Bellamy saklaus!

Craig Bellamy hefur verið [dæmdur saklaus](http://news.bbc.co.uk/2/hi/uk_news/wales/6157425.stm) af kærum um að hafa ráðist á tvær konur í Wales.

Mér hefur ekki þótt við hæfi að kommenta á þetta mál, þar sem maður hefur enga hugmynd um hvað hefur gerst, en það er svo sannarlega ánægjulegt að Bellamy hafi verið dæmdur saklaus. Það er ekki nokkur einasti vafi í mínum huga að þessar kærur hafa haft áhrif á það hvernig Bellamy hefur spilað fyrir Liverpool hingað til.

Það er vonandi að vandamálum Bellamy utan vallar sé hér með lokið.

4 Comments

 1. Vandamálum Bellamy utan vallar er aldrei lokið. Það eitt er víst, en gott mál hann var sýknaður, ég hef persónulega trú á þessum manni.

 2. Craig Bellamy er þrátt fyrir allt bara 27 ára gamall. Hann er núna kominn til uppáhaldsliðs síns. Ég leyfi mér að vonast til að hann taki sig núna saman í andlitinu.

  Í fyrra var hann betri í ensku deildinni en Peter Crouch, en hann hefur ekki náð að fylgja því nógu vel eftir hjá Liverpool. En það er vonandi að þetta lagi eitthvað.

 3. Það að hann sé kominn til uppáhaldsliðs síns þýðir ekkert endilega að hann verði frábær. Miðað við það sem ég sá af honum í Newcastle og svo Blackburn, þá finnst mér eins og eitthvað sé að aftra honum frá því að spila sinn eðlilega leik hjá Liverpool. Spurning hvort það sé taktíkin hjá Benitez eða eitthvað annað, maður veit ekki.

  Hann hefur ekki þreytu eftir HM sem afsökun fyrir formleysi (eins og nánast allir leikmenn í EPL virðast nota, þótt þeir hafi kannski bara horft á af bekknum eða heima í stofu), og hefur nánast verið laus við meiðsli. Kannski hentar það Bellamy illa að vita aldrei hvort hann fái að spila næsta leik eða ekki, hefur alltaf verið automatic first choice í fyrri liðum.

  Eitt er víst, að Bellamy var frábær leikmaður í Norwich, Newcastle og Blackburn, en er því miður ekki búinn að vera neitt spes í Liverpool, sem er nú samt best af áðurnefndum liðum.

  Tek undir með síðasta ræðumanni, að það er vonandi að leikur hans lagist eitthvað eftir þennan sýknudóm.

 4. >Það að hann sé kominn til uppáhaldsliðs síns þýðir ekkert endilega að hann verði frábær.

  Það var ekki það sem ég var að tala um. Ég var frekar að tala um að koman til Liverpool myndi hafa jákvæð áhrif á hann sem **einstakling** en ekki bara sem leikmann.

Nokkrir punktar

Liðið gegn Portsmouth