Liverpool 3 – Werder Bremen 2 (uppfært)

Liverpool vann í kvöld Werder Bremen 3-2. Rauða eldingin skoraði eitt mark og Voronin skoraði TVÖ MÖRK. Ég sem hélt að hann ætti ekki að geta nokkurn skapaðan hlut.

Liverpool byrjaði svona:

Carson, Hobbs, Hyypia, Paletta, Finnan, El Zhar, Gerrard, Riise, Pennant, Crouch, Voronin (captain).

Bekkur: Agger, Babel, Kuyt, Benayoun, Carragher, Darby, Arbeloa, Torres, Mihaylov, Alonso, Sissoko

Nú sá ég ekki leikinn og ég held að enginn af okkur bloggurunum hafi séð hann (Aggi ætlaði að reyna, en hann var í einhverju basli). En endilega notið ummælin til að segja okkur hinum hvernig leikurinn var.


Uppfært (Aggi): Liverpool vann í kvöld Werder Bremen í æfingaleik sem fram fór í Sviss 3-2 eftir að staðan var 2-1 í hálfleik. Vegna tæknilegra vandamála þá sá ég einungis síðasta hálftímann. En ég reyni að gera leiknum eins góð skil og kostur er.

Byrjunarliðið í fyrri hálfeik: Carson, Riise, Hyppia, Paletta, Finnan – El Zhar, Gerrard, Hobbs, Pennant – Crouch, Voronin.
Byrjunarliðið í seinni hálfeik: Carson, Arbeloa, Carragher, Agger, Darby – El Zhar, Sissoko, Alonso, Benayoun – Kuyt, Voronin.

Aðrar skiptingar: á 63 mín kom Torres inná fyrir Voronin og á 73 mín kom Babel inná fyrir El Zhar

Mörkin: Vornin (3 mín.), Riise (13 mín.) – Voronin (60 mín).

Maður leiksins (skv. official síðunni): Voron

Af því sem ég sá þá var ekki hátt tempó í leiknum og en samt klárt að Liverpool var mun betra. Voronin skoraði sitt annað mark í leiknum á 60 mín. með góðu skoti en hafðu stuttu áður lagt upp gott færi fyrir Kuyt. Svo virðist sem þessi úkraníski landsliðmaður ætli að smellpassa inní leikstíl Liverpool og lofar hann gríðarlega góðu. Ég náði einnig að sjá “debut” leik Benayoun, Torres og Babel. Þeir komust allir ágætlega frá sínu og hefði Torres auðveldlega getað skorað 2 mörk í leiknum. Hann virðist vera duglegur að koma sér í marktækifæri sem og að spila boltanum á samherja. Babel fékk einungis um korter til að sýna sig en sýndi ágætis takta.

Ég sá öll mörkinn í endursýningu og skoraði Voronin fyrsta markið í tómt markið eftir (sem mér sýndist) góðan samleik. Riise setti síðan annað markið með þrumuskoti sem markvörður Werder Bremen náði ekki verja. Seinni mark W. Bremen kom eftir slappa tæklingu Agger og var það sjálfsmark Darby en hann átti samt enga sök á því.

Sem sagt allir nýju leikmennirnir okkar eru búnir að spila sínar fyrstu mínútur fyrir Liverpool. Það var flott að sjá Torres í Liverpool treyjunni.

Hérna er nánari lýsing á leiknum frá official síðunni: VORONIN OFF THE MARK AS REDS BEAT BREMEN

Og þeir sem sáu allan leikinn mega endilega tjá sig í kommentunum um leikinn.

19 Comments

 1. Voronin komst inní sendingu í öftustu línu hjá Bremen, fór framhjá markverðinum og skoraði. Riise skoraði úr aukaspyrnu af ca 30 metra færi. Voronin skoraði annað mark sitt eftir stungusendingu frá Xabi Alonso.

