Liverpool 1 – Aston Villa 1

Verðum snögg að þessu í dag!

Byrjunarlið Kóngsins í dag olli töluverðum pælingum og pirringi, en svona leit það út:

Doni

Flanagan – Skrtel – Carragher – Enrique

Henderson – Shelvey
Kuyt – Gerrard – Downing

Suárez

Á bekknum sitja:Jones, Bellamy, Carroll, Maxi, Spearing, Agger, Coates.

Enginn Carroll í liðinu, taktíkinni breytt í 4-2-3-1 og Kuyt settur á kantinn þrátt fyrir vafasama frammistöðu. Flanagan í bakverði og Carra í hafsent, Coates ekki enn að fá að byrja og Carra sem er by the way með vel grátt í vöngum orðið fékk leikinn. Doni auðvitað í markinu eftir rauða spjald Reina.

Liðið fór ágætlega af stað og á fimmtu mínútu varði Given frá Kuyt eftir flott hlaup og góða sendingu frá Downing. En svo kom bara enn ein vatnsgusan í andlit liðsins. Á 10.mínútu hikaði Flanagan í návígi og náði síðan ekki að loka á fyrirgjöf inn í box, sem Doni náði ekki að díla við, boltinn var svo lagður út í teig á Chris Herd sem klíndi boltann í Kop-markið og staðan kunnugleg, 0-1.

Næstu 20 mínúturnar sáum við sjálfstraustið í liðinu okkar, sem er ekkert. Aston Villa stjórnaði, það var allt of langt á milli línanna og vörnin okkar lá alveg ótrúlega aftarlega, í raun sá maður alveg þá bara bæta við. Sendingafeilar, ekki til í tæklingarnar og endalaust væl einkenndi okkar menn.

Þegar leið á hálfleikinn komumst við meira inn í hlutina og það er í raun blaðamál að hann Kuyt hafi ekki jafnað á 44.mínútu, en svosem í takti við frammistöðu hans í vetur náði hann að skjóta yfir af tveggja metra færi. Í flestum tilvikum hefði ég argað úr mér raddböndin, en þarna bara kom svona “Shit” stuna og síðan höfuðhristingur yfir þeim sénsum sem hann fær hjá Dalglish, líkt og hann fékk hjá Rafa og Roy. En hvað veit ég!

Þannig endaði hálfleikurinn á steinþögulum Anfield, 0-1. By the way, Suarez gat klárlega fengið tvö víti í hálfleiknum, en það kom nú sennilega fáum á óvart að hann fékk hvorugt. Hendin var vafasöm en það var klárlega snerting frá Hutton í síðara atvikinu, ekki spurning – ég læt Robbie Savage um ummælin, hann tilkynnti á Twitter að um víti væri að ræða.

Endurtekið efni frá Wigan leik, undir í hálfleik og nú var að sjá hvort eitthvað annað yrði upp á teningnum í síðari.

Ólíkt Wigan þá var breytt um taktík strax í upphafi. Liðið komið í 4-4-2 með Gerrard úti hægra megin og Kuyt uppi á topp. Gladdi mig mikið þó ég hefði viljað sjá Carroll bara koma inná strax.

En tempóið varð allt annað, vörnin kom framar og liðið fór að sækja. Að sjálfsögðu bættist ein klassík vetrarins við – markramminn sem enn var reyndur til fullnustu eftir flottan skalla Suarez úr frábærri sendingu Gerrard. Nennum ekki að telja er það?

En þrátt fyrir að stjórna tempóinu náðum við lítið að skapa okkur af færum af viti, fyrst og fremst þar sem Villa vörðust þvilíkt af krafti og eins og oft í vetur þá vantaði okkur uppá gæðin frammi.

Á 65.mínútu ákvað svo stjórinn að breyta. Hann tók Downing og Shelvey útaf en setti Bellamy og Carroll inná. Hvers vegna ekki Kuyt? Það veit ég alls ekki!

En þetta náði ekki að skila færum lengst af, ekki síst vegna arfaslakra sendinga úr fínum færum af vængjunum, sérstaklega var þar um Enrique karlinn að ræða. Sá hefur dottið niður hratt undanfarið, hvort sem er varnar- eða sóknarlega. Twittermaður kom með fína útlistun þegar hann sagði, “Christ, Enrique can’t even cross a road”. Annar kandidat, var í formi Kuyt sem er ekki kantmaður. Enrique var loks tekinn útaf á 75.mínútu fyrir Agger, innkoma hans það jákvæðasta þangað til í leiknum!

Er hér var komið sögu lagðist Aston Villa alveg oní teig, við fengum bara að vera á þeirra helmingji, jafnvel á þriðjungi og þeir sottu á fáum. Reyndum að hápressa, Bellamy setti í rammann, Agger skaut framhjá og Villa töfðu. En svo kom að marki.

Á 82.mínútu fengum við horn sem endaði í fótum Gerrard, hann sendi boltann inní, Agger skallaði í þverslána en nú var Suarez tilbúinn að taka við frákastinu, 1-1 og völlurinn trylltist. Surely!

Áfram buldu sóknirnar á Villa. Agger skallaði yfir úr öðru horni, Given varði skalla frá Carroll. Villa menn yfirvegaðir og taka tíma. Fimm mínútum bætt við, Given ver ótrúlega frá Gerrard og Kuyt nær ekki að klára frákastið. Leggjum allt í að sækja og erum næstum búnir að fá refsingu i bakið. Villa alltaf pollslakir og halda stiginu.

Enn eitt jafnteflið heima, 24 skot að marki og 6 á rammann, enn einu sinni rammaskot – 67 – 33 í posession.

Þessi leikur voru tveir hálfleikir lagðir saman. Við vorum ömurlegir fyrstu 43 mínúturnar í þessum leik og ég segi enn og aftur að við erum bara ekki með leikmenn í að ná árangri í 4-2-3-1 kerfi, það á ekkert skylt við kerfið, heldur einfaldlega það að við þurfum öðruvísi samsetta miðju og betri vængsentera en Kuyt, auk þess sem lítið kemur út úr Suarez sem ás.

Seinni hálfleikurinn var mun betri, við þá komnir með meiri þunga uppi á topp, þó það hafi verið ÓSKILJANLEGT að sjá Kuyt inni allan tímann. Jöfnuðum og áttum að klára. Fyrir utan pirring út í dómarann.

Nú er það Blackburn á þriðjudag, heimta að sjá 4-4-2 og Kuyt ekki með!

Uppfært

Ef skoða á frammistöður leikmanna þá er hálfleikurinn eins, í fyrri fáir af viti en í seinni miklu meira í gangi. Kuyt, Enrique, Flanagan og Henderson sístir, en Gerrard, Skrtel og Suarez bestir. Suarez fær mitt atkvæði sem maður leiksins, endalaust á ferðinni og að leggja sig fram. Kemur langmest út úr honum með senter með sér, og það gerðist mun meira í kringum hann eftir að Carroll kom inn.

82 Comments

  1. Félagi minn á Facebook, sem er Aston Villa stuðningsmaður skrifaði þetta um miðjan seinni hálfleik:

    Tetta er versta Aston Villa lid sem eg hef sed i 30 ár. Thokk se heimskum Amerikumanni sem hefur ekki hundsvit a knattspyrnu og lelegasta knattspyrnustjóra ensku urvalsdeildarinar fra upphafi.

    …og við rétt náum jafntefli gegn þeim á Anfield.

    Sorrí, en Dalglish er bara ekki með þetta. Það geta allir stjórar og lið átt slæma kafla, en þessi slæmi kafli hjá Liverpool er núna búinn að standa yfir í fjóra mánuði og við erum engu nær því að komast útúr honum.

    Við erum í níunda sæti. Man U eru með ÞRJÁTÍUOGJÓRUM stigum meira en við. Newcastle eru með fjórtán stigum meira. Everton, Newcastle og Sunderland eru fyrir ofan okkur. Swansea og Norwich eru ÞREMUR stigum á eftir okkur. Þetta er einfaldlega að stefna í versta Liverpool tímabil ævi minnar í deildinni.

  2. Allavega ekki tap. Það er jákvætt. En frammistaðan í fyrri hálfleik arfaslök. En við verðum að vera jákvæðir. Láta þá um vinnunna og vona það besta.

    YNWA

  3. Mun jákvæðari spilamennska en í síðustu leikjum. Hrikalega svekkjandi að klára þetta ekki enda algjörir yfirburðir í seinni hálfleik. Nenni ekki að vera með einhverja neikvæðni, læt bara aðra um það.

  4. 1-stig, þetta er framför. “You have start somewhere” eins og náunginn sagði, þegar sjálfstraustið er slæmt. Að tapa er slæmur ávani,vonandi erum búin að rjúfa það niðursog. Eða er þetta málið: http://youtu.be/vaQQ8Y6kYIY

  5. Miðað við sama árangur þá munum við enda deildina með 51 stig. Það er lægsti stigafjöldi í 31 ár eða síðan 1981 þegar að það voru gefin TVÖ STIG fyrir sigur.

  6. Enn einn leikurinn sem við vinnum ekki á heimavelli, jákvætt að sjá Agger kominn aftur, ótrúlegt að Kuyt hafi klárað þennan leik, að vísu er hægt að nota hann í boxinu en á kantinum Guð hjálpi mér, hvað var Carrager að gera með að spila í dag furðulegt ákvörðun hjá KK, það skapaðist hætta á köflum í lokinn, þegar við höfðum Carrol/ Bellamy/ Agger/ Gerrard og Suares sem okkar hættulegustu menn.

  7. Kenny gerðu það segðu af þér strax. Þetta verður bara meira og meira niðurlægjandi ef þú heldur áfram.
    Sorgleg frammistaða enn og aftur

  8. Held hreinlega að mestu mistök sem við höfum gert hafi verið að kaupa Carroll. Ég hef alls ekkert út á hann að setja, hann er góður leikmaður, en getur ekki sýnt það af því hann passar ekki inn í þetta lið. Það er ekki honum að kenna. Þetta er grundvallaratriði í martröðinni sem er í gangi.

    Hann er allt öðruvísi framherji en Torres, sem hann kom í staðinn fyrir. Kaup hans á 35 milljónir punda, gera það að verkum að við verðum að breyta leikstílnum okkar. Það þýðir að við erum ekki lengur léttleikandi pass and move lið sama hvað við reynum.

    Þetta þýddi líka að leikmannakaup síðasta sumars einkenndust af því að finna menn til að nýta Carroll. Það er einblínt á það. Mikil mistök finnst mér. Leikmennirnir okkar passa einfaldlega ekki í þeta kerfi sem verið er að reyna að spila.

    Henderson er í svipaðri stöðu, en hann á meiri framtíð fyrir sér á Anfield en Carroll. Downing líka. Þeir eru ekkert lélegir leikmenn. En af því Carroll kostaði 35 milljónir punda er mikil pressa á að nota hann mikið og að spila upp á hann.

    Ef hann hefði kostað 7-8 milljónir væri þessi pressa ekki til staðar. Það væri fínt að hafa hann upp á breiddina, og í ákveðnum leikjum. Betri útgáfa af Ngog, sem maður vonaði alltaf að hrykki í gang.

    Ég held, því miður, að þessi kaup séu ansi stór partur af hnignum Liverpool. En nota bene, það er ekki allt honum að kenna.

    Og Dalglish. Hann hefur engar lausnir. Ekki neinar. Hvað var planið í dag? Ekki hugmynd. Hvað var plan B? Hvernig áttu menn að spila? Þetta var lélegt upplegg, tilviljunarkenndur fótbolti og auðvitað gekk hann ekki upp.

    Það er því miður rétt það sem margir óttuðust, Dalglish er bara ekki með það sem þarf lengur til að stýra toppliði í ensku úrvalsdeildinni.

  9. Það má vel vera að í fyrri hálfleik hafi verið stillt upp 4-2-3-1 á pappírunum, en það sem ég sá var nú bara 4-4-2 með Gerrard hægra megin, Downing vinstra megin og Kuyt frammi með Suarez. A.m.k. sá ég enga breytingu í seinni hálfleik, fram að innáskiptingu, Gerrard var áfram hægra megin.

    Það var furðulegt að sjá breytingar á liðinu og Gerrard settan inn á miðjuna um leið og Carrol kom inn á. Ef það er eitthvað sem Gerrard getur ennþá, þrátt fyrir slakt tímabil, er það að senda hættulega bolta inn i teig aftarlega af hægri kanti. Bolta sem Carrol þrífst á.

    Óþolandi að horfa á leiki með Liverpool þegar þulir geta ekki einfaldlega játað að brotið var á Suárez eins og þegar hann átti að fá víti í fyrri hálfleik. Klárt og augljóst brot.

    Gula spjaldið sýndi einfaldlega og sannaði að dómarar í þessari deild eru með fordóma gangvart honum. Það er afrek að fá gult spjald fyrir að láta brjóta á sér.

