Chelsea í Deildarbikarnum!

Aftur, og aftur, og aftur, og aftur … og svo endalaust framvegis. Við mætum Chelsea enn einu sinni. Þetta er hætt að vera fyndið.

Drátturinn:

  • Chelsea – Liverpool
  • West Ham – Everton
  • Man City – Tottenham
  • Blackburn – Arsenal

Hvað segiði, erum við að fara að vinna þessa keppni?

8 Comments

  1. Það er nú bara þannig að líkurnar á að lenda á Chelsea voru talsverðar, jafnmiklar og að lenda á Arsenal, þó svo að einhverjir hefðu kosið … tja … Blackburn, því þeir eru víst svo auðveldir. Ég er ánægður með þetta. Fá alvöruleik í litla bikarnum. Hefði reyndar verið betra að fá heimaleik. En af hverju ekki að taka þessa bláu strax heldur en að vera gera það síðar? Þetta er ekki vandamál, bara verkefni sem þarf að leysa.

  2. Já sammála Helga, þegar liðin eru orðin svona fá þá koma erfiðir leikir, við förum bara á brúnna og komumst áfram, öðruvísi gengur það ekki! Náttúrlega orðið leiðinlegt að þessi 2 lið skulu mætast því þau þekkja inn á hvort annað of vel. eiginlega þekkja þau hvort annað of leiðinlega vel, því þessir leikir eru varfærnislega spilaðir vegna þess að liðin eru löngu búin að kortleggja hvort annað og rúmlega það. en þá vinnum við bara 0-1;)

  3. Ég veit að það eru allir leikir erfiðir á þessu stigi. En við hefðum getað verið heppnari og fengið t.d. West Ham, Man City eða Everton heima. Erfiðir leikir, en samt ekki nærri því jafn erfitt og Chelsea eða Arsenal, hvað þá þau lið á útivelli. Hins vegar var ég bara að benda á hvað það er týpískt að við skulum dragast gegn Chelsea. Það virðist alltaf gerast þegar þessi tvö lið eru í sama potti. 🙁

  4. eru þessir leikir ekki eftir áramót?
    meina verðum við ekki komnir með okkar sterkasta lið þá, verður ekkert mál að vinna Chelsea með Alonso, Agger og Torres innanborðs og hugsanlega einhvern nýjan úr janúarglugganum

  5. Þetta er orðið að árlegum viðburði… að slá Chelsea útúr einhverri keppni… já ég fíla það.

  6. Sagði þetta eftir leikinn gegn Cardiff… við fáum Chealsea!!!!

    Þetta var versti drátturinn sem við gátum fengið að mínu mati…. Hörmungas Chealsea á Stamford. Er ekki komið ár og dagur síðan Chealsea tapaði á heimavelli. Slæmur dráttur … slæmur dráttur!

    En Ef við vinnum þennan leik þá tökum við dolluna sem er í boði fyrir þessa keppni.

  7. Auðvita tökum við þennan leik.Allir leikir eru erfiðir ekkert er gefið í fótbolta.Liverpool er að koma til baka, þeir áttu bara slæma daga rétt eins og ég og þú

  8. Chelsea, Chelsea, Chelsea…. fer þetta ekki að verða gott?! Leiðindarlið en mestu leiðindin í kringum leiki liðsins voru þó í tengslum við Mourinho og hans tjáningarþörf í garð Liverpool. Nú er hann farinn og því verða þessar viðureignir vonandi skemmtilegri. En auðvitað sláum við Chelsea út!

Blackburn á morgun

Liðið gegn Blackburn