Torres frá í þrjár vikur

Jæja, það er þá komið í ljós að Fernando Torres verður frá [í þrjár vikur](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N157487071029-1303.htm). Það þýðir að hann missir af tveimur deildarleikjum (Blackburn og Fulham) og gegn Besiktas í Meistaradeildinni. Það hefði getað verið verra.

Enn er óljóst með Xabi og Masche:

>”As for Xabi Alonso, an x-ray showed a fracture to the fourth metatarsal in his left foot. Xabi will be seen by a consultant tomorrow after which we will have a much better idea of the timescales involved.

>”With regards to Javier Mascherano, he had an x-ray which has showed no bone injury, but he will receive intensive treatment on extensive bruising in his foot.”

Vonandi reynist þetta ekki alvarlegt hjá þeim félögum.

26 Comments

  1. Fari þetta nú bara í rassgat, djöfull er ég fúll með þetta. Nú er eins gott að Lucas nokkur fái tækifærið og svari bænum mínum.

  2. Helvítis helvíti. Sammála með Lucas og vill sjá Crouch fá nú sénsinn.

  3. Lucas verður að fá tíma núna. Það sem maður hefur séð hefur verið virkilega lofandi. Ekkert stress hjá þessum gutta. Baunar fram og tilbaka þarna á miðjunni eins og hann sé búinn að spila í EPL í 10 ár. Og þegar maður kemur inn fyrir Gerrard á móti Everton og setur mark þá er maður orðinn temmilega ready.
    Annað. Ég myndi nú bara eiginlega vilja sjá Babel´inn spilaðan sem Center, í staðinn fyrir þungu guttana. Held að Babel/Crouch combo væri ekkert slæmt. En það verður kannski fyrst hægt þegar Arbeloa og þá sérstaklega Agger koma inn í liðið aftur, því þá á miðjan að færast framar á völlinn og centerarnir ekki að spila sem miðjumenn og allir miðjumennirnir að bauka við markstangirnar okkar.

    Agger láttu þér nú batna. We need you.

  4. Vont mál með Torres og Alonso… hins vegar erum við breiðan hóp og kominn tími á að hópurinn nýtist…

    Crouch, Sissoko, Lucas, Babel og Benayoun VERÐA að stíga upp og sýna af hverju þeir eru Liverpool leikmenn.

  5. Fari þetta í kolbölvað bara, þetta var alveg ömurlega dýrt stig og ég er skíthræddur um að við höldum áfram að “leita að forminu” í kjölfarið á þessum viðbætum á meiðslalistann.

    Við erum í miklu basli sóknarlega enda Torres gjörsamlega langbesti sóknarmaður liðsins og það er ekki hægt að líkja sóknartilburðum Alonso og Sissoko saman þó Alonso spili allajafna aftar á vellinum.

    Framlína sem ansi oft inniheldur einhvern af þessum (ef ekki alla) Sissoko, Kuyt, Voronin og Riise er ekkert svakaleg því miður og allt eru þetta leikmenn sem ég sé ekki fyrir mér í öðrum stórum klúbbum.

    Það er óskandi að Crouch og Lucas fái fleir tækifæri, en með því skilyrði að liðið haldi áfram að spila fótbolta þó Crouch kemur inná, óþolandi að um leið og hann er settur inná þá virðist eina leikkerfið byggjast upp á því að bomba fram og reyna að hitta í Crouch. Það mætti alveg reyna meira að finna hann í lappirnar enda er maðurinn með betri boltameðferð en t.d. Kuyt (segir kannski sitt um Kuyt reyndar).

    Annars tek ég þessi meiðsli á móti Arsenal smá á mig þar sem ég sagði við félaga minn í kaldhæðnislegum pirringstón fyrir leikinn “jæja hvað heldur þú að það meiðist margir hjá okkur í þessum leik?”

    • næst spyr ég “jæja hvað heldur þú að við skorum mörg mörk í þessum leik” og vil fá sömu svör frá mínum mönnum.
  6. Áfall en þá er bara að sýna smá frjósemi í liðsvalinu og blása til sóknar.
    Hún er besta vörninn

  7. Það er vonandi að aðrir leikmenn noti tækifærið og stigi upp. Nú reynir virkilega á karakterinn í liðinu. Þó svo að ég hafi aldrei verið aðdáandi Crouch þá tel ég að hann eigi skilið að fara fá fleiri tækifæri með liðinu. Kuyt og Voronin hafa ekki verið að standa sig í markaskorun og ef að senterar eru ekki iðnir við markaskorun þá er ekki mikið gagn af þeim. Þá myndi ég gjarnan vilja sjá Lucas koma meira inní þetta. Hann á vissulega eftir að aðlagast og því ekki hægt að gera of miklar kröfur til hans til að byrja með. Það ber þó að hafa í huga að menn verða að fá að spila til þess að aðlagast og taka framförum, því verða aðdáendur að vera þolinmóðir.
    Þó svo að þetta séu ekki þær fréttir sem maður vildi fá eftir helgina þá verður maður bara vona að þetta verði til þess liðið þétti sig saman.