    Taktíkin hjá Dalglish og Clarker er ekki að ganga upp – ef það er einhver taktík yfir höfuð.

    Það að Carragher byrji leik eftir leik sýnir okkur að eitthvað undarlegt er í gangi í herbúðum Liverpool.

  10. Ég ætla að berja hausnum við steininn og segja það að ég tel að það verði að finna nýjar leiðir hjá félaginu okkar en að skipta enn og ný um átt með nýju þjálfarateymi.

    Í fyrri hálfleik var verið að reyna að eltast við taktík sem ekki hefur gengið upp í vetur, ég skil ekki hvers vegna það var reynt, viðurkenni það. En mér fannst afar jákvætt að sjá menn breyta um leikkerfi strax í hálfleik og sjá að liðið þorði að sækja, sem það gerði ekki í fyrri hálfleik að neinu marki. Á þeim seinni síðustu 45 mínútum stóðu nokkrir upp og vonandi ná þeir að bæta við sig á næstu dögum.

    Það er pottþétt annað auga allra á Wembley um næstu helgi og satt að segja pirrar það mig ekki lengur að hafa Blackburn á milli, vonandi nýtist sá leikur til að undirbúa okkur fyrir þann stóra viðburð sem það er að spila undanúrslit í FA bikar gegn Everton á Anfield South.

    Í dag fannst mér ég sjá græna hlið og brúna hlið á liðinu, með grænu hliðinni upp getum við enn unnið annan bikar í vetur, sem væri frábært í alla staði.

  11. Varðandi Carragher, þá var atvik í seinni hluta fyrri hálfleiks sem sýnir vandamálið í hnotskurn. Aston villa hreinsaði eftir pressu (horn minnir mig), hár bolti kemur á miðju þar sem Carragher stendur einn, hægra megin við hann, svona tíu metra frá honum, er samherji. Aston Villa leikmaður nálgast í pressunni.

    Hvað gerir sæmilegur leikmaður í þessari stöðu? Jú, kemur boltanum á samherja. Hvað gerði Carragher? Jú, hann bombaði tuðrunni fram völlinn.

  12. > mér fannst afar jákvætt að sjá menn breyta um leikkerfi strax í hálfleik

    Það var ekki skipt um leikkerfi. Liverpool spilaði nákvæmlega sama kerfi í upphafi fyrri hálfleiks og í lok þess seinni. Það að einhverju hafi verið stillt upp á pappír segir ekki neitt.

  13. Breyttist allt þegar Agger kom inn á. Í starting með hann strax!

  14. Carragher er farinn að minna á kennaranna í MR frá síðustu öld sem voru konungsskipaðir og ekki hægt að reka, sama hvað þeir gera af sér. Hann fær alltaf að spila þrátt fyrir síðustu leiki.

    Kuyt á kantinum? Væri alveg eins hægt að setja Heskey í markið eða eitthvað …

    Þetta er allavega byrjun. Vonandi geta menn tekið þetta í veganesti í næsta leik en miðað að þetta er lélegt Aston Villa lið, með marga meidda, sem hafa skorað færri mörk en við, sem við klárum ekki á heimavelli – þá finnst mér það ólíklegt.

  15. Voðalega finnst mér Einar vera eitthvað neikvæður, það þýðir ekkert. Taka frekar Magga á þetta og horfa á grænu hliðina, það er miklu skemmtilegra.

  16. Maggi! Farðu nú að hætta þessu bulli. Dalglish burt og það strax! Án gríns, þá var þetta betra á meðan Roy var í úlpunni…

  17. afhverju spilar hann ekki coates ???? hann verður 22 á þessu ári (held ég) og hann er byrjunarliðsmaður í landsliði urugay, maður sem á framtíðina fyrir sér en samt fær carragher að spila.

    það var mjög jákvætt að sjá agger spila en ég hefði frekar viljað eiga þriðju skiptinguna inni. það hefði verið gott að fá ferskan sóknarmann inná þegar við erum nýbúnir að jafna og erum með vindinn í bakið. Þá hefði ég frekar verið til í sóknarmann.

    Eftir að Carrol kom inn þá breyttist allt, menn sóttu bara upp kantana, sem er ekkert skrítið. En mér finnst of mikið gert af því.
    Dæmi: Þeir sem fylgjast með fótbolta vita hvernig barcelona spilar, þeir spila stutt í gegnum miðja vörnina, þetta vissi þjálfari AC Milan fyrir leikinn í meistaradeildinni og spilaði vörnina eftir því, þétti liðið á miðjunni og lét kantan liggja opna, þar sem að liðið er ekki jafn sterkt þar, þá lét Guardiola liðið sitt sækja út á kantana, þá þurftu leikmenn Milan að loka á það líka því að fyrirgjafir eru alltaf hættulegar, sama hvort þú ert með carrol eða messi inni í teig.

    Þegar að carrol kom inn virtist skipunin vera að sækja upp kantana og senda inní og allt annað væri bannað. Varnarmenn Aston Villa settu meiri pressu á kantmenn og bakverði svo að fyrirgjafir voru lélegar og svo voru oftast 2 menn nálægt carrol. Á meðan þeir spiluðu svona var fullt, fullt af plássi fyrir framan markið.

    smá pæling, er of einfalt að sjá við herfræði Dalglish?

  18. Sælir

    Ég er farinn að efast mjög mikið um getu Dalglish til að stýra þessu liði með ásættanlegum árangri. Eitt af meginhlutverki knattspyrnustjóra er að drífa sína leikmenn áfram, efla sjálfstraustið þeirra og fá þá einbeitta á leikdag. Það hefur ekki verið að gerast.

    Einnig á hann að ná sem mestu út úr öllum leikmönnum. Það er að mínu mati veiki hlekkurinn hans Dalglish. Við fengum leikmönn sem höfðu blómstrað með sínum liðum. Leikmenn á borð við Adam, Downing, Henderson, Carroll og Enrique virðast allir vera eintómar gufur hjá Liverpool. Ég er farinn að hallast að því að þar megi kenna Dalglish um en ekki leikmönnunum sjálfum. Hann er í það minnsta ekki að finna út hvernig megi fullnýta hæfileika þeirra. Dæmi um það er að mér finnst Downing of oft vera inn á miðjunni. Carroll er of oft á kantinum og Henderson er spilaður úr stöðu.

    Hann gæti t.a.m. fengið bakvörðinn sem fylgir Downing að taka hlaupið inn á völlinn sem gæti auðveldað fyrir Downing að komast upp að endamörkum með fyrirgjöf á Andy Carroll sem væri í teignum og Adam fyrir utan hann til að éta frákastið með þrumu í skeytin. Þetta er þó ekki svo auðvelt en þetta virðist vera eitthvað sem Kenny er ekki að gera.

    Hann virðist ekki hafa neina stefnu og er langt frá sá taktíker sem Rafa gamli Benitez var. Það er að bitna á liðinu um þessar stundir, og já stuðningsmönnunum líka.

    Mig grunar að kóngurin segi við leikmenn fyrir leik að hann ætli að spilla 4-5-1 og segir leikmönnunum hvaða stöðu þeir eiga spila en ekkert meir. Mér sýnist að leikmenn hafi ekkert vit á hvaða sóknar- eða varnarskyldum þeim ber að sinna í leiknum og það sést vel þegar kemur að því að verjast eða sækja. Hvoru tveggja er gert illa og af hálfum hug þar sem skipulagsleysi ræður ríkjum.

    Ég vona innilega að kóngurinn stígi niður sem allra fyrst enda ber ég takmarkað traust til hans þegar kemur að því að mæta sterkari mótherjum í undanúrslitum FA cup skv töflunni.

    Einnig held ég að það væri mjög öflugt ef nýr stjóri gæti fengið nokkra leiki á þessu tímabil til að sjá hvar okkur skortir gæðaleikmenn og svo hann fái tækifæri til að móta einhverja stefnu þegar kemur að taktík. Það eru þó ekki margir lausir núna en þó ber að nefna Rafa og Villas Boas. Gæti þó vel verið að eigendurnir vilji bíða til sumars og fá Deschamps, Martinez, Hiddink eða jafnvel Riikjard en ég tel að það væri mjög öflugt vopn ef nýr stjóri gæti byrjað á þessari leiktíð.

    Því miður Kenny, þú ert ekki með þetta. Fótboltinn hefur breyst mikið á síðustu árum og ´þú virðist ekki uppfylla þær kröfur sem eru gerðar þessa dagana til heimsklassa knattspyrnustjóra sem LFC þarf á að halda um þessar mundir.

    YNWA

  19. Annaðhvort er það Steven Gerrard sem stjórnar þessu liði eða þá að Daglish hefur ekki kúlur í að spila hann úr stöðu.

    Fyrri hálfleikur var skelfing….ekki orð um það meir.

    Í seinni setti hann Duracell upp á topp með Suárez og Gerrard út á kant. Shevley og Hendo inn á miðri miðju….við þetta fór liðið að nota kantana af einhverju viti og við fórum að krossa eitthvað….ég arrgaði á sjónvarpið eftir 5 min í seinni hálfleik að nú þyrfti Carroll að koma inn á.

    Ekki svo löngu seinna kemur skipting hjá Liverpool (aldrei þessu vant fyrir 75.min)

    En NEIIIIII….af einhverjum aðila…var sú ákvörðun tekin að taka kantarann Downing útaf…..setja Gerrard sem var búinn að vera hættulegur á kantinum inn á miðju og taka Shevley sem virðist vera sá eini sem einhverja sénsa þorir að taka fram á við.
    En Carroll kemur inn á….sem núna fyrir mér var tilgangslaus skipting…..við fáum ekki kross að viti frá Bellamy og ég hreinlega man ekki eftir því að Kuyt hafi átt svoleiðis sendingu……og VITI menn….markið sem við fáum, þó það komi eftir hornspyrnu er eftir KROSS frá GERRARD á HÆGRI KANTINUM….mér er skítsama þó ég sitji við sjónvarpið með velmegunarbumbu….það hlutu allir sem eitthvað vit hafa á fótbolta að hafa séð að með Gerrard á hægri og Downing á vinstri þá var liðið mikið hættulegra…..en um leið og Gerrard var settur inn á miðju fóru menn í sama pakka og alltaf….5-8m sendingar sem ekkert gera fyrir liðið….Villa lokar á Gerrard og hinir eru þá GELDIR…..gjörsamlega GELDIR…..það vantar skapandi leikmenn þarna með Gerrard þangað til finnst mér að hann eigi hreinlega ekki að spila á miðri miðju….

    Þetta var leikur sem við áttum alltaf að vinna…..#%$#$&”%QREGQERG$Y

  20. Svo má nú líka benda á að CFC vann sinn leik 2-1 þar sem a.m.k. annað markið var kolólöglegt á meðan við áttum væntanlega að fá víti.

    Mörk breyta jú leikjum….

  21. Þessar frammistöður liðsins eftir áramót eru hreint út sagt félaginu til skammar!

    Kenny get lost!

  22. Ég gekk mína píslargöngu í dag! En ég bar ekki þungan kross og lét svo negla mig við hann, eins til að upplifa sársauka Krists hérna á árum áður heldur settist ég niður með öl í hönd og horfði á Liverpool leik. Það er svona sambærilegur sársauki!

    Það er nokkuð ljóst að það eru ákveðnir póstar í Liverpool liðinu sem eru ekki lengur að virka. Carra er einfaldlega búinn, Gerrard er ekki miðjumaður heldur framherji eða kantmaður, Flanagan er ekkert annað en Stephen Wright # 2, Kuyt er búinn með sinn kvóta og lengi má áfram telja. Það sem mér þykir samt verst í þessu öllu saman er að goðsögninn og maðurinn sem ég dáði sem krakki og geri enn, Kenny Dalglish, virðist einfaldlega ekki hafa það í sér að vera knattspyrnustjóri lengur. Hann er ágætur sendiherra að segja sögur frá gamla tímanum en ekkert meir en það því miður! Eins sárt og það er. Fyrir mitt leiti þá voru Shelvey og Downing bestu menn vallarins ásamt Suarez og þeim er svo skipt út af. Algerlega glórulaus skipting hvað mig varðar. Eins er maður ekki að fatta þessar liðsuppstillingar. Menn eru sífellt spilaðir út úr sínum stöðum eins og í tilfelli Henderson sem er settur á kantinn og þar gerir hann engar rósir. Ergo sjálfstraustið hans verður að engu. Það eru fleiri dæmi en maður einfaldlega nennir ekki að væla meira yfir þessari vitleysu hjá Dalglish. Ef ég hefði mátt ráða þá hefði ég notað eitthvað af þessum unglingum í þennan leik eins og Sterling sem dæmi. Ef þeir eiga að fá að sanna sig þá verða þeir að fá leiki. Þú geymir þá ekkert í bómul og svo bara á endanum fara þeir sökum fárra tækifæra.

