Gluggavakt – ekkert í gangi

17:00 Uppfært – Babu – Glugginn er lokaður.

Fyrir einhverja var þetta sjálfur transfer deadline day, Jim White og læti. Fyrir stuðningsmenn Liverpool var þetta þriðjudagur.

Það síðasta sem gerðist er að Ilori er að fara á láni til Aston Villa í eitt ár og þeir greiða £1m fyrir og eiga rétt á að kaupa hann að lánstímanum liðnum.

Búið var að samþykkja “boð” W.B.A. í Jose Enrique sem er á £65.000 vikulaunum hjá Liverpool. Hann er sagður hafa hafnað því sjálfur enda eins og áður segir með £65.000 í vikulaun í eitt ár til viðbótar og lifir eins og kóngur.

Fabio Borini var svo farinn til Sunderland og Markovic á láni til Tyrklands.

Þar með er enginn af sóknarmönnum Liverpool síðasta tímabili eftir sem sýnir hversu lélegt það var sóknarlega. Sturridge telur ekki með enda frá þá og er það ennþá. Borini, Balotelli og Lambert eru allir farnir og við þekkjum öll Sterling söguna.

Það er erfitt að meta málið með Enrique innan herbúða Liverpool enda er hann ekki einu sinni velkominn á æfingar og fór ekki í æfingaferð félagsins. Ef hann er heill heilsu og kemst aftur í hópinn er ég nokkuð viss um að hann fær nokkra leiki í vetur. Það er eins og cover fyrir bakverði hafi hreinlega bara gleymst. Clyne er eini hægri bakvöðurinn fyrir utan Flanagan ef hægt er að tala um hann. Moreno er eini vinstri bakvöðurinn og kemst ekki einu sinni í liðið í samkeppni við 18 ára miðvörð. Ef einhver af þessum meiðist er ekkert til vara nema að spila einhverjum fullkomlega úr stöðu eða leita til Enrique. Brottför Ilori þynnir hópinn enn frekar. Ekki nema Enrique sé með smitsjúkdóm held ég að Rodgers verði fljótlega að koma honum í leikæfingu til að eiga hann til vara úr því hann neitar að fara.


Hendi í loftið Gluggavaktarpósti þar sem síðasti dagur leikmannagluggans er runninn upp.

Það er hins vegar ákaflega ólíklegt að hér detti inn margar fréttir, hvað þá stórfréttir, en við munum uppfæra ef eitthvað gerist.

Slúðrað hefur verið um að Enrique fari til W.B.A. og að yngri menn eins og Teixeira og Ilori verði sendir út á lán eins og duglega hefur verið gert síðustu daga.

Skulum sjá til – höfum allavega okkar glugga opinn.

11:19 Jose Enrique til WBA

Orðið ljóst að Tony Pulis verður næsti stjóri José Enrique miðað við þessa mynd sem var að detta inn á netið. Bíðum opinberrar yfirlýsingar hvort um er að ræða lán en það virðist vera að hann hafi verið keyptur til West Bromwich.

EnriqueEkki nokkur ástæða til annars en að óska stráknum góðs gengis, náði ekki þeim hæðum sem við öll vonuðumst eftir og stundum sást glitta í, en átti nú kannski ekki skilið að vera settur í hóp með Balotelli. Sennilega var það þó gert við hann og Borini til að þeir áttuðu sig algerlega á því að framtíð þeirra var ekki á Anfield.

Ég þakka stráknum allavega samveruna.

Nýtt tvist í söguna

Núna berast þær fréttir að þessi mynd sé svindl og að Sunderland hafi boðið betur í strákinn. James Pearce var þó búinn að staðfesta það að allt væri frágengið og mér finnst hann ábyggilegasti pappírinn í blaðaheiminum svo við látum þetta standa í bili.

29 Comments

  1. Annars talað um að Enrique sé farin til WBA. Vær æði að losna við hann. Þá náum við að losna við flest eitruðu eplin og ég held að hópurinn mun vera betri fyrir vikið.

  2. Er Enrique eitrað epli? Síðan hvenær? Var mjög fínn á tímabili þó hallað hafi undan fæti síðan þá.

    Held við ættum frekar að þakka leikmönnum fyrir góða þjónustu heldur en að skilja við þá með leiðindum.

