmitt það sem vinir okkar í Arsenal og Man.Utd gera í svona leikjum. hér eru mínir punktar:

  meiðsl: það vantar Alonso og Torres og Agger sem eru klárlega byrjunaliðsmenn. Við eigum þá inni.

  liðsheild: ekki að maður viti neitt um það en er eitthvað slappur andi í hópnum? Carra hefur reyndar rétt á að öskra á menn því hann er harðkjarna og á að stjórna þessu en Riise og Javier voru á tíma að hestrífast í honum og Yossi var ekkert sáttur með að fara út af og var ekkert að gefa five þegar Crouchy kom inná.

  Þjálfarinn: Mér finnst Rafa snillingur en auðvitað vill ég sjá meiri áræðni og sóknartilburði. Það finnst mér reyndar á ábyrgð leikmanna að spila eins og menn og sem lið. Þetta eru engir byrjendur í boltanum. En Rafa á að leggja upp taktíkina og hann þarf að fara að spila meiri sókn en ef leikmennirnir spila enga sókn eins og Babel og Kyut gerðu þá er það ekki Rafa að kenna.

  leiter

 47. spilamennska Liverpool síðustu vikur minnir óþægilega á síðasta tímabil Houllier með liðið… algjörlega hugmyndasnauður og steingeldur sóknarleikur, þetta er að verða svo slæmt að manni er nánast hætt að hlakka til Liverpool-leikja því maður veit að fótboltinn sem boðið verður uppá verður ekki uppá marga fiska

  fyrri hálfleikur var skelfilegur af hálfu Liverpool í dag… örlítið lífsmark kom með Crouch og Kewell ca. síðustu 20 mínúturnar… ég er ekki frá því að Dirk Kuyt geti hætt í fótbolta eftir þessa frammistöðu í þessum leik… hann er duglegur og leggur sig fram en það vantar e-ð í hann til að hægt sé að fullyrða að hann sé góður fótboltamaður

  við erum með einn topp center, einn sem getur skapað usla með hæð sinni og síðan tvo lala sentera sem mér finnst ekki hæfa klúbbi af stærðargráðu liverpool… kannski í lagi að vera með einn svoleiðis en alls ekki tvo

  ég fagna því að fá Harry Kewell aftur því mér sýnist því miður að Rafa hafi keypt köttinn í sekknum er hann reiddi fram 11 milljónir sterlingspunda fyrir Ryan Babel… ég geri mér fyllilega grein fyrir því að þetta er ungur strákur og þeirri klisju að hann eigi eftir að aðlagast, en því miður sé ég fátt í hans leik sem réttlætir þennan háa verðmiða…. ég reyni að sannfæra sjálfan mig um það að hann sé nú byrjunarmaður í hollenska landsliðinu og því hljóti hann nú að geta e-ð en því miður hefur hann ekki náð að sýna ástæðuna fyrir því í búningi Liverpool

  ég er sammála því að Lucas hefði mátt fá tækifæri um miðjan síðari hálfleik fyrir Sisqó aðeins til að reyna að fríska uppá þetta enda veitti ekki af

 48. … og já það er ekki nóg að vera með lið fullt af einhverjum nöfnum og segja að við séum með frábært lið, menn þurfa jú að sýna það í leik á vellinum, og liðsheild og góð frammistaða leikmanna skapa lið. Það er hægt að vinna Evrópumeistartitil með no-name Grikkjum ef út í það er farið.

 49. ps… sammála því að Kuyt er ekki maður í það að spila einn frammi… af framherjum Liverpool eru eingöngu Crouch og Torres færir um að gera það svo vel sé að mínu mati… en hvað veit ég ? ekki hef ég stýrt liði til sigurs í meistaradeildinni 🙂

 50. Sælir piltar.

  Það er vissulega ómögulegt að liðið skili ekki sigrum í hús en málið verður að skoðast í samhengi. Menn verða að átta sig á því að Liverpool liðið er búið að vera án: Agger, Alonso, Torres, Pennant (var að spila meiddur í 8 vikur skv. talsmanni klúbbsins), Arbeloa, Aurelio, Gerrard og Kewell á þessu tímabili sem er svo að segja nýhafið. Vissulega hafa sumir þessara leikmanna verið skemmra frá en aðrir en það þarf ansi djarfan mann til að halda því fram að þessi hópur skipti engu máli þegar talað er um gengi eða spilamennsku liðsins. Ég er ekki að halda því fram að leikurinn í dag hafi verið til fyrirmyndar því fer fjarri. Sýnið nú örlitla sanngirni í ummælum ykkar og hættið að drulla svona endalaust yfir “Liðið Okkar”. Þið gerið mig brjálaðari þessa dagana heldur en spilamennska liðsins.

 51. Ég veit ekki betur en The Special One sé enn á lausu.

  Stundum er “Real Madrid aðferðin” sú besta. Oft þarf að gera hlutina áður en þeir versna. Núna er tækifæri að taka séns, meðan illa gengur og fá til okkar mann sem hefur og kann að vinna Premíuna. Eða ætlum við kannski að “vona” að eftirlætis sveinn já manna muni lokins ná árangri í Premíunni? Það er ekki endalaust hægt að bíða. Liðið tekur engum framförum og við erum alltaf jafn langt frá toppliðunum.

  Tökum sénsinn, tökum áhættu. Stöndum ekki í stað og vonumst til að maður sem virðist ekki kunna þetta fari allt í einu að kunna þetta núna (þegar allt bendir til þess að svo sé ekki.)

  Mourinho takk!

 52. Mæl þú manna heilastur Arnór því eins og segir í kvæðinu: “when you walk throug the storm, keep your head up high”
  En samt getur maður ekki stillt sig um að setja spurningamerki við þetta:
  Afhverju má ekki skipta mönnum útaf/inná án þess að það sé endilega á 60. 70. eða 80. mínútu? Og getur einhver hringt í rafa og sagt honum að það megi skipta fleirum en einum inná í einu. Skiptingar í hálfleik eru líka leyfðar.
  Ef Rafa er með með svona mikið rotation kerfi í gangi afhverju var kuyt þá ekki hvíldur í þessum leik. Hann var svo greinilega þreyttur í þessum leik, og þessi þreytumerki voru í Arsenal leiknum líka.
  Hilsen

 53. Hvað er það sem þú skilur ekki Stb?
  Það er jafn ógeðslegt að skrifa inná Liverpool-spjall að José Mourinho eigi að taka við Liverpool og að birta hér viðbjóðslega klámlinka. Sýndu manndóm í þér að biðjast afsökunar. 🙁

  Hvað heitir móðir þín?

