Reading 2 – L’pool 4

Ókei, okkar menn komust í næstu umferð ensku Deildarbikarkeppninnar með góðum sigri á Reading, 2-4 á útivelli, í kvöld. Frammistaða liðsins var á köflum stórgóð, á köflum frekar slöpp, en haugur af góðum marktækifærum og fjögur mörk ættu að gefa mönnum ástæðu til að trúa að nýleg “markaþurrð” sé yfirstaðin.

Fyrst, smáatriðin. Liðið í kvöld var svona:

Itandje

Finnan – Arbeloa – Carragher – Aurelio

Benayoun – Lucas Leiva – Sissoko – Leto

Crouch – Torres

**Bekkur:** Martin, Hobbs, Riise, Gerrard, Threlfall.

Rafa gerði þrjár breytingar í síðari hálfleik; þegar um tuttugu mínútur voru eftir tók hann Aurelio og Crouch útaf fyrir Riise og Gerrard, í stöðunni 2-2, og svo tók hann Lucas Leiva út undir lok leiksins fyrir Jack Hobbs sem spilaði sinn fyrsta aðalliðsleik.

Mörk Reading: Bobby Convey (1-1) og John Halls (2-2).

Mörk Liverpool: Yossi Benayoun (1-0) og Fernando Torres 3 (2-1, 3-2, 4-2).

Leikurinn fór hægt af stað og okkar menn virtust vera í sömu rólegheitunum og andleysinu og hrjáði liðið gegn Birmingham um helgina. Það breyttist þó smám saman, okkar menn náðu tökum á miðjunni og um miðjan fyrri hálfleik voru drengirnir í rauðu komnir með völdin á vellinum. Fyrsta markið kom upp úr klafsi á hægri kantinum en það var **Yossi Benayoun** sem tók boltann niður, klobbaði varnarmann Reading á leið inn í teiginn og þrumaði svo upp í þaknetið. Adam var þó ekki lengi í paradís, en **Bobby Convey** jafnaði nokkrum mínútum síðar með kolólöglegu marki – boltinn barst til hans utan teigs eftir hornspyrnu Reading og hann negldi honum í fjærhornið. Skotið var gott og markið flott en sú staðreynd að það voru þrír leikmenn Reading fyrir innan sem skyggðu á Charles Itandje í marki Liverpool, og þar af tveir í beinni skotlínu knattarins, fór alveg framhjá dómaranum og ólöglegt markið fékk að standa.

Það var jafnt í hálfleik en í upphafi seinni hálfleiks komust okkar menn aftur yfir. Sebastian Leto vann boltann á miðjum vellinum og lék honum innfyrir vörn Reading þar sem **Fernando Torres** stakk Michael Duberry af, skýldi boltanum vel og sett’ann niðri í fjærhornið. En enn var skammt stórra högga á milli því nokkrum mínútum síðar fór Charles Itandje í skógarferð úr fyrirgjöf, boltinn datt dauður niður í teig Liverpool og **John Halls** skoraði í tómt markið. 2-2 og allt útlit fyrir spennandi bikarleik. En þá …

… sagði Fernando Torres hingað og ekki lengra. Þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum lék Johnny Riise, þá nýkominn inná, upp vinstri kantinn, klobbaði varnarmann Reading og óð inná teiginn með boltann, lagði hann út á **Torres** sem opnaði líkamann og skaut glæsilegu innanfótarskoti upp í fjærhornið, óverjandi fyrir markvörð Reading! Frábært mark hjá þessum frábæra framherja, en hann var ekki hættur!

Nokkrum mínútum síðar vann Sissoko boltann á miðjunni og lék honum á Gerrard á vallarhelmingi Reading. Hann þræddi boltann í gegnum vörn Reading þar sem **Torres** skaust innfyrir einn og óvaldaður. Hann lék í rólegheitum inná teig Reading, lék á markvörð þeirra og rúllaði boltanum svo með vinstri í tómt markið. Fyrsta þrenna þessa stórkostlega leikmanns fyrir Liverpool!

**Maður Leiksins:** Er það einhver spurning? Liðið átti frekar kaflaskiptan leik – ég var t.d. ekkert sérstaklega hrifinn af frammistöðu Finnan og Aurelio í bakvörðunum í kvöld, á meðan Benayoun og Sissoko voru góðir á köflum en duttu alveg út þess á milli. Crouch vann rosalega vel og gerði fá mistök en hefði mátt vera grimmari inní teignum. Á heildina litið lék liðið þó vel og það er ljóst að Rafa Benítez þarf að vanda valið á milli leikmanna fyrir næsta leik.

