Juventus, Fiorentina og Lazio niður um deild

Gazetta della sport (sjá [frétt Guardian](http://football.guardian.co.uk/continentalfootball/story/0,,1820567,00.html)) heldur því fram að Juventus, Fiorentina og Lazio verði öll dæmd niður um deild, en tilkynnt verður um niðurstöðu ítölsku rannsóknarinnar seinna í dag.

AC Milan mun halda sæti sínu, en missa stig og mun ekki keppa í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Þetta gæti haft afleiðingar fyrir Liverpool. Fyrir það fyrsta er spurning um hvað gerist með Meistaradeildarsætið, en Liverpool er hæst skrifað af þeim liðum sem fara ekki beint inní Meistaradeildina.

Svo hefur Liverpool verið orðað við allavegana þrjá af leikmönnum Juventus. Mest hefur verið talað um hægri kantmanninn Mauro Camoranesi, sem var fyrst bendlaður við okkur [fyrir um mánuði](http://www.kop.is/gamalt/2006/06/10/16.10.41/) – en einnig hefur verið talað um Zlatan og Trezeguet. Ég er t.d. viss um að Zlatan og Craig Bellamy gætu orðið perluvinir. 🙂

Guillem Balague, sem skrifaði m.a. [A season on the brink](http://www.amazon.co.uk/exec/obidos/ASIN/0297852442/qid=1152890216/sr=1-1/ref=sr_1_2_1/202-3520571-8475844) um fyrsta ár Rafa Benitez heldur því fram að [Rafa sé að horfa til framherjanna hjá Juve](http://www.fansfc.com/frontpage/frontpagenews.asp?newsid=155144):

>?There’s been some names linked from the Spanish La Liga, but there are some other players from Juventus and that includes Zlatan Ibrahimovic and David Trezeguet. Rafa is thinking or waiting to see what happens to them before he tries to get them.?

Væri það ekki snilld?

Það verður allavegana athyglisvert að fylgjast með þessum málum.

16 Comments

  1. Plís ekki Zlatan. Einn ofmetnasti fótboltamaðurinn í boltanum í dag.

    Er latur og gerir lítið fyrir liðið og það er ekki eins og hann bakki það upp með mörkum. Síður en svo.

  2. Tek eiginlega undir með Gelgju. Eins hæfileikaríkur og Zlatan er, þá er ekki nokkur séns að ég sjái hann geta unnið undir stjórn Rafa Benítez, þar sem hann þyrfti að setja liðið sitt í algjöran forgang og kyngja talsvert miklu stolti. Ég held hann hafi bara ekkert að gera í Liverpool.

    Trezeguet og Camoranesi væri ég helst til í að fá, sérstaklega þar sem þeir yrðu ódýrari kostir en Zlatan og í þær stöður sem við þurfum leikmenn í, hægri kant og framherja. Auðvitað væri ekkert ónýtt að fá Cannavaro eða Zambrotta, já eða Nedved, en það eru bara draumórar eins og er.

    Annars verður þetta gríðarlega áhugavert fyrir okkur sem erum hlutlaus að fylgjast með þessu. Hvað ætli Real Madríd kaupi margar af þessum Juve-hetjum? Ég spái því að þeir taki Vieira, Cannavaro, Nedved og Zlatan til sín, á meðan Internazionale hirði Luca Toni og bestu menn Lazio.

    Zambrotta fer svo til Arsenal eftir að Chelsea kaupa Ashley Cole, Buffon fer til AC Milan og svo kaupum við Camoranesi og fáum Trezeguet að láni í eitt ár. Hef það eftir öruggum heimildum. :laugh:

  3. Þar sem ekki er verið að refsa Ítölskum liðum í heild sinni, heldur er þetta bara innandeildarmál hjá Ítölum. Mundi ég halda að það lið sem var næst á eftir AC Milan í deildinni taki þeirra sæti í Meistaradeildinni..
    Því Ítalir eru ekki að missa CL sæti einungis AC Milan..

  4. Já, þau fara eflaust til annarra liða. En hvernig ætlarðu að réttlæta það að liðin í 5-6 sæti í ítölsku deildinni fari beint í riðlakeppnina á meðan að Liverpool þarf að fara í gegnum undankeppnina?

    Annars vinnur UEFA á óskiljanlegan hátt (sbr. dæmið með Liverpool í fyrra), þannig að ég veit ekki.