 54. Hvað veldur því að lið sem virtist ósigrandi í fyrstu umferðunum og komst á toppinn hefur ekki getað neitt síðan eftir fyrra landsleikjahlé? Ég næ því ekki, ég skil það ekki og ég þoli það ekki. Ég vil betri bolta og fleiri stig. Fótbolti er einföld íþrótt. Sækja, skora, sigra. Af hverju þarf þjálfarinn að gera þetta flókið? Hann minnir mig á kennara sem gerir einföldustu hluti svo flókna að þeir verða leiðinlegir. Leikmönnum Liverpool leiðist í dag.

 55. Gleymdi 47 – Blackburn er að spila langt yfir getu um þessar mundir, reyndar miklar framfarir hjá þessu liði sem telst eitt það leiðinlegasta og grófasta síðustu árin. Þetta lið endar í 10. sæti í vor.

 56. Ég legg til að við hættum þessari umræðu í bili. Komment frá #58 segir allt sem segja þarf um þær villigötur sem þessar umræður eru komnar í. Legg til að menn velti aðeins vöngum yfir því hvað þeir eru að skrifa hér á þessum vef.
  Höfum skynsemina að leiðarljósi og rökstyðjum svör okkar í stað þess að koma endalaust með sleggjudóma.
  YNWA

 57. Jamm, hef svo sem engu að bæta við. Það er búið að segja allt sem þarf um þennan andlausa og dapra leik okkar manna. Það býr miklu meira í þessu liði en það er að sýna. Persónulega er ég orðin leiður á þessum huglausu uppstillingum, í liði sem ætlar sér toppbaráttu er ekki stillt upp tveimur algerlega varnarsinnuðum miðjumönnuð, tveimur varnarsinnuðum bakvörðum eins og gert var í dag og einum sóknarmanni sem er aftur á miðju í hnoði allan leikinn að sinna einhverjum varnarskyldum!. Það er enginn sem talar um Liverpool sem lið sem getur verið með í baráttunni um titillinn sem ekki heldur með Liverpool og það lýsir ástandinu ágætlega. Ég vil meina að við höfum mannskap til að gera góða hluti ekkert síður en Arsenal, Man Utd og Chelsea en liðið nær ekki að njóta sín og það vantar allt Killer Instinct. Benites hefur gert góða hluti í evrópu en hann er ekki maðurinn til að fara með liðið lengra að mínu mati. Okkur vantar harðjaxl sem lemur eldmóð í liðið og finnur upp einhvern sóknarhug í þetta steingelda lið okkar.

 58. Ég er að verða frekar pirraður á þessum ásökunum á Benitez (ok skiptingarnar í dag voru fáránlegar en só vott) gefum honum séns núna í Janúar og næsta sumar til að hreinsa liðið, fínpússa demantinn ef svo mætti að orði komast. Benitez er búinn að fá fjármagn og frjálsræði til að taka ungliðaakademíuna í gegn, aðalliðið í gegn og ráða til sín það þjálfarateymi sem hann vill hafa í kringum sig, leikmennirnir hafa flestir(ef ekki allir) lýst yfir stuðningi og trausti í garð Benitez og að brjóta niður 5 ára plön afþví gengur ekki vel í 5 vikur finnst mér fásinna.
  starf knattspyrnustjóra er ekki eins og í Football Manager þú ýtir á “continue” og hugsar um einn leik í einu, alvöru knattspyrnustjóri þarf að hugsa um the big picture.
  bottom line-ið hjá mér er því svo hljóðandi gefið manninum séns, það stendur ekki til að reka hann og öll umræða um það er því óþörf og tilgangslaus, frá mínu sjónarhorni allavega. Styðjið við Benitez hann er kominn til að vera sættið ykkur við það og í GUÐANNA BÆNUM!! hættið að vilja Mourinho á Anfield, afrekaði á nokkrum árum að verða hataðari en allir í manchester liðinu það er eina afrekið sem ég vil tengja hann við Anfield og Liverpool
  takk fyrir mig Liverpool 4ever

 59. Anton, þessar skiptingar voru alls ekkert fáránlegar. Til dæmis Babel / Kewell var virkilega vel heppnuð skipting. Babel hafði ekkert sýnt og Kewell gerði meir á þessum 30 mín heldur en Babel gerði hinar 60.

 60. já skal alveg viðurkenna að þetta var ekki besti leikur Babel, en að halda Kuyt inná og Mascherano þegar það sást langar leiðir að hann var ennþá slappur og var bara ekkert að gera sem t.d. Lucas hefði ekki getað gert.
  Varðandi Kewell átti hann bara að koma fyrr inn og mér fannst vitlaust að taka Benayoun útaf þar sem við höfum séð frá honum að þegar það koma svona do or die moment hefur hann staðið sig vel og er bara almennt mjög “creating” svo ég sletti smá.
  Það sem ég var að reyna koma til skila var að menn hætti að heimta Benitez rekinn meðan maðurinn hefur ekki tapað leik, “orðin þreytt afsökun” sagði einhver, væntanlega vill Benitez spila skemmtilegan og skapandi fótbolta en let’s face it á meðan Alonso er meiddur er það ekki mjög líklegt, helsti maðurinn til að leysa þá stöðu er Lucas og af einhverri ástæðu vill Rafa ekki nota hann en hann hefur væntanlega sínar ástæður fyrir því, meina það er ekki eins og rotaion kerfið virki þannig að hálftíma fyrir leik setur Rafa nöfn leikmanna í hatt og dregur um starting 11.
  Persónulega finnst aðeins skárra 0-0 en 0-1 en það er nú bara ég, þannig meðan við erum ósigraðir (í deildinni þ.e.a.s.) og erum að fá okkar sterkasta lið aftur þá sé ég fram á bjarta tíma ef einhver er ósammála mér um það er það bara hans mál, enda væru rökræður frekar leiðinlegar ef allir væru sammála ekki satt?

 61. Ég er ekkert viss um að Kewell hefði náð að spila lengur. Hann er að koma tilbaka eftir löng meiðsli það verður að fara varlega í sakirnar með hann.Sérstkalega þar sem hann spilaði nú líka á móti Cardiff. Ég vil frekar að hann verði á bekknum næstu 3-4 leiki og koma sterkur þaðan heldur en að ofkeyra hann með því að láta starta leiki.

