Kop.is Podcast #95

KOMDU MEÐ KOP.is Á STÓRLEIK LIVERPOOL OG MANCHESTER UNITED Á ANFIELD Í JANÚAR!

Hér er þáttur númer níutíu og fimm af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 95. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Babú stýrði þættinum að þessu sinni og með honum voru Óli Haukur og Kristján Atli.

Í þessum þætti var rætt um skellinn gegn West Ham og áhrif hans. Undir lokin var svo aðeins kíkt inn um leikmannagluggann hjá Liverpool í sumar.

25 Comments

  1. Þetta Rodgers out tal kemur mér svosem ekkert mikið á óvart. Ég, eins og flestir aðrir, eru stundum furðu lostnir af ákvörðunum hans og tapið gegn West Ham er enn eitt í röðinni þar sem maður er að vonast eftir því að nú fari eitthvað að gerast, sem bregst svo. Í gegnum áraraðirnar og þrautagöngu síðustu áratuga er þetta eitthvað sem er farið að venjast. Ég sá komment hjá einum góðum Evertonmanni, þar sem hann sagði að það væri betra að vera Evertonmaður heldur en Púllari þar sem væntingarnar væru minni og ekki væri búist við sigri í hverjum leik. Kannski er þetta eitthvað sem við ættum að tileinka okkur (já ég veit, nú verður púað).

    Staðan er einfaldlega sú að þótt menn flaggi 350 milljón punda eyðslu Rodgers framan í mannskapinn þá er nettó eyðslan í ár einhverjar 23 milljónir punda. Það er bara einfaldlega ekki til þess fallið að styrkja liðið af neinu viti. Sama staða hefur verið uppi undanfarin ár. Þetta er minna en þegar félagið var í eigu David Moores á fyrsta áratug aldarinnar, þá var nettó eyðslan í kringum 15 milljónir á ári. Sem á núvirði er yfir 30 milljónir.

    Meðan staðan er þessi þá verður þetta alltaf sama baslið, sama hvaða stjóri kemur inn. Stundum náum við góðum úrslitum, stundum feilum við hrikalega gegn liðum sem við eigum að vinna. En lokaniðurstaðan verður alltaf sú sama, 5.-7. sæti og yfirleitt alltaf einhver vonbrigði og bögg. Og við tölum og tölum um hvaða leikmenn eru orðnir deadwood (en voru frábær kaup fyrir nokkrum árum) og þarf að losa út af stórum samningum og hvaða frábæru ungu talenta við erum að kaupa, sem feila síðan nánast allir. Og svo tölum við í lok hvers glugga hvað hann var frábær, bara til að gefa honum falleinkunn nokkrum mánuðum síðar.

    Það gefur auga leið að meðan við þurfum að selja okkar bestu menn, beint út úr byrjunarliði, þá tekur liðið ekki framförum. Coutinho er næstur út og eflaust Firmino þar á eftir. Þessir meðaljónar (Skrtel, Lallana, Allen…osfrv.) sem stóru klúbbarnir í Evrópu (já við erum ekki lengur meðal þeirra) vilja ekki, geta verið áfram og haldið okkur þarna nálægt Meistaradeildarsætinu. En meðan alvöru leikmenn eru ekki keyptir þá gerist ekkert meira, sama hvaða stjóri er við stýrið. Og ef árangur á að nást þá verður líka að vera rými til að gera dýr mistök.
    Þessi leikmannagluggi fær falleinkunn, þar sem liðið á ekki alvöru vinstri bakvörð, vantar breidd á miðjuna, á ekki alvöru miðvörð og vantar cover í hægri bakvörðinn. Einu stöðurnar sem eru sæmilega mannaðar – þó ekki með neinum yfirburða gæðum – er framliggjandi miðjumannastaðan og framherjastaðan. Þessi greining er sett fram þegar haft er í huga hvað þarf til að verða topp Evrópuklúbbur. Sem er ekki að fara að gerast næstu 10-15 árin.

