Liverpool 1 – Arsenal 1

Í dag mættust þau tvö lið í Úrvalsdeildinni sem höfðu ekki tapað leik fyrir umferðina á Anfield og í leikslok varð ljóst að svo yrði það um sinn, er Liverpool og Arsenal **gerðu 1-1 jafntefli** í toppslag umferðarinnar. Fyrir leikinn hafði mikið verið ritað um sigurhrinu Arsenal-liðsins, sem kom á Anfield með tólf sigra í röð í öllum keppnum í farteskinu, og lægð Liverpool-liðsins, sem hafði aðeins unnið þrjá sigra í síðustu níu leikjum í öllum keppnum.

Rafa Benítez stillti upp sókndjörfu liði í dag:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Riise

Gerrard – Mascherano – Alonso

Kuyt – Torres – Voronin

Arsene Wenger stillti upp nær óbreyttu liði frá því í síðasta leik:

Almunia

Sagna – Touré – Gallas – Clichy

Eboue – Rosicky – Fabregas – Flamini – Hleb

Adebayor

Leikurinn fór fjörlega af stað og okkar menn byrjuðu betur. Rafa Benítez hafði greinilega unnið heimavinnuna sína og lét sitt lið mæta Arsenal-liðinu mjög ofarlega á vellinum, sem bæði klippti Fabregas og Flamini út úr spili Arsenal-manna og stuðlaði að óöryggi í vörn þeirra, auk þess sem Liverpool-liðið spilaði hnitmiðuðum, háum boltum úr eigin vörn í átt að Touré og Gallas, þar sem Torres var duglegur að pressa og miðjumenn Liverpool unnu hvern boltann á fætur öðrum eftir skallaeinvígi.

Þetta skóp fyrstu hálffæri leiksins og varð til þess að Liverpool fékk aukaspyrnu rétt fyrir utan teig Arsenal á áttundu mínútu. Johnny Riise renndi boltanum til hliðar og þar kom fyrirliðinn **Steven Gerrard** aðvífandi og negldi í gegnum glufu á varnarvegg Arsenal og í tómt netið, óverjandi fyrir Almunia í markinu og staðan orðin 1-0 fyrir Liverpool!

Eftir þetta kom Arsenal-liðið framar á völlinn og náði smám saman að byrja að spila sinn bolta. Fljótlega eftir mark Gerrard slapp Adebayor í gegnum vörn Liverpool en Reina kom vel á móti og varði skot hans, einn gegn einum. Þrátt fyrir góða spilamennsku og þunga sókn Arsenal í fyrri hálfleik átti það eftir að vera eina markskotið sem Pepe Reina þurfti að verja, þar sem það skorti helst hjá Arsenal-liðinu að ná að klára sóknir sínar með markskotum.

Þar réði mestu um að vörn Liverpool, sem hefur verið mjög óörugg í síðustu leikjum, var frábær í þessum leik í kvöld og þótt liðin hafi verið með svipað margar marktilraunir í þessum leik var munurinn sá að flest skot Liverpool rötuðu að marki þar sem Almunia þurfti nokkrum sinnum að taka á sínum stóra til að halda sínu liði aðeins einu marki undir þá enduðu flest skot Arsenal-manna í fótum þeirra Sami Hyypiä og Jamie Carragher sem virtust glaðir henda sér fyrir öll skot gestanna.

Sóknarlega dró Liverpool-liðið sig aðeins of aftarlega fyrir minn smekk í fyrri hálfleik en beitti þó sterkum skyndisóknum inn á milli, og þá sérstaklega upp vinstra megin þar sem Torres og Voronin voru iðulega með boltann í góðu svæði til að sækja. Voronin fann sig þó aldrei í þessum leik, þrátt fyrir þrotlausa vinnu, auk þess sem það var ljóst frá fyrstu mínútu að Torres gekk ekki heill til skógar eftir meiðsli sín undanfarið og því voru sóknir okkar frekar bitlausar eins og sóknir gestanna.

Það fór svo að Torres fór útaf í hálfleik, í stöðunni 1-0 fyrir Liverpool, og inná fyrir hann kom Peter nokkur Crouch sem vildi ólmur sanna sig í þessum toppleik, enda skoraði hann þrennu síðast þegar Arsenal komu á Anfield. Hann lék mjög vel í síðari hálfleik og hefði með smá heppni getað skorað a.m.k. eitt mark, var síógnandi upp við mark Arsenal og strax í upphafi síðari hálfleiks átti hann frábært langskot sem minnti á sigurmark Neil Mellor fyrir þremur árum síðan (vá, hvað tíminn er fljótur að líða) en Almunia náði að slæma hendi í boltann og bægja honum í horn.

Annars gekk síðari hálfleikurinn svipað og sá fyrri nema hvað mér fannst bæði lið spila enn betur; Arsenal-menn fóru að sýna meira bit í sóknum sínum en þó án þess að ná að skjóta mikið á mark Liverpool á meðan okkar menn komu framar á völlinn, náðu betri tökum á miðjunni og voru nokkrum sinnum nálægt því að bæta við marki. Maður hafði á tilfinningunni þegar leið á leikinn að bæði lið gætu skorað án nokkurs fyrirvara og þetta var eiginlega bara spurning hvar næsta mark lenti.

Þegar tíu mínútur eða svo voru eftir af leiknum kom svo seinna markið, en því miður fyrir okkur féll það Arsenal-megin. Aleksandr Hleb, sem hafði dottið aðeins út úr spili Arsenal þegar leið á leikinn, fékk boltann á vinstri vængnum fyrir framan vörn Liverpool og vippaði sannkallaðri snilldarsendingu innfyrir, þar sem **Francesc Fabregas** kom aðvífandi og skaut framhjá Pepe Reina og í markið. 1-1 og tíunda mark þessa unga miðjumanns sem virðist vera að springa út á fyrstu mánuðum þessa tímabils.

Það var súrt að sjá á eftir jöfnunarmarkinu til Arsenal-liðsins svona stuttu fyrir leikslok en í sannleika sagt var bara sanngjarnt að sjá þá jafna og eftir leik gat maður lítið annað en tekið undir með mönnum að jafntefli var sanngjarnasta niðurstaðan. Við höfum rætt mikið um svokallaðan andfótbolta á þessari síðu (og víðar) síðustu daga og því var það mjög ánægjulegt að sjá tvö lið í dag sækja hart til sigurs í toppslag í ensku Úrvalsdeildinni. Bæði lið voru að spila mjög vel – Arsenal-liðið á pari við það sem þeir hafa verið að sýna í undanförnum leikjum, Liverpool-liðið talsvert betur en síðasta mánuðinn – og þetta hefði getað dottið hvorum megin sem er (sérstaklega í tveimur stangarskotum Arsenal (og í kjölfarið þegar Fabregas skaut yfir fyrir opnu marki eftir fyrra stangarskotið) og í tveimur rosaskotum Gerrard og Crouch í sitt hvorum hálfleiknum) en eftir svona opinn, skemmtilegan og hraðan sóknarleik beggja liða held ég að allir geti unað sáttir við jafnteflið.

Hvað Arsenal-liðið varðar, svo ég tjái mig stuttlega um þá, verð ég að segja að þeir stóðust væntingarnar í dag. Það hefur mikið verið rætt um lið Arsene Wenger undanfarið og talað um að þeir þyrftu að sýna að þeir gætu spilað eins gegn stóru liðunum og þeir hafa gert gegn minni spámönnum undanfarið og í dag komu þeir á Anfield og spiluðu frábærlega. Þetta lið verður vissulega erfitt viðureignar í vetur og það er ljóst að lið eins og Liverpool, Man Utd og Chelsea þurfa að vera í toppformi til að fjarlægja Nallarana af toppnum.

Hvað okkar menn varðar var þessi leikur mjög hughreystandi fyrir mig. Við munum sennilega bara spila einu sinni enn í vetur gegn jafn góðu sóknarliði og Arsenal er, og það verður í útileiknum gegn Wenger & Co., þannig að sú staðreynd hversu vel okkar menn léku var mjög hughreystandi fyrir okkur Púllarana að sjá okkar menn rífa sig af krafti upp úr lægð undanfarinna leikja.

Ljúkum þessu á leikmannamati:

**Pepe Reina:** Varði vel frá Adebayor í fyrri hálfleik og virkaði öruggur í fyrirgjöfum. Gat lítið gert við markinu.
**Steve Finnan:** Allt annað að sjá til hans í kvöld eftir hörmungina gegn Besiktas. Varðist vel og sótti mjög vel fram, en vantaði aðeins upp á fyrirgjafirnar hans.
**Johnny Riise:** Góður varnarlega og hélt aftur af Eboue allan leikinn utan eitt skipti í síðari hálfleik þegar Eboue komst óvaldaður framhjá honum og skaut í stöng. Var hins vegar skelfilega lélegur í sendingum fram á við og eyðilagði þó nokkrar sóknir liðsins í síðari hálfleik. Betur má ef duga skal.
**Sami Hyypiä:** Sá gamli var að spila gegn liði þar sem hver einasti leikmaður er helmingi fljótari en hann, en samt fann maður ekkert fyrir því í þessum leik. Þessi leikur var gott dæmi um það hvernig Sami getur bætt sér upp hraðaskortinn með góðum lestri á leiknum og oftar en ekki steig hann menn eða sendingar út í stað þess að láta teyma sig út í eltingarleik. Flottur leikur hjá þeim gamla.
**Jamie Carragher:** Hvað get ég sagt? Goðsögnin er mætt aftur. Hann var frábær í þessum leik, henti sér fyrir hvert skot og hélt alveg aftur af Adebayor. Þarna þekkjum við hann!
**Javier Mascherano:** Masche var frábær í þessum leik, braut hverja sóknina á fætur öðrum á bak aftur og var oftar en ekki byrjunarmaðurinn að hröðum sóknum Liverpool. Frábær leikur og hefði verið maður leiksins ef ekki hefði verið fyrir næsta mann.
**Steven Gerrard:** Frábært mark, frábær leikur. Gerrard hefur eins og aðrir verið frekar misjafn undanfarnar vikur en í dag var hann aðaldrifkrafturinn í sóknarleik Liverpool og algjör yfirburðamaður á miðsvæði beggja liða. Eins góðir og Mascherano og Alonso voru hjá okkur, og Fabregas hjá Arsenal, þá bar fyrirliðinn einfaldlega höfuð og herðar yfir aðra í dag og fær því að mínu mati titilinn **MAÐUR LEIKSINS**.
**Xabi Alonso:** Er það tilviljun að Gerrard hrekkur í gang um leið og Xabi kemur aftur inná miðjuna? Er það tilviljun að boltinn byrjar loksins aftur að flæða hjá liðinu? Mitt svar: nei! Xabi, við söknuðum þín! Ég vona bara að meiðslin sem neyddu hann til að fara útaf í seinni hálfleik séu ekki alvarleg.
**Andriy Voronin:** Vann eins og skepna út um allan völl en tókst aldrei að koma sér inn í spil liðsins. Hefur verið betri.
**Dirk Kuyt:** Eins og Voronin vann hann ótrúlega vel í þessum leik en hann spilaði talsvert betur og var miklu hættulegri en sá úkraínski. Það er kannski af því að Kuyt er vanari að spila sem svona útherji fyrir hollenska landsliðið. Hefði með smá heppni getað skorað mark undir lokin en allt kom fyrir ekki.
**Fernando Torres:** Var augljóslega ekki tilbúinn í þennan leik og fór útaf meiddur í hálfleik.
**Peter Crouch:** Mjög góður í síðari hálfleik, hélt bolta vel og var síógnandi. Hann hefði haft gott af því að skora en fyrst það tókst ekki verður hann að hugga sig við að hafa enn og aftur strítt þeim Gallas og Touré í vörn Arsenal.
**Yossi Benayoun:** Kom vel inn í þennan leik en náði ekki að skapa þessa “killer”-sendingu sem hann var augljóslega að leita að. Hefur verið betri, hefur líka verið verri.
**Alvaro Arbeloa:** Kom inn á miðjuna fyrir Alonso og var greinilega óvanur þeirri stöðu því hann komst aldrei inn í leikinn.

Þannig er það nú. Ég gæti skrifað miklu meira um þennan leik en lokaniðurstaðan er sanngjarnt jafntefli í opnum og skemmtilegum leik þar sem Arsenal sýndu að þeir ætla að vera á toppnum áfram og okkar menn minntu á sig eftir slæmt gengi undanfarið.

Jafntefli. Það gæti verið betra, það gæti verið verra.

139 Comments

 1. Flott mark hjá Gerrard og vonandi fær hann nú smá sjálfstraust, en er ekki alveg nógu hress með að Alonso og Torres hafi farið meiddir útaf nú gætum við þurft að bíða ennþá lengur eftir að fá okkar sterkastu menn alla leikfæra

 2. Ok, þar sem ég er að fara í matarboð þá verð ég að koma þessu áður en ég sé skýrsluna hans Kristjáns.

  Nokkir punktar. Fyrst að þeim léttvægu og svo að þeim mikilvægu.

  • Ég get ekki lengur hlustað á lýsingarnar á Sýn. Arnar Björnsson hlýtur að fá raðfullnægingar á kvöldin við að hugsa um Arsenal. Hann er álíka hlutlaus og sniðugur og þessi maður.
  • Það er þrennt, sem mér finnst að hjá Liverpool umfram allt.
  • Fyrir það fyrsta, þá eru bakverðir okkar ekki nógu góðir. Finnan virðist vera ári of gamall og Riise er farinn að spila einsog hann getur verst. Ég var orðinn bandbrjálaður á háum sendingum fráb bakverði yfir á svæðið hinum megin framar á vellinum. Þær virkuðu nær aldrei.
  • Hyypia og Carra skiluðu svo aldrei boltanum nógu vel frá sér. Þetta er stórt vandamál og gerði það að verkum að Arsenal fékk boltann á þægilegum stað og gat byggt upp sóknirnar frá byrjun. Hjá Arsenal byrjar sóknin hjá varnarmönnunum, en hjá Liverpool byrjar hún hjá varnarmönnunum sem svo sparka boltanum í innkast. Það er ósættanlegt og ég einfaldlega trúi ekki öðru en því að Rafa Benitez sé jafn pirraður á þessari spilamennsku og ég.
  • Ég skil ekki tilganginn í því að Dirk Kuyt sé þarna inná. Hann býður uppá nákvæmlega ekkert sóknarlega. Ef hann er þarna inná vegna varnarskyldunnar, þá er það sorglegt.

  En að því sem var gott.

  • Mascherano var að mínu mati frábær í þessum leik og átti klárlega sinn besta leik á tímabilinu.
  • Crouch átti fína innkomu og það var mun meira gagn af honum heldur en Torres, sem var einfaldlega ekki tilbúinn í þennan leik. Það hefðu þó allir orðið snælduvitlausir ef hann hefði ekki verið inná.
  • Gerrard spilaði vel og liðið í heild var að spila umtalsvert betur en í undanförnum leikjum. En vörnin er að mínu mati okkar aðal hausverkur.

  Ég var aldrei sérstaklega stressaður yfir þessum leik, því mér fannst frekar lítið koma útúr þessu spili Arsenal (held að þeir hafi átt 4 skot á markið) en markið hjá þeim var vissulega gott (sendingin frá Hleb var frábær).

  Annars fannst mér það sem Arsenal hafa fram yfir Liverpool var þáttaka bakvarðanna og miðvarðanna í sóknarleiknum. Gallas og Toure áttu báðir færi og Clichy og Sagna voru mikið í sóknartilburðunum. Það sama verður ekki sagt um okkar varnarlínu.

  En okkur tókst allavegana að stöðva sigurgöngu Arsenal, sem er jákvætt. En það verður eitthvað að gerast með spilið frá vörninni til þess að þetta Liverpool lið geti stjórnað spili gegn góðum liðum einsog Arsenal. Þegar við vorum miklu sterkar lið en Chelsea í ágúst þá voru Agger og Arbeloa í vörninni. Spilið gengur einfaldlega miklu betur með þá þar heldur en Riise og Hyypia.

 3. Ég held að það sé ekki varnalínu okkar að kenna að það komi langar sendingar fram sífellt. Þetta er einfaldlega leikskipulag frá Benitez að gefa langan bolta fram og vinna hann hátt á vellinum. þetta finnst mér mjög lélegt og hann verður að fara að breyta þessu.
  Af hverju gátum við ekki bara mætt þeim hátt uppi á vellinum eins og við gerðum á móti Barcelona og fleiri liðum þar sem við kæfum niður leikstíl andstæðinganna og fjölmennum framanlega á vellinum. Mér finnst þetta of mikil varnartaktík og vill fá breytingu á því.
  Vonandi er þetta bara lægðin okkar og við eigum eftir að spila betur.

 4. Rétt rétt Einar.

  • Riise má fara í ruðning eða eitthvað. Það er bara sorglegt að þessi maður komist í liðið hjá sigursælasta klúbbi Englands. Arbeloa í left back ekki seinna en í næsta leik.
  • Alonso er yfirburðabesti miðjumaðurinn í þessu liði, hrundi allt þegar hann fór af velli. Sendingarnar og afgreiðslutíminn hjá honum hjálpa liðinu gríðarlega mikið. Fær boltann og strax búinn að senda í lappirnar á sóknarmönnunum, hnitmiðaða og ákveðna sendingu. Gerði meira í þessum leik heldur en Sissoko í síðustu sex leikjum.
  • Agalega var Gerrard kallinn þungur í dag eins og Torres en Torres var bara ekki í neinu leikformi, allt hefði orðið vitlaust ef hann hefði ekki spilað samt sem áður.
  • Mikið er þetta Arsenal lið skemmtilegt, það kunna allir fótbolta þar og hraðinn í spilinu er dásamlegur. Þeir voru miklu, miklu betri en við í dag þó leikurinn hafi verið framför hjá okkur frá niðurlægingunni gegn Besiktas.
  • Eins gott að Torres og Alonso verði klárir í næsta leik!
 5. Kannski er glasið bara hálftómt hjá mér í dag. Mér fannst Liverpool ekki sýna mikið sem fær mig til að halda að liðið verði á fullu í baráttunni í vetur. Arsenal var mun betra og, þrátt fyrir ágæt færi Liverpool, þá fékk Arsenal fáránlega góð færi til að klára þennan leik.

  Það góða er að Liverpool eru enn taplausir og enn bara 6 stigum frá toppnum en nú verða menn að fara að spila betur og breyta jafnteflum í sigra!

 6. Hvað er þetta með Riise? Það er eins og maðurinn sé þarna inná til þess eins að koma ísingu á boltann? Hann er orðinn sorglega lélegur greyið.
  Það er eins og hann sé þarna inná til að sparka boltanum eins hátt og mögulegt er…helst að ísa boltann!
  Góðir kaflar hjá Liverpool og Aluminium í markinu bjargaði Arsenal ansi oft með góðri markvörslu. Arsenal var kannski að spila betur, en sköpuðu ekki mikið, að mér fannst.
  Jafntefli sanngjarnt en súrt!

 7. Djöfull er ég sammála þér Einar, ég var að verða snar útaf þessum helvítis endalausu löngu spörkum sem skiluðu engu.
  Meira að segja Reina er að dúndra fram þessum 50/50 boltum !
  Þetta verður að hætta strax.
  Annars er ég að ströggla við að sætta mig við jafnteflið, fannst við eiga hættulegri færi en Arsenal, en flæðið og spilamennskan var betri oft hjá þeim.
  Það skilaði stigi fyrir nallarana í dag.
  Spái því hér með að Man Utd vinni Arsenal á laugardagninn.

  P.s.
  Crouch kom virkilega sterkur inn í dag og ekki veitir af ef að Torres er kominn í vesen.

 8. mér fannast arnar björns ekkert hlutdrægur, hann hrósaði arsenal þegar þeir áttu það skilið og liverpool þegar þeir áttu það skilið (sem var nú ekki oft),
  Það er margt sem liverpool þarf að laga! (sammála Einari i mörgu)

  1) Bakverðir!!! riise er bara soglegur og finnan er að slappast.

  2) Annar kostur í miðvörðinn!! hyypia er löngu búinn með sín góðu gömlu ár, ekkert sem hægt er að laga núna en benitez átti að vera löngu búinn að því.

  3) Sókarbolti liverpool!!! Það vonda við benitez að hann kann varla að spila sóknarbolta nema hann sé tilviljankenndur og er mjög auðsjáanlegt hvað liverpool ætlar að gera.

  4) Dirk kuyt!!!! Hvað er dirk kuyt að gera!!!!! annað en að hlaupa???? Fá Crouch inná og láta Torres og hann sem framherja par nr 1.

  5) Af hverju fær ekki babel tækifæri? maðurinn stendur sig vel í þeim leikjum sem ég er búinn að sjá

  6)Samspil kannata og bakverða!!!!! það gerist ekkert upp kanntana hjá liverpool, vegna hjálp hjá bakvörðunum er enginn. EÐA LIVERPOOL SPILAR EKKI MEÐ KANNTMENN VEGNA BENNI VILL FARA UPP MIÐJUNA EÐA LANGUR BOLTI FRAM OG VONA AÐ VINNA SKALLARBOLTA

  7) liverpool liðið hreyfir sig litið án bolta. þú sérð sjaldan 1 sertínar fótbolta hjá okkur. Þrýhyrningar spil hjá okkur er litið notað.