En besti maður vallarins var klárlega **Fernando El Nino Torres**! Þvílíkur leikmaður, og þegar maður horfir á hann spila svona vel spyr maður sig hreinlega hvernig við komumst nokkurn tímann af án hans. Hann mætti miklu mótlæti í kvöld – strax í upphafi leiks tæklaði Andrew Bikey hann illa inní eigin vítateig og hefði getað stórslasað hann en Torres hristi það af sér og virtist bara ákveðnari í að láta hina grófu Bikey og Michael Duberry finna til tevatnsins. Honum tókst það svo sannarlega; þrjú mörk, stanslaus hlaup upp og innfyrir vörnina með boltann, frábær barátta og síðast en ekki síst neitaði slappur dómari kvöldsins honum um klára vítaspyrnu þegar Bikey braut tvisvar á honum er hann keyrði innfyrir með boltann. Fyrst reif Bikey í höndina á honum en dómarinn gerði ekkert, svo stökk Bikey sér á hann og felldi hann klárlega inná miðjum vítateig … en dómarinn gerði ekkert. Það kom þó ekki að sök, Torres skoraði þrjú og hefði með almennilegri dómgæslu getað haft þau fjögur. Þvílíkur leikmaður!

Næsti leikur er á útivelli gegn Wigan Athletic í Úrvalsdeildinni á laugardag. Rafa, gangi þér vel að réttlæta það ef ákveðinn spænskur framherji byrjar ekki inná í þeim leik.

64 Comments

  1. djöfull var þægilegt að sjá hann setja þriðja markið!… og að sjá Yossi setja sitt fyrsta… mjög gott

  2. eins gott að Torres var hvíldur gegn Birmingham, mikilvægt að hafa hann ferskan í Carling Cup eins og sást í kvöld

  3. Sælir félagar
    Gaman að sjá hvað þungavigtarmennirnir eru í raun öflugir. Þegar maður sér þá við hlið varaliðsmannanna þá er enginn vafi á muninum. Seinni hálfleikur var með þeim hætti að enginn vafi var á úrslitunum frá fyrstu mínútu. Torres tók við sér og fékk sæmilega þjónustu. Stungusendingarnar tvær frá Leto og Gerrard voru snilld. Sendingin frá Rise og markið frá Benayoun. Allt mjög flott. Reyndar var fyrra mark Reading og bakfallsspyrna Lita var glæsileg. Þó segja megi að Reading hafi ekki átt séns í seinni hálfleik þá er ljóst að menn eins og Torres og Benayoun eiga ekki heima á bekknum. Hinsvegar er leitt hvað Aurelio virðist eiga langt í land. En semsagt gott og vonandi hafa Torres og Benayoun spilað sig inn í aðalliðið??????
    YNWA

  4. En já, sammála Kristján með skýrsluna. Fyrir hálfleikurinn var slappur, en sá seinni mjög góður. Markið hans Yossi var frábært og það hefur sennilega nægt til að setja verulega pressu á það að Rafa velji hann í staðinn fyrir Pennant í næsta leik.

    Ég var einnig mjög hrifinn af Sissoko í þessum leik. Hann vann boltann vel og skilaði honum á réttu staðina. En já, maður Torres er frábær. Það er ekkert flóknara en svo. 🙂

  5. PS
    Aðeins meira. Dómarinn var ömurlegur og ekki honum að þakka að menn voru ekki slasaðir hægr/vinstri. Dómaranum ber að vernda leikmenn og þar klikkaði hann ílla. Semsagt slappur

  6. Torres átti auðvitað frábæran dag eins og Kristján kemur inn á skýrslunni sinni. Það er ekki slæmt að ná fyrstu þrennunni svona snemma á ferlinum með Liverpool. Nú verður hann auðvitað að vera í byrjunarliðinu gegn Wigan um helgina og vonandi verður býður Torres þá upp á sama matseðil.

    Menn skyldu fara varlega í að gagnrýna Aurelio, hann er nú búinn að vera meiddur í 6 mánuði! Mér fannst hann standa sig nokkuð vel miðað við að vera nýkominn af stað aftur. Ég held að hann sé, miðað við að vera heill heilsu og 100% fitt, okkar besti vinstri bakvörður.

    Yossi átti góðan leik og markið alveg geggjað. Hann kemur sterklega til greina í byrjunarliðið um helgina. Ég var ekkert sérstaklega hrifinn af ungu strákunum, Lucas hvarf eiginlega mest allan seinni hálfleik. En Leto sýndi ágætis tilþrif, vann oft vel til baka og bjó náttúrulega til annað mark liðsins. En auðvitað verða þessir guttar að fá að spila svona leiki til að öðlast reynslu.

    Svo þarf bara að stilla upp okkar sterkasta liði, fara að vinna þessa fjandans deildarleiki aftur og þá erum við í góðum málum.

  7. Missti af leiknum, en frábært að Torres skori þrennu og liðið virðist vera að rétta úr kútnum eftir slappt gengi undanfarnar vikur.

    Er að vinna í því að finna mörkin á netinu. Ef ég finn þau mun ég setja þau hérna en ef einhver er á undan mér má hann alveg skella þeim hérna sem fyrst.

