Spurning dagsins

Spurning dagsins er nýr og skemmtilegur liður hérna á Liverpool blogginu.

Spurning dagsins er svo hljóðandi

Hver skoraði fleiri mörk í Copa America árið 2007?

– Carlos Tevez
– Javier Mascherano

P.S. getur einhver bent mér á vefsíðu þar sem maður getur sett upp kannanir á einfaldan hátt til að birta á bloggi?

17 Comments

  1. hvað með Liverpool-Auxerre á föstudaginn, verður hann sýndur einhversstaðar??

  2. Frábær spurning dagsins! Mascherano kemur sterkur út úr þessari keppni. (þrátt fyrir að ég hafi verið dálítið hissa á leik Argentínumanna í úrslitunum … )

  3. Í sambandi með leikinn á morgun. Veit einhver hvort hægt sé að horfa á eurosport á netinu eða einhvern annan miðil sem sýnir leikinn.

  4. Því miður er ég svona data-nörd. Ég skal athuga hvort að ég geti ekki fundið eitthvað eða kannski búið eitthvað til fyrir Word-Press.

  5. Samt er sagt í dagskránni á Eurosport sem ég er með á Skjánum þeas ADSL sjónvarpinu að leiknum er sjónvarpað frá klukkan 18:15 til 20:15….
    Skoðiði þetta allir sem eru með Eurosport á Skjánum , bara þannig að ég sé ekki að fara með neinar fleypur….

Heinze vill fara / Jerzy

Æfingaleikir Liverpool á næstunni.