Gerrard með brákaða tá

Steven Gerrard gengur ekki heill til skógar eftir leikinn gegn Toulouse í gær. Nú hefur verið staðfest að hann brákaði tá í leiknum en menn búast þó fastlega við því að hann muni þrátt fyrir það, spila gegn Chelsea á sunnudaginn og þó sé ekki verið að taka neina áhættu með hann. Hann mun þó þurfa 1-2 vikna hvíld eftir leikinn til að fá sig góðan af meiðslunum. Það góða við þetta er að það er einmitt landsleikjahlé eftir leikinn um helgina, og því ætti hann ekki að þurfa að missa af neinum leikjum með Liverpool. Þetta er því kannski bara lán í óláni eftir allt saman.

Rafa staðfestir þetta á official síðunni í dag

13 Comments

  1. Það er ekki landsleikjahlé eftir leikinn gegn Chelsea!, við eigum Sunderland 25 ágúst, svo kemur landsleikjahlé!
    En það er vonandi að Gerrard geti spilað gegn Chelsea.

  2. Fyrstu helgina í september eigum við heimaleik gegn Derby og svo kemur landsleikjahlé

  3. hehe… Maður getur næstum fundið bragðið af hatri Ssteins í garð landsleikjahléa…

  4. Mér sýndist hann eitthvað meiðast eftir að Babel steig á hann.Friendly Fire!:)

  5. he he, þarf reyndar engan kjarneðlisfræðing til að sjá út “ást” mína á landsleikjahléum 🙂

  6. Það er allavega vináttulandsleikur næsta miðvikudag gegn Þýskalandi og það var nú eiginlega það sem ég var að meina. Þar með nær hann viku í “hvíld” og gæti sloppið með að missa af leik með liðinu sem máli skiptir, Liverpool FC.

  7. Ég fékk það strax á tilfinninguna, þar sem ég sat á Players í gær, að eitthvað þessu líkt hefði gerst. Vonaði bara að hann hefði ekki meiðst jafnalvarlega og Rooney. Sem betur fer er þetta mun minna…

  8. úff gott að þetta séu aðeins 1-2 vikur og að það sé landsleikjahlé líka …

    djö#&%$ins nagli að spila leikinn gegn Chelsea!
    ein setning lýsir honum vel: “How hard? Gerr-ard!!!”

  9. Hann gæti misst af leikjunum við Sunderland, Toulouse og Derby, ef allt fer á versta veg, en þá missir hann líka af 3 landsleikjum og er það vel.

  10. Það er glæsilegt að hann nái að spila gegn Chelsea en svo eigum við alveg að geta verið án hans þegar hann tekur út hvíldina á tánni.

    Setja bara Lucas eða Alonso með Mascerano á miðjuna á meðan.

  11. Þessi landsleikja hlé eru einfaldlega bara leiðinleg, tilgangslaus og tímafrek. Frekar lengja enska tímabilið í 42 leiki. Ekki eitthvað Mclaren sýndarmennsku bull.

Toulouse 0 – L’pool 1

Er sjónvarp munaðarvara á Íslandi?