 2. Sá nú ekki nema síðustu 25 mínúturnar og það sem “stakk” mig var að Sissoko klikkaði varla á sendingu. Haldiði að hann hafi verið að æfa sig í sumar drengurinn 🙂

 3. Ég sá nú reyndar ekki leikinn en hlustaði á hann á lfc.tv og Liverpool stjórnaði leiknum gjörsamlega, og heyrðist mér á þeim sem lýstu leiknum að allir nýju, þ.e.a.s. yossi, Torres, og babel höfðu allir komið mjög vel út. Maður getur ekki annað en verið gríðalega spenntur fyrir komandi tímabili. Ég spái öðru sæti í vetur og fyrsta sæti tímabilið eftir það, og svo að sjálfsögðu verðum við eitt af aðalliðunum í CL. Forza Liverpool.

 4. Kominn tími á að kommentera á þessa síðu!!

  Ég horfði á þennan leik á Eurosport í Danmörku þar sem ég er nú staddur. Mark Voronins kom eftir slaka þversendingu varnarmanns, sem markaskorarinn komst inn í. Vel lesið hjá honum. Jöfnunarmark Werder Bremen virðist hafa komið eftir einhvern sofandahátt hjá Finnan. Í það minnsta var Pennant að elta manninn sem gaf fyrirgjöfina. Sá sem fékk þá fyrirgjörf skaut í slá og sóknarmaður fylgdi á eftir og skoraði. Riise skoraði svo með frábærri aukaspyrnu. Í seinni hálfleik skoraði svo Voronin aftur en Werder Bremen minnkaði svo muninn sex mínútum fyrir leikslok.

  Það sem stendur upp úr er frábær frammistaða Voronin, sem er þægilegur höfuðverkur fyrir Benítez. Pennant átti einnig algjöran stjörnuleik í fyrri hálfleik, og þá skipti engu hvort hann spilaði á hægri eða vinstri kantinum. Hinir nýju mennirnir – Benayoun, Torres og Babel – stóðu sig allir með prýði. Ég varð hins vegar fyrir vonbrigðum með Nabil El-Zhar, sem spilaði á vinstri kantinum frá upphafi þar til rúmt korter var eftir. Hann komst aldrei í takt við leikinn. Flestir aðrir leikmenn átti svo aðeins í meðallagi góðan leik.

  En sigur er alltaf sigur!

 5. sammála síðasta ræðumanni. sá leikinn allan.og gaman að sjá Torres og babel í rauðu teyjunni og ps Benayoun var nokkuð góður.

 6. Liðið lítur gríðarvel út fyrir komandi tímabil. Leist vel á það sem ég sá af Torres. Einnig fannst mér Pennant og Sissoko flottir. Pennant hefur verið í fantaformi í þeim æfingaleikjum sem ég hef séð hann í. Finnst líka Arbeloa vera að stimpla sig inn fyrir seasonið í þessum leikjum.

  Reyndar skoruðu WB mark sem dómarinn gaf en virtist vera klár rangstaða. Það var síðan vera tekið af síðar í leiknum og töflunni breytt úr 3-2 í 3-1. Nokkuð undarlegt atvik fannst mér.

 7. Ánægður með okkar menn. En væri einhver til í að smella in link af youtube af mörkunum, það væri flott

 8. Leiknum stjórnaði Liverpool að mest leiti góður sigur og vonandi lofar góðu.En það átti ekki að vera vandamál að sjá leikinn hann var á eurosport 1 ….

 9. Sá leikinn á netinu, missti reyndar af fyrstu 20 min en sá öll mörkin. Voronin var klárlega maður leiksins, gríðarlega duglegur og snjall að stinga sér, mjög erfitt að dekka. Hefði svo auðveldlega getað skorað þrennu. Torres flottur, óheppinn að skora ekki og lagði upp eitt dauðafæri, spilaði ekki nema 25 min. Alonso lagði upp eitt, var gríðarlega öruggur, Pennant með flotta spretti, en maður minn Sissoko, þarna þekkti maður kauða aftur, spilaði seinni hálfleikinn, vann 18000 bolta og átti ekki eina feilsendingu 🙂 Babel og Youssi virkuðu sprækir. Varnarlega oft verið betri en hverjum er ekki sama. Voronin humm, voru ekki sumir frekar ósáttir með þennan “meðalmann”! Hann fer amk vel af stað drengurinn 🙂