 9. Það sást svo greinilega í þessum leik hvað fótboltahæfileikar Arsenal eru mikið meiri en hjá okkur. Vissulega áttum við hættuleg færi og þessi leikur var mikil bæting frá undanförnum leikjum en langt frá því að vera nógu gott. Arsenal liðið var með boltan yfir 60% í leiknum. Búnir með tvo heimaleiki gegn toppliðunum og niðurstaðan heil tvö stig…LÉLEGT!

  Við verðum ekki meistarar í ár með svona spilamennsku. Og því miður þá sé ég ekki Benitez breyta þessu liði í meistaralið…eins og ég var nú ánægður þegar hann kom og með byrjunina hjá honum.

  Niðurstaða: Skárra en undanfarið, en langt frá því að vera nógu gott!

 10. Þessi leikur gerði ekkert fyrir mig nema að minna mig á af hverju ég virkilega hata Arsenal liðið mest á Englandi. Jújú þeir spila sinn krúsídúllubolta en þeir eru jafnframt óheiðarlegasta lið fótboltasögunnar. Sáu menn t.d. muninn á því þegar brotið var á Torres frekar illa og þegar Adebayor og Eboue féllu (oftar en ekki við litla sem enga snertingu). Í staðinn fyrir að leggjast niður og væla reyndi Torres meira segja að halda áfram þrátt fyrir að augljóslega var brotið á honum. Þeir félagar hjá Arsenal hins vegar falla við minnsta andardrátt andstæðingsins. Hvað var það t.d. þegar Adebayor stökk á hendina á Hyypia ?! Það meiðir sig enginn nokkur maður við þetta. Hvurslags atvinnumaður reynir að veiða annan út af ?! Þetta lið hefur alltaf verið svona og verður það greinilega enn ?! Hvor er þá að skemma boltann meira, Rafa eða Wenger ?!

  Ókey ég er Liverpool maður og litaður og gott með það. En fyrirgefið, mér finnst beinskeyttar og hnitmiðaðar sóknir Liverpool alveg eiga heima við hliðin á 3000 sendingaríeinnisókn-boltanum hjá Arsenal. Vissulega er ég sammála því að það komu óþarflega margir háir boltar frá vörninni en þegar Alonso, Mascherano og Gerrard fá svo boltann loksins og búa eitthvað til gerist þetta hratt og örugglega. Um leið og Agger og Arbelóa koma aftur (fingers crossed að þetta sé ekki alvarlegt hjá Xabi) munu þessir háu boltar hverfa strax. Carra og Hyypia hafa bara ekkert auga fyrir spili.

  Get engann veginn verið ósáttur við spilamennsku Liverpool. Sáum það t.d. að Alonso er töluvert betri leikmaður en Fabregas (ekki gleyma að hann er búinn að vera meiddur í 4 vikur), Mascherano stöðvaði Arsenal uuu óteljandi sinnum, við sáum gamla góða Gerrard, Carra hreinlega gekk yfir menn þarna í vörninni. Eina sem ég er að var þáttaka bakvarðanna í leiknum yfirhöfuð. Finnan er skugginn af sjálfum sér þessa dagana og Arbeloa er bara töluvert betri fótboltamaður en Riise. Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist þegar menn eins og Agger, Alonso, Torres og jafnvel Kewell koma aftur í þetta.

 11. Fín skýrsla hjá þér Kristján. Mér fannst við mæta Arsenal liðinu fantavel og baráttan skein úr andlitum flestra leikmanna. Var þetta ekki leikur númer 400 hjá Gerrad fyrir Liverpool? Ekki slæmt að skora þetta glæsilega mark og vera sannarlega maður leiksins … en mikið rosalega virðumst við hafa saknað Xabi, og ef meiðslin eru jafn alvarleg og Andri Fannar (9) bendir á … þá koma smá áhyggjur upp í mér. Með Mascherano, Gerrard og Alonso í toppformi á miðjunni, þá er þetta besta miðjan í dag.

  En ég er sammála því sem fram hefur komið, að við þurfum að breyta þessum jafnteflum í sigurleiki. Jafntefli er betra en tap, og nú er það alveg ljóst að Arsenal getur tapað stigum … 🙂 og þar af leiðandi sé ég fram á þétta og skemmtilega toppbaráttu framundan. Við erum í 6. sæti, sex stigum á eftir toppliðinu … þéttur pakki.

  Svo rústum við næstu leikjum og gleðin verður við völd…

 12. Ég er bara dapur eftir þennan leik!! Einhvern veginn hafa veikleikar okkar aldrei verið jafn augljósir og í dag …í mínum augum það minnsta.
  Á Anfield og við liggjum í vörn!!!! Hver andskotinn er það?????

  Ég er þakklátur fyrir jafnteflið.

  Við eigum í augljósu basli með sóknarleikinn. Það þarf enga knattspyrnu sérfræðinga til að sjá það.

  Það sem stendur upp úr eftir daginn í dag hjá mér. Ég er hættur að gera mér vonir um stóra hluti á þessari leiktíð. Ef það gerist…. frábært..bónus en ég er hættur að blekkja sjálfan mig!!

  Svona líður mér bara… mig langar að alveg ótrúlega mikið til að vera ógeðslega jákvæður og uppfullur af sjálfstrausti fyrir hönd okkar manna. En er það bara lífsins ómögulegt “akkúrat” núna!! 🙁

  Púfffffffffff……. ynwa
  Einn dapur!!!

  P.s. Ég veit að mér líður betur á morgun þegar ég sé skoða stöðuna meira hlutlaust. Ég meina við erum aðeins 6stig frá eftsa liði og taplausir hingað til!!

 13. Litlu við leikskýrsluna að bæta. Ánægjulegast við leikinn fannst mér frammistaða Javier Mascherano. Hann vann hvern boltann á fætur öðrum og er gríðarlega duglegur þarna á miðjunni.

  Er ekki sammála því að Reina hafi lítið getað gert í markinu. Hann hikaði þegar sendingin kom innfyrir og ég hefði viljað sjá hann keyra strax á landa sinn og loka markinu almennilega. Auk þess sem hann fór ekki út á móti Fabregas þá gerði hann sig ekkert breiðan þegar hann var að skjóta…

 14. Alveg sammála jóni #14
  En nei Reina helt að Fabregas væri að fara að taka eitt touch í viðbót og ætlaði að bakka og loka markinu betur. Fabregas tók hann í fyrsta og eðlilega var Reina ekki undir það búinn. Get alls ekki kennt honum um þetta mark. Frekar varnastíl Benna.

 15. Ég er orðinn vel pirraður á þessum vinnuþjörkum sem skila engu. Það er ekkert sniðugt að vera að grafa holu fyrir ekki neinu. Kuyt er búinn að vera lélegur á þessu tímabili, vinnur kannski á fullu en það kemur svo lítið úr því.

  Núna þurfa menn bara að fara að geta eitthvað í sókninni. Hún er bitlaus eins og er!

 16. Þessi leikskýrsla er nú meiri sjálfsblekkingin. Skýrsluhöfundur byrjar með því að stilla Voronin og Kuyt upp frammi en það sáu allir sem horfðu á leikinn að þeir voru ekki að spila frammi. Svo er ekkert minnst á þessar endalausu kýlingar fram sem fóru yfirleitt beint á Arsenal menn. Gat ekki séð þennan stórgóða leik Liverpool sem skýrsluhöfundur sá. Nema þetta sé svona mikil framför frá undanförnum leikjum að þetta teljist gott.

 17. Ég er sannarlega sammála Jóni (14). Ég skil ekki hvernig hægt er að bera saman þessi tvö lið sem voru að spila í dag. Hverjum dettur í hug að ætla að breyta miðlungsleikmanni í Þýskalandi og gera hann að stjörnu í Englandi…fyrir utan að hann er með númer 10 á bakinu….sem er skömm. Hann gæti kannski verið varamaður hjá Middlesboroug. Riise og Hyypia eiga síðan ekkert að vera þarna….en það er sorglegri saga.

  Það jákvæða við leikinn eru miðjumennirnir 3. Þeir voru frábærir….ég hreinlega elska Macherano. Ég bara trúi ekki að við látum þennan snilling sleppa frá okkur eftir tímabilið. Gerrard orðinn aftur Gerrard og Xabi sýndi af hverju við höfum saknað hans.

  Það sést greinilega þessa helgi að við erum aðeins með 3-4 besta liðið í Englandi….líkt og síðustu 2 ár. Ég skil vel að Arnar Bjöss hafi hrósað Arsenal fyrir frábæran fótbolta því þeir spila frábærann fótbolta….það þýðir ekkert að loka augunum fyrir því. Ég er sáttur með 3 sætið þetta árið og ætla ekki að láta mig dreyma um annað. Það vantar mikið í þetta lið þannig að við förum að berjast um Engalndsmeistaratitilinn. Það vantar 2 framherja og 2 varnarmenn…..fyrr verðum við ekki meistarar.

 18. Ég horfði á þetta í dag og þrátt fyrir svartsýnina í miðri viku hjá mér verð ég að hrósa okkar mönnum, skynsamur leikur og við óheppnir að vinna ekki, hefðum etv. átt að fá víti í fyrri hálfleik þegar Sagne kýldi boltann frá og síðan voru þessi tvö stangarskot og færin eftir það líklega það hættulegasta frá Arsenal, þeir spiluðu flottan bolta út á velli en 20 sendingar gefa ekki mark, þeir þurfa að slútta og við komum vel í veg fyrir það í leiknum! Við spiluðum aðra taktík og ekki eins fagra og Arsenal en þegar tölfræðin er sett fram var árangur svipaður.! Okkar taktík var augljóslega að nota hraðann á TORRES sem var því miður ekki til staðar í dag.! Mascherano maður leiksins að mínu mati, drengurinn var eins og naut í flagi.!! Þurfum meiri ógn frá bakvörðunum annar þeirra klaufskur með boltann og hinn fastur í 1.gír.!

 19. Ég held að menn þurfi að vera rosalega jákvæðir til að halda því fram að Liverpool hafi verið góðir í dag. Betri en í síðustu leikjum vissulega, en er það ásættanlegur mælikvarði? Jafnvel þó Liverpool hefði unnið í dag, þá hefði maður ekki getað verið fyllilega sáttur við spilamennsku liðsins. Þetta er alltof tilviljunarkennt og hægt allt saman. Ég var skíthræddur í hvert einasta skipti sem Arsenal menn voru með boltann, en bjóst aldrei við neinu þegar Liverpool hafði hann. Þó Liverpool menn eigi nokkur skot sem skapa hættu, þá breytir það því ekki að það er allt tilviljun háð, ekki markvissri og skipulagðri uppbyggingu spils. Ef Liverpool fær hættulegt færi eða jafnvel mark, þá er það oftast vegna einstaklingsframtaks eða heppni. Það er ekki traustur grunnur til að byggja á hefði ég haldið.

  Svo er annað. Sumir Liverpool menn hafa stundum bent á að Arsenal liðið hafi nú ekki náð stórkostlegum árangri síðustu ár og því sé kjánalegt að hefja þá og spilamennsku þeirra upp til skýjanna. Ég er á þeirri skoðun að lið sem spilar svona flottan fótbolta geri stuðningsmenn sína alltaf stolta, jafnvel þegar þeir tapa, og því sé fullkomlega eðlilegt að dást að þessu liði. Ég myndi frekar vilja sjá Liverpool spila svona bolta og tapa en að sjá þá spila tilviljunarkenndan og hægan varnarfótbolta og sigra.

  En hvað veit ég svosem.

 20. Ertu að grínast með þessa leikskýrslu Kristján? Það er gott að vera jákvæður, en í hófi þó. Best þykir mér þó að vera raunsær.

  Liverpool hékk í vörn allan leikinn og byggði leik sinn upp á skyndisóknum. Svona er þetta bara orðið hjá klúbbnum. Ömurlegur fótbolti, skömm að þessu. Við megum þakka fyrir þetta stig.

  Liverpool var alltaf að spila skemmtilegan bolta þegar maður byrjaði að halda upp á þá, en vá, það er sko ekki í boði núna.

 21. Það fór alveg eins og ég spáði…
  Liverpool spilaði 4-3-3
  Leikurinn fór 1-1.

  Skil ekkert í Rafa að hafa Torres þarna inná þegar hann var augljóslega engan veginn líkamlega tilbúinn í þennan leik. Ef við hefðum haft sóknarmann á toppnum sem hefði getað pressað allan tímann í stöðunni 1-0 þá hefðum við unnið þennan leik, jafnvel stórt.
  Við unnum þá mjög auðveldlega 4-1 á Anfield í fyrra og ég lít því á þetta sem 2 töpuð stig.

  Ég get ekki tekið undir þetta stöðuga slef manna yfir leik Arsenal. Það fer mikil orka í að spila eins og þeir gera og þeir munu pottþétt gefa eftir er á líður tímabilið, sérstaklega ef Fabregas meiðist. Arsenal voru mjög hugmyndasnauðir að brjóta niður vörn Liverpool er á leið. Ef Alonso hefði ekki meiðst og Liverpool dottið svona mikið aftur þá hefði Arsenal getað spilað langt frammá nótt án þess að skora.
  Arsenal spila alltaf nákvæmlega eins, ef þú hefur leikmann eins og Xabi Alonso sem getur stjórnað tempói leiksins og haldið boltanum vel innan liðsins þá geturu látið Arsenal líta út sem mjög óagað og naive fótboltalið.

  Bara verst að Liverpool situr ennþá uppi með löturhæga leikmenn eins og Riise, Hyppia, Finnan, Kuyt o.fl. sem geta ekki hjálpað í dag við að pressa almennilega né loka miðjunni nógu hratt.

  En hvað um það. Liverpool er enn taplaust í deildinni. Nú er bara að halda dampi, spila áfram 4-3-3 og byrja að valta yfir lið vinstri hægri eins og við gerðum í upphafi leiktíðar. 🙂

 22. Júlli það hlítur að vera hægt að bera saman lið sem skilja jöfn. Ef ekki hvað liðo er þá hægt að bera saman. Ég skil ekki þessa eilfíðu neikvæðni. Þegar okkar lið sem búið er að spila illa skilur jafn við þa liðo sem búið er að spila best þá hlítur það að vera jákvæt. Þetta Liverpool lið getur alveg unnið deildina eins og liðið 2005 vann meistaradeildina. Liðið er ennþá taplaust en samt eru menn farnir að sætta sig við 3 sæti í deildinni. Hafa menn ekki tekið eftir því að þótt liðið hafi verið að spila illa síðustu vikur þá er byrjun okkar í deildinni samt sú besta í nokkur ár.

 23. Fyrirgefðu…..en var þetta 4-3-3 ?????
  Þetta var í besta lagi 4-5-1…..sérstaklega í seinni hálfleik.

 24. Vonbrigði að ná ekki að vinna þennann leik þótt svona í heildina voru þetta sanngjörn úrslit….En Arnar Björs fékk hverja raðfullnæginguna af annari yfir spilamennsku arsenal í þessum leik,sem var jú reglulega góð úti á velli en það var ekkert mikið meira en það,markið þeirra var bara stungusending innfyrir og ekkert við því að gera,kemur fyrir í öllum leikjum…En það má heldur ekki gleyma því að arsenal komu inn í þennann leik með bullandi sjálfstraust annað en okkar menn…..Á móti arsenal er lítið annað hægt að gera en að leyfa þeim bara að spila sín á milli úti á velli og verjast þeim aftarlega því þeir eru nokkuð seigir í að spila sig í gegnum varnir andstæðingana með stuttu spili..við lokuðum á það og ef Torres Alonso og Agger hefðu allir verið með heilir heilsu þá hefðum við tekið þetta arsenal lið…fabregas toure og persi væru allir búnir að vera frá í mánuð og væru að fara að spila við okkur í fyrstaskipti í langann tíma?þeir hefðu ekki átt glætu,,arsenal er bara svona lið sem önnur lið verða að leyfa að vera með boltann og verjast þeim aftarlega svo þeir geti ekki spilað sig í gegnum varninar….Þeir halda betur boltanum en Liverpool það er einginn spurning.En ef þessir 3 máttastólpar væru t.d mjög tæpir eins og 2 af okkar aðal mönnum þá lyti þetta lið allt öðruvisi út

 25. Persónulega fannst mér klassamunur á þessum liðum í dag. Arsenal var á allt öðru tempói heldur en Liverpool og þegar 15 mín voru eftir voru leikmenn Liverpool orðnir lafmóðir eftir að hafa verið að elta boltan í allann leikinn. Arsenal liðið hélt boltanum vel innan liðsins, náði mörgum sendingum milli manna meðan liverpool pakkaði 11 mönnum fyrir aftan miðjum og dældi fram löngum sendingum.

  Það er alveg ljóst að það eru alltof margir veikleikar í Liverpool liðinu. Eins og Einar Örn nefnir þá er bakverðir liðsins gjörsamlega lamaðir. Styðja mjög lítið við kantarana sem gerir það að verkum að þeir hafa ekki marga kosti í stöðinni þegar þeir eru með boltann. Það er alveg ljóst að lið sem er með Riise í byrjunarliðinu hefur ekki getu til að verða enskur meistari.

  Sóknarleikur liðsins er tilviljanakenndur og þunglamalegur. Liðið nær ekki ekki meira en þremur sendingum innan liðsins og margar sóknir hefjast á löngum sendingum fram völlinn þar sem treyst er á guð og lukkuna hvar boltinn dettur niður. Vissulega hefði Liverpool með smá heppni getað stolið sigrinum en heppnin var með Liverpool að þesu sinni að halda jafntefli.

  Jákvætt í þessum leik var barátta Liverpool manna. Miðjumennirnir voru duglegir og varamennirnir komu sterkir inná. Fatta reyndar ekki alveg af hverju Arbeloa var settur inní miðjuna, greinilega ekki vanur að spila þar, enda missti hann Fabregas illa frá sér í jöfnunarmarkinu.

  Einnig jákvætt að ná einu stigi á móti Arsenal og vera spila illa heilt yfir. Það þarf margt að lagast í leik liðsins ef það ætlar að elta Arsenal og Utd. í báráttunni um titilinn.

 26. Ég er hættur að nenna að lesa þessa endalausu neikvæðni alltaf hreint.

  Takk fyrir samveruna.

 27. Hvað gengur fólki til í allri þessari neikvæðni? Vissulega hefur Arsenal liðið verið að spila vel, og Liverpool ekki eins vel … en að koma hingað eftir leiki og hrauna yfir leik okkar manna, og segja að skýrslan sé “sjálfsblekking” (Joe, 18) … í alvöru: hvað gengur ykkur til?

  Þó ég sé ekki jafn dramatískur og Helgi J, sem virðist vera að hætta að koma hingað út af neikvæðni, þá get ég alveg tekið undir það að það er dálítið þreytandi að lesa ummæli sem ganga út á neikvæðnina. Fyrirfram voru kannski sumir búnir að búast við stórsigri Arsenal, en þegar kemur svo í ljós að við vörðumst þeim gífurlega vel … þá er samt talað um glæsileik Arsenal og lélega spilamennsku okkar. Tilviljunarkennd færi hjá okkur en ekki Arsenal … hvað fengu Arsenal menn mörg skot/hættuleg tækifæri í leiknum? Hvað áttum við mörg skot?

  Og jafnvel þótt Liverpool hefði unnið, þá hefðu menn (21) ekki verið sáttir við spilamennskuna … !! Hvað þarf að gerast til að allir séu sáttir hér?

  Kannski draumur hjá mér að hugsa svoleiðis, en ég sé bara ekkert að því að horfa á ljósu punktana og fókusera á þá staðreynd, að Arsenal náði jafntefli við okkur.

 28. Það verður bara að segjast eins og er að við getum þakkað fyrir stigið í dag enda við því miður í allt öðrum gæðaflokki en Asernal. Maður þorir samt varla að tjá sig frekar um þetta. En leikurinn var skemmtilegur, bjórinn góður og frábær umgörð í Allanum á Akureyri og Liverpoolklúbbnum til sóma. Góða vinnuviku allir súrir og sælir

 29. ég er mjög ánægður með þetta stig miðað við hvað hefur gengið á síðustu vikur. arsenal á þvílíkri siglingu og við í lægð með 2 lykilmenn tæpa og í engri leikæfingu. þegar xabi, torres og agger verða komnir aftur í leikæfingu og líkamlegt ástand til að spila alla leiki þá fer þetta að rúlla aftur, það segir sig sjálft.

  hvernig haldiði að man utd myndi spila ef það myndi vanta 3 lykilmenn þar, segjum bara rooney, ronaldo og ferdinand, haldiði að það myndi ganga hikstalaust fyrir sig? ég er ekki svo viss.

  ég er handviss um að þegar þessir leikmenn koma til baka þá förum við á siglingu rétt eins og arsenal eru á núna. þess vegna er ég sáttur við þetta stig, gríðarlega mikilvægt! við spiluðum á 10 mönnum í fyrrihálfleik því torres var augljóslega meiddur ennþá. xabi sýndi okkur í dag að það er hann sem er heilinn í þessu liði. agger mun búa til stöðuleika í vörninni og torres hraðann og leiknina frammi. ég býð spenntur þangað til þessir 3 verða klárir á nýjan leik.

  mascherano maður leiksins að mínu mati, berst út um allan völl..er kannski að sækja við vítateig andstæðinganna og er mættur eftir 8 sek í eigin vítateig að tækla, priceless..minnir um margt á steven gerrard fyrir nokkrum árum þegar hann nennti þessu=/

  ynwa

 30. Doddi: Ef Liverpool vinnur leik, á maður þá sjálfkrafa að vera sáttur við spilamennskuna? Sama hvernig sigurinn kom til? Þó liðið væri t.d. yfirspilað og tætt niður, en tækist fyrir slysni og heppni að vinna vinna sigur, ætti maður þá bara að vera ánægður og slökkva á öllum kröfum og væntingum til liðsins? Slepptu upphrópunarmerkjunum, þau sýna fátt annað en þá hrokafullu ályktun þína að þín skoðun sé æðri skoðunum annarra.