    Sorrý með þetta rant, ég bara varð.

  2. Já og ég gleymi að þakka fyrir gott podcast – þetta sem öll önnur. Vanalega næ ég ekki að hlusta nógu snemma til að geta kommentað, en þið eruð auðvitað helberir snillingar, allir sem einn.

  3. Rodgers out / Rodgers in.
    Óþolandi svona frasar sem hamrað er á sem vopn í einhverri rökræðu.

    Staðan er sú hjá Liverpool að þetta var ekki bara einhver einn leikur sem tapaðist á laugardaginn 0-3. Jú það eru eingöngu búnir fjórir leikir á tímabilinu en ætla menn í alvöru að vera svo einfaldir og blokka bara á síðasta tímabil, loka bara á slæma minningu. Nýtt tímabil, hreinn skjöldur, Rodgers þarf tíma.

    Aðal punkturinn er sá að síðasti leikur sýndi okkur allt það sem fór úrskeiðis á síðasta tímabili. Alla okkar veikleika og allt það mest gagnrýniverða í stjórnun Rodgers á liðinu. Það er einfaldlega ekki sama hvernig liðið tapar leikjum þegar við erum í þeirri stöðu sem Liverpool er í. Jú tap þýðir 0 stig, en þegar allir draugar síðustu leiktíðar eru vaktir upp í einum leik, þá er maður einfaldlega sleginn kaldur.

    Hvað er það sem segir okkur að Rodgers nái tökum á liðinu?
    Menn tala um að hann hafi ekki plan B.
    En hefur hann eitthvað plan A? Rodgers hefur enga taktík eða uppstillingu sem hann hefur náð tökum á og hentar liðnu. Það eftir fjögur ár við stjórnvölinn!

    Ég held að allir Liverpool menn voni heitt og innilega að Rodgers verði goðsögn hjá Liverpool og vinni titla sem stjóri. Hins vegar held ég að það séu afar fáir sem hafa trú á því!
    Ég vona heitt og innilega að ég vinni í víkingalottóinu í næstu viku, ég hef hins vegar enga trú á því.
    Í dag finnst mér álíka líkur á því að stóri potturinn renni til mín og að stóri titillinn fari í hendur Liverpool undir stjórn Rodgers.

    Það er einfaldlega ekkert í dag sem leiðir líkur að því að hann muni ná titlum með liðinu. Rök þeirra sem hafa trú á Rodgers virðast flest snúa að því að hann þurfi tíma, vinnufrið, svigrúm til að móta frekar liðið vegna mikilla breytinga.

    EN ég spyr hverjir eru kostir Rodgers? hvað er það sem gerir hann að góðum stjóra og eru þeir styrkleikar hans nógu öflugir til að leiða Liverpool til velgengni.

    Taktískur snillingur? Klókur á leikmannamarkaðinum? Nær upp liðsanda eða liðsheild? Nýtur virðingar almennt?

    Mig langar mikið að heyra svar við ofangreindri spurningu og sérstaklega frá þeim sem hafa trú á eða sjá þess merki að Rodgers vinni titla með Liverpool.

  4. Þetta er svolítið spes. Liverpool er búið að skipta út öllum framherjunum frá því á síðasta tímabili (Sturridge telst varla með vegna meiðsla). Í staðinn komu tveir miðlungsframherjar og Emile Heskey.

    Balo Lambo Fabio út
    Ings Origi Heskey inn

    Eins og ég hef mætur á Benteke, þá óttast ég að Liverpool muni spila stórkarlabolta með hann einan frammi. Ég þoli varla að horfa á svoleiðis í 90 mínútur. Fyrir utan það að ef Benteke er að hoppa í alla skallabolta og tuddast í hafsentum allan tímann, þá hlýtur það að draga úr honum. Ef ég væri framherji, þá myndi ég miklu frekar vilja fá boltann í lappirnar eða í hlaup.