 62. Ég sé að allir hérna tala um hversu Sissoko hafi verið góður í þessum leik. Ég reyndar sá ekki leikinn en hann fær lægstu einkunn af öllum á sky! 5 hjá blaðamanninum og svo 4.8 hjá lesendum. Fær commentið: “Wasteful in possesion”. Svo eru nokkuð týpísk comment á sky um bakverðina: Steady, Solid, okay og svo decent showing.

 63. Kiddi stóri úr eyjum hætti að telja þegar mo var kominn með 11 sendingar sem rötuðu á samherja. Það segir allt um leikinn, eða um kidda.

 64. var að lesa þetta aðeins yfir og ég var kannski ekki alveg nógu skýr með hvað ég var að meina með bjartri framtíð
  Kewell er að koma aftur inn í liðið þar með erum við komnir með “alvöru” kantmann, Lucas er að vinna sig inn í liðið hægt að vísu en eins og máltækið segjir “slow and steady wins the race”, eins og mér þykir nu vænt um Hyypia kallinn sem hefur skilað sínu er hann bara búinn að vera sorry, þar erum við að fá inn Agger og síðan menn eins og Jack Hobbs, Riise er í uppáhaldi hjá mörgum en hann er því miður alveg á síðasta spretti sínum sem Liverpool maður þar mun Insua koma inn, Finnan líka orðinn gamall og lúinn og bara búinn að vera skugginn af sjálfum sér þar kemur Arbeloa inn í hans stað.
  síðan í janúar þegar félagsskiptaglugginn opnast aftur verða hugsanlega keyptir inn nýjir menn og vonast ég persónulega eftir kantmanni ef ekki í Janúar þá í síðasta lagi næsta sumar, því eins og Kewell er góður leikmaður er bara ekki hægt að treysta 100% á að hann haldi sér heill, þá erum við með Leto sem er ekki að standa sig eins vel og menn vonuðust til, Babel sem er eiginlega Striker og finnst mér að hann ætti að fá séns þar, Benayoun okkar besti maðurinn á kantinum so far á þessu tímabili en með fullri virðingu fyrir honum er hann ekki maðurinn sem ég hugsa um þegar ég hugsa “frábær kantmaður”, síðan kemurinn maðurinn sem allar stóru vonirnar eru bundnar við Torres dýrasti maðurinn í sögu Liverpool o.s.fr. okkar langbesti framherji þarf ekkert að hafa áhyggjur, Kuyt vinnur eins og andskotinn sé á hælunum á honum, sem því miður skilar sér í því að hann er uppgefinn þegar kemur að því sem hann á að gera skora mörk!! og vil ég persónulega sjá hann burt sem fyrst, Voronin hefur komið flestum á óvart og reynst okkur vel miðað við að enginn peningur fór í að fá hann í liðið en hann á samt sem áður bara að vera back-up maður ekki byrjunarliðsmaður, Peter litli Crouch menn annaðhvort þola hann ekki eða telja hann besta kostinn við hlið Torres en hann hefur lent í útistöðum við Benitez og spái ég því að hann sé á leiðinni burt því miður 🙁
  Þarna er ég búinn að telja upp það sem mér finnst vera að og er verið að vinna í að bæta og eins og staðan er í dag held ég að Rafa Benitez sé rétti maðurinn til að koma næstu Gullöld Liverpool af stað ef hann fær vinnufrið til að nota sínar aðferðir, pening frá USA og frjálsræði á leikmannamarkaðnum er ég sannfærður um að ekkert nema gott getur komið úr því.

 65. já þegar svarið við öllum okkar brostnu vonum er Peter Kráts, þá er ljóst að stefnan er sett á 3 umferð í League Cup, Inter Toto sæti þar sem spilað verður gegn Leiftri á Ólafsfirði og síðast sætið í Meistaradeildarriðlinum í ár. En það er í fínu lagi.
  Því einsog við vitum er fótboltinn sem Liverpool spilar með hann innanborð svo skemmtilegur- engar háar sendingar eða neitt svoleiðis. Já stefnum HÁTT. Minni á að Liverpool var pass and move lið evrópu, já það voru tímar. Nú er það Kick and hope……frábært að hafa Crouch í því kerfi. Já notum hann, fínt.

 66. Sissoko fær lægstu einkun#70. þið hér á síðuni eruð að segja að hann sé maður leiksins hvað er að allt ömurlegt?Takið lyfin ykkar og rólegir nú
  það munar 6 stigum á Liv og Ars, hvað er í gangi á ekki bara að fá nýtt lag (y n w a) ég vil að Liv vinni leiki,en þeir gerðu jafntefli og það er allt í lagi við erum bara í góðum málum.Ég sé batamerki á Liverpool og það er gott mál.Hættum að væla

 67. Það er einmitt vandamálið, það eru engin batamerki á leik liðsins.

 68. Einar Örn við gerðum díl um daginn að vera ekki að dæma Rafa og leifa honum að klára leiktíðina og dæma svo.Á skrifum þínum núna finnst mér þú vera kominn á hálan ís.Sissoko maður leiksins HALLÓ.Já þú hlýtur að hafa verið fúll fyrir þennan leik, en samt allt í góðu:-)

 69. Arnór, Það er gaman að vita að þú virðir skoðun mína jafn mikið og klámlinka. Persónulega gæti mér ekki verið meira sama en ég má þá alla vega eiga það að ég geri ekki lítið úr þínum skoðunum sem og skoðunum annarra. Ég leyfi fólki að hafa þær en þú ert greinilega ekki á sama máli.

  Baldini: “Komment frá #58 segir allt sem segja þarf um þær villigötur sem þessar umræður eru komnar í. Legg til að menn velti aðeins vöngum yfir því hvað þeir eru að skrifa hér á þessum vef.
  Höfum skynsemina að leiðarljósi og rökstyðjum svör okkar í stað þess að koma endalaust með sleggjudóma.”

