Fulham 2 – Liverpool 4

_40185372_biscan_getty.jpgÚfffffff! Liverpool vann sinn [fyrsta útisigur á tímabilinu]( http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N146363041016-1702.htm) í dag, með mögnuðum sigri á Fulham.

Sjaldan eða aldrei hef ég séð einn leikmann umbreyta gangi leiksins líkt og gerðist með uppáhald okkrar allra, Xabi Alonso, í dag.

Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ákvað Benitez að byrja með Diao og Hamann á miðjunni, með Xabi Alonso á bekknum.

Það þarf vart að taka það fram að fyrri hálfleikurinn var ömurlegur. Liverpool voru gríðarlega slappir og liðið skapaði aðeins eitt færi. Fulham voru ögn skárri og Luis Boa Morte skoraði fyrsta markið. Diao missti boltann klaufalega og Malbranque, McBride og Boa Morte tættu Liverpool vörnina í sig. Nokkrum mínútum síðar komst boa Morte aftur einn inn fyrir og setti boltann á milli lappanna á Kirkland.

2-0 í hálfleik og SMS-ið, sem ég sendi Kristjáni Atla (sem gat ekki horft á leikinn vegna vinnu) sagði allt, sem segja þarf. “2-0. Ömurlegt! Arsenal komið í 2-1. Ég ætla að fara og skjóta mig!”.


Benitez byrjaði fyrri hálfleikinn svona:

Chris Kirkland

Josemi – Carragher – Hyypiä – Traoré

García – Hamann – Diao – Riise

Baros – Cissé

Diao var hrikalegur og í hálfleik gerði Benitez, það sem allir Liverpool aðdáendur óskuðu sér. Hann tók Diao útaf og setti **Xabi Alonso** inná. Þvílík skipting!

Alonso tók leikinn algjörlega í sínar hendur. Hann stjórnaði miðjunni algjörlega, vildi alltaf fá boltann og skilaði honum nær án undantekninga til samherja. Eftir smá tíma var Baros búinn að minnka muninn eftir að langskot frá honum fór af City manni á mjög skondinn hátt yfir Van der Saar.

Baros skoraði svo aftur á 70. mínútu. Alonso gaf frábæra sendingu inná Garcia, sem skallaði boltann en einhvern veginn tókst Van der Saar að verja, en Baros var þar rétt hjá, tók frákastið og skoraði. 2-2 og það var augljóst að Liverpool ætluðu að vinna leikinn.

8 mínútum síðar fékk Liverpool svo aukaspyrnu rétt fyrir utan teig Fulham manna. Xabi Alonso tók spyrnuna og sendi boltann í glæsilegum boga (með smá hjálp frá varnarmanni Fulham) í samskeytin. Glæsilegt mark. Alonso hefði svo getað skorað annað mark, en hann var óheppinn í dauðafæri.

Tveim mínútum áður en Alonso skoraði hafði Josemi fengið sitt annað gula spjald og var sendur af velli. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir tímann, þá tók Benitez Baros útaf fyrir **Igor Biscan**. Biscan var í sóknarhug og stuttu seinna spóluðu hann og Warnock sig í gegnum vörn Fulham og Biscan kláraði sóknina með glæsilegu skoti, óverjandi fyrir Van der Saar. **4-2** fyrir Liverpool.


Ég veit vart hvað ég á að segja. Fyrri hálfleikurinn var ömurlegur. Diao og Hamann voru gríðarlega slappir á miðjunni og Liverpool skapaði ekkert. En ég nenni ekki að tala um fyrri hálfleikinn, því sá seinni var svo skemmtilegur.

Ætla að taka nokkra virkilega bjarta punkta úr seinni hálfleiknum:

1. Við unnum á útvielli!! Í fyrsta skipti á tímabilinu!!
2. Markið hjá Baros var fyrsta mark á útivelli í 460 mínútur! Og loksins þegar okkur tókst að skora á útivelli, þá settum við fjögur mörk. Frábært!
3. Við komum tilbaka eftir að hafa verið undir 2-0! Getur einhver bent mér á hvenær það gerðist síðast? Þetta hefði aldrei gerst undir stjórn Houllier.
4. Þegar að staðan var 2-2 fær Josemi rautt spjald. Það magnaða við það er að Benitez tók hvorki Cisse né Baros útaf. Hann hélt sóknarmönnunum tveim inná og leyfði Cisse að spila á kantinum.
5. Milan Baros skoraði tvö mörk og var mjög ógnandi. Góður leikur hjá honum.

Og þá náttúrulega 6. punkturinn: **Maður leiksins:** Hver annar en **Xabi Alonso**. Hann þurfti bara 45 mínútur til að sýna hversu frábær leikmaður hann er. Hann gjörsamlega átti miðjuna í seinni hálfleik. Vann boltann, bað um boltann og skilaði honum á samherja. Skoraði markið, sem kom okkur yfir og gat skorað annað mark. Frábær leikur.

Semsagt, frábær seinni hálfleikur og allir Liverpool aðdáendur í góðu skapi í dag. Við erum komin uppí 7. sæti og ef við vinnum leikinn, sem við eigum til góða, þá komumst við upp fyrir Man U, Bolton og Middlesboro uppí 4.sæti. Frábært! Góður undirbúningur fyrir Deportivo leikinn á þriðjudaginn.