 10. Voronin, Torres og Benayoun stóðu sig allir ágætlega en Babel fékk aðeins korter og náði ekki að sýna mikið á þeim stutta tíma, fær líklega meiri tíma gegn Auxerre á föstudaginn til að sanna sig

 11. Gaman að horfa á samantektina úr leiknum. Verð að segja að ég átti ekki von á miklu frá Voronin en hvað sem verður þá byrjar drengurinn mjög vel í æfingaleikjunum og virkar sannfærandi. Svo frábært að sjá Torres í rauðu treyjunni, hefði bara mátt setja hann. Vörnin dálítið gloppótt hjá okkur miðað við svipmyndirnar en það smellur allt enda verið að skipta mikið og prófa hluti. Lýst vel á þetta season.

 12. Sá leikinn allan á Eurosport. Það sem kom alveg rosalega á óvart var hversu rosalega stapíll Sissoko var. Ég sendi félaga mínum SMS meðan á leik stóð þar sem ég spurði “Hvaða miðjuvallargenerall er þessi svarti þarna”. Hann stóð sig einfaldlega frábærlega og stjórnaði svæðinu alveg gjörsamlega. Það sem var best við hann voru hreyfingarnar. Um leið og félagi var kominn í bobba þá var hann mættur til þess að hjálpa og stjórna spilinu í framhaldinu.
  Þetta var nú enginn stórleikur. Frekar daufur, enda við því að búast. Yossi kom inn á í seinni hálfleik og stóð sig mjög vel. Skapaði virkilega hættu og setti krossa inn sem hefðu átt að enda í mörkum. Babel kom svo inn á en sýndi nú eitthvað lítið, enda fékk hann nú ekki mikinn tíma og greinilegt er að það þarf að spila hann inn í liðið. Hann átti t.d. eitthvað af spili saman með Alonso sem ekki gekk, en greinilegt er að hann vill spila stuttar sendingar til miðjumanna frá kantinum til þess að losa sig. Svo sem ekkert að því að koma smá hollenskum stíl inn í Liverpool. Svo kom Torres inn á. Benitez gaf honum nú ekki mikinn tíma á vellinum. Hann átti samt 3 moment á þessum stutta tíma. Í fyrsta berst hann um boltann við þrjá varnarmenn við útlínu markteigsins og það munaði hársbreidd að hann kæmist í gegn. Svo á hann kross inn í markteig eftir að hafa rústað varnarmanni á hægri kantinum. Þriðja momentið á átti hann fínt hlaup inn í sendingu og skot á mark sem svo slefaði framhjá markinu.
  Maður leiksins alveg án efa Sissoko. Undur leiksins Voronin. Hann virðist vera alveg gríðarlega synchronized með miðjuvallarleikmönnunum. Kemur með hlaup inn fyrir varnirnar sem eru alveg 100% tímasett. Maður fer að velta fyrir sér hvort að hann skori meira en 15 mörk í vetur og gæti orðið undrakaup Benitez núna í sumar.
  Vörnin var mjög titrandi. Það var náttúrulega verið að spila með nýja menn en varnarmennirnir okkar voru nú líka eitthvað smá sofandi stundum því það var nú eitthvað lítið að gera.
  Fyndnasta momentið í leiknum kom þegar Bremen “skoraði” mark sem fyrst var dæmt á en síðan dregið tilbaka. Bolti sem Bremen sendir inn fyrir vörn Liverpool lendir á manni sem er cirka 10 metra fyrir innan vörnina. Línudómari heldur að boltinn hafi lent í Carragher á leiðinni og vill ekki dæma rangstöðu. Varnarmenn Liverpool standa og horfa á manninn skora og ég hélt í nokkurn tíma að markið yrði dæmt. Það var dregið tilbaka og Carra hrysti bara hausinn.

 13. Dagur sagði:

  “Undur leiksins Voronin. Hann virðist vera alveg gríðarlega synchronized með miðjuvallarleikmönnunum. Kemur með hlaup inn fyrir varnirnar sem eru alveg 100% tímasett. Maður fer að velta fyrir sér hvort að hann skori meira en 15 mörk í vetur og gæti orðið undrakaup Benitez núna í sumar.”

