Liverpool – Wolves FA CUP

Sú elsta og virtasta er um helgina og ef marka má blaðamanna fundinn hjá Klopp þá verður bikarkeppnin tekinn alvarlega enda annað væri rugl þar sem við erum handhafar bikarsins. Saga Liverpool og FA Cup er full af ótrúlegum sigrum og grátlegum töpum. 8 bikarar sigrar finnst manni samt heldur lítil uppskera miða við hvað við vorum með gott lið í mörg ár en hvað um það við setjum stefnuna á þann níunda í ár.

Hérna eru sigrar Liverpool
1965 Leeds 2-1
1974 Newcastle 3-0
1986 Everton 3-1
1989 Everton 3-2
1992 Sunderland 2-0
2001 Arsenal 2-1
2006 West Ham 3-3 Vító
2022 Chelsea 0-0 Vító

Wolves
Er liðið sem ætlar að stöðva okkur í þessari för en þeir sitja í 19.sæti í úrvalsdeildinni með 14 stig eftir 18 leiki. Þeir eru samt oftast sterkir varnarlega en vandamálið hjá þeim í vetur er að skora mörk en markahæðstu leikmenn liðsins eru Daniel Podence og Ruben Neves en báðir hafa skorað 4 mörk og til þess að gera verkefnið þeirra meira krefjandi þá er Podence meiddur. Þeir hafa þó alveg hæfileika þarna fremst en Diego óþolandi Costa er fremstur en líklega fær R.Jimenez að byrja þennan leik en hann hefur verið mikið meiddur.

Það er oft þannig að lið sem eru að berjast fyrir lífinu sínu í úrvalsdeild þar sem pressan er mikil í hverri viku ná góðum úrslitum í bikarkeppnum því að þar spila þau pressulaus því að engin er að búast við miklu frá þeim þar og þetta er væntanlega ekki forgangsatriði hjá þeim svo að ég reikna með vel skipulögðum Wolves leikmönnum sem beita skyndisóknum.

Ég ætla ekki að eyða tíma í að giska á þeirra byrjunarlið en þeira lykilmenn eru J Sa í markinu, Neves fyrirliði, Nunes á miðsvæðinu, Moutinho á miðsvæðinu, Jimenez sóknarmaður og svo hinn meiddi Podence.

Liverpool

Staðan á okkar liði þessa dagana er einfaldlega slæm. Við erum ekki að nýta færin og við getum ekki varist. Þetta er stórt vandamál en vandamál eru til að leysa þau sagði Stella Löwe í myndinni Stella í orlofi og ekki lýgur hún( að minnsta kosti ekki alltaf).
Hvað er hægt að gera í þessu? Nákvæmlega sama og alltaf einbeita sér að næsta verkefni og gera betur.

Ég skil allt tal um að okkur vantar sterkari miðjumenn og stuðningsmenn eru svekktir að staðan sé svona á miðsvæðinu en ég er líka á því að liðið okkar á einfaldlega að geta gert miklu miklu betur með þennan mannskap sem stendur til boða. Lausnin er ekki bara að fjárfesta í sterkari miðjumönnum heldur að gera betur með þetta lið hjá okkur í dag.
Já ég vill fá inn nýjan miðjumann en ef hann kemur ekki þá er það enginn afsökun að ná ekki í top 4 í vetur, þessi skoðun mín er líklega ekki sú vinsælasta en mér finnst alltaf oft dottið í að okkur vantar nýjan leikmenn þegar illa gengur.

Klopp talaði um það að hann myndi ekkert þurfa að rótera neitt fyrir þennan leik og á ég því von á okkar sterkasta liði. Kelleher fær líklega samt markið, Trent og Andy taka kantana, Matip og Konate fá miðvörðinn (Van Dijk meiddur), Fab/Thiago/Hendo verða á miðsvæðinu, Salah og Nunez fremstir og ég ætla að spá því að Gagkpo fær að byrja því að við þurfum einfaldlega á honum að halda strax.

Þetta er sterkt lið á pappír en pappírs lið skipta engu máli eins og sást í síðasta leik.

Mín spá
Ég held að við munum mæta gríðarlega grimmir til leiks og slátra þeim 3-0. Nunez, Salah og Gagkpo munu allir skora. Ég byggi þetta á því að alltaf þegar stuðningsmenn liðsins kalla liðið öllum illu nöfnum og allt virðist fara til andskotans þá kemur liðið oft með flottan leik til að minna alla á hvað við getum. Ég spái því að fuglinn mun rífa úlfinn í sig.

YNWA – FA Cup er keppni sem við eigum að taka alvarlega.

