Er sjónvarp munaðarvara á Íslandi?

Það er alveg þess virði að benda á það að Daði, sem skrifar hérna á Liverpool bloggið fékk birta eftir sig [grein í Mogganum](http://www.flickr.com/photo_zoom.gne?id=1141234075&size=l). Mæli með því að allir kíki á Moggann í gær, 15.ágúst – eða skoði greinina [hér](http://www.flickr.com/photo_zoom.gne?id=1141234075&size=l).

16 Comments

  1. Flott grein, og nei það er ekki komið nog af þessu “tuði”.
    Megi þessi okurkaup 365 Viðurstyggða gera þeim svipaða hluti og NFS gerði : )

  2. Tuð og ekki tuð, hvað gerðu þessir sömu menn á 365 þegar fjölmiðlafrumvarpið var sett fram hérna fyrir ekki allt svo löngu? … Það var ósanngjarnt gagnvart þeim og þá mátti hlusta á sama skítinn í öllum fréttatímum, öllum umræðuþáttum og nánast í auglýsingarhléum í sjónvarpi sem og útvarpi og á prent. Nú erum það við sem erum ósáttir og hvað gerist þá? Við erum jú bara fótboltabullur sem kunnum ekki að reikna …

  3. Ég er kannski hálviti og akkurat það sem er ástæða þess að 365 getur haft verðið er svona hátt en sættið ykkur bara við þetta. Ég er bara að tala fyrir sjálfan mig en ég kem hingað til að lesa um Liverpool, mitt uppáhalds fótboltalið, en ekki fucking röfl um Sýn allan daginn. Please!!

    Samt gott hjá ykkur að láta ekki vaða yfir sig. Morgunblaðið er betri staður fyrir þetta röfl heldur en Liverpool spjallborð, til lengdar þá.

  4. Er samt ekki málið að hafa enska boltann, geta séð alla leiki þar, er bara munaðarvara?

  5. Nafni hlauptu bara yfir þær færslur sem tengjast Sýn, mér finnst lofsvert það framtak að halda þessari ummræðu gangandi og þið drengirnir eigið hrós skilið fyrir.

  6. Ég hef lesið þetta allt já, og ég er sammála flestu þar, en núna er þetta bara komið gott. Gerið bara eoe.is/eghatasyn eða eitthvað.

  7. Þetta mun aldrei vera nóg komið… Þeir sem snúa sér við og taka þessu, þeir um það 🙂 … að umbuna þeim sem eru tryggir viðskiptavinir er mesta bull sem ég hef heyrt… ég var með Sýn og Stöð 2 í heilan ÁRATUG og aldrei, ALDREI, gat ég séð að þeir væru að umbuna mér !
    Þá að öðru;
    Man eftir því einhvern tímann að Höddi Magg sagði að þeir sem ynnu hjá 365 væru ekki að fá Enska boltann frítt… Nei, það er víst rétt… þeir fá þetta með helmings afslætti og eru því komnir í þann pakka sem við hinir erum að berjast um að fá, þ.e. á sama verði og var í fyrra… þetta kallar maður hræsni, og hananú !

    YNWA

  8. Ástæðurnar fyrir þessari grein í Moggan voru eftirfarandi:
    1) Mér finnst fjölmiðlar á Íslandi aldrei fylgja neinum málum eftir. T.d. er núna verið að fjalla mikið um ferjuleikfimi samgönguráðuneytisins og líklega mun málið enda á því að enginn axlar ábyrgð, sérstaklega ekki fyrrverandi samgönguráðherra. Hann fær að klára málið með því að koma með eina merkilegustu yfirlýsingu sem stjórnmálamaður hefur látið frá sér, að hann geti ekki axlað ábyrgð vegna þess að hann geti ekki fylgst með einstökum málum. Og þessu verður ekki fylgt eftir, ég lofa því og Sturla Böðvarsson situr á kjötkötlunum áfram. Á meðan segja menn af sér á Spáni ef upp kemst að þeir hafi ekki borgað afnotagjöld. Ég verð því að vera samkvæmur sjálfum mér og fylgja eftir málum sem ég tek þátt í að bera upp á borð.
    2) Ég fór alvarlega að pæla í þessari heildartölu sem það kostar að vera “besti viðskiptavinur” 365, neyddur til að vera með RÚV og þá er eftir að telja dagblöð, tímarit, netið osfrv. Hún er svakaleg.
    3) Ég er ekki í krossferð gegn 365. Þessi grein gagnrýnir verðlag á Íslandi. hana má heimfæra á matarkostnað, bifreiðarkostnað, fasteignakostnað og alla þá földu skattheimtu sem við búum við hér. 365 er ekki í öfundsverðri stöðu þegar ríkið er strax búið að taka stóran skerf af “sjónvarpspeningum” mánaðarins. Ég get ekki fyrir mitt litla líf skilið af hverju Ríkissjónvarp á t.d. að vera að berjast um sýningarrétt á EM í fótbolta?
    4) Greinin var skrifuð í Moggann vegna þess að ég held að ég sé búinn að skrifa nóg hér inni um þetta einstaka mál og langar að skrifa um aðra hluti núna. Einnig samt vegna þess að nokkrir lesendur hvöttu okkur til að halda þessari umræðu lifandi á þennan hátt. Lesendagreinar í Moggann eru eins konar skjalasafn um samtímaumræðu og þessi umræða varð að komast á “minjaskrá” ef svo má kalla 🙂 Þannig deyr hún ekki, þó að hún lognist útaf.

