Veðmál um Crouch

Bretar hafa húmor. William Hill býður nú uppá [eftirfarandi veðmál](http://www.williamhillmedia.com/index_template.asp?file=4611):

100-1 að Liverpool kaupi á næsta tímabili leikmann, sem er hærri en Crouch (hver kæmi til greina? Þyrfti að koma utan Englands. Er einhver í Evrópuboltanum, sem er hærri en Crouch?)

100-1 að það sjáist í sjónvarpi þegar Crouch reki óvart hausinn í “This is Anfield” skiltið. 🙂

9 Comments

  1. Hehe, gaman að þessu.
    Ég las einhversstaðar að Crouch hafi einungis verið næsthæðsti maðurinn í deildinni á síðasta tímabili, varamarkmaðurinn hjá Portsmouth var víst stærri en hann 😯

  2. ég horfði á einhvern þátt á skjaeinum í vetur og þar var sagt að markvörðurinn sem Manchester UNITED voru að kaupa frá Fulham væri hærri en Crouch.

  3. Neibbs, van der Saar er “bara” 198,5 cm á hæð 🙂

    Ég hef alltaf lesið að Crouch væri sá hæsti, veit ekki hvaða Portsmouth maður þetta er.

  4. Hversu hár er hann þá eiginlega í sentimetrum??

    Ég er tilbúinn að leggja pening á það að hann reki hausinn í This is Anfield skiltið 🙂

  5. Ashdown, hinn ungi markvörður Portsmouth er hærri en Crouch. Eg horfði einmitt á þennan þátt í vor, það var ekkert smá fyndið að sjá svipinn á Crouchy þegar viðmælandinn sagði honum að hann væri ekki hæstur í deildinni. Hann hristi bara hausinn, hló og sagði “really? poor fella…” :laugh:

  6. Samkvæmt tölfræði hjá Premierleague.com, þar sem sjá má hæstu og smæstu leikmenn… þá er Peter Crouch 1,98m ásamt Chris Kirkland, Zat Knight og Stefan Postma.

    Annars er alveg séns að vinna í þessu veðmáli, ef Liverpool myndu kaupa Jan Koller. Hann ku vera 2,02m á hæð . 🙂

  7. Ég veit ekki hvort maður eigi að vorkenna Crouch eða Garcia meira.

    Ætli það verði veðmál 100-1 að aðdáandi LOTR biðji Garcia um áritun frá uppáhaldshobbitanum sínum.

Crouch búinn að skrifa undir (STAÐFEST)

Zaragoza erfiðir yfir Milito