Sumarið er að byrja

1103711701i12011.jpgSumarslúðrið virðist vera byrjað á fullu og Liverpool eru nú orðaðiðr við fjölmarga menn. Maður á erfitt að gera sér grein fyrir því hversu aktívur Rafa sé þessa dagana. Hann hefur lýst því yfir að hann sé byrjaður að fylgjast með mönnum, en undirbúningurinn fyrir úrslitaleikinn hefur eflaust áhrif á þau áform.

Allavegana, í dag fimmtudag, hef ég lesið greinar þar sem Liverpool hafa verið orðaðir við eftirfarandi leikmenn:

[Edu hjá Arsenal](http://www.talklfc.com/forums/index.php?showtopic=10882)

[Evra hjá Monaco](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=276068&CPID=8&CLID=14&lid=&title=Reds+ready+with+Evra+offer&channel=Premiership)

[Marek Mintal hjá Nurnberg](http://www.koptalk.org/forums/showflat.php/Cat/0/Number/457268/page/0/view/collapsed/sb/5/o/all/fpart/1)

[Joaquin hjá Real betis](http://lfc-forum.co.uk/f1/viewtopic.php?p=17342)

Það nýja í þessu er að Liverpool er orðað við Patrice Evra, vinstri bakvörð Monaco. Talið er að Evra, sem er 24 ára gamall, muni fara frá Monaco í sumar. Hann hefur verið orðaður við fullt af liðum, þar á meðal Real Madrid, Barcelona, Inter og Juventus, þannig að það er augljóst að það verður samkeppni um hann.

Sky halda því fram að Liverpool sé tilbúið til að láta einhvern Frakka í staðinn og þar komi Djimi Traore, Alou Diarra og Bruno Cheyrou til greina.

Það athyglisverða við þessar vangaveltur er að reyna að spá í því hvort Rafa hafi yfir höfuð áhuga á nýjum vinstri bakverði. Ég gæti nefnilega alveg trúað því. Djimi Traore hefur virkað vel sem vinstri bakvörður, en hann er hins vegar ekki nógu flinkur fram á við, þótt hann skili varnarvinnunni nær óaðfinnanlega. Hins vegar þurfa topplið einfaldlega bakverði, sem geta bæði varist og sótt. Djimi er fyrst og fremst miðvörður að upplagi, þannig að ég hefði haldið að hann væri betra “cover” þar en í bakverðinum.

Þrátt fyrir að Riise hafi spilað ágætlega í kantinum í vetur, þá er ég ekki sannfærður um að hann sé nógu góður til þess að spila sem aðalbakvörður hjá okkur og ég er fullkomlega sannfærður um að Rafa fer ekki inn í nýtt tímabil með Riise sem aðalkantmann.


Einnig er inní þessum slúðurpakka frétt, þar sem Liverpool er orðað við Joaquin, hægri kantmann Real Betis og spænska landsliðsins. Joaquin fellur náttúrulega í flokk þeirra manna, sem ég myndi gera ansi margt til að sjá í Liverpool treyju. Hann er einfaldlega frábær leikmaður.

Hann hefur hins vegar orðaður við Chelsea (Mourinho hefur þó ekki sagst hafa áhuga á að kaupa kantmann, þannig að við ættum að geta útilokað það), Real Madrid (sem eru með Solari og Beckham á kantinum – Luxemburgo segist þó [vera hrifinn af Joaquin](http://sport.scotsman.com/latest.cfm?id=4545588)) og fleiri lið.

En ég spyr, af hverju ekki Liverpool?

Í fyrra þá þorðum við aðeins að láta okkur dreyma um Xabi Alonso. Þarna var einn besti og efnilegasti leikmaðurinn í spænsku deildinni orðaður við Liverpool og áður en maður sá hann í Liverpool búningi, þá bjóst ég alltaf við því að Real Madrid eða einhverjir aðrir myndu komast á milli. En Rafa tókst að sannfæra Xabi um að hans framtíð væri hjá Liverpool. Núna þekkir Joaquin eflaust Xabi, Luis Garcia og Morientes úr spænska landsliðinu og hann hefur séð hvað Rafa hefur gert í Meistaradeildinni með *þetta* Liverpool lið. Þannig að er svo galið að ímynda sér að Joaquin vildi koma til Liverpool?

Forseti Real Betis, Lopera hefur gefið í skyn að Liverpool hefði áhuga. Skemmtilegt [kvót](http://liverpool.rivals.net/default.asp?sid=890&p=2&stid=8380275):

> “There is an English club, with a great Spanish coach. He has just taken his team to the final of the Champions League and knows our market very well and he wants to ensure that Joaquin does not go to Chelsea or Madrid.”

>”It is not always possible to turn down offers and here at Betis we are not going to say that he is not for sale and then go and sell him.”

Liverpool sýndu það með kaupunum á Xabi Alonso og Djibril Cisse að þegar réttur maður vill koma til Liverpool, þá finna menn peningana til kaupanna. Er það svo fjarlægur draumur að láta sig dreyma um miðjuhóp, sem innihéldi Gerrard, Alonso, Garcia, Kewell og Joaquin. Það væri hreint ekki slæmur hópur!

12 Comments

  1. ég væri til í að fá Evra og Joaquin til Liverpool, hef engan áhuga að fá Edu til okkar. Hélt að Man jú væri á eftir Marek Mintal oh well orugleg ég eitthvað að bulla. Skemmtileg grein, ég kýs samt að fá ekki að fá mikið fleiri spánverja til Liverpool.