  8. “…óð inná teiginn með boltann, lagði hann út á Torres sem opnaði líkamann og skaut glæsilegu innanfótarskoti upp í fjærhornið…” Það er eitthvað við þessa setningu sem gerir mig órólegan… 😀

  9. Torres er bara striker í hæsta gæðaflokki. Flott hjá honum að sýna efasemdamönnum það. Algjör snilld að hafa nælt í hann í sumar. Annars flott hjá liðinu að klára þetta og skora 4 mörk. Vonandi lyftir þetta brúninni á nokkrum aðdáendum hér sem hafa að mínu mati tapað sér fullmikið í þunglyndinu að undanförnu. Því aftur minni ég á að í deildinni erum við 2 stigum á eftir Man U og stigi á undan Chelsea og eigum leik til góða. Meðan við erum í ,,bílstjórasætinu” gagnvart þessum liðum tel ég okkur í fínum málum.

  10. Aurelio stóð sig ágætlega, enginn stjörnuleikur en heldur ekki hrikaleg frammistaða enda ljóst að hann á nokkuð í land. Fannst þetta í heild þokkalegur leikur hjá okkur mönnum. Fullt af ljósum punktum en einnig öðrum dökkum, t.d. hversu fastur Itandje var á línunni. Hann kemur þó vonandi öruggar og sterkari inn næst.

    Dómarinn var ekki nógu harður, og fannst mér á köflum eins og hann væri vilhallari Reading. Hann t.d. dæmdi brot á Lucas og veitti spjald eftir að hafa sleppt nánast eins broti á hinum helmingnum.

    Allt í allt, góður sigur á erfiðum velli, Leto, Leiva, Itandje, Aurelio og Crouch fengu mikilvægar mínútur og ég trúi ekki að Benni setji Torres á bekkinn.

    Ynwa

  11. Ég botna ekki alveg Sigtrygg Karlsson þegar hann segir:

    “Gaman að sjá hvað þungavigtarmennirnir eru í raun öflugir. Þegar maður sér þá við hlið varaliðsmannanna þá er enginn vafi á muninum”.

    Kannski er þetta hraunun yfir hópinn hjá Reading þar sem þessir leikmenn sem þarna spiluðu hafa spilað lengi í aðaliði Reading en eru bara ekki betri en þetta. En að öðru og mun mikilvægari máli…El Nino! Í kvöld sannaði Fernando Torres það fyrir Rafael Benitez að hann er engin kerling sem hentar ekki að spila gegn liði eins og B´ham þar sem lítið pláss er til að athafna sig. Torres var með einhverja 3 leikmenn Reading í skónum sínum allan leikinn og alveg sama hversu fólskulegar árásir voru gerðar á hann, alltaf stóð hann upp og á endanum hafði hann drullað yfir þá með 3 mörkum. Ég bara trúi því ekki að Benitez sé svona heimskur (já, heimskur segi ég!) að han skilji Torres eftir á bekknum í næsta leik gegn slöku liði Wigan! Ég bara skal ekki trúa því að hann þori því!!! Hann orðaði það svo skemmtilega að LFC vantaði leikmenn sem opnar varnir andstæðinga sem hafa parkerað rútunni í vítateignum sínum og ef Garcia var það á sínum tíma er Torres það x10!
    Annars frábær frammistaða í kvöld og allir leikmennirnir sem ég sá þarna voru að gera góða hluti. Baráttan var mikil og þessir suður-amerísku strákar voru engar puntdúkkur heldur létu finna fyrir sér. Aðeins eitt spurningamerki er eftir þennan leik og er það blámaðurinn í markinu. Hann á eflaust eftir að eflast þegar líður á en hann virkaði mjög óstyrkur á mig og átti annað markið pottþétt.

  12. Í guðanna bænum hættið að væla yfir því að Torres var ekki með í síðasta leik. Miðað við umræðuna virðist það hreinlega hafa verið yfirnáttúrulegt kraftaverk að liðinu skuli yfirhöfuð hafa tekist að skora mark á síðustu leiktíð. Kuyt og Voronin áttu að geta séð um Birmingham, punktur!

    Afturámóti er það líka alveg deginum ljósara eftir þennan Reading leik að Torres er frábær framherji, það verður ekki tekið af honum. Mörkin voru öll mjög góð og ef hann heldur sér í þessum ham verður Benitez sennilega jarðaður af stuðningsmönnum og pressunni næst þegar hann ákveður að gefa hinum framherjunum séns.

    Annars fannst mér liðið ekkert spila neitt stórkostlega vel í þessum leik. Itandje virkar mjög óöruggur í úthlaupum og átti að mínu mati mikla sök á seinna marki reading manna, guð forði okkur frá því að Reina verði næsta fórnarlamb beinbrotabölvunarinnar í liverpool. Leto átti í miklum erfiðleikum á vinstri kantinum framan af leik, fannst hann koma sterkari inn í seinni hálfleik og maður vonar bara að hann batni með reynslunni. Lucas og Sissoko fannst mér skíttapa miðjubaráttunni og þá sérstaklega í fyrri hálfleik, Crouch gerði lítið annað en að taka við háum sendingum og skila þeim tilbaka á miðverðina og Arbeloa er ekki öruggasti miðvörðurinn í bransanum (rétt að taka það fram að ég er samt mikill aðdáandi hans sem bakvarðar). Aðrir leikmenn áttu ágætan leik.