  5. Ég verð nú að segja að mér finst gangrýnin á martin skrtel svolítið óréttlát, aðal vandamálið hjá þessum klúbbi er að við erum alltaf að selja bestu leikmennina okkar og erum ekki með hæfann mann í að kaupa nýja,
    Á meðan það heldur áfram, heldur Liverpool áfram að vera miðlungs klúbbur.
    Svo er BR bara búinn að missa trú á sjálfum sér, ég horfði á viðtalið við hann eftir West Ham leikinn og hann var eins og einhver smástrákur sem hafði ekki svör við neinu…

  6. Veikleikar okkar opinberuðust sannarlega í þessum leik rétt eins og stóran hluta síðasta tímabils. Klókir stjórar spila inn á veikleika liða eins og okkar og þeir eru svo æpandi og svo augljóslega svipaðir og á síðasta tímabili. Lovren er meðalleikmaður sem gerir mistök. Gomez er ungur og efnilegur leikmaður sem gerir mistök. Miðjan er gjörsneydd öllu sem heitir sköpunargáfa. Sóknarlínan er uppfull af meðalleikmönnum sem komast ekki í gegnum þétta varnarmúra. Ekki alltaf. En stundum, jú.

    Sama sagan aftur og aftur. Rodgers er með alls kyns plön, þau bara skipta ekki nokkru máli þegar gæði leikmanna eru takmörkuð. Það væri hægt að setja hvaða stjóra sem er á þennan hóp, hann myndi kannski öðru hvoru grísast á annað sætið, en að jafnaði vera í 5-7. sæti.

    Rodgers er verri en margir stjórar. Hann er líka betri en margir. Það skiptir bara ekki öllu máli. Fáum Klopp inn. Þá gefum við honum þrjú ár til að byggja upp nýtt lið á sömu formúlunni, ný nöfn, sömu eða svipuð vandamál. Fáum þá Rafa aftur, sömu vandamálin nema hvað þá verður fótboltinn leiðinlegur en líklega árangur í bikarkeppnum. Þá er komið 2020 og enginn titill í sjónmáli, nýr og efnilegur stjóri kannski?

  7. Á eftir að hlusta…..

    En mitt innlegg í umræðuna núna hvort sem menn hafa trú á Brendan eða ekki er að við erum í betri málum heldur en United. Ég fullyrði það og er ekki fullur.

  8. Veit ekki hvort ég kom því nógu skýrt að en fyrir mér er allt í lagi að gagnrýna karlinn í brúnni og umræða um hvort hann valdi starfinu eða ekki á alveg rétt á sér, sérstaklega þegar illa gengur. Það er hinsvegar drepleiðinlegt að taka sömu umræðuna endalaust og persónulega leiðist mér óskaplega umræða þar sem þetta er annaðhvort svart eða hvítt. Eftir að síðasta tímabili lauk var mjög eðlilegt að staða stjórans yrði rætt, það var talað um lítið annað allt síðasta tímabil og náði hámarki síðasta vor.

    FSG tók þá ákvörðun að treysta honum áfram, hann fékk að kaupa 7 nýja leikmenn og losa sig við (flesta) þá sem hann vill ekki halda áfram, hann réði ráðningu nýrra þjálfara og byrjaði mótið ágætlega hvað stigasöfnun varðar, sérstaklega í samræmi við það sem andstæðingar Liverpool hafa verið að gera á sama tíma.

    Eftir fyrsta tap tímabilsins er svo bara ALLT vonlaust, framtíðin vonlaus fyrir liðið og stjórann. Hvort sem menn eru sammála því eða ekki þá er síðasta tímabil búið og ákveðið var að treysta Rodgers áfram, hann byrjar núna með nokkuð hreint borð (þannig séð). Hálf vörnin er ný, 1/3 af miðjunni er nýr og öll sóknarlínan eins og hún leggur sig fyrir utan Coutinho er ný. Eitt yngsta lið deildarinnar og í sögu félagsins.

