Fowler returns! – Cardiff á morgun!

Á morgun, miðvikudaginn 31. október, snýr ‘Guð’ aftur á Anfield. En hann kemur ekki einn, hann kemur í fylgd Cardiff sem keppir annað kvöld við Liverpool í fjórðu umferð deildarbikarkeppninnar ensku. Robbie Fowler er hetja í augum svo margra aðdáenda Liverpool og það verður því fróðlegt að sjá hann koma til baka, eftir að hafa fengið sannarlega “kveðju-stund” þegar hann kvaddi Liverpool í annað skiptið. Það er ekki skrítið að sjá að Fowler er markahæsti leikmaður Cardiff – 6 mörk í 12 leikjum. Rafa hefur verið að lofa Fowler mikið í viðtölum fyrir leikinn, og meira að segja sagði Rafa að honum þætti vænt um kannski að Robbie skoraði mark … en þá þyrftu Liverpool að hafa skorað þrjú áður:

“I would like to see him very happy before the game but when it is over I hope he is a little bit disappointed”

“After this match, I hope to see him scoring 20 goals and being the top scorer in the Championship”

“Maybe we can leave him to score a fantastic goal in front of the Kop but at the end of the game we will need to have scored three!”

En eins vænt og okkur þykir um Fowler, þá er það okkar lið sem er til umfjöllunar hér og ég skal segja ykkur það, að ég er bara bjartsýnn. Sýnd veiði en ekki gefin … þetta eru orð að sönnu. En ég er bjartsýnn. Rafa hefur sagt að Lucas Leiva þurfi að spila, sem og Sebastian Leto og Fabio Aurelio … og meira að segja Harry Kewell. En hann endar sínar pælingar á þessum frægu orðum: “We will see.”

Þessi leikur kemur líka í kjölfar leiksins þar sem Arsenal náði jafntefli á móti okkur, og spilamennskan er á uppleið hjá okkur. Munu hins vegar meiðsli Alonso, Torres, Pennant og Mascherano draga úr öðrum þróttinn … eða blása baráttuanda í þá? Notabene, meiðsli Mascherano eru ekki það alvarleg og einhverjar vonir eru um að hann verði klár fyrir Blackburn leikinn. En fyrir þremur dögum sáust flott batamerki í baráttuandanum og spilinu. Hvernig verður þetta núna? Ég svona eins og jólin: vandi er um slíkt að spá, en eitt er víst að það verður ákaflega gaman þá.

Á maður að gera ráð fyrir að Itjande byrji? Liverpool er jú með það breiðan hóp að við getum stillt upp frábæru liði tvisvar. En hversu miklar breytingar munum við sjá? Hversu mikla áherslu vilja menn leggja á þennan bikar? Ég er ekki heimsins besti spámaður í liðsuppstillingum … þannig að ég mun fagna því ef ég hef 6 eða fleiri rétta í liðinu. Eigum við ekki að segja þetta bara:

Itjande

Arbeloa – Carragher – Hyypia – Aurelio

Benayoun – Leiva – Sissoko – Kewell

Crouch – Kuyt

Nema Gerrard byrji inná í stað Leiva?

Cardiff er í 17. sæti í Coca Cola deildinni með 1 mark í mínus eftir 13 umferðir. Og þeim virðist hafa gengið betur á útivöllum heldur en heima. Kasper Schmeichel fær ekki leyfi hjá Manchester City til að spila … og ég gæti komið með aðra punkta um Cardiff, en ég ætla að sleppa því. Þegar allt kemur til alls, þá eru svona “aukakeppnir”/bikarkeppnir allt annar handleggur og við sjáum bara t.d. íslenska úrslitaleikinn í bikarnum þar sem Fjölnismenn náðu framlengingu á móti FH. Vissulega spila bæði þau lið í úrvalsdeild að ári, en punkturinn minn er einfaldur:

Við eigum að “rústa” þessu Cardiff liði, en ég gæti sosum alveg trúað því að þetta verði erfitt – ef við myndum sálgreina liðið í kjölfar slæmrar spilamennsku, gengis í meistaradeildinni, meiðslasögu lykilmanna o.s.frv. En Liverpool er stórveldi og ég trúi ekki öðru en að mennirnir sem fá tækifæri í þessum leik sýni Rafa og okkur það, að við þurfum ekki að engjast í áhyggjum yfir hópnum.