    Þetta er komið gott hjá KK! En ég vil leyfa honum að klára tímabilið og svo skulum við setjast niður og fara yfir málin!

  23. Það æpir alveg á mann hvað Gerrard er ekki að draga vagninn. Hefði gaman af því að heyra frá ykkur sem þekkið málin betur hvort að hans þáttur í þessum endalausu lægðum gæti verið stærri en þjálfaranna? Ég nefndi þetta í þar síðasta þræði og fékk marga þumla en enginn virtist hafa skoðun á þessu. Held að það séu margir þarna inná sem gætu gert meira með þetta fyrirliðaband en hann eins og staðan er í dag. Meira að segja Suarez. Það vantar allt hjarta í þetta og sá jaxl hefur það svo sannarlega. Gerrard er og hefur alltaf verið minn maður en umfram allt er ég Liverpoolmaður og það gengur framar öllu.

    Áfram Liverpool.

  24. Guði sé lof fyrir að undanúrslit í FA Cup eru á Wembley en ekki Anfieild!

  25. Það er eitthvað voðalega slæmt, eru menn svo á góðu kaupi að þeir geta bara slappað af. FOKK.

  26. # Maggi í nr. 22

    Þarna hittirðu loksins naglann á höfuðið Maggi

    Þeir UNNU 2-1

  27. Það sem svekkir mig mest í þessu er að í sumar, þá þurfum við að hreinsa út leikmenn sem við vorum að kaupa fyrir ári síðan.Henderson á bara að nota sem varaskeifu fyrir lucas sem djúpur á miðjunni,alls ekki á kanti,þó sumir séu alveg óraunsæir hérna þá bara verðum við að koma carroll í burtu,hann getur ekki neitt og okkur vantar miklu betur spilandi leikmann frammi með suarez.Við verðum að losna við dirk ,adam og downing og kaupa alvöru menn.hætta þessari breta stefnu því nútímafótboltinn er ekki svona lengur þó svo þetta hafi virkað hjá kónginum í denn.Árið 2009 enduðum við í 2 sæti og það var hægt að byggja á það,síðan þá höfum við eytt svaðalegum upphæðum en höfum tekið svona 11 skref afturábak.Það er mjög skrýtið.commoli á að biðjast afsökunar og menn sem segja að þetta séu ekki okkar peningar og því ættum við ekki að spá í þessu er bara mjög þunnir í kollinum því við gætum verið búnir að fjárfesta í svo miklu betri leikmönnum fyrir þennan pening og þá værum við ógnasterkir

  28. Eru menn ekki að gleyma því sem skiptir öllu máli fyrir Liverpool í dag! Sigur í FA Cup er eina leiðin til að bjarga þessu tímabili. Daglish er því líklega alveg eins og hann ætti að vera að gera að velja leikmenn í leiki núna út frá því.

    Carragher skilaði sínu hlutverki vel á móti Everton í síðasta leik og vegna reynslu er hann traustari kostur til að hafa sem valkost í miðvörðin í staðinn fyrir Agger og Skrtel ef þeir skildu ekki vera heilir í leikinn á móti Everton.
    Kuyt hefur ekki verið að gera mikið en hefur eins og hann gerði t.d. á móti Cardiff skilað sínu í stórum leikjum og því gott að hafa hann í spilaformi til að geta notað hann af bekknum á móti Everton.

    Þannig að mínu mati var þetta bara ágætis liðsval fyrir miðað við að mikilvægur bikarleikur sé næstu helgi.
    Gleymum því svo ekki að ef svo ólíklega vill til að Liverpool takist að landa FA Cup og klári því tímabilið með tvær dollur burt séð frá deildarsæti er það mun betri árangur en 5. sætið og engin dolla. Ein dolla og 7. sætið er líka betri en 5. sætið og engin dolla.

    Þrátt fyrir algjörlega ósættanlega spilamennsku þessa dagana verður maður að horfa á björtu hliðarnar og stöðu í deild er ekki hægt að laga á þessu tímabili heldur því næsta.

  29. Skora á menn sem kommenta að lesa skýrsluna mína áður en þeir fara að gera mér upp skoðanir á öðru en því sem ég segi þar. Ömurlegur fyrri hálfleikur en eitthvað að byggja á í seinni. Nefni þrjá leikmenn sem mér fannst leika vel í dag.

    En að taka sína eigin gröf og grafa sig niður eftir þennan leik? Nei, ekki ég í dag, en það er bara sú skoðun sem ég ætla að halda mig við. Tímabilið ræðst eftir slétta viku, á afmælisdaginn minn. Sigur þar og þá erum við klárlega að nýta þennan vetur í að styrkja klúbbinn.

    Og að skipta Dalglish út í dag, tæpum 40 dögum eftir sigur í bikarkeppni og viku fyrir undanúrslitaleik á Wembley er eins langt frá mínum hugmyndum um raunveruleika og hægt er.

    Og jú. Það var víst breytt um taktík í hálfleik og farið í 4-4-2 með Gerrard úti á hægri kanti. Það hins vegar færðist aftur til við skiptingarnar eftir 65 mínútur þegar Aston Villa lagði alla í vörn.

    En sá sem telur okkur hafa haldið 4-2-3-1 í upphafi seinni hálfleiks hefur ekki horft á leikinn.

  30. Same shit diffrent day

    Enn og aftur lítur hugmyndafræði Dalglish bara hrikalega illa út, sama á auðvitað við um flesta leikmenn liðsins, þetta helst mjög vel saman. Holningin á liðinu er í molum og miðjan hefur verið í tómu tjóni frá því Lucas meiddist og þeir sem leggja leik liðsins upp hafa verið vandræðalega slappir í að finna lausn á þessu. Það er m.a. einn leikmannagluggi síðan Lucas meiddist og þeir sem segja að ekki sé hægt að kaupa neitt í janúar verða að fara setja nýja plötu á fóninn.

    Í dag skorar Aston Villa úr sínu fyrsta færi og nýr markmaður tekur upp hanskann þar sem Reina skildi hann eftir og fær á sig mark úr fyrsta skotinu sem hann fær á sig. Ekki að hann hafi verið aðalsökudólgurinn í þessu tilviki og mér líður ekkert mikið verr með Doni í markinu heldur en Reina m.v. frammistöðu þess spænska í vetur.

    Ég er sammála Magga með að Gerrard var settur meira út á hægri kantinn í seinni hálfleik og þetta var að ganga mun betur heldur en í þeim fyrri. Engu að síður voru flestir sem hafa aðgang að Twitter farnir að öskra á að losna við Kuyt af vellinum og loksins loksins kom það á 65.mínútu leiksins. Fimm mínútum á undan áætlun. EN nei þá er tekið Downing og Shelvey útaf!

    Carroll hefur valdið hrikalegum vonbrigðum í vetur og hefur ekki neitt unnið sér inn til að vera með viðlíka kjaft og hann var með er hann var tekinn útaf gegn Newcastle. Ég tek ekki undir þá sem segja að Dalglish hafi verið of vondur við hann þar og hann eigi betra skilið, óttast frekar að hann þrífist alveg á svoleiðis væli, svipað á við um mjög marga landa Andy Carroll sem margir hafa 113 í símaskránni á æ fóninum sínum.

    En í dag var Gerrard kominn á kantinn (hann byrjaði ekki þar) og Downing að ógna hinumegin. Shelvey var í fínum málum á miðjunni og því bara skil ég ekki afhverju ekki mátti prufa það að hafa Downing og Gerrard áfram á vængjunum að senda fyrir markið og láta Carroll þannig fá alvöru séns til að stanga eitthvað af þessu inn. Ef ekki hann þá Suarez eða aðra leikmenn Liverpool. Kuyt var búinn að sýna það að hann var ekki að fara skora í þessum leik og það breyttist ekkert. Leikur liðsins versnaði eftir skiptingarnar og þetta batnaði ekki fyrr en hinn herfilegi Enrique var tekinn af velli fyrir miðvörð, það segir allt sem segja þarf um hversu ömurlegur hann var í dag.

    Endaspretturinn var ágætur og við áttum skilið að vinna þennan leik heilt yfir, færi, skot í tréverkið og betri dómgæsla á að skila okkur sigri í svona leik. En gegn svona lélegu Villa liði á þetta ekki að þurfa, við bara eigum að klára þetta og liðið þarf að spila vel í allar 90.mínúturnar, ekki bara fyrstu fimm og síðustu 15.

    Mig langar rosalega að horfa á þetta eins og t.d. Maggi og hafa óbilandi trú á þessu verkefni hjá Dalglish. Eins fannst mér þetta vera fínn punktur hjá Ragnari Þór eftir síðasta leik http://www.kop.is/2012/04/01/14.24.22/#comment-134237 Við þyrftum að sýna meiri þolinmæði og þetta kemur. Ég sveiflast ennþá svolítið milli skoðana varðandi Dalglish og hvort hann eigi að vera við stýrið næsta season.

    En eins og staðan er núna er ég bara skíthærddur um að við séum frekar að dragast aftur úr heldur en færast fram á við. Þessi bretavæðing sem hefur orðið á þjálfaraliði og leikmannahóp stefnir í að verða eitt versta slys sem gert hefur verið hjá klúbbnum síðan Souness tók við, verra en sumarið sem við fengum Diouf og Diao og annað svona sumar eins og við tókum í fyrra gæti séð Liverpool blanda sér fyrir alvöru í botnbaráttuna. Við höfum verið að spila það illa á þessu ári og það er erfitt að sjá það ekki.

    Ef horft er á það sem er að gerast í fótboltanum í dag er það alveg morgunljóst að bretar eru ekki með þetta. Ekki breskir leikmenn, ekki bresk lið, landslið eða þjálfunaraðferðir. Það er engin tilviljun að ensku liðin eru ekki að gera góða hluti í evrópu lengur.

    Spánverjar eru að drottna gjörsamlega yfir fótboltanum, A – landsliðið er evrópu og heimsmeistari. U21 vann síðasta stórmót, 5 af 8 liðum sem spila í undanúrslitum í Evrópukeppni félagsliða koma frá Spáni þar sem. t.d. semi gott lið á spænskan mælikvarða leyfði besta liði Englands ekki einu sinni að vera með yfir tvo leiki.

    Þessi þróun hefur verið í gangi yfir mörg ár. Því held ég að mjög margir stuðningsmenn Liverpool, blaðamenn og aðrir verði að fara horfast í augu við það hversu ævintýralega heimslulegt það var að reka spánverjann sem var að lokka til sín nokkra af bestu leikmönnum spænska boltans og eltast við marga sem hafa seinna sannað sig… og ráða í staðin útbrunnin Englending með ennþá útbrunnari leikaðferðir.

    Það var fínt að fá Dalglish inn til að taka við af honum en síðast þegar hann var að ná árangri með félagslið var það mjög breskt Blackburn lið í deild þar sem spilaður var mjög breskur fótbolti sem er mjög frábrugðin þeim fótbolta sem er að skila árangri í dag. Þetta Blackburn lið var síðan í frjálsu falli strax í kjölfari stjórnartíðar Dalglish rétt eins og gerðist hjá Liverpool eftir að hann fór (hvort sem það hafi verið honum að kenna er annað mál).

    Þó ég myndi að sjálfsögðu vilja Benitez inn aftur þá geri ég mér grein fyrir að það er ekki líklegt, en hver sem það verður þá held ég að það verði að horfa út fyrir landsteinana aftur og innleiða það sem þeir eru að gera í evrópu. Reyndar held ég að við séum mun framar í unglingaliðunum og þróun þeirra heldur en aðalliðinu.

    Allavega, meðan Liverpool er ekki að sýna merki þess að það er á uppleið hef ég ekki trú á þessu, sama hver er við stýrið.

  31. > En sá sem telur okkur hafa haldið 4-2-3-1 í upphafi seinni hálfleiks hefur ekki horft á leikinn.

    Kommon Maggi, ekki snúa út úr. Ég missti af fyrstu fimm mínútum leiksins í dag og sá því ekki uppstillininguna eins og hún var á pappírnum. Það sem ég sá, þegar ég horfði á leikinn, var 4-4-2 með Gerrard hægra megin og Kuyt frammi með Suárez. Það breyttist ekkert í seinni hálfleik þó Gummi Ben hafi allt í einu fattað að Gerrard spilaði hægra megin, hann hafði verið hægra megin allan fyrri hálfleikinn. Shelvey og Henderson voru tveir á miðjunni, Downing var vinstra megin og hvergi annars staðar.

  32. Ég hef verið á þeirri skoðun að Kenny ætti að fá annað tímabil, en maður verður að spurja sig hvort Kenny sé maðurinn til þess að rétta liðið í sumar eftir þessa skitu á leikmannamarkaðnum. Hann er búinn að eyða fúlgum af pening í leikmenn án þess að bæta liðið. Að mínu mati erum við í verri málum í dag en fyrir ári síðan og ég held að það verði erfiðara að fá leikmenn í sumar en í fyrra. Hver vill koma og spila fyrir þetta lið? Fyrir ári síðan vorum við að sjá einn skemmtilegasta bolta síðustu ár þar sem menn voru í einna snertingabolta útum allann völl, en núna erum við að spila verri bolta en Wolves.