    Rodgers VERÐUR EKKI REKINN eftir einn tapleik, ekki heldur tvo og líklega ekki heldur þrjá. Það var fjárfest það mikið í liðinu í sumar að það liggur nokkuð ljóst fyrir að hann verður áfram. Við KAR erum t.a.m. sammála um að hann verði a.m.k. fram að jólum og líklega út tímabilið en eyðum samt korteri í Rodgers in/out umræðu. Megnið af umræðu eftir leik snerist um vanhæfni stjórans, mikið meira en leikmanna.

    Ekki það að umræða um leikmenn sé á mikið hærra plani, það er ekkert grátt svæði. Lovren varð að loka sínum samskiptasíðum eftir slæm (mannleg) mistök í leik, hjálpar honum líklega verulega við að bæta sig í þeim næsta.

    Þetta er að stórum hluta annað lið en tapaði gegn t.d. Palace, Villa og Stoke á síðasta tímabili og því finnst mér nokkuð tilgangslaust að bera saman gengi nú í samhengi við lok síðasta tímabils, rétt eins og það gagnaðist ekkert að bera saman byrjun síðasta tímabils við lok tímabilsins 2013/14. Liverpool liðið er gjörbreytt í báðum tilvikum rétt eins og lið andstæðinganna.

    Rétt eins og maður vonaði eftir leikmannagluggann síðasta sumar þá vonar maður nú að kaup sumarsins heppnist það vel að ekki þurfi að skipta út hálfu byrjunarliði milli ára og taka fyrstu vikurnar í að slípa mannskapinn saman.

    Fimm leikmenn byrja þennan leik sem voru ekki hjá félaginu í fyrra og einn til viðbótar kemur inná. Það tekur mjög oft tíma að koma 1-2 nýjum mönnum inn í lið, hvað þá 4-6 mönnum, tveir af þeim náði varla leik með liðinu á undirbúningstímabilinu, þetta er ekki uppskrift að stöðugleika. Þetta er reyndar ekki heldur afsökun enda West Ham ekkert í skárri stöðu og hafa raunar verið ennþá óstöðugri í byrjun mótsins.

    Aðeins ótímabært að missa sig strax í fjórða leik þó vissulega eigi ekki að taka svona úrslitum þegjandi. Auðvitað er sóknarleikurinn ekki nógu góður og hann þarf að stórlagast hratt, nálgast það sem við sáum gegn Arsenal í leiknum á undan þessum, nema bara með mörkum.

  9. Best að byrja á að þakka fyrir gott podcast, nú sem áður.

    Ég veit ekki með ykkur en ég hef metnað, hvort sem ég er í vinnu eða leik. Ef ég tek þátt í golfmóti og skít upp á bak á fyrstu braut reyni ég að laga stöðuna. Ég verð að stóla á sjálfan mig og taka réttar ákvarðanir, fara ekki fram úr mér og ná skítnum niður á réttan stað.

    Með ofangreindu er ég líka að vísa dálítið í það, að þó Rodgers stilli liðinu svona upp, sem átti nóta bene alveg ágætis leik á móti Arsenal, þá er hann ekki í takkaskóm og inn á vellinum. Leikmennirnir sjálfir þurfa að girða sig í brók þegar á móti blæs og hafa fökking metnað fyrir klúbbinn. Þá spyr maður sig, hvar er sá metnaður? Er búið að selja frá okkur allt Scouser hjartað? Eru þetta bara allt málaliðar? Launþegar eins og Enrique?

    Svo vil ég taka heilshugar undir planið með 2 strækera sem kom fram í podcastinu. Ef Rodgers ætlar að nota tvo strækera, af hverju er þá ekki Ings eða Origi inn á núna ….

    En best að anda rólega þetta er bara fjórði leikur.
    Verð að trúa því að þetta lagist, menn hafi metnað og nái þessu til baka aftur.

    YNWA.