  5. Zlatan er einhver skelfilegasti leikmaður nútímans. Hann er löt ofmetinn stjarna sem hrífur Rafa nákvæmlega ekki neitt. Spurning með Trezeguet, hann var frábæri fyrir 5-6 árum síðan en eftir það hefur hann aldrei verið upp á sitt besta.

    Ég myndi ekki gráta það að fá Luca Toni, Zambrotta og Nedved samt sem áður.

  6. Zlatan er einhver skelfilegasti leikmaður nútímans. Hann er löt ofmetinn stjarna sem hrífur Rafa nákvæmlega ekki neitt. Spurning með Trezeguet, hann var frábæri fyrir 5-6 árum síðan en eftir það hefur hann aldrei verið upp á sitt besta.

    Ég myndi ekki gráta það að fá Luca Toni, Zambrotta og Nedved samt sem áður.

  7. Jæja þar sem dómurinn hefur nú verið kveðinn þá er eitt sem ég er að velta fyrir mér. Juve, Lazio og Fiorentina voru dæmd niður um deild vegna þess að þau hægræddu úrslitum í Serie A og ég veit ekki betur en Juve haldi sæti sínu í Meistaradeildinni. En AC Milan fá ekki að vera með í Meistaradeildinni á þessu ári en halda sæti sínu í Serie A. Og þá hlýtur maður að velta fyrir sér hvort þeir hafi hagrætt úrslitunum í Meistaradeildinni. Það væri gaman að vita það, sérstaklega í ljósi þess að Liverpool vann þá í úrslitum Meistaradeildarinnar 2005…muna ekki allir eftir því? :biggrin:

  8. Það var rangt hjá mér, Juve verða ekki með í Meistaradeildinni….ekki er það verra

  9. Það verður verulega athyglisvert að sjá hvernig mál þróast hjá Juve. Sumir leikmenn þeirra höfðu sagt að þeir myndu halda áfram þrátt fyrir fall… en -30 stig er svakalegt, ekki mögulegt að fara upp næsta tímabil. Liðið mun leysast upp með einu og öllu, staðreynd og ekkert annað. Það verður veisla fyrir önnur lið að sópa að sér mönnum þeirra.

    Eins og Kristján sagði að þá munu Real setja í gírinn núna og gera pakkatilboð í Juve menn. En það er vitað mál að það verður ekki nein Leeds útsala hjá Juve, menn verða seldir í hærri kantinum.

    Vonum bara að Liverpool geti náð einhverjum. Þó er það væntalega draumur einn, en þó ekki nema menn eins og Camoronesi sem væri flottur á okkar hægri og svo Trez í sóknina. Trez hefur átt í smá vandræðum með meiðsli á síðust tveim tímabilum en var frábær fram að því og reyndar þegar hann spilaði á síðasta tímabili.

  10. Þetta er svakalegur dómur fyrir Juve. Liðið byrjar með 30 stig í mínus, sem er ekkert smáræði. Ekki möguleiki að vinna sig upp í Serie A fyrr en tímabilið 2007-2008 og ekki möguleiki að spila í Meistaradeild fyrr en fyrsta lagi tímabilið 2008-2009.

    Það eru flestar stjörnunar á förum frá liðinu. Ungmennafélags andinn er löngu dauður og enginn svo fórnfús að standa í svona vitleysu!

    Það er forvitnilegt að skoða hvaða lið taka sæti í Meistaradeildinni en það eru þá Inter, Roma, Chievo og Palermo. Ennfremur verður forvitnilegt að fylgjast með toppbaráttunni í Serie A. Ætli Inter eigi loksins séns 😉

  11. Var bara að velta fyrir mér hvort menn séu að gleyma að það er fullt af stórefnilegum leikmönnum í þessum liðum, ekki bara stórstjörnur. Spurning hvort að Benitez líti ekki aðeins dýpra í leikmannahópana og nái einhverjum af þeim á meðan slagurinn um risana stendur yfir?

    Það eru t.d. leikmenn eins og Bojinov, Pazzini, Chiellini og Pandev, ásamt reyndari leikmönnum s.s. Zebina (nóg höfum við verið orðaðir við hann), Fiore, Jörgensen, Ujfalusi, Kovac, Thuram og Del Piero.