  Það er ekki sjálfsagt að búast við að menn líti á björtu hliðarnar, einungis vegna þess að þú kýst að gera það. Hversvegna er það réttara að vera jákvæður en neikvæður? Hversvegna er eðlilegra að vera sáttur með jafntefli og lélega spilamennsku en að vera ósáttur við það? Ég skil ekki þennan hrokafulla hugsunarhátt sem fullmargir eru farnir að temja sér. Pirringur er ekki endilega neikvæður, pirringur er nauðsynlegur t.d. þegar breytinga er þörf. Ef enginn pirringur er til staðar, þá breytist ekki neitt, enda eru þá bara allir sáttir við það sem þeim er rétt.

  Menn eru bara orðnir langþreyttir á lélegri spilamennsku Liverpool. Jafntefli við Arsenal breytir því ekki, ekki frekar en tölfræði um árangur núna vs. sama tíma í fyrra. Meginvandamálið er Liverpool spilar hugmyndasnauðan og hundleiðinlegan fótbolta. Menn eru bara orðnir þreyttir og pirraðir og þeir mega vera það.

 31. Ég er virkilega og innilega mjög ánægður með þessa leikskýrslu og er sannarlega sammála öllu sem í henni stendur. Les þessa síðu svona um það bil 40 sinnum á dag og hef sjaldan lent á skýrslu sem ég er jafn sammála og þessari um eigin lið. Sumir sögðu fyrir leik að þeir yrðu ánægðir með jafntefli.

  Ég verð bara að segja að jafntefli er fyllilega verðskulduð úrslit í þessum leik. Enda bæði lið að standa sig alveg undur, fantavel. Arsenal sóttu og Liverpool sóttu. Bæði vörðust vel. Það var bara ekki hægt að biðja um sanngjarnari úrslit ef hlutlaus maður að spyrði.

  Þið megið kalla mig wanker og pussy og allt þar á milli en við verðum að átta okkur á hversu stór þessi leikur var og er fyrir Liverpool og Rafaél. Þegar ég sá byrjunarliðið á írska pöbbnum í Eindhoven borg var ég mjög ánægður með framsækið leikkerfi. Seinna sá ég að hinir tveir framherjarnir skiluðu jafn mikli varnarvinnu og Carra og Hyypia. Það var það eina sem bogaði mig. Að fatta eftir markið að þetta var ekkert framsækið leikkerfi. Samt, hefðu Arsenal menn alveg mátt sleppa því að skella þessu marki inn… en sáttur er ég!!

  Treystum Rafa!
  Öndum Liverpool
  Lifum Liverpool

 32. Xabi Alonso sýndi það í dag að hann er yfirburðar miðjumaður í Liverpool FC.

  Þetta er ótrúleg umbreyting á einu liði að fá hann aftur. Það var hreinlega allt annað að sjá liðið. Það sást svo um munaði þegar hann fór útaf hve mikilvægur hann er. Allur leikur LFC hrundi og það var ekki control á nokkrum sköpuðum hlut. Arsenal sótti og sótti eftir að Alonso fór útaf og við ljón heppnir að halda einu stigi.

  Ég er mjög ósammála því að Gerrard hafi verið maður leiksins, vissulega skoraði hann glæsilegt mark og var betri en að undanförnu en hann far langt frá því að vera í sama klassa og Mascherano og sérstaklega Alonso.

  Það að missa Xabi aftur í löng meiðsli verður hreinn killer fyrir Liverpool því það virðist sem Gerrard leiki aldrei vel nema hann sé með Alonso. Það sem verra er þá virðist aldrei vera neitt skipulag á leik Liverpool meðan Xabi er ekki með að stjórna spilinu og aldrei nein hugmyndafræði fram á við og það er mjög miður.

  Áfram Liverpool

 33. Eins og ég sagði í síðasta þræði, þá er stórbæting á liðnu og ég vona að við sjáum þá fljótt aftur í liðinu okkar, Agger, Torres og Xabi.
  Það er gott að hafa náð jafntefli í leiknum, m.v. undanfarnar framistöður og við verðum að gera okkur grein fyrir því að leikurinn hefði átt að fara 3-3 m.v. þau færi sem voru í gangi.
  Greinilegt að menn hafa tekið sér taki, og klárað að koma sínu performancei í lag, s.b.r. Macerano, Gerrard, Carrager og Hyypia. Ánægður með þann gamla í dag 🙂
  Hinsvegar náði ég ekki alveg leikkerfinu hjá Rafa í dag, og ég held að leikmennirnir hafi ekki alveg náð því líka, því mér fannst þeir ekki alveg vera að skilja þetta greyin.
  Allavega, bæting og það mikil, því nallarnir eru búnir að vera sjóðandi heitir og jafnvel meistaraefni. Gaman að svona fótbolta.
  Næst á dagskrá hjá okkur eru leikir sem við eigum að vinna ! og ekkert múður. Koma sér svo í gírinn þannig að við verðum ósigrandi !!!
  Þoli ekki neikvæða og heimsk komment !!
  Brandari dagsins er hinsvegar: andfotbolti.net og lýsing á leiknum. Spurning hvort sá gaur sé orðinn 11 ára !!

 34. Jæja, jafntefli á Anfield gegn Arsenal og menn strax lagstir í þunglyndi, alveg merkilegt hvað stuðningsmenn liðs sem ekki hefur unnið meistaratitilinn í 16 ár geta kvartað yfir því að vera taplausir í deildinni. Rétt upp hönd sem hélt að liverpool myndi spila blússandi sóknarbolta í leiknum í dag og kaffæra þetta arsenal lið… akkúrat!

  Við erum að horfa upp á Liverpool liðið í lægð og Arsenal liðið að spila eins og það best getur, það var aldrei hægt að búast við öðru en að Arsenal liðið yrði a.m.k. jafngott og Liverpool í þessum leik. Ég viðurkenni það fúslega, ég var smá fúll þegar lokaflautið gall en 5 mínútum seinna áttaði ég mig samt á því að við stöðvuðum 12 leikja sigurgöngu Arsenal, liðs sem er með sjálstraustið í botni á meðan sjálfstraust okkar liðs á sama tíma er eins lítið og hægt er, við stöðvuðum sigurgöngu liðs sem á bara eftir að fara niður á við í vetur, þetta lið verður ekki meistari í vor, ég er af einhverjum ástæðum sannfærður um það. Það afskrifuðu þá allir í byrjun tímabils og það er oft ágætt að vera underdog í fótbolta. Núna eru hins vegar flestir búnir að átta sig á því að þetta lið getur eitthvað í knattspyrnu og á næstu vikum förum við að sjá önnur lið veita þeim þá virðingu sem þeir eiga skilið og um leið fara þeir að tapa stigum.

  Liverpool liðið er í lægð, því verður ekki neitað og ég hef sagt það áður og segi enn, henni lýkur ekki fyrr en við fáum Alonso/Agger aftur úr meiðslum. Liverpool liðið spilaði margfallt betur í þessum leik en undanförnum leikjum sem ég hef séð, þ.e.a.s. þangað til Alonso fór útaf en um leið fórum við aftur í að kýla botanum fram völlinn, mér fannst Arsenal aldrei líklegt til að skora fyrr en einmitt þá, afhverju er benitez ekki búinn að finna lausn á þessu, hann fær þó smá hrós í kladdann fyrir að reyna eitthvað nýtt með að senda arbeloa inn í staðinn fyrir alonso, því miður gekk það bara ekki upp. Ég krosslegg bara fingur og vona að meiðsli Alonso séu ekki alvarlegri en það að hann verði leikfær um næstu helgi.

  1 stig gegn Arsenal er enginn heimsendir, þó það sé á heimavelli, við erum enn taplausir í deildinni og eftir leikinn gegn blackburn um næstu helgi fer leikjaprógrammið aðeins að róast og leikir gegn fulham, bolton og reading ættu að koma liðinu í gír aftur, ef við verðum enn í vandræðum eftir þá skal ég fara að örvænta en í augnablikinu er ég ennþá bjartsýnn á að í byrjun desember verði slæmi kafli tímabilisins að baki, leikmennirnir komnir í stuð aftur og toppur EPL í sjónmáli. Glasið mitt er allavega hálffullt.

 35. Þó ég sé í grófum dráttum ósammála þessari leikskýrslu þá beið álit mitt á þessari síðu ekki hnekki við lestur þessarar síðu. En sýnir þú professionalisma Kristján? Hvað er annars professionalismi? Er það ekki bara skoðun manna á leiknum? Mig langar bara að vita það fyrst þú segir mína skýrslu vera ófagmannlega.

  Ég verð fyrsti maðurinn til að gagnrýna Arsenal liðið þegar þar að kemur. Hef aftur á móti lítið út á þá að setja í dag enda að spila í þvílíkri ljónagryfju og stóðu sig vel. Liverpool menn vörðust aftur á móti vel en sóknarleikurinn ekki upp á marga fiska.

  Þessi skýrsla er þín skoðun og “þínar staðreyndir” og er það vel. Keep it up, seriously. Ég legg til að endurskoðir afstöðu þína til stíga út úr þessu bloggi, það er augljóslega nægur eldur í þér.

 36. Það er undarlegt að horfa á töfluna og sjá Blackburn fyrir ofan Liverpool í töflunni, mjög súrt. Liverpool á einmitt sinn næsta deildarleik á Ewood Park en þar hefur stundum gengið illa.

  Liverpool er með 20 stig núna eftir 10 deildarleiki en eftir sama leikjafjölda í fyrra einungis 14 stig – þar af 4 tapleikir! En í fyrra unnum við þó bæði Arsenal og Chelsea á heimavelli.

  Það má horfa á tölfræðina og túlka hana fram og til baka. Það breytir ekki aðalmálinu sem er í mínum huga það að gæði þeirrar knattspyrnu sem Liverpool er að bjóða okkur upp á þessa dagana mun ekki skila okkur titlinum. Vonandi breytist það í næstu leikjum, en ég er ekkert alltof vongóður.

 37. Birgir, ég er að skrifa á Liverpool-síðu þar sem ég skulda engum neitt annað en mína skoðun. Hér er fullkomlega eðlilegt að menn séu hlutdrægir í garð eins liðs. Þið á Andfotbolti.net hins vegar gefið ykkur út fyrir að vera síða sem fjallar um öll lið á jafnan hátt. Það er hins vegar ekki að sjá á leikskýrslu ykkar í dag.

 38. Jákvæður leikur og góð frammistaða, sanngjörn úrslit. Liverpool hefði getað tekið sigur (eða tapað) með því að bakka minna í vörn.

  “Núna þarf Rafa bara að halda sterkasta hóp sínum á vellinum þangað til þeir fara að vinna reglulega, svo getur hann farið að hrókera, þannig á að gera þetta.” (Alan Hansen, Match of The Day, 28. Okt 07).

 39. Það breytir ekki aðalmálinu sem er í mínum huga það að gæði þeirrar knattspyrnu sem Liverpool er að bjóða okkur upp á þessa dagana mun ekki skila okkur titlinum

  Ég er sammála þessu.

  En mér finnst einsog að menn hafi verið að vonast til þess að Liverpool tækju 180 gráðu beygju og myndu allt í einu kaffæra Arsenal í blússandi sóknarbolta. Það gerðist auðvitað ekki, en leikurinn í dag var gríðarlega framför frá fyrri leikjum og okkur tókst eftir allt að stöðva sigurgöngu Arsenal.

  Sumir vildu sjá 180 gráðu beygju og breytingar og sigur og eru fúlir yfir því að það tókst ekki. Ég skil það ágætlega. En ég vildi sjá baráttu, batnandi spil og að við myndum ekki lenda í miklu vandræðum og það gerðist í dag. Hefðum við spilað einsog á móti Besiktas, þá hefðum við tapað 4-0.

  Vissulega er enn margt sem má bæta (sbr mín komment hér að ofan) en ef menn sáu engar framfarir í dag þá er það magnað.

  Varðandi kommentið um Arnar Björnss.. Já, Arsenal lék vel í dag, að mörgu leyti betur en Liverpool. Arsenal var þó langt frá því að vera eitthvað yfirburðalið á vellinum í dag. Og leikurinn réttlæti alls ekki viðlíka lýsingu og við fengum hjá Arnari í dag. Þar var hver einasti þríhyrningur hjá Arsenal kallaður “stórkostleg snilld” og misheppnaðar sendingar hjá Liverpool voru ítrekað kallaðar “hörmung”. Arnar Björnsson á að lýsa leiknum, en hlífa okkur við sínum persónulegu skoðunum.

  Upphitunin hjá Gaupa er svo efni í heila færslu. Hún var ólýsanlega slæm.

 40. Nákvæmlega, tek undir með því sem Einar Örn segir. Ég sagði ekki að þetta hefði verið frábært hjá Liverpool. Ég sagði að þetta hefði verið betra en í undanförnum leikjum. Ég sagði að þetta gæti verið verra, en ég sagði líka að þetta gæti verið betra. Ég hrósaði þeim leikmönnum sem mér fannst spila vel en ég gagnrýndi líka þá sem mér fannst spila illa. Ég sagði að liðið hefði legið of aftarlega fyrir minn smekk, sérstaklega í fyrri hálfleik, og ég hrósaði Arsenal-liðinu fyrir að spila vel og hafa sótt meira í leiknum, en þó minntist ég á að fleiri skot Liverpool rötuðu á ramma Arsenal.

  En neinei, ég er haldinn sjálfsblekkingu. Ég er já-maður. Mig skortir raunsæi.

  Verði ykkur að því. Ég ætla ekki að ræða þetta við bölsýnismenn. Við sem erum á þeirri skoðun að leikurinn í dag hafi ekki verið nógu góður en samt betri en síðustu leikir (batamerki = bjartsýni, get it?) verðum bara að bíta í það súra epli að vera kallaðir öllum illum nöfnum.

 41. Ok. Ég er líka bara að segja mína skoðun og reyndi að fjalla um liðin á jafnan hátt í dag. Ég er samt ekki starfsmaður Ríkisútvarpsins. Arsenal voru bara mikið betri aðilinn í dag að mínu mati.

 42. Ok. Ég er líka bara að segja mína skoðun og reyndi að fjalla um liðin á jafnan hátt í dag.

  Það tókst ekki mjög vel.

  Nýjasti pistillinn á síðunni sýnir svo að ykkur er varla alvara með þessa síðu. Það þykir mér leiðinlegt. Ég átti von á meiru.

 43. Vissulega er Liverpool liðið í lægð, en damit, þetta er orðin ansi djúp og langvarandi lægð c.a. 2 mánuðir. Maður er hreinlega farinn að halda að liðið sé bara ekkert mikið betra en þetta. Það er hreinlega ekkert sem bendir til þess að liðið ætli að gera atlögu að meistaratitlinum þetta árið frekar en árin á undan. Liðið tapar stigum á heimavelli fyrir liðum neðar á töflunni og er ekki að klára stóru liðin á heimavelli. Vissulega var þessi leikur betri en leikirnir á undan og framundan leikur í deildinni gegn heitu Blackburn liði. Ljóst að liðið verður að eiga superleik til að fara með 3 stig úr þeim leik.

  Skil vel að neikvæðni manna, miklar vonir og væntingar gerðar fyrir tímabilið. Hef þá tilfinningu að það vantar tvo til þrjá klassa leikmenn til viðbótar til þess að liðið geti farið fyrir alvöru farið að keppa við Chelsea, Utd og Arsenal um titilinn (bakverði og kantmann).

  Vissulega er Liverpool taplaust en þá spyr maður sig af hverju í ósköpunum vantar allt sjálfstraust í þetta lið? Á hverju einasta tímabili virðist liðið tapa öllu sjálfstrausti í ákveðin tíma sem hefur gert það að verkum að það þarf að fara eltast vonlausri baráttu við efstu liðin. Þau lið sem hafa orðið meistarar á undanförnum árum hafa ekki farið í gegnum djúpar lægðir á leið sinni að titlinum. Það sem skiptir máli er stöðugleiki.

 44. Tek undir að flestir voru að spila mun betur en undanfarið, sérstaklega Hyypia, Gerrard (sem var þó langt frá því að vera yfirburðarmaður á hvorki miðju beggja liða né í leiknum) og Mascherano. Það átti greinilega að liggja mjög til baka og treysta á mark úr föstu leikatriði/skyndisókn. Það tókst næstum því en við hefðum í raun getað tapaða þessum leik 1-3 eða 1-4 sama hvað skot á mark tölfræðin segir.

  Það er ótrúleg minnimáttarkennd gagnvart leik Arsenal sem brýst fram hjá sumum sem tjá sig hérna. Talað um “krúsídúllubolta” og að þeir geti spilað honum vel á milli sín aftarlega og að íþróttafréttamenn geri þvílíkt veður úr basic þríhyrningum hjá þeim. Málið er að þetta Arsenal-lið spilar boltanum á þvílíkum ljóshraða og þessir þríhyrningar sem þeir voru að taka voru yfirleitt á þeim hraða og með Liverpool-mann iðulega nánast inni í rassinum á sér, svo mikil var pressan en samt héldu þeir boltanum!

  Xabi Alonso er eini maðurinn í okkar liði sem kemst nálægt því að geta spilað eins hratt og þessir Arsenal-leikmenn og því ekki skrýtið hvers konar stakkaskiptum okkar leikur tók við að fá hann aftur. Megi hann snúa sem fyrst aftur frá hvaða hnjaski sem þetta var sem hann varð fyrir í dag.
  Aupa Xabi!!

 45. Sælt veri fólkið.
  Jæja. Varð að droppa suður og ákvað að heimsækja eina Nallann í vinahópnum til að horfa á leikinn.
  Var gríðarlega sáttur við leikkerfi Liverpool, þetta leikkerfi tel ég vera frábæra lausn fyrir liðið okkar, þegar allir eru heilir. Snemma sást að Torres var ekki í lagi. Drengurinn sem að stóð upp úr öllum tæklingum ruddanna í Reading stóð ekki í aðra löppina í tæklingunum í dag. Enda hefur Rafael strax minnst á það í viðtölum. Það var að mínu mati langgáfulegast samt að reyna á Torres, hann er alveg ideal sem toppsenterinn og frábært hefði verið að vinna þennan leik.
  Markið var flott og kerfið gekk upp. Eftir ca. 15 mínútur fannst mér tempoið í leiknum breytast, mér fannst Fabregas fá að sjá alltof mikið af boltanum og Arsenal brugðust við leikkerfi Benitez með þvílíku stöðuflæði miðjumannanna 5 að með ólíkindum var. Hins vegar skilaði það engum færum, en Almunia átti vörslu hálfleiksins eftir horn frá Gerrard.
  Seinni hálfleikurinn var ekki eins góður að okkar hálfu fannst mér, en þó varði Almunia frábærlega frá Crouch og Gallas reddaði gegn Gerrard í blálokin. Tvö stangarskot Arsenal hræddu mig.
  Markið sem við fengum á okkur var skelfing fannst mér. Finnan og Carragher gera ekki nóg til að stöðva sendinguna frá Hleb og allir eiga að þekkja þessi djúpu hlaup frá Fabregas, Reina vinur minn átti líka að gera betur að mínu mati, óvanalegt að sjá hann svo veikan í “one on one” stöðu.
  1-1 jafntefli og bara sanngjarnt fannst mér. Eftir 12 sigurleiki Arsenal er það ásættanlegur árangur, en ekki góður. Það sem mér fannst.
  Neikvætt:
  John Arne Riise. Hann er meira að segja hættur að taka löng innköst! Ferlegt að fá ekki Heinze en ég vill bara fara að sjá Insua ef nota á Arbeloa í annað. Norðmaðurinn er vandræðalega slakur.
  Héldum boltanum illa eftir fyrstu 15 mínúturnar, veit auðvitað að það er rökrétt fyrir lið sem hefur ekki verið að leika vel að undanförnu að reyna að halda fengnum hlut, en mér fannst snemma ljóst að Kuyt og Voronin næðu ekki að halda boltanum nægilega vel, auk þess sem lítið kom út úr pressunni þeirra. Næst þegar við spilum þetta leikkerfi vill ég sjá Babel og Kewell á köntunum undir senter. Það held ég að myndi virka frábærlega.
  Spil út úr vörninni er ekkert. Alltaf verið að skamma hafsentana, en mér fannst enginn af miðjumönnunum eða kantmönnunum, hvað þá bakvörðunum reyna að aðstoða við það. Ekki nóg að fá Agger, miðjan þarf að vilja boltann.
  Jákvætt:
  Steven Gerrard. Vissulega rétt að hann spilar betur með Alonso, en ég vona innilega að það bull að hann eigi bara að vera inn á miðjunni í 442 sé nú útrunnið. Auðvitað var hann maður leiksins. Skoraði, átti besta skotið þess utan sem var varið og var nærri búinn að tryggja okkur sigurinn. Flottur leikur hjá fyrirliðanum!
  Peter Crouch. Mikið lífsmark, nú er bara að skora á móti Cardiff á miðvikudag og nýta sér það að Voronin og Kuyt hafa ekki verið að gera mikið.
  Barátta og vilji. Virkilega flott að sjá það að menn voru staðráðnir í því að hysja sig af stað og voru hundsvekktir í leikslok. Vinnuseminni verður jú ekki kvartað yfir.
  Mestu áhyggjurnar:
  Meiðsli Alonso, er afar hræddur um það að við sjáum hann næst í desember. Því miður, var frábær. Nú er eins gott að Lucas Leiva verði tilbúinn í slaginn, eini möguleikinn á að ná svipuðu spili út úr miðjunni okkar.
  Þreyta lykilmanna. Menn hafa ekki viljað hlusta á Benitez með álag en ég vona að hann hvíli Carragher gegn Cardiff og jafnvel Hyypia líka. Ef Agger er að verða tilbúinn á hann að spila Hyypia, en annars ekki. Hobbs og Sissoko í hafsentunum þess vegna. Reyndar Fowler og Hasselbaink, en samt.
  En ég fer alveg sáttur að sofa í kvöld, en kvíði fréttum morgundagsins.