    Ég vona að Kenny segi upp og fái aðra stöðu í klúbbnum og fá Bielsa frá Bilbao. Er kominn með ógeð af þessari Bresku leikmannastefnu Kenny´s og Comolli.

  33. Að ná jafntefli við Aston Villa á heimavelli þegar Rafa var við stjórnvölinn þótti arfaslakt.

    Mér finnst við vera að setja standardinn býsna lágan, með því að reyna að sjá eitthvað gott við jafnteflið í dag. Það var ekki tap?

    Kannski er Liverpool FC bara á níðurleið, á leið á sama stað í deildinni og hitt liðið í Liverpool.

    Sama hvort menn eru Kenny Dalglish eða Jose Mourinho, svona staða er ekki ásættanleg.

    Eigendurnir þurfa að láta vita hvort Kenny verður áfram eftir tímabilið til að róa stuðningsmennina, að framtíðarsýnin til staðar.

    Annars týnast stuðningsmennirnir bara í burtu.

  34. Ég sá aðeins fyrstu fimmtán mínúturnar eða svo í þessum leik en miðað við þá umræðu sem fylgir þessum leik þá virðist þetta vera þetta “same old, same old”. Ráðaleysi, óskipulag og hugmyndasnauðar frammistöður osfrv.

    Ég hlustaði í gær á podcast frá RAWK þar sem einn viðmælanda kom með punkt sem ég held að súmmeri mjög vel upp stöðu mála hjá Liverpool í dag. Dalglish hefur aldrei verið á þessum stað, hann hefur aldrei þurft að “byggja lið upp” í erfiðu umhverfi. Hann fékk besta lið Englands í hendurnar og mótaði það að sínum áherslum með töluverðan pening á milli handanna, fékk slatta pening hjá Blackburn og Newcastle ef ég man rétt. Árangur hans var frábær en staðan þar var töluvert ólík þeirri sem við fáum að sjá í dag. Gæti þetta útskýrt svolítið þetta ‘ráðaleysi’ hjá honum í dag?

    Sömuleiðis benti hann á að í upphafi leiktíðar þegar talað var um markmiðið að ná 4.sætinu þá kemur hann fram og segist stefna á Englandsmeistaratitilinn. Hann vill gera Liverpool að heimsklassa, meistaraliði sem enginn getur stöðvað og reynir að láta Liverpool liðið í dag spila eins og ‘dóminerandi meistaralið’ – sem liðið er klárlega ekki.

    Mér fannst hann hitta naglann með höfðinu þarna og finnst þetta mjög áhugaverð kenning. Er Dalglish ekki bara að reyna að taka of stórt skref? Bara til samanburðar þá tók Rafa ‘babysteps’ í að gera Liverpool að potential meistaraliði. Fyrst byrjaði hann á að setja saman vörnina, þaðan fór hann í að stilla miðjuna og svo bætti hann við sóknina. Step by step þá var Liverpool komið með (að mínu mati) lið sem hefði vel getað orðið Englandsmeistari. Byrjunarliðið á þeim tíma var í heimsklassa en það vantaði aðeins upp á bekkinn.

    Spurning hvort að Dalglish eða einhver annar þyrfti ekki bara að reyna að taka aðeins minni skref og byggja Liverpool upp ‘step by step’.

  35. Vona innilega ad coates bidji um ad fa ad fara i sumar, ekki thad ad mer finnist hann vera slameur fotboltamadur, bara uppa framtid sina ad gera. Drengurinn er einfaldlega of efnilegur (reyndar longu buinn ad sanna sig i Copa Amerika) til ad sitja a bekknum og fa ekki sensinn thegar thad liggur i augum uppi ad hann eigi ad fa hann.

    Einnig finnst mer rangur hugsanahattur hja magga i kommenti #11 ad reyna finna adra lausn en ad skipta sifellt um þjalfara. Audvitad getur thad ekki verid jakvaett ad hafa sifellt þjalfaraskipti en menn verda hinsvegar ad geta vidurkennt mistok hvad vardar radningu a thjalfara en ekki thrjoskast med ad reyna lata thad samstarf virka. Radningin a KEnny voru mistök, a sinum tima thegar hann var radinn tha hljomadi hvada nafn sem er vel, bara út med Hodgson, audvitad var draumur ad fa gamla Liverpool stjornu til baka, rómantískt.

    Hinsvegar gaeti eg ekki verid meira sammala BAbu i kommenti #32. fa benitez aftur, tho svo thad teljist oliklegt. En thad sem trekkir mig adallega uppí ad fa hann til baka er ad sja innkaupalista med erlendum (spaenskum) leikmönnum á, eitthvad sem hefur verid skortur a sidustu timabil!

    I von um betri framtid!!

  36. alveg sama hvað menn segja, þá er það staðreynd að ekki er til sá maður sem að héldi starfi sínu eftir allt þetta. Þ.e.a.s. nema Dalglish.

  37. Nr. 40 oli

    Hefur þú ekkert fylgst með því sem hefur verðið í gangi hjá Blackburn í vetur? 🙂

    Tek annars fram að ég vill alls ekki að Dalglish hætti núna, hann klárar þetta tímabil klárlega og vonandi skilar hann öðrum bikar í hús. Skiptir ekki öllu hvort við erum í 7. eða 10. sæti nema ég held að það sé auðveldara að fá leikmenn til liðs sem er ofar í töflunni. Það er eftir þetta tímabil sem ég vill sjá breytingar, stjóri eða leikmenn…eða bæði.

  38. Sem Liverpool stuðningsmaður hef ég þróað þann hæfileika með mér að muna bara einn leik aftur í tíman og hann fór 41-30 fyrir Íslandi

  39. Omg helt i smá tíma að stöðuleikinn væri að kverfa og liverpool myndi fara að vinna leik á heimavelli

  40. Þetta var ekki gott en þó skárra en síðasti leikur sem hlýtur að vera jákvætt. Hundóánægður með að hann hafi tekið Shelvey og Downing út af, finnst skiptingar hans almennt vera út í hött en það er bara mitt álit. Fannst Shelvey og Henderson fínir á miðjunnu og Shelvey einn af fáum sem stefna að marki andstæðinganna en ekki sínu eigin eins og flestir í liðinu gera.
    Verð líka að mótmæla öllu tali um að fá Benitez aftur, mikið eru þið fljótir að gleyma, hversu margir af þessum ungu og efnilegu sem hann fékk til liðsins hafa skilað sér upp í aðalliðið? Ef ég man rétt ekki einn einasti. Vil ekki sjá þann mann aftur, helvítis fíflið hrakti Alonso í burtu með því að eltast við Gareth fokking Barry.Og hvað gerði hann hjá Inter? Man nú ekki betur en undir hans stjórn hafi liðið reglulega dottið í algert rugl sem leiddi til þess að við misstum af titlinum árið sem við urðum í 2. sæti. Fullt af þjálfurum til í dag sem eru miklu betri kostur en Bentez. Vil ekki sjá hann.

  41. Var spurður að því ídag hvort liðið væri komið í evrópukeppni á næsta tímabili eftir sigur í carling cup, hvað segir hinn mikli spekúlant maggi skólastjóri við því?
    Spilum við í evrópudeildinni næsta tímabil óháð stöðu liðsins í deildinni eftir tímabilið?
    Kv Addi.

  42. Rosalega er maður orðinn áhugalaus um þetta Liverpool lið. Það er sorglegt að segja frá því að maður nennir varla að horfa á leiki með þeim. Þetta er alltaf sama sagan og allt fast í sömu hjólförum. Maður bjóst kannski við því að Dalglish myndi aðeins hrista uppí þessu en nei þá er áfram þrjóskast við Kuyt og Carra í stað að keyra á Coates og Carroll. Ég er bara engan veginn að skilja þetta. Alveg er manni sama um leikinn gegn Blackburn þar sem FA-Cup er það eina sem skiptir máli. Ef kallinum tekst að landa þeirri dollu finnst mér að hann eigi að vera áfram en ef ekki þá þurfum við nýjan stjóra.

  43. Það sem stendur uppúr eftir þennan leik er:

    * Dirk Kuyt er kominn á leiðarenda í Liverpool treyjunni. Frábært karakter, frábær big-game player og fínn squad player. Því miður þá er hann kominn yfir sitt besta og þegar hann er ekki í sínu besta þá hefur Liverpool ekki efni á því eins og liðið er skipað í dag að hafa hann innanborðs.

    * Bakvarðastöður liðsins eru klárlega stór hausverkur eins og staðan er í dag. Enrique byrjaði ágætlega en eftir því sem hefur liðið á, þá hefur hann sýnt sífellt fleiri veikleikamerki. Slæmar ákvarðanatökur og slakar sendingar eru hans veikleikar. Þá set ég spurningamerki við staðsetningar hans oft á tíðum. Hann er sterkur einn á einn, fljótur og með gott úthald en því miður nær hann ekki að virkja þessa styrkleika nægjanlega vel. Ef Johnson og Kelly myndu haldast heilir og komast í almennilegt leikform þyrfti maður ekki að hafa áhyggjur af hægri bakvarðastöðunni en því miður hefur það ekki tekist.

    * Það vantar kantmenn. Einu krossarnir sem sköpuðu hættu í þessum leik var þegar Gerrard var kominn út hægra megin og dældi alvöru boltum inní teiginn. Vissulega á Downing að geta þetta en því miður getur Downing án sjálfstrausts ekki komið 3 metra sendingu frá sér skammlaust, hvað þá 20 metra fyrirgjöf. Get ekki séð hverju Dalglish hefur að tapa að henda Sterling, Bellamy, Suarez eða jafnvel Gerrard útá vængina og þá Carroll inní boxið til þess að brjóta mynstrið upp. Henderson og Downing hafa ekki náð að skila þessu hlutverki í vetur og þeir eru ekki að fara leysa það héðan af.

    * Eins mikið og ég dýrka og virði Dalglish og eins heitt og ég óska þess að hann myndi leiða þennan klúbb um ókomin ár, þá er ég að átta mig á því að það er aðeins óskhyggja. Það er nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að liðið sér að taka einhverjum framförum. Ef spilamennska liðsins, áhugi og frumkvæði var í lágmarki undir stjórn Hodgson þá held ég að liðið hafi botnað þá frammistöðu undir stjórn Dalglish. Persónulega hélt ég að leiðin gæti aðeins legið uppá við þegar Hodgson hvarf á braut en því miður virðist liðið hafa getað fundið leiðina enn lengra niður á við. Vissulega er hægt að hampa einum Carling Cup bikar en því miður myndi ég gjarnan vilja skipta á 4. sætinu og þessum bikar. Það væri alveg til að toppa ömurlegheitin að tapa fyrir Everton á Wembley.

    * Dalglish á að fá að klára þetta tímabil en ég myndi vilja sjá skipti í sumar. Vil ekki nefna nein nöfn en ég myndi vilja sjá öflugan stjóra sem hefði skýra framtíðarsýn. Ég get ekki hugsað það til enda að sjá Dalglish fá sömu upphæðir í hendur næsta sumar til þess að kaupa leikmenn. Því miður hefur honum algjörlega brugðist í þeim efnum.

  44. Vona að við föllum ekki!,

    Aðeins þrennt að Kuyt sem fôtboltamanni; his first, second and third touch.

    YNWA

  45. Það jákvæða við hörmulegt gengi í vetur að mínu mati og núna upp á síðkastið er að maður vonast til þess að stjórnarmenn vakni upp af værum svefni og átti sig á því að stigataflan lýgur ekki og Liverpool er hvorki meira né minna en MIÐLUNGSLIÐ í dag. Því fleiri sem töpin verða því meiri eru líkurnar á því að eigendurnir setji meiri pening í uppbygginguna og miðlungsmenn og tæplega það verða seldir í miðlungslið því Liverpool er RISAKLÚBBUR!! Menn veðjuðu á ranga hesta síðasta ár og því þarf að breyta og viðurkenna þessi mistök. Það mun Kenny ekki gera og því mikilvægt að hann víki og gefi öðrum manni tækifæri að leiðrétta mistökin. Áfram Liverpool, alltaf, alls staðar!!!

  46. Vitið til ég er sallarólegur yfir þessu öllu saman þó okkar menn gangi ekki sem skildi núna.Það verður ekki skipt um stjóra ekkert Chel$ky dæmi heldur er þetta langtímamarkmið.Það er ekkert að pirra eigendurna þó Scumm sé kominn með þetta x tiltla.Heldur verður hreinsað að til og fengnir fleiri gæðamenn fengnir og það verður gefinn tími í þetta.Liverpool mun vera á toppnum sannið til.Ekki á þessu tímabili en kannski 2-3 ár í það.