  Ég hef skrifað þetta og haldið þessu fram í nokkurn tíma núna. Því ég sé að liðið er á kolrangri leið. Fyrir mér eru kostirnir tveir:
  a) Að halda sig við núverandi stjórnun og halda áfram að sökkva, enda þá að öllum líkindum í 4. sæti í deild (eins og allt stefnir i).
  b) Taka áhættu, “Real Madrid aðferðina”, og spila til sigurs! Segja að við sættum okkur ekki við þegar LFC gerir jafntefli og spilar illa gegn slakari lliðum deildarinnar og sýna það að krafan á LIVERPOOL FC er meiri en það.

  Skynsemin í skrifum mínum er algjör og svo minni ég á að ég hef rökstutt þessa skoðun mína ANSI vel hér seinustu vikur.

 70. Stb, það er alveg rétt hjá þér með kommentið frá Arnóri #60, ef eitthvað þá ætti hann að biðja þig afsökunar því þitt álit er klárlega ekkert ómerkilegra en annara sem setja pælingar sínar niður hér á þessari síðu að mínu mati.
  En aftur á móti held ég að afar fáir hafi áhuga (þar á meðal ég) á “the special one” og er heldur ekkert viss um að hann kæmi til okkar ef það biðist : )
  Ætla svo að benda á að Real Madrid er rekið með halla ár eftir ár vegna þess að þeir hafa í mörg ár eingöngu hugsað um að kaupa dýrustu leikmenn fáanlega og eru auðvitað þess vegna búnir að vera með gríðarlega vel skipað lið en það hefur bara ekki skilað eins miklu og Real aðdáendur hafa viljað, eru reyndar á toppnum núna en á Spáni eru bara tvö stór lið, annað en á Englandi.
  Okkar ástsæla lið Liverpool hefur aftur á móti fyrst núna fyrir þetta tímabil haft næjanlegt fjármagn milli handana til að kaupa topp klassa menn, og eru “bara” búnir að kaupa einn, Torres að nafni.
  Og að lokum, ég er ekki svo blindur að ég sjái ekki tengingu á milli þess að liðið hikstar þegar “mænan” í liðinu en meidd og vil því bíða með sjálfsmorðshugleiðingar og brottrekstur stjóra vegna nokkura jafnteflisleikja.
  Þeir leikir sem eru framundan í deildinni á árinu eru :
  10 Nóv. Fulham heima
  24 Nóv. Newcastle úti
  02 Des. Bolton heima
  08 Des. Reading úti
  16 Des. Manchester United heima
  22 Des. Portsmouth heima
  26 Des. Derby County úti
  30 Des. Manchester City úti
  þannig lítur það sem eftir er af árinu út hjá okkar mönnum.
  Getum við ekki verið sammála um að eina alvöru fyrirstaðan á þessum lista er leikurinn á móti Man utd sem er þó á Anfield.

  Sem sagt haugur af stigum fram undan og tóm gleði : )
  Ps.
  Getur verið að andfótbolta síðu viðbjóðurinn sé farinn að hafa áhrif á menn ?
  Persónulega tók ég þá ákvörðun við fyrsta innlit þangað að sóða ekki aftur út IP töluna mína þar : )

 71. Ég sá ekki leikinn og er því feginn. Jafntefli kom mér ekki á óvart en ég vonaði…

  Það er orðið slæmt mál þegar 8 ára frændi minn sagði við pabba sinn: “Ég get nú bara ekki haldið með þessu Liverpool liði, þeir spila svo leiðinlegan fótbolta.”

  (ég er búinn að gefa honum 3 LFC treyjur og pabbi hans heldur með Man U)

 72. Strákar hlustiði á Hafliða og hættið þessu rugli! Það hefst ekkert upp úr þessu kjaftæði. Tökum skynsemina á þetta og greinum hlutina eins og þeir eru. Menn sjá bara svartnætti framundan. Maður hættir að nenna koma hingað inn ef að þetta endar eins og spjallborðið á liverpool.is.
  Komaso Liverpool.

 73. Rafa fær credit fyrir að geta boðið upp á enn leiðinlegri fótbolta en Houllier! En liðið var samt að spila glimrandi flottan fótbolta í haust. Hvað gerðist eftir Derby leikinn? Rafa fann gömlu playbook-ina sem hann notaði þegar hann var hjá Valencia…

 74. Fótboltinn hjá ars og mu var nú ekkert sérlega skemtilegur þannig að Liverpool spilar ekki leiðinlegasta fótboltann.Liverpool átti í gær góða spretti en það vantaði að klára dæmið.það vantar mænumennina í liðið(Alonso,Agger,Torres,Pennant er búinn að spila meiddur og Kuwell sem er að koma inn).sem sagt Liverpool er með hálfgert vara lið. Koma svo LIVERPOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOL yes yes yes

 75. Ég skil vel pirring manna og er sjálfur býsna pirraður þessa dagana. Vissulega er spilamennska liðsins ekki að gefa manni mikla ástæðu til bjartsýni hvað framhaldið varðar. Er liðið í lægð eða er þetta spilamennskan sem þessi hópur getur boðið upp á? Ég hef ennþá trú á því að þetta sé lægð og að endurkoma Agger, Alonso og Torres muni breyta miklu því allt eru það vel spilandi leikmenn í sínum stöðum.

  Ég minni líka á að Liverpool er 6 stigum frá toppsætinu og það er mikil bæting frá því í fyrra og árið þar á undan, sé miðað við árstíma. Ef liðið er í lægð, sem ég vona, og er samt bara 6 stigum frá toppnum og taplaust þá held ég að við getum verið þokkalega sátt. En þá þarf liðið líka að fara hisja upp um sig buxurnar og breyta jafnteflum í sigra – NÚNA!

 76. Það er enginn örugg stig hjá liðinu fram að áramótum Hafliði minn. Eins og liðið er að spila gerir maður sér engar vonir. ‘eg blæs líka á þær fullyrðingar að eingöngu sé vegna meiðsla lykilmanna sem liðið er svona slakt. Menn eru að grobba sig af besta og breiðasta hópnum í deildinni þá á þetta ekki að vera vandamál. Það er ekki verið að spila á neinu varaliði. Þetta er spurning um hugfar leikmanna og hungur í árangur ásamt smá dassi af sjálfstrausti sem Benitez hefur dregið úr mönnum með sínum aðferðum. Maður hefur á tilfinningunni að leikmenn klæðist ekki lengur Liverpooltreyjunni með stolti. Ef átandið lagast ekki á næstu vikum verða að koma nýjir vindar á Anfield.