 46. andfótbolti.net er ekki síða sem ég ætla að lesa aftur. Skil ekki tilganginn í svona tuðsíðum. Þetta hét “Meinhornið” á Rás 2 fyrir 10 árum og er alveg óskiljanlega leiðinleg leið til að láta heyrast í sér.
  Auðvitað veit ég það að ég verð engum harmdauði á þessari síðu þeirra drengjanna, en hún er augljóslega gerð til að fá útrás fyrir leiðindi og neikvæðni. Lífið er bara of stutt fyrir svoleiðis.
  Enda ljóst að verið er að reyna að fá Púlara upp á móti sér með slíkum skrifum og það ætla ég ekki að láta eftir þeim. Svo á hreinu!

 47. Smá tölfræði fyrir þá sem finnst við standa betur að vígi núna en á síðasta ári. Veit að það er eingöngu 1/4 búinn af tímabilinu en gaman að skoða þetta. Ég ákvað að kíkja á það hversu mikið við megum tapa af stigum héðanaf, þar sem við eigum að vera að keppa að titlinum en ekki eingöngu bæta gengi okkar.

  Ef við tökum saman það sem hefur þurft til að vinna deildina síðustu 4 ár, þá eru það c.a. 91 stig. Þau lið sem hafa gert þetta hafa að meðaltali tapað 23 stigum yfir tímabilið. Þetta gera c.a. 0,6 tapað stig á leik. Í dag eru 2 lið að standa undir þessum merkjum, ManU og Arsenal. Glöggir sjá að við erum að tapa 1 stigi per leik, sem reyndar er betra en Chelsea en við erum ekki Chelsea. Við megum því eingöngu tapa 13 stigum í næstu 28 leikjum ef við ætlum að gera það sem þarf að lágmarki til að vinna deildina. Þess má geta að deildin vannst með 95 stigum sísonið 2004/2005. Miðað við það mættum við eingöngu tapa 9 stigum héðanaf.

 48. Kristján, ég er alveg sammála því að það hafi verið batamerki á leik Liverpool í gær. Liðið var farið að verjast með skipulagðari og betri hætti. Sóknaruppbygging og spil LFC betra en það hefur verið í langan tíma. Þá var mun meira control á öllum leik liðsins og það var eins og menn vissu hvað þeir væru að gera …..
  ….. ÞEGAR Xabi Alonso var inná vellinum.

  Þegar Spánverjinn fór útaf vellinum hurfum við í gamla farið og hófum nauðvörn, við vorum beinlínis ljónheppnir að fá ekki fleiri mörk á okkur í restina. Við hættum að hafa hugsjón framan af og virtumst bara ætla að halda því sem komið var út leikinn.

 49. Við vorum heppnir!

  Að mínu mati var Mascherano maður leiksins hann átti frábæran leik
  einnig var markið gott hjá Gerrard.
  Við vorum bara heppnir að fá ekki á okkur tvö mörk í viðbót.
  Undir restina voru við bara búinnir á liminu. Nema Peter sem var kom freskur inn og hljóp um allt.
  Samt sorglegt að missa Alonso, Torres og Mascherano í meiðsli..

  Það sem er jákvæt að okkur hefur vantað heppni og við höfðum hana í kvöld vonandi fer þetta að smella. Einnig að minna á það að við erum en ekki búinnir að tapa leik í úrvalsdeilidinni á þessari leiktíð sem er Gott.

  Áfram LFC

 50. Ég sé eitt jákvætt við þennan leik og það var að við náðum jafntefli bjóst við sigri Arsenal.

  Ef menn eru að segja að spilamennska Liverpool hafi verið góð þá eru þeir í einhverri mestu sjálfsblekkingu sem um getur. Þetta minnti meira á Norska og Gríska landsliðið og jafnvel Wimbeldon kick and hope fótbolti.

  Hvaða bull er í mönnum að segja að Arsenal hafi ekki fengið færi það var Liverpool sem fékk ekki færi. Adebayor komst einn inn fyrir í fyrri hálfleik þar sem Reina varði vel. Fabregas skaut framhjá fyrir opnu marki, tvö skot í stöng og í öðru þeirra átti Betnher að skora líka. Öll þessi færi voru betir en þau færi sem Liverpool fékk í leiknum. Jú jú Gerrard komst inn fyrir einu sinni og Gallas bjargaði vel og Crouch átti tvö skot sem fóru rétt framhjá en þessi færi hjá Arsenal voru öll betri og hættulegri.

  Við vorum yfirspilaðir á heimavelli ég endur tek á HEIMAVELLI af Arsenal við spiluðum eins Bolton myndi spila á móti Arsenal. Vissulega varðist liðið vel en ég vil ekki sjá liðið mitt verjast vel á heimavell allt í góðu að gera það á útivelli en á Anfield á Liverpool að stjórna leiknum.

  Ef Benitez ætlar að spila 4-5-1 (sumir vilja kalla þetta 4-3-3) þá er lámark að það séu kanntmenn sem eru að spila á könntunum ekki sóknarmenn. Afhverju í fjandanum voru Bable og Benayoun ekki inná í þessum leik. Hvaða rök eru fyrir því að láta Kuyt og Voronin spila á könntunum í staðinn. Er það bara svo menn haldi að þetta sé 4-3-3? Það virkaði alla vega á suma hér.

  Það voru batamerki á leik Gerrards í þessum leik hann barðist vissulega eins og hann er vanur en ég er ekki vissum að hann verði eins baráttuglaður þegar við mætum Blackburn. Ef þetta heldur áfram sem horfir þá erum við ekki að ná að vinna neitt og verðum bara að teljast heppnir ef við námum topp 4. Jú vissulega má færa rök fyrir því að þetta sé góð byrjun. En ég tel það ekki gott að vera búinn að fá 3 stig úr síðustu 3 heimaleikjum og vera bara búið að vinna einn heimaleik af 5.

 51. Vissulega varðist liðið vel en ég vil ekki sjá liðið mitt verjast vel á heimavell allt í góðu að gera það á útivelli en á Anfield á Liverpool að stjórna leiknum.

  Má ég bara benda á þá staðreynd að við vorum yfir nær allan leikinn. Það hlýtur að hafa eitthvað með það að segja að liðið lagðist meira í vörn en ella.

  Ef Benitez ætlar að spila 4-5-1 (sumir vilja kalla þetta 4-3-3) þá er lámark að það séu kanntmenn sem eru að spila á könntunum ekki sóknarmenn. Afhverju í fjandanum voru Bable og Benayoun ekki inná í þessum leik.

  Ég hef spurt mig sömu spurningar. Þeir hefðu verið algerlega fullkomnir í þetta hlutverk. Þegar við spiluðum sömu uppstillingu gegn Arsenal í 4-1 sigrinum þá vorum við með kantmenn í Pennant og Speedy. Það hefði verið mun líklegra til árangurs að hafa Babel og Benayoun en Kuyt og Voronin.

  verðum bara að teljast heppnir ef við námum topp 4

  Þetta eru nú ýkjur.

  En við spilum á móti Blackburn á útivelli næst og svei mér þá ef maður er ekki bjartsýnni fyrir útileiki þessa dagana.

 52. Og líka í þessum 4-1 sigri, hverjir voru í bakvörðunum? Jú, Aurelio og Arbeloa. Munurinn á þessum tveim liðum frá 4-1 sigrinum og að þessu jafntefli eru Agger fyrir Hyypia, og svo bakverðirnir og kantmennirnir.

 53. Ofboðslega skemmtilegur leikur. Liverpool-liðið fórnaði sér algjörlega í þessum leik og eiga hrós skilið. Meðiðsli Alonso breyttu miklu en með smá heppni hefðum við alveg getað unnið þetta.

  ÁFRAM; LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 54. Einar Örn jú vissulega vorum við yfir. En er það einhver afsökun fyrir því að beita kick and hope fótbolta. Hefði ekki verið nær að setja pressu á Arsenal til þeir gætu ekki spilað einnar snertingar fótbolta. Í staðinn þá erum við að mæta þeim á okkar vallarhelming.

  Hvað er síðan málið með þessa sendigar getu í liðinu ég er farinn að efast um að menn séu að æfa sendingar á æfingum þetta er bara hræðilegt að horfa uppá. Ekki bara tala um Alonso hinir þurfa líka að geta gefið boltan.

  “Og líka í þessum 4-1 sigri, hverjir voru í bakvörðunum? Jú, Aurelio og Arbeloa. Munurinn á þessum tveim liðum frá 4-1 sigrinum og að þessu jafntefli eru Agger fyrir Hyypia, og svo bakverðirnir og kantmennirnir.”

  Og hver á sök á því að munurinn liggur í þessu? Benitez við erum með tvo betri kanntmenn núna Bable og Benayoun heldur en vorum með í fyrra. Ef við höfðum ekki nógu góðan mannskap til að spila þetta kerfi hefði þá ekki bara verið ráð að spila eitthvað annað kerfi. Eða erum við með svo lélega fótboltamenn í þessu liði að það er alveg sama hvað er lagt upp með þetta verður alltaf Kick and hop.

  Þú ert kannski bjartsýnn fyrir leikinn gegn Blackburn kannski er það vegna þess að þá er alveg hægt að leggjast í þenna Kick and hop fótbolta þar sem við erum á útivelli. Hvað gerist þá þegar Fulham mætir á Anfield enn eitt 0-0 jafnteflið geng lélegu liði.

 55. Einar Örn jú vissulega vorum við yfir. En er það einhver afsökun fyrir því að beita kick and hope fótbolta.

  Nei, en það skýrir hins vegar að liðið hafi verið aftar á vellinum en ella. Ég var bara að reyna að horfa á þetta ekki svart/hvítt.

  Og hver á sök á því að munurinn liggur í þessu? Benitez við erum með tvo betri kanntmenn núna Bable og Benayoun heldur en vorum með í fyrra. Ef við höfðum ekki nógu góðan mannskap til að spila þetta kerfi hefði þá ekki bara verið ráð að spila eitthvað annað kerfi.

  Já, enda gaf ég líka í skyn að þetta væri Benitez að kenna. Ef ég gagnrýni liðskipanin þá er ég auðvitað að gagnrýna Benitez.

 56. Sælir félagar
  Sá ekki leikinn vegna anna en er búin að lesa kommentin. Það er ljóst að liðin hafa spilað mismunandi taktík og samkvæmt því virðist liverpool hafa verið mun slakari aðilinn í leiknum. Það er líka ljóst að spil Ars manna hefur verið meira fyrir augað en spil okkar manna. Það er líka vitað að Ars hefur verið að spila skemmtilegasta og árangursríkasta fótboltann í vetur.
  Það er líka ljóst að Rafa hefur hefur ekki styrkt lið sitt nægilega til að það geti náð titli í vetur. Það er líka ljóst að Rafa lætur eki vel að spila sóknarbolta (ef til vill er þátttaka bakvarðanna í spilinu þessvegna svo slök).
  Það er líka ljóst að staða okkar til að sækja að titli versnar jaft og þétt. Það er líka ljóst að ef breiddin í liðinu er ekki næg að þá vantar menn í liðið. Þrátt fyrir óendanlegan dugnað Voronins og Kuyt þá eru þeir ekki nógu góðir. Riise hefur aldrei verið nógu góður og Finnan má ekki við þvío að slakna neitt. Deilæa má um varmarmenn en Hyypia er of seinfær og hefur reyndar aldrei verið fljótur.
  Rafa þarf að læra að spila sóknarbolta og byggja upp sóknarlið. Það vinnast engir titlar á jafnteflum. Ef við berum okkur saman við hina þrjá “stóru” þá erum við ljósárum á eftir þeim í mannskap og knattspyrnugæðum. Þetta verða menn að horfast í augu við. Ef við fáum ekki betri menn þá verðum við ekki betri. Stór hluti liðsins eru knattspyrnumenn í góðum miðlungsklassa og það þýðir ekki að neita því heldur verður að ráða bót á því.
  Ég sagði fyrir leikinn að ef við ynnum hann ekki værum við komnir í mjög erfiða stöðu með tilliti til titils. Og það er rétt. Með þann haug af meðalskussum í liðinu sem raun ber vitni um þá er þetta að verða vonlaust. Því miður. Og þetta er ekki bölsýni og neikvæðni heldur bara upptalning einfaldra staðreynda.
  Það er nú þannig.

  YNWA

 57. Blackburn í 5 sæti,þettað verður erfiður leikur er ekki mjög bjartsýnn

 58. Menn eru að tala um að Kuyt sé ekki næginlega góður. Afhverju skildi það vera? Er það kannski vegna þess að Benitez er að láta framherjana sína sinna of mikklum varnarskyldum. Kuyt er aldrei inni í teignum þegar boltar koma fyrir heldur hann frekar að senda boltan fyrir. Ég get alve séð Kuyt skora meira ef hann fengi að vera þar sem framherjar eiga að vera í boxinu. Þetta er farið að líkjast æ meira tíma Houllier þegar menn fundu upp orðið varnarsóknarmenn eða eitthvað álíka gáfulegt.

 59. Upphitunin hjá Gaupa er svo efni í heila færslu. Hún var ólýsanlega slæm.

  Djöfull er ég sammála þessu Einar Örn.

  Það var gjörsamlega fáránlegt að horfa upp á þetta hvernig upphitunin var hjá Gaupa.
  Það fyrsta sem hann sagði um Liverpool var eitthvað neikvætt þegar hann spurði púllarann Jónas Grana út í liðið. Eins og t.d. hvort Liverpool væri ekki bara hundleiðinlegt lið sem ætti ekkert gott skilið með skítastjóra sem ekkert kann og ekkert veit. Gaupi og Grani voru svo neikvæðir að hálfa væri miklu meira en nóg. Arsenal maðurinn Freyr var jákvæðari um Liverpool en þeir nokkurn tímann.

  En svo þegar að tal Gaupa barst að Arsenal þá var það allt annað hljóð í karlinum. Þeir voru algerlega stórkostlegt lið sem ekki getur gert neitt rangt, og Liverpool fyrirfram átti ekki séns í þá með sinn skítabolta.

  Þetta er algerlega óþolandi að þessir svokallaðir “sérfræðingar” á Sýn geti nú ekki drullast til að reyna að vera fagmannlegir og óhlutdrægir og ekki tekið annað liðið af lífi fyrir leikinn.

  Svo byrjar leikurinn, en þá tekur nú alls ekki betra við.

  Hann Asnar Björnsson, Jesús minn!!
  Að hans mati gerði Liverpool allt vitlaust í leiknum. En Arsenal? Ó nei, þeir frábærir, hver einasta sending var stórkostleg, spilið æðislegt og markið þeirra það flottasta fótboltasögunar, svolítið ýkt að vísu.

  Þetta Arsenal hype hjá “sérfræðingum” Sýnar er komið út fyrir öll velsæmismörk. Fyrir einum og hálfum mánuði var það Liverpool sem voru frábærir eftir að hafa unnið Derby 6-0, en núna eru þeir bara rusl. Af því að þeir eru ekki að spila eins vel núna eins og þá. Ég bara verð að kalla eftir fagmannlegri umfjöllun frá Sýnarmönnum. Það er orðið andskoti slæmt þegar maður getur ekki notið þess að horfa á leik með liðinu sínu af þvi að maður er svo yfirmáta pirraður yfir lýsingu á leiknum. Enda slökkti ég á hljóðinu þegar leið á leikinn, alveg búinn að fá nóg af samfarastunum í þulinum.

  Jæja, nenni ekki að skrifa meira um þetta þó það sé af nógu að taka.

  P.s. Voru ekki fleiri en ég hissa á því að það var enginn Man Utd maður sem “sérfræðingur” í gær? Ég hélt að þeir væru bara leyfðir á Sýn.

 60. Hvað eru menn að pirra sig á einhverjum vitleysingjum sem vinna hjá 365. Sá reyndar ekki þessa upphitun sem er ágætt þar sem ég reyni að forðast allt sem Gaupi kemur nálægt.

  En getur samt verið að í þessu tilviki sé sannleikurinn bara sár. Liverpool er að spila hundleiðinlegan fótbolta og hafa verið að skíta upp á bak í evrópukeppninni og ekki verið að gera neinar gloryíur í PL að vera bara búið að vinna einn heimaleik af 5 er ekki vænlegt til árangurs.

  Ég nenni ekki að vera að pirra mig yfir þessum rugludöllum á sýn sem eiga nú bara í mesta basli með að muna hvað leikmenninir heita. Ég er hins vegar hund pirraður yfir spilamensku og getu leysi í sóknarleik Liverpool.

 61. Sælir félagar.
  Ástæða þess að Voronin og Kuyt voru þarna í gær er að mínu mati sú að þetta eru afar duglegir leikmenn og áttu að nýtast í pressu á bakverðina. Arsenal voru fljótir að læra á það og yfirfylltu miðjuna á vellinum, þannig að Clichy og Sagna voru bara látnir halda sinni stöðu. Það er að mínu mati lykilatriðið gegn Arsenal, að hnýta bakverðina niður. Vissulega áttu Arsenal dauðafæri þegar Eboue skaut í stöng og Fabregas klikkaði, en segið mér hvenær Arsenal átti jafn fá opin færi í einum leik. Ég held að langt sé síðan síðast og Arsenalmaðurinn sem horfði á með mér var orðinn ansi svartsýnn þegar markið kom. Held einfaldlega að Babel hafi ekki verið treyst í pressuna framávið og því miður virkaði Benayoun ekki tilbúinn í það þegar hann kom inná.
  Ég bara skil ekki orð um meðalskussa og hit and hope umræðu. Finnst hún bara með hreinum ólíkindum! Við vorum að spila við lið sem hafði unnið 12 leiki í röð. TÓLF!!!! Við vorum yfir í leiknum í 73 mínútur og markmaður Arsenal varði tvisvar frábærlega á meðan við vorum 1-0 yfir. Sigur í gær hefðu verið stórbrotin úrslit, því Arsenal er með sjálfstraustið í botni þessa dagana. Við erum í vandræðum með að flytja boltann upp í gegnum liðið en að mínu viti finnst mér bara engin ástæða til að detta niður dáinn þessa dagana. Allt tal um að við séum “ljósárum” á eftir er eingöngu svartsýnisraus manna sem telja þjálfara vinna og tapa leikjum. Einir og sér. Við erum á allt öðrum stað 1.nóvember heldur en síðustu 4 – 5 ár og ljóst að skref hafa verið tekin framávið. Á meðan verið er að taka skref framávið hljótum við að vera að gera eitthvað rétt.
  Langar að minna menn á það að Arsenal er búið að vinna 1 bikar á síðustu 3 leiktímabilum, helósanngjarnan bikarsigur gegn Man. United 2005. Hjá Arsenal hafa menn borið gæfu til að styðja stjórann sinn gegnum erfiða tíma og virðast ætla að ná árangri núna. Þar er talað um árangur að hafa komist í úrslit CL en tapa fyrir Barca. Við viljum bara reka okkar mann 5 mánuðum eftir úrslitaleik CL, eftir að hann er búinn að kaupa um 25 leikmenn á þeim tíma, þar af 15 unglinga og 5 unga menn.
  Svo ræða menn um einhverja snillinga eins og Ramos, við hefðum átt að fá hann!!!! ALDREI unnið spænska titilinn og einu sinni komið liði sínu í CL-keppnina!!!!!
  Að mínu viti er margt á betri stað en í fyrra. Unglingaliðið okkar og varaliðið hafa bæði verið að ná úrslitum og þessir leikmenn sem komu í sumar munu ná árangri. Minni menn á að við hlógum flestir af Hleb fyrsta tímabilið hans, en sjáið nú. Vissulega vantar enn uppá styrkingu vel spilandi varnarmanna, og ég vill fá Owen, en að tala um að framtíðin sé svartari nú en áður finnst mér bara alveg fráleitt.
  Hins vegar er ég sammála því að Riise er búinn og Finnan tæpur. Dirk Kuyt er bara ekki skorari. Það vissum við með Voronin, en ekki með Kuyt, því miður. Hann hleypur alltof mikið og djöflast út í eitt, en er ekki að standa sig fyrir framan markið. Það að menn telji það vera Benitez að kenna segir bara enn og aftur að það er orðið grín hvað er honum að kenna. Ég vill hvíla Kuyt núna og láta Crouch spila með Voronin ef Torres er meiddur, svo ef Kuyt kemur ekki sterkur inn eftir hvíld á bara að taka Morientes og Baros á þetta og kveðja hann.
  En í guðs bænum og fjörutíu – ekki missa sig í skammdegisdepurð!