    Áfram Liverpool!

  3. Balotelli, Borini, Enrique menn sem eru bara að hirða laun og klúbburinn hefur ekkert að gera með þá. Búið að banna þá að æfa með aðalliðið félagsins þannig eitthvað hafa þeir gert af sér sem klúbburinn líkar ekki við. Þannig það verður fínt fyrir félagið að þurfa ekki að einbeita sér lengur af þessum leikmönnum.
    En Enrique vonandi fær hann að spila eitthvað þá hættir hann kannski að vera jafn góður í FIFA tölvuleiknum.

  4. Ótrúlegt hversu illa margir fylgismenn LFC tala um Enrique. Vissulega kannski ekki á því kaliberi sem klúbburinn gerir kröfu um og aðdáendur vilja en hvað annað hefur hann gert til að skapa sér slíka reiði. Hann hefur verið óheppinn með meiðsli en mér finnst hann hafa fengið ósanngjarna meðferð af hálfu Brendans undanfarið. Það er greinilega verið að ýta honum út en hvernig hjálpar það til við sölu á honum þegar hann fær ekki einu sinni að æfa með hópnum. Menn skammast í honum fyrir að þiggja launin sem hann samdi um. En hvað á hann að gera, segja upp samningum til að vernda hagsmuni klúbbsins? Come on! Balotelli kann að vera eitrað epli en hefur bakvörðurinn knái ekki bara verið nokkuð vinsæll innan klúbbsins? Fyrir mitt leyti segir framkoman klúbbsins við Jose undanfarið meira um BR heldur en JE.

  5. Þessar fyrirfram ákveðnu skoðanir hans eru stórhættulegar,
    hann ákveður að halda Jose frá hópnum, kannski af því að Jose er gosinn, áður en Moreno eða Gomez hafa sannað sig.
    Hann ákvað að henda Pepe í ruslið áður en Mignolet sannaði sig
    Hann ákvað að droppa Agger áður en Lovren og Sakho spiluðu sig inn í liðið.
    Hann ákveður að lána Markovics áður en Ibe hefur sannað sig
    Hann ákveður að Target maðurinn sem er ekki eingöngu target maður en er samt notaður sem slíkur sé lausnin á toppnum.
    Hann ákvað að Joe Allen sé lausnin við miðjuvandamálinu
    Hann ákvað að Milner væri maðurinn sem ætti að spila alla leiki
    Hann ákvað að Coutinho höndli bara 70 mínútur í hverjum leik
    Hann ákvað að Lovren væri byrjunarliðsmaður (afþví að hann keypti hann) á kostnað manns sem er tæknilega betri, hugsar meira fram á við og er öflugri í loftinu (Sakho)
    Svo afþví að hann er ekki með Plan B þá lætur hann reka allt background staffið sem gerir það að verkum að allir á Merseyside nema Lucas og Skrtl eru nýrri en tveggja ára.
    Menn eru þarna að fjúka út af vankunnáttu Rodgers. Því lengur sem hann verður þarna því tættari verður klúbburinn.

  6. Enrique hefur skapað sér sýna óvildarmenn sjálfur með furðulegum twitter-færslum af honum í fríi að slappa og fleira í þeim dúr. Það er frekar svekkjandi að fylgjast með þessum hálauna mönnum spóka sig í sólinni þegar þeir gera ekkert á vellinum. En það fer kannski best á því að sleppa því bara að ræða um Enrique. Honum gengur vonandi vel hjá næsta klúbb.

  7. Var sáttur með kaupin fyrir nokkrum vikum. Sagði þó að ef glugginn lokaði og enginn vinstri bak og annar miðjumaður kæmi ekki inn yrði ég ekki sáttur. Ég er ekki sáttur. Ætlar BR að spila á Clyne, Gomez og Moreno allt tímabilið? Gomez er of ungur til að fara spila 40 leiki+ eitthvað stabílt vel. Moreno er ekki nógu góður varnarlega. Er ég að gleyma einhverjum bakverði í liðinu sem actually getur performað? Einhverjir hér hafa minnst á að Ilori gæti spilað hægri bak en enginn hefur séð hann á vellinum í rauðri treyju. Auk þess er talað um að hann sé á leiðinni í lán.