 77. Hafliði :

  Real Madrid rekið með halla ár eftir ár? Ertu með heimildir fyrir þessu? Ég veit ekki betur en að þetta sé einn stöndugasti og best rekni klúbburinn í bransanum. Sástu sjónvarpssamninginn þeirra? ‘Guaranteed’ 150 milljónir Evra á ári. Þeir fara seint að reka klúbbinn á halla.

 78. Sáu þið þetta á BBC í morgun:

  Former Chelsea manager Jose Mourinho is sensationally targeting old rival Rafa Benitez’s Liverpool job for his big Premier League comeback. (Daily Star Sunday)

  Hvernig líst ykkur á?

 79. jamm, Liverpool er þannig klúbbur að framkvæmdastjóri verður aldrei látin taka pokann sinn á miðju tímabili sem betur fer, menn eiga að fá séns og vinnufrið. Hinsvegar eru sömu tuggurnar og sömu afsakanirnar leik eftir leik orðnar þreyttar og spilamennskan er klárlega undir getu liðsins sem er vel mannað. Menn tala um að senda Benna heim til Spánar og ég er eiginlega að komast á þá skoðun líka, hann hefur ekki það sem til þarf. Leyfum honum að klára seasonið og ef það er enn einu sinni barátta um að ná 4 sæti þá þarf ég engin 4-5 ár í viðbót til að sannfærast, þá á að senda manninn heim og fá annan til að rífa þetta upp.

 80. RB:
  “When you miss chances and you have two or three, it means you are there. If you are not there, you cannot miss the chance,”
  “I will not criticise Kuyt because he plays a lot of games and over 90 minutes his work rate is fantastic. “

  -Úff, manni líst ekki á blikuna, vonandi er þetta bara fjölmiðlasnakkið hans…

 81. Hvað skal svosem segja eftir svona leik.
  Mitt álit er og ég er ekki búinn að lesa allt það, sem fram kemur hér að ofan:
  1. Af hverju var Crouch ekki í byrjunarliðinu?
  2. Af hverju er Gerrard enn svona andlaus?
  3. Af hverju er Riise orðinn svona lélegur?
  4. Af hvejru brenndi Kuyt svona mörgum boltum og spilaði hreint illa?
  5. 4-5-1 kerfið er ekki að virka ! allavega með Kuyt einan frammi.

  Það er hægt að laga allt þetta með einföldum aðgerðum en ég vil samt meina að við höfum sloppið ágætlega frá leiknum. Breakbone park er ekki alveg sá heimavöllur sem LFC hefur verið að taka mörg stig svosem og Blackburn átti frábær færi og hélt ágætlega sínum hlut. Þó var eitt sem ég tók eftir og var nokkuð áberandi í leiknum. Huges var greinilega búinn að fara vel yfir það með sínum mönnum að það mátti ekki leyfa LFC að sækja hratt. Þeir voru í því fannst mér að brjóta á mönnum í upphafi hraðra sókna, til þess að eiga færi á að vera skipulagðir í vörn þegar okkar menn komu á þá. Það heppnaðist ágætlega fannst mér hjá þeim og LFC átti ekki svar við því.
  Síðan atburður leiksins er klárlega þegar Kewell kom inn á fyrir Yosse, þvílík innkoma hjá ástralanum ! 🙂 Þetta er vinstri kantarinn sem okkur vantar i liðið ! það er klárt. Hann lék á þá hvern á fætur öðrum og sótti í átt að vítateignum, sem er lykilatriði. Bakvörðurinn kemur þá utaná hann og miðjumenn / sóknarmenn koma innan á hann og þá er vörnin komin í veruleg vandræði 🙂 Vonandi heldur hann sér nú heilum og leyfir okkur að njóta snilli sinnar og þá fær hann pottþétt nýjan samning.

  Framundan: Skyldusigur á Besiktas. Koma svo.

 82. Með þessu áframhaldi lendum við um miðja deild og dettum út úr meistaradeildinni. Þá verður of seint að skipta um framkvæmdastjóra fyrir 2007-2008. Það verður að gera eitthvað róttækt, þetta er orðið hundleiðinlegt.

 83. Mér finnst menn vera að misskylja svolítið. Stig á Ewood Park er ekkert það versta í heimi. Það er þessi spilamennska sem er skelfileg. Benitez virðist einfaldlega vera kominn á endastöð með liðið, allavega nær hann ekki að blása í þetta lífi. 5 jafntefli í síðustu 7 leikjum er lélegt. Liðið hefur skorað átakanlega lítið í haust, enda sóknarleikurinn bitlaus. Ef frá er tekinn Derby leikurinn hefur liðið skorað heil 11 mörk í 10 leikjum…og það sem meira er, liðið hefur ekki verið líklegt til að skora meira.

  Í fyrri hálfleik í gær áttum við heilt EITT skot að marki. Rafa sér þetta, en gerir EKKERT til að breyta. Menn tala um að það vanti hina og þessa menn en ég kaupi það ekki sem afsökun. Auðvitað er það ekkert að hjálpa að Agger og Alonso séu meiddir, en málið er að Rafa hefur talað um breidd, nú hefur hann hana svo afsökun vegna meiðsla tveggja manna er ódýr. Ég held að aðal málið sé að Rafael Benitez hefur ekki getu til að breyta sóknarleik okkar til hins betra.

  Veit ekki hvort einhver hérna las viðtalið við Stephen Warnock þar sem hann talar um hvernig kerfi Rafa drap allt hugarfar niður hjá honum. Auðvitað er þetta persónubundið, en getur verið að þetta tíða skiptikerfi hans sé að drepa niður hugarfar hjá leikmönnum? Ég veit eiginlega ekki hvað maður á að halda orðið. Það vantar að minnsta kosti að koma leikgleði í menn og það verður ekki gert í niðurtjóðruðum vélmennaboltanum sem liðið virðist eiga að spila undir stjórn Rafa Benitez.

  Þó ég sé nokkuð viss um að hann fái að klára tímabilið þá verð ég samt að segja að þreyta mín á getuleysi hans er orðin það mikil að ég væri byrjaður að horfa í kringum mig væri ég annar ameríkanana. Hvað maður gæfi mikið fyrir að hafa stjóra sem léti liðið spila virkilega fallega og árangursríka sóknarknattspyrnu sem gerði alla stuðningmenn liðsins stolta…það gerist ekki með vélmennaboltanum hans Rafa, það er nokkuð ljóst!