 62. Er hjartanlega sammála umfjöllun um Arnar og Gaupa. Mér finnst þeir sem lýsendur og stjórnendur skelfilegir og um fjöllun Sýnar um boltann skref aftur á bak frá í fyrra. Gaupi hefur reyndar alla sína tíð verið fúll á móti og Arnar fylgt fast á eftir.
  Hins vegar fannst mér sárt að sjá Jónas Grana drulla svona yfir sitt lið, en er það ekki gangur lífsins, það er svo auðvelt að gagnrýna allt og allt, sjáum það á flestum síðum og svo eru náttúrulega allir aðrir en Liverpoolmenn ánægðir að sjá þegar okkur gengur illa, því þá rífum við hvorn annan í sundur innbyrðis. Því miður. Því miður!

 63. Það er ekki hægt að líkja árangri Benitez og Wengers saman annar hefur unnið deildina hinn ekki og mun sennilega ekki gera því miður. Er sammála þessu með meðalskussana að sumu leiti Benitez hefur verið fastur í því að kaupa vandræðagemlinga úr slökum liðum og vonast til þess að þeir gerðu einhver kraftaverk í stað þess að kaupa fleiri gæða leikmenn og bakka þá upp með yngri mönnum. Við höfum ekkert með 30 leikmenn að gera. Það var engin sóknarþungi í gær þrátt fyrir bjartsýni um það þegar ég sá liðið því má segja að það hafi verið varnarsigur að tapa ekki gegn liði sem er mörgum fetum framar gæðalega enda afburðar stjóri þar við völd eftir höfðinu dansa limirnir

 64. Ég veit ekki betur en að Gaupi sé Poolari, held það allavega. Hann er sennilega kominn með upp í háls af spilamennsku liðsins eins og fleiri, stirðbusafótbolti og ekkert annað. Sáu menn ekki hvað Poolararnir voru orðnir þreyttir undir lokin þegar Arsenal-trippin voru á fullu gasi? Okkur til varnar þá var okkar besti sóknar maður bara hálfur maður og okkar “besti” varnarmaður ekki með, og “besti” miðjumaðurinn nýkominn úr meiðslum.

 65. Já, þabbarrasonna. Best að koma með sitt mat á leiknum, bæði neikvæðir og jákvæðir punktar.

  Neikvætt:
  John Arne Riise er gjörsamlega að gera mig sturlaðan þessa dagana. Ég bara get hreinlega ekki líst því almennilega hversu mikið hann fer í mínar fínustu þegar hann getur ekki rakið bolta, sent hann á samherja eða hreinlega varist vel. Ég mun aldrei snúa bakinu við leikmönnum sem klæðast þessari fallegu rauðu treyju, en hann er ekkert að gera manni auðvelt fyrir blessaður.

  Þessar sífelldu kýlingar út úr vörninni hjá okkur. Ég hreinlega ligg orðið á bæn um að þeir Agger og Aurelio verði heilir á ný. Væri jafnvel til í að sjá Insúa fara að fá leiki, því það litla sem maður hefur séð af honum er afar sannfærandi.

  Voronin og Kuyt hefðu átt að nýta þetta tækifæri sitt mikið, mikið betur. Ég tel að þessi uppstilling hafi átt að henta þeim ákaflega vel, þar sem þeir eru báðir svona vinnuþjarkar og ekki týpurnar sem hanga inni í teig. Þessar stöður þeirra hefðu því átt að vera draumastöður fyrir þá, en þeir nýttu þær ekki. Það kom þó mun meira út úr Kuyt í leiknum en hann skortir sárlega meiri hraða.

  Eftir að Xabi fór útaf, þá hreinlega misstum við tökin á miðjunni. Ég hefði viljað óska þess að Lucas hefði verið á bekknum í stað Arbeloa, en það er auðvelt að vera vitur eftirá. Hefði líklega ekki verið jafn gott ef varnarmaður hefði meiðst og við bara með Lucas á bekknum.

  Jákvætt:
  Góð barátta í mönnum og menn voru að koma sér í alveg ágætis marktækifæri. Hefði viljað borga fyrir það að hafa myndavél á Lehman þegar Alumanium var að verja nokkrum sinnum frábærlega frá okkar mönnum.

  Gamli jaxlinn okkar í vörninni var loksins aftur farinn að nýta sér leikskilninginn sinn og því hraðavandamálið hans fræga ekki áberandi.

  Carra back to his best.

  Gerrard að eiga sinn besta leik lengi, sem og Javier. Mestu munaði þó um Xabi sem kom með mun betra flæði í leik liðsins og var að gefa sendingar á sína menn. Við höfum saknað hans lengi, en því miður munum við væntanlega gera það áfram. Það er morgunljóst í mínum huga að nú á Lucas að koma inn í liðið og taka hans stöðu. Er sannfærður um að hann valdi því hlutverki vel.

  Leikkerfið sem slíkt er eitthvað sem ég held að geti passað liðinu feykilega vel. Væri til í að sjá Babel í svipuðu leikkerfi og jafnvel BennaJón. Þetta kerfi gefur Stevie meira frjálsræði með svo tvo fyrir aftan hann. Hef það á tilfinningunni að við eigum eftir að sjá meira af þessu, því þetta getur verið 4-3-3 þegar við sækjum og 4-5-1 þegar við erum ekki með boltann.

  Almennt um leikinn:
  Arsenal liðið getur svo sannarlega spila vel sín á milli. Ég fer þó ekki ofan af því að þetta sem við sáum í fyrri hálfleik kallast ekki blússandi sóknarleikur. Þeir áttu EITT skot á markið í fyrri hálfleik. Það kalla ég ekki blússandi sóknarleik. Sóknarleikur í mínum huga er þegar þú ert að skapa þér mikið af færum, ekki dúllerí með fleiri hundruð sendingum manna á milli. Þeir voru þó mun betri í seinni hálfleik, en það voru ekki mörg færi hjá þeim. Þeir áttu 2 stangarskot af lengri færum, en almennt fannst mér þeir ekki vera að ógna markinu sem slíku meira en hvert annað lið gerir.

  Við eigum langt í land, en samt ekki jafn langt að mínum mati eins og margir vilja halda fram. Við eigum Cardiff í bikarnum næst, þar sem ég vonast til að sjá yngri og óreyndari menn spreyta sig, svo tekur við erfiður útileikur gegn Blackburn. Það er ekkert af næstu leikjum sem við ættum að vera hræddir við. Menn verða þó að girða sig í brók og koma meira flæði á leik liðsins. Við erum með mennina í það, og ég er sannfærður um að við þurfum bara einn virkilega góðan leik til að koma okkur í gírinn. Vonandi verður það strax í næsta leik svo við getum farið að blanda okkur verulega í toppslaginn. 6 stig í efstu lið (og eigum leik til góða á Man.Utd) og þau spila innbyrðis í næstu umferð. Það er því nóg framundan og ef menn halda rétt á spilunum, þá getum við alveg verið að fara að horfa á spennandi mót framundan.

  Ég hef aftur á móti miklar áhyggjur af meiðslum hjá okkar mönnum. Jú, menn þurfa alltaf að gera ráð fyrir þeim, en engu að síður er slæmt að missa hjartalínuna úr liðinu á einu bretti eins og verið hefur. Agger, Xabi og Torres hefur verið sárt saknað. Bætum við Pennant, Aurelio og Kewell og það er bara staðreynd að það vantar mikið inn. Vonandi fer að birta til á þessum vígstöðvum, því ekki veitir af. Get ekki beðið eftir að sjá Kewell koma aftur til leiks (kannski þarf ég að bíða endalaust, en maður heldur í vonina).

 66. Fyrirgefið mér en ég get bara ómögulega séð að Liverpool hafi átt svona góðan leik og Arsenal hafi bara verið heppnir. Talið við einhverja aðra en Liverpool menn og þeir eru á sama máli. Eru þetta þá bara menn sem hafa ekkert vit á fótbolta? Nei þið eruð gjörsamlega blindir á vandræði liðsins. Arsenal voru að spila betri bolta og voru alltaf líklegir það var oft bara vegna Carra og Hyypia að þeir komust ekki einn á móti markmanni og í eitt skiptið var það vegna slæmrar sendingar hjá Adibayour. Finnið fyrir mig einn mann sem ekki er Liverpool maður sem fannst Liverpool betra í þessum leik.

  Vissulega er ekki allt slæmt og þetta lítur vel út ef þú lítur á töfluna en miðað við spilamenskuna hjá liðinu undanfarið þá er ekki tilefni til bjartsýni ég tala nú ekki um þegar þjálfarinn segir að liðið sé að spila vel eftir að hafa tapað 2-1 fyrir Tyrkneskuliði.

 67. Góður pistill hjá þér SSteinn. hef það á tilfinninguni að rauðhærði norsarinn sé að gera marga poolara gráhærða því miður er Aurelio ekki mikið skárri ef nokkuð a.m.k ekki varnarlega. Bakverðirnir eru okkar lang veikasti hluti. Þetta kerfi virkar pottþétt mjög vel með strikera á köntunum sem geta hlaupið og ég tala nú ekki um gefið fyrir. Okkar tími mun koma.

 68. Í alvöru age. Ef þetta er svar við mínu input-i þá verð ég bara að spyrja þig að einu. Hvar kemur það fram að ég hafi fundist Liverpool hafi verið betra en Arsenal í þessum leik? Ef þetta er svar við mínum pósti, þá verð ég líka að spyrja, lastu hann ekki? Tók þar fram hvað mér fannst neikvætt við leik liðsins, og þetta var nú alls ekkert hallelujah. En ég verð líka að segja það að þetta kemur mér ekkert á óvart (þ.e.a.s. ef þú ert að svara mínum pósti) því mér hefur einmitt fundist það vera vandamálið hérna hjá okkur Poolurum undanfarið, sumir sjá bara svartar hliðar og bara horfa framhjá því sem gott er. Það virðist líka vera málið með þitt svar hér að ofan, last sem sagt bara hluta hans.

  Ef þetta var ekki svar við mínum pósti, þá bið ég bara forláts 🙂

 69. Dumbo.
  Hvaða vandræðagemlingar voru keyptir í sumar? hélt það, enginn!!!
  Ef þú ert að tala um Bellamy og Pennant skilaði Bellamy ágætis tímabili og við græddum á honum 1,5 milljónir pund og Pennant er sko ekki búinn að vera til vandræða. Eins og með margt annað í neikvæðninni eru menn aðeins að missa sig í því að tala um slæm kaup Benitez, sér í lagi núna eftir að við urðum samkeppnisfærir við önnur stórlið.

 70. Fyrirgefðu SSteinn ég var nú kannski ekki nógu skýr ég var nú frekar að svara honum Magga en þér. En þú talar reyndar um að þetta spil hjá Arsenal teljist ekki blússandi sóknarbolti því þeir áttu bara eitt skot á markið. Það tel ég bara ekki rétt. Jú þeir áttu bara eitt skot á markið það var Adibayour þegar hann komst einn innfyrir og Reina varði vel frá honum, Fabregas átti líka skot yfir í dauðafæri, Toure var óheppinn að fá ekki góða sendingu frá Adibayour síðan voru þeir mun meira ógnandi en vissulega spiluðu Hyypia og Carra vel í vörninni og vörðust vel meira segja Riise var að verjast vel þó hann hafi verið jafn lélegur og allir aðrir leikmenn Liverpool (fyrir utan Gerrard) sóknarlega en ég vil ekki sjá einhvern varnarbolta á Anfield eins og ég hef sagt þar á Liverpool að dóminer en ekki vera yfirspilaðir.

 71. pennant ekki búinn að vera til vandræða? ertu búinn að gleyma leiknum á móti Porto þar sem hann lét reka sig af velli fyrir fávitaskap. Ef Pennant væri afburðarleikmaður væri hann enn hjá Asernal. Til þess að vera samkeppnisfærir við önnur stórlið þurfum við topp leikmenn ekki miðlungs nöldurseggi. Þetta er ekki neikvæðni.

 72. Dumbo, Gerrard lét reka sig útaf gegn Everton í 3-1 sigurleik nú ekki alls fyrir löngu. Er hann þá vandræðagemsi sem við þurfum að losa okkur við? Ég skil ekki þessa miklu gagnrýni á Pennant, hann virðist oft vera eini leikmaðuirnn sem hefur vilja til að vinna. Hann í það minnsta reynir og reynir. Allt tal um að Pennant sé vandræðagemsi vísa ég til föðurhúsanna, hann hefur í það minnsta haldið sig á mottunni hjá okkur…og það sem meira er, hegðun hans á fótboltavellinum hefur aldrei verið vandamál hjá honum. Hann líður fyrir það að hafa keyrt fullur á sínum yngri árum….og guð minn almáttugur ef það er það alvarlegasta sem hann hefur gert.

  Það má deila um það hvort hann sé nógu góður, en að kalla hann vandræðagemsa er svo mikil fásinna af mínu mati að það nær ekki nokkurri átt.

 73. Viðbót:

  Beckham er sem sagt ekki afburðamaður því hann er ekki ennþá hjá Man Utd? Zidane var ekki afburðamaður því hann var ekki endalaust hjá Juve? Baggio var ekki afburðamaður því hann fór frá Fiorentina? Vieira er ekki afburðamaður því hann er ekki ennþá hjá Arsenal?

  …þú skilur hvert ég er að fara er það ekki?

 74. Þakka Magga fyrir fínan og vel skrifaðan örpistil. Ég er þó alls ekki á því að kaup á Owen breyti neinu.

  Menn fárast yfir lýsendum Sýnar en mér menn ekki þurfa leita lengra en hingað á þetta spjall til að finna ömurlega og stöðuga neikvæðni útí liðið okkar.
  Alveg ótrúlegt að Liverpool aðdáendur ekki geta stutt sitt lið betur en þetta.

  Það er ekki laust við að fábjánavæðingin sé komin út fyrir öll velsæmismörk hér á Liverpool spjallinu. Allt hér morandi núna í Championship Manager krökkum sem finnst gjörsamlega allt ómögulegt og vilja skipta út hálfu Liverpool liðinu, kaupa allt Arsenal liðið og ráða Wenger eða Mourinho. KAUPA, KAUPA, KAUPA, KAUPA.
  Leikmenn sem voru fínir eftir 6-0 sigurinn á Derby eru skyndilega orðnir algerir meðalskussar.

  Ég man enn vel þegar Liverpool lyfti síðast Englangsmeistaratitlinum. Þá vorum við algert yfirburðalið á Englandi og líka með langbestu stuðningsmennina sem borin var virðing fyrir af öðrum liðum. Stuðningsmenn sem studdu liðið fyrirvaralaust og hefðu haldið stolltir með Liverpool þó það væri í 4.deild.
  Anfield var í þá daga musteri og algerlega óvinnandi vígi. Lið voru búin að tapa leikjum fyrirfram gegn Liverpool af óttanum einum saman.
  M.a. vegna aðdáenda Liverpool sem kæfðu allt mótlæti í fæðingu með söng og gleði á pöllunum hvert sem þeir komu. Jákvæðnin og frumkrafturinn sigraði allt.
  Andstæðingar sáu þennan gígantíska andlega styrk sem Liverpool Football Club hafði innan og utan vallar og lögðu hreinlega ekki í að reyna vinna þennan risa.
  Í þá daga var sama hvaða skítaleikmenn Liverpool keypti, allir urðu þeir góðir leikmenn. Þeirra veikleikar voru bara ekki til umræðu. Þeir voru talaðir upp þangað til þeir fóru að trúa á sjálfa sig. Í þá daga trúði Liverpool á sjálfa sig.

  Berum þetta saman við öfundsjúka vælið sem einkennir flesta stuðningsmenn Liverpool í dag. Kaupum þennan, seljum þennan, þessi er ömurlegur, ég vildi óska þess að Liverpool spilaði eins og þetta lið……. o.sfrv.

  Við erum í dag eins og sundurlaus hjörð sem leitar að fyrimyndum annarstaðar. Liverpool er að verða lið án karakters og í stað þess að leiða erum við í stöðugum eltingarleik. Okkar eigin stuðningsmenn eru að draga klúbbinn niður.

  Ömurlegt. 🙁

 75. Sammála Benna Jóni hérna með Pennant. Það vita allir ástæður þess að Pennant fór frá Arsenal. Hann var í algjöru rugli í sínu einkalífi og var hreinlega að spila rassinn úr buxunum á því sviði. Hann hefur ekki sýnt svo mikið sem vott af slíkri hegðun í mörg ár, og hvað þá eftir að hann kom til Liverpool. Samt er verið að brennimerkja hann í dag sem vandræðagemsa. Skiljanlegt með Bellamy, enda virðist hann ekkert ætla að ræða, en það er fjarri því með Pennant.

  Innan vallar hefur hann einu sinni verið rekinn útaf hjá Liverpool, og ef það er nóg til að brennimerkja hann sem vandræðagemsa, þá eru nú ansi margir slíkir til í öllum liðum.

 76. Gerrard átti það til að missa sig en Guð minn góður að vera að líkja honum og Pennant saman. Beckham var seldur af því að hann leit orðið stærra á sig en liðið. Þessir menn sem þú telur upp voru allir búinir að þjóna sínum liðum um ára bil og farið að halla undan fæti hjá flestum þeirra þó ekki Zidane. Wenger er jafn klókur í því að selja og kaupa. Hann sá í hvað stefndi með Pennant sem hefur ekki enn orðið neitt meira en efnilegur. Ég viðurkenni þó að hann hefur átt góða leiki inn á milli en þegar hann loks spilar vel er hann tekinn af velli fyrstur manna. Og ölvunarakstur er reyndar það sama og morðtilraun sem er kannski ekki alvarlegt í þínum huga

 77. Ég var mjög ósáttur við Hyypiä, hver einasta hreinsun hjá honum endaði hjá Arsenal mönnum, svo er hann alltof seinn…. en hann er skársti kosturinn í stöðuna miðað við meiðsli 🙁

 78. Ég vissi það SSteinn þú ert með fordóma gagnvart rauðhærðu fólki (Ætli bleiki fíllinn viti af þessu 😉 ). Ég skil ekki þessa andúð gagnvart Rise. Hann er fínn varnarmaður en enginn sóknarmaður og það vita menn alveg. Búast menn bara við því í hverjum leika að hann geti alltí einu farið að nota hægri fótinn? Hann er búin að spila svona í mörg ár. Þetta er ekkert nýtt. Hver ætli sé ástæðan fyrir því að hann sé búin að vera í bakverðinum allan þennan tíma (fyrir utan einstaka skipti sem hann hefur verið á kantinum). Ætli það sé vegna þess að rafa finnst hann vera lélegur? Ég held ekki. Þótt að hann eigi 2-3 lélegar sendingar fram á við í leik þá gerir það hann ekki að slökum varnarmanni. Og svo er ég sammála dumbo #70 í sambandi við Aurelio. Ég vil meina að þar sé kanntmaður á ferð ekki Bakvörður. En að sjálfsögðu er þetta bara mín skoðun.
  Hilsen.

 79. Smá viðbót. Allir eiga skilið annan séns og pennant er á sínum núna það pirrar mig bara að hafa ekki keypt afburðar leikmann í þessa stöðu.

 80. 🙂 Baldvin, þú lætur hann bara ekki vita af þessu fetish-i mínu

  En Dumbo, í alvöru talað. Finnst þér Pennant virkilega eiga það skilið að vera kallaður vandræðagemlingur miðað við hegðun hans undanfarin ár?

 81. Mér finnst mjög skrítið þegar menn fárast yfir því að aðdáendur Liverpool gagnrýni liðið, stjórnun þess og spilamennsku þegar menn eru ekki sáttir við stefnuna. Það er fullkomlega eðlilegt að menn gagnrýni og kvarti yfir lélegri spilamennsku, niðurdrepandi nálgun liðsins að íþróttinni og einmitt karakterleysinu sem virðist einkenna það. Það er ekki stuðningsmönnunum að kenna, það er stjóranum og liðinu að kenna. Eins er algjörlega fáránlegt þegar menn ætla að berja sjálfum sér á brjóst fyrir að vera jákvæðir í garð liðsins sama hvað bjátar á, eins og þeir séu betri og merkilegri stuðningsmenn fyrir vikið.

  Þetta er svipað og í hjónabandi. Þegar vandamál gera vart við sig þá er ekki lausnin að stinga höfðinu í sandinn og láta eins og allt sé gott, geri maður það þá mun hjónabandið að öllum líkindum fjara út og þá mjög sennilega á eins niðurdrepandi hátt og hægt er að ímynda sér. Ef maður hinsvegar horfist í augu við vandann, tjáir sína skoðun og gagnrýnir það sem betur má fara, þá er hinsvegar vel hægt að leysa málin. Nema vandinn sé sá að konan sé að sleppa sér í ofáti og fitu, þá er um að gera að segja sem minnst, en það er annað mál.

  Andleysi stuðningsmanna Liverpool er afleiðing stefnu og spilamennsku liðsins síðustu ár, ekki orsökin fyrir spilamennskunni. Að halda því fram er ekkert annað en rugl og meðvirkni. “Ef liðið mitt skítur á sig, þá er það mér að kenna af því ég var óhress með þá”. Liverpool stuðningsmenn eiga það sameiginlegt með stuðningsmönnum annarra stórliða að vilja sjá liðið sitt spila til sigurs, þ.e. sóknarfótbolta þar sem liðið er í ráðandi hlutverki. Menn eru bara orðnir hundleiðir á að sjá gamla særða ljónið trítla hrætt inn á völlinn, búið að aðlaga sig að spilamennsku andstæðingsins og tilbúið að verjast umfram allt, í stað þess að sækja. Meðan hugarfar stjórnenda og leikmanna Liverpool er svona, hvernig er þá mögulega hægt að ætlast til þess að stuðningsmennirnir séu kátir?

