Sterkt byrjunarlið gegn Reading!

Jæja, byrjunarliðið fyrir leikinn á eftir er komið, og það kemur eiginlega á óvart hversu sterkt lið þetta er. Til að mynda eru Carragher, Torres og Arbeloa í byrjunarliðinu, svona af lykilmönnum, en Crouch og Torres byrja saman að ég held í fyrsta skipti. Þá verður athyglisvert að sjá Lucas Leiva byrja sinn fyrsta leik:

Itandje

Finnan – Carragher – Arbeloa – Aurelio

Benayoun – Sissoko – Leiva – Leto

Crouch – Torres

**Bekkur:** Martin, Hobbs, Rise, Putterill, Gerrard.

Annað sem vekur athygli er að það er enginn framherji á bekknum. Við sjáum hvernig þetta fer. Áfram Liverpool!

10 Comments

  1. Skemmtilegt að hvíla Torres fyrir deildarbikarinn. Hlýtur að þýða að hann verði ekki heldur í byrjunarliðinu um næstu helgi.

  2. Jamm, deildarbikarinn er málið og rúmlega 20 milljón punda sóknarmönnum spreðað í slíka leiki. Er þetta einhver vitleysa í mér eða eru ekki menn eins og Voronin keyptir til að spila þessa leiki?

    Annars er ljóst að Reading mun vera með liðið sitt aftarlega á vellinum gegn sterku liði Liverpool og Torres hefur þá ekkert í liðið að gera 🙂

  3. Sælir félagar
    Ekki er hægt að hæla varaliðsmönnunum ungu fyrir þeirra frammistöðu. Enginn þeirra virðist hafa löngun til að spila sig inn í aðalliðið. Þeir eru á eftir andstæðingunum í alla bolta og eru frekar slakir. Einu mennirnir sem standa undir nafni í þessum hálfleik eru Carra og Bennijón.
    Vonandi girða menn sig í brók og taka á þessu í seinni hálfleik.

  4. Ég er ekki alveg sammála þér Sigtryggur. Mér finnst t.d. Lucas mjög fínn er ekki að gera neitt of miklar kúnstir. Gerir það sem hann gerir einfaldlega og vel. Virðist eldri en hann er… fótboltalega séð

  5. Hvað er dómarinn að gera?

    Er hann að bíða eftir að Torres eða annar Liverpool maður verði borinn út af vellinum með fótbrot.

  6. Sé á varpinu að það er 2-4 og El Nino með hatrick. Gaman að sjá að þessi frábæri maður er að nýta færin, ekki hefur maður áhyggjur að hann komi sér ekki í þau.

    Gaman væri að fá leikskýrslu i kvöld og link á öll mörkin, ef einhver veit um það, það væri gott kaffi.

Núll – núll.

Reading 2 – L’pool 4