  8. Reina segir að Arsenal sé besta liðið sem hann hafi spilað á móti…

    Nei, hann sagði það ekki. Hann sagði að það væri “EITT besta liðið”, sem hann hefur spilað á móti. Á þessu er munur.

    Arsenal er gott lið, en það er alveg óþarfi að afskrifa strax Man U, Milan, Chelsea og Barca. 🙂

  9. Hef ekki lesið um þetta annars staðar http://fotbolti.net/fullStory.php?id=54183
    Ég veit ekki mikið um þennan mann og veit ekki hvort það sé eitthvað til í þessu. Ég veit að maður á ekki að taka mark á Football Manager en það er samt staðreynd að yfirleitt vita þeir býsna vel hvejir eru góðir leikmenn og hverjir ekki. Ég hef oft lent í því að uppgötva leikmenn í FM/CM langt áður en ég sé hann spila í sjónvarpinu. Þessi maður er hrikalega góður í nýja leiknum og ég myndi alveg bjóða hann hjartanlega velkomin ef þetta skyldi vera satt.
    Auðvita bara slúður á byrjunarstigi….

  10. Er nú ekki alveg sammála sumum hérna að Kuyt eða Voronin séu búnir að vera slappir (að vísu fann Voronin sig engan veginn í síðasta leik). Mér finnst kallinn bara vera að láta þá gera of mikið. Kenny Dalglish á einhvern tíman að hafa sagt við Ian Rush “Sjá þú bara um að skora mörk, við skulum sjá um hitt”. Þetta er svona með mestu markaskorarana. Það verður seint sagt að Owen hafi verið duglegasti leikmaður Liverpool. En þegar loksins kom að því að elta stunguboltann eða vera tilbúinn inn í teig þá átti hann alltaf nóg eftir. Er ég að bulla bara eða eru menn sammála?

    Samt er ég alveg sammála að sjá Voronin eða Kuyt fá smá hvíld og gefa Crouch og Babel séns.

  11. Málið er Haukur #13 að Kuyt og Voronin hafa líklega ekki leikið undir getu, þeir eru einfaldlega ekki betri en þetta. Við getum bara gert okkur vonir um 4. sætið með þá kappa að jafnaði í fremstu víglínu (tala nú ekki um ef Riise og Pennant eru á vængjunum). Mér sýnist okkar helsta von felast í því að Torres nái sér fljótlega, Crouch fái að spila og Babel leysi þá af þegar við á í framlínunni. Kewell í formi kæmi sér jafnframt afar vel.

    Svo er auðvitað von í janúar að við getum krækt í frambærilega kappa, en það er nú yfirleitt þrautin þyngri.

    Ef við ætlum að keppa við Man.utd, Arsenal og Chelsea þá gengur ekki að leika endanlausan smokkabolta, við verðum að blása til sóknar með leikmönnum sem geta tekið menn á og skorað.

  12. Málið er Haukur #13 að Kuyt og Voronin hafa líklega ekki leikið undir getu, þeir eru einfaldlega ekki betri en þetta

    Þannig að þeir leikir þegar að Kuyt var að skora mörk þá var hann væntanlega að spila yfir getu?

  13. Virkilega slæmt að missa þessa menn í meiðsli áfram én svona vill ég sjá liðið í næsta leik

             Babel    Crouch
    

    Kewell Benayoun

            Lucas     Gerrard
    

    Arbeloa Hyypia Carra Finnan

                     Reina 
    

    Ef að Kewell er heill annars Kuyt þarna

  14. Kuyt og Voronin eru ekki of lélegir fyrir Liverpool. Kuyt sýndi góða takta á síðasta tímabili og Voronin byrjaði þetta tímabil á blússandi siglingu. Þeir hafa auðvitað verið í lægð eins og restin af liðinu. Ég var bara að velta upp þeirri spurningu hvort Rafa leggi of miklar skyldur á framherjana umfram það að skora mörk.

  15. 15# “Þannig að þeir leikir þegar að Kuyt var að skora mörk þá var hann væntanlega að spila yfir getu?”

    Nei, hann kemur alltaf til með að skora einhver mörk fyrir okkur, en við leikum varnarsinnaða taktík og þá verðum við að vera með skæða framherja. Myndir þú segja að Kuyt sé skæður framherji? En Voronin? Myndir þú ekki taka fagnandi manni eins og Anelka í framlínunni?

    18# “Ég var bara að velta upp þeirri spurningu hvort Rafa leggi of miklar skyldur á framherjana umfram það að skora mörk.”

    Vafalaust, en það breytir ekki þeirri skoðun minni að ef Kuyt og Voronin fengju þær ordrur að verjast ekki neitt þá myndu þeir ekki raða inn mörkum, einfaldlega vegna þess að þeir eru ekki nógu flinkir leikmenn. Þeir myndu auðvitað skora við og við en ég tel að við eigum að fá betri framherja í okkar raðir ef kostur er.

