Liðið á móti Villa komið

Jæja, liðið er komið:

Carson

Josemi – Carragher – Pellegrino – Warnock

Nunez – Biscan – Alonso – Riise

Kewell – Cisse

Bekkur: Dudek, Hamann, Baros, Finnan, Hyypia

Þarna eru fjórir ánægjulegir hlutir að mínu mati. Í fyrsta lagi er Josemi orðinn heill af meiðslum og byrjar inná. Það er eflaust fínt fyrir sjálfstraustið hjá honum að fá að spila einn leik svona í lok tímabilsins. Einnig er fínt að sjá Carson í markinu. Mig grunaði það reyndar fyrir leikinn. Þá er spurningin hvort Dudek hafi leikið sinn síðasta leik á Anfield. Ég myndi þora að spá því.

Einnig er mjög gott að sjá að Harry Kewell og Djibril Cisse fá tækifæri til að byrja inná og þar með sanna sig fyrir átökin í Istanbúl.

**Uppfært (Einar Örn):** YES YEEEESS! Djib er búinn að skora tvisvar!!! Ég var einmitt að hugsa fyrir leikinn hversu yndislegt það væri ef að hann og Harry Kewell myndu skora í dag!!! Djib fiskaði vítaspyrnu og skoraði úr henni og svo skoraði hann seinna markið eftir stoðsendingu frá *Josemi*!

2 Comments

  1. Flott þetta Cisse. Svo klúðraði gamli Liverpool-arinn hann Robbie Fowler víti á 90 mín og klúðraði þannig sæti í Evrópukeppni Félagsliða fyrir City.

Aston Villa á morgun

Liverpool 2 – Aston Villa 1