Byrjunarliðið mætt

Enn er komið að leik og maður sest niður og vonar að það sé komið að alvöru leik.

Svona er maður stundum “ólógískur” en vonum það samt.

Kóngurinn hefur valið byrjunarlið dagsins, það lítur svona út:

Doni

Flanagan – Skrtel – Carragher – Enrique

Henderson – Shelvey – Gerrard – Downing

Kuyt – Suárez

Á bekknum sitja:Jones, Bellamy, Carroll, Maxi, Spearing, Agger, Coates.

Gæti líka klárlega verið 4-2-3-1 og þá með Shelvey, Henderson og Gerrard í þríhyrningsmiðjunni, Kuyt og Downing á vængjunum.

Afskaplega sem ég skil ekki að Carroll sé geymdur á bekknum og sennilega er verið að reyna að láta reynsluna finna fyrir pressunni í vörninni með því að hvíla Coates og láta Carra spila.

En afskaplega er nú jákvætt að sjá Agger og Bellamy aftur í hóp!

Nú hlýtur að vera komið að því!

Eða…….
Að sjálfsögðu á þetta lið að vera nógu sterkt til að sigra Aston Villa á heimavelli, en til þess þarf hausinn að vera skrúfaður rétt á mannskapinn!

115 Comments

  1. Algjörlega glórulaust að hafa ekki Carroll í liðinu. Ótrúleg ákvörðun. Honum veitir ekkert af leikjum! Og sama með Coates, af hverju ekki að nota hann í leikjum sem skipta “engu” máli, á heimavelli gegn slöku liði? Kommon.

  2. Ég ætla að horfa á þennan blessaða leik, búinn að finna alveg hreint ágætis meðal gegn slöku gengi Liverpool.
    Spila FM2012 á meðan ég horfi á leikinn, þá get ég séð mörk með Liverpool á einu skjá að minnsta kosti.

  3. sammála fyrsta ræðumanni…..alveg glórulaust…..ef ég þarf að éta það ofan í mig að Kuyt sé svo löngu útbrunninn….þ.e.a.s að hann stuðli að liverpool sigri í dag….þá skal ég glaður gera það….en ég er búinn að halda því fram í allann vetur að þessi dugnaðarforkur sé því miður langt frá því nógu góður að spila stóra rullu fyrir klúbbinn.

    skil samt ekki afhverju coates fær ekki leik í svona leik….sem ekkert er undir í…….sama með carroll….hann á að fá alla þá leiki sem hann getur spilað fram á vor….

    arrg….ekki eyðileggja páskana….koma svo drengir og vinna þennan helvítis leik…..

  4. Ég er ekki sáttur við þetta lið, hefði viljað sjá Coates í stað Carrager og Carrol í stað Kuyt, og svo bara skil ég ekki hversvegna Sterling er ekki í hópnum. Trúi því ekki að við ætlum að fara eins með Sterling og við fórum með Pachenco, er bara mjög ósáttur við þetta hjá KK…. Ég vona bara að menn mæti til leiks tilbúnir í 90 mínótur og það er bara einfaldlega þanneig að við verðum að vinna þennan leik, en ég hef bara ekki neitt mikkla trú á því, en vonandi hef ég rangt fyrir mér.

    Áfram. LIVERPOOL… YNWA…

  5. Ætla gera það nákvæmlega sama og Jökull #2. Það verður bara annað augað á fm og hitt á leiknum, svo sjáum við til hvernig leikurinn byrjar, aldrei að vita nema að maður slökkvi bara á fm, efast samt einhvernmeginn um það 🙂

  6. Hvað er málið með að hafa Dirk Kuyt í byrjunarliðinu í staðinn fyrir Carroll? Við erum með 35 milljón punda mann, sem hefur takmarkað sjálfstraust og við erum ekki að spila fyrir neitt. Af hverju í ósköpunum erum við þá með 32 ára gamlan framherja inná í staðinn fyrir Carroll. Sérstaklega þegar að Carroll hefur verið miklu, miklu betri en Kuyt í vetur.