Dave Jones, þjálfari Cardiff, segir að þetta verði frábær heimsókn fyrir Fowler, en hann ítrekar það að Fowler sé professional spilari sem muni beita sér fyrir sitt lið:

“He’ll be totally focussed on playing and you can grasp that by him not wanting to do interviews … To go back is special, but all he wants to do is get his head down and put on a performance for Cardiff.”

Ég ætla að fara í bjartsýniskast og spái Liverpool 4 – Cardiff 1, þar sem vissulega Fowlerinn skorar og allir brosa … en fyrir okkar menn verða það Leiva, Sissoko, Benayoun og Babel kemur af bekknum og þrumar glæsilega innundir hægri vinkilinn.

42 Comments

  1. Sælir félagar.
    Ég vona að Kewell verði EKKI með. Í svona leikjum leika “minni” liðin alltaf mjög fast og hætta á meiðslum er mikil. Því vil ég spara þá menn sem örugglega eiga að leika stórt hlutverk í aðalliðinu í alvörukeppnum á þessari leiktíð.
    Svona leiki á að nota fyrir leikmenn sem eru “á leiðinni” og menn sem þurfa að komast í leikæfingu en eru samt ekki lykilmenn (í hjartalínu liðsins ein og einhver orðaði það svo skemmtilega í umfjöllun um ars/LFC leikinn).
    Það er nú þannig.

    YNWA

  2. ég vona svo sannarlega að þessi spá dodda gangi eftir, kominn tími á yfirburðasigur okkar manna! vona líka að lucas byrji inná og sýni sig og sanni fyrir okkur;)

    -vona líka að babel verði prófaður frammi, við hlið crouch!

  3. Eru menn virkilega ennþá að tala um Kewell sem mikilvægan leikmann fyrir Liverpool….? Ég skil alveg “Guða-dýrkun” Fowlers og annarra leikmanna sem hafa gert stórkostlega hluti fyrir Liverpool……en Kewell hefur ekki gert neitt nema haltra út af í stórleikjum vegna hræðslu. Fyrir utan að hann hefur kostað klúbbinn stórfé.
    Ég spái að hann verði kominn í raðir Cardiff eftir ár….og verður þar á meiðslalistanum.

  4. Ég er viss um að Itjande byrjar í markinu og að Hobbs verði í vörninni. Meira að segja gæti ég alveg séð fyrir mér menn eins og Darby í hópnum. Svo verður vandamálið að koma öllum þessum vinstri fótar mönnum í liðið. Nokkrir slíkir sem “þurfa” að fá að spila til að koma sér í leikæfingu. Þarna er ég að tala um Aurelio, Insúa, Leto og Kewell. Kæmi mér ekki á óvart að sjá Kewell sem seinni framherja með Crouch (nema Rafa hafi Babel sem fremsta mann, en ég held að Crouch þurfi fleiri leiki). Aurelio í bakverðinum og Leto á kantinum. Spurning hvort það verði Babel eða Benayoun hægra megin, og svo Momo og Lucas á miðjunni. Hver verður svo partnerinn með Hobbs í vörninni? Ætli ég skjóti ekki á að Carra verði þar upp á stabilíted.

  5. Comment #4 Júlli: “…en Kewell hefur ekki gert neitt nema haltra út af í stórleikjum vegna hræðslu.”

    Í guðanna bænum ekki commenta hérna ef þú ætlar að vera með þessa vitleysu maður. Þetta er eitt ömurlegasta comment sem ég hef lengi séð! Það hefur ekki hvarflað að þér að maðurinn hafi haltrað útaf vegna þess að hann var meiddur??

    Þetta er frábær leikmaður en hann hefur verið mjög óheppinn með meiðsli, ég vona svo sannarlega að hann nái sér því hann gæti orðið lykilmaður hjá okkur ef hann heslt heill.

    En annars ömurlegt comment og gerðu okkur hinum hérna greiða með að sleppa þessu, vill enginn lesa svona vitleysu.

  6. Ætla að ganga svo langt að telja líklegt að Arbeloa verði með Hobbs í Hafsentinum og Darby eða bara Spearing í bakverðinum. Lucas og Sissoko verði á miðjunni, Leto og Benayoun á köntum og Babel með Crouch frammi. Hugsanlegtt að Voronin fái mínútur eða jafnvel byrji.
    Harry Kewell hefur átt mjög góða leiki fyrir Liverpool og á ekki slík ummæli skilin finnst mér Júlli, en auðvitað er það þitt mál.
    Spái 2-1 sigri í hörkuleik.