  Við skulum róa okkur aaaðeins. Undrakaup sumarsins? Þegar Voronin-kaupin voru fyrst staðfest voru menn ósáttir við metnaðarleysið hjá Rafa að kaupa ekki bara stórstjörnur. Nú skorar hann tvö (góð) mörk í æfingaleik og þá vilja menn meina að hann sé að fara að berjast um markakónginn í Englandi.

  Slökum á. Það síðasta sem þessi gæji þarf eru stjarnfræðilega háar væntingar. Hann er að byrja vel, en þetta eru bara æfingaleikir og það eru ennþá fjórar vikur í mót. Öndum nú aðeins rólega. 🙂

  Það var annars gaman að sjá þessar klippur úr leiknum hér að ofan. Náði ekki að horfa á hann í gær og e-Season-pakkinn er í rugli og vill ekki sýna mér það besta úr leiknum. En miðað við það sem maður les virðist Benayoun hafa komið ferskur inn, og það var jú stjörnugaman að sjá Torres, þó ekki sé nema bara rétt að hreyfa sig í Liverpool-búningnum. Ég trúi því varla ennþá að þessi gæji sé orðinn Liverpool-maður. 🙂

 14. Nokkuð skemmtilegur leikur bara, ætlaði að henda inn leikskýrslu í morgunsárið þar sem ég gat það ekki í gær, en það er búið að summera þetta svo vel upp hérna að ég ætla mér að láta nægja að henda minni umsögn um hvern og einn leikmann hérna í kommentunum. Voronin klárlega maður leiksins að mínum dómi, en Sissoko var close call og nú þekki ég þann sykurpúða á ný. Varla sendingarklikk hjá honum og var hann algjörlega ofvirkur að vanda. En að einstaka leikmönnum:

  Carson: Rólegur dagur hjá Carson og þurfti hann fyrst og fremst að hirða boltann úr netinu og lítið hægt að kenna honum um mörkin tvö.

  Riise: Skoraði mark, en alvöru markvörður hefði nú sett það skot í horn í það minnsta. Annars afar rólegur eins og aðrir varnarmenn liðsins.

  Hyppia: Engin mistök hjá gamla manninum og var líklega okkar stöðugasti varnarmaður í leiknum.

  Paletta: Ég er alveg á því að þessi strákur hefur potential, held að það sé engin spurning um það. Hann er ennþá bara allt of villtur. Lenti samt ekki í neinum teljandi vandræðum í dag, hefði þó mátt loka betur á sinn mann í fyrra markinu.

  Finnan: Hinn mjög svo stöðugi Finnan átt mesta sök á fyrra marki Bremen, þar sem hann hleypti sínum manni inn fyrir sig. Virkar vel sóknarlega með Pennant fyrir framan sig.

  El Zhar: Var fyrir vonbrigðum með kappann. Fékk lengstan spilatíma en gerði líklega minnst af öllum. Svona kjúklingar verða að nýta svona tækifæri betur á að þrýsta sér nær aðalliðshópnum.

  Gerrard: Standardinn er hár hjá þessum kappa. Nokkrir boltar sem hann hefði étið með grimmd sinni í venjulegum leik. Finnst hann samt miklu, miklu ferskari nú en á undirbúningstímabilinu í fyrra (þó ég hafi bara séð hann í einum hálfleik) og það boðar bara gott.

  Hobbs: Leist vel á þennann strák í leiknum. Var öruggur í sínum aðgerðum og var eilítið of seinn í eitt skipti þegar hann fékk stungu inn fyrir vörnina en áttaði sig seint. Þrátt fyrir að vera miðvörður, þá fannst mér hann komast vel frá miðjuslagnum og skýldi miðri vörninni vel.

  Pennant: Þessi strákur á eftir að verða öflugur í vetur. Hann á afskaplega auðvelt með að hrista af sér bakverði og koma með fína krossa inn. Var virkilega líflegur í leiknum og var næst besti leikmaður liðsins í fyrri hálfleik:

  Crouch: Kallinn virkaði þungur og skapaði litla hættu. Sé samt alveg fyrir mér að við gætum séð lið með hann og Voronin saman í framlínunni í vetur. Þeirra spilastíll hentar hvorum öðrum vel þar sem sá síðarnefndi tímasetur hlaup sín inn fyrir afar vel. Crouch er þó ávallt ógn fyrir varnarmenn þó svo að hann snúi baki í markið.

