Wijnaldum að fara?

Það hefur nánast verið regla núna undanfarið að fjölmiðlar utan Bretlandseyja orði leikmenn við eða frá Liverpool en þeir blaðamenn sem best eru tengdir Liverpool þvertaki fyrir þessa orðróma. Það gæti verið vegna þess að Liverpool einfaldlega lekur ekki en það sama á ekkert endilega við um liðin sem verið er að versla við.

Núna segja fjölmiðlar á Spáni og í Hollandi að Gini Wijnaldum sé á barmi þess að semja við Barcelona en James Pearce, Neil Jones og fleiri segja að ekkert sé í gangi. Eins er orðrómurinn um Thiago ennþá í fullu fjöri og tengja það margir eðilega við mögulega brottför Wijnaldum.

Það er staðreynd að samningsviðræður hafa gengið illa við Gini og maður getur vel skilið það ef hann vilji breyta til núna og fara með Koeman til Barcelona þar sem hann fengi líklega aðeins annað hlutverk á miðsvæðinu.

Liverpool væri þar með að missa sinn traustasta miðjumann undanfarin ár en þó Wijnaldum hafi verið frábær fyrir Liverpool undanfarin ár þá er ekki þar með sagt að miðjumenn eins og Keita eða Thiago geti ekki gert enn betur og leikur Liverpool þróast í takti við slíkar mannabreytingar.

Hvað segið þið, mynduð þið vilja skipa á Thiago og Wijnaldum?

22 Comments

  1. Kæmi Thiago væri það líklega á 3 ára samningi.

    Furða mig á að ekki sé hægt að bjóða GW 3 ára samning út af einhverjum prinipum sem yrðu líklega brotin ef jafnaldri hans Thiago kæmi.

    James Pearce heldur því samt fram að Barcelona hafi enn ekki haft samband við LFC út af Gini.

    3
  2. Skipta á Thiago og Wijnaldum ..erfið spurning báðir heimsklassa leikmenn en ef Gini vill fara þá væri það önnur saga.
    Ég vill Thiago og endursemja við Wijnaldum svo einfalt er það.

    6
  3. Sælir félagar

    Ég er alveg til í þau býtti. Gini er líklega ekkert ginkeyptur fyrir nýjum samningi og hermt er að Klopp hafi mikinn áhuga á Thiago Alcantere. Ég væri til í Thiago, Sarr og ef til vill varnarmann sem ég man ekki í augnablikinu hvað heitir. Spilar með Sevilla minnir mig.

    Það er nú Þannig

    YNWA

    4
  4. Skipti á Gini og Thiago væru að mínu mati klárlega til að bæta okkar sterkasta lið en það væri mikil eftirsjá í Gini og sérstaklega því hann er nánast aldrei meiddur. Thiago aftur á móti hefur aðeins einu sinni náð að spila meira en 27 deildarleiki á tímabili. Verð samt að segja að það kemur mér á óvart að Thiago er yngri en Wijnaldum.

    1
    • Gini hefur aftur á móti náð að spila yfir 30 deildarleiki 11 sinnum.

      1
  5. Ég held að það séu tveir möguleikar í stöðunni. Annað hvort fer Gini til Barca núna eða hann fer frítt næsta vor. Mig grunar að ef LFC tekst ekki að landa Thiago þá verði samningur GW látinn renna út.

    Það er furðulegt ef GW var ekki boðinn nýr samning síðasta sumar. Hann er sagður þéna um 75.000 pund á viku og sé það satt er það frekar mikil móðgun hafi honum ekki verið boðinn nýr samningur í fyrra.

    Þrátt fyrir að Gini hafi orðið stöðugri leikmaður með hverju ári, þá hefur mér þótt hann þróast í að vera aðeins of passívur og ekki nógu ógnandi fram á við. Vissulega hefur það eitthvað með leikkerfið og hlutverk hans í liðinu að gera, en þrátt fyrir það hefur hann haft fjölmörg tæknifæri til að skora meira og leggja upp mörk.