  7. MAÐUR GETUR EKKI ANNAÐ EN HLEGIÐ DÁTT AF UMMÆLUM NR. 4 OG AÐ SJÁ SVO HVAÐ UMMÆLI NR 6. HEFUR DREGIÐ UPP. Menn verða að fara að vista sýnar færslur og fara reglulega yfir þær því að þær verða annars notaðar á mann síðar meir svo ekki sé meira sagt heheheh.

    Kæru vinir ég er kampa kátur sem súrt slátur, við vinnum leikinn stórt (þori ekki að setja inn tölur af ótta við að verða skotinn heheh) vonandi mjög stórt

    Þessi síða hefur gefið mér svo margt og mikið að ég verð að þakka einu sinni enn fyrir mig. TAKKKKKKKKKKK.

    Avanti LIVERPOOL

  8. ég hef trú á því að hann gefi jack hobbs loksins séns í þetta skiptið.. gæti líka trúað því að leto væri á vinstri vængnum

    spái þessu liði:

    Itandje
    arbeloa – carra – hobbs – riise
    benayoun – lucas – sissoko – leto
    Kuyt – Crouch

  9. Þar sem mig grunar að síðueigendur séu álíka miklir aðdáendur Paul Tomkins og ég þá held ég að það væri ekki úr vegi að fjalla um nýjasta pistilinn hans (og einn hans besta) og opna fyrir umræðu á þennan “málflutning verjanda rotation kerfisins”.
    http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/NG157492071030-1502.htm

    ansi margar áhugaverðar staðreyndir þarna sem ég efast ekki um að margir vilji alls ekki kyngja. En ég vil endilega að sem flestir lesi þetta því að þessi ÞRÖNGSÝNA og NEIKVÆÐA umræða sem hefur verið gagnvart Liverpool á þessu ári gerir akkurat ekki neitt til að hjálpa liðinu og á oftar en ekki þegar betur er að gáð (jafnvel bara þegar bara smá er tékkað á því) ekki svo mikinn rétt á sér.

    Rafa og hans rotation skilaði okkur í úrslit CL sl. vor (aftur) í leik sem við vorum að flestra mati ívið betri aðilinn í, það hefur einnig haldið okkur taplausum í deild á slæmum kafla hvað spilamennsku og meiðsli varðar. En jú því miður skilað okkur þremur döprum leikjum í CL í ár.
    Er það svo skrítið að Tomkins bendi réttilega á að það séu kannski FULL óraunhæfar kröfur sem settar eru á Rafa þessa dagana og að móðursýkin sé kannski FULL mikil þó illa hafi gengið í smá tíma.
    Maður er í alvörunni farinn að heyra raddir sem segja “reka Rafa” og einn félagi minn sem ég er blessunarlega alltaf ósammála stakk upp á í fullri alvöru “ráða Mourinho í staðin” og mér finnst það satt að segja bara alveg magnað!!
    (sorry hvað ég fór út fyrir umræðuna í þessum þræði, ég er satt að segja jafn spenntur fyrir þessum leik og að sjá Fowler aftur á Anfield 😉

  10. sammála ssteina með liðið. Lýst hrikalega illa á crouch – kuyt combo frammi. Væri til í að sjá lindfield eða németh koma af bekknum og spreyta sig nokkrar mín.

  11. Já sammála því að Hobbs hreinlega verði að fá leik á morgun. En ég vill hafa Hyypia þarna með honum. Hyypia vs. Fowler yrði alveg frábært einvígi, háð á jafnréttisgrundvelli. Það væri algjör synd að svipta svo hæfileikaríka og skemmtilega knattspyrnumenn tækifæri á að mæta jafnokum sínum í hraða svona einu sinni.

  12. Verður án efa athyglisverður leikur bæði vegna þess hverjir koma til með að spila hjá okkur sem og að Fowler kemur “heim”.

    Mín von er sú að við sjáum mikið af ungum leikmönnum (Hobbs, Leto, Insúa, Darby) og síðan þá leikmenn sem hafa verið við liðið eða eru að koma tilbaka eftir meiðsli (Kewell, Itandje, Lucas, Arbeloa, Aurelio, Agger, Crouch). Með þessum leikmönnum blandar Rafa leikmönnum sem hafa spilað reglulega (Gerrard, Carragher, Sissoko, Benayoun, Babel, Finnan, Riise, Kuyt, Hyypia).