    Er ánægður að Lucas verði áfram. Lykilleikmaður í sumum leikjum en á auðvitað ekki að byrja inná á móti West Ham heima. Ég ætla ekki einu sinni að telja Allen með, hann sökkar big time og átti að vera seldur í fyrra. Henderson, Milner, Lucas, Can og Rossiter til vara. Hendó meiðist strax og þessi miðja lítur ekki vel út. Gylfi, Shelvey, Ki og Cork líta betur út á pappír.

    Skil ekki lánið á Markovich. Hann kostaði ekki nema 20mp. Lallana enn og aftur meiddur og Ibe er ekki að heilla marga, því miður. Origi er algjörlega unproven og verður ábyggilega lánaður eftir áramót eða næsta sumar. Þessi rosa breidd sem átti að vera í liðinu fyrir komandi tímabil þar sem ætlast er til árangurs í 4 keppnum er bara alls ekki mikil að mínu mati. Æji hvað er leiðinlegt að vera rausa svona mikið neikvætt eftir fína fyrstu 3 leikina.

  8. Djöfull er agalega leiðinlegt að lesa þetta endalausa helvítis væl og neikvæðini hjá mörgum þeim sem koma hér inn með athugasemdir. Þó þetta tap s.l. laugardag hafi verið hræðilegt þá er mótið rétt að byrja. En menn láta eins og það sé einhver heimsendir í nánd. Slakið bara á.

  9. Nú er hann Jose Enrique okkar farinn í langt ferðalag, það ferðalag sem allir knattspynumenn fara í einhverntíma. Það var Enrique líkt að fara á undan, hann fór yfirleitt fremstur í flokki og sjaldan lognmolla í kringum hann. En maður spyr sig, af hverju svona snemma, af hverju hann, aðeins 29 ára og 1.84 cm. Manni verður orða vant, skilur ekki tilganginn en eitt er víst að hans verður sárt saknað, sérstaklega vinstri fætinum sem var einstakur.

    YNWA Jose, takk fyrir allt og allt og takk fyrir náin kynni af konunni þinni.

  10. #12 þótt þú gerir ekki meiri kröfur til BR og klúbbsins en þetta þá eru til aðdáendur, grjótharðir Púllarar sem hafa fullt tilefni og rétt á að vera svekktir, pirraðir, sárir, reiðir, you name it. Þeir allra hörðustu með ársmiðana á Kop eru sammála þótt þú sért það ekki. Óþolandi þessi ritskoðun hjá sumum hérna. Tapið sl laugardag var meira en hræðilegt það sagði miklu meira en það. Við höfum ekki landað meistaratitli í aldafjórðung for crying out loud. Hættum að sætta okkur við þessa $%/T#%%$” meðalmennsku. Við erum allavega einhverjir hérna sem áskiljum okkur allan rétt til að segja hvað okkur sýnist. Af hverju? Af því að við elskum klúbbinn og staðan er hörmuleg. Það sjá allir þótt mótið sé rétt að fara af stað. Vertu áfram bjartsýnn og ég ætla ekki að dæma þig fyrir það þótt ég haldi að þú sért á villigötum. Ég vona að þú munir á endanum hafa rétt fyrir þér. En plís það hafa allir rétt á sínum skoðunum og að vera bara alls ekkert “slakir” eftir sl. laugardag og hvernig liðið og stjórinn líta út.

  11. #12

    Endilega sannfærðu mig að heimsendir sé ekki á nánd. Ég er einn af þeim sem er iðulega bjartsýnn fyrir tímabil og stekk ekki á einhverja vagna eftir því hvort það sé laugardagur eða miðvikudagur. Ég er einfaldlega að lýsa mínum áhyggjum á hópnum eins og hann lítur út fyrir í dag. Sem stuðningsmanni langar mér að fagna titli, hvaða titli sem er, það er svo æðisleg tilfinning. Gefðu mér League Cup eða Evrópudeild og ég verð hæstánægður.