  47. Addi, við spilum í evrópukeppni næsta vetur út af Carling.

    Heyri það hér að margir biðja um “erlendan” þjálfara, ég er alls ekki sammála því að það eitt og sér sé lausn. Held reyndar að Liverpool FC hafi einmitt ákveðið sumarið 2010 að nú væri komið nóg af því eftir Houllier og Rafa. Held satt að segja að flestallar ráðningar og kaup síðan sýni nú einmitt þá stefnu að félagið er búið að horfa í aðrar áttir.

    Mér finnst það bara alls ekki skrýtið. Houllier átti satt að segja ansi mörg kjánaleg kaup þar sem verið var að kaupa slaka leikmenn frá Frakklandi sem ansi margir (Diao, Diouf og Cheyrou t.d.) voru bara alls ekki þannig innréttaðir að klúbburinn gleddist yfir því að borga þeim laun.

    Rafa keypti marga góða leikmenn, en þónokkra í ruglinu, eins og Josemi, Palletta, Nunez, Pellegrino og Leto, en ekki síður fór hann í það líka að kaup mikið af leikmönnum í yngri liðin og varaliðið.

    Í ævisögu Carra er alveg ljóst að sú stefna var að pirra marga, sem og þegar Rafa losaði sig við Heighway til að breyta unglingaliðsáherslunum. Houllier var uppi á kant við mjög marga innan klúbbsins, sérstaklega varðandi uppbyggingu félagsins og yngri liðin. Rafa var þrjóskur og ákveðinn, hikaði ekki við að láta í sér heyra, átti góða vini en líka mikla óvini.

    Það var ástæðan fyrir því að þáverandi stjórn ákvað að sækja sér rólegan já-mann með óumdeildan “heiðursmannsstimpil” til að taka við af Rafa. Það gekk ekki og Kenny var fenginn inn til að stilla skipið af. Þar var held ég alls ekki verið að tala bara um frammistöður inni á vellinum, heldur líka taka til í umgjörðinni. Það m.a. finnst mér hægt að lesa út úr brotthvarfi Sammy Lee og inntöku nýrra þjálfara.

    Svo er ég líka pínulítið hugsi yfir því hvað við erum að biðja um hér norður í Atlantshafi. Hættum að versla breska leikmenn? WHAT? Við erum að tala um lið í ensku deildinni er það ekki – er einfaldlega einhver brú í því að við byggjum upp lið í Liverpool aðallega á leikmönnum sem hafa alist upp í öðrum löndum og öðrum deildum? Er það eðlileg ósk og krafa?

    Ég er eins mikið á móti því og hægt er, enda sjáum við hvar besti boltinn er spilaður í dag, á Spáni. Það var ekki fyrir 10 – 15 árum en á nokkrum árum hefur þar verið unnið á þeim einu línum sem eðlilegar eru, þ.e. að vinna félög upp á heimakjarna manna sem hafa fengið langtímaskólun í því leikskipulagi sem er í gangi, í bland við nokkra afburðaleikmenn annars staðar frá.

    Þess vegna keyptum við Pep Segura og Borrell til liðsins. Því Rafa, og nú Kenny, telja það einu leiðina til að slá toppliðin af stalli sínum í Englandi. Í stað Ayala, Palletta og Insua höfum við sótt Sterling, Ibe og Ngoo í ensk lið. Ætlum okkur að byggja þá upp og vonandi þannig eignast kjarna manna sem eru til í að leggja á sig og búa í Liverpool, meira ein 2 – 3 tímabil eins og afar algengt hefur verið með marga “erlendingana”.

    Ég er sagður hafa drukkið ólyfjan og á nostalgíutrippi. Ég veit það ekki, vel má það vera, en þetta er það sem mér finnst klúbburinn vera að stefna að og hafa nú gert um nokkurt skeið. Held að Torres-salan og Meireles-beiðnin í haust hafi verið tveir stórir naglar í kistu þess að liðið verði fyllt af leikmönnum úr annarri menningu en þeirri ensku.

    Það verður auðvitað að koma í ljós hversu mikið mínar hugrenningar eru réttar, en þó held ég að það sé ljóst að ætlun Liverpool FC er að manna “heimalingastöður” liðsins með alvöru leikmönnum, það heitir nú bara að nýta reglurnar.

    Ég hef ekkert annað en mola úr mörgum greinum og hlustun á viðtöl við eigendurna fyrir mér. Menn tala um að metnað og framtíðarsýn vanti. Er alls ekki sammála því. FSG hefur virkað á mig með skýra langtímasýn (utan þess að það pirrar mig að þeir séu ekki enn búnir að klára vallarmálið) og það finnst ekki maður á þessari jarðarkringlu með meiri metnað fyrir Liverpool FC en Kenny Dalglish.

    Ekki nokkur einasti!

  48. Kenny er ekki með þetta.

    Hann náði nokkrum góðum úrslitum í vetur gegn stóru liðunum og var svo stálheppinn að ná að landa Carling bikarnum eftir vító gegn liði í næstu deild fyrir neðan. Hann er ekkert að fara að landa FA dollunni gegn annaðhvort Chelsea eða Tottenham og ég er ekkert að sjá hann taka Everton á Wembley miðað við núverandi holningu á liðinu.

    Af hverju að bíða þar til í sumar ? Er viss um að menn eru enn með númerið hjá Rafa.

  49. Gleymdi einu, auðvitað er ég sammála Babu með það að ég var hundfúll þegar Rafa var rekinn og ég myndi brosa ef ég sæi karlinn aftur í brúnni.

    En ég held að það séu minna en 1% líkur á því að hann yrði valinn sem næsti stjóri, hann var á kafi í ólgusjónum sem FSG vill fyrir alla muni forðast að lenda í. Ég held að þá skipti engu máli í raun hvað mikið var honum að kenna og hvað öðrum.

    Þeir vilja bara ekki fara í það dæmi aftur fyrir neina muni. Helst hef ég það fyrir mér með því að horfa á viðtölin við þá frá því á Wembley. Sú afdráttarlausa stuðningsyfirlýsing sem þeir gáfu Kenny og hans teymi þá, í bland við hvað þeim fannst magnaður árangur að vera búnir að vinna titil svo stuttu eftir “turmoilinn” (þeirra orð) í klúbbnum er ég kannski að lesa of mikið í. En það kemur í ljós…

  50. Maður leiksins var klárlega Agger, djöfull elska ég þann mann, fyrir utan það að hann virðist vera með postulínsbein.

  51. Maggi og Dalglish

    Ég er ánægður með Magga. Það er ekki hægt annað en að bera virðingu fyrir mönnum sem standa með sinni sannfæringu þó hún virðist vera ansi fjarri raunveruleikanum á þessum hamfaratímum í Liverpool sögunni. Sagan mun auðvitað dæma Dalglish fyrir bikarinn/ana en ekki ráðaleysi hans og vangetu í deildinni. Það er rétt hjá Magga að Kenny hefur óbilandi metnað fyrir Liverpool enda hefur líf hans alla tíð (nánast) snúist um klúbbinn. En það er því miður ekki alltaf nóg eins og sagan hefur sýnt okkur aftur og aftur. Dalglish klárar auðvitað tímabilið og skilar 1-2 bikurum í hús til að bjarga ærunni.

    Varðandi spilamennsku liðsins undanfarið þá er augljóst að leikmennirnir eru í svo miklu “panic mode” að það er ekki fyndið. Þeir fá boltann og ákafinn er svo mikill að hugsunin gleymist alveg. Samvinna leikmanna er engin og það er vandræðalegt að horfa upp á þá félaga á vinstri kantinum þegar Enrique kemur upp til að “hjálpa” Downing. Ekki er það skárra þegar hægri bakvörðurinn kemur upp og Kuyt þakkar guði fyrir að sjá einhvern sjónmáli til að rúlla boltanum til svo hann sleppi við að hnoðast með ristinni utanfótar í hringi. Fyrir framan markið er algjör panik í gangi “shitt ég má ekki klikka” og þá klikkar auðvitað allt og þeir vita ekki lengur hvort hræðslan snýst um að skora eða skora ekki. Dómarinn og markstangirnar taka þátt í vandræðunum óumbeðin því þetta hlýtur jú að vera einhverjum að kenna.

    Það er nefnilega hægt að leita að sökudólgum allstaðar ef maður vill það og fylkja sér í lið með þessum á móti hinum; Dalglish/Rafa, útlendingar/englendingar, Torres/Carroll, unglingjar/gamlingjar, Gerrard á kanti eða miðju, Blackburn vs. Liverpool, nútíminn/fortíðin og svo mætti lengi telja miðað við það sem maður les á þessari síðu. Liðið er einfaldlega komið í algjört öngstræti á flestum sviðum fótboltans og það eru margar ástæður fyrir því. Líklega er einhver sannleikur í skrifum flestra hérna á síðunni. En hvað er til ráða?

    Því miður er fátt annað í stöðunni en að skipta þjálfaranum út þó það geti verið ósanngjarnt og jafnvel rangt í mörgum tilvikum. En þegar vantraust og getuleysi fer að verða langvinnur sjúkdómur þá kalla leikmenn, eigendur og stuðningsmenn eftir breytingum. Að öðrum kosti munum við sjá fleiri leikmenn óska þess að fara frá félaginu. Líklegir eru: Reina, Coates, Suarez, Johnson, Sterling, Shelvey, Gerrard og jafnvel andhetjan sjálf, Andy Carroll. Einnig verður erfiðara að manna líðið með spennandi nýjum leikmönnum. Hver óskar sjálfum sér því að vinna á leiðinlegum vinnustað (og hverjum dettur eiginilega í hug að vilja vera lögfræðingur!!?).

    Samt sem áður eru bænir mínar þessar páskana tileinkaðar tveimur mönnum: Dalglish fyrir að hafa meiri metnað en Ástþór Magnússon og Magga fyrir að sýna staðfestu sem vegur á móti neikvæðninni hérna á þessari góðu síðu. Báðir þessu menn eru MIKILVÆGIR.

  52. Hvenar byrjar næsta tímabil? Hlakka til að geta opnað aftur enska boltann og horft á nýtt Liverpool-lið!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  53. Mikilvægir menn í Liverpool FC. Gerrard, Carragher. Kannski Reina. ( Alltaf gott að hafa fínan markvörð. )

    Mikilvægir menn í ManUtd. Beckham, Roy Keane, Andy Cole, Dwight Yorke, Jaap Stam (besti varnarmaður Premier League frá upphafi), og fleiri. Ójá, Cristiano Ronaldo!

    Alex Ferguson missti klefann oftar en einu sinni. Hann rak gulldrengina sem rifu kjaft!
    Jaap Stam!!!! Manninn sem pakkaði öllum saman með skallanum einum saman! CHRISTIANO RONALDO!!!! Burt meðann, Man Utd spjarar sig.

    Það fékk Rafa Benitez ekki að gera. Fyrsta uppreisnin gegn honum snérist líklega um Gerrard og Carragher.

    Burt með Rafa, hann missti klefann og leikmenn ekki sáttir. Liverpool fær fleiri stig og skorar flest mörk allra, en Benitez er ómögulegur.

    Nei, þjálfari á að ganga fyrir. Ekki leikmaður.

    Þ.e. ef stjórnin hefur trú á þjálfaranum.

    …Hafið þið kæru félagar trú á Kenny Dalglish, eða er tími til kominn að láta suma leikmenn fara?

  54. Hversu slæmt er þetta þegar United vinir manns eru farnir að vorkenna manni? Ég er hættur að verða sjokkeraður, pirraður eða reiður þegar Liverpool tapar eða kúkar á sig á móti minni liðum.

    Veit einhver hvar ég er staddur í sorgarferlinu? Pollýönnu kommentin hérna eru ekkert að hjálpa.

    YNWA.

  55. “If you can’t support us when we are loosing. Don’t support us when we are winning”

    Hver sagði þetta aftur?

  56. Já og Jordan Henderson var besti leikmaður Liverpool í gær. Ef þið sáuð það ekki þá hef ég áhyggjur af ykkur.

    🙂

  57. Sæl ágætu þjáningabræður og systur og gleðilega páska!
    Púfff….hvað getur maður sagt eftir enn eina niðurlæginguna? Ég held að það sé alveg morgunljóst að KD (ekki lengur KK) verði sparkað eftir þetta tímabil ef hann hirðir ekki þessa FA dollu. Svona til að súmera upp aðalavandamál liðsins:
    1) Minna en ekkert sjálfstraust
    2) Leikskipulag er ekkert, menn hlaupandi eins og hauslausar hænur um allan völl. Sótt á allt of fáum mönnum. Lítil hreyfing á mönnum án bolta. Fyrirsjáanlegur sóknarleikur og of hægur.
    3) Of margir miðlungsleikmenn eða bara lélegir inn á vellinum. Hvað gerðist með þennan Jose?? Fer úr það að vera einn af bestu leikmönnum okkar í upphafi leiktíðar yfir í að vera sá allra slakasti. Held að Bjorn Tore Kvarme myndi bara koma vel út úr samanburði við hann í dag. Kuyt var líka ömurlegur. Ég nenni ekki einu sinni að ræða um Henderson. Eini ljósi punkturinn í gær var innkoma Agger. Vá hvað hann er mikilvægur leikmaður hjá okkur!
    Ég hef vægast sagt miklar áhyggjur af því í hvaða átt okkar ástkæri klúbbur stefnir. Er strax farinn að kvíða fyrir 14. apríl, en það er að mínu mati alger make or break leikur fyrir KD. Deildin er hvort sem er löngu búin hjá okkur. Eigum við ekki bara að segja að leikmenn séu að spara sig fyrir 14.4…..já, já, sure!
    Allavega, ég er ekki þeirra skoðunar að það eigi henda út öllum leikmönnunum í lok leiktíðar, eins og sumir róttæklingar hér vilja gera. Við þurfum samt að losa okkur við svona 4 – 5 og kaupa a.m.k. jafn marga sterka leikmenn……….og helst ekki breska.