  10. Mig langar bara að minnast aðeins á þá sem kalla sig poolara og eru með þessi niður skemmtilegu orð á samskiptafefjum núverandi eða fyrverandi leikmönnum liðsins, þetta fólk skilur bara einfaldlega ekki þessi fjögur einföldu orð sem eru einkunarorð liðsins “Youll never walk alone”, þetta er ekki flókinn boðskapur. Ef maður er að gelta í reiði hótandi hinu ýsmu á leikmenn Liverpool, fyriverandi eða núverandi, þá er viðkomandi einfaldlega ekki Liverpool maður, bara hálviti.

  11. Það er hreint með ólíkindum að loka augunum og stinga höfðinu í sandinn með skilti hvar á stendur: “Rodgers er á fjórða leik.”

    Staðreyndin er sú að hann er ekki nýr þjálfari sem er að byrja sitt fyrsta tímabil og réttlátt er að hann fái tíma. Meiri séa hjá hinum trúuðustu einfeldningum slökknaði á ljóstýrunni í Stoke leiknum. Hann hefur fengið sinn tíma og mætt í nýju fötum keisarans á hliðarlínunni í upphafi tímabils. Enn sama ruglið í gangi. Það á að vera gaman að horfa á leiki Liverpool það sem maður óttast mest er að næst leikir verða kýlingar fram á stóran rum. Það er ekki Liverpool. Það er Brendan Rodgers.

  12. Nr. 12

    Eigum við semsagt að vera í svona umræðu, NÁKVÆMLEGA SÖMU ummæli við nánast alla umræðu, leik eftir leik?

    Meiri séa hjá hinum trúuðustu einfeldningum slökknaði á ljóstýrunni í Stoke leiknum.

    Breytir því ekki að hann fékk traustið áfram og stjórnaði breytingum á starfsliði og leikmannahópi í sumar. Hvort sem menn telja það heimskulegt eða ekki þá væri enn vitlausara að fara í gegnum sumarið og allar breytingar sem við sáum þá og skipta svo um stjóra eftir nokkrar vikur á nýju tímabili (og einn tapleik).

    Hann hefur fengið sinn tíma og mætt í nýju fötum keisarans á hliðarlínunni í upphafi tímabils.

    Unnið tvo og náði mjög góðu jafntefli. En það á semsagt að reka hann þar sem þetta var ekki nógu sannfærandi?

    Það á að vera gaman að horfa á leiki Liverpool það sem maður óttast mest er að næst leikir verða kýlingar fram á stóran rum. Það er ekki Liverpool. Það er Brendan Rodgers.

    Já þetta er rosalega rétt lýsing á ferli Rodgers hjá Liverpool…sem er núna í fyrsta skipti að nota target mann (samt ekki) á tíma sínum hjá Liverpool. Tek alveg undir að sóknarleikurinn hefur verið mjög dapur, slíkt gerist þegar þú stólar á Balotelli, Borini og Lambert í stað Suarez og Sturridge. En sama hversu blindaður af pirring maður er þá er varla hægt að tala um að leikaðferð Rodgers hafi alltaf snúist um kýlingar fram á stóra manninn.

  13. Hver er rót vandans?

    er það að leikmannahópurinn er einfaldlega ekki nógu góður til að klífa hærra töfluna en í 5-6 sæti.

    eða

    er það stjórnun framkvæmdastjórans og hans starfsliðs sem leiðir til vandamála liðsins sem er aðalega sóknarlegt getuleysi, andleysi og einstaklingsmistök í varnarleik.

    Mikið hefur verið rætt um að leikmannahópurinn í fyrra hafi ekki verið nógu góður og því fór sem fór. Nú er búið að bæta inn mörgum góðum leikmönndum og sumir hverjir hafa komið virkilega sterkir inn. Rodgers hefur verslað fyrir hundruðir miljónir punda en misst lykilmenn á móti. Hins vegar er staðreyndin sú að þetta er hans lið og hans leikmenn.

    Hvað eigum við að skipta varnarlínunni oft út til að átta okkur á því að Rodgers hefur ekki hæfileikana til að láta liðið spila árangursríkann sóknarbolta og jafnframt góða vörn.

