Morientes? JÁ TAKK!!

Af BBC: [Morientes targets Liverpool move](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/3749022.stm)

Fernando Morientes hefur semsagt mikinn áhuga á að koma til Liverpool í janúar. En ekki hlusta bara á mig, gefum Morientes orðið:

>”Liverpool could be a great option for January. I have always liked the Premier League and I know Rafa Benitez was interested in me when he was at Valencia.”

>”My situation at Real is not pleasant. If things continue like this I will have to think about leaving. I am tired of sitting on the bench.

>”Liverpool is a club where any player would be happy to play. It is a club with a history of having great supporters, a good coach and now Spanish players.”

Einsog var talað um í öllu Owen veseninu, þá [vildi Benitez fá Morientes](http://www.kop.is/gamalt/2004/08/10/00.56.56/) í skiptum fyrir Owen. Það gekk hins vegar ekki eftir, hvort sem það var vegna kröfu Madrid eða Morientes.

Morientes er hins vegar núna orðinn þreyttur á ástandinu í Madrid og vill fara. Rafa Benitez sagði þetta um ummæli Morientes:

> “It was good to hear, because when a good player talks about a good club, it is good for us.”

Já, hann Rafa okkar verður sennilega aldrei talinn yfirlýsingaglaður. En ég held að það sé nokkuð pottþétt að Benitez vilji kaupa annan framherja í stað Owen í janúar. Morientes yrði þá fimmti Spánverjinn, sem Benitez kaupir.

Mér lýst alveg frábærlega á að fá Morientes. Hann er frábær leikmaður og það er eitthvað, sem segir manni að hann yrði góður í ensku deildinni. Ef að við komumst uppúr riðlinum í Meistaradeildinni, þá mætti hann reyndar ekki spila með okkur þar.

Ég held að við getum bókað að janúar verður spennandi mánuður 🙂

Fulham á útivelli á morgun!

Fulham 2 – Liverpool 4