Gullkastið – Fordómalausir tímar

Vesen á Wembley í samfélagsskildinum eftir stopult undirbúningstímabil. Hvað gerir Messi og hefur möguleg brottför hans dómínóáhrif? Landsleikjahlé framundan en óvenju fáir í landsliðaverkefnum.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 299

Kop.is er í samstarfi við Sportveituna FM 102,5 en podcöst okkar eru nú flutt þar einnig, sem og á Spotify-reikningi veitunnar sem finna má með því að leita að SportFM á Spotify.

16 Comments

  1. “Vesen á Wembley”, er það bókin sem kemur á eftir “Víti í Vestmannaeyjum” ?

    2
  2. Sælir félagar

    Takk kop-arar fyrir skemmtilegan þátt og líflegar umræður. Mér finnst þið samt alltaf skauta framhjá umræðunni um leikmannakaup og styrkingu á bekknum fyrir komandi leiktíð. Það er rétt sem Steini segir að það er erfitt að styrkja liðið með betri leikmönnum í byrjunarliðið en guð minn góður hvað það hlýtur að vera hægt að styrkja bekkinn.

    Maggi minntist aðeins á þessi mál í snöggu yfirliti en mér finnst vanta umræðu af fullri alvöru og af einhverri dýpt um leikmannamálin. Eins og Maggi sagði þá er breiddin í liðinu eftir fyrstu 13 – 14 svakalega takmörkuð. Í þeim þétta pakka sem framundan er á tímabilinu er þatta verulegt áhyggjuefni. Það sást greinilega í leiknum við Arse á dögunum og það eiga eftir að verða erfiðari leikir framundan í deildinni. Með þann bekk sem við sáum á dögunum er það verulegt áhyggjuefni.

    Það er nú þannig

    YNWA

    7
    • Liggur augum uppi að það er hægt að styrkja byrjunarliðið. Fá inn Messi og þá er hægt að leyfa Salah að fara.
      Einnig er það rétt sem Sigkarl segir að auðvelt er að styrkja bekkinn. Mér finnst allavega fullreynt með þennan Neco Williams. Hægur, með lélegar sendingar og kann ekki að verjast.

      • Hann er 19 ára…og átti mjög fínar innkomur í þessum fáu leikjum á síðasta tímabili. Hann er semsagt búinn að taka einhvern þátt í 7 leikjum…fullreynt segirðu?

        4
  3. Búinn að missa alla von um að liverpool kaupi eitthvað, kemur enginn nema byrjunarliðsmaður sé seldur.

    1
  4. Vandamálið er breiddin og það er áhyggjuefni. Það verður spilað þéttar þetta tímabilið. Við þurfum að kaupa backup í miðvörðinn. Gomez getur leyst hægri bakvörðinn ef Neco stendur ekki undir væntingum.
    Klára kaupin á Tiago og þá höfum við ansi marga möguleika á miðjusvæðinu. Kaupa Sarr frá Watford og nota Brewster meira. Við erum með of marga meiðslapésa í liðininu til að taka sénsinn á að kaupa engann. Matip, Gomez, Shaqiri og Ox eru td miklir meiðslapésar. Kaupa nýja leikmenn eða hreinlega skrúfa væntingarnar fyrir tímabilið niður.

    4
    • Thiago væri fullkominn fyrir okkur… m.a. þar sem hann ku líka vera meiðslapési.

      4
      • Sé ekkert um þetta neinsstaðar…nema á The Sun. Skulum ekki verja fleiri orðum á það sorp.

        1
    • Er H Wilson með getuna til að spila í toppklúbbi? Hann er góður en er orðinn 23 ára og óvíst að hann verði toppleikmaður. Vona reyndar að ég hafi rangt fyrir mér.

      1
  5. Getum alveg gleymt Thiago ! Miðað við fréttir þá tjekkaði Man utd a honum, en hætti við utaf launapakkanum hja honum og ef Man utd er ekki tilbuið i launapakkann hja honum, þa er 100% að við erum það ekki heldur

  6. United voru að kaupa miðjumann. Hefði haldið að næsta mál á dagskrá þar á bæ væri að styrkja aðrar stöður.

    1

Arsenal 1-1 Liverpool (5-4 í vítaspyrnukeppni)

Wijnaldum að fara?