    Hvað þarf að kaupa og selja marga leikmenn til viðbótar svo viðundandi árangur náist.

    Rót vandans er að stórum hluta stjórinn! Mitt mat er að mun meiri þörf er á heimsklassa framkvæmdastjóra en frekari leikmannabreytingum.

    Ég skil ekki þá skoðun að ekki megi (sé í raun tilgangslaust) bera saman liðið í ár og í fyrra eða hitt í fyrra. Við erum að horfa á liðið og frammistöðuna heildstætt þar sem krafa er um bætingu frá ári til árs. Menn vilja sjá bætingu á markvörslu, vörn, miðju og sókn með mismikilli áherslu. Sem leiðir þá væntanlega til þess að liðið lendir ofar í töflunni.

    Ef við horfum ekki aftur í tímann á spilamennsku liðsins þá er enginn mælikvarði fyrir framförum á leik á liðsins. Þá getum við allt eins sleppt umræðunni um leikinn og spilamennsku liðsins og sagt með afar einföldum hætti… “spurjum að leikslokum í lok tímabils, stigataflan lýgur ekki.” Tímabilið er langt og bla bla bla….

    Það sem við viljum sjá er að framfarir verði á vandamálum liðsins. Þrátt fyrir að einhverjir leikir detti með okkur, þá endum við alltaf á sama stað (5-6 sæti) ef leikur liðsins lagast ekki þar sem honum er mest ábótavant.

    Þess vegna stuðaði þessi West Ham leikur aðdáendur liðsins svo svakalega. Ég fullyrði það að ef þessi leikur hefði spilast þannig að við spiluðum flottann sóknarbolta, hefðum opnað vörn þeirra marg oft með góðu uppspili en hins vegar væri bara um að ræða stöngin út dag þar sem West Ham hefði nýtt sér vel útfærða skyndisókn og unnið, þá væri umræðan í dag um liðið allt allt allt önnur!

  14. Nr. 13.

    Varðandi leikmannakaup (heimsklassamenn), liðsval og leikskipulag bendi ég á að ég er í flestu sammála Magga og mér finnst óþarfi að endurtaka þær skoðanir.

    Varðandi Rodgers geri ég mér grein fyrir að hann mun stjórna næstu leikjum. En hann er á allra-síðasta séns. Það sést á skrifum og bloggum í miklum mæli erlendis en breytingar verða að sjást á vellinum annars hópast menn í kröfugöngur á götum úti. Það er ekki það sem allir vilja sjá, er það?

    Varðandi síðasta podcast þakka ég fyrir það. Fyrirfram óttaðist ég að þátturinn yrði einsleitur þegar ég leit yfir þátttakendalistann en skoðanir Kristjáns komu mér verulega á óvart, þannig að allar skoðanir komu fram. Það er fagmennska og þátturinn ykkur öllum til sóma.

    En að lokum svona til þess að menn haldi ekki að ég gangi á vatni þá er allt í lagi að halda með fimleikafélagi þar sem menn kunna að detta (Hemmi). Best er að vera gegnheill grænn í gegn og heiðarlegur!!! ? Jæja, kærleiksblómin spretta í kringum hitt og þetta.

    Ekki misskilja mig um að ég vilji Rodgers out eftir næsta leik. Er bara vanur að kveðja að sjómannasið og segi að lokum eins og loftskeytamaðurinn:

    Rodgers, over and out!!! ?

  15. Þarf eitthvað að ræða framtíð Rodgers fyrr en í vor ? Hann mun alltaf fá sjensinn út þetta tímabil og þessi umræða á bara ekki rétt á sér eftir 4 leiki af tímabilinu. Ég er ekki á Rodgers vagninum en ef félagið / eigendur ákveða að halda tryggð við stjórann þá geri ég það líka en hef auðvitað mínar skoðanir.

    ….þangað til í vor. YNWA!