    Meðhöndlun Dalglish á Andy Carroll er með öllu óskiljanleg.

  7. Já það er margt sem við skiljum ekki með hann Kenny blessaðan.
    Leikur sem skiptir litlu sem engu máli nema jú til að koma sjálfstrausti í liðið en þá ætti að spila þeim sem vantar hvað mest sjálfstraust og það er Carrol.
    Og svo eins og hinir segja, hvað er að frétta með Coates ? Er drengurinn að standa sig svona ömurlega á æfingum að það er 34 ára úrbrunnin miðvörður tekinn í liðið á undan honum.

  8. a) Afhverju fær Coates ekki bara að gera sín mistök í vörninni, hann þarf bara smá tíma, sjá bara De Gea sem fékk að gera sín mistök í byrjun tímabils og er núna orðin bara solid.
    b) Loksins þegar að manni fannst Carroll vera farinn að vinna almennilega og vera leggja sig vel fram, þá er hann á bekknum?
    c) Afhverju er Sterling ekki á bekknum eftir innkomuna um daginn?

    Stundum vildi ég geta verið fluga á vegg þarna á manager fundum..

  9. Já Einar Örn þetta er svo sannarlega óskiljanlegt með Carroll. Þessi brjálaða þrjóska Dalglish að láta Kuyt og Henderson vinna saman á hægri kanti er líka efni í Twilight Zone þátt.
    Enn einu sinni fá líka Downing og Carroll ekki að spila saman. Ég hélt einmitt að Downing hefði verið keyptur til að dæla fyrirgjöfum af vinstri kanti á hausinn á Carroll?

    Bara hættur að skilja hvað Dalglish er að reyna með liðið.

  10. Er ekki séns á því að Andy Carroll sé ekki að standa sig nægjanlega vel á æfingum til þess að hljóta byrjunarliðssæti?

  11. Carrol er með 3 mörk í deildinni á ekki skilið að byrja og fór beint inn í klefa þegar hann fór útaf í síðasta leik það gera menn bara ekki .

  12. Hvað í ósköpunum hefur Carroll gert til að verðskulda sæti í byrjunarliðinu. Hvernig væri síðan að reyna að styðja liðið í stað þess rakka allt niður.

  13. Er einhver með link á þennan leik? Viasat sýnir núna bara einn leik klukkan 16 á laugardögum eftir þessa hálfvitaákvörðun hjá Premier League. Öllum að óvörum velja þeir ekki Liverpool leikinn.

  14. Hvað í ósköpunum hefur Carroll gert til að verðskulda sæti í byrjunarliðinu

    Hann hefur allavegana gert mun meira en Dirk Kuyt núna í vetur auk þess sem að Carroll er 23 ára, en Kuyt er 32 ára.

  15. Þetta byrjunarlið er …. hvernig er best að lýsa því …

    zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz

  16. Hef fulla trú á þessu liði og vonast eftir sigri í dag. Þeir sem segja að þessi leikur skipti engu máli ættu aðeins að hugsa sinn gang….við verðum að komast á skrið áður en að bikarleiknum kemur. Auðvitað getur maður verið ykkur flestum sammála um ýmsa leikmenn og uppstillingar en svona er liðið og þetta eru mínir menn. Varðandi Carroll þá má hann þakka fyrir að vera í hópnum eftir síðasta leik. Hann fær borgað fyrir að spila fyrir Liverpool og á engan rétt á að strunsa í burtu þótt svo honum sé skipt af velli. Þetta er hans vinna og hann er með sinn yfirmann sem ræður…þannig er það nú bara 🙂

  17. Nú er að sjá hvernig þeir sem fá tækifærið í dag nýta það til að vera nær byrjunarliði á Wembley. Erum ekki síður að horfa til þess – sérstaklega núna þegar ansi góðir leikmenn koma til baka.

    Það virðist ekki neinn “alvöru” varnarmiðjumaður í liðinu í dag þannig að nú á að sækja, svo er að sjá hvort sjálfstraustið er eitthvað eftir!