Jákvæði pósturinn

þessi færsla fór inn á facebook síðuna okkar um daginn og er ágæt að minna okkur á að það er alltaf gott að vera Liverpool aðdáandi 🙂

Það er erfitt að vera jákvæður Liverpool aðdáandi þessa dagana en ég ætla að reyna það.
Never give up stóð á bolnum hjá Salah þegar þurfti að horfa á liðsfélaga sína spila við Barcelona á Anfield eftir að hafa tapað fyrsta leiknum 0-3.
Williams og Phillips þurftu að redda málunum í miðverðinum hjá Liverpool þegar alltaf var farið til fjandans og við þurftum líka mark frá Alisson á síðustu stundu til að bjarga 4.sætinu fyrir ekki löngu síðan.
Við höfum séð það svartara en það er engin ástæða til að vera ánægður með gengi okkar manna en þetta er ekki bara hrein skelfing.
Top 5 til að gleðjast yfir.
1. Þú heldur með Liverpool.
Við erum miklu meira en bara eitthvað fótbolta lið, við erum fjölskylda sem stendur saman í blíðu og stríðu.
2. Jurgen Klopp er stjórinn
Það er ekki annað hægt en að elska manninn. Jájá maður er ekki alltaf 100% sammála honum en ástríðan og bikaranir sem hafa skilað sér til okkar gera hann að Liverpool goðsögn.
3. Gakpo
Við vorum að kaupa mjög spennandi leikmann og gerðum það áður en glugginn opnaðist. Virkilega vel gert hjá liðinu.
4. Meistaradeildin og FA Cup
Deildin er ekki nógu spennandi eins og er fyrir okkar menn en við erum að berjast á fleiri vígstöðvum og eins og síðasta tímabil sýndi okkur þá erum er helvíti gaman að komast langt í bikarkeppni og hver veit hvað gerist í ár.
5. Það er nóg eftir af tímabilinu
Við stuðningsmenn erum oft fljótir að gleyma og gleymum okkur oftast í núinu. Tímabilið er langt og það fer oftar en ekki upp og niður. Við náðum nánast Man City á síðustu leiktíð eftir frábæran endasprett og við gætum alveg tekið góðan sprett síðari hlutan og gulltryggt meistaradeildarsæti og komist langt í bikarkeppni.

YNWA – Alltaf að muna eftir því hvað það stendur fyrir.

8 Comments

 1. Skv Paul Joyce er Liverpool ekki að fara að kaupa fleiri leikmenn í þessum glugga. Mjög áreiðanlegar heimildir þegar hann talar.

  Ef rétt þá er ekki mikill metnaður hjá klúbbnum og menn sáttir við Evrópudeild eða jafnvel Sambandsdeild. Veit eiginlega ekki hvort maður eigi að hlæja eða grenja.

  2
  • Við hverju eru menn að búast við, það eru meiri líkur að það verði einhver seldur í sumar til að kassa inn fyrir Gakpo. kannski fer Salah í sumar, væri ekki hissa?

   Undir FSG ruslinu er Liverpool klúbburinn fastur í djúpum forarpytti!

   FSG out og það STRAX!

   6
 2. Veit einhver hvað kom fyrir Vipleague? Allt í einu eru engir leikir listaðir hjá þeim.

 3. Wolves eru nógu lélegt lið til að ég sjái okkur vinna þennan leik þrátt fyrir meiðsli hjá okkur.
  Mesta tilhlökkun verður að sjá Gakpo spila.
  Ef að rétt að reynist og það verða ekki fleiri styrkingar í janúar þá verður maður bara að vona að það dugi til að skríða í top 4 sætin en maður hefur áhyggjur af því að það verði erfitt.

  YNWA !

  4
 4. Takk fyrir upphitunina Sigurður Einar.
  Hef trú á að okkar menn vinni Úlfana í dag.

  Vonbrigði síðasta leiks gera ekkert annað en að verða eldsneyti á tankinn hjá Rauðklæddum.

  Ég hef trú á að Gakpo muni heilla og hann og Nunez nái vel saman.
  Ég hef líka trú á að við fáum ekki á okkur mark í leiknum.

  Ég hef ekki gefist upp.
  Ég hef trú á okkar menn.

  YNWA

  11
 5. Ég býst við að fá að éta sokk fyrir að segja þetta en vonandi verða curtis jones og gomes bara heima hjá sér í kvöld hef ekki séð þá koma með neitt spennandi inn í liðið

  2

Gullkastið – Endurvekja þungarokkið takk!

Byrjunarliðið klárt: Gakpo frumsýndur!