Liverpool 2 – Aston Villa 1

_41147851_cisse270.jpgJamm og jæja, við unnum Aston Villa á Anfield 2-1 í síðasta leik tímabilisins.

Hvað á maður eiginlega að skrifa um leik, sem ég sá ekki?

Allavegana, Djibril Cisse skoraði bæði mörkin, sem eru frábærar fréttir því þetta var í fyrsta skipti, sem hann byrjar inná síðan í október. Hann náði því þeim árangri að skora í fyrsta og síðasta leik ársins í Úrvalsdeildinni. Þar sem að Milan Baros hefur ekki skorað síðan í febrúar, þá eru þetta frábærar fréttir fyrir Rafa Benitez.

Það er líka ánægjulegt að við skulum hafa klárað tímabilið með sigri, þrátt fyrir miklar breytingar á liðinu.

Þannig að við enduðum í fimmta sæti, þrem stigum á eftir Everton, sem töpuðu síðustu tveim leikjum sínum. Ég VISSI að Everton myndi tapa þessum síðustu tveim leikjum, en það var ekki nóg þar sem að okkar menn voru búnir að tapa þessu frá sér.

Allavegana, liðið var svona:

Carson

Josemi – Carragher – Pellegrino – Warnock

Nunez – Biscan – Alonso – Riise

Kewell – Cisse

Við gætum svekkt okkur á því að ef við hefðum bara unnið Birmingham, Southampton, Crystal Palace og öll þessi lið, þá værum við komnir í Meistaradeildina.

En vitiði hvað? Ég nenni ekki að svekkja mig á þessu, því eftir 10 daga þá erum við, **Liverpool**, að fara að spila í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Istanbúl við AC Milan. Það þýðir að við Liverpool aðdáendur höfum engan rétt til að kvarta næstu daga. Við skulum frekar njóta undirbúningsins og vaxandi spennu fyrir þennan stærsta leik okkar í 20 ár.

En deildin er búin í ár. Fimmta sæti er niðurstaðan:

Chelsea 95
Arsenal 83
Man U 77
Everton 61
**Liverpool** 58
Bolton 58
Middlesboro 55
Manchester City 52
Tottenham 52
Aston Villa 47

Við spiluðum 38 leiki, unnum 17, gerðum 7 jafntefli og töpuðum 14 leikjum. Við skoruðum 52 mörk og fengum á okkur 41.

Markahæsti leikmaðurinn okkar í deildinni var Milan Baros með 9 mörk. Leikmenn, sem skoruðu fleiri mörk en okkar markahæsti maður. Meðal annars: **El-Hadji Diouf, Emile Heskey, Robbie Fowler**, Andy Cole, Robbie Keane og Robert Earnshaw

Það er alveg ljóst að þetta ár í deildinni hefur alls, alls, alls ekki verið nógu gott. Frábært gengi í Meistaradeildinni hefur gert þetta ár bærilegt fyrir okkur, en ég er 100% viss um að Liverpool liðið kemur sterkara til leiks næsta vetur.

Þangað til getum við hlakkað til úrslitaleiksins í Meistaradeildinni og viðburðarríks sumars.

Við getum allavegana ekki kvartað yfir því að þetta ár hafi verið viðburðalítið 🙂

9 Comments

 1. Þetta eru góðar fréttir fyrir okkur og liðið. Cisse er byrjaður að skora. Spurning hvort hann hefði ekki náð að skora yfir 10 mörk í deildinni án meiðsla.

  Að sjá hverjir eru búnir að skora meira en okkar markahæsti leikmaður, þetta segjir allt sem segja þarf um tímabilið. Þú nærð ekki árangri í deildinni nema að 2-3 skori yfir 10 mörk á tímabili það er nokkuð ljóst.

  Nú er bara spurning hvort Baros komist nokkuð aftur í byrjunarliðið fyrir úrslitaleikinn í meistaradeildinni??????????????

  Það er rétt hjá þér Einar nú eiga menn að njóta augnabliksins og hugsa jákvætt til næsta leiks. Við erum jú að fara að spila úrslitaleikinn í MEISTARADEILDINNI.

  Kveðja
  Krizzi

 2. Hann hefur skorað 5 mörk í vetur, þar af 4 í deildinni, þrátt fyrir að hafa misst úr rúma 6 mánuði af tímabilinu.

  Ég ætla að gerast svo djarfur að leyfa mér að spá því að Djib hefði náð 20 mörkunum í vetur ef hann hefði verið heill alla leiktíðina. Þannig að ég hef engar áhyggjur af getu hans, okkar maður er kominn aftur!

  Annars er gott að sjá að liðið vann lokaleikinn, og gott að sjá ýmsa gagnrýnda menn á borð við Josemi, Núnez og Pellegrino koma inn í liðið og spila vel. Alltaf gott mál að enda tímabil á jákvæðu nótunum. 🙂

 3. Gott að vinna síðasta leikinn í deildinni, gott að enda tímabilið þar jákvætt. Frábært að Cisse skoraði og sé kominn aðeins í gang fyrir LEIKINN gegn AC Milan.

  Núna eru allar deildir í Evrópu að klárast og það eina sem skiptir máli, stærsti leikur ársins er framundan og við erum þátttakendur í þeim leik! Snilld og ég hlakka til.
  Aggi

 4. Sammála ykkur drengir, nú er þetta deildartímabil að baki og nú er bara að bíða og sjá hvað Rafa gerir í sumar, hann veit hvert vandamálið er og hann mun laga það sem laga þarf.

  Nú er bara að láta sig hlakka til eitt stykki úrslitaleiks í FOKKING MEISTARADEILDINNI. 25.05.05 verður vonandi svona dagsetning sem Poolarar geta sagt eftir ein 20 ár “þennan dag var ég…”.

  Hvar verður þú Einar?

 5. Milan Baros hefur ekki staðið undir þeim væntingum sem maður ætlaðist til af honum, og maður fer kannski að skilja núna af hverju Houllier valdi hann ekki í staðinn fyrir Heskey, út með hann hann getur farið í eitthvert víðavangshlaup einhvers annarsstaðar.

 6. Djibril Cisse á eftir að verða svaðalegur næsta vetur, það er KLÁRT mál eins og maðurinn sagði. “Black Beauty” eða Fagri Blakkur er held ég rétta orðið yfir hann.

 7. 14 töp! W.B.A. var með sextán…. það segir sig sjálft að þetta er óásættanlegt.

  Svo er Everton komið í meistaradeildina á -1 í markatölu!

  Súra deild.

  Strumpakveðjur 🙂

 8. Jammm, magnað þetta með Everton markatöluna. Það segir allt, sem segja þarf um það í hversu miklum sérflokki Arsenal, Man U og Chelsea voru í ár.

  En annars, þá var ég að horfa á leikinn á .tv. Nokkrir punktar: Djib hefði getað skorað 4-5 mörk. Riise, Kewell og Nunez hefðu allir getað skorað. Ef marka má af þessum færum, þá hefði Liverpool auðveldlega getað unnið þetta 5-1. En, samt þá í stöðunni 2-1 þá eiga Aston Villa menn skot í slá. Þannig að þrátt fyrir alla yfirburðina, þá hefðu okkar menn getað tapað þessu niður í jafntefli alveg eins og í fyrri leiknum.

 9. Auðvitað töpuðu Everton síðustu tveimur leikjum sínum, þeir voru búnir að tryggja sig. Ég er ekki viss um að þeir hefðu tapað þessum leikjum ef svo hefði ekki verið. Það verður að líta á hlutina í samhengi.

Liðið á móti Villa komið

Farið hefur fé betra