  9. Frábær grein og gott hjá ykkur að halda umræðunni lifandi. Ótrúlegt að margir skuli koma hérna inn á bloggið og fúlir yfir því að það skuli ekki vera endalausar Liverpool umræður. Stjórnendum síðunnar ætti að vera heimilt að skrifa um það sem þeir vilja… ekki eins og þetta sé Official Liverpool fan síða!
    Ég býð bara spenntur eftir frekari greinum og umjöllum um gæði útsendingar Sýn2 sem mér persónulega finnst hörmung og þá sérstaklega í gegnum ADSL sjónvarp Símans. Það er ekki nokkrum manni bjóðandi að greiða fyrir svona þjónustu… enda geri ég það ekki. Það vill svo til að Sýn2 hefur verið opin í gegnum ADSL sjónvarpið síðustu daga svo ég hef getað séð útsendinguna sjálfur… hlýtur að vera ánægjulegt fyrir þá sem eru búnir að greiða fyrir mánuðinn með þessu frábæra 30% afsláttartilboði Sýnar2.

  10. Mjög góð grein hjá þér Daði.
    Það er lítið annað hægt að segja um þetta mál nema það að við búum í ótrúlegu landi þar sem allir eru með ólíkindum gráðugir, og finnst mér að þessi umræða megi ALLS ekki deyja því á endanum held ég að þeir neyðist til að gera eitthvað í sínum málum ef þetta heldur svona áfram……So keep on going!
    Áfram Liverpool

  11. Mjög góð grein hjá Daða, og jafnvel þó ég hafi ekki verið manna vinsælastur á blogginu þegar ég varði mín innkaup (ég telst vera dyggur áskrifandi, mínus fjölvarpið), þá finnst mér Daði útskýra þetta í greininni á mjög skýran og flottan hátt. Bravó til þín, Daði. Flott!

  12. Góð grein Daði eins og ávallt. Ég er einnig sammála Óla Þ í ummæli nr 2. 365 væla ekki mikið núna.

    Ég hef samt eina hugmynd handa ykkir hér á LFC blogginu. Mér leikur mikil forvitni á að vita það í gegnum skoðannakönnun meðal þeirra sem lesa þessa síðu daglega hvort menn séu búnir að fá sér áskrift að enska boltanum hjá 365 Reykjarvíkurmiðlum. Það vekur nefnilega upp spurningu hjá mér að sjá allt þetta fólk mótmæla verðálagningunni og hvernig þjónustan er hjá 365 osfrv, en svo kannski eru þeir hinir sömu búnir að beygja sig og láta taka sig í þurrt með því að fá sér áskrift. Endilega komið með könnun varðandi þetta (þeas ef hún er þá ekki komin nú þegar). Fróðlegt að sjá þetta.

  13. úbbs..gleymdi svo að bæta einu við varðandi grein Daða. Þar sem við lifum í hörðum heimi viðskipta í öllum geirum þjóðfélagsins að þá finnst mér kjánalegt að það viðgangist þessi einokunarviðskiptahættir á Íslandi í skjóli fjarskiptalaganna.

    Það að við höfum ekki frelsi til að velja á milli þess að hafa okkar eigin disk og velja á hvað við horfum gegn því gjaldi sem við teljum okkur ráða við, eða verða að velja innlendan miðil á mun hærra verði er hreint út sagt út úr kortinu! Ég barasta vona að einhver alþingismaður sé að lesa þetta blogg og sjái hvað þetta er verulega heimskulegt!

Gerrard með brákaða tá

Brottför og stórafmæli