  58. Það er nokkuð ljóst að það þarf að halda áfram að taka til í leikmannahópnum eftir þetta tímabil. Leikmenn eins og Aurelio, Carragher, Maxi og Kuyt þurfa að fara frá félaginu til þess að rýma fyrir yngri og betri leikmönnum.

    Varðandi leikinn þá skil ég ekki þessar skiptingar hjá kallinum, hann tekur alltaf Downing útaf fyrir Carrol, eitthvað sem er fáranlegt enda eini maðurinn sem getur komið boltanum á hausinn á Carrol.
    Shelvey átti góðan leik í gær og ég vona að drengurinn fái að spila alla leiki sem eftir eru á tímabilinu. Henderson fannst mér líka skila sínu í þessum leik, mér skilst að hann hafi átt 19 langar sendingar í gær og það hafi 17 skilað sér á réttan stað. Ef hann fær að spila á miðjunni þá mun hann blómstra.

    Vonandi mun svo Agger haldast heill út tímabilið því þá fer Carra úr liðinu og vörnin styrkist um leið.

  59. Sælir félagar

    Ég er ekki búinn að lesa öll komment hér fyrir ofan en mér sýnist að stöðugt kvarnist úr stuðningsmanna hópi KD. Ég er orðinn verulega efins um að hann eigi að klára tímabilið hvað þá fá annað. Uppstillingin á liðinu var ekki eins og ég hefði óskað mér. En þar að auki voru skiptingar seint (þó þær væru óvenjusnemma miðað við KD) og gersamlega úr úr kú. Í fyrsta lagi að vera með Kuyt í byrjunarliði, í öðru lagi að hafa Minn gamla vin Carra inná en ekki Coates þrátt fyrir að það hafi ekki verið úrslita-atriði hvað vörnina varðar.

    Þegar svo er skipt (hefði átt að gerast í hálfleik) þá eru skárstu mennirnir teknir út af en Kuyt og Enrique látnir halda áfram. Það þarf ekki að fjölyrða um Kuyt en Enrique er alltaf að sanna það betur og betur sem ég sagði löngu fyrir áramót að hann er arfaslakur bæði varnarlega og sóknarlega og ég vil hann út úr liðinu og það fyrir löngu síðan. Ástæðan fyrir því að mönnum fanns hann góður í byrjun var sú að hann var borinn saman við ekkert og hafði þar vinninginn.

    Collins át allt sem kom inn í teiginn allan fyrri hálfleik. Bæði í frjálsum leik og föstum leikatriðum. Með Carrol og Coates inni í boxinu í föstum leikatriðum hefði verið önnur Ella og breytt miklu í ömurlegum hálfleik okkar manna. Svo þegar stóri maðurinn er settur inn á þá eru þeir sem helst hefðu sett inn á hann boltann teknir útaf. Fullkomlega óskiljanlegt og glórulaust. Á meðan eru handónýtir menn eins Kuyt og Enrique hafðir inn á sem er náttúrulega mögnuð vitleysa.

    Ég er að gefast upp á stjórnun liðsins því miður. Það er að vísu rétt sem Maggi bendir á að það er í eðli sínu heimskulegt að skipta um stjóra núna en . . . maður spyr líka: er ekki heimskulegt að breyta engu í stjórnun liðsins þegar svo virðist vera að engar lausnir séu sjáanlegar hjá stjóranum og staffinu. Ég bara spyr og hefi í sjálfu sér ekki svör á reiðum höndum en ég hefi svakalegar áhyggjur af stöðunni, vægast sagt.

    Það er nú þannig

    YNWA

  60. Mætti ég minna á að það vantar Lucas, Johnson og (þangað til í lok síðasta leiks) Agger.

    Skiptir það engu máli? Á að taka Kónginn af lífi eftir tæpt tímabil? Gaurinn sem er ein mesta goðsögn í sögu klúbbsins og búið var að kalla eftir langtímum saman?

    Ef Kenneth Mathieson Dalglish fær ekki tíma og þolinmæði frá ykkur, hver í ANDSKOTANUM fær það þá?

    Afsakið orðbragðið og stóru stafina. En stundum, þegar ég renni í gegnum kommentin hérna eftir leiki, þá get ég bara ekki orða bundist.

  61. Nr.66 Eisi

    Ég spyr á móti, er eitthvað að því að gagnrýna liðið og stjórann þegar liðið er að taka versta leikja-run síðan 1954 ef ég man rétt og virðist vera í tómu tjóni? Mér er slétt sama þó að það vanti 1-3 leikmenn þetta er ekkert ásættanlegt og það er í það allra minnsta mjög eðlilegt að menn spyrji spurninga og segi sína skoðun, sama hver er við stýrið.

    Ef að Dalglish fær ekki þolinmæði hjá “okkur” þá þá fær það maður sem stjórnar liðinu til sigurs eða sýnir okkur að liðið a.m.k. stefni í rétta átt, Dalglish er að gera hvorugt í augnablikinu og því er ekkert nema eðlilegt að menn velti hlutunum fyrir sér, til þess er þessi síða að miklu leyti.

    Fínt líka að hafa það í huga að það er út af því að þetta er Dalglish að ekki er allt orðið vitlaust meðal stuðningsmanna Liverpool nú þegar, það er engin önnur ástæða fyrir því og t.d. er þetta það eina sem heldur alvöru pressu frá Comolli.

  62. @Babu

    Málið er að uppá síðkastið þá eru menn hættir að “velta hlutunum fyrir sér” og farnir í allsherjar niðurrifsstarf á öllu sem við kemur Liverpool. Uppbyggileg gagnrýni er eitthvað sem á fylliega rétt á sér, alltaf, hvort sem liðið er að vinna eða tapa. En þessi endalausa “galdralausna” þráhyggja sem er farin að einkenna “okkur” stuðningsmennina er að gera mig geðveikann. Menn virðast vera hættir að sjá jákvæðu hliðarnar og eru farnir að einbeita sér algjörlega að þeim neikvæðu. Ég skal viðurkenna það að “þegar liðið er að taka versta leikja-run síðan 1954” þá er miklu auðveldara að vera neikvæður og drulla yfir allt og alla. En fyrr má nú aldeilis fyrr vera.

  63. Nú spyr ég Eisi hvaða jákvæðu hliðar ert þú að tala um?

    Að tímabilið sé að klárast?
    Að við eigum inni Lucas, Johnson og Kelly?
    Að leiðin geti einungis verið upp á við eftir svona rugl?

    Nei nýtt tímabil mun líklegast þýða fleiri lélegir breskir leikmenn ef Kenny fær að versla.
    Já okkur vantar vörnina okkar…..en nema við fáum sterka sóknarmenn til að klára þessi færi mun vörnin engu skipta.
    Nei leiðin getur alveg farið neðar en þetta, sjáðu bara newcastle og leeds, þetta voru lið sem aldrei áttu að falla.

    Tímabilið er búið fyrir utan FA bikarinn en samt heldur Kenny í það að spila á sömu mönnunum, mönnum sem eru á síðasta snúning hjá liðinu. Kuyt, Carra eru menn sem eiga ekki að vera einu sinni í hóp þegar staðan er þessi. Ef kenny væri að hugsa til næstu leiktíðar myndi Carroll og Coates byrja alla leiki en nei það er ekki inni í myndinni. Sterling mun fara því ekki nennir hann að hanga í unglinga og varaliðinu til eilífðarnóns meðan hann horfir á aðalliðið skíta upp á bak leik eftir leik.

    Nýr þjálfari nýjar áherslur er það sem vantar, við eigum mikið af efnilegum mönnum og mönnum sem spilað hafa vel síðustu árin en ekkert getað í prógrammi Kenny, sjáið bara Torres, hann er eins og nýr maður eftir að AVB hætti.

    Eina sem ég sé í stöðunni er að láta Kenny klára tímabilið og vonandi ná FA bikarnum, þá væri tímabilið fínt sama hver lokastaðan í deildinni yrði og kóngurinn gæti labbað frá borði stoltur með 2 bikara og tæki vonandi við einhverri sendiherra stöðu innan félagsins, og fá þá inn erlendan þjálfara því enga trú hef ég þessum bresku.

    Mikil langloka sem átti einungis að vera mótsvar við Einsa en endar í langri rullu af hugsunum.

  64. Hvað varð um það að sækja bara eins og motherfucker til sigurs og vinna bara helvítis leikinn?? Við vorum á heimavelli gegn crappy Aston Villa liði og öll hin “toppliðin” sem ég tel okkur reyndar ekki vera hluta af í dag hefðu gert það. Sótt til sigurs!! Vantar alveg killer attitúdið í þessar smápíkur sem leika með Liverpool… prumpf…

  65. Semsagt lausnin er þessi.

    Ekki breskan þjálfara og hætta að kaupa breska leikmenn. Þetta verður bara alltaf súrrealískara þegar maður heldur með ensku liði í ensku deildinni. Sem er by the way vinsælasta deild heims meira og minna út af breskum áherslum sínum.

    Er verulega hugsi yfir þessum pælingum hér og er eiginlega alltaf sannfærðari um það að þarna erum við aðdáendur utan Liverpoolborgar á allt annarri skoðun en íbúar hennar og þeir sem ráða hjá félaginu.

  66. @Sigfi

    Eins og ég sagði þá er ótrúlega auðvelt að telja upp neikvæðu hlutina þegar gengið er eins og það er.

    En þar sem ég tók “meðvitaða” ákvörðun þegar ég var 3 ára um að verða stuðningsmaður Liverpool (takk pabbi) hef ég ákveðið að vera akkúrat það, stuðningsmaður. Styðja við bakið á mínu liði, í gegnum súrt og sætt. Auðvitað á gagnrýni rétt á sér, en hún þarf í það minnsta að vera málefnaleg og svo er alltaf gott að minna sjálfan sig á að orðið “gagnrýni” þýðir að rýna til gagns. Ég spyr sjálfan mig að því hvaða gang er af því að drulla ítrekað yfir Jordan Henderson, svo ég taki dæmi.

    Þú spurðir hvað ég sé jákvætt við Liverpool dagsins í dag. Því er auðsvarað.

    Roy Hodgson er ekki lengur hjá okkur.

    Hicks og Gillett eru farnir.

    Cecil er farinn

    Stór hluti af stuðningsmönnum Liverpool getur enþá haldið andlitinu þegar þeir segja að við séum bestu stuðningsmenn í heiminum. Lítill hluti sem fer reyndar stækkandi getur það ekki.

    Við eigum gríðarlega efnilegann hægri bakvörð (M. Kelly), gríðarlega efnilegann miðvörð (S.Coates) og svo auðvitað Raheem Sterling, sem er ekki tilbúinn í PL en á eftir að verða góður ef rétt er farið með hann. Það eru auðvitað fleiri sem eru efnilegir og gætu orðið frábærir (Amoo, Coady, Adorjan o.fl.) en eins og sannaðist með Pacheco, Nemeth, Mellor og svo óóóóótrúlega marga fleiri þá skiptir ekki máli hvað þeir eru góðir í Football Manager.

    Við vorum að gera stóra styrktarsamninga, við Standard Chartered og Warrior. Væri gaman ef @Siffi myndi telja upp hvaða lið, sem eru ekki í CL, eru með svona samninga á bak við sig.

    Við erum með Kenny Dalglish við stjórnvölin.

    Þessi listi er ekki tæmandi og eflaust gæti ég haft hann töluvert lengri en þar sem dóttir mín er orðin gríðarlega óþolinmóð að bíða eftir pabba sínum læt ég staðar numið hérna.

    Það er þó vert að bæta því við að Liverpool byrjaði leiktíðina í þremur keppnum. Við gætum endað tímabilið á því að vinna tvær af þessum keppnum. Það er ekki svo slæmt er það?

  67. Það er margt jákvætt í gangi hjá okkar ástkæra félagi.