  Voronin: Maður leiksins. Ekki bara sívinnandi út um allt, heldur var hann með frábærlega tímasett hlaup, vakandi fyrir öllum mistökum andstæðinganna og það sem mér fannst flottast, þá var hann að finna félaga sína vel með góðum sendingum. Frábær all around frammistaða og þó svo að þetta sé “too early to judge” þá finnst mér engu að síður hann hafa nú þegar sýnt að það er mikið spunnið í þennann leikmann og þarna séum við með afar öflugan “fjórða” framherja. Vel tekin mörk og greinilega góður klárari þar sem yfirvegunin var mikil í afgreiðslunum.

  Arbeloa: Virkaði mjög frískur á mig og var bara einnig sprækur fram á við þrátt fyrir að vera vinstra megin. Er ekkert í vafa með að þetta voru kjarnakaup á varnarmanni sem getur spilað allar stöður í vörninni með sóma.

  Carragher: Ryðgaður. Vantar samt ekki hugarfarið á þessum bænum og í þessum mikla vináttuleik var hann búinn að næla sér í gult spjald nokkrum mínútum eftir að hann kom inná. Hafði engu að síður ekki mikið að gera frekar en aðrir í vörninni.

  Agger: Átti mark númer tvö skuldlaust, misreiknaði sig þar. Annars bara sama og með aðra varnarmenn liðsins.

  Darby: Var virkur fyrst eftir að hann kom inná, en þarf greinilega á sjálfstrausti að halda innan um allar stjörnurnar. Veit ekki hvort seinna markið er skráð á hann, en ef svo er, þá átti hann allavega enga sök á því. Barðist vel.

  Sissoko: Frábær. Tæklingar vel tímasettar, varla feilsending, út um allt og barðist eins og ljón og hélt boltanum vel. Virkilega impressive frammistaða hjá honum og það verður sko barátta í vetur um miðjustöðurnar ef hann hefur æft sínar sendingar í sumar og þetta gefur einhver fyrirheit um það sem koma skal.

  Alonso: Ekki langt að baki Momo. Ef þú gefur þessum dreng rými, þá er komin stórhættuleg sending. Alltaf jafn yfirvegaður og stýrir spilinu mjög vel.

  Benayoun: Kom inná með mikinn kraft og stóð sig vel í sínum fyrsta leik. Þvældi mótherja sinn fram og aftur og virkaði afar duglegur og fylginn sér. Það voru einmitt atriði sem höfðu gagnrýnt hann eilítið fyrir hjá West Ham.

  Kuyt: Virkaði mjög þungur. Átt eitt gott skot á markið sem var vel varið, en ég vona að Rafa nái upp ferskleikanum hjá honum sem fyrst, því ég er viss um að hann og Torres eiga eftir að ná vel saman. Eins og hjá Voronin/Crouch, þá held ég að spilastíll Torres og Kuyt henti mjög vel fyrir þá saman.

  Torres: Ekki lengi inná, en náði samt engu að síður að sýna okkur smá dæmi um það sem gerði okkur svona spennt fyrir komu hans til liðsins. Við höfum ekki verið með jafn technically gifted framherja í okkar röðum svooooooooooooooooooooo lengi. Hefði vel getað skorað 2 mörk.

  Babel: Var ennþá styttra inná, en náði að sýna nokkur góð tilþrif engu að síður.

  All in all, fínn sígur og mun betra start á undirbúningstímabilinu heldur en á síðasta tímabili. Þó svo að það telji akkúrat ekki neitt þegar alvaran byrjar, þá hlýtur það engu að síður að vera jákvætt að menn virðast vera koma betur undan sumarfríi en áður (kannski vegna þess að menn fengu varla sumarfrí áður).

Æfingaleikir Liverpool á næstunni.

Markaðsmál