11 Comments

 1. Snilldar leikur…eða allavega seinni hálfleikur en heppnin var með okkur í þessu sjálfsmarki 🙂 svo fáum við morientes og vinnum allt og alla 🙂

 2. Magnað. Gjörsamlega magnað. :biggrin: :biggrin: :biggrin: :biggrin:

  Þetta var það sem við þurftum núna. Gefur okkur byr undir báða vængi.

  Það er ekki ólíklegt að við fáum nýjan framherja í janúar glugganum (Morientes – Mista). En ég held að Rafa þurfi að líta alvarlega í kringum sig eftir reyndum og öflugum miðverði, það er efst á blaði hjá mér.

  Eins og sigurinn var sætur þá var alveg hræðilegt að horfa upp á hvernig vörnin hjá okkur splundraðist í fyrri hálfleik….. svona leiðinlegt deja vu frá Houllier dögum !!!!!

 3. Hefði viljað borga 1000kr fyrir að sjá svipinn á Boa Morte eftir leikinn! Hann brosti svo feitt þegar hann gekk inn á völlinn í byrjun seinni, það bros hlýtur að hafa breyst í harðlífs-svip þegar Alonso skoraði beint úr aukaspyrnunni!

  Ég verð að fá að tjá ást minni á Alonso! Þvílík himnasending að fá þennan snilling á Anfield, BRILLIANT!!!

  En að sama skapi má ALLS EKKI láta Diao og Hamann vera saman á miðjunni! Það bara má ekki! Vona innilega að Diao verði látinn fara sem fyrst svo þetta helv. Senegalska syndrome hætti að plaga okkur púllarana!

  Rétt sem þú segir Einar með að snúa 2-0 við yfir í sigur á útivelli! Það hefur sko ekki gerst í möörrg ár!

  Eitt að lokum, eru menn ekki sammála mér í því að Kirkland er búinn að festa sig í byrjunarliðinu um ókomna framtíð??

 4. Fínn seinni hálfleikur hjá Liverpool, eiginlega jafn góður og sá fyrri var lélegur.

  Mesta breytingin frá því að Húlli var með okkar menn er sú að nú Liv. er að tapa þá er svona urgency hjá þeim við að reyna að jafna, þegar húlli var við völd þá man ég bara eftir varnarmönnum okkar að spila boltanum á milli sín á 90. mín 1-0 undir og aðalega að reyna að koma í veg fyrir að fá annað mark á sig.

  Síðan finnst mér Kirkland ekki gert neitt til þess að verðskulda markvarðastöðuna frekar en Dudek. Man ekki eftir einni markvörslu frá honum sem var e-ð spes og finnst hann ekkert öruggari í teignum en flestir. Hann á enn eftir að sanna sig.

 5. maður leiksins: igor biscan, inná í mínútu og skoraði :biggrin: :laugh:

 6. Frábært, frábært…
  missti því miður af þessum leik, en gott er hversu vel til tókst.

  En ég finn mig tilknúinn til að nefna eitt dæmi varðandi lið þrjú… muniði ekki eftir leiknum á móti Basel þar sem við lentum 3-0 undir í fyrri hálfleik, en skoruðum að mig minnir 4 mörk í seinni hálfleik og Smicer brilleraði. Eitt af tiltölulega fáum skemmtilegum mómentum í stjórnartíð Houlliers. En við komumst því miður ekki áfram…

 7. þetta er ekki rétt hjá þér Hjörtur. hefðum við skorað fjórða markið gegn Basel þá hefðum við farið áfram. leikurinn fór 3:3

 8. Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta en þetta er í fyrsta skipti síðan 7.sept 1991 að Liverpool snýr útileik við yfir í sigur, í ensku deildinni!!

  Ég vil trúa því að þetta séu handbrögð RB að verki frekar en tilviljun.

 9. Mér er spurn….skaustu þig nokkuð? :biggrin:

  En svona án gríns var þessi leikur kaflaskiptur og ég, sem var að vinna á laugardaginn, var mjög sáttur er ég fékk sms-in frá vini mínum um að staðan væri orðin 2-1, 2-2, Josemi rautt, 2-3 Alonso, 2-4 Biscan. Yndislegt og í raun fyrsta skiptið í helvíti mörg ár sem LFC snýr svona leik við.

 10. Auðvitað var þetta frábært, en eitt fannst mér sérstaklega gaman að sjá þó svo að það hefði getað farið illa en það var að Benitez skildi byrja með þá Diao og Hamann á miðjunni. Í fyrstu leist mér eins og sennilega flestum púlurum ekkert á þetta en svona eftir á þá verður að spá í því að svona hluti verður hann sennilega að gera öðru hvoru, ég meina hvað gerum við ef að Alonso meiðist á æfingu í dag og gæti ekki leikið í meistaradeildinni á morgun, engin Gerrard, þá gætu svona æfingar reynst nokkuð vel. Ég skal viðurkenna að það má spyrja sig að því hvort að þetta hafi verið rétti leikurinn í það og hvort ekki ætti að býða eftir deildarbikarleik eða einhverju svoleiðis en málið gæti líka verið það að það því meira sem að er undir því mikilvægara er það fyrir leikmönnunum að fá tækifærið og þar með aukið sjálfstraust.

 11. já, mig misminnti eitthvað. En við komum allavega hressilega til baka.

Morientes? JÁ TAKK!!

Afsakið hlé…