    En í guðs bænum – við skulum nú ekki fara að hamast í því að eitthvað stórt og mikið hafi komið upp í samstarfi okkar við Dani Pacheco. Hann lék einfaldlega illa þegar hann kom við sögu í aðalliðinu okkar og átti dapran vetur í varaliðinu í fyrra. Fór til Norwich og skoraði mörk, en var sko alls ekki neinn lykilmaður þar.

    Er svo núna í endurláni hjá Rayo Vallecano þar sem Atletico Madrid taldi hann ekki nægilega sterkan til að kaupa hann nema að sjá til hans spila. Hann er búinn að ná einum leik í byrjunarliði, en átta leiki alls í liði sem er um miðja deild. Raheem Sterling er MIKLU meira efni en Dani virkilega var.

    Það er allavega mitt mat…

  18. Ég er farinn að halda að Suarez sem er eftirlætið hans Dalglish sé farinn að velja framlínuna sjálfur og hafi krafist þess að spila einn frammi. 4-2-3-1 hafi verið ákveðið fyrir leikinn og Suarez neitað að spila sem kantframherji með Carroll fyrir framan sig.

    Sama þó að Carroll sé latur á æfingum og búinn að skora lítið í vetur. Hann kostaði 35m punda og skortir sjálfstraust og mörk, það verður að spila honum í svona leikjum. Við erum að fara spila á heimavelli gegn Aston Villa með 1 lágvaxinn mann frammi. Hvað er það?

    Reyndar er ég nokkuð viss að við tökum þennan leik sannfærandi 3-1. Áfram Liverpool.

  19. Ég sé ekki nein rök í að Carroll sé ekki í byrjunarliðinu, vona að Kuyt sanni tilverurétt sinn á vellinum í dag og setji eitt mark. Mér dettur helst í hug að Dalglish sé að spara Carroll fyrir þriðjudagsleikinn.

  20. Ég lenti í spam-síunni þegar ég var að benda á þetta vonda strím:

    sportz-for-free punktur org skástrik channel2 punktur html

  21. Ég vildi að Kenny kláraði tímabilið en núna eftir að ég sá byrjunarliðið vill ég hann strax í burtu. Clarke getur séð um þetta þangað til í sumar. Svo vonandi fáum við Klopp í sumar til að taka við þessu. Afhverju er ekki Carroll inná, af hverju Kuyt og Carra.

  22. Jæja…………………….Hvað í andsk er í gangi, maður fer bara að hafa áhyggjur af fallbaráttu 🙁

  23. Hver er þessi Henderson? Ef hann getur hvorki varist né sóttt, hvað er þá hlutverk hans? Átti hann ekki annars að elta þetta hlaup hjá Herd í markinu eða veit það kannski engin og þá heldur ekki leikmennirir sem eru inná? Veit Kenny það?

  24. Það er svo auðvelt að verjast þessum krúsídúllu sóknarbolta hjá Liverpool að það er bara hlægilegt.

  25. Ég bara skil ekki hvaða taktik er verið að spila. Við erum á heimavelli og ættum að vera með tvo fasta uppí topp. Nú held ég að daga KG. séu taldir.

  26. Afhverju erum við baraa að reyna fyrirgjafir í leiknum þegar Suarez er einn í boxinu með 2 varnarmönnum í sér? Ef við ætluðum að spila svona afhverju í and…. er Carroll ekki inná þá?
    Bara mjög pirrandi að horfa á þá reyna þetta þegar það sést langar leiðir að þetta er ekki að fara gerast.

  27. Það er búið að vera alltof mikið af sendingum framá við yfir miðjuna, sem að í sjálfu sér er ekkert skrítið því að hún hefur ekkert verið að bjóða sig. Svo í þessi skipti sem að við komumst uppað endamörkum og sendingin kemur fyrir að þá er bara einn eða í mesta lagi tveir inní teig, slíkt er ekki vænlegt til árangurs til lengdar!!!

  28. ætti þetta lið að vera nógu sterkt til að vinna villa á heimavelli maggi … nöfnin á flestöllum mönnunum hjá okkur sem eru inná ættu varla heima í byrjunarliði wolves !!!

