Crouch búinn að skrifa undir (STAÐFEST)

Jæja, þá er það eeeendanlega staðfest: [Peter Crouch hefur skrifað undir 4 ára samning við Liverpool](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149414050720-1435.htm).

Crouch mun vera í [treyju númer 15](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149416050720-1455.htm) og fjandinn hafi það ef að hann reynist okkur ekki betur en síðasti maður til að leika í treyju númer 15, Salif Diao.

Það kemur nú ekki margt merkilegt fram í viðtölum við Crouch eftir undirskriftina. Hann segir í raun alla réttu hlutina, bæði fyrir Liverpool og Southampton menn:

>”I am thrilled to be joining a club as prestigious and successful as Liverpool. Once I heard of their interest in me it was hard not to think about what it would be like to pull on the famous red shirt and play in front of the Kop, but I was also very aware of my responsibilities towards Southampton. After a lot of thought I requested the permission of the Chairman and Board of Directors of the club to talk to Liverpool.”

Rafa er líka voðalega ánægður [með þetta allt](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149409050720-1003.htm).

Peter Crouch er nú orðinn [7. dýrasti leikmaður Liverpool frá upphafi](http://lfchistory.net/stats_transfers_top10_in.asp)!!! !!! !!! Það er ótrúlega magnað að hugsa til þess. Þeir einu, sem eru fyrir ofan Crouch á þeim lista eru Cisse (sem er enn langdýrasti leikmaðurinn), Heskey, Xabi, El-Hadji Diouf, Didi Hamann og Stan Collymore. Ansi skrautlegur listi það.

Það er í raun magnað að hugsa til þess að ef maður skoðar topp 10 dýrustu mennina (Morientes, *Chris Kirkland* og Nick Barmby fylla listann) að í raun hafa bara tveir staðið undir væntingum. Ef ég er grimmur, þá í raun bara einn: **Didi Hamann**. Hinir eru frá því að vera algjört flopp (Kirkland, Diouf) til manna sem voru góðir í stuttan tíma og hurfu svo (Heskey, Collymore, Barmby) og svo manna, sem eiga enn eftir að sanna sig yfir heilt tímabil (Cisse, Moro og Xabi). Já, það borgar sig ekki alltaf að kaupa dýrustu leikmennina. En við skulum vona að Crouch sanni sig.

Þess má geta að Crouch er 27 sentimetrum hærri en Luis Garcia. Ég legg til að þeir standi ekki saman á liðsmyndum 🙂

9 Comments

  1. Vonandi verður hann betri en þarsíðasti nr.15 á sínu fyrsta tímabili.. Þá veðrur kráts mjög góður

  2. mér finnst nú óráðsía að niðurspila crouch, þó svo að hann sé stór og einkennilegur í útliti. sama var sagt þegar rush kom hér margt fyrir löngu, þar sem honum var líkt við hegra og önnur ambögudýr. ég er viss um að crouch á eftir að standa sig, enda hefur hann öflugt vopn í hæðinni auk þess að vera vel spilandi.
    verð á leikmönnnum er auk þess afstætt, þar sem milljónin sem greidd var fyrir ray wilkins hér í denn þótti óhemja, en varla fæst pylsa fyrir það í dag. verð er eitthvað sem áhorfendur ættu ekki að setja fyrir sig, þar sem það er aðeins það sem klúbburinn sér sér fært að sjá af fyrir mannskap…

    áfram peter crouch!

Crouch og Baros

Veðmál um Crouch