    Peningahliðin virðist vera í mjög góðu lagi, samningar og eigendur líta mjög vel út.

    Mjög stór partur af okkar hóp er efnilegur og við það að verða bara mjög góðir en þarfnast meiri spilatíma til að reyna á það hvort þeir verði meira en bara efnilegir.
    T.d. Coates, Carroll, Hendó í réttri stöðu, Kelly er líklega kominn fremst í þessum lista og orðinn nokkuð solid en er eins og Johnson meiðslapési. Jack Robinson hefur ekkert komist í hóp (held ég) eftir að Enrique kom.

    Charlie Adam er ekki nema 25 ára og er enn að venjast nýju liði sem og Carroll og því vil ég gefa þeim meiri tíma. Henderson er enginn kanntari og vil ég að hann fái meiri spilatíma. Jonjo verður held ég aldrei nein stjarna en hann gæti alveg orðið góður. Stevie G leit nú ekkert út fyrir að verða besti miðjumaður í heimi þegar hann var 18 ára þannig að þessir strákar eiga sjéns á að verða betri ef vel er hlúð að þeim. Sterling einn efnilegasti leikmaður englands verður að fara fá meiri sjénsa og þá er ég ekki að tala um að láta hann byrja strax leiki heldur fá 10-15 mín í einhverjum leikjum því þar mun hann strax bæta sig meira heldur en að spila með vara/unglingaliðinu.

    Stuðningsmennirnir eru þeir bestu í heimi og þótt við kvörtum og kveinum núna þá er held ég ekki nema brotabrot sem skammast sín eða lætur eitthvað illt út úr sér um félagið þótt spilamennskan eigi það alveg skilið, við erum alvöru stuðningsmenn sem þrjóskumst til að standa með liðinu í gegnum súrt og svo þessar einstöku sætu stundir núna síðustu árin og þótt margir segist vera hættir að horfa á leiki þá vitum við hinir alveg að það er lygi þar sem við horfum alltaf á okkar ástkæra lið.

    @Einsi það sem þú taldir upp með jákvæðu punktana er ég alveg sammála en eins og staðan er í dag þá sé ég lítinn mun á Hodgeson og Kóngnum, því miður. Hann virðist ekki geta mótiverað liðið og kaupin hans líta út fyrir að hafa verið slæm en svo getur það líka verið að æfingarnar og leikjauppsetning hans sé einfaldlega röng og nýr þjálfari með nýjar áherslur gæti náð miklu meira út úr þessum leikmönnum og auðvitað er það líka sem færri og færri minnast á, liðið var að spila drulluvel þegar Lucas og Johnson og Agger voru heilir…. hins vegar var Gerrard ekki með á þeim tímapunktum þannig að það að missa þessa leikmenn og auðvitað að Suarez hefur ekki verið sami leikmaðurinn eftir bannið þannig að gott sumarfrí eftir 2 dollur gæti alveg gert kraftaverk.

    Það sem ég hef hins vegar tekið eftir í síðustu leikjum ef við tökum Everton leikinn frá er að captain fantastic virðist vera dala fljótt og hann er alveg hættur öllum tæklingum sem hann er frægur fyrir. Það er kannski eitthvað til í því sem menn segja að hann sé orðinn of stór fyrir liðið, en það væri kjánalegt að láta hann fara á þessum tímapunkti.

    Semsagt jú @Einsi ég sé miklu fleiri jákvæða punkta heldur en neikvæða og til Magga segi ég þetta, auðvitað verðum við að vera með breska leikmenn en að byggja liðið í kringum þá þegar við höfum ekki það sama aðdráttarafl og við höfðum og fáum B leikmenn (efnilega og kannski ekki þá efnilegustu) í stað þeirra A leikmanna sem við viljum(Jones og Young sem völdu scum) þá verðum við bara gjörogsvovel að láta stóru cannónurnar vera frá útlöndum og vera með efnilega enska leikmenn sem VONANDI verða stórstjörnur á næstu árum.

    En ég sé það bara ekki inn í myndinni að Kenny nái að gera góða hluti á næstu leiktíð, auðvitað vonum við allir að hann haldi áfram og komi okkur í meistaradeildina á næstu leiktíð en eitthvað segir mér að hann sé ekki rétti maðurinn í það.

    Bielsa eða deschamps væri ég meira en til í að myndu stjórna okkar liði á næstu leiktíð en ætli það séu ekki svipaðir draumar og að við séum að fara fá Cavani, Hazard og Messi á næstu leiktíð, góður draumur samt.

  68. og já með samningamálin, ég held ég geti sagt það með fullri vissu að það er ekkert lið í heiminum sem ekki er í evrópudeild með jafn góðan samning því þessi saminingur allavegana það sem ég hef lesið um hann er mun betri en flest liðin í meistaradeildinni eru með, þannig að peningamennirnir okkar eru að gera mjög góða hluti og ekkert nema jákvætt við það.

  69. Hvað segir fólki að Bielsa og Deschamps nái betri árangri?

    Og eru þeir líklegir til að falla inn í FSG módelið?

    Lykilspurningar.

    Það hafa þrír stjórar utan Englands orðið meistarar held ég, Wenger, Mourinho og Ancelotti. Wenger ekki náð titli í 8 ár. En það hafa nokkrir klúðrað og fade-að í burtu.

    Bielsa er flottur, en viðurnefni hans “El Loco” er tilkomið m.a. vegna þess að hann er mikill einfari og tekur að sér störf þar sem að hann fær að velja sínar áherslur, nokkuð sem ekki rúmast innan þess sem verið er að hugsa held ég.

    Deschamps er einstaklingur sem vert er að skoða, en það má ekki líta framhjá hruni Marseille í vetur í því dæmi er það? Þar er á ferðinni verri árangur en á Anfield…

  70. Ég vill fá stjóra sem hefur eitthvað “tactical sense”, Dalglish heldur áfram leik eftir leik að stilla upp sama liðinu og sama leiðinlega boltann. Dalglish er góður í að klappa mönnum á bakið, en er ekki komið nóg að því? Það er orðið ansi slæmt þegar maður er búinn að kaupa inn fyrir helling af peningum en vera samt fyrir neðan Everton sem seldi sinn besta mann í byrjun leiktíðar og án þess að styrkja liðið eitthvað voðalega. Það er óásættanlegt að vera í 8. sæti í deildinni, sérstaklega fyrir klúbb einsog Liverpool FC sem á að vera á uppleið. Ef FSG módelið gengur útá það að kaupa inn Enska leikmenn, þá er það módel aldrei að fara skila okkur neinu nema fólki finnist Carling Cup vera nóg. Enskir leikmenn eru ofmetnir, enda sést vel hvernig landsliðinu gengur á stórmótum. Það eru menn einsog, Persie, Aguero, Silva, Valencia, Nani, Dembax2 og Suarez sem gera þessa deild sterka. Eini Enski leikmaðurinn sem gæti hugsanlega spilað með Barca og Real er Wayne Rooney.

  71. “Hvað segir fólki að Bielsa og Deschamps nái betri árangri?

    Og eru þeir líklegir til að falla inn í FSG módelið?

    Lykilspurningar.”

    @ Maggi (#75)

    Ég hef lítið spáð í Bielsa; klárlega öflugur og frumlegur stjóri en maður væri fyrirfram ekki viss um hvernig hann myndi passa inn í LFC eða England. Áhugaverður kostur en of mörg spurningamerki.

    Deschamps hefur verið mér hugleikinn og hef ég farið nokk vel yfir hans feril og stöðu á síðustu vikum. Ekki miklu við það að bæta annað en að taka saman nokkra punkta til að svara Magga:

    – Deschamps er laus í sumar og hefur áhuga á LFC.
    – LFC hefur tvisvar reynt að ráða hann, jafnvel sagt að það hafi verið að frumkvæði Dalglish að reyna að fá hann í stað Hodgson.
    – taktískur og skipulagður, en einnig öflugur man manager.
    – sannreyndur sigurvegari: bæði sem leikmaður og stjóri.
    – hógvær og virðingarverður í fasi. Very Liverpool Way.
    – náð góðum árangri í öllum sínum stjórastöðum og sýnt að hann getur gert mikið með lítið í höndunum við erfiðar aðstæður.
    – setur ekki CL-stöðu liðs ekki fyrir sig.
    – lék með Chelsea á sínum tíma og þekkir til Englands.
    – nær oft árangri á sínu fyrsta tímabili (Juve og Marseille)
    – náð víðtækum árangri í deild, bikar og CL.

    Af hverju ætti hann að standa sig betur en KKD? Tja, miðað við gengið þessa dagana þá þarf ekki mikið til að gera betur en í deildinni þar sem leita þarf 59 ár aftur í tímann til að finna álíka vangetu. Ekki einu sinni Souness, Evans eða Hodgson áttu svona slæman sprett.

    Mér finnst meiri líkur á að Deschamps passi betur inn í módel FSG heldur en Kenny sem aldrei hefur unnið undir director of football áður. Það má frekar spyrja: passar Kenny í raun inní þetta módel? Þess utan þá er Comolli samlandi hans og þeir gætu gert góða hluti á franska markaðnum. Hann veit að hverju hann gengur ef hann væri ráðinn.

    Maggi segir:

    “Það hafa þrír stjórar utan Englands orðið meistarar held ég, Wenger, Mourinho og Ancelotti. Wenger ekki náð titli í 8 ár. En það hafa nokkrir klúðrað og fade-að í burtu.”

    Augljóslega er Kenny Dalglish, Shankly og Sir Alex skoskir en gefum okkur það að þú hafir ætlað að meina utan Bretlands þá er það rétt að “eingöngu” þrír ó-breskir stjórar hafa landað meistaratitlinum. En það sýnir og sannar að hversu breyttir tímarnir eru að þessir þrír stjórar eru akkúrat síðustu þrír stjórarnir fyrir utan Sör Alex til að vinna deildina. Síðasti Englendingur til að vinna deildina var Howard Wilkinson fyrir sléttum 20 árum síðan.

    Í raun er frekar óalgengt að topplið á Englandi sé með þarlendan stjóra og er Harry Redknapp hálfgerð undantekning. En þetta snýst ekki um ríkisfang heldur hæfileika og getu og enska deildin hefur laðað til sín marga heimsklassa erlenda stjóra síðustu 15 ár og þannig verður það vonandi áfram. Enska stjórar voru margir seinþroska í þjálfarafræðunum og stöðnuðu eftir að hafa “fundið upp” 4-4-2 en það eru margir ungir og efnilegir að koma upp núna en enginn af því kaliberi ennþá til að taka við stórliði.

    En þessir þrír stjórar sem þú telur upp áttu það einnig sameiginlegt að vinna allir tvöfalt (titilinn og bikar) á sínu fyrsta heila tímabili með félögin. Ekkert væl um 5 ára sovéska samyrkjubúskaparáætlun eða 7 ára reglu Sir Alex. Nýir vendir sópa best og þeir sönnuðu að það er alveg hægt að gera stormandi lukku á sínu fyrsta tímabili. Rafa sannaði það líka að það er vel hægt að ná frábærum árangri samhliða uppbyggingu og endurskipulagningu.

    Að lokum nefnir Maggi hinn slæma sprett Marseille en hann ætti að vita að það fór samhliða velgengni liðsins í CL. Afar algengt hjá liðum með takmarkaðan hóp en Marseille dró verulega saman seglin í leikmannamálum í sumar og veiktist liðið mikið frá fyrri tímabilum. Einnig átti liðið frábæran 17 leikja sprett á miðju tímabili þar sem þeir sýndu sömu takta og tímabilin áður. Í það minnsta hefur Deschamps unnið deildarkeppni á 21.öldinni ólíkt sumum. Svo á liðið úrslitaleik í deildarbikarnum þann 14.apríl ásamt því stórfína afreki að koma liðinu í 8 liða úrslit í CL.

    Ferilskrá Deschamps fær mig ekki til að efast um hans getu eða hæfni í samanburði við KKD. Í stað þess að spyrja af hverju ætti að ráða hann þá ætti frekar að spyrja: af hverju ekki?

    YNWA

  72. Ég er enn afar hugsi yfir því að menn telji taktískan skilning Kenny Dalglish lítinn. Veit ekki hvað það þarf til að vinna City á útivelli og síðan klára leik á heimavelli annað en góður taktískur skilningur.

    Á sama hátt sló hann út United í FA-bikar en í báðum tilvikum voru mótherjarnir mun sterkari lið sem vildu vinna.

    Hvað er það í taktíkinni sem hefur verið að klikka? Ég vissulega hef ekki reynslu úr atvinnumennskuþjálfun en hef töluvert unnið við það og talsvert rætt við starfandi þjálfara, þ.á.m. fleiri en einn sem koma að efstu deild og þeir eru fæstir á því að vandamál Liverpool FC liggi í einhverri taktíkdellu. Liðið stjórnar flestum leikjum nær allan tímann og skapar sér 3 – 5 góð færi, eða jafnvel dauðafæri í leik. Á móti því að mótherjinn skapar sér 1 – 3 slík að meðaltali.