  Ég persónulega hefði haldið að alvöru stuðningsmenn gæfu skít í alla meðvirkni og heimtuðu hátt og snjallt að ljónið tæki sig saman í andlitinu, brýndi tennurnar og biti almennilega frá sér. Þá fyrst gæti eitthvað almennilegt gerst.

 82. Ég skal taka undir með þér Dumbó að vilja betri mann í þessa stöðu(og ég er tilbúinn að skipta öllum leikmönnum út fyrir betri leikmann, en það er önnur saga) en mér finnst mjög ósangjarnt að stimpla Pennant sem einhvern vandræðagemsa þó ekki hafi komið betri leikmaður…ertu ekki sammála því?

  Það sem Pennant gerði á yngri árum var slæmt, mjög slæmt. Ég er ekki á nokkurn hátt að reyna réttlæta ölvunarakstur. En þetta er eitthvað sem hann gerði mjög ungur en er ennþá brennimerktur útaf. Hann klárlega lærði af sínum mistökum og er það vel. Það gera allir mistök, það er bara ekki hjá þeim komist. Hvernig menn bregðast við mistökum er það sem greinir á milli mikilla manna og hinna. Ekkert af þessum vandræðagemsa hátternum hefur látið á sér kræla í seinni tíð hjá honum.

 83. Verð að viðurkenna að ég er alveg hrikalega sammála þér með þetta Toggi. Þetta kallast víst að taka strútinn, og hefur viðgengist ansi lengi hjá LFC.
  Ég hef viljað meina það að liðsheildin hefur verið lítil sem enginn hjá okkur hjá okkur í langan tíma. Skiljanlega var einhver liðsheild þegar Evans var með liðið þar sem menn voru að detta í það saman, en butséð frá því þá ætti það að vera eitt af lykilatriðunum að þjappa hópnum saman. Mér finnst við hlaupa oftar inn á völlin sem 11 einstaklingar en sem fótboltaLIÐ. Mín skoðun á þessu er að við höfum ekki haft nógu sterka stjórn á liðinu síðan í eighties. Frá þeim tíma hafa menn verið að prófa sig áfram með mismunandi aðferðir sem hafa ekki gengið. En gegnumgangandi finnst mér stjórarnir hafa verið of linir, fyrir utan Souness sem er kannski einum of. Ég hef ekki ennþá fengið trúna á Benitez og taldi á sínum tíma að hann hefði fengið ansi langa líflínu með því að vinna CL á sínum tíma. Ég bíð ennþá eftir því að við fáum stjóra sem fær mennina til að labba inn á völlinn af stolti og berjast eins og ljón, geta rifið þá upp í leikhléi ef til þarf. Miðað við gengið núna og holninguna á liðinu erum við að stefna að keppni um 4. sætið enn eitt sísonið. Það verður orðið nokkuð augljóst eftir 8-9 leiki. Ef svo er þá er spurning um að fara að líta í eigin barm, endurskoða stefnuna og taka ákvarðanir útfrá því. Vonandi bera nýjir eigendur gæfu til þess að taka rétta ákvörðun.

 84. Munurinn á liðunum var bara sá að arsenal eru með bullandi sjálfstraust fyrir þennann leik en Liverpool ekki alveg með sama sjálfstraustið og því finnst mér nú við bara hafa spilað nokkuð vel miða við það sem undan er geingið og plús það að 2 lykilmannanna voru bara á hálfum hraða og endaði að sjálfsögðu að þeir fóru báðir út af meiddir ný komnir upp úr meiðslum og svo vantar Agger,þarna erum við að tala um 3 algjörlega lykilmenn sem vantaði (ekki hægt að seigja að Torres og Alonso hafi verið með í þessum leik sökum meiðsla)..Samt héldum við þeim í skefjum þetta svokallaða skemmtilegasta og best spilandi lið í evrópu..Miða við allt þetta þá er þetta ekkert svo slæmt að ná jafntefli við þá,og seigjum svo að allir okkat lykilmenn hafi verið heilir og ekki ny stignir upp úr meiðslum þá hefðum við tekið þetta skuldlaust og þá hefði þetta svokallaða sjálfstraust ekki skipt nokkrum sköpuðum hlut..
  Svo miða við allt þetta þá var þetta ekkert svo slæmt í gær,arsenal nybunir að slátra einhverju liði 7-0 en við nybunir að tapa 2-1.allt þetta telur þegar í svona leik er komið

 85. Og btw, er sammála mönnum með þessa nýju bloggsíðu andfotbolti.net. Var hrikalega spenntur að fá nýja síðu inn í flóruna, en þetta var andvana fæðing og hef ég ekki í hyggju að kíkja aftur þar inn. Concept-ið var gott, en úrvinnslan hörmung.

 86. Það er út í hött að kalla þá sem gagnrýna lélegan leik Liverpool fábjána eins og einhver gerir hér. Sumir hérna láta líka eins og það að láta skoðun sína í ljós, á íslensku spjallborði af öllum stöðum m.a.s., sé á einhvern hátt sambærilegt við að mæta á Anfield og baula á liðið allan leikinn. Það er ekkert merit í því að neita að horfast í augu við að leikur liðsins er ekki nógu góður. Mjög fá gagnrýnin komment hér sem hafa ekki verið bökkuð upp með rökum. Á hinn bógin eru kommentin frá þeim sem vilja verja leik liðsins oft frekar hrokafull í garð bæði þeirra sem gagnrýna og leik andstæðinga okkar, sbr. mjög smáborgaraleg komment um meintan krúsídúllubolta Arsenal etc.

 87. Ok félagar Pennant er fyrrverandi vandræðagemsi skal alveg viðurkenna að hann hefur að mestu haldið sig á mottunni hjá okkur en ég þoli samt ekki þetta endalausa nöldur í drengnum þegar dæmt er á hann. Hann eyðir og miklu púðri í það hann á bara að hafa sig í burtu og nota púðrið í næstu tæklingu eins og Mascherano brýtur og er farinn og sleppur jafnvel við spjöld fyrir vikið. Nei ég vil ekki skipta öllu liðinu bara svona ca 4 sem byrjuðu í gær. Hefði viljað sjá Babbel í liðinu

 88. Mér finnst nú Babbel vera orðinn full hægur fyrir Liverpool eins og staðan er í dag, var góður árið 2001 en ekki sá sami í dag 🙂

 89. sorry var aðeins og graður á b-inn 🙂 held samt að ságamli taki bæði Kát og úkraínumanninn á sprettinum

 90. Væri alveg til í að verða vitni að spretthlaupskeppni milli Babbel og Hyypia þó 🙂

 91. það gæti tekið langan tíma sú spretthlaupskeppni Steini ef hún væri yfir allann völlinn…en Hyypia svaraði þessu samt helvíti vel á sínum tíma þegar mikið var verið að tala um hversu hægfara hann væri,Hann sagði bara stutt og laggott að hann hafi aldrei verið hraður:)

 92. Yrði líklega álíka spennandi eins og að fylgjast með tveim nýmáluðum veggjum og reyna að giska á hvor þornaði á undan og fylgjast svo spenntur með.

 93. Tja, Babbel fyrir veikindi væri vel þegin í dag:p

  Tvennt sem mig langar að nefna hérna. Í fyrsta lagi að bakka það upp sem Kjartan er að segja. Þó menn gagnrýni þá er óþolandi að lesa póstana eftir sumar mannvitsbrekkurnar hérna inni að þeir séu minni aðdáendur og fleirra bull í þeim stíl. Menn gegnrýna afþví að þeim er ekki alveg sama. Í öðru lagi vil ég biðja þá sem gagnrýna að gera það málefnanlega og án allra leiðinda. Ég veit að flestir gera það, en það er samt gott að hamra vel á því við menn.

 94. Toggi.
  Mig langar virkilega til að vita aðeins meira hvað þú ert að meina núna. Ég vill meina það að besta leiðin í mótlæti sé að styðja sitt lið. Það er svo auðvelt að vera stuðningsmaður í meðvindi en mikilvægast í mótvindi. Lagið okkar meðal annars snýst um það. Ég sé bara engan sóma í því að rífa liðið niður á meðan að því gengur ekki vel. Bara engan. Held að t.d. ég og SSteinn séum báðir búnir að sýna fram á það að við vorum bara alls ekki kátir.
  Það hins vegar að standa í umræðum um kaup og sölur, reka þjálfara eða rífa niður stefnu liðsins er að mínu mati svo hræðilega niðurdrepandi og hefur verið stöðug umræða okkar Poolara í alltof langan tíma. Ber saman Arsenal sem á undanförnum árum hafa misst Cole, Vieira og Henry, ekki unnið marga titla og skriðið inn í 4.sæti deildarinnar síðustu 2 tímabil. Hef ekki heyrt sama vælið hjá þeim og okkur, þó illa hafi gengið og menn gagnrýnt. Við eigum engan sjálfkrafa rétt á að vinna titla á hverju ári.
  Auðvitað mega menn hafa þá skoðun sem þeir vilja, en ég vill ekki líkja ástandinu á Anfield við tímabil Houllier, Evans eða Souness. Það er að mínu mati verið að byggja sterkar undirstöður til að ná alvöru árangri og mér finnast langtímamarkmiðin vera rétt hjá Benitez, Parry og eigendum félagsins.
  Skrifa bara alls ekki uppá það að ég gagnrýni neikvæðni sem einhvern hroka. Ég er búinn að upplifa ansi margt sem stuðningsmaður Liverpool og mitt uppeldi er þannig að ég vill bera virðingu fyrir þeim sem þar vinna, enda ekki mitt að finna að því. Ef þú vilt bera saman Liverpool og hjónaband, sýnast mér ansi margir vilja að margt breytist í sambandinu, annars komi til skilnaðar.
  Ekki hjá mér. Ég tel það versta í stöðunni nú væri að söðla um, selja og kaupa haug leikmanna, því það gerist alltaf hjá nýjum manni, breyta leikfræðiáherslum gríðarlega og reikna þá með árangri. Menn mega auðvitað vera ósammála mér, en tveir bikarar, tvö töp í úrslitum og meiri stigafjöldi en t.d. Dalglish nokkurn tíma náði finnst mér það góður árangur að erfitt verði að finna hæfari mann í starfið, aðra en Wenger og Ferguson.
  Mér finnst umræðan of oft vera:
  Tap er útaf vitlausu leikskipulagi, röngum innáskiptingum eða að eitthvað vanti í þjálfarateymið.
  Jafntefli er tap.
  Sigrar eru yfirleitt heppnissigrar sem við áttum ekki skilið. Í vetur eru bara held ég tveir leikir sem ekki voru taldir heppni af einhverjum hér, Toulouse heima og Derby heima.
  Á gullaldartíma Liverpool töpuðum við t.d. einu sinni heima fyrir Úlfunum, sem unnu 3 leiki þann vetur. Lentum oft í jafnteflum og unnum Manchester United örsjaldan. Leicester hirti alltaf af okkur stig.
  Í dag hefðu örugglega margir vilja reka Dalglish, Fagan og Paisely eftir svoleiðis leiki. Hvað þá Shankly sem var 7 ár án þess að vinna titil og tók 4 ár að koma liðinu í efstu deild.
  Hvar værum við þá?
  Skammtímasjónarmið eiga ekki að ráða í fótbolta. Spyrjið bara Leedsara.
  En ég neita því að einhver rétthugsun sé til í þessu og veit alveg að það hugsa þetta ekki allir eins og ég. En ég hlýt að mega hafa þessa skoðun, og það að líkja því við strút með höfuðið í sandi er náttúrulega afar sérkennilegt.

 95. Virði þína skoðun. Auðvitað fær Wenger frið hann hefur unnið deildina með Asernal og liði hjá honum spila feikna góðann bolta þó árangurinn síðustu ár hafi ekki verið sem skildi. Mér finnst það ekki neikvæðni þó maður verði þunglindur á því að fylgjast með liðinu þessa dagana. Stigafjöldi skiptir ekki máli ef deildinn vinnst er það? Það er samt varasamt að bera einhver tímabil saman það er allt annað umhverfi sem er í boltanum í dag og við sátum eftir þegar tímarnir voru að breytast og erum enn að súpa seyðið af því þar er fyrst og fremst við stjórn klúbbsins að sakast.

 96. Sælir félagar
  Ég ætla horfa á leikinn núna 17:45 því ég sá hann ekki í gær. Samt hefi ég skoðun á honum eftir að hafa lesið það sem menn hafa vertið að skrifa. Ég er búinn að vera stuðningsmaður LFC lengur en flestir sem hafa tjáð sig hér (yfir 40 ár).
  Ég hefi aldrei bilað í trúnni á þetta lið og mun aldrei gera það. En ég vil því aðeins það besta. Og ég er hræddur um að Rafael sé ekki nógu góður.
  Ég tel aðeins 1 eða 2. sætið sé ásættanlegur árangur og 2. sætið því aðeins ef við erum í baráttu um það 1. fram á síðasta leikdag. Og ég skal ég vera fyrsti maður til að éta allt ofan í mig sem ég hefi lastað Rafa fyrir ef hann nær því. En nota bene ekki fyrr.
  Og Maggi, liðið er ljósárum á eftir hinum þremur stóru í spilamennsku. Það er staðreynd en menn geta svo deilt um hver ástæðan er.
  Við sem deilum á liðið og stjórann erum auðvitað menn sem stendur ekki á sama um hvernig gengi þess er.
  Og liðið er ekki nógu gott í dag jafnvel þó það sé betra en síðast og næstsíðast og jafnvel þaráður. Það eru ekki gæði sem miðandi er við. Leikgæði hinna þriggja stóru er það sem miða má við.
  Við getum líka skoðað stöðu Blackburn Rovers. Þeir eru miðjumoðslið en eru samt fyrir ofan okkur með sama leikjafjölda. Er það viðmið. Eigum við að sætta okkur við að vera miðaðir við lið í þeim klassa.
  Nei og aftur nei. Við verðum að miða okkur við það besta og ekkert annað en það. Og þar náum við ekki máli. Því miður
  Það er nú þannig

  YNWA

 97. PS.
  Þegar ég segji síðast, næstsíðast o.s.frv. þá á ég við síðustu leiki 🙂

 98. Sigtryggur, fyrir 3 vikum vorum við ljósár fyrir framan Chelsealiðið í fótbolta og fyrir 2 árum vorum við ljósár fyrir framan Arsenal sem komst inn í Meistaradeildina það ár vegna matareitrunar Tottenhammanna.
  Verð svo alls ekki sammála því að bara það að keppa um 1.sætið fram á síðasta leikdag sé eina leið Rafa til að halda starfinu. Það hefur ekki verið svoleiðis í 17 ár!!!!!
  Halda menn að Souness, Evans og Houllier hafi verið ráðnir af metnaðarleysi? Af sömu mönnum og réðu Paisley, Fagan og Dalglish? Við erum bara í nákvæmlega sömu stöðu og United var á milli 1980 og 1990, stórlið sem ekki hafði unnið enskan titil.
  Að mínu mati er það stórkostleg einföldun að halda að það að við bara allt í einu eigum að verða veglegir meistarar, án þess að hafa keppt um það í 17 ár. Ég vill að liðið verði í toppbaráttu allan tímann, fari nálægt 82 stigunum sem Rafa náði fyrir 2 árum og ég bendi enn á að var betri árangur en margir aðrir náðu.
  Minni líka á það að það er einungis síðan í febrúar að hægt var að móta framtíðarskipulag LFC, síðustu 6 – 9 ár hefur stöðugt verið skoðað 1 – 2 tímabil í einu og algerlega ómögulegt að gera meira vegna fjárskorts miðað við önnur stórlið.
  Ég trúi ekki á skyndilausnir í fótbolta þegar vandinn var orðinn jafn mikill og glímt var við á Anfield eftir veru Souness, Evans og Houllier við stjórn liðs, sem var að sigla hraðbyri niður í meðalmennskuna, minni á að við urðum í 7.sæti með Souness og svipað með Houllier.
  Það tók Shankly 5 ár að búa til lið og síðan 7 ár að búa til gullaldarlið. Ef hann hefði ekki fengið þann tíma héldi ég kannski ekki með því og kannski ekki þú heldur Sigtryggur.
  Svo langar mig að spyrja hvað við myndum gefa nýjum manni mikinn tíma til að búa til lið sem gæti keypt um meistaratitilinn? Eitt ár, eða kannski í mesta lagi tvö ár spái ég.
  Svoleiðis vinnubrögð minna mig á Real Madrid bullið, Roman keisara og United áður en Ferguson kom. Slík vinnubrögð tel ég ekki vera neinum til framdráttar í boltanum.
  Reina, Finnan, Carragher, Agger, Arbeloa, Mascherano, Alonso, Gerrard, Babel, Benayoun, Torres, Kewell og Voronin eru kjarni þess liðs sem ég vill sjá í framtíðinni á Anfield og er svo viss um að leikmenn eins og Hobbs, Leto og Lucas munu ná mjög langt. Kuyt og Riise mega mín vegna kveðja og við þurfum meiri breidd í varnarleikinn og markaskorara með Torres. 12 þessara leikmanna fann Benitez og ég vona að hann bæti þeim við sem þarf. Tel ljóst að einhverjir myndu fylgja honum frá Anfield og kannski fáum við t.d. nýjan Westerveld, Henchoz, Heskey í stað þeirra. Eða McAteer, James og Collymore. Eða Dean Saunders, Paul Stewart og Brad Friedel.
  Ítreka að ég er alls ekki 100 % sæll, en þarf ekki að líta langt til baka til að vita það að Liverpool hefur færst fram á við. Ég ætla því að halda enn um sinn í þá skoðun að betra sé að halda áfram í sömu átt og gefa tíma til að fullreyna þá stefnu.
  Það er nefnilega að mínu mati líklegra að við færumst niður á við en upp á við með miklum breytingum og ég allavega er ekki til í nýtt Souness, Evans, eða Houlliertímabil á Anfield.
  Kannski sýnir Mark Hughes það með sínu liði á laugardaginn að hann gæti náð árangri á Anfield. Það er allavega eina nafnið sem mér finnst HUGSANLEGA eiga séns á að ná árangri án þess að brjóta allt niður fyrst.

 99. Sigtryggur Karlsson má ég spyrja þig að einu?ertu virkilega að miða okkur við Blackburn núna þegar einungis 10 umferðir eru búnar?Fyrst þú ert búinn að fylgjast svona rosalega leingur en við flestir hérna þá áttu að vera búinn að sjá það að í upphafi hvers mót þá eru alltaf þarna lið ofarlega á töflunni sem sprynga svo og byrja að færast neðar og neðar á töflunni.Var ekki Poursmoth efstir á tímabili í fyrra í upphafi móts??Man city búnir að vera frábærir í upphafi móts en töpuðu svo núna 6-0??Þessi lið hafa það ekki sem þarf til að berjast við þessi 4 stóru um CL sætiðnsvona svipað og þú vilt meina að Rafa hafi ekki það sem til þarf að til að vinna PL,og miða við það þá finnst mér að þú ættir þá allavega að vera samkvæmur sjálfum þér á þeirri skoðun þinni um hver hefur hvað til þess að vinna hvað vitandi til þess að í upphafi móts þá er línurnar einganveigin farnar að skírast……..Erum við ekki bara 6 stigum á eftir toppsætinu núna þótt við séum ekki alveg að syna okkar besta þrátt fyrir að 3 lykilmenn séu búnir að vera frá í nokkrum leikjum..Eru ekki aðal rök þeirra sem vilja meina að Liverpool séu ekki nóu góðir miða við hin 3 að þau tapa ekki þótt þau séu að spila illa?og hvað er að gerast hjá Liverpool,erum að spila illa en samt taplausir.Það þætti nú bara frábært ef við værum að tala um hin liðin en fyrst þetta er liðið hans Rafa þá er þetta veikleikamerki en ekki styrkleikamerki eins og er hjá hinum liðunum…..
  En ég ætla ekkert að setja út á einn né neinn og minna bara menn á að það eru 28 umferðir eftir…
  En það sem ég fer fram á sem stuðningsmaður er að við verðum í toppbáráttunni til loka og þótt svo við endum í 4 eða 3 sæti örfáum stigum á eftir sigurvegurunum þá verð ég sáttur.Getum ekki verið að fara fram á 1 eða 2 sætið því deildin er bara of sterk með 4 liðum sem öll geta unnið titilinn.
  En bara svona til að koma því líka að að standardinn minn gagnvart Liverpool hefur aldrei minkað,eigum að vinna allt sem í boði er,en maður verður að vera líka smá raunsær

 100. Houllier átti frábæra spretti 5 dollur á 1 ári Evans fékk aldrei séns hjá stjórninni Heskey ekki verri en Voronin og brad fridel hefur verið 1 af 5 bestu markvörðum í deildinni síðan að hann fór frá Liverpool. Varðandi þann kjarna sem þú vilt sjá hjá okkar mönnum þá held ég því miður að kewel sé þjakaður af krónískum meiðslum og Finnan kominn á efri ár. en kjarni samt til staðar með örfáum góðum kaupum er útlitið bjart

 101. hvernig líst mönnum á þennan Pandev sem er verið að segja að Liverpool hafi áhuga á?
  held persónulega að hann gæti verið góður kostur er meiri markaskorari en t.d. Voronin og Kuyt eins duglegir og þeir eru þá eru þeir bara ekki að þenja netmöskvana eins og maður ætlast til af framherjum Liverpool

 102. Dumbo.
  Houllier lagði unglinga- og varaliðskerfið í rúst, eyddi um 50 milljónum punda í slaka leikmenn eins og Cheyrou, Diouf, Diao, Le Tallec, Pongolle, Westerveld og Heskey. Enginn þeirra hjá stóru liði í dag.
  Evans var indæll maður, en liðið hans náði bara engum árangri. Einn deildarbikar á 5 árum einfaldlega ekki ásættanlegt, auk þess sem lítið virtist ganga í áttina til agans hjá karlinum. Stjórnin gaf honum einmitt mikinn séns því hann var innanbúðarmaður og var að reyna að spila skemmtilega. Bara gekk ekki upp. Ef þú manst eftir leikjunum sem Brad Friedel spilaði fyrir Liverpool veistu hvað ég er að tala um og að mínu mati er hann bara alls ekki í topp 5 á Englandi í dag.
  Sammála Didi í því að ég geri stórar kröfur, en reyni að vera raunsær.