  16. Nr. 16
    Er Rodgers ALLTAF að fara að fá tíma fram á vor?

    Segjum að desember sé runninn upp, Liverpool er rétt fyrir neðan miðja deild, sama spilamennska og andleysi sem einkenndi liðið á síðustu leiktíð. Tony Pubic mætir á anfield með WBA sem endar með 0-4 skell.

    Er þetta ekki allt eins raunhæft og 6-1 tap gegn Stoke.

    Það getur allt gerst í fótboltanum og það að tala um að ekki megi ræða framtíð Rodgers er í besta falli barnalegt enda Liverpool að koma sér úr einhverri verstu krísu sem maður man eftir sl. 20 ár.

  17. Paul Merson á Sky um kaup Liverpool í sumar………

    “I like the way they’ve bought, but then I watched them against West Ham and oh dear…”

  18. Ég hef ágæta trú á Rodgers, held að hann geti rifið þetta upp aftur.Það mun samt velta á því hversu vel heppnaðar þessar nýju og dýru fjárfestingar okkar eru. Benteke og Firmino fyrir um 65 milljónir punda eiga að vera game changer fyrir okkur. Ég verð samt að segja að Firmino hefur EKKI heillað mig í fyrstu leikjunum, líklega þarf hann tíma (og hann mun fá tíma) en liðið getur illa beðið eftir því að 30+ milljón punda maður spili illa of lengi. Bara Chelsea, Man City og ManJú geta lifað svoleiðis af.

    Benteke hefur sýnt aðeins meiri dólg, hann ætlar sér að sanna sig á stærra leveli en AV. Ég man að menn voru samt að bera hann og Lukaku saman, úffpúff – Lukaku er að reykspóla framan í hann núna. Það mun samt hjálpa Benteke að fá Studge aftur inn í liðið (sem er by far okkar besti sóknarmaður!!)

    YNWA

  19. Ég nenti ekki að lesa öll kommentin hér að ofan og getur vel verið að það sé búið að tala um þetta en…. er Liverpool ekki með jafn mörg stig eftir fyrstu umferðirnar og Arsenal og Man U og 3 stigum fleiri en Chelsea…. Ég held að við ættum bara að fá okkur ferskt loft og slaka á. Ekki það að tapið um helgina var ógeðslega lélegt en samt….

  20. Takk fyrir gott podcast eins og venjulega.

    Smá útúrdúr og ég biðst afsökunar á því.

    Lánið á Ilori hefur verið rætt víða á netinu og margir ósáttir við það. Þeas að Villa geti keypt hann að tímabilinu loknu. Ég verð að vera sammála því þar sem hann hefur aldrei fengið tækifæri til að sanna sig hjá Liverpool af neinu viti. Eftir 5 ár þá horfum við kannski tilbaka og sjáum að þetta var góður díll ef Villa kaupir hann. Við gætum líka verið að horfa tilbaka og séð mikið eftir þessu enda er drengurinn mikið efni.
    Ég átta mig eiginlega ekki á því að það sé sett kaupsúla hjá svo efnilegum leikmanni þó svo að hann hafi svo sem ekki gert mikið síðan hann kom til Liverpool.

  21. Síðasti leikur er meira kjaftshökk en menn gera sér grein fyrir að mínu viti.
    Og halda því fram að Brendan verði ekki rekinn á næstunni vegna þess að eigendurnir hafi sýnt honum traustið með því að halda honum eftir síðasta tímabil er draumsýn ein.
    Gefum okkur það að slæm úslit líta dagsinns ljós á móti manu að þá gæti fækkað fljót á pöllunum á Anfield í næstu heimaleikjum.
    Hvað þá?

    Það litla sjálfsstraust sem Brendan var komin með eftir fyrstu þrjá leikina fuðraði upp á met tíma eftir síðasta leik og það mun ekki hjálpa honum á næstunni.

    Mín spá er að hann verður farinn eftir þrjá leiki.

Gluggavakt – ekkert í gangi

Opin þráður – Landsleikir