Liðið gegn Portsmouth

Jæja, menn hafa eflaust beðið einstaklega spenntir eftir þessari liðsuppstillingu hans Rafa með hliðjsón af veseninu í kringum miðjuna okkar. Jæja, svona lítur þetta út:

Reina

Finnan – Hyypiä – Agger – Riise

Pennant – Gerrard- Carragher – Garcia

Crouch – Kuyt

Þetta er nákvæmlega einsog ég hefði stillt liðinu upp. Mér líst vel á þetta miðað við ástandið í liðinu. Eigum við ekki að segja að Liverpool vinni þetta og Carragher skori eitt og Garcia annað (það er nú einu sinni miðvikdagskvöld!).

Bekkurinn er skrautlegur. Það sem vekur mesta athygli er að hinn marokkóski [Nabil El Zhar](http://www.kop.is/gamalt/2006/10/04/7.36.47/) er á bekknum. Með honum eru hinir reyndu Dudek og Fowler og svo Guthrie og Paletta. Það verður allavegana fróðlegt ef að Rafa notar meira en eina skiptingu í kvöld!

Koma svo!

4 Comments

  1. 😡 Það verður fróðegt að sjá hvernig menn ætla að afsaka framistöðuna hjá benites og co í kvöld 😡 😡 😡

  2. Þetta er allt í góðu! Við hefjum bara löngu sigurgönguna okkar í næsta leik, ekki satt?

    Spilamennskan er afar slök og það sjá allir. Við þurfum bara að horfast í augu við það, hvort sem við vinnum 1-0 eða gerum 0-0 jafntefli. Spilamennskan þarf að batna og það sem allra fyrst. Það vantar vilja, kraft, hungur og baráttu í okkar menn.

    Lengi getur vont versnað.

  3. 😡 Það verður fróðegt að sjá hvernig menn ætla að afsaka framistöðuna hjá benites og co í kvöld 😡 😡 😡

Bellamy saklaus!

L’pool 0 – P’mouth 0