 84. Sælir félagar
  Það er alveg á hreina að Benitez er ekkert að fara og á ekki að fara að svo stöddu. Og það er líka á hreinu að það hefur engin áhrif á Benitez og liðið hvað við segjum hér á spjallinu. Þannig að hann hefur allan heimsins vinnufrið fyrir okkur.
  Hitt er annað að við megum segja hvað okkur finnst og við megum kvarta undan gengi liðsins og spilamennsku þess. Ekki síst þegar hún er þeim kaliber sem verið hefur undanfarið.
  Best væri ef við vissum hver ástæðan er fyrir spilamennsku liðsins. Eins og nefnt er hér fyrir ofan þá voru menn ansi kátir í upphafi þessa tímabils yfir breidd hópsins og ní væri svo komið að við hefðum 2 – 4 toppspilara í hverri stöðu. Meiðsli og skiptiárátta ætti því ekki að setja strik í reikninginn.
  Samt er staðan sú að við erum að spila fótbolta sem er eins og endurupplifun (deja vu) af tíma Houlliers. Andinn í hópnum breiða virðist vera ömurlegur og liggur við illindum milli manna á vellinum. Ég man ekki eftir þannig ástandi í þessu liði áður og er þó orðin svo gamall sem á grönum má sjá 🙂 (mynd seinna).
  Við erum öll ansi leið orðin á þessari spilamennsku. Okkur leiðist ósegjanlega hve lítið kemur út úr þessum góða hópi sem á að geta miklu meira.
  Sá sem er ábyrgur fyrir ástandinu hlýtur að vera Rafael Benitez stjórnandi hópsins og heili liðsins. Það er ekkert óeðlilegt vi’ð það að gera þá kröfu að hann sé starfi sínu vaxin. Þegar ástandið er eins og það virðist vera þá reynir á hæfileika hans til að stýra svona skipi heilu í höfn. Það er vandalítið þegar vel viðrar og sjórinn sléttur og heiðskýrt veður og bjart. En þegar gefur á og sjór ýfist og veður gerast válynd þá reynir á skipstjórann að skila áhöfn og farmi til hafnar.
  Þetta verkefni virðist vera vaxa Benitez yfir höfuð. Skútan liggur undir áföllum og gerir ekki betur en fljóta. Hún er ekki sokkin ennþá og mun ekki gera það. En þaðer hætta á að ef ekki verður betri stjórn á fleyinu að bæði farmur og áhöfn komi stórskemmt til hafnar.
  Því geri ég þá kröfu til stjórans að hann axli ábyrg á verkefni sínu og komi áhöfn og skútu undir það kontról að sæmilega megi við una og menn skili því sem þeir hafa hæfileika og krafta til.
  Það er nú þanig

  YNWA

 85. Ef liðið er í lægð, sem ég vona, og er samt bara 6 stigum frá toppnum og taplaust þá held ég að við getum verið þokkalega sátt. En þá þarf liðið líka að fara hisja upp um sig buxurnar og breyta jafnteflum í sigra – NÚNA!

  Nákvæmlega. Þetta súmmerar upp mínar tilfinningar gagnvart þessu. Það er með hreinum ólíkindum að við séum “bara” sex stigum frá toppliðunum eftir þessa spilamennsku að undanförnu. Það er þó allavegana jákvæði punkturinn.

  Auðvitað er þetta persónubundið, en getur verið að þetta tíða skiptikerfi hans sé að drepa niður hugarfar hjá leikmönnum?

  Já, en Benni – þeir leikmenn sem eru að spila svona illa eru oft á tíðum menn sem eru með áskrift að stöðum í liðinu, sbr Kuyt, Finnan, Riise og Gerrard, þannig að það er ekki hægt að útskýra þetta andleysi bara með því. Warnock var róterað af því að hann var einfadllega ekki nógu góður.

 86. Mér finnst það eilítið skrítið hvað Kuyt er orðinn alveg svakalega bitlaus. Þetta er leikmaður sem var markahæstur í Hollandi í hvað 2-3 ár en getur svo ekki hitt markið núna þegar að hann stendur á markteignum. Hvað er það sem hefur breyst svona hjá honum, jú sennilega að Rafa vill að hann sinni varnarleiknum miklu meira en hann gerði hjá PSV og fyrir vikið er hann ekki eins mikið inní teig og er mun þreyttari er líður á leikina. Mjög svo röng notkun á honum finnst mér!!
  Við höfum séð að leikkerfi Rafa virkar vel í Evrópukeppnunum (meistaradeildinni) en eingöngu þar!!! Er það ekki bara málið, að hann er ekkert að læra af sínum mistökum þar og þessu skipti kerfi sínu sem virkaði vel á Spáni og þess vegna eru Carra og fleiri í liðinu sem hafa spilað í ensku deildinni lengi og skilja ofurvel hvað það er sem þarf þar til að ná árangri að verða svona piraðir.
  Ef að Rafa er að segja sömu hlutina við leikmennina og hann er að segja við fjölmiðlana að þá væri ég sem leikmaður allavega orðinn verulega pirraður og ég sem áhugamaður er orðinn virkilega pirraður á þessum endalausum klausum hjá honum í viðtölum, við stjórnum öllum leikjum og vinnum alveg svakalega vel í leikjunum en náum bara ekki að skora???
  I wonder why????

 87. Kannski Einar. En ég held samt að þetta sé ekkert einhver ein ástæða. Þetta eru fjöldi ástæðna og hugsanlega er þetta ein þeirra.

  Þú segir að Warnock hafi ekki verið nógu góður, hugsanlega ekki en getur ekki verið að það sé bara satt sem hann sagði, að hann vantaði bara fleirri leiki? …og þá leiki í röð? Hann var einn af þeim sem bar af í ungilingaliðinu þegar hann kom upp ásamt Steven Gerrard, þannig að eitthvað hefur hann getað. Reyndar fótbrotnaði hann illa tvisvar sem hefur sjálfsagt dregið eitthvað úr honum.