    Ég er samt á því að Thiago sé betri leikmaður en Gini og myndi halda að þessar breytingar myndu styrkja hópinn. Oft hefur manni fundist miðjuna vanta einhverskonar Alonso týpu af leikmanni.

    5
  6. Gini er held ég alveg örugglega svona leikmaður sem þjálfarar elska. Hann er Total Football og þótt hann sé ekki hjávaxinn eða sérstaklega fljótur, þá eru staðsetningar hans mjög góðar og það er örugglega vanmetið hversu mikið hann stoppar af eða hægir andstæðingana sem við sjáum ekki svo vel í sjónvarpi.

    En Gini er að mínu viti ekki sóknartengiliður — amk. spilar hann aldrei þá stöðu fyrir LFC. Fyrir mér er miðjan með Gini, Fabinho, og Hendó (eða Milner) alltof hæg og fyrirsjáanleg. Það sem hefur bjargað málum eru auðvitað bakverðirnir. En núna þegar svo að segja öll lið spila með 5 menn í vörn gegn okkur og reyna að ýta spilinu inná miðjuna þá verðum við að fá öðruvísi “norður/suður” hreyfingu í miðjuna. Breyting á kerfinu í 4:3:2:1 er ekki augljós fyrir mér þar sem við erum ekki með “goal poaching” center og það kerfi gerir lífið auðveldara fyrir andstæðingana þar sem hraði Salah og Mane myndi ekki nýtast.

    Spurningin er samt hvað er Thiago að fara að gera fyrir okkur sem Keita gerir ekki? Og þeir báðir eru meiðslagjarnir. Ég er spenntur fyrir Thiago — en ég er aðallega spenntur fyrir því að fá hraða á miðjuna. Veit ekki alveg hvort Thiago er maðurinn í það. Almennt séð veit ég ekki hvort kaup kaupanna vegna séu eins mikilvæg og af er látið. En ég held að það sé mikilvægt fyrir liðið að selja nokkra leikmenn sem eru ekki að meika það og eru bara svona vandræðalegi frændinn í fjölskylduboðinu. Shaq, Origi, Karius eru allir í vitlausu liði. Eiga að spila í öðrum kerfum og á lægri level. Origi gæti verið stjarna í liði sem byggir upp sókn sem hentar honum. Shaq er byrjunarliðsmaður fyrir lið um miðja deild.

    Það vantar hjá okkur stráka á aldrinum 21-24 sem eru kannski næstu heimsklassa menn. Við erum með of marga unga sem eru ekki tilbúnir.

    Er viss um að LFC mun bæði kaupa og selja meira áður en glugginn lokast . Ekki viss um að selja Gini sé rétt (hann er vinnuhestur sem getur gert svo margt) og ekki viss um að kaupa Thiago sé rétt. Og eiginlega get ég ekki ímyndað mér Edwards vilji kaupa Thiago. Held að við kaupum frekar 2x Kostas týpur á miðjuna í viðbót og sjáum hvað virkar.

    2
  7. Ég vil halda Winjaldum. Alvantara er góður en alls óvíst hvernig hann kæmi inn í liðið.

    Hræddur um að menn séu fljótir að gleyma að Gini er burðarás í besta liði í heimi, Liverpool.

    Áfram Liverpool!

    9
  8. skipti á Wijnaldum og Thiago hljómar kannski uppfæring en er það endilega þannig ? Nú man ég að Naby Keita átti að vera rosalegt framfaraskref á miðjunni en þegar á hólminn var komið þá varð hann undir í baráttu um byrjunarliðssæti einmitt við Wijnaldum og Henderson.

    Reyndar hafði það mikið að gera með meiðsli hjá Keita og ég hef enn trú á því að hann eigi mikið inni hjá Liverpool.

    Mér finnst Winaldum vera vanmetnasti leikmaður Liverpool. Spilamennskan hans er ekkert sérstaklega sexý en hann skilar alltaf sínu og er rosalega vinnusamur. Alltaf á hreyfingu, bjoða sig í svæði og sinnandi varnarvinnu með stökum sóma.

    Þessvegna hef ég áhyggjur af því að þessi skipti verði ekkert sérstök uppfæring. Leikmenn eru nefnilega oft svo fjarskafallegir en ekki jafn stæðilegir þegar þeir eru komnir í klúbbinn og tala nú ekki um þegar á móti blæs.

    Ég myndi samt vilja fá Thiago og tel þetta fín skipti, Helst vildi ég hafa þá báða.

    2
  9. Wijnaldum er einn vanmetnasti leikmaður Liverpool undanfarina ára. Spurninginn er bara hvort ekki sé kominn tími á að endurnýja. Liðið hefur ekki verið að spila eins vel eftir að hafa stungið af í deildinni. Persónulega finnst mér Wijnaldum ekki vera einn af þeim sem virkar þreyttur á verkefninu, fagmaður í gegn.

    Fótboltalega séð held ég samt Thiago sé góð uppfærsla. Tímasetningin er góð. Segi því Já.

    3
  10. Það er líka möguleiki að fengið verði atvinnuleyfi fyrir Grujic ef Gini fer. Ef Gini færi yrðu einnig í boði enn fleiri leikir fyrir Curtis Jones. Mér finnst það ekkert augljóst að Thiago yrði fenginn í staðinn þó að Klopp kunni að vilja fá hann, m.a. af því að við eigum engan pening. Þó að Gini sé góður þá er hann enginn heimsklassaleikmaður. Við getum vel unnið titilinn aftur án hans.

  11. Svo er spurning hvort sé verðmætari leikmaður sem spilar nær alla leiki eða snillingur sem vantar í 40% af leikjum ? Nógu erfit er að bíða eftir endalausum meiðslum hjá Nabi Keita ????

  12. Svona hlutlaust þá virkar þetta bara mjög vel. Gini er táknmynd stöðugleikans í dag, eitthvað sem Barcelona sárvantar. Á móti er það kanski líka vandamálið hjá Liverpool, stöðugleiki verandi fyrirsjáanlegur. lið eru farin að geta stillt sér upp með það í huga að stoppa Liverpool án þess að hafa neitt sérlega mikinn áhuga á að vinna.

    Það sem vantar núna myndi ég segja er akkúrat eithvað nýtt. Eitthvað sem er ekki búið að lesa og hanna sérstakt 3-3-1-2-1 defensive kerfi gegn.

    Þótt ég elski hann og umfram allt elski hans týpu af leikmanni, þá er hann í einu stöðunni sem er hægt að styrkja. Aðrir starting miðjumenn hafa eitthvað sem við meigum ekki við að missa núna. Einhver með sendingargetu á við bakverðina og góðan leikskilining er nákvæmlega það sem vantar. Þarf svo sem ekkert að vera Thiago en einhver sambærilegur á viðráðanlegu verði, held það sé samt ekki neinn annar sem passar við þá kríteríu.

    Bottomline góður díll, fyrir báða aðila. Eigum menn sem geta uppfyllt þetta stöðugleika total football hlutverk hans Gini en vantar meira wildcard á miðjuna.

    Á samt eftir að sakna hans, en skil vel ef hann vill vinna með Koeman og taka þátt í byggja upp Barcelona aftur, hljómar eins og ansi verðugt verkefni og góð leið til að komast í sögubækurnar. hann er vel a því kominn og á það alveg skilið.

    3
  13. Thiago í stað Gini er ekkert auðvelt að svara við elskum allir Gini….erum við betri með þessum skiptum….bara tíminn og skiptinn geta svarað því….já ég held við séum betri vegna þess að Keita er að stíga upp og Thiago getur farið í stöðu Gini Keita og Fabinho….með c19 á hælunum þurfa allir klúbbar að hugsa hlutina uppá nýtt…sem betur fer erum við með FSG sem eigendur og Klopp sem stjóra….Það er allt annað landslag i gangi eftir c19 og við getum ekki öskrað á klúbbinn okkar að kaupa og kaupa styðjum FSG og Klopp….

    3
    • Sammála þessu held að menn séu ekki beint að öskra á Klopp og liðið hans sem var 20-30 stigum á undan síðustu liðum í deildini og unnu hana þegar tímabilið var hálfnað.

      EN ég skil áhyggjur manna með að auka breiddina ég sjálfur til dæmis hefði mjög viljað sjá okkur landa Thiago ásamt því að halda Winjaldum. Ég hef mikla trú á ungu strákunum Jones,Williams,Elliot og fleirum en það má ekki setja of mikla pressu á þá svona unga þetta er vitað. Hin liðin eru að styrkja sig gríðarlega og ég tel að Chelsea verði í titil baráttu þetta tímabil það er fyrir utan auðvitað City og spurning hvernig United verða með sínum kaupum held þetta verði miklu jafnara þetta tímabil.

      En þetta tal um að Liverpool eiga allt í einu enga peninga er samt furðulegt skil vel að það sé ekki verið að fara splasha 100m pund í leikmenn en með sölu þá ætti vel að vera hægt að klára deal fyrir Thiago fyrir kringum 30m.
      En hvernig sem fer þá styður maður Klopp og co.

      4
  14. Við höfum eytt sirka undir milljón punda í sumar (Óþekktur Grikki mínus Lovren) og styrkt okkur í vinstri bak en á meðan veikt okkur í central vörn. Köllum þetta “Launahreinsun”.

    Við höfum eytt £205m á 9 árum sem FSG hefur verið við völd sem er sirka £22m per tímabil og er það bara vel af sér vikið (source: https://www.mirror.co.uk/sport/football/transfer-news/liverpools-transfer-spending-breakdown-under-20586177).

    Er samt enn að bíða eftir að FSG geri það sem þeir sögðu forðum. Þeir sögðust ekki hræddir við að eyða miklum pening í leikmenn þegar þarf. Hingað til hefur klúbburinn verið sjálfbær undir þeirra stjórn og þessi £110m+ af árlegum TV deal (x 9 àr!) hefur verið eytt skynsamlega og auglýsingatekjur ofl hjálpað við að gera Liverpool að því sem það er í dag. Eigendurnir hafa samt ekkert farið í eigin vasa til að redda okkur eins og 1 stk Havertz eða Werner þegar okkur sàrlega vantar slíkt. Þeir hafa sagt að þeir hafi ekki dregið eitt pund út úr klúbbnum síðan þeir tóku við en ég trúi því ekki.

    Þessi sjálfbæri rekstur hefur uppfært samninga sem skipta máli, uppfært þjálfunaraðstöðuna, leikvangur stækkaður (með aukinni innkomu) ofl. en mér þykir eitthvað vanta uppá þarna. Það að segja að Covid sé að eyðileggja öll plön þetta sumarið er teygjanlegt því Covid gerðist fyrir utan Liverpool líka. Chelsea kaupir eins og óðir og það er ekkert hægt að segja að það sé útaf því að þeir spöruðu svo mikið á transfer banninu. Við eyddum nú nánast engu á sama tíma.

    Tveggja ára eða 3ja ára samning handa Wijnaldum er ekki það,sem skiptir öllu þetta sumarið. Það,sem skiptir máli er að selja þessa lánsmenn sem eru að koma til baka og eyða í leikmenn sem styrkja hópinn……….eða nota þá! Það er mánuður eftir af glugganum og ég vænti þess að við sjàum styrkingu.

    6

Gullkastið – Fordómalausir tímar

Árlega spáin gerð upp