Æfingaleikir Liverpool á næstunni.

Á morgun mætir Liverpool Werder Bremen sem fer fram í Grenchen í Sviss. Leikurinn hefst kl:18:15 og er sýndur á EuroSport. Líklegt er talið að Fernando Torres muni spila sinn fyrsta leik.
Á föstudaginn mætum við síðan Auxerre en mér er ókunnugt hvort hann sé sýndur einhversstaðar beint.

Síðan förum við til Asíu og tökum þátt í Asia Trophy 2007. Á þriðjudaginn mætum við South China FC kl: 12.10 en Portsmouth og Fulham taka einnig þátt í þessu móti. Síðan á föstudaginn spilum við annað hvort kl:10.00 um 3ja sætið eða kl:12.10 í úrslitum og þá gegn annað hvort Portsmouth eða Fulham. Þessir leikir eru sýndir á Sýn.

Síðan mætum við föstudaginn 3. ágúst Shanghai Shenhua. Kann ég ekki meiri deili á því liði. Við lokum síðan undirbúningstímabilinu með leik gegn Feyenoord sunnudaginn 5. ágúst.

Fyrsti leikurinn í deildinni er gegn Aston Villa laugardaginn 11. ágúst á Villa Park.

Ef þið hafið upplýsingar hvar allir þessir leikir eru sýndir beint, hvar sem er í heiminu, þá endilega setjið það inní komment.

19 Comments

  1. Við tökum nú þetta Asian Cup létt og fyrsti titillinn af mörgum á tímabilinu kominn í hús 🙂

  2. Samkvæmt liverpool.is er leikur gegn Peterborough 21 júlí daginn eftir Auxerre leikinn en væntanlega verður það blanda af vara- og unglingaliðinu sem mun spila þann leik meðan aðalliðsmenn halda til Asíu.

  3. Svo ef þið hafið ekki kynnt ykkur SopCast þá er það oft valmöguleiki.

    http://www.sopcast.com <- setja það upp bara og loka því
    svo
    http://www.myp2p.eu <- fara þarna í Football og Weekdays/Saturday/Sunday eftir hvað á við. Velja síðan link sem er tengdur SopCast og horfa á netinu.
    Þeir eru með gott úrval af leikjum.

  4. Hvernig er það, er þetta Asíumót ekki í beinni á Sýn? Finnst eins og ég hafi séð þá auglýsa það um daginn.

  5. Asíu mótið er í beinni á sýn, fyrsti leikur á þriðjudag í næstu viku
    Asian Trophy 2007 – 12:05
    Liverpool – HK XI
    Bein útsending frá leik Liverpool gegn HK XI frá Hong Kong í Asíubikarnum.

    Tekið úr dagskrá sýnar

  6. Hægt er að sjá flesta leiki sem hugurinn girnist með forriti sem heitir sopcast og þannig horfa á þá beint á tölvunni (streaming). Auxerre leikurinn mun sjást þar.
    Þetta er hinsvegar í ansi misjöfnum gæðum, yfirleitt slæmum en það má þó horfa á það í neyð.

    Síðan með þessu forriti og fleirum sem og dagskránni er http://www.myp2p.eu

  7. Það væri kannski sniðugt að hafa þessr síður hér til hliðar undir Tenglar ! þá geta menn vaðið í þetta þar og aðrir bent á þetta þegar einhverjir aðrir spurja um þetta, en það mun pottþétt gerast aftur.

    ég sakna líka stundum “Flokkar” en ég fór oft í gamla pistla þar þegar mig vantaði að finna eitthvað spes gamalt um ákveðið málefni en leitin virkar líka fínt.

    Áfram LFC og LFCbloggið.

  8. ég fór á http://www.sopcast.org og skráði mig þar, en hvað er svo framhaldið? hvað geri ég? ef einhver reyndur sopcast notandi verður var við þessi skilaboð mín, endilega komdu með smá leiðbeiningar svo við hinir getum fylgst með okkar heittelskaða liði 😉

  9. Þú þarft að downloada sopcast spilaranum og setja hann upp, svo ferðu á síðu sem heitir myp2p.eu, þar vinstra megin stendur Football fyrir neðan það weekdays. Velur það og finnur svo werder bremen – Liverpool, þá kemur upp listi, fyrir neðan werder bremen – Liverpool og sopcast stendur play, ýta á það og þá ætti þetta að virka

  10. Getur einhver upplýst stöðuna í leiknum fyrir þá sem ekki ná honum???

  11. 3-1 fyrir Liverpool síðast þegar ég vissi, er bara að fylgjast með á textavarpinu.

  12. 3-2 endaði hann, og mark sem bremen skoraði var dæmt af 3 mínútum eftir að það var dæmt gilt 😉 og torres leit vel út 😛 klúðraði að vísu 2 góðum færum

  13. Leikurinn fór 3-2 fyrir Liverpool. Fengum á okkur sjálfsmark í lokin.

    Voronin skoraði 2 mörk. Staðreynd troðið öfugt ofan í kokið á þeim sem kölluðu hann “algeran meðalskussa”. 😉

  14. aaaarrrrg Ég missti af leiknum. Djöf.. langaði mig að sjá hann. Hvernig voru nýju leikmennirnir að standa sig? Verður ekki hægt að sjá highlights af leiknum á youtube eða einhverstaðar

  15. Hvernig í ósköpum er hægt að dæma mark af 3 mínútum eftir að það er skorað og dæmt gilt? Ekki það að ég hefði viljað að Bremen jafnaði, bara ótrúlegt að eitthvað slíkt sé hægt en kannski má allt í vináttuleikjum 🙂

Spurning dagsins

Liverpool 3 – Werder Bremen 2 (uppfært)