 88. Mikið rosalega er pirrandi að halda með Liverpool þessa dagana. Ég var bjartsýnn fyrir leikinn á móti Blackburn og taldi enga ástæðu til annars. Það er hins vegar nokkuð ljóst að það er eitthvað mikið að hjá klúbbnum og erfitt að átta sig nákvæmlega á hvað það er. Það er greinilegt að það er ekki góður mórall í liðinu, menn eru greinilega pirraðir á þessu gengi og er það vel skiljanlegt.
  Ferguson sagði eftir leikinn við Arsenal að hann væri hundfúll með eitt stig, liðið væri það gott að það ætti að taka 3 stig í hverjum leik. Ég held að það sé einmitt munurinn á Rafa, Wenger og Ferguson. Þeir tveir síðastnefndu sætta sig ekki við jafntefli og þeir fara í sína leiki til þess að ná í 3 stig á meðan maður hefur það á tilfinningunni að Rafa sé oft á tíðum sáttur með jafntefli. Það vantar allt killer instinct í Rafa og Liverpool liðið. Það er í lagi í útsláttarkeppnum og þar hefur Rafa einmitt náð góðum árangri en það gegnur ekki í EPL. Ef menn bera saman spilamennsku ManUtd og Arsenal annarsvegar og svo Liverpool hinsvegar er nokkuð ljóst að samanburðurinn kemur ekki vel út fyrir Liverpool. Ég vill meina að Liverpool spili svona stofnanabolta – ríkisfótbolta, þar sem allt er skipulagt fyrirfram og það má engu breyta og alls ekki taka neina áhættur. Menn eru bundnir í ákveðnar stöður og hlutverk. Hversu flókið er að senda framherja inn á? Það er greinilega flókið hjá Liverpool, það þarf að taka 5-10 min í að teikna þetta upp og fara yfir málin. Að segja að það að bakverðir sem taki þátt í sóknarleik séu óagaðir og að Liverpool spili agaðan og góðan fótbolta ef sjalfsblekking að verstu gerð. Hvernig væri að skoða mörkin sem komu í Ars – ManUtd? Þar attu varnarmenn stóran þátt í öllu mörkunum. Brown í fyrsta markinu, Sagna i öðru, Evra í þriðja og Gallas í fjórða. Það hefur löngum verið sagt að það mikilvægasta í nútímafótbolta séu góðir bakverðir sem geta sótt og þá á Liverpool ekki í dag og Rafa er greinilega ekki til í að spila þannig fótbolta. Að mínu mati er ástæðan fyrir því að Liverpool hefur ekki átt almennilegan markaskorara ekki sú að við höfum verið að kaupa lélega leikmenn heldur sú að sóknaleikur liðsins er ömurlegur. Ég hef sagt það áður og segi það aftur…af hverju þarf framherji að hlaupa eins og rófulaus hundur út um allann völl? Er þá ekki bara eins gott að spila bara með miðjumenn frammi? Ég hef haft þolinmæði með Rafa en hún er að verða búin, liðið er á góðri leið út úr CL og þó að að það séu bara 6 stig í toppliðin er bara ekkert sem bendir til þess að það sé einhverra breytinga að vænta. Ég vona svo sannarlega að ég hafi rangt fyrir mér en ég er mun svartsýnni í gær en í dag.

 89. Það sem ég held að dragi mikið úr okkar mönnum er sú staðreynd að hversu vel (eða illa) sem þeir spila þá breytir það ekki neinu máli hvort þeir verði í hóp í næsta leik. Leikmenn Liverpool ná aldrei upp neinu almennilegu leikformi þegar þeir spila bara stöku leik!!!!
  Að rótera er gott mál. Alveg sammála því að hvíld er nauðsynleg fyrir lið sem spilar upp að 60 leikjum á tímabili en þetta er nú komið út í öfgar
  Ef að Crouch hefði komið inn og skorað tvo! Haldið þið að hann myndi byrja næsta leik? don’t think so….

 90. Warnock var nú áskrifandi að vinstri bakvarðar stöðunni á tímabili þegar hann var hjá okkur. Er með það alveg á hreinu því að hann var í sérstöku uppáhaldi hjá mér 😉 (Setti m.a. Warnock aftan á treyjuna mína). En svo lenti hann í einhverjum bölvuðum meiðslum, náði sér aldrei á strik aftur og var seldur um sumarið. Kannski fékk hann ekki nógu marga leiki í heildina séð en það er engin leið að vita það… nema kannski að kaupa hann bara aftur 😀 (grín)

 91. Sá ekki leikinn og ætla því ekki að tjá mig um hann. Það fer gríðarlega mikið í taugarnar á mér þegar Mourinhio er orðaður við liverpool. Í sömu setningu og menn krefjast skemmtilegrar knattspyrnu óska þeir eftir Mourinhio í stað Benites. Menn voru ekki mikið að slefa yfir knattspyrnunni sem Chelsea var að spila undir stjórn Jose síðustu tímabil, Jose sem er líklega leiðilegasti (fótboltalega séð) og hataðasti stjóri EPL síðast liðin ár.

 92. Jahá, BBC bara farnir að tala um að Mourinho vilji taka við Liverpool. Þetta les maður svo annras staðar líka. Hann á að hafa neitað Valencia vegna þess að hann vildi fara til “stærra liðs”.

  Er hann að fara að koma? Þetta eru fróðlegar og áhugaverðar fréttir.

 93. Stb –
  Hvar sérð þú það annars staðar en í slúðurpakkanum sem BBC tekur einfaldlega saman af öðrum slúðurmiðlum?

 94. Sælir félagar
  Er ekki mál til komið að skipta um þráð. Þetta er orðið jafn ömulegt og síðast. Tölum um gamla daga þegar LFC spilaði fótbolta, sótti og vann, varðist og vann, vann og vann. Eða þegar ég flutti á Akranes og hafði haldið með Skaganum í áratugi og Skaginn féll árið sem ég flutti, 1990. Vann svo 2. deildina með fáheyrðum yfirburðum og svo meistarar efstu deildar 5 ár í röð. Þá var gaman þó ekki gengi merkilega hjá LFC á þeim árum.
  Enn bíðum við eftir nýjum LFC áratug og hann mun koma. En endilega sem fyrst jesús minn, sem fyyyyyyyrrrrrrrssssssst!!!!!!!!!!!!!!!!!

  YNWA

 95. BBC vitnar í þetta, hefði kannski mátt taka það skýrar fram. En þessi umræða er alla vega að komast í loftið og greinilegt að The Special One vill “stærri” bita en Valencia. Hver ætli sá biti sé? Gæti ekki verið hugsanlegt að Jose hafi virkilegan áhuga á að vera maðurinn sem gerir LFC aftur að besta liði Englands? Hann fær ekki meiri áskorun en það og þar myndi hann svo sannarlega komast aftur í sviðsljósið með gríðarlega pressu á sér sem er nákvæmlega það sem hann vill.

