Gullkastið – Endurvekja þungarokkið takk!

Það er fullkomlega búið að skrúfa niður í þungarokksfótboltanum sem Liverpool spilaði undir stjórn Klopp og breytingar á leikmannahópi liðsins undanfarin ár eru bara ekki nógu sterkar, oftar en ekki bókstaflega. FSG hefur líklega aldrei verið undir meiri pressu en einmitt í þessum glugga enda þörf á alvöru styrkingu á miðsvæðinu fullkomlega æpandi.

Eftir skipsbrotið gegn Brentford var ekki annað hægt en að rýna í stöðuna í víðara samhengi og greina helstu vandamál félagsins og ógnvekjandi hraða hnignun liðsins það sem af er vetrar.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


  Egils Gull       Húsasmiðjan          Sólon           Jói Útherji         Ögurverk ehf

MP3: Þáttur 410

20 Comments

 1. Þungur hnífur!

  Nei, segi svona… En hvað skyldi fara í gegnum höfuðið á Cody Gakpo eftir að hafa horft á þessa tvo YNDISLEGU leiki með Liverpool?

  6
  • ,,,hvað var ég að hugsa” fer í gegnum hugan á Cody Gakpo

   Það er nú þannig.

   6
  • “hér eru tækifæri til að verða aðalmaðurinn” fer í gegnum kollinn á Gakpo 🙂

   9
 2. Það er svo margt sem manni langar til að tjá sig um í dag en ef maður hefur ekkert uppbyggjandi að segja þá er oft betra að þeigja.

  12
 3. Sælir félagar

  Takk fyrir þáttinn og þær hreinskilnu umræður sem þar fóru fram og Maggi var skýr, bæði hljóðið og meiningarnar sem og félagar hans. Það er ekki miklu við að bæta nema þeir kop-ara gleymdu að minnast á fyrri hálfleikinn við A. Villa í upptalningu á skelfilegum frammistöðum liðsins í undanförnum þremur leikjum. Ég reikna með að allt stuðningsfólk Liverpool deili áhyggjunum með þeim félögum, amk. geri ég það. Það versta við þetta spjall var að þeir félagar höfðu engar skýringar á ástandinu og þar af leiðir að erfitt er að berja í brestina. En það er nottla ekki sanngjarnt að ´tlast til að þeir geti skýrt hrun liðsins núna eftir jól.

  Helstu áhyggjuefnin eru:
  – slenið sem virðist vera í liðinu, andleysið, viljaleysið, þrekleysið og miðjan
  – lélegar hlaupatölur og miðjan
  – frammistaða varnarinnar og miðjan
  – frammistaða sóknarmannanna og miðjan
  – endalaust klúður í innkaupastefnu félagsins undanfarna glugga og miðjan
  – endalaus meiðsli leikmann og miðjan
  – FSG og miðjan
  – síðast og ekki síst MIÐJAN

  Af þessari upptalningu (líklega ekki tæmandi) sést að vandamál liðsins er legíó. Því á bak við hvert og eitt atriði eru margir samverkandi þættir – reikna ég með. Þó held ég að þau megi öll leysa á tiltölulega stuttum tíma ef helv . . . eigendurnir drulluðust til að selja klúbbinn einhverjum sem tímir að fjámagn liðið. Öll þessi vandamál (nema ef til vill meiðslavesenið) eiga uppruna sinn í innkaupastefnu FSG sem ekki hafa hirt um að endurnýja liðið eins og þörf var á og er á.

  Með stöðugum innkaupum á einum til tveimur leikmönnum á hverri leiktíð ásamt með sölum á mönnum sem gefa liðinu lítið sem ekkert (OX, Keita; Jones o.s.frv) hefði mátt koma í veg fyrir ótímabæra og stöðuga öldrun hópsins sem orðinn er of gamall að miklu leyti þó aðalega MIÐJAN.

  Það eina sem ég hefi ekki áhyggjur af er sóknin. Það þarf að vísu alvöru MIÐJU til að styðja við sóknarmenn liðsins en þar er liðið vel mannað og þar mun koma að sóknin fer að raða inn mörkum þó þurrðin sé tilfinnanleg núna

  Það er nú þannig

  FSG burt

  YNWA

  8
 4. Ég vil þennan miðjumann, Luís Chavez. Spilar í Mexico og fæst á undir 10 mill. Evra
  Er varnarsinnaður miðjumaður með geggjaðar sendingar og skorar f utan teig. Skoraði stórkostlegt mark úr aukaspyrnu á örugglega 40 m færi fyrir Mexicó á HM. Er á góðum aldri, fæddur 1996.

  https://www.youtube.com/watch?v=K-HCCTe2TI4

  1
 5. Er sammála Magga Kopara, þ.e. að ég hélt að liðið kæmi sterkara til baka eftir þetta HM frí. Að menn skuli vera að meiðast svona strax og mótið byrjar aftur er gríðalega mikið áhyggjuefni.