  29. Og Everton komið yfir á móti Norwich…. Þá eykst munurinn í 4 stig… Takk Moyes!

  30. “King” Kenny mitt rassgat burtu með þennan helvítis mann og það strax. Hann hefur ekki pung til að stýra þessu liðið

  31. Ekki skil eg hvad KONGURINN er hugsa. Eg held ad dagar hans seu taldir. Dirk kuyt i byrjunarlidinu og Carragher. Myndud thid lata KD hafa meiri pening naesta sumar og versla fleiri svona storstjornur eins og hann keypti sidasta sumar.

  32. Jordan Henderson er svo algjörlega með þetta, skil ekki af hverju Barca eða Real hefur ekki klófest hann…

  33. “Og Everton komið yfir á móti Norwich…. Þá eykst munurinn í 4 stig… Takk Moyes!”

    Ef Norwich vinnur þá jafna þeir okkur að stigum. Fulham er líka komið yfir og jafnar okkur að stigum ef þetta endar svona. Verðum þá í 9.-11. sæti ásamt Norwich og Fulham. Með fokking Everton fyrir ofan okkur. Swansea, Stoke og WBA sækja síðan hart að okkur.

  34. Og Kuyt vælir yfir að fá ekki spilatíma. Erfiðara að klúðra þessu færi en að skora.

  35. Þetta er ákveðinn hæfileiki að vera ekki búin að skora í fyrri hálfleik. Liverpool eru búnir að snúa þessu í ákveðið listform í vetur.

  36. Ef einhver vill hafa KD áfram eftir þennan hálfleik þá er hinn sami að biðja um fallbaráttu. Það er alveg sama hvað þú heitir, ef þú tapar 7 leikjum í deildinni í röð (virðist stefna í 8) þá áttu að sjá sóma þinn í því að taka pokann og hætta.

  37. Þið getið rakkað niður hvaða leikmann sem ykkur sýnist en ég auglýsi hins vegar eftir Gerrard….vona að hann mæti í seinnihálfleik og drífi liðið áfram

  38. Enn einn vandræðalegi leikurinn hjá okkar mönnum. Og nú er langt frá því að pirrelsi sé að tala!

    Sóknarleikur okkar er hægur, fyrirsjáanlegur og auðvelt að verjast slíku. Henderson er búinn að vera skelfilegur (once again) og ekki botna ég mikið í því sem Enrique er búinn að vera að gera. Fyrir utan þetta er restin af liðinu gjörsamlega hauslaus nema kanski Suarez sem hefur sýnt ágætis einstaklingsframlög inn á milli.

    En takið eftir! Kenny Dalglish ætlaði að byjja upp lið, þau einu skipti sem við fáum orðið færi er eftir einhver einstaklingsframtök.

    Ég held því miður að Dalglish hafi ekkert í þetta að gera. Byrjunarliðið segir sitt og enn og aftur er ekki sama taktík tvo leiki í röð.

    Dalglish segir af sér á páskadag. STAÐFEST…

  39. #50 John….. það er enginn stærri en félagið og miðað við hvernig meðferð Hodgeson fékk með held ég bara betri árangur og jú reyndar jafn lélega spilamennsku þá held ég að menn megi alveg hafa þessa skoðun á kóngnum….og jú ég er alveg að verða sammála mönnum sem segja að kóngurinn hafi ekki pung í þetta því hann þorir ALDREI að geta nokkuð drastískt til að breyta gangi mála og notar svo meiðsli afsökun fyrir því að nota efnilegasta mann sem komið hefur upp síðan Gerrard kom upp!

  40. Það er nú ekki beint hægt að vera hissa á því að við skorum ekki mörk, færið sem að Kuyt fékk var reyndar ekstra gott en við erum búnir að vera að fá fullt af færum leik eftir leik sem að hafa ekki nýst. Svo koma svona leikir þar sem að við höfum boltann meirihlutan en náum samt ekkert að skapa neitt að ráði, ergó okkur vantar 3 – 4 leikmenn framarlega á völlinn sem að taka menn á, eru skapandi framávið og mæta í teiginn þegar að sendingar utanaf kanti koma þangað.