    Það er alveg ljóst að án Torres hefðum við ekki unnið þennan leik í dag sem er töluvert áhyggjuefni. Það er ennþá eins og það sé hálfgert hugmyndaleysi í sóknarleik liðsins, í fyrri hálfleik var t.d. það eina sem liðið bauð uppá háir boltar fram á crouch og svo átti bara að sjá hvað kæmi út úr því. Svo virðist vanta heilmikið upp á drápseðlið þegar liðið er komið yfir, vandamál sem liðið hefur glímt við síðan Houllier tók við, liðið virðist vera ánægt með eins marks forystu og leyfir andstæðingunum að dóla sér alltof mikið með boltann í staðinn fyrir að reyna að klára leikinn með öðru marki. Ef Benitez lagar ekki þessa hluti er hætt við að Liverpool verði í eltingaleik við hin toppliðin enn eitt árið.

    Ætli maður verði ekki að enda þetta á jákvæðum nótum svo maðu fái ekki á sig bylgju kommenta frá reiðum lesendum yfir að vera of neikvæður eftir sigurleik. Liðið er búið að finna netmöskvana aftur, Torres er klárlega tilbúinn í enska boltann, Benayoun virkar frískur og virðist geta brotið sér leið í gegnum þéttan varnarmúr og 3 kjúklingar fengu að spreyta sig með aðalliðinu og fá væntanlega fleiri tækifæri til þess. 2 marka sigur á útivelli með B+ liðinu hlýtur líka alltaf að teljast jákvætt.

  13. Verð að skella þessu hér inn :Robbie Fowler skoraði tvö mörk og Jimmy Floyd Hasselbaink eitt þegar Cardiff skellti WBA á útivelli, 2:4. : )

    Og eikifr. “blámaðurinn í markinu” ?
    Á þetta að vera fyndið ?

  14. torres góður í 2 leikjum, núna og á móti derby (frekar slöppum liðum en hann hefur ekki náð sér á strik gegn sterkari liðum( samanber porto og B ham) en hann er nýbirjaðu með LIV og er mjög góður ég bíð eftir því að hann rústi betri liðunum, já hann mun gera það, að vísu spilaði hann ekki allan leikinn á móti B ham en þettað lofar feykilega góðu og hann átti að fá víti, lukas fannst mér ekki sérstakur , finnan stóð sig vel og fór mjög illa með varnamann reading í restina á leiknum hann er vaknaður og hann stendur alltaf fyrir sínu og meira en það ,markmaðurinn var svolítið stressaður ,reina getur sofið vært og ég líka ÁFRAM LIVERPOOL OG RAFA

  15. Mér leist bara alls ekki svo illa á Itandje. Hann var vissulega aðeins óöruggur í fyrirgjöfum, en það er reyndar raunin með 90% allra erlendra markmanna, sem að koma í ensku deildina. Mér leið allavegana ágætlega með hann þarna í markinu. Hann er enginn Reina, en mér fannst það meira traustvekjandi að sjá hann þarna heldur en Dudek í fyrra.

  16. Ætli Benitez hvíli svo ekki Torres um helgina svo hann geti örugglega einbeitt sér að næsta leik Liverpool sem ekki er í Premíunni???

    Ég er hreinlega brjálaður yfir þeirri vanvirðingu sem Rafael er að sína ensku deildinni. Hann hvílir besta mann liðsins leik eftir leik í þeirri keppni sem er “bread and butter” fyrir klúbb eins og Liverpool en notar hann svo í keppnum sem minna skipta.
    Af hverju er ekki hægt að hvíla hann í skítakeppnum eins og Worthless-Cup???? Svo verður hann að fara að átta sig á að deildin er brauð okkar og smjör en ekki þessi helvítis Meistaradeild sem ég hef ekki minnsta áhuga á að vinna þetta árið á kostnað deildarinnar!

    Kær kveðja.

  17. meistaradeildin gefur rosa pening ,en chelsia er að bjóða ronaldino að koma og hann fær 30 miljónir á viku þettað sagði spánverji mér í kvöld sem ég þekki nokkuð vel

  18. Frábær leikur hjá Torres – klárlega maður leiksins! Sammála leikskýrslu KAR, en þó svo að Rafa sé með rotation á liðinu og hafi sagt að það sé ekki öruggt að Torres byrji á móti Wigan, þá vil ég nú ekki ganga svo langt eins og Stb, að segja að hann sé að sýna ensku deildinni vanvirðingu. Og svona á persónulegum nótum … þá vil ég að Liverpool vinni sem flesta titla. Er hægt að segja að einn titill sé unninn á kostnað annars?