 96. Held að það gæti verið gaman að sjá móra taka við liðinnu, eins og Stb segir þá er hann maður sem vil vera í sviðsljósinu og vera með gríðarlegu pressu á sér og þú færð hana ekki á englandi nema vera stjóri hjá topp4. held svei mér þá eiginlega bara hjá liverpool í dag. öll stærstu liðinn í evrópu hafa unnið deldinna síðustu 5 ár nema liverpool og liverpool er komið með lengstu biðinna eftir titli held ég bara í evrópu :S. svo ef móri kemur þá er ég hræddur um að Steven Gerrard fari að skora mikið meira og við förum að sjá fastari kjarna í aðaliðinnu.

 97. Stb, þú ert sá eini hér inni sem er að hrópa á Mourinho til Liverpool. Hversu oft þarf eiginlega að tyggja þetta ofan í þig?

  José Mourinho kom dónalega fram við aðdáendur Liverpool á meðan á leikjum liðanna stóð, oftar en einu sinni. José Mourinho talaði niður til klúbbsins og gerði lítið úr afrekum hans síðustu árin. José Mourinho talaði af fádæma ókurteisi og óvirðingu um Rafa Benítez. José Mourinho kvartaði yfir því að The Kop hefði haft áhrif á dómara og línuvörð í Meistaradeildinni vorið 2005.

  Hann hefur sem sagt komið illa fram við: Aðdáendur LFC, The Kop-stúkuna, núverandi framkvæmdarstjóra Liverpool og klúbbinn almennt.

  Þarf virkilega að útskýra það einu sinni enn fyrir þér hvers vegna José Mourinho, þrátt fyrir alla sína hæfileika sem þjálfari og þá staðreynd að hann er á lausu, mun ALDREI koma til greina sem næsti framkvæmdarstjóri Liverpool, ef/þegar Rafa Benítez lætur af störfum?

  Ég vona að þú hættir þessari umræðu í eitt skipti fyrir öll núna. Ef þú skilur ekki af hverju það er tímasóun að ræða þetta, skilurðu ekki íslensku. Það er bara svo einfalt.

 98. Ókei, Beggi náði að bætast í hópinn rétt á meðan ég skrifaði svarið til Stb. Takið síðustu ummæli mín til ykkar, báðir tveir. 🙂

 99. reyndar var ég allveg búinn að gleyma þessu, langar voða lítið að fá stjóra sem hafði unun á móðga okkur áskæru áðdáendur.
  kannski er ég bara orðinn leiður á þessari titlabið og vil bara fara sjá eitthvað gerast :S meina livepool vann síðast titill þegar ég var 7 ára :S en vonandi fer þetta dett inn innan fárra ára 😉

 100. mun ALDREI koma til greina sem næsti framkvæmdarstjóri Liverpool, ef/þegar Rafa Benítez lætur af störfum?

  Aldeilis sem menn geta sett sig á háan hest (kristján atli). En hvernig munu menn bregðast við ef það ótrúlega gerist næsta sumar? Ég held að það séu miklar líkur á að Rafa verði rekinn, næsta sumar ef ekki næst viðunnandi árangur, þetta tímabil, og þá held ég að Móri komi nú bara alveg til greina sem næsti stjóri, þrátt fyrir allt, enda held ég að nýju eigendurnir muni ekki velta sér uppúr gömlum ummælum, heldur velja hæfasta manninn í starfið. Sjálfur vill ég helst ekki sjá Mourinho hjá Liverpool, en maður myndi að sjálfsögðu styðja hann, rétt eins og maður styður Rafael núna. Reyndar hef ég mesta trú á Mark Hughes, en þó held ég að það sé nokkuð ljóst að Rafael Benitez muni stýra liðinu út tímabilið, og vonandi lengur, því það eina sem ég vil sjá er árangur.

 101. Ég trúi ekki að menn séu í alvöru að tala um þetta. Og að einhverjum finnist það vera að setja sig á háan hest þegar að menn segja að Jose fokking Mourinho verði ALDREI framkvæmdastjóri Liverpool.

  Það kallast ekki að setja sig á háan hest, það kallast að fara með staðreyndir.

 102. Kannski ekki staðreindir Einar, en líkurnar eru ekkert yfirþyrmandi, hehe.

  Það sem mér finnst kjánalegast er að þeir sem vilja hinn sérstaka eru í raun að biðja um leiðinlegan bolta áfram. Ég segji að ef það á að skipta um stjóra næsta sumar, þá á að fá mann sem spilar sóknarbolta og það skemmtilegan. Mig svíður mikið að Chelsea hafi fengið Henk Ten Cate því nú eru góðar líkur á að þeir fari að spila mjög skemmtilegan fótbolta og eru þeir nú þegar farnir að sýna slíka tilburði.

 103. Við erum en taplausir eftir 11 leiki.

  Ef við vinnum 12 leikinn þá erum við 4 stigum á eftir Arsenal og Utd.
  Sem þýðir að þeir þurfa að tapa leik og gera eitt jafntefli til að við náum þeim. Aftur á móti þá þurfum við að vinna alla okkar leiki til að eiga möguleika á titilinum skipti ekki máli á móti hverjum við spilum. Til þess að vinna deildina, þarf maður að vinna alla leiki að slefa með jafntefli.

  Áfram LFC

 104. Ekki alveg rétt Guðni Freyr, við erum 6 stigum á eftir toppliðunum tveimur og því þurfum við bara á því að halda að þeir tapi einum leik og vinna okkar tvo leiki. En N.B. við eigum ekki leik til góða á Arsenal, bara á Man.Utd.

 105. Alveg magnaður hrokinn í stjórnendunum hérna, talandi um að Mourinho verði ALDREI stjóri liverpool sem STAÐREYND. Fengir 0 fyrir þetta á rökfræðiprófi. Líkurnar verða amk einhverjar, verði Rafael Benitez rekinn næsta sumar.

 106. voooooooooooooooooooo 119
  comment’

  Liverpool vinnur 5 ,0
  babel 2
  macerano böböböb 1
  Ger 2

 107. Áfram Liverpool allir á norurlandi ááááá Allann
  Grrrrrrrrrrrrrr

Liðið gegn Blackburn

Besiktas á morgun. (uppfært)