  41. Velgert liverpool ,villa lýtur út fyrir að geta eitthvað i bolta,
    alveg ótrulegt hvað þetta liverpool lið er rúið trú á verkefnið.

  42. Liverpool gæti ekki unnið leik þó svo að andstæðingarnir væru 5 í liði og enginn í marki. Markmenn eru óþarfir fyrir andstæðinga okkar eins og Kuyt sannaði með glæsibrag hérna áðann. Skil ekki alveg afhverju maður heldur áfram að pína sig til að horfa á þennan horbjóð. Held að tími Kóngsins sé því miður liðin.

  43. Liverpool VORU stórveldi, en eru í dag einfaldlega drulli lélegir, og eiga ekki skilið eitt eða neitt með þessari spilamensku…

    Áfram. LIVERPOOL… YNWA…

  44. Var þetta ekki mark í byrjun? Mér sýndist boltinn fara allur yfir línuna. Svo átti Suarez að fá víti. Dauðafæri hjá Kuyt. Liverpool klárlega betra liðið, en eins og vanalega þá vantar neistann.

  45. Suarez er að sanna gæði sín ítrekað. Alltaf ógnandi og þvílíkt öflugur leikmaður. Kuyt getur gert gagn næsta season og að mínu dómi yrði vitleysa að láta hann fara. Nærri lagi væri að losa LFC við farþega eins og Maxi, Shelvey og Henderson því enginn getur mótmælt því að hann hefur ekki staðið undirvæntingum. Með 1-2 góðum kaupum fengi kuyt alvöru samkeppni um stöðu í liðinu og aðrir valkostir gætu orðið áhugaverðir. Carrol er líka þrælöflugur og liðið frekar gott með góða leikmenn innanborðs. Vandamálið er að sjálfsögðu taktík og Kenny.
    Staðreyndir:
    Kenny er að skíta upp á þak
    Henderson er að skíta upp á bak
    Shelvey er ofmetinn
    Maxi gerir ekkert gagn á bekknum

    Kv. Bjössi

  46. Mikið var ég dapur er ég sá þetta byrjunarlið okkar í dag, af hverju er Carroll ekki í byrjunarliðinu, ætlar KK nú að brjóta hann alveg niður eftir síðasta leik, að sjálsögðu á hann að vera inn á fyrir Kuyt og Cuates fyrir Carragher, eins er dapurlegt með fyrirliðan okkar hvar er þessi leiðtogi sem dregur liðið áfram og öskrar á menn að standa sig og taka þetta!, er hann á deyfilyfjum eða hvað,Það gladdi mig að sjá Shelvey byrja maður sem kann að spilað bolta, leikurinn er ekki búinn og ef við getum ekki unnið Aston Villa með lélegasta þjálfara deildarinnar þá veit ég ekki hvað, YNWA.

  47. hahaha.. reynir að gera allt vittlaust…;) kenny þarf að ráðfara sig við einnhvern .þetta er frekar sorglegt 🙁

  48. Kóngurinn sagði þegar hann tók við að hann myndi alltaf setja klúbbinn í fyrsta sæti og að ef hann væri ekki að valda þessu þá myndi hann stíga til hliðar ég held að það sé komin tími til að hann standi við þær yfirlýsingar.

  49. er hann Gerrard eitthvað hás eftir fyllerí gærkvöldsins?
    öskrar allavega ekkert á sína menn

  50. Var að vona KK hefði kjarkinn að gera eina eða tvær breytingar í hálfleik…..Ef menn nota ekki fyrstu mín að laga hlutina þá vona ég að KK geri breytingar á fyrstu 10 mín. .

  51. Vandamál er ekki King Kenny, vandamál Liverpool er eitthvað miklu stærra því að það getur ekki verið tilviljun að síðustu tveir stjórar séu með sama vandamál á sínum herðum og það er àhugaleysi leikmanna að sína getu sína à vellinum. Mín hugmynd er að losa okkur við tvo kónga sem eru að spila þennan leik í dag og það eru Gerrard og Carrager, þeir eru tvö skemmd epli sem allt rotnar í kringum. Byrjum að byggja upp með hreint borð þar sem leikmenn eru tilbúnir að gera allt fyrir klúbbinn.