  Það er engin með svar, hvers vegna og hvað á að gera…..

  glasið er tómt… gal tómt.
  SPOT farið, liðið í frjálsu falli

  3
 6. Heyrst hefur á skotspónum að Naby Keïta sé meiddur… nei, sko þarna er fugl!

  4
 7. Það eins sem er gott við afleitt gengi klúbbsins okkar allra er að þá verða kommentin miklu betri og meira að segja Sigkarl er orðinn hlægilegur

  2
 8. Flottur þáttur akkúrat umræðan sem maður vildi heyra um miðsvæðið og týpurnar sem voru og eru.

  Svo er það, að ef Jude og hans fjölskylda eru liverpoolfólk. Þá ber honum skylda til að viðhalda arfleiðinni 🙂
  Svo ég fari ekki aftar í söguni þá höfum við haft leiðtoga þarna Gerrard og svo Henderson okkur vantar nýja þar til að taka við trúi því ekki að hann ætli að missa því tækifæri að fá að leiða Liverpool inná völlinn.

  Annars er það rétt að það er allt skrýtið við hvað fallið er hátt

  4
  • Ég er með slæmar fréttir, núna er 10 stiga hiti í Liverpool, hefðbundið vorveður.

 9. Vandræðin eru margvísleg og af ýmsum toga.
  Ég hef undanfarið farið hamförum varðandi innkaupastefnuna sem að mínu mati hefur sett liðið í þá stöðu sem það er í núna, ég kenni FSG um þá stöðu því þeir stjórna þeim málum, má vel vera að Klopp beri hér einhverja ábyrgð en er svo mikill Klopp aðdáandi að ég trúi því ekki fyrr en hann segir mér það sjálfur. 😉
  Það sem svíður mest er hins vegar frammistaða leikmanna, hvernig þeir framkvæma það sem þeir eiga að gera, og það hefur verið hrein hörmung svo vægt sé til orða tekið. Þegar menn leyfa sér slíkar frammistöður trekk í trekk þá skiptir engu mái hvaða leikkerfi er verið að nota eða hvernig leikurinn er settur upp. Það hefur hreinlega verið hræðilegt að horfa upp á þetta. Vísbendingar um þetta fóru að koma upp í vor sem endaði með því að hvorugur stóru titlana náðust í hús og frammistaðan gegn Real endurspeglar nákvæmlega það sem við höfum verið að horfa upp á í haust og vetur. Undirbúningstímabilið bauð nákvæmlega upp á það sama þannig að þetta ætti ss ekkert að koma á óvart.
  Það er líka með hreinum ólíkindum að nánast allir leikmenn liðsins skuli detta í þessa holu á sama tíma, held ég hafi aldrei upplifað þetta nokkurn tímann áður og hef ég fylgst með og spilað íþróttir ansi lengi.
  Það allra versta við þetta er að enginn virðist hafa manndóm til að stíga upp og fara að gera þetta almennilega, ef frá eru skildir Allison og Robbo að mestu leyti. Enginn, enginn af hinum virðist hafa bein og styrk til að rísa upp úr þessari hörmulegu lágdeyðu sem er alveg ótrúlegt.
  Hvar eru þessir “mentality monsters”? Þeir eru að láta stjórann sinn líta ansi illa út og hann á það ekkert skilið frá þeim eins og hann hefur bakkað þá upp og haft óumdeilanlega trú á þeim, langt út fyrir getu þeirra í raun.
  Kannski erum við bara að gera of miklar kröfur, eins og einhver benti á, þá erum við í raun bara á pari við miðlungslið þegar kemur að eyðslu í leikmenn en samt ætlumst við til að vera að berjast við topp liðin, sem sýnir hvers vegna FSG hefur brugðist og í raun er sá frábæri árangur sem Klopp hefur þó þegar náð í raun að koma í bakið á honum, sem er algerlega fáránlegt.

  7
 10. FSG gætu kannski lokkað Dele Alli aftur í Ensku deildina. Ættu að vera snilldar moneyball kaup kannski ?
  Fæst fyrir klinkid hjá þessum rekstrar snillingum

Brentford – Liverpool 3-1

Liverpool – Wolves FA CUP