    Áfram Liverpool – góð skýrsla KAR!!

  19. The sun (sá mjög svo áreiðanlegi miðill) segist vera með þetta exclusive. Búnir að photoshoppa hann og allan pakkann í chelsea búning.

    Tengli eytt (EÖE): Af virðingu við Liverpool aðdáendur á Englandi þá setjum við ekki tengla á þetta dagblað hér)

    Við skulum alveg dempa okkur niður áður en við förum og trúum þessu. Það er vitaskuld fáránlegt að bjóða einhverjum 225.000 pund á viku. (Hef ekki fundið mörkin á netinu ennþá nema á *orrent.is)

  20. Ég smelli ekki á The Sun – tengil.
    Ágætur leikur annars. Youssi frábær á köflum og Torres maður kvöldsins.
    Nenni ekki að svekkja mig á stöðu mála að öðru leyti.

  21. Jæja, hver ætlar að koma með ræðuna um að setja ekki tengla í S** á vef sem fjallar um Liverpool-mál?

  22. Getur einhver útskýrt þetta fyrir mér með The Sun. Veit svo sem að þeir eru kannski ekki áræðanlegasti miðillinn 🙂 en hver er forsagan að því að eyða tenglum…. Bara forvitni.

  23. Eddi, vegna þess að Sun birti lygar um Liverpool stuðningsmenn eftir Hillsborough slysið. Að þeir hafi stolið úr vösum líkanna og annað álíka ósmekklegt. Lygar, sem þeir hafa aldrei beðist afsökunar á. Þú getur byrjað að lesa um þetta hér

  24. Hehe, það er gaman að sjá viðtalið við Carra. Það vantaði bara að hann héldi í höndina á Torres og klæddi hann í pollagallann á meðan hann svaraði spurningum fyrir hann. Svo sem hans skylda sem fyrirliði í kvöld, en Torres hlýtur að finnast þetta asnalegt og bíða eftir að geta svarað spurningum sjálfur. Óþarfi að láta Carra leiða sig út um allt. 🙂

    Eins fannst mér fróðlegt að sjá viðtalið við Rafa á sömu síðu. Ég styð það fyllilega hjá honum að segja að Torres sé ekki öruggur með sæti í liðinu á laugardag. Við vitum að hann er það líklegast, hann bara hlýtur að vera það, en góður þjálfari heldur mönnum alltaf á tánum. Hann þarf að vinna fyrir sínu eins og aðrir, þótt hann spili vel, og Rafa ætlar greinilega ekki að leyfa honum að vera kærulaus eftir að hafa skorað þrennu. Fínt mál. Ég hlakka til að sjá Wigan-leikinn. 😉

  25. Sun hefur verið sniðgengið af öllum Liverpool-búum með sjálfsvirðingu allar götur síðan Hillsborough og þótt málið sé e.t.v. ekki þekkt meðal allra stuðningsmanna liðsins annars staðar í heiminum (sérstaklega ekki þeirra yngri) þá er sjálfsagt að sýna stuðning í verki eins og hægt er. 🙂

  26. Afsakið. Vissi þetta með Sun og umfjöllun þeirra um Hillsborough. Átti meira að sýna hvað þeir eru fáránlegir í allri umfjöllun með þessari frétt.

    Meiningin var ekki að sverta þessa síðu með þessu hlekk og skil vel að þetta var tekið út.

    Afsakið Einar, KAR og aðrir púllarar.

  27. Ekkert mál, Villi. Höfum haft þetta fyrir reglu hér að linka ekki í þetta balð. Allt í lagi svo sem að gera grín að heimskunni hjá þeim. 🙂

    Var búinn að sjá kvót í þessa grein á einhverri annarri síðu. Bara fyrirsögnin er dæmalaus snilld:

    “Ronaldinho has agreed a £58million contract at Chelsea – if he decides to join the Blues.”

    Ok, semsagt hann er búinn að samþykkja samninginn, en veit samt ekki hvort hann ætlar til Chelsea.

  28. Nákvæmlega það sem ég var að reyna að benda á. ÞEtta er frábært.

  29. Torres er maðurinn – en sá sem ég óttast mest er Rafa. Hann er bara sérvitur. Eini þjálfarinn með stórt safn af góðum mönnum sem vill láta þá lifa í ótta og óvissu. Byrja ég inn á næst ÞÓ ég hafi skorað ÞRJÚ mörk í kvöld? Ótti er aldrei vænlegur til árangurs. Nema í hernum. Hvers konar þjálfari er þetta? Þetta er eins og að skamma mann sem fær 8 eða 9 í prófi fyrir að fá ekki 11.