 103. Fridel kannski ekki á topp 5 í dag en hefur verið það hingað til. Bulleyðslan hjá Houllier var sannarlega til staðar en hann og hr Benitez eiga nú ýmislegt sameiginlegt þar. Evans fékk ekki að kaupa þá menn sem hann vildi fá var að meina það með stuðninginn.

 104. en hann og hr Benitez eiga nú ýmislegt sameiginlegt þar

  Já, einsog svo allir aðrir þjálfarar. Hinn guðdómlega fullkomni Wenger eyddi 10 milljónum í Francis Jeffers for kræing át lád. Fergie keypti Djemba Djemba, Taibi og fleiri.

  En Benitez hefur hins vegar viðurkennt mistökin og selt menn undir eins (Josemi, Morientes, Cisse, Kromkamp). Mistökin hans Houllier voru hins vegar mörg hver svo afleit að hann gat aldrei selt mennina (Le Tallec, Cheyrou, Diao, etc).

 105. Rólegur, Houllier keypti Cisse þess vegna vildi Benitez lítið nota hann þó hann skoraði slatta af mörkum þegar hann fékk að spila

 106. Heldurðu virkilega að Benitez noti menn minna bara vegna þess að einhver annar keypti þá???

  Plús það að kaupin á Cisse fóru í gegn eftir að Benitez tók við.

 107. Houllier keypti líka Hyypia á smá pening og hann er heldur betur búinn að þjóna Liverpool vel í gegnum tíðina og svo má ekki gleyma undirritun aldarinnar þegar Houllier fékk til liðs við sig Gary Mcallister frítt.Og fyrst það er farið að tala um hann ferguson þá á hann allra lélegustu kaup sögunnar þegar hann borgaði 28 milljónir punda fyrir veron sem gat ekki neitt,þannig að allir stjórara eiga sín lélegu kaup

 108. Voru frágenginn, gengu í gegn þegar að glugginn opnaði í júlí, já ef viðkomandi leikmaður fellur þér ekki í geð og þú áttir ekki hugmyndina af kaupunum sem var sennilegt í þessu tilfelli

 109. ok er sammála því að hann hafi ekki veriðnógu góður en átti samt að vera kostur nr 1 í framlínuna því hann skoraði mjög reglulega. Það er margir í hópnum núna sem eru ekki nógu góðir fyrir Liverpool

 110. Maggi:
  Það sem ég meinti er nákvæmlega það sem ég skrifaði. Ef þú lest þau örfáu komment sem ég hef sett inn á þessa síðu, þá sérðu að ég hef aldrei nokkurntímann stokkið á “rekum Rafa” vagninn eða þá heimtað að hinn og þessi yrði seldur. Það sem ég var einna helst að gagnrýna er meðvirknin sem virðist stundum plaga menn. Gott dæmi eru ummæli þín um stuðning við liðið í mótvindi. Þar gefurðu þér að Liverpool sé að berjast við mótlæti og því sé rétt að styðja þá vel og rækilega. Auðvitað geta allir verið sammála um það að standa við bakið á liðinu sínu ef það lendir í erfiðum aðstæðum vegna utanaðkomandi áhrifa (meiðsli, sterkir andstæðingar, óheppni, ósanngjarnir dómarar o.þ.h.). Það sem ég vil benda á er að mótlætið sem Liverpool glímir við er sjálfskapað. Við erum ekki lélegir af því að Arsenal eru góðir t.d., við erum bara lélegir. Að halda að stanslaus stuðningur, stuðningsins vegna, áorki nokkru er hrein og bein vitleysa. Liverpool aðdáendum er skylt að vera kröfuharðir á lið sitt, veita þeim það aðhald sem þeir þurfa.

  Aðalástæðan fyrir kommentum mínum er samt sú að mér leiðist svolítið hrokinn sem stundum birtist hjá mörgum þeirra sem telja sig í jákvæðari hluta aðdáendahópsins. Ég veit að mér ber líklega skylda til að rökstyðja það með dæmum og tölfræði, en ég er bara alltof latur til þess. Enda er þetta nú mestmegnis byggt á tilfinningu. En ég held ég sé allavega ekki einn um þá upplifun, þó það þýði ekki endilega að hún sé rétt.

 111. Þú vilt semsagt meina það Toggi að við erum ekkert betri en þetta??og þú vilt einnig meina að Liverpool sé ekki að glíma við nein meiðsli þessa stundina ef frá er talið þessir 3 sem meiddust í gær og Pennant sem verður frá í 10 vikur og Torres frá næstu leiki ásamt Alonso sem er fótbrotinn og svo nátturulega Agger sem er búinn að vera annsi leingi frá…Þú vilt meina að þetta sé ekki mótlæti heldur viltu meina að liðið sé bara ekki betra en þetta sem liðið er að syna undanfarið án 3 lykilmanna???er þetta ekki mótlæti eða frekar bara sjálfsköpuð vandræði innan liðsins og því eigum við bara helst að snúa við þeim baki og gefa skít í þá,Liðið mun örugglega standa sig mun betur ef við bara hættum að styðja það út af “sjálfsköpuðu veseni”

 112. Didi: Nú spyr maður sig ósjálfrátt hvort þú sért læs. Hvenær talaði ég um að hætta að styðja liðið? Nefndi ég það einhverntímann að eðlilegt sé að snúa við þeim baki og gefa skít í þá?

  Þó virtistu hafa skilið það að já, mér finnst liðið einfaldlega ekki betra en þetta. Hinsvegar ætti það að geta verið betra en þetta, en ég held að rót vandans liggi dýpra en í tilfallandi beinbrotum leikmanna.

  Auðvitað get ég fallist á að liðið sakni ákveðinna leikmanna, en ég hefði haldið að hin margrómaða breidd liðsins ætti að kovera það. Erum við ekki með u.þ.b. 50 miðjumenn t.d. til að leysa Alonso af hólmi? Er það eðlilegt að liðið sé óspilandi án hans? Þú verður að átta þig á að mín gagnrýni beinist ekki bara að spilamennsku liðsins þessa stundina, heldur gagnvart viðhorfi stjórans og liðsins gagnvart íþróttinni.

  Það sem ég er að agitera fyrir felur ekki í sér að áhangendur liðsins stökkvi sem snarast frá borði. Mun frekar er ég að lýsa yfir þeirri skoðun minni að stuðningur þarf ekki að felast í blindri trú eða botnlausri jákvæðni sama hvað bjátar á. Ef liðið fær ekki aðhald og kröfur frá stuðningsmönnum sínum, hvaðan þá? Ef liðið drullar upp á bak leik eftir leik, spilar leiðinegan “árangursríkan bolta” án nokkurs sýnilegs árangurs, er liðinu þá hollt að stuðningsmenn þess syngi hástöfum lofsöngva þeim til heiðurs og fagni þeim eins og kóngum?

  Stundum þurfa menn bara að fá orð í eyra til að rífa sig upp á rassgatinu. Það er líka mikil hætta á að ef stuðningsmenn fara ekki fram á hugarfarsbreytingar og bætta spilamennsku liðsins, þá haldi stjóri liðsins og liðið allt að allir séu bara sáttir við frammistöðuna; við höfum bara verið óheppnir. Ég held nefnilega að Rafa og fleiri innanbúðarmenn hjá Liverpool haldi að þeir séu á réttri braut, raunar finndist mér annað óeðlilegt þar sem þeir völdu hana sjálfir. Ég er ekki sammála þeim, mér finnist liðið stefna í þveröfuga átt við það sem ég hefði viljað sjá. Og þá er ég ekki að tala um stigatöfluna, heldur spilamennskuna.

  Ég persónulega er ekki sáttur við spilamennsku Liverpool og hef ekki verið það lengi. Ég lýsi þeirri skoðun minni nokkuð skilmerkilega og án þess, að ég tel, að ég tapi mér í brjálæðislegum yfirlýsingum. Er ég þá minni stuðningsmaður en þú?

 113. Toggi, ég þekki nokkuð vel þessi komment þín og þau hafa verið fá en góð í gegnum tíðina.

  Málið er að fólk skiptist ekki bara í tvo hópa á þessari síðu. Þetta skiptist í að mínu mati þrjá hópa. Fyrst menn einsog mig, Steina og Kristján Atla, sem erum alls ekki sáttir við allt (sbr gagnrýni okkar allra í þessari leikskýrslu) en reynum samt að horfa á björtu hliðarnar, svo sem einsog framfarirnar í síðasta leik. Síðan þá sem eru frekar neikvæðir útí hlutina og gagnýna það á eðlilegan hátt, en geta líka hrósað fólki þegar vel gengur.

  Og svo í þriðja lagi þá sem hafa hreinlega allt á hornum sér, vilja reka Rafa, sjá ekkert gott við neinn leikmann, vilja ráða Mourinho, finnst menn vera vandræðagemsar af því að þeir keyrðu fullir fyrir fimm árum, eru á því að Sami Hyypia sé útbrunninn og allir leikmenn Liverpool nema Reina og Carra vera ómögulegir.

  Þennan síðasta hóp á ég og ansi margir erfitt með að samþykkja, því mér finnst þessar skoðanir ekki vera skynsamar.

  Það er hins vegar hætta á því að menn felli alla þá sem eru í hópi 2 yfir í hóp 3 þegar þeir koma með neikvæða punkta, ef þú skilur hvað ég á við. Það held ég að hafi komið fyrir þig. 🙂

 114. Ég held að ég sé að fá flassback hérna. Ég held að það meig copy paste umræðuna um Houllier á sínum tíma. Hvaða bull er þetta alltaf að maður sé ekki stuðningsmaður af því að maður er að gagnrýna liðið fyrir lélega spilamennsku sérstaklega þegar hún á rétt á sér. Ég er hins vegar alveg sammála að sú gagnrýni á að vera sangjörn. Ég er ekki að tala um að það eigi að reka einn né neinn þó vissulega megi skoða stöðuna ef hún er ekki viðunandi. Mér finnst líka þegar menn eru að kalla leikmenn liðsins öllum illum nöfnum ekki vera gagnrýni. Það að gagnrýna liðið er ekki það sama og styðja það ekki. Ef ég myndi fara á Anfield þá myndi ég hrópa og syngja manna hæðst.

  Bara að benda þér á eitt Maggi þú segir:
  “Halda menn að Souness, Evans og Houllier hafi verið ráðnir af metnaðarleysi? Af sömu mönnum og réðu Paisley, Fagan og Dalglish?”

  Þessir menn voru ekki ráðnir af sömu mönnum Moores tók við stjórnartaumunum 1991 og höfum við ekki unnið PL síðan (Tilviljun?) og það var hann sem réði Souness og síðan alla sem á eftir honum hafa komið.

 115. age minn.
  David Moores er búinn að vera viðloðandi Liverpool frá 20 ára aldri og þegar hann tók við varð engin breyting á stjórn Liverpool. Sama var þegar Evans var látinn taka við af Graeme Souness. Hins vegar kom Rick Parry held ég að ráðningu Houllier og hefur síðan verið með.
  Allir þeir Liverpool menn sem ég hef lesið um eða greinar eftir hafa lýst yfir stuðningi við David Moores sem mér finnst hafa staðið sig feykivel.
  Kenny Dalglish skyldi því miður ekki eftir sig gott bú og það tók mörg ár að leiðrétta það, ekki hjálpaði að Souness karlinn var sennilega of stórt egó fyrir klúbbinn
  Ég tel mig vera í hópi með Einari og félögum varðandi liðið. Er bara alls ekki glaður með allt, en er orðinn ferlega þreyttur á þessari umræðu sem er vissulega flashback til Houllier og líka til Evans umræðunnar. Þegar Souness var látin hætta var netið ekki komið sem betur fer. Þar stendur hnífurinn í hryggnum á kúnni. Mér finnst við vera komin svo langt útfyrir það að vera samherjar, Liverpoolaðdáendur. Það eru t.d. ótal menn sem ekki geta einu sinni glaðst yfir sigri á erkifjendunum á Goodison Park.
  Slíkur málflutningur pirrar mig bara mjög mikið. Varðandi punkt þinn um það að innanbúðarmenn í Liverpool telji sig á réttri braut? Auðvitað! Þjálfarinn er að vinna samkvæmt sinni sannfæringu ásamt sínum aðstoðarmönnum. Tala af reynslu, að sama hvað stuðingsmönnum svíður tap – og leikmönnum, er þjálfarinn sá sem svíður mest. Það er jú hans hugverk sem er að klikka. Hef verið í öllum þessum aðstæðum og það er bara ólýsanlegt að fara heim eftir erfiðan tapleik og velta upp “ef” og “hefði” og “hvað nú”.
  Ef að þjálfarinn og hans aðstoðarmenn breyta af sinni leið vill ég þá í burtu. Rafael Benitez er að vinna sína vinnu núna á sama hátt og hjá Valencia. Hann á bara alls ekki að breyta því neitt hvernig hann vinnur. Wenger vinnur alltaf eins, Ferguson alltaf eins, Mourinho alltaf eins. Ég vill aldrei sjá stjórnarmenn skipta sér af liðinu eins og gerist reglulega hjá Chelsea.
  Stjórnin á að velja þjálfarann og tímarammann sem hann hefur og gefa honum svo vinnufrið. Það tel ég að Gillette og Hicks séu búnir að gera, þeir vilja alvöru atlögu í vetur, en hafa líka gefið honum fullkomið frjálsræði varðandi yngri liðin og varaliðin.
  Ég tel að það sé eins og á að vinna og vona að Benitez nái áfram í vetur, því það eru engir aðrir skemmtilegir kostir í þessari stöðu. Ef deildin klikkar aftur í vetur mun ég auðvitað setja stórt spurningarmerki við það hvort hans aðferðarfræði er rétt. Hef sagt það áður að ég horfi ekki eftir árangri í Meistaradeildinni í vetur, því ég veit að við erum með þjálfara sem kann að vinna hana. Ég vill vita hvernig deildin fer.
  Ég t.d. fíla alls ekki Mascherano sem leikmann, þoli Kuyt illa og hef engan skilning á því hvað Riise er að gera í liðinu. En ég er ekki að velja þetta lið og veit að Benitez er að leggja hlutina upp á ákveðinn hátt. Engin ráðleysa þar. Ef hugmyndafræðin virkar ekki eftir tímabilið skoða ég minn hug. Margir hér segjast ætla að hætta að gagnrýna Rafa ef við verðum meistarar! Ég ætla bara að gera öfugt, ef við gerum ekki alvarlega atlögu í vetur vill ég gagnrýna hann, ég tel engan græða á því að gagnrýna núna, hvað þá þegar Andy Gray (Everton), Hemmi Gunn og Bjarni Jó (Man.Utd.) eða Arnar Björns (Leeds) hamast eins og gammar!
  Varðandi það að tímabilið sé búið, langar mig bara að benda lauslega á meistaratitil Real Madrid á Spáni síðasta vetur, það var nú ekki sérleg reisn yfir þeim titli. Nóg eftir ennþá og engin ástæða að deyja oní bringuna sína. Þegar Dalglish vann tvennuna vorum við í 8.sæti í janúar og tryggðum okkur titilinn með því að vinna síðustu 11 leikina.
  En aðallega leiðist mér það að menn telji það bara eðlilegasta hlut í heimi að rífa liðið sitt niður, jafnvel þegar það vinnur leiki!

 116. Það sem ég var einna helst að gagnrýna er meðvirknin sem virðist stundum plaga menn. Gott dæmi eru ummæli þín um stuðning við liðið í mótvindi. Þar gefurðu þér að Liverpool sé að berjast við mótlæti og því sé rétt að styðja þá vel og rækilega. Auðvitað geta allir verið sammála um það að standa við bakið á liðinu sínu ef það lendir í erfiðum aðstæðum vegna utanaðkomandi áhrifa (meiðsli, sterkir andstæðingar, óheppni, ósanngjarnir dómarar o.þ.h.). Það sem ég vil benda á er að mótlætið sem Liverpool glímir við er sjálfskapað. Við erum ekki lélegir af því að Arsenal eru góðir t.d., við erum bara lélegir. Að halda að stanslaus stuðningur, stuðningsins vegna, áorki nokkru er hrein og bein vitleysa. Liverpool aðdáendum er skylt að vera kröfuharðir á lið sitt, veita þeim það aðhald sem þeir þurfa.

  Þetta seigirðu Toggi og miða við þessi orð þín þá get ég ekki lesið það út öðruvísi en að það eigi né meigi ekki styðja liðið í þessu mótlæti því þetta væri sjálfskapað mótlæti…Þannig að ég er ágætlega læs að mínu mati þakka þér fyrir það:)….Og annað Toggi ætlarðu virkilega að halda því fram að þegar menn eins og Torres Agger og Alonso séu frá að það hafi ekki áhrif á liðið???Þótt svo að breiddin sé til staðar þá erum við að tala um 3 byrjunarliðsmenn sem hver og einn er sá tekninskasti sem við höfum í sinni stöðu???Og ég er ekki og mun aldrei setja mig né einhvern annann á einhverja stalla sem Liverpool stuðningsmenn,en ég hefði bara haldið að allur stuðningur sé vel þeiginn í því mótlæti sem liðið býr við hverju sinni…
  Það er alveg bókað mál að menn eins og Gerrard og Carra myndu ekki taka því þeigjandi og hljóðlaust ef að þeim fyndist liðið vera á bandvitlausri leið sem þér greinilega finnst að liðið sé á…

 117. Didi:
  Enn ertu að mistúlka það sem ég skrifa. “Að halda að stanslaus stuðningur, stuðningsins vegna, áorki nokkru er hrein og bein vitleysa.” stendur þarna skýrt og greinilega hjá mér. Í því felst að stuðningur einn og sér þarf ekki að vera jákvæður, sérstaklega ekki ef maður er að styðja vitlausan málstað. Maður þarf að vita hversvegna maður styður eitthvað, það þarf að hafa tilgang og langbest er ef það skilar einhverju. Ef einstaklingur er t.d. búinn að drekka frá sér fjölskyldu, íbúð og bíl, þá ætti maður að fara varlega í fagnaðarlætin og stuðninginn, þar sem maður gæti með því gefið önnur skilaboð en maður ætlar. Skilurðu hvað ég á við? Megin inntakið er því að mér finnst óeðlileg krafa að ekki megi eða eigi að gagnrýna liðið, sama hverjar aðstæðurnar eru, vegna þess að við verðum að standa við bakið á þeim í öllum málum og styðja þá. Fyrir mitt leiti get ég ómögulega stutt ákvarðanir sem ég er ósammála, eða fagnað spilamennsku sem mér finnst óásættanleg. En það er bara ég.

  Ég hef aldrei sagt heldur að ekki megi styðja liðið í mótlæti, sjálfskipuðu eða ekki. Þetta er allt spurning um í hverju raunverulegur stuðningur felst. Oft er t.d. betra að gagnrýna harkalega en að láta sem allt sé í lagi, það getur oft lýst mikilli væntumþykju og virðingu að benda á galla eða óviðunandi ástand, þar sem það leiðir oft til jákvæðra breytinga. Ég t.d. er ekki sammála því að eðlilegt sé að styðja liðið í blindni ef mér finnst það vera á rangri leið. Það þýðir þó ekki að ég styðji það ekki, aðeins að ég kýs að sýna það öðruvísi en t.d. þú.

  Varðandi núverandi meiðslastöðu liðsins, þá tók ég það nú fram að ég skilji að það hafi áhrif og ég tek fullt tillit til þess. Enda beinist mín gagnrýni ekki bara að leiknum við Arsenal heldur mun frekar almennu ástandi í herbúðum liðsins, eins og ég hef bent á áður. Það er þessi varnfærnislegi varnarbolti sem pirrar mig einna mest, mér finnst eðlilegt að gera meiri kröfur á liðið en það. Ég vil sem aðdáandi fótbolta og þá sérstaklega Liverpool sjá liðið spila mun hraðari og sókndjarfari fótbolta. Það felur samt ekki í sér að ég vilji sjá hælspyrnur, skæri og handahlaup í hverri einustu sókn. En það væri gaman að sjá smá töfra, þó ekki væri nema endrum og eins. Jákvæð úrslit eru alltaf af hinu góða, en ég held að allir geti verið sammála um að maður vill líka geta skemmt sér við að horfa á liðið sitt spila. Það er ekki oft sem mér finnst mjög gaman að sjá Liverpool spila, því miður. Kannski er ég einn um það.