    Það er augljóst að það þarf sterkari bakverði. Liðið vinnur ekki titil með þessa þrjá sem fyrir eru. Gerrard fer og MIlner kemur í staðinn. Allen er því miður áfram og enginn solid miðjumaður kemur aukalega. Það er mitt mat að miðjan er ekki nógu sterk. Sérstaklega þegar leikmaður eins og Henderson missir út leiki.

    Svo er hægt að væla og röfla um milljarðana sem fara í súginn eða í lán eða BR og hans taktík, liðsskipan og skiptingar en ég skal halda aftur af mér Kristján því það gæti verið of neikvætt fyrir þig.

  12. #8

    Jose var ágætur fyrst en hefur verið meiddur. Hans bestu ár eru löngu búinn og er hann dýr aukakostur og var því ekkert annað í stöðuni en að reyna að losna við hann. Það þarf að leyfa Gomez og Moreno að spila til þess að sanna sig og bæta sig en Jose er að mínu mati síðri en þeir báðir í dag.

    Pepe hafði ekki átt merkileg síðustu tvö tímabil og Mignolet var búinn að spila í úrvalsdeildinni og var engin nýliði. Ég sakna ekki Pepe sem spilaði tvö síðustu tímabil og Mignolet hefur vaxið í áliti þótt að ég tel að við þurfum líklega sterkari markvörð.

    Agger var og er alltaf meiddur. Hans bestu ár voru búinn og var eiginlega skelfilegt að sjá hann spila vörn undir restina. Sóknarmenn voru að ýta honum í burtu og hraðinn lítil. Hans kostur var boltatækni. Það var tímabært að skipta honum út og tel ég að Sakho eigi eftir að reynast okkur vel en Lovren hefur ekki sannað sig. Er búinn að spila 3 góða leiki og einn skelfilegan á þessu tímabili.

    Markovitch var ekki heldur búinn að sanna sig og ég tel að það var rétt að lána hann á þessum tímapunkti. Hann var eiginlega að færast aftar í röðinni og Ibe sem átti nokkra flotta leiki undir lok síðasta tímabils er líkamlega sterkari og áræðnari og fannst mér rétt að halda honum.

    Benteke er target maður en hann er fjölhæfari en það og hann á eftir að vera frábær fyrir okkur.

    Hann ákvað aldrei að Joe Allen væri lausnin á miðjuni. Ég held að hann lýtur á Joe Allen sem einn af hópnum en vill nota frekar Henderson/ Can/Millner og Lucas sem djúpan. Mér finnst fínt að hafa leikmann eins og Joe Allen í hópnum enda duglegur og fín á boltan en hefur verið gríðarlega óheppinn með meiðsli.

    Hann er ekkert búinn að ákveða að Millner spili alla leiki en miða við fyrstu 4 leikina þá finnst mér að hann eigi að spila alla leiki. Hann hefur líklega verið okkar jafn besti maður í fyrstu leikjunum. Gríðarleg barátta og dugnaður fyrir utan að hann er klókur og meira skapandi en Henderson.

    Hvaða helvítis bull er þetta. Að Coutinho höndli bara 70 mín??? hvaðan kom það . Rodgers veit og hefur sagt að Coutinho er algjör lykilmaður að hann lét reka sig útaf í síðastaleik og minkaði spilatíman sinn er ekki Rodgers að kenna. Að vera tekinn útaf gegn Arsenal þegar þeir lágu á okkur og lítið var eftir(og hann virkaði alveg búinn) var bara eðlilegt.

    Lovren spilaði fyrstu 3 leikina frábærlega en gaf mark í síðastaleik og var það því skelfilegur leikur. Sakho er stundum of djarfur með boltan sem hefur komið honum um koll og er langt í frá teknískur ef við horfum bara á sendingargetuna eða mótökuna(oft mjög klaufaleg) en ég er einn af þeim sem vill láta hann byrja en mér fannst það mjög réttlætanlegt að láta Lovren byrja fyrsta leikinn eftir að Sakho missti af æfingum vegna þess að hann var að eignast krakka og svo að Lovren hélt sæti sínu því að liðið hélt hreinu í 3 leikjum og hann spilaði vel(Sakho byrjar líklega næsta leik).

