Opin þráður – Landsleikir

Fókusinn í dag er á landsliðið og leikinn gegn Hollandi þó hann tengist Liverpool ekki beint.

Opnum fyrir umræðu á þann leik sem og aðra landsleiki í dag ef menn vilja (ásamt auðvitað málefni tengd Liverpool)

Spá:
Ísland vinnur þetta 1-2. Jón Daði kemur Íslandi yfir á 24.mín og varamaðurinn Viðar Kjartans skorar sigurmarkið á 87.mín.

33 Comments

  1. Ég henti þessu inn við seinustu færslu en þetta á kannksi frekar heima hér.

    Lánið á Ilori hefur verið rætt víða á netinu og margir ósáttir við það. Þeas að Villa geti keypt hann að tímabilinu loknu. Ég verð að vera sammála því þar sem hann hefur aldrei fengið tækifæri til að sanna sig hjá Liverpool af neinu viti. Eftir 5 ár þá horfum við kannski tilbaka og sjáum að þetta var góður díll ef Villa kaupir hann. Við gætum líka verið að horfa tilbaka og séð mikið eftir þessu enda er drengurinn mikið efni.
    Ég átta mig eiginlega ekki á því að það sé sett kaupsúla hjá svo efnilegum leikmanni þó svo að hann hafi svo sem ekki gert mikið síðan hann kom til Liverpool.

    BTW Ísland valtar yfir hrokafulla og sigurvissa Hollendinga, 0 – 3 🙂

  2. Ég sé fyrir mér að Gylfi og Jón Daði verði örlagavaldar í kvöld.

  3. Ísland er alltaf að fara skora höfum gert það hingað til. Hins vegar held eg að Holland skori lika. Þetta fer 1-1 við naum að halda þessu. Jafntefli eru frábær urslit fyrir okkur.
    Eiður Smári hendir i mark eftir að hafa komið inna sem varamaður. Jói Berg leggur upp markið.

  4. Jahh það er breytt tíðin.
    Hef allavega ekki orðið var við að menn séu að bölva því að það sé landsleikjahlé…
    Koma svo ná stigi út úr þessu, það væri ekki slæmt.
    YNWA Ísland

  5. Sæl og blessuð.

    Steindautt 0-0 jafntefli og við skjótum upp flugeldum ofan frá Dúfnahólum. Depay lýsir því yfir á blm.fundi að leik loknum að hann ætli að leggja skóna á hilluna.

    En þið lásuð það fyrst hér.

  6. 1-1 mark Íslands kemur eftir innkast en Holland jafnar rétt fyrir leikslok, segjum að Huntelaar skori fyrir þá eitthvað týpískt klaufalegt mark eftir klafs á teignum

  7. Sælir félagar.
    Ekki veit einhver ykkar um bar í Boston sem sýnir leikinn?

  8. Hér er hægt að sjá stöðuna, úrslit leikja og horfa á “highlights”.

    Ágætis upphitun fyrir leikinn að rifja upp leikina sem spilaðir hafa verið með því að smella á highlighs viðkomandi leiks.

    http://www.uefa.com/…/round…/group=2002428/index.html

  9. Sælir félagar

    Ég er skíthræddur um að Niðurlendingarnir vinni þennan leik og þeir eru 110% öruggir um það sjálfir. Þetta fer því þannig að Ísland kemst í 2 – 0 áður en flatlendingarir átta sig á að þeir þurfa að hafa fyrir þessu. Þeir troða svo inn tveimur mörkum í restina og leikurinn endar 2 – 2.

    Það er nú þannig.

    PS. hverjir skora mörki? Skiptir ekki máli ef þetta verður niðurstaðan :)))

  10. 4-0 fyrir Holland…bjartsýnni á að Liverpool nái 4.sætinu heldur en að Íslendingar nái í stig. En maður skyldi aldrei afskrifa Lars and the boyz…koma sífellt á óvart. Áfram strákar!

  11. Ég held að þetta verður mjög erfiður leikur þar sem Hollendingar eru sterkari á pappír og eru komnir með bakið upp við vegg og þurfa að vinna, eru á heimavelli og eru því sigurstranglegir.

    Ég er samt 100% viss um að það verður erfitt að brjóta niður varnarmúr íslendinga sem verða mjög þéttir og þá sérstaklega fyrstu 20 mín. Þetta snýst pínu um að halda þetta á núlli fram að hálfleik og ef það tekst þá fer pressan að vera meiri og meiri á Hollendinga og þeir munu opna sig meira en jafnframt liggja á okkur.

    Því miður þá held ég að við lendum undir fyrir hlé og svo þegar við setjum sóknarþunga á þá og fáum 1-2 færi þá skora þeir annað.
    Holland 2 Ísland 0 en ég er samt bjartsýn á að liðið komist á EM.

  12. Sælir,

    Er staddur á ítalíu og að horfa á leikinn á hótelinu er basl. Er einhver með streamlink á leikinn fyrir iphone eða direct link sem möguleiki væri að opna og streama í VLC.

    Öll svör vel þegin.
    #YNWA

  13. veit einhver um stream á leikinn? er staddur á spáni fjarri sportbörum og ruv blokkar á þá sem eru erlendis…..

  14. Það er nú ekkert langt síðan menn voru að bölva landsleikjahléum. Gaman að þessu!

  15. nr 16
    Nixon, takk kærlega fyrir að benda mér á þessa síðu! Fékk meira segja að horfa á hann með 2 Íslendingum.

  16. Ég held að Ísland vinni 0-1. Gylfi skorar úr víti eftir að Birkir Bjarna verður feldur. Svo meiðist Robben og þeir fá rautt fyrir að brjóta á Kolla

  17. Sæl og blessuð og afsakið hvað ég er hás.

    Ein spurning:

    Af hverju er Liverpool ekki búið að kaupa upp íslensku vörnina eins og hún leggur sig og markmanninn að auki? Myndi kosta svona eitt stk. Lovren.

  18. Hvernig virkar fótbolti? Á þetta eitthvað að vefa hægt? Af hverju getur liverpool ekki þetta?

  19. töre
    Var Liverpool ekki að gera nákvæmlega það sama um helgina? Drulla uppá bak a móti lakari andstæðingum sem að pökkuðu í vörn.

  20. Er það ekki augljóst að Lars þarf að taka við Liverpool? 🙂

  21. Sælir félagar,
    Haldið þið að það sé einhver sjéns að 365 deili Holland-Tyrkland leiknum líka á Sport2 f þá sem borga áskrift þar??? ..

    Er annars einhver með link hvar væru hægt að sjá hann? … er ný hættur að taka Sport 1 með Sport 2 , svo ég er alveg dottinn út úr öllum linkum, margt breyst síðan síðast :-/

  22. Sælir

    Verð í london 31. október og þá er leikur Chelsea – Liverpool, vantar 4 miða á leikinn, getið þið reddað miðum?
    Eða hvaða leið er best svo að miðarnir verði ekki fárálega dýrir?
    kv. Guðný

  23. Lúðvík @26 var nú væntanlega að gera smá gys geri ég ráð fyrir. Er ekki málið að íslenska vörnin er hluti af liðsheild, og það er liðsheildin sem er ekki að fá mjög mörg mörk á sig?

  24. Emre Can að byrja annan leikinn í röð í hægri bakverði fyrir Þjóðverja en þeir eru að spila gegn Skotum í þessum töluðu orðum.

Kop.is Podcast #95

Komdu með Kop.is á Anfield í janúar!