Smicer mun fara

Jæja, þá hefur Vladimir Smicer staðfest það, sem við vissum öll, að hann mun fara frá Liverpool í sumar. Samningurinn hans er útrunninn og Benitez hefur sagt honum [að hann ætli ekki að bjóða honum nýjan samning](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=276486&cpid=8&CLID=14&lid=&title=Smicer+confirms+Reds+exit&channel=Premiership)

Vladi virðist ætla að fara með góðu, sem er ánægjulegt því félagið hefur sýnt honum mikla þolinmæði í gegnum tíðina. Hann segir:

>”I am used to living and playing here, so I will be sad. On the other hand, after six years at one club, the change will be useful.

>”The behaviour of the Liverpool management was absolutely okay. They don’t count on me, they should put me in the reserve team but they act right.

Ég verð að játa það að vissulega eru það mikil vonbrigði að aldrei skuli hafa ræst almennilega úr Smicer sem Liverpool leikmanni. Alveg einsog Patrik Berger, þá vissum við öll hvað Smicer *gat* gert. Hann átti frábæra leiki með Liverpool og hann hefur skorað og skorað með tékkneska landsliðinu. En hann gat aldrei haldið neinum dampi í sinni spilamennsku með Liverpool. Hann átti frábæran leik og svo hvarf hann í þeim næsta.

Svo er meiðslasaga hans nánast farsi. Í hvert skipti, sem hann virtist vera að festa sig í sessi, þá meiddist hann. Að lokum má ekki gleyma því að Gerard Houllier spilaði honum nánast aldrei í hans bestu stöðu, sem er á milli miðju og sóknar. Í þeirri stöðu nýtur hann sín best, en með Liverpool var hann oftast látinn spila sem kantmaður. Það voru stór mistök hjá Houllier.

En ég hef alltaf kunnað vel við Smicer sem leikmann og vona svo sannarlega að hann nái sér á strik hjá einhverju öðru liði…. bara helst ekki á Englandi. Það er alveg ljóst að í sumar munum við þurfa að kveðja fleiri leikmenn einsog Smicer. Leikmenn, sem við kunnum ágætlega við og eru ágætis knattspyrnumenn. En, sem voru einfaldlega ekki nógu góðir fyrir Liverpool.

Takk, Vladi.

Ein athugasemd

  1. Það er nú eftirsjá hjá mér að hann Smicer skuli fara. Hann var alltaf í uppáhaldi hjá mér þegar hann var heill…

Búið að selja Man United

Fjórir leystir undan samningi