    Mér finnst hann stundum vera með plan A,b,c og D og er kannski full mikið að breyta. Fer stundum með tvo fram, fer stundum í 3 manna vörn, lætur stunumd einn vera djúpan miðjuman(DM) og stundum er hann með sóknarsinnaðan(AM). Hann hefur verið að breytta bæði liðinu og leikerfum í fyrstu 4 leikjunum. Það má alveg segja að þetta sé ekki alltaf að virka en hann er greinilega með mörg plön í gangi og er óhræddur að nota þau.

    Þessi Rodgers hatur er eiginlega ótrúlegur. Menn mega alveg vera ósáttir við síðasta tímabil þar sem mikið gekk á í sambandi við meiðsli og leikmanaskipti. Liði var lengi í gang en átti gott run þar sem liðið átti möguleika á meistaradeildarsæti en þegar það sæti var ekki lengur í boði var eins og að liðið hætti í restina.
    Ég vill gefa Rodgers þetta tímabil til að rétta liðið af en finnst eiginlega þetta Rodgers út tal eftir fyrsta tapleikinn á tímabilinu (þótt að það tap var gegn West Ham á heimavelli þar sem liðið fær á sig mark eftir 2 mín, Lovren gefur þeim eitt og þeir skora eitt á loka mín) þá voru þetta bara einn tapaður leikur. Menn fara þá í restina á síðasta tímabili og taka lélegu leikina þar en málið er að þetta er allt annað lið í dag með nýja leikmenn.
    Í liðinu í dag eru Clyne, Gomez, Benteke, Millner og Firminho sem eru allir nýjir og Ibe sem fékk smjörþefin af liðinu á síðasta tímabili. Við skulum aðeins bíða með að hálshöggva Rodgers og sjáum hverning þetta verður.

    Bíð bara eftir að ef Liverpool tapar á útivelli gegn Man utd í næsta leik þá verða sumir hérna með heykvísl og kyndla á leið á Anfield.

    Öndum inn og út. Liverpool liðið er mjög ungt og einkenni ungra liðið er óstöðuleiki en ég held að stöðuleikinn kemur fljótlega og að þéttur varnarleikur eins og í fyrstu 3 leikjunum verður normið og svo fara mörkinn að detta inn þegar Benteke og Firminho aðlagast liðinu og maður lætur sig dreyma um að besti sóknarmaður liðsins Sturridge komist í lag.

  13. Það er ákveðið rannsóknarefni að enginn hafi áttað sig á því að þessi mynd sé photoshoppuð 🙂

  14. hefðum átt að halda ilori og markovic og lána lallana og lovren. og þeir sem finnst menn vera neikvæðir hérna þá er ekki einsog þetta sé fyrsta tímabilið hans Rodgers hann hafði allt að sanna fyrir þetta tímabil en er að sýna að hann hefur ekkert lært. við erum ekki að skora mörk og hann er með 2 trúða í hafsentinum . hversskonar stuðningsmenn finnst allt í lagi að horfa á þennan meðal þjálfara gera okkur að meðalliði ? sorry en elska þennan klúbb alltof mikið og finnst hann miklu stærra en þetta! ég sætti mig ekki við meðalmennsku og ætti enginn stuðningsmaður þessa frábæra klúbb að gera það. við erum búnir að bíða og sjá til síðan suarez fór! með hverri mínútunni sem hann er ennþá þjálfari færist coutinho nær barcelona við höfum ekki efni að sjá til.

  15. Rodgers er að leggja þennan klúbb í rúst! Fjárhagslega er hann algert þrot, eru 2 leikmenn búnir að standa sig sem hann keypti?
    Eftir þennan glugga er algerlega búinn að fá nóg af þessum manni, hver pirringurinn á eftir öðrum. Að lána Markovic og sitja eftir með einn alvöru vængmann skil ég engann veginn, getur einhver réttlætt þetta?
    Og svo er maður að lesa í dag að Aston Villa eigi forgangskaup á Ilori, sem fekk ekki eina mínutu í aðalliðinu.
    Svo ég minnist aðeins á leikmannakaupin í fyrra þegar við vorum LOKSINS komnir í meistaradeildina, þá átti hann að geta keypt einhver stór nöfn og um að gera nota meistaradeildina til að laða einhverja að. Nei ekki sjens.
    Segið það sem þið viljið um Borini, Balotelli og Lambert en þetta eru menn sem spila best með öðrum framherjum. Markovic var einn af mest spennandi leikmönnum fyrir ári, fekk hann einhverjar mínutur í stöðunni sem hann sannaði sig í með Benfica?