    Fyrir mér eru úrslitin ekki aðalmálið heldur að liðið spili vel og sýni framþróun í sínum leik. Reyndar er Cardiff að spila illa og geri ég því fastlega ráð fyrir því að þeir komi brjálaðir til leiks í þessum leik. Þetta verður jafn leikur þar sem Fowler og Hasselbaink skora fyrir Cardiff en við skorum einu fleira en þeir og komumst því áfram í næstu umferð.

  13. Tek undir með ummælum #2. Veit einhver hvar/hvort leikurinn verður sýndur einhversstaðar? Virðist ekki vera sýndur á sýn né erlendu stöðvunum og sé hann ekki auglýstan á netinu.

    Ef einhver veit eitthvað um málið væru upplýsingar þegnar fegins hendi.

  14. Hann er sýndur um miðnættti á LiverpoolFcTv stöðinni, sem er í sky pakkanum(channel 448), kl 00:00 🙂 Skil ekki af hverju þeir geta samt ekki sýnt hann beint, eg meina það getur ekki verið svo dýrt að kaupa útsendingarréttinn á þessum leik. Annars er líklega hægt að horfa á hann í Sopecast netforritinu eða einhverju slíku…

  15. Leikurinn er hvergi sýndur, ekkert flóknara en það. Eins og staðan er í dag þá verður hann EKKI í boði á SopCast, PPLive,PPStream, TvAnts & svo framvegis.

  16. Ok, þetta verður þá athyglisverð leikskýrsla. 🙂

    Annars held ég að það hafi bara gerst 2-3svar sinnum síðan þessi síða byrjaði að enginn okkar hafi séð leikinn. Það er nokkuð magnað þegar maður hugsar til þess.

  17. Skellið ykkur bara á Anfield maður hvaða aumingjaskapur er þetta við Liverpool menn eigum að heita dyggustu stuðningsmenn í heimi, finnið bara einhvern sem á miða og kaupið hann á þreföldu verði og búmm leikskýrsla og ferð á Anfield getur maður beðið um meira? 😀

  18. Fyrst það er farið að vitna í mig hérna (#18) þá ætla ég að taka það fram að ég er ekki að segja að það ætti að reka Benítez strax. Vildi bara svona koma því á framfæri áður en ég verð tekinn af lífi 🙂

  19. einkar athyglivert að vera að leika sér með háværan rafmagnsbíl í götunni manns klukkan 00:18! hehe, leikskýrslan á morgun verður því sambland af þreytu og upplýsingaskorti:D

    hehe ég sé um leikskýrslu eftir þennan ágæta leik. sú skýrsla verður skrautleg en ég mun reyna að sjóða saman það besta úr þeim upplýsingum sem ég fæ.

    en það er mögnuð tilhugsun að maður sé að fara að skrifa um leik sem maður mun ekki sjá, en skítt með það, við burstum þennan leik og ekkert rugl!

    vildi óska að ég væri að afsveina mig í anfeild heimsóknum á morgun!!

  20. Er þó ekki allavega minute by minute report á Gaurdian 😉

    …..en það er skandall að engum hafi dottið í hug að kaupa sýningarréttinn af þessum leik…..ég bara trúi því eiginlega ekki.

  21. já sérstaklega þar sem við hefðum fengið að berja guð augum hugsanlega í síðasta sinn í knattleik á anfield:(

  22. Já, ég skil ekki almennilega í Sýn. Það hefðu ansi margir Liverpool aðdáendur verið til í að sjá Fowler á Anfield. Allavegana hefðu þeir fengið fleiri áhorfendur en á Sheffield United – Arsenal.

  23. Sæælir,

    Itjande
    Arbeloa-Carra-Hobbs-Aurelio
    Benayoun-Leiva-Sissoko-Leto
    Crouch-Kewell

    Út með Kút.. maðurinn getur ekki neitt í fótbolta…

  24. 25 – ég held að Sýn ráði ekki miklu um hvaða leiki þeir fá til að sýna í þessum bikar.