    Í langflestum tilvikum skorum við þó ekki fleiri mörk en andstæðingurinn og alltof oft færri.

    Vandinn liggur í því að lykilmenn hafa klikkað. Reina, Carra og síðan hinir og þessir varnarlega. Kuyt, Carroll, Suarez og Downing sóknarlega.

    Ég skil alveg að menn séu að velta fyrir sér því hvers vegna þeir eru að klikka og hvers vegna þeirra hlutur í mínútuúthlutun er svo mikill. Ég er sammála því að mörgu leyti, tel t.d. eiga að gefa Doni séns ef að hann spilar vel í næstu tveim.

    Taktík Dalglish gengur út á það að halda boltanum og hápressa þegar við missum hann. Þannig höfum við náð að sigra mörg af stóru liðunum og það hélt ég nú að myndi nú sýna fram á að menn hefðu ágætan taktískan skilning. Hvaða árangur er það að ná að stýra liði í frönsku deildinni? Hefur einhver pælt í því? Houllier vann nokkra titlana þar og satt að segja hafa margir stjórar þaðan farið með öngul í rassi úr “stærri” störfum álfunnar eftir fínan árangur í Frakklandi.

    Deschamps hefur fína ferilskrá þar og er örugglega einhver sem vert er að skoða, efast ekki um það. En það getur ekki verið afsökun hjá honum að liðið nái ekki að einbeita sér að neinu nema CL, þeir sluppu upp úr riðlinum á 87.mínútu gegn Dortmundliði sem hafði að engu að keppa og síðan með marki í uppbótartíma gegn arfaslöku Interliði.

    Eða er þá ekki afsökun Dalglish að liðið hefur eftir tap gegn Arsenal að engu að keppa í deild, en vill vinna bikarkeppnir?

    Sömu viðmið hljóta að gilda um alla.

    Eða erum við Liverpoolaðdáendur fastir í sama söngnum, það að við séum með svo lélegan stjóra að það sé eina ástæða þess að við verðum ekki meistarar eins og við eigum að verða, alltaf.

    Rispuð plata, fór í gang með Benitez, áfram í gegnum Hodgson (ég var sammála þá) og er enn í gangi núna.

    Og sýnist ætla að glymja áfram, sumir jafnvel telja það ekki afrek að vinna tvær bikarkeppnir í Englandi sama árið.

    Þannig að það hlýtur að þýða líka brottrekstur Redknapp eða Wenger efa annar hvor þeirra nær ekki CL sætinu.

    Eða gildir annað um Tottenham og Arsenal???

  73. @ Maggi (#78)

    Kenny hefur gengið betur gegn stórliðunum þar sem að þar beitum við oft pressu, skyndisóknum og þegar við höfum boltann þá höfum við meira pláss til að sækja í þar sem þau lið pakka sjaldnast í vörn gegn okkur. Einnig keyrir adrenalínið á stórleikjunum mannskapinn áfram.

    En það ber ekki vott um góðan taktíker að geta ekki fundið lausnir gegn minni spámönnum á heimavelli. Það hefur ekki tekið andstæðinga okkar í deildinni langan tíma til að læra inn á vankanta okkar varnarlega eða vangetu okkar sóknarlega. LFC er of auðveldlega stoppað og mikil áhersla á gamaldags vængspil er afar fyrirsjáanleg. Við erum mikið með boltann af því að andstæðingurinn leyfir okkur það en við stjórnum hvorki leiknum né yfirspilum nema á stuttum köflum í lok leikja. Skotfjöldi er mikill en gæði færanna síðri, sama með fyrirgjafir sem eru margar en slakar og oftast í fámennan vítateig.

    Í stuttu mál: þrátt fyrir ágæta áherslu á pass & move með sóknarívafi þá er þetta of einföld, hugmyndasnauð og óskipulögð taktík til að ná árangri.

    Til að bæta gráu ofan á svart þá virðist mikill hringlandaháttur með uppstillingar og taktík valda því að leikmenn eru ringlaðir í sínu hlutverki. Það er varla heil brú milli leikja og Dalglish virðist eiga erfitt með að vita hvað hann vilji. Leikmönnum er ekki stillt upp þar sem þeirra styrkleikar liggja og breytingarnar valda því að aldrei næst að ná upp samhæfðu spili. Það skrýtna er að jafnvel þegar dottið er niður á eitthvað sem virkar eða leikmenn ná að strengja saman nokkrar góðar frammistöður í röð að þá er því umsvifalaust breytt í næsta leik. Það storkar heilbrigðri skynsemi.

    En jú jú, málsvörn þín fyrir KK er sú að þetta sé leikmönnum að kenna. Málsvörn KK sjálfs er að það sé stönginni eða dómaranum að kenna. Öllum öðrum en honum. Þetta er akkúrat það ábyrgðaleysi sem hættan er á þegar goðsögn er endurráðin. Hjartað ræður för en ekki heilinn. En svo á hann allan heiður að deildarbikarsigrinum en ekkert í skömminni fyrir 59 ára ömurlegheit. Einmitt.

    Þeir reitingslegu punktar og hálfgerðar rangfærslur svara ég hér:

    – Rafa var með sama vandamál og Deschamps í kringum CL er unnum old big ears. Vann ENGAN deildarleik beint eftir CL-útsláttarleik tímabilið 2004-05. Það gerist en maður veit hvers Deschamps er megnugur í deildinni frá árunum 2 á undan (meistari og 2.sætið). Engin Evró-keppni átti að hjálpa LFC í deildinni á þessu tímabili. Í staðinn hefur KK kvartað undan þreytu, sérstaklega þegar hann sjálfur stillti upp sömu 9 mönnunum í 3 leiki á 6 dögum í stað þess að rótera meira.

    – það er rangt að Dortmund hafi haft að engu að keppa fyrir síðasta leikinn. Fyrir leikinn munaði 3 stigum og ef Dortmund hefði unnið Marseille á heimavelli hefðu stigin verið jöfn og því verið spurning um innbyrðis viðureign þeirra í milli (Marseille vann fyrri leikinn 3-0). Dortmund komst í 2-0 og því var allt galopið þar til fransbrauðin spýttu í lófa og unnu 2-3 sem þeir þurftu að gera til að vera yfir Olympiacos. Þetta var svínþungur riðill með Arsenal til viðbótar og því afar vel gert að komast upp úr honum.

    – Þó að Inter hafi verið lélegir heima fyrir þá hafa þeir samt á að skipa firnasterku liði sem varð Evrópumeistari fyrir 2 árum síðan. Þetta “arfaslaka” lið eins og þú kallar það komst lengra í CL þetta árið en ManYoo og City. Þarf virkilega að höggva í svona knérunn í þeirri skrýtnu viðleitni að verja KK gagnvart samanburði við Deschamps?? Síðast þegar ég vissi þá var Inter sterkari en Wigan og Sunderland sem við vorum að lúta í gras fyrir nýlega.

    – Og er eitthvað verra að skora á 87.mín??? Hvenær kom sigurmark Kuyt gegn ManYoo??? Sömu viðmið hljóta að gilda um alla eins og þú segir sjálfur.

    – Ég sagði ekki að Dalglish væri lélegur þjálfari heldur að aðrir geti unnið betra verk en hann. Réttur maður á röngum tíma. Endurkoman hefði þurft að vera þegar Houllier var ráðinn. Den tid, den sorg.

    – Talandi um Houllier þá er ekki rétt að hann hafi unnið “nokkra titlana” áður en hann kom til Anfield. Hann stýrði minni spámönnum þar til hann tók við PSG árið 1985 og stýrði í 3 tímabil og vann deildina 1 sinni á þeim tíma. Þar eftir var hann í ýmsum störfum hjá franska landsliðinu þar til hann tók við Liverpool árið 1998. Hann hafði því ekki verið með félagslið í áratug þar áður og bara unnið 1 titil í Frakklandi. Ekki sannað sig sem úrvalsþjálfari í deild til lengri tíma og því ákveðnir vankantar á þeirri ráðningu þó hann væri hátt skrifaður.

    – En hvaða mörgu öngulbossar er það sem þú talar um að hafi unnið mikið í Frakklandi en farið flatt á stærra sviði? Endilega að nefna nöfnin. Ekki er það Wenger sem gerði flotta hluti á tæpum áratug með Monaco en brilleraði svo í ensku deildinni. Og er ekki Ancelotti sem þú telur ansi ágætan að stýra PSG? Þó að franska deildin sé ekki sú besta í Evrópu þá er hún um 4.-.5. hæst skrifaða ásamt þýsku deildinni og franska landsliðið ekkert slor. Annars er ég ekkert að mæra þá deild frekar sem uppeldisstöð góðra þjálfara heldur bara að nefna einn ákveðinn stjóra sem hefur staðið sig vel þar.

    – þessi “sami söngur” snýst ekki óþolinmæði eða vanþakklæti púlara sem kunna ekki gott að meta. Þetta snýst um óviðunandi gengi í deildinni sl. 5 mánuði og hvort aðrir kostir væru betri. Ef Dalglish væri að gera betri hluti þá væri ekki þessi söngur í gangi. Hann fékk blússandi meðbyr frá ráðningu og peninga til að eyða í leikmenn að sínu vali. Að hans uppbygging sé strax að hruni komin er mikið áhyggjuefni og blindni gagnvart því gagnast liðinu illa. Og síðast þegar ég tékkaði þá er hann ekki búinn að vinna “tvær bikarkeppnir” ennþá þó að ég hafi alveg trú á því að það sé enn hægt þrátt fyrir allt enda bara tveir stórleikir sem þarf að vinna til þess.

    – Mér er nokk sama hvað Tottenham og Arsenal telja viðunandi árangur hjá sér. Þeir eru þeir, við erum við. Held að enginn sanngjarn púlari væri að kvarta ef við værum í 5.-6.sæti og enn með fræðilegan séns á CL-sæti og að sjá mætti jákvæða punkta í frammistöðunni. En sú er ekki staðan í dag. Deildarbikarinn er það eina jákvæða og sénsinn á FA Cup líka, en sá síðarnefndi er orðin lágmarkskrafa að mínu mati ef Dalglish á að fá næsta tímabil.

    Over and out.

  74. Ahhh….Maggi. Ég held það hafi sannað sig að Dalglish er ekki mikill taktíker. Góður taktískur þjálfari gæti reyndar verið svo ótrúlega óheppinn að hitta á ranga taktík leik eftir leik en það er aldrei óheppni að spila mönnum eins og Downing heilt tímabil án þess að hann hafi skilað neinu fyrir liðið…..og þá meina ég EKKI NEINU!

  75. Flottir punktar hjá þér Peter. Mín rökfærsla fyrir því afhverju Kenny skorti taktíska hugsun er sú að það er bara ekki nóg að spila fallegan bolta og eiga possession alla leiki, stundum verður maður að spila ljótan fótbolta og ná að vinna. Einsog með Man Yoo, þeir hafa alls ekki spilað flottann bolta í vetur en þeir gera það sem lið eiga að gera og það er að skora. Þeir eru gríðarlega þolinmóðir og sýna karakter. Sama með Mourinho og Ancelotti þegar þeir voru með Chelsea, þeir spiluðu grútleiðinlegan bolta en hann skilaði árangri. Að skjóta í stöng jafngildir því að skjóta yfir, því boltinn fer ekki í markið.

    Kenny hefði alveg eins geta sleppt því að kaupa Carroll á sínum tíma, enda gagnaðist hann okkur ekki neitt nema þessi 2 mörk sem hann skoraði gegn City.

    Downing átti sitt besta tímabil í PL á ævinni í fyrra, Liverpool kaupir hann.
    Adam spilar í sitt fyrsta skipti í PL og stendur sig vel í ömurlegu liði, Liverpool kaupir hann.
    Henderson var besti leikmaður Sunderland á fyrri hluta tímabili en gat ekkert á því seinna, Liverpool kaupir hann.
    Carroll á 6 góða mánuði með Newcastle í efstu deild, Liverpool kaupir hann fyrir metfé.

    Afhverju kaupir Kenny bestu leikmenn lélegu liðana? Þessir leikmenn áttu 1 gott tímabil og við kaupum þá fyrir háar upphæðir fyrir utan Adam. Kenny eltist við Adam í 6 mánuði, einsog stjóri sem er að eltast við heimsklassa leikmann.

  76. Til hvers ertu að reyna þetta Beardsley? 🙂

    Maggi á aldrei eftir að sjá neitt slæmt í Dalglish, sama hvað þú pakkar honum saman í rökræðum.

    Liðið er með versta árangur sinn í næstum 60 ár en samt telur hann alltaf eitthvað til Dalglish til haga eða þá, eins og þú segir, að það sé e-m öðrum að kenna. Maður er farinn að þekkja patternið hjá honum 😉

Byrjunarliðið mætt

Newcastle og Moneyball