  2. >ég kýs samt að fá ekki að fá mikið fleiri spánverja til Liverpool

    Þú myndir semsagt segja nei við Xavi, Torres og Joaqin ef þeir vildu koma? 🙂

  3. Mér væri alveg sama þó að meira en helmingur liðsins væri spænskur (sem gæti alveg orðið) bara svo lengi sem það eru klassaleikmenn sem eru keyptir! 😉

    Ég veit ekkert um þennan Evra (sá ekki meistaradeildina síðasta vetur). En ef hann er betri en þeir sem fyrir eru, þá hví ekki það?

  4. pirrandi þetta “enga fleiri Spánverja” tal, Spánverjar eru mögulega það besta sem hefur komið fyrir Liverpool í hálfan annan áratug…

    Takk fyrir frábæra síðu!

  5. Ef það eru einhverjir spanjólar sem ég vil í LFC þá eru það Torres og Jóakim hægri kantur! Annars tel ég að Evra mundi styrkja lið okkar gífurlega og ég get alveg séð okkur bjóða Cheyrou og/eða Diarra í skiptum plús einhverja aura (1-2 m í mesta lagi). Okkur vantar EINMITT vinstri bakvörð sem getur sótt upp kantinn og varist. Við höfum Riise en það er ekki hægt að ganga í næsta tímabil bara með Riise sem eina sókndjarfa vinstri bakvörðinn. Ég vil hinsvegar EKKI missa Traore þar sem að ég tel að hann getur skapað fína breidd hjá okkur varnarlega.

    Annars er ég mjög sáttur við metnað Herra Benitez hvað varðar leikmenn sem við erum orðaðir við. Það kannski segir ekkert um metnað hans hvað blöðin eru að tala um en ég er viss um að eitthvað af þessum “rumour” er sannur og vonast ég eftir eftirfarandi leikmönnum:

    * Jóakim hægri kant
    * Evra vinstri bakvörð
    * Torres sóknarmann (ok má láta sig dreyma!)
    * Púllarinn hjá Bolton sem ég gjörsamlega man ekki nafnið á þessa stundina! (Hata þegar ég fæ svona skyndi-alzheimer!)
    * Central varnarmann
    * Semja við Biscan
    * skjóta Diouf og urða hann utan við Liverpoolborg

  6. Hvaða leikmennirnir koma er algjört aukaatriði… hins vegar er mikilvægt að við kaupum áfram gæðaspilara eins og Rafa hefur verið að gera. Houllier keypti alltof marga miðlungsleikmenn sem gerði jú liðið að miðlungsliði.

    Evra er einn eftirsóttasti vinstri bakvörðurinn í dag – já takk

    Joaquin er einn eftirsóttasti hægri kantur í dag – já takk

    Fernando Torres er einn eftirsóttasti senter/forward í dag – já takk

    Síðan kaupum við einn miðvörð (topp klassa) og þá erum við í nokkuð góðum málum.

    Tel samt miklar líkur að við seljum nokkra góða leikmenn líkt og Baros.

  7. Ég hef ekki séð nafn Torres nefnt neins staðar á nafn nema hérna í kommentunum. Hvaðan hafið þið þetta?

  8. Ég man að við vorum einhvern tímann orðaðir við Torres, en held að það hafi bara verið eitthvað bull. Sé ekki að Rafa sé að fara eyða svo miklu pening í framherja.

    Eiki, gaurinn hjá bolton heitir Kevin Nolan. Spurning um að nota Diouf í skiptum fyrir hann.

  9. Af þessum fjórum leikmönnum og fréttum… þá er ein tekin af síðu sem er hlutlaus, og er það fréttin um Patrice Evra.

    Edu hefur aldrei… aldrei verið orðaður við Liverpool, og hann hefur sjálfur sagt að honum langi að takast á við ný verkefni í öðru landi. Svona í fullri alvöru, af hverju ætti hann að vilja fara úr liði sem er í titilbaráttu ár eftir ár yfir í Liverpool?

    Sama með Joaquin… hann hefur sjálfur sagt að hann vilji helst fara til Real Madrid, en ef að hann fer til Englands þá efast ég um að einungis eitt lið eigi séns í hann, Chelsea FC. Maðurinn hefur aldrei verið orðaður við Liverpool (þangað til núna á LFC-Forum), og enn aftur sé ég ekki af hverju maðurinn ætti að fara til Liverpool frekar en til Chelsea. Fyrir það fyrsta þá er ÖRUGGT að Chelsea verður í meistaradeildinni á næsta ári… enginn veit með Liverpool, þeir verða fyrst að vinna AC Milan.

    Hins vegar er alls ekki ólíklegt að Patrice Evra fari til Liverpool í sumar.

  10. Núna þekkir Joaquin eflaust Xabi, Luis Garcia og Morientes úr spænska landsliðinu

    Ekki veit ég hversu vel þú þekktir menn eftir 1-2 fótboltaæfingar, en þar sem að Luis Garcia á einungis einn landsleik að baki (Kína 26.mars) þá efast ég um að Joaquin þekki hann úr spænska landsliðinu.

  11. >Ekki veit ég hversu vel þú þekktir menn eftir 1-2 fótboltaæfingar, en þar sem að Luis Garcia á einungis einn landsleik að baki (Kína 26.mars) þá efast ég um að Joaquin þekki hann úr spænska landsliðinu.

    Ég vænti þess að menn geri aðeins meira en að mæta á æfingar þegar þeir eru með landsliðshópnum. Auk þess hefur Garcia verið mun oftar í hópnum, þrátt fyrir að hann hafi spilað sinn fyrsta landsleik gegn Kína.

    Ekki það að ég hafi nokkra hugmynd hvort þessir menn þekkjist eða ekki.

Framherjamálin…

Búið að selja Man United