  52. Er þetta ekki bara í fyrsta skiptið sem að hann fer í marksúlurnar boltinn hjá okkur í vetur??

  53. ég ætla að skemmta mér á Aldrei fór ég suður í kvöld….
    ekki er ég að skemmta mér né öðrum með að horfa á þetta.

  54. Jæja ykkur verður að ósk ykkar!

    Kemur hinn þunglamanlegi, gagnslausi og rándýri Andy Carroll inná…

  55. 63 minútur búnar og það er verið að undirbúa tvöfalda skiptingu hjá Liverpool, þið fréttuð það fyrst hérna!!

  56. svínið búið að malla í tæpa 2 tíma, búinn að smyrja það með simm-mep 😉 og púðursykri…
    er að fara inn í ofn að malla þar í um klukkutíma….
    hlakka til 😛

  57. Af hverju í andskotanum tekur hann Downing út fyrir Carroll. Akkurat manninn sem var keyptur til tess ad mata hann?

  58. Þetta er bara rugl, það eru engar hreyfingar í sóknarleiknum. Menn bara standa og horfa á þann sem er með boltann hverju sinni. Ég hef bara sjaldan séð svona lagað. Eina sem kemst nálægt almennillegri sköpun eru þessar endalausu fyrigjafir en með Suárez, Kuyt og Bellamy í boxinu er það ekki líklegt til að skila neinu og Carroll hefur ekki ennþá skorað eftir slíka í vetur. Hrikaleg nýting á annars góðum leikmönnum. Þetta er fótbolti sem virkaði með Blackburn liðinu fyrir öllum þessum árum síðan en hann skilar bara engu í dag nema miðjumoði.

  59. Við erum einu marki undir þegar 25 mín eru eftir og erum á Anfield og við fáum aukaspyrnu á fínasta stað til að koma með góðan cross og skapa usla í vörn Villa en nei við setjum 3 menn í boxið á móti 10 og það er aldrei vænlegt til árangurs. Þetta er bara skítléleg taktík og skrifast alfarið á stjóran og þjálfarateymið.

  60. 1 stöng, 2 gæti hafa verið hendi inní teig og einu sinni er boltinn á grensunni að hafa farið inn og hefði sennilega átt að vera mark.

    Svona á maður eftir að muna þetta tímabil

  61. Leiðinlegt að segja þetta en ég held það sé kominn tími til að hætta að tala um King Kenny, frekar “Joker Kenny”, eða “Kenny the Joker”.

    Liðið okkar er orðið algjört djók og ef ekkert breytist í sumar þá verður það bara fallbarátta á næsta sísoni.

  62. Það var mikið að það kemur alvöru sóknar skipting, Agger inn fyrir Enrique 🙂

  63. Já og það þarf að endurskoða titilinn á þessari færslu því byrjunarliðið er augljóslega ekki mætt :-). A.m.k ekki til leiks.

  64. var dómarinn að gefa suarez gult spjald fyrir leikaraskap?
    þetta hefur hann upp úr því að vera dettandi og vælandi við hverja smá snertingu.

  65. Þessi dómari hlítur að vera á einhverjum lyfjum var hann í alvörunni að spjalda Suarez fyrir leikaraskap?

  66. Ef þetta lið og spilamennska hefði mætt Chelsea og Barcelona, AC Milan í Meistaradeildinni fyrir nokkrum árum?

    Sóknarleikurinn er algerlega ónýtur.

  67. Koma svo stiðja liðið sitt. Hætta þessu helv nöldri eins og ríkjandi hér.

  68. ein spurning svona að lokum…
    þar sem ég að horfa á spænskumælandi rás og skil hana ekki.
    Sé að allir leikmenn eru með sorgarbönd, er það vegna lélegrar spilamennsku Liverpool eða hvað?