    En ég nenni ekki að tuða meira, ég er orðinn alltof pirraður á þessu ástandi. Að vera Liverpool aðdáandi er eitt það erfiðasta og, síðustu ár, það leiðinlegasta sem ég veit um (fyrir utan Suarez tímabilið).

    Ég veit að ég á ekki að skrifa þetta en ég vona að united vinni okkur stórt, það stórt að Rodgers verði rekinn. For the greater good. Ég get þetta ekki lengur, hann Brendan fokking Rodgers!

    Aðeins blása smá út.

    YNWA

  16. Þetta BR ævintýri og leikmannamál er farið að líkjast grískum harmleik…. Ég hef engar vonir fyrir þetta season. Eftir stoke leikinn þá var ég bugaður en eftir West Ham leikinn þá trylltist ég. Ég fæ grænar bólur á að sjá andlitið á BR.
    Og þessi kaup og sölur á leikmönnum!!! hefur eitthver hugmynd um hvernig lið við erum?

    Engin kaup ganga upp!!! krakkar fengnir og á hellings pening.
    Það þarf eitthvað stórkostlegt að ganga upp svo þetta fari ekki í vaskin hjá BR.

  17. Persónulega finnst mér kantstaðan í þessu liverpool liði vera ákveðið vandamál og þá sérstaklega hægri kanturinn. Ibe sem átti líklega að leysa hægri kantinn en hefur byrjað tímbilið illa. Firmino er að mínu mati aldrei hægri kantari og þá spyr maður sig hver á að leysa þessa stöðu. Ég er frekar hissa á Rodgers á að láta Sterling og Markovic fara án þess að fá alvöru kantara í staðinn.

  18. “Ilori’s departure means 13 of the 24 players Liverpool signed from 2012-14 have either left the club permanently or are on loan.”

    Gleðileg jól.

  19. Nr. 4

    Er Enrique eitrað epli?

    Erfitt að vita en og vonlaust að horfa ekki á það þannig þegar maðurinn fær ekki að æfa með félaginu og fer ekki með í æfingaferð félagsins.

  20. Er ekki málið að hald mönnum frá æfingum sem er verið (selja) að reyna selja, jú til að þjálfa aðra í þeirra stöðu svo sá sem er að fara eða kanski að fara er ekki fyrir, svo er kanski verið að legja upp fyrir fyrstu leiki og vitandi að leikmaður er kanski að fara til andstæðing þíns. Þetta er eins og leyfa öðrum þjálfar að fylkjast með á æfingum. Eða kanski ekki????? Nei bara smá pælingar

  21. Nr. 24 “… vonlaust að horfa ekki á það þannig þegar maðurinn fær ekki að æfa með félaginu og fer ekki með í æfingaferð félagsins.”

    Var Borini þá líka eitrað epli? Nei það held ég ekki. Lagði sig allan fram en bara ekki nógu góður fyrir Liverpool.

    Áfram Liverpool!

  22. Það sem ég heyrði um daginn var að Brendan sé svo spéhræddur að hann þoli ekki Enrique í hópnum af því að hann er alltaf að fíflast og láta menn hlægja og Brenmdan veit ekkert að hvarju menn eru að hlægja og heldur að s+é verið að gera grín að sér. Þetta heyrði ég en veit ekkert hvort þetta sé satt. En fyrst ég er kominn hér inn vil ég endilega bjóða SigKarl velkomin aftur. Þvílíkur snillingur sem sá maður er alltaf hreint.

    Góðar stundir.

Gluggalok nálgast / Markaþurrð

Kop.is Podcast #95