  25. http://livefooty.doctor-serv.com/
    Ég veit ekki hvort hann verður sýndur þarna. Það er stream á Arsenal leikinn og síðan stream á carling cup other games.
    Það verður að nota internet explorer til að sjá eitthvað.

    3-0 fyrir okkar mönnum. Lucas, Crouch og Babel skora.

  26. Gleymdi að segja að þeir taka sérstaklega fram að KANNSKI koma streams inn í dag fyrir aðra leiki í bikarnum.

  27. Svekktur, mjög svekktur að sjá að Hobbs virðist ekki fá sénsinn í dag.

  28. finnst virkilega spes að það sé ekki hægt að sjá leikinn! hvorki á netinu né sjónvarpinu, finnst að official síðan ætti að koma með ókeypis live útsendingu ef það er ekki nógu góð ástæðu að leyfa aðdáendum liðsins að ´sjá leikinn þá ættu þeir að minnsta kosti að fá að sjá “Guð” spila í líklega síðasta sinn á Anfield

  29. Veit ekki hversu mörg tímabil ég hef beðið eftir Kewell…..en núna trúi ég því að hann sé að verða heill……og heill og spilandi marga leiki í röð er hann leikmaðurinn sem gæti gert gæfumuninn hjá Liverpool….allavega er enginn að stíga upp þessa daganna….þrátt fyrir alla þá leikmenn sem við höfum…þá er alltaf eitthvað sem vantar….en vonandi verður Kewell skriðan sem kemur okkur af stað.

  30. Hvar sérðu það Maggi? Sýnist einmitt allar greinar benda til þess að hann sé að fá sinn fyrsta leik í byrjunarliði Liverpool í kvöld (þá er ég að undanskilja æfingaleiki).

  31. Mér finnst það satt að segja ömurlegt að á Official síðunni þá séu þeir að jabba yfir því að leikurinn verði sýndur klukkan 00.00 og að það sé nú alveg super. Enginn sjónvarpsstöð að sýna hann og greinilegt að þeir geta ekki sýnt hann fyrr en daginn eftir. Lýsir því hvernig réttindamálum er farið í þessu sjónvarpsrugli. Félög mega greinilega ekki sýna leikina sína, jafnvel þótt að enginn sjónvarpsstöð í heiminum sé að sýna hann beint.

  32. Ef Kewell heldur sér heilum(7,9,13,bankbank*) þá held ég að við getum búist við fersku, ungu og sókndjörfu liði í kvöld…
    verst að enginn okkar mun fá að´sjá það lið en við fylgjumst spenntir með í anda og á textalýsingum 🙂

  33. 25 Einar Örn:

    Held það sé nú ekki hægt að kenna Sýn um þetta.
    Leikurinn stendur þeim einfaldlega ekki til boða þar sem engin stöð mun sýna hann.

  34. Hæ SSteinn.
    Var svo vitlaus að gleyma linknum, en þar var vísað í viðtal þar sem Benitez sagði, nær orðrétt….
    “I might play Hobbs, but I am not sure it would be good for him to learn about Robbie Fowler from the start, we might need some senior players for that” Á sama stað var talað um að Carragher yrði fyrirliði. Hélt það væri Echo-ið en finn ekki fréttina aftur…..
    Sjáum til, vona að Hobbs fái mínútur.

  35. bjartsýnt að spá því að sissoko skori 😀 en það væri náttúrulega ótrúlega gaman að sjá hann fara að smella nokkrum vandræðanlegum mörkum 😛

  36. Ok Maggi, var hvergi búinn að sjá það. Sá bara að Carra og fleiri eru búnir að ýja að því í dag að hann sé að fara að byrja leikinn og þeir hafa verið að tala hann upp í það að hann sé alveg maður til að takast á við þetta. Eru sem sagt að berja baráttu í brjóst stráksa. Ég vona svo sannarlega að við fáum hann inn í liðið. Ef ekki núna, hvenær þá? Ef Hyypia meiðist í vikunni, hvað ætla menn þá að gera? Henda honum inn í leikinn og sjá hvernig hann vinnur úr því.

  37. Ég vona svo sannarlega að við fáum hann inn í liðið. Ef ekki núna, hvenær þá?

    Nákvæmlega! Ef hann ræður ekki við Robbie Fowler á sínum hraða þessa dagana, hvernig á hann að cover-a fyrir Hyypia?

Torres frá í þrjár vikur

Launin hans Riise