  69. Ég hef séð NASA undirbúa geimskot á skemmri tíma en Given tekur í þessi blessuðu útspörk.

  70. Jæja þetta var ekki tap, hversu slæmt er það að maður er glaður að ná jafntefli á Anfield?

  71. Hvað finnst þeim sem vilduð sjá Carroll í byrjunarliðinu um hans frammistöðu? Skítlélegur gegn Newcastle og heldur upp á það með því að grýta treyjunni í jörðina og hlaupa beint inn í klefa, fær svo hálftíma til að sýna sitt í dag og það er varla hægt að halda því fram að maðurinn hafi reynt. Hrein hörmung. 35 milljónir eða ekki 35 milljónir, þessi maður á ekki heima nálægt byrjunarliðinu(ekki að Dirk Kuyt geri það svo sem heldur.)

  72. Það er ekki hægt að skýla sér alltaf á bakvið það að Chelsea hafi í raun borgað fyrir Andy Carroll.

    Ef þessar 35 millur hefðu ekki farið í AC, þá hefðu þær getað verið á reikningum okkar eða fjármagnað önnur mun betri kaup.

    Að segja að Roman Abra hafi hvort eð er borgað fyrir Caroll er svona eins og að fá 1 milljón í gjöf eða lottóvinning, kveikja í honum eða henda honum útum gluggann, og segja “ég átti hvort eð er ekkert þessa milljón fyrir viku síðan”.

    Þetta voru hræðilega kauo. Og ekki bara einhver kaup. Heldur 35 milljónir punda sem við borguðum fyrir þessa hörmung. 35 milljónir sem hefðu getað verið gróði af Torres sölunni eða farið í alla bestu leikmennina sem Newcastle keypti.

  73. Þulirnir sem ég hlustaði á veltu fyrir sér hversu oft dómarinn skipaði Given að drífa útspörkin af áður en hann gæfi honum spjald….hef sjaldan séð lið tefja jafn mikið og Aston Villa í dag……þeir voru líka sammála um að Kuyt hefði átt að fá vítaspynu. Annars bara hefðbundinn leikur hjá okkur erum miklu betri en náum ekki að skora fleiri mörk en andstæðingurinn.

  74. Maður þarf ekkert að skammast sín fyrir spilamenskuna í seinni hálfleik. Ég er nokkuð viss um að þetta hörmungar tímabil sé á enda. Vinnum 1 bikar í viðbót og ljúkum deildinu 6 sæti. Méð þessa hugsun ætla ég að fara út og gera eitthvað sniðugt. Hlakka til að sjá næsta leik. Ég er viss um að þá vinnu við.

  75. YEEESS!!

    In King Kenny We Trust

    Ekki gera lítið úr Villa. Sterkt stig eftir mjög góða viku á æfingasvæðinu

  76. Jæja ég held að það sé kominn tími fyrir Daglish að taka pokan sinn 4 stig úr seinustu 9 leikjum er bara ekki nógu gott

  77. Sá seinni hálfleikinn með öðru auganu og fannst liðið bara drulluflott! Vildi óska þess að þetta mikla hungur sem liðið sýndi væri í öllum leikjum!

  78. þíð hérna sem segið að carroll sé alltaf að batna á hvað leiki hafið þið verið að horfa á maprinn getur ekki blautan hann einfaldlega kann ekki að spilla fótbolta. og sú ákvörðun king kenny að hafa sterling ekki einu sinni í hópnum ég bara skill hana ekki það er ekki eins og restin af liðinnu geti eitthvað hann er bara búinn að missa það því miður burt með kenny hann hefur ekki púng í að gera það sem þarf að gera

  79. Ef Kenny hefði eitthvað stolt eftir þá mundi hann hætta sem framkvæmdastjóri Liverpool. Hann er því miður sjálfum sér og félaginu til skammar núna. Það eru næstum öll lið sem hlæja að Liverpool núna, aðeins Wolves er meira í skítnum en Liverpool.

Aston Villa á morgun

Liverpool 1 – Aston Villa 1