  30. Ég held það sé nú tæpast hægt að segja að mennirnir lifi í “ótta og óvissu…” Torres veit jafn vel og allir að hann stóð sig vel í kvöld. Ef hann verður ekki með í næsta leik er það af taktískum ástæðum (hverjar sem þær væru nú svo sem og hvort sem maður sé sammála þeim eða ekki) og Torres veit alveg jafn vel og allir hinir að með reglulegri spilamennsku á borð við þá í kvöld fær hann 50+ leiki í vetur.
    Punkturinn hjá Rafa er líka beisiklí þessi: “Það er ég sem stilli upp liðinu, ekki einhverjir spekingar úti í bæ.” Hvers vegna ætti hann líka í viðtali á þriðjudagskvöldi að binda hendur sínar með því að lofa einhverjum sæti í byrjunarliði á laugardegi? Ég hugsa að hann hefði sagt það sama þótt hann hefði verið spurður um hvort Carragher yrði í liðinu – þótt flestir vissu að sjálfsögðu að Carra sé nokkuð sjálfvalinn á laugardaginn.

  31. Þessi drengur er algjör snilld, þvílík unun að sjá hann spila! Maður fyllist af stolti yfir því að vera Liverpool aðdáðandi með svona leikmann innanborðs!:) Frábær leikur hjá Torres, þetta hlýtur að koma vitinu fyrir hjá Benitez! Og vonandi fáum við að sjá fleiri þrennu hjá drengnum á komandi tímabili=D

  32. Og slökum nú svolítið á þessari umræðu með Torres. Það er ekki eins og hann hafi verið úti í kuldanum það sem af er tímabils – af sex leikjum hefur hann tekið þátt í: SEX LEIKJUM! (byrjað inn á fjórum sinnum, komið inn á sem varamaður tvisvar). Þetta eru nú öll ósköpin.
    Jú, það má benda á það að báðir leikirnir sem hann hefur ekki byrjað inn á hafa endað markalausir, en guð minn góður, varla getum við látið allt gengi liðsins velta á einum manni í allan vetur?

  33. Svenni !! Kuyt og Voronin eru þá greinilega ekki nógu góðir. Þeir kláruðu ekki leikinn eins og góðum strikerum sæmir. Gæði strikera skýrast með markaskorunPunktur Áfram Liverpool

  34. Hvernig líst ykkur á þessa frétt?

    Benítez: Ekki öruggt að Torres byrji gegn Wigan

    http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1293323

    Ég held að Benitez sé að missa það algerlega ef hann lætur mann sem skoraði þrennu í síðasta leik og kostaði rúmlega 20 mills punda byrja á bekknum.

    hafa hinir framherjarnir verið að standa sig svo svaða vel að þeir séu einfaldlega að halda Torres frá byrjunarliðinu? Allavega hef ég ekki tekið eftir því í síðustu leikjum.

    Ef Torres byrjar ekki inn á þá horfi ég ekki á leikinn.

  35. Bottomlænið er það að gott lið verður ekki byggt upp á mörgum liðum; menn verða að spila reglulega til að vera í æfingu, halda takti. Besti þjálfari síðustu ári heitir Ferguson og er skoskur og þjálfar ákveðið enskt lið; hann nær árangri með markvissri stjórnun, ekki tilviljunakenndari fótamennsku sem byggist á veðurspá eftir fjóra daga. Þess vegna er Alex bestur, því miður fyrir alla sem halda með Liverpool. Hann lætur menn ekki lifa í hernum. Standi menn sig vel þá spila þeir. Rafa vill hafa það öfugt; spilaðu vel og þá færðu ekki að spila næsta leik. En viti menn, ef þú spilar illa þá færðu örugglega að spila þarnæsta leik. Pottþétt. Ég lofa. Vænlegt til árangurs eins og sjá má og við sem höldum með Liverpool höldum áfram að bölva og bíða eftir dollu.

  36. Æ. Hvað maður getur verið ósanngjarn. Ég gleymdi einu. Jose Reina. Hann er nánast fastamaður í liðinu hvernig sem hann spilar. En hann er jú Spánverji. Dudek greyið – það dugði honum ekki að Páfinn hélt með Liverpool. Enda bara pólskur.

  37. Annars – þar sem enginn kveður sér hljóðs – ætla ég að lýsa því yfir að dómgæslan í kvöld var næstum því hneyksli. Hvað sem þessi dúddi með flautuna hét þá er hann vanhæfur. Hvað þarf Torres að vera k(l)ipptur oft niður til að fá eina flautu? Þarf að fótbrjóta hann til að fá aukaspyrnu? Þarf að limlesta okkar mann til að hann fái víti? Við erum vanir að fá rautt spjald og víti á okkur í síðustu leikjum svo við sluppum vel að Torres fékk ekki spjald. Fyrir áræðni, djörfung og dug.