  Svo höfum við enga hugmynd um hvort Gerrard og Carragher séu fyllilega sáttir við stefnu liðsins, kannski hafa þeir einmitt látið í sér heyra og rifið kjaft. Kannski ekki. Þó svo þeir séu himinlifandi með stefnu stjórans og liðsins, þá breytir það ekki nokkrum sköpuðum hlut svo ég viti til. Hvorugur þeirra er heilagri en ég og þú og því sé ég ekki hvernig þeirra skoðun á að hafa nein áhrif á okkar skoðanir.

 118. Sælir félagar
  Ég horfði á leikinn í gær og verð að segja að munurinn á liðunum í þessum margumrædda leik var ekki mikill fyrir mitt leyti. Taktíkin var mjög ólík og segja má að hún hafi gengið upp hjá báðum liðum.
  Taktík Rafa var eðlileg og gekk upp. Hana verður að miða við að sóknarbroddur liðsins er brotinn (Torres), vörnin vængbrotin og miðjan margbrotin :-). Ég var nokkuð sáttur við leikinn í heild og fannst okkar menn standa sig nokkuð vel.
  Maggi ég verð að fara fram á að þú áttir þig á því að í dag gerast hlutirnir miklu hraðar en á árum áður. Menn (stjórar) hafa engin 5 til 7 ár til að byggja liðin upp. Þeir fá peninga og takmarkaðan tíma til að kaupa, raða saman og samhæfa lið sem á 3 – 4 árum verður að ná árangri sbr. Martin Jol.
  Einar ég hefði gaman af að fá að vita í hvaða flokki ég er í greiningu þinni á hvers lags menn eru að tjá sig hér á síðunum.
  Lendi ég í úrvalsdeild hinna hreinu sem eru ritstjórar þessarra síðna. Í annarri deild þeirra sem eru ykkur ósammála og erum þess vegna töluvert skítugir en ekki samt alveg óalandi og óferjandi. Eða í neðstu deild hinna saurugu sem eru með allan heimsins skít á hornum sér. 🙂

 119. Öll gagnrýni á alveg rétt á sér og hef ég og mun ég aldrei setja út á hana ef hún á rétt á sér.Málið er bara að neikvæðnin í kringum liðið er orðin svo svakalega að þetta er farið að smita allverulega út frá sér.Þegar menn eru hættir að geta fagnað sigri á everton á útivelli þá er nú fokið í flest skjól,en það er önnur ella…En þú vilt semsagt meina að liðið sé ekki á réttri leið og allt gott og blessað með það,algjörlega þín skoðun sem öllum ber að virða.En ef þú lytur t.d á deildina þá erum við en taplausir og aðeins 6 stigum á eftir toppsætinu ef það er ekki framför frá því sem áður var þá veit ég ekki hvað framför skal kalla.Núna meiriseigja getum við farið á útivöll og það er meiri möguleiki á því að við vinnum leikinn,annsi langt síðann maður hefur upplifað þá tilfinningu,þú kannski kannast við það er það ekki??(að fara að spila á útivelli sigirvissir)……

  Síðan er annað sem þú bendir á að það er spilamennska liðsins,ég skil alveg þá gagnryni upp að vissu marki,en þegar að þú ert með þessa 3 meidda,mennina sem geta skilað boltanum sómasamlega frá sér og einnig borið hann upp völlinn án þess að maður þurfi að fá eitthvað pannikkast við að verða vitni af því,þá nátturulega seigir það sig sjálft að spilamennskan mun ekki vera eins áberandi góð eins og hún myndi vera með þá í liðinu,eins og syndi sig t.d gegn chelsea þar sem við gjörsamlega kaffærðum þeim allann leikinn með flottu spili og mikilli baráttu…svona eins og þú nefnir hér að ofann að þú villt sjá hraður sóknarleikur og mikil barátta…En á meðan þessir leikmenn eru ekki til staðar þá nátturulega er ekki hægt að spila þannig bolta,því með Hyypia í vörninni þá er hún bara ekki eins traust og hún er þegar Agger er með,og einginn alvöru playmaker sem getur coverað Alonso,Levi er nátturulega okkar eina von sem þannig leikmaður sem getur stjórnað spilinu,en hann þarf sinn tíma…

  En að vilja meina það að liðið sé ekki á réttri leið miða við stöðu og utanaðkomandi óheppni í deildinni get ég bara einganveginn verið sammála um..Það er einungis heimavöllurinn sjálfur sem hefur verið okkar arkilesarhæll og þar svíður 2 jafntefli manni annsi mikið.
  En eitt get ég sett út á liðið og það er þetta andleysi sem er búið að hrjá liðið síðan í birm leiknum og það er bara tímaspursmál hvenær það hverfur held ég….

  Og svo að lokum með þá Gerrard og Carra.Þetta eru leikmenn sem eru nátturulega ekki sama um liðið og velferð þess,og ef allt væri í skralli innanbúðar þá tel ég nokkuð víst að þeir myndu láta heyra í sér almennilega.En þetta er hef ég bara út frá mínu innsæi og hvernig ég myndi haga mér ef ég væri leikmaður Liverpool og væri að horfa á liðið vera að hrinja innann frá

 120. Ég er búinn að lesa þessa fjörugu umræðu síðustu tveggja daga og ég verð að segja að það hafa allir eitthvað til síns máls.

  Mergurinn málsins er sá að gagnrýni er nauðsynleg hverjum þeim manni (eða liði) sem ætlar að bæta sig í lífinu. Hvort sem þú ert að æfa dans, semja tónlist eða að reyna að vinna titla með knattspyrnulið þarftu á gagnrýni að halda. Rafa Benítez, eins og allir stjórar, hlustar á gagnrýni og tekur mikið mark á henni. Hann hins vegar hlustar ekki á hina svokölluðu sérfræðinga í fjölmiðlum, og sennilega hlustar hann lítið á aðdáendurna líka. Hann er með hóp manna sem hann treystir – þjálfara, starfsmenn, ráðgjafa, eigendur klúbbsins – sem hann ræðir þessi mál við og þar kemur væntanlega fram uppbyggileg gagnrýni sem hann tekur mark á.

  Ég hef bæði gagnrýnt liðið og líka varið það sem mér þykir vera óþarflega gagnrýnt. Stundum finnst mér menn ganga of langt í neikvæðninni og gangrýninni, en stundum finnst mér menn líka reyna of mikið að halda í jákvæðnina, oft á kostnað raunsæisins. Gott dæmi um slíkt eru menn sem halda að það að gagnrýna liðið ekki sé stuðningur. Það er sama röksemdarfærsla og sagði Bandaríkjamönnum að gagnrýna ekki innrásina í Írak þegar öll rök bentu til þess að hún væri kolröng. Það vildi enginn segja neitt því menn vildu styðja herliðið og forsetann á erfiðum tímum, en nú sér meirihluti Bandaríkjamanna eftir því að hafa ekki aðhafst meira til að stöðva innrásina.

  Að sama skapi er auðvelt að segja að menn eigi ekki að gagnrýna Liverpool eða Rafa Benítez fyrir það sem illa fer. Fólk nær að telja sjálfu sér trú um að með því að segja ekki það sem því býr í brjósti, og í staðinn bara hugsa fallegar hugsanir um liðið, sé fólk að hjálpa liðinu að ná árangri. En því er þveröfugt farið. Einmitt með því að koma með uppbyggilega gagnrýni hjálpar maður fólki að bæta sig.

  Þar liggur samt hundurinn grafinn í neikvæðninni: Uppbyggileg gagnrýni. Það að segja að liðið sé steingelt framávið, Rafa sé ekki maðurinn til að vinna deildina með þessu liði og að það eigi að gefa menn eins og Hyypiä og Riise til góðgerðarmála til að losa þá úr liðinu sem fyrst er ekki uppbyggileg gagnrýni. Það er bara neikvæðni, tuð, pirringur, og slíku er erfitt að gefa gaum. Ég þekki þetta sjálfur sem rithöfundur; ef ég bæði einhvern um að lesa verk mín og viðkomandi myndi skila þeirri gagnrýni að ég væri engan veginn nógu góður og sagan steingeld myndi ég hætta að hlusta á viðkomandi. Ef mér yrði hins vegar sagt að sagan mín væri misjöfn og missti marks, og fengi svo í kjölfarið nokkrar uppástungur um það hvernig ég gæti bætt söguna, myndi ég taka mikið mark á viðkomandi og jafnvel leita til hans næst þegar ég hefði sögu í farteskinu. Toggi er tónlistarmaður og veit því eflaust vel hvað ég er að tala um, og örugglega margir ykkar hinna líka. Uppbyggileg gagnrýni er ekki það sama og neikvæð gagnrýni. Önnur þeirra reynir að kryfja liðið, hin reynir að rífa liðið enn frekar niður.

  Þess vegna á ég erfitt með að hlusta á fólk sem segir að það þurfi að henda einhverjum leikmönnum í ruslið eða kallar Peter Crouch andfótboltamann. Slíkt fólk er ekki að skila neinu uppbyggilegu heldur bara að rífa liðið niður, og ég hef engan tíma fyrir svoleiðis. Ekki frekar en ég hef tíma fyrir manninn sem lokar augunum til að sjá ekki vandræði liðsins á vellinum, manninn sem málar yfir sprungurnar með fallegum ævintýraútgáfum af raunverulegri stöðu liðsins.

  Staða liðsins í dag er ágæt. Hún gæti verið verri, hún gæti líka verið miklu betri. Í stað þess að rífast um hvort Rafa og liðið sé steingelt/glatað/ömurlegt, hvernig væri að ræða það hvernig Rafa getur bætt liðið sitt? Með uppbyggilegri gagnrýni?

 121. Sigtryggur.
  Ég hef ekki enn séð sanngirni þess og réttlæti að í dag þurfi menn 1 – 2 ár til að búa til lið. Er snnfærður um það að Juande Ramos verður ekki langlífur í starfi Tottenham. Frekar en Aime Jaquet. Sama segi ég um Avram Grant eða Sam Allardyce. Og á þeim tíma fljóta Tottenham, Newcastle og Chelsea áfram. Tottenham og Newcastle eru lið með svipaðan bakgrunn og við en aðra hefð. Ég trúi miklu frekar á þolinmæði og hef rifist við Arsenal og United vini mína sem hafa viljað skipta um stjóra nú ekki alls fyrir löngu, sumir United vinirnir fram í nóvember í fyrra.
  Svo varðandi leikstíl vill ég t.d. taka dæmi um ÍA. Eftir 9 umferðir heyrði ég enn væl um leikaðferð Guðjóns. Eins og fyrst þegar hann tók landsliðið. Eftir 18 umferðir hafði hann náð hámarksárangri út úr þeim hóp sem hann hafði. Eins og með íslenska landsliðið. Vinir og ættingjar á Skaganum voru ansi hrædd um það að Guðjón færi í landsliðið eins og allir vildu.
  Sama hugsjón gildir hjá mér um Liverpool. Ég geri kröfu um skemmtilegt lið, en í tengslum við árangur. Ég vill vinna ensku deildina og auðvitað er það skemmtilegast þegar þú ert með silkifótboltalið, eins og t.d. 1988-1989.
  Miðja Liverpool á sínum tíma var með Sammy Lee og Graeme Souness inni á miðju, Ronnie Whelan og Craig Johnston á köntunum. Lítið silki þar en maskína sem lærði ákveðinn stíl af fótbolta. Við erum stundum að missa okkur í frábært lið með Barnes og Houghton á köntunum, Mölby og McMahon (sem reyndar var ruddi) eða Whelan inni á miðju, Beardsley og Rush frammi.
  Þannig að ég vill titla og árangur og þess vegna varði ég Houllier um stund, því mér fannst við lengi vel á réttri leið. Svo duttum við niður og hann tók aldrei næstu skref og þá hætti ég að styðja hann.
  Svo ertu alltof góður penni til að búa til “yfirstéttardeild”. Enginn hér að ræða um það að einhverjar skoðanir séu öðrum fremri – en við erum ósammála og ósamstæður hópur þessa dagana finnst mér, ertu ekki sammála mér í því?
  Sé samt að við erum með mjög svipaða sýn á leikinn við Arsenal sem er bara gaman. Ef við verðum ósammála dettur mér allavega ekki í hug að ég sé þér eitthvað æðri þó ég sé sammála kollegum mínum í bloggliðinu.
  Var kennt það í uppeldin í litlu samfélagi austur á Héraði að allar raddir ættu rétt á að heyrast og ber virðingu fyrir öllu, sem ekki er skítkast. Ég er því ekki endilega sammála, en það er bara alls ekki aðalatriðið!!!
  Maggi, eða Magnús Þór Jónsson, uppalinn á Eiðum!

 122. Einar Örn það er naumast hvað þú ert magnaður dregur menn í dilka eftir skoðunum og ummælum eins bóndadurgur sem velur rollur til slátrunar í réttunum ert þú einhver alsherjardómari hér sem hefur rétt á því að flokka menn niður eftir skoðunum og upphefja sjálfan sig í leiðinni

 123. Ég persónulega tel að besta leiðin til að bæta liðið, sé að bæta viðhorf þess. Að menn mæti í leiki sem sigurvegarar, lið sem á pleisið og sættir sig ekki við málamiðlanir. Að mæta öðrum liðum með það að markmiði að kaffæra þau, ekki bara vinna heldur gjörsigra.

  Mér hefur fundist skorta uppá grimmdina hjá liðinu, að menn ætli sér að tæta andstæðinginn í sig í stað þess að klappa honum varlega. T.d. er ég á þeirri skoðun að Rafa miði sína taktík alltof mikið útfrá andstæðingnum, ég hefði haldið að lið eins og Liverpool eigi að geta mætt í flestalla leiki (Milan, Barca og svoleiðis risar kannski undanskildir) til þess að spila sinn bolta. Meðan leikstíll liðsins er sífellt lagaður að andstæðingnum, þá myndast enginn karakter hjá liðinu. Menn s.s. vita ekki lengur hvernig Liverpool bolti er, þar sem hann fer yfirleitt eftir taktík andstæðingsins. Þó er ég ekki að segja að aldrei eigi að taka tillit til andstæðingsins hvað þetta varðar, en ég held að grunnurinn sé að byggja upp eigin stíl og nota svo þessa aðlögunartaktík frekar eftir þörfum og/eða hentugleikum.

  Ég sé Rafa samt ekki fyrir mér láta liðið spila eins og ég myndi vilja sjá það spila, en þó er ég ekki hlynntur því að reka manninn eins og er. Eftir þetta tímabil þætti mér þó eðlilegt að skoða málið útfrá spilamennsku, árangri og hvert liðið stefnir. Eins er ég á þeirri skoðun að nokkrir nýjir og betri leikmenn myndu ekki saka, þó stór hluti af liðinu ætti að vera í fínu lagi með réttri mótivasjón.

 124. Maggi ég tek undir allt þetta sem þú seigir í færslu 128:)..Auðvitað vill maður skemmtanagildi í leik okkar,en fyrir alla muni þá vill maður árangur og þessvegna t.d studdi maður Houllier og hanns varnasinnaða bolta því loksins fórum við að berjast um titla að alvöru og vinna þá,þráhyggjan var orðin svo mikil fyrir því að fara að vinna titla að manni var nákvæmlega sama hvað hann hét,bara að við unnum hann…Ég held að menn séu að einblína of mikið á hvað hin liðin eru að gera og hvernig þau spila og vilja að lýsendur fái raðfullnægingar í miðri útsendingu yfir spilamennsku Liverpool.En það er bara ekki að fara að gerast því held ég að menn ættu að hætta að pæla í hversu skemmtilegann bolta önnur lið spila því menn hafa ekkert upp úr því..En það er bara mín skoðun

 125. Einar Örn það er naumast hvað þú ert magnaður dregur menn í dilka eftir skoðunum og ummælum eins bóndadurgur sem velur rollur til slátrunar í réttunum ert þú einhver alsherjardómari hér sem hefur rétt á því að flokka menn niður eftir skoðunum og upphefja sjálfan sig í leiðinni

  Já, ég er almáttugur hér. Ég hélt að það væri alþekkt staðreynd. Ég deili og drottna yfir öllum, sérstaklega þeim sem þora ekki að skrifa undir nafni.

 126. það er bara alltaf pínlegt þegar menn eru að upphefja sig á kostnað annara

 127. Það var Jacques Santini en ekki Aime Jacquet sem var með Tottenham 🙂
  Og að því gefnu að Tottenham kaupi miðjumenn sem eru ekki í fjaðurvikt þá get ég sé Juande Ramos koma þeim lengra en Jol, hann er a.m.k. búinn að overachieva með nánast öllum öðrum liðum sem hann hefur verið hjá.
  Upp á spilastíl að gera þá myndi ég frekar vilja hafa Juande Ramos við stjórnvölinn hjá Liverpool en Benítez, alveg sama hvað Magga finnst hann ómögulegur (hann er náttúruelga enginn Mark Hughes 😉

 128. Sælir félagar.
  Já Maggi það er ekki nokkur vafi á að þú fékkst gott uppeldi á Eiðum og það ekki bara í foreldrahúsum 🙂 .
  En hvað um það. Eins og alltaf má deila um alla hluti og vera sammála eða ósammála því sem er eða ekki er. Hitt er svo staðreynd hvort sem menn eru ánægðir með það eða ekki að sá tími sem stjórar fá með lið sitt er takmarkaður og miklu takmarkaðri en áður var.
  Það sem stjórnar þessu eru peningar. Bæði það ofboðslega peningaflæði sem er í gegnum knattspyrnuna yfirleitt og svo kaup leikmanna og stjórnenda.
  Þetta peningaflæði gerir það að verkum að menn verða að ná árangri til að “borga sig”. Menn verða líka að ná árangri til að halda stuðningsmönnum og áhangendum og afla nýrra. Það eykur svo aftur flæði peninga í aðsókn að leikjum og umsetningu í verslun með allskyns fótboltatengdar vörur o.s.frv.
  Hvort þetta er gott eða ekki deila menn ef til vill um en mér finsst þetta vond pólitík og oft á tíðum verða á kostnað íþróttarinnar og hamla þroska leikmanna.
  Þ. e. þeir fá ekki tíma til að ná þroska sem leikmenn. Ég meina að sumir leikmenn þurfa lengri tíma en aðrir og verða oft á tíðum betri leikmenn fyrir vikið og “nota bene” endast lengur sem afburðaleikmenn en sumir aðrir sem brenna eins og flugeldar eitt tímabil og svo búið.
  Í þessu sambandi vil ég benda á einn minn uppáhaldsleikmann Carrager sem var búinn að pirra mann tvær þrjár leiktíðir áður en hann náði þeim þroska að verða einn allra besti og stöðugasti varnarmaður á Englandi og þó víðar væri leitað.
  Á hinn bóginn má nefna mann eins og Kevin Philips sem nú er að leika í CL og átti á sínum tíma ævintýralega leiktíð en aðeins eina og svo varla meir. Hugsanlega kemur hann aftur en hver veit…
  En málin standa einfaldlega þannig að stjórar fá nú til dags ekki meiri tíma en þetta 3 til 4 ár. Í mesta lagi 5. Eftir þann tíma eru þeir reknir ef árangur er ekki sá sem menn vænta og er það auðvitað breytilegt eftir hvaða klúbbar eiga í hlut og hvað menn fá mikla peninga.
  Nú mætti auðvitað segja með nokkurri sanngirni að Rafa hefði ekki í raun fengið ennþá nema 1 til 2 ár með liðið og nauðsynlega peninga.
  Hann er eins og nefnt hefur verið, hann hefur verið að hreinsa til og kaupa og ef til vill má segja að hann eigi að fá 2 til 3 ár til viðbótar til að byggja upp meistaralið.
  Ég skal ekki deila um það endilega.
  En ef svo er þá vil ég að það verði sett upp þannig að eftir 2 til þrjú ár verði LFC meistri í PL á Englandi og við það sitji. Þá þarf engan vaðal um annað. Og við bíðum öll róleg eftir því og gefum þann tíma umyrðalaust. En meðan forráðamenn klúbbsins og jafnvel Rafa sjálfur segja að það eigi og verði gerða atlaga að titlinum í á þá auðvita gerir maður þá kröfu að sú atlaga sé marktæk og öflug.
  Sú hefur ekki verið raunin og því eru menn (og konur) óánægð, hafa orðið fyrir vonbrigðum, eru sár, fara í fýlu, stökkva uppá nef sér, skammast, nöldra, bölva og ragna, eru svekktir, eru ómálefnlegir, eru særðir, segja ljótt o.s.frv.
  Það er nú þannig.

  ES.
  Hvað deildarskiptinguna á spjallinu varðar, þá var það bara spaug, en ef til vill misheppnað spaug eins og gengur 😉

  YNWA

 129. En Sigtryggur er samt nú ekki fullsnemmt að fara að stökkva upp í nefið á sér fyrir að liðið sé ekki að gera harðari atlögu að titlinum þessa stundina??

 130. Þetta er því miður að fjara út til þess að eiga raunhæfa möguleika þurfum við að vinna stóru liðin á Anfield tala nú ekki um skítaliðinn

 131. Sæl didi
  Jú jú, alls ekki að stökkva uppí nefið. Alls ekki bara. 🙂

One Ping

 1. Pingback:

Uppfært: Arsenal-leikurinn

Torres frá í þrjár vikur