Búið að selja Man United

Ekki það að ég hafi sérstakan áhuga á eignarhaldi Man U, en Malcolm Glazer er núna [búinn að eignast ráðandi meirihluta í liðinu](http://news.bbc.co.uk/2/hi/business/4540939.stm). Ástæðan fyrir kaupunum samvkæmt BBC: “to exploit the strength of the Manchester United **brand** in the US”. Feitletrun mín.

8 Comments

  1. Ekki að mér sé ekki skítsama um þetta viðbjóðslega lið…en samkvæmt þessu orðalagi þá virðist þetta vera maður sem er að kaupa félagið til að reyna að koma því á framfæri í USA og selja félagið upp í kaupin. Ég mundi vera hræddur ef ég væri aðdáandi þessa viðbjóðslega liðs. *HROLLUR*

  2. Þetta eru vissulega stórfréttir fyrir enska boltann, þótt þetta hafi verið lengi á döfinni og ekki komið manni á óvart, þannig séð. En það sem mér finnst áhugaverðast í þessu öllu er hvaða áhrif þetta hefur á knattspyrnuliðið Man U … vill Glazer breyta einhverju? Verður Ferguson rekinn? Vill hann neyða Ferguson til að taka við bandarískum leikmönnum?

    Það ríkir allavega mikil óvissa hjá Man U í kjölfar þessa frétta, sem er bara ágætt 🙂

  3. Ekki að Liverpool verði verst út úr því, en hver haldiði að verði áhrifin á enska boltann þegar Glazer rífur niður sameiginlega samkomulagið um sjónvarpsréttindi og tekjur.
    Þetta hefur ekki bara áhrif á United…

  4. Þvílíkt ofmat hérna í gangi á því sem þessi kani á að geta gert. Halda menn virkilega að hann geti rifið þetta niður einn tveir og bingó, einn og sér? Þvílíkt rugl og það er verið að búa til þvílíkar grýlur hérna.

    Það er bara að koma í bakið á Man.Utd að þeir fór á almennan hlutabréfamarkað og hefðu átt að gera sér grein fyrir því að einn af ókostunum við það er einmitt sú áhætta að eitthvað svona geti gerst. Svona er bara business í sambandi við félög á hlutabréfamörkuðum. Menn tala mikið um að Glazier þurfi að taka lán fyrir þessu. Surprise, surprise. Halda menn að hann eigi þessa peninga bara cash? Halda menn að Bónus feðgar hafi átt allt cash til fyrir því sem þeir hafa verið að kaupa af stórum fyrirtækjum úti í heimi? Nei, aldeilis ekki.

    Svo heyrir maður það hjá “stuðningsmönnum” Man.Utd (mörgum, ekki öllum) að nú eigi að rífa ársmiðana, ekki mæta á völlinn og hætta að versla varninginn??? Þvílíkir stuðningsmenn segi ég nú bara. Það er ekki verið að hugsa um það sem er félaginu fyrir bestu, það er á hreinu. Menn gera það ekki með svoleiðis aðgerðum.

  5. Já, ég er sammála að menn eru að æsa sig fullmikið yfir þessari yfirtöku. En það er þó eitt, sem menn hafa rétt til að hafa áhyggjur af (Man U menn það er).

    Þetta er skuldsett yfirtaka og þegar hann nær ákveðnum hluta í félaginu (sem ég held að hann hafi náð), þá getur hann gert hvað sem er við klúbbinn og þar með að *velta skuld sinni yfir á félagið*.

    Þannig að Manchester United, sem er vel stöndugt félag gæti allt í einu breyst í gríðarlega skuldugt félag, sem gæti sett ýmislegan þrýsting á klúbbinn. Ég væri allavegana pínku stressaður ef ég væri Man U aðdáandi, þrátt fyrir að ég væri ekki í móðursýkiskasti einsog margir þeirra virðast vera útaf þessu.

  6. Næsta tímabil eiga manchester eftir að vera opinn kennslubók fyrir öll þessi nooba lið, Þeir eiga eftir að owna deildina.Nýji eigandinn á ekki eftir að gera liðið veikara heldur fremur að styrkja það og þessi nýjung fyrir liðið á eflaust eftir sjást næsta tímabil hverjir eru og hafa ætíð verið bestir.

    RAUÐU DJÖFLARNIR OWNA ALLT OG ALLA!!!!!

Sumarið er að byrja

Smicer mun fara