    Sumir eru kannski komnir á seinni hluta ferilsins en ekki má gleyma því sem Didi Hamann og Gary Mac gerðu fyrir okkur. Bara smá pæling því mér finnst allir vera að gleyma sér svolítið yfir þessum stjörnufans.

  12. Ég hef verið að velta einu fyrir mér. Þessi lið eru dæmd fyrir að hagræða úrslitum! Þýðir það ekki að leikmenn liðanna hafi verið viðriðnir svindlið????? Er hægt að hagræða úrslitum öðruvísi en að leikmenn taki þátt??

    Hvernig gengur þá slíkt fyrir sig? Ætlar einhver að telja mér trú um að stórstjörnurnar láti hóta sér til hlýðni eða láta þær múta sér?

    Ég er bara ekki alveg að fatta þetta dæmi allt saman. Kannski einhver geti útskýrt málið fyrir mér? Því ef það er þannig að leikmenn hafi verið “in on it” þá hef ég í það minnsta engan áhuga að fá slíka leikmenn til Liverpool þrátt fyrir að ég dáist að knattspyrnuhæfileikum manna eins og Cannovaro og Camoronezi (afsakið ef nöfin eru ekki rétt stafsett..:-)

  13. Ég held að leikmennirnir hafi ekkert verið viðriðnir málið. Allavega hefur enginn þeirra verið kallaður inn til yfirheyrslu. Málið snerist um það að ráðamenn þessa fjögurra liða höfðu reglubundið samband og samráð við spillta yfirmenn dómaramála á Ítalíu, og reyndu að hafa sömu áhrif meðal dómara í Evrópukeppnum.

    Setjum þetta upp í dæmi:

    Vorið 1998 mættust Juventus og Internazionale í leik sem var nánast úrslitaleikur um titilinn það vorið. Undir lok leiksins, sem Inter þurftu að vinna til að geta tryggt sér titilinn, var klárlega brotið á Ronaldo innan teigs en dómarinn dæmdi ekkert. Nú, átta árum síðar, þykir augljóst að þetta atvik, auk margra annarra, féll Juventus í hag vegna þess að dómarinn var spilltur.

    Það kom leikmönnum liðanna ekkert við og ég efast um að leikmaður Juventus hafi vitað af þessu, þetta er bara á milli dómaranna og forráðamanna liðanna fjögurra.

    Þess vegna held ég líka að flestir þessir leikmenn hjá liðunum fjórum geti með góðri samvisku yfirgefið klúbbana sína. Ég meina, forráðamenn Juventus brutu af sér og uppskera fyrir vikið minnst tveggja ára veru í Serie B. En leikmennirnir gerðu ekkert af sér, klúbburinn þeirra sveik þá með svikum og prettum, því ættu þeir að þurfa að vera í Serie B í tvö ár?

    Það kæmi mér á óvart ef Juventus selur ekki a.m.k. 10 leikmenn áður en tímabilið hefst, og að það verði 10 stærstu stjörnurnar þeirra.

  14. Takk Kristján Atli..fyrir gott svar og að “dissa” mig ekki fyrir vankunnáttu mína.. :biggrin2:

    Ég var líka að lesa útlistingu á dómnum á BBC sport og þar kemur þetta fram líka.

    Það er frábært að vita til þess að leikmenn voru ekki viðriðnir þetta bull.

    Ég er eiginlega yfirmig hamingjusamur með það því ég dáðist af ítölunum í þessari heimsmeistarkeppni. Þeir áttu titilinn skilið.

  15. Ég legg það ekki í vana minn að “dissa” fólk fyrir að spyrja einhvers sem það veit ekki. Er sjálfur engin alfræðiorðabók hvað knattspyrnu varðar, þannig að það væri eins og að kasta steinum úr glerhúsi. 🙂

  16. Það sem mér finnst mestu máli skipta er að þetta er vont mál fyrir knattspyrnuna í heild sinni og vonandi hætta spillingamálin fyrir fullt og allt (í landi mafíunnar). Svona mál hafa komið upp áður en aldrei hafa jafnmargir verið viðriðnir spillinguna og svindlið.

    Juve og co. taka út sína refsingu og spurning hvort og hvenær þau standa upprétt aftur eftir þennan dóm.

    Ég vona að flestir leikmenn liðanna verði áfram hjá sínum félögum og komi þeim aftur í fremstu röð.

Speedy og Quickie kynntir í dag

Ítalía: eftirskjálftar gærdagsins