  38. Af hverju þarf þetta að vera svona flókið hjá Rafa? Fótbolti er einföld íþrótt. Fótbolti er eitthvað sem meðalgáfaður heimilisköttur skilur og þarf ekki einu sinni íslenska þuli til að ná leiknum þar sem hann liggur slefandi fram á löppurnar og fylgist með. Þess vegna á þetta að vera EINFALT – ekki tvvööffaalltt eins og hjá Raffa. Þetta er ástæðan fyrir því að Ferguson nær árangri, þetta er einfalt. Góðir spila, heilir spila, vondir spila ekki, meiddir spila ekki. Hvað er flókið við þetta? Vill ekki einhver gáfumaður þarna þýða þetta á SPANGLISH og senda Rafa?

  39. Sammála Helga !!! Það þarf stöðuleika í liðið. Hann fæst með sama kjarnanum og helst litlum sem engum breytingum milli leikja. Sjáið bara Man Utd, Chelsea og Arsenal undanfarin ár. Alltaf með sitt sterkasta lið inná. Þó ég hati að taka upp hanskann fyrir þeim. Í Meistaradeildinni er allt annað mál, þar eru flestir leikir bikarleikir. Allt önnur stemmning. Premier League hlýtur að vera málið í ár. Og eins og Arnar Björns orðaði það í kvöld ( sem er “by the way” lang besti lýsir landsins ), “menn voru ekkert hvíldir í gamla daga” þegar Liverpool réðu ferðinni. Hættu þessu helvítis rugli Benítez og byrjaðu ávallt með þitt sterkasta lið…..
    ( Vona að þú lesir þessa snilldar bloggsíðu )

    P.S. Þið hljótið að vera sammála !

  40. Kristján Atli, af hverju skrifarðu svona oft L’pool eða Liv’pool eða viðlíka styttingar? Þetta er afskaplega ljótt.

    Það skiptir engu máli hvað Benitez sagði um Torres í viðtalinu eftir leikinn, en það skiptir heilmiklu máli hvað hann gerir við hann um helgina. Ég neita bara að trúa því að stræker af þessum kalíber sem er í hörkuformi eigi heima nokkurs staðar annars staðar en inni á vellinum frá byrjun.

  41. Var greinilega mjög lengi að skrifa þetta komment því Helgi hafði þegar svarað sjálfum sér þrisvar. “Common er enginn vakandi”. Hehe… Var sammála hans fyrsta og þriðja kommenti en er ekki alveg svona gagnrýnin á hæfileika Benítez sem stjóra. Góður sigur í kvöld og eins gott að Torres verði inná næstu helgi !!!

  42. Gott komment hjá Arnari Björns og þörf ábending: OG SEGIR BARA EITT: í gamla voru menn ekkert hvíldir. Í dag eru þeir svo þreyttir á hvíldinni að þeir geta ekkert spilað, stirðir og slappir. Í gamla daga var spilað af ástríðu, farið í leiki eins og um fótbolta væri að ræða; í dag er skipulagið svo mikið að leikurinn fer fram á tússtöflu og veðurstofan ræður næsta leikskipulagi. Í gamla daga var rigning og vindur (hafið þið ekki séð skeggjuðu leikmennina) og allt lagt í það – leik eftir leik; í dag er allt rakað og rúnnað og slétt og fellt og áhersla lögð á nuddbekki; umboðsmenn nudda vinina og karpa um kaup og kjör við miljarðamæringana í heita pottinum. Hvert fór boltinn? Ég hélt að Beckham væri farinn.

  43. hvað er rafa búinn að vera lengi 3-4 ár og búinn að vinna nokkrar dollur helv.gott ,ferguson þurfti 5 ár til að gera eitthvað svo að er ekki í allt í lagi þarna úti, henry spilaði alla leiki með arsenal og var of mikið notaður suma leiki var hann 80% leikfær svo það má alveg breita liðinu og ef menn eru eitthvað slappir(meiddir) þá má gefa öðrum séns, við unnum 4-2 svo á þá ekki bara að spila með samaliðið í næsta leik? rafa má alveg fá lengri tíma eins og þessi frábæri skoti sem er búinn að tapa leik og gera 2 jafntefli, við skulum ekki taka ferguson stílinn upp(skór í andlit og senda öðrum þjálfurum tóninn) þjálfarar eiga að hugsa un sitt lið og mannskapinn og það gerir RAFA áfram LIVERPOOL

  44. Það þarf að snara þessari bloggsíðu yfir á spænsku og senda linkinn á rafa.benitez@liverpoolfc.co.uk, svo hann geti örugglega farið eftir “expert” ráðum okkar Liverpoolmanna.

    Spilaði Torres ekki á móti Birmingham, en gat bara ekki sett mark sitt á leikinn eins og aðrir?
    Fínn leikur fyrir Aurelio og Torres til að koma sér í betra leikform og fyrir Torres að finna netið…..aftur!

  45. væri til í að sjá leto og vinstri, yossa á hægri, með sissoko og gerrard í miðjunni og babel og torres frammi á móti Wigan. en þetta mun líklega aldrei rætast. hvað veit ég…huglaus áhorfandi!

  46. Segir ekki glottið hjá Rafa í þessu viðtali allt sem segja þarf. Torres byrjar – en hann bara getur ekki sagt það í viðtali eftir leik.

  47. Þó maður verði nú stundum pirraður þá ætla ég nú að halda áfram að horfa á heildarmyndina, það er allt tímabilið, svipað og Rafa er að gera. Því held ég að það sé best að bíða með allar blammeringar á hann þar til eftir tímabilið.

    Rafa hefur verið mjög trúr þeirri stefnu sem hann lagði upp með í byrjun og ég efa að hann sé nokkuð að fara bregða út af því. Leikir eins og Birmingham leikurinn koma alltaf og eru alveg hressilega pirrandi, en sá leikur tapaðist* ekki bara út af því að Torres var ekki í liðinu, sá hópur sem mætti til leiks átti að klára þann leik á heimavelli og það með vinstri.

    *ekki benda mér á að hann fór 0-0, við töpuðum þeim leik 0-0

  48. Leto fannst mér koma mjög vel útúr þessum leik og var hrifinn af áræðni hans, þeir áttu í vandræðum með hann þarna á vinstri kanntinum.

    Rosalega var ég ósáttur með dómarann í leiknum, Reading mátti keyra inní bakið á sóknarmönnum Liverpool aftur og aftur, ekkert dæmt. Fannst þessi dómari stressaður og ekki standa sig í að dæma leik milli tveggja úrvalsdeildarliða!

  49. Helgi, heyr heyr!

    Nákvæmlega það sem ég vil meina. Þetta hvíldar-kjaftæði er tóm tjara. Þetta eru atvinnumenn og það er eðlileg krafa á þjálfara að þeir séu í standi til að leika nánast hvern einasta leik og þurfi ekki að hvíla einn af hverjum þremur leikjum. Sérstaklega þegar engin stórkeppni er um sumarið fyrir season (líkt og nú) þá er ekki hægt að ætlast til neins annars en að þessir stjórar geti komið þessum mönnum í almennilegt stand.

    Önnur stórlið en LFC hafa hvílt mun minna seinustu ár og hvar enda þau í deildinni?

  50. Sorrý, góður sigur og allt saman… flott mörk… Itandje kom vel út…Benayoun líka.
    Ég horfði á leikinn í sjónvarpi á Bretlandi og skvt. speki Mr. Dalglish vinar okkar ætti ég þá að hafa mest vit á þessu…nema einhver annar hafi verið nær Liverpool-borg. 🙂
    En kommon guys!!! Sama hvað menn segja þá er þetta alveg stórfurðulegt að setja Torres í heilan leik á móti Reading Í MICKEY MOUSE BIKARNUM!!!
    Hvað ef bölvaðir Duberry og Bikey hefðu meitt hann…hvað þá?
    Hvaða áherslu er Benitez með??? Torres er striker númer eitt hjá Liverpool…á að hafa hann ferskann í þennan grínbikar eða hvað???
    Fín þrenna hjá honum, hann stóð sig vel og var mjög yfirvegaður undir þessum árásum en ég get ekki fyrir mitt litla líf skilið þessi skilaboð hjá Rafa.
    Veit að margir eru ekki sammála en þannig verður að hafa það. Ég held að allir í heiminum sjái þessa bikarkeppni sem leið til að halda varaliðsmönnum heitum, ekki bestu leikmönnunum.

  51. …og þessi grein hjá Tomkins yfirsést eitt atriði… ef menn klára leiki eins og á móti Birmingham og Portsmouth þá væri þessi gagnrýni hreint ekki uppi á borðinu…

  52. …menn hafa nefninlega líka gagnrýnt hvenær í leikjum, (s.s. Benitez skiptir eiginlega aldrei í hálfleik eða fram að 70 mínútu ólíkt hinum) og hvernig hann skiptir ( sjaldan bætt verulega í sóknina, oft varnarmenn inná fyrir miðjumenn þrátt fyrir að vera jafnt eða undir)…

    ókei..nú er ég hættur 🙂 að öðru leiti mjög fín frammistaða í leik sem skiptir engu máli

  53. Daði það eina sem mér datt í hug var að hann er að reyna að láta Torres venjast enska boltanum eins hægt og rólega og mögulegt er. Þannig séð ekkert svo svaklalega vitlaust ef þú hugsar út í það.
    Ég hef ennþá fulla trú á kallinum og efa ekki að hann hafi mun betri yfirsýn á liðið, mun meiri þolinmæði og yfirvegun heldur en við sófastjórarnir.
    Ekki að ég verði ekki mjög pirraður á stundum eins og um síðustu helgi.

    En annars held ég að það mættu flestir ef ekki allir hérna lesa þessa góðu grein frá Tomkins sem Einar Örn var að linka á (nr 60).

Sterkt byrjunarlið gegn Reading!

Tomkins um róteringu Rafa