  16. Sammála Baros #19…….þó ég vilji ekki sjá hann (Baros) aftur í Liverpool 😉

    Fyrir mér eru Voronin og Kuyt típískar týpur til að fara í Blackburn, Villa eða einhvað álíka lið. Það er, góðir leikmenn en ekki alveg nógu góðir. Sérstaklega ekki þegar þeir spila saman inn á vellinum. Stend í þeirri trú að það ætti að koma meira út úr báðum þessum mönnum þegar þeir spila með annaðhvort Torres/Crouch frammi

  17. Sammála þessu held að Pandev sé bara nokkuð góður kostur vantar “eingingjarnan” framherja einhver sem hangir frammi og skorar mörk þótt hann sjáist ekki nema tvisvar og skori 2 mörk þá er hann búinn að skila sínu framherjar eiga ekki að vera vinnuhestar þeir eiga að vera árangursríkir “letingjar”

  18. Kuyt er góður.. og má ekki fara fet
    Hann á fyllilega skilið að vera í LFC, hann er alltaf að berjast. Hann spilar skapar færi fyrir samherja sína. Það eina sem hefur vantað er eins og ég hef alltaf sagt það vantar kantinn hjá okkar mönnum. Það er bara að vona að Rafa sýni okkur, hvað í guttunum býr á móti Cardiff?

  19. Vitanlega eru hvorki Kuyt né Vornin að taka skæri í tíma og ótíma og sólandi sig í gegnum varnir andstæðinganna. Það gæti verið þessvegna sem þeir eru ekki nógu góðir fyrir LFC? Mér finnst við gætum líka skoðað þetta útfrá þeirri “þjónustu” sem þeir eru að fá frá restinni af liðinu. Við hljótum að vera sammála um að það skipti máli. Það væri t.d. þjóðráð að banna Hyypia að senda boltann áfram. Ef hann væri í vafa þá gæti hann hreinsað til hliðar í innkast. Það væri vænlegra fyrir okkur en að fá andstæðinginn í bakið eins og við erum að lenda í trekk í trekk. Sama mætti gilda um Carra. Þetta myndi kannski “pína” miðjumennina okkar til að “sækja” boltann aðeins meira og þar með koma spilinu í gang.
    Í gamla daga var talað um að Liverpool spilaði einfaldan bolta. Alltaf gefa á næsta fría mann. Í dag virðist þetta vera þveröfugt, það er einhvernveginn alltaf verið að gefa á manninn sem er lengst í burtu, burtséð frá því hvort hann sé frír eða ekki. Það er líka grátlegt þegar við erum með þessa fínu miðjumenn, Gerrard, Alonso og Masche að við skulum ekki nota þá meira í uppbyggingunni.
    Mín skoðun er sú að hópurinn sem við erum með núna ætti að vera nægjanlega góður til að gera alvöru atlögu að titlinum. Þetta er bara spurning um stefnu og að búa til LIÐ úr þessum hóp.

  20. Hjartanlega sammála þér Davíð Arnar #23.
    Fyrir þremur leikjum síðan, fram að leiknum við Everton, þá var Hypia alltaf að senda boltan yfir miðjuna og að reyna að hitta á framherjana. Í þessum leikjum þá var fyrirliðin búin að vera gjörsamlega týndur. Í seinni hálfleik á Everton leiknum fannst mér Gerrard loksins fatta,eða benites sagt honum það, að hann þyrfti að sækja boltan frá vörninni, og hvað gerist? Gerrard fannst og liðið tók smá kipp. Hann átti fínan sprett þangað til að hann var tekin útaf. Það sama gerðist á köflum í Besiktas leiknum og í Arsenal leiknum var Alonso komin til þess að sækja boltan. Mér finnst líka athyglisvert að Hypia hefur nánast ekki sent neinn langan bolta fram á við í þessum þremur leikjum, þótt hann hafi haft tækifæri til þess, heldur hefur hann sent á næst mann. Það er mín skoðun að þetta sé ástæðan fyrir því að “bjartsýnismennirnir”, hérna þessu spjalli, eru að sjá batamerki á liðinu og að Rafa sé búin að finna hvað sé að sóknarleiknum. Hængurinn er hinsvegar sá að maðurinn sem á að sjá um að ná í boltan frá vörninni er bara fótbrotinn.
    Hilsen

  21. Er svekktur að heyra það að Benitez virðist ekki ætla að treysta Jack Hobbs. Vill fara að sjá hann fá einhverjar mínútur takk.
    John Barnes. Ertu í alvöru farinn að biðja um Gerrard aftur inn á miðju til að spila á svipaðan hátt og fyrir Everton leik?
    Ekki er ég þar sammála. Gerrard þarf að hafa fullkomið frjálsræði til að stýra sóknarleiknum og ég vill fá Lucas með Mascherano gegn Blackburn, með Babel og Benayoun með Gerrard undir senternum. Steven Gerrard er bestur þegar hann er með Zidanehlutverk, en ekki Keane eða Vieira. Það er allavega mín skoðun.

One Ping

  1. Pingback:

Liverpool 1 – Arsenal